Heimskringla - 08.02.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA
HBIMSKRINOLá
WINNIPEG 8. FEBRÚAR I92S
H«íntsktín0la
(StofnuTí 1886)
Kfnor tt ft hTerJam mltlTlkadfít
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 ok 855 SARGEXT AVE . WINNIPEG
TALS1MI: 80 .137
V«rt> blaDslns er $3.00 á.rgangurlnn borf-
lit fyrlrfram. Allar borganlr eenalst
THE VIKING PRiEES LTD.
BTGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjórl.
VtanAskrllt tll blnttalna:
THE VIKING PltESS, L.td., Boa 8105
lltan Askrlft tll rltetJAranai
EDITOH HEIMSKRINGI.A, Bol 3105
WllNNlPEG, MAN.
“Heimskringla ls pnbllsbed by
The Vlklna Preae Ltd.
and prlnted by
CITY PRINTING A PIJBIISHHVO CO.
853-855 Saraent Ave.. Wlnnlpek, Mai.
Telepbone: .80 53 7
WINNIPEG, MAN., 8. FEBROAR 1928.
Fjárlög cg
fylkisvirkjun.
Bracken forsætisráðherra lagði fjár-
lagafrumvarpið fyrir fylkisþingið á föstu-
daginn var.
Útgjöld fylkisins á fjárhagsárinu, er
byrjar 1. maí 1928, álætlar forsætisráð-
herrann að muni nema $11,887,144.75. Er
það töluvert meira en í fyrra, enda er gert
ráð fyrir tekjuhalla á komandi fjárhags-
ári, er nemur rúmlega $694,000, og bæt-
ast þar við þrír útgjaldaliðir, er koma á
fjárlögin, og munar þar vafalaust mest
um ellistyrkinn, er getið hefir verið til að
muni nema allt að $500,000. — Aukin út-
gjöld má nefna $350,000 til vegabóta;
$150,000 til mæðrastyrks; $90,000 til lög-
gæzlu; $90,000 til uþpeldismála; $33,000
til landbúnaðar; $22,000 til náma og auðs
uppsprettugæzlu, og $134,000 til vaxta og
afborgunar á fylkisskuldinni.
^ ^
Við því má búast, að mörgum vaxi mjög
í augum útgjaldahækkunin — enda er
hún ekki vænleg viðhorfs, að óhuguðu
máli—og búist við því, að skattar muni
mjög fara hækkandi, í stað þess að fara
lækkandi, eins og fastlega hefir verið
gert ráð fyrir.
Að svo stöddu er þó engin ástæða til
að láta hugfallast. Brackenstjórnin er orð
in sannreynd að ágætri ráðsmennsku
efnalegri fyrir fylkisins hönd, og þá um
leið að því, að liafa vaðið jafnaðarlega
mjög ríflega fyrir neðan sig í fjárhags-
áætlunum sínum. Þess er t. d. að minn-
ast, að fjárhagsáætlun fjárhagsársins, er
endaði 30. ap. í fyrra, gerði hún ráð fyrir
$250,000 tekjuhalla, en þegar öll kurl
voru komin til grafar, kom það í ijós, að
í stað þess að skaðast á húskapnum,
hafði fylkið einmitt á því fjárhagsári
grætt um $800,000. Að vísu mætti ein-
hverjum detta í hug að álasa stjórninni
fyrir það, að geta ekki farið nær um af-
komu fjárhagsársins en svo, að muni
meira en $1,000,000, þegar ekki er um
stærri upphæðir að ræða en þeim sem
velt er á fylkisreikningunum. En með
undanfarinni reynslu á fésýslu stjórnar-
innar í huga, og þegar litið er til hinnar
öru viðskifta- og iðnaðarþróunar innan
fylkisins, þá er engin sérleg ástæða til
þess að bera kvíðboga fyrir því, að nú sé
alit að keyra um þverbak.
^ ^ #
Flestum ætti að geta komið saman um
það, að hinum auknu útgjöldum til ýmsra
gjaldliða sé vel varið. Ekkert glæðir
meira viðskiftalífið en góðir vegir, og
þarf því tæpast að bera kvíðboga fyrir
því, að sá útgjaldaliður gefi ekki fylkinu
skjótlega aftur í aðra hönd, svo að svari
því, er hann hefir verið aukinn, og ríf-
lega það. Að auka mæðrastyrkinn, er
vafalaust hyggileg ráðstöfun, þótt lengur
verði að bíða eftir sýnilegum árangri af
henni, en af vegabótatillaginu. Því vissu
lega þarf ekkert samfélag að sjá eftir
þeim peningum, er það ver til þess að sjá
fyrir því, sem mögulegt er, að sem
minnst af æskulýðnum þurfi að kvelja á
legg í kröm andiegri eða líkamlegri.
* * *
En annars er langmerkasta atriðið í
þessari framsöguræðu fjármálanna það,
að forsætisráðherrann tilkynnti, að stofn
uð yrði sérstjök stjómardeild til þess að
hafa aila umsión með auðsuppsprettum
fylkisins, er að vísu enn eru í höndum
sambandsstjórnarinnar, en sem fylkið
heimtar nú í sínar hendur, með von um
góðan árangur, og skipun vatnsorku-
nefndar innan fylkisins, er skuli eigi að-
eins sjá um þá vatnsvirkjun, er stjómin
þegar hefir hönd í bagga með, heldur
einnig taka í sínar hendur og bera ábyrgð
á starfrækslu og umsjón allra vatnsorku-
stöðva, sem kunnugt er um í fylkinu,
norðan og sunnan.
Jafnvel andstæðingablöð Bracken-
stjórnarinar hér í Manitoba játa það, í
tilefni af þessu, að hún hafi margt nyt-
samlegt afrekað, fylkinu í hag, og muni
svo enn gera. En þó telja þau, sem og
líklegt er, að ekkert hafi hún gert, né
muni gera, er jafnlengi muni halda end-
urminningunni um hana á lofti, eins og
einmitt þetta, takist henni að fá fram-
gengt vilja sínum.
Margir fleiri en framsóknarmenn og
verkamenn, og einmitt ýmsir góðir dreng
ir og skynsamir, úr hinum flokkunum,
hafa öðlast skilning á þeirri hættu, sem
af því stafar fyrir fylkisbúa, að auðsupp
sprettux ^ylkisins séu umhugsunartaust
seldar í. hendur einstakra auðmanna, til
þess að þeir geti hvernig sem verkast vill,
fleytt af þeim rjómann, án þess að fylk-
isbúar eigi þar nokkru um að ráða. Hinn
stórkostlega glæsilegi árangur af vatns-
virkjun Ontariofylkis hefir ekki farið
framhjá mönnum, enda telur Winnipeg-
blaðið “Tribune”, að ekkert hafi Whitney
stjórnin í Ontario unnið eins þarflegt og
það, að láta fylkið taka að sér starf-
rækslu vatnsorkustöðva, og hafi hún þó
margt ágætlega unnið, árum saman, fylk
inu til framgöngu.
* * *
Af þessum skilningi stafar það þá og
vitanlega, að bæði stórblöðin í Winnipeg
“Free Press” og “Tribune”, og hið síðar-
nefnda þó ákveðnara, fallast á kröfu Mr.
Bracken á hendur sambandstjórninni,
um það, að selja fylkinu í hendur umráð
öll ytfir auðsuppsprettum þess, og styðja
hann í deilu þeirri er hann á nú í við Raf
veitufélag Winnipegborgar (Winnipeg
Electric Company) um starfrækslu Sjö
systra fossana. Winnipegfélagið hefir
fyrir tveim árum síðan sótt um það til
sambandsstjómarinnar, að fá forgangs-
rétt til þess að koma þar á virkjun. —
Brackenstjórnin sótti líka um það fyrir
tveim árum síðan. En félagið var held-
ur á undan stjóminni með umsökn sína,
og þykist því eiga fullt tilkall til virkjun-
arréttarins, og hefir skorað á Manitoba-
stjórnina, að taka aftur umsókn sína.
En svo fjarri er það Mr. Bracken, að hann
hefir þvemeitað því, og virðist þess al-
búinn, ef í hart fer, að gera upptæka
orkustöð félagsins við Pinawa (sem er
nauðsynleg þeim, er virkja vill Sjö systra
fossana), þótt það muni kosta fylkið
$15,000,000—$20,000.00O.
Bæði stórblöðin í Winnipeg virðast
jafnvei álíta, að þetta úrræði muni borga
sig. “Free Press” telur skýlausa skyldu
sambandsstjórnarinnar, að selja Manitoba
fylki tafarlaust í hendur öll umráð yfir
auðsuppsprettum ifylkisins, er eiginlega
hafi ranglega verið haldið, allt frá þeim
tíma, er fvlkið var stofnað. “Tribune”
er enn ákveðnara í þessu máli. Sam-
bandsstjórnin getur ekki látið þá kröfu
undir höfuð leggjast, svo að nokkur sann
girni mæli með.
Margt bendir líka til þess, að sambands
stjórnin muni nú verða við þessari kröfu.
En þó sérstaklega það, að forsætisráð-
herra Canada, Mr. MacKenzie King, lét
þess getið í þingræðu, vikuna sem leið,
að sambandsstjómin væri við því búin,
að semja við fylkin um það, að það fé.
sem þeim er nú greitt árlega af sambands.
stjórninni, fyrir auðsuppsprettumar (“in
lieu of lands”) skuli greitt þeim fram-
vegis, til uppbótar fyrir það, að umráða-
réttinum hefir verið haldið fyrir þeim,
frá því að fylkin vom stofnuð. Virðist það
vera sanngjarnt, enda er það hliðstætt
dæmi því, er Jón Sigurðsson fékk Dani
til þess að greiða tiltekna upphæð á áH
í landssjóð íslands, sem uppbót fyrir þær
tekjur, er runnið höfðu ranglega af ís:
lenzkum eignum í ríkissjóð Dana, öldum
saman.
* * *
Ekki þarf að efa það, að framsóknar-
þingmenn og verkamanna muni sklpa
sér þétt um Mr. Bracken, í deilum hans
við Rafveitufélag Winnipegborgar. JMægir
að vísu sá stuðningur einn, Mr. Bracken
til fulltingis, ef sambandsstjórnin bregst
vel við því, að afhenda fylkinu auðsupp-
sprettumar. En skemtilegt væri af..
spurnar fyrir gömlu flokkana, og rnyndí
heldur ekki rýra álit þeirra, ef þeir skip-
uðu sér líka um fylkisstjómina í þessu
máli.
Svar til Kristjáns
Albertssonar.
Blaðið “Lögberg” lánar frekan helm-
ing af ritstjórnardálkum síðasta tölu-
blaðs (2. febrúar 1928), til þess, meðal
annars, að sanna, að núverandi dóms-
májaráðherra íslands, Jónas Jónsson, sé
lygari.
Það má nú sjálfsagt, með velvildarskiln
ingi þó, telja einskonar “óviljaverk”, og
verður síðar í þessari grein að því við-
horfi vikið. En annars er þetta veglega
rúm í blaðinu lánað fornkunningja min-
um og skólabróður, Kristjáni Albertssyni,
fyrverandi ritstjóra “Varðar” í Reykjavík,
er biður um það til þess að verja sig gegn
árás, er hann telur Heimskringlu hafa á
sig gert, 28. september í haust. Vöminni
fylgir nokkurskonar hólmgönguáskomn,
er leiða skuli í ljós “hvor okkar sé heiðar
legri blaðamaður”.
Eg á að birta “rök mín fyrir því
tvennu,
að það sé áfellisvert. að kalla marg-
seka ósannindamenn lygara, og að færa
um leið fullar sönnur á sekt þeirra,
að það sé lofsvert, að saka menn um
fjárglæfra, án þess að geta fært nokkrar
sönnur á mál sitt.”
Hér slær Kristján kunningi minn tvö
vindhögg í einu, í sakleysi sínu. Það er
vel fyrirgefanlegt, því að hann hefir mis-
skilið mig algerlega. Mér hafa aldrei
dottið slíkar vitleysur í hug, hvað þá held
ur að eg hafi sett þær fram á prenti, eða
í mæltu máli, svo að eg þurfi, eða hafi
nokkurntíma þurft, að færa rök að þeim.
Áskorun Kristjáns Albertssonar til mín,
og hin “ítarlega” greinargerð hans í Lög-
bergi fyrir því, að “Jónas Jónsson dóms
máílaráðlherra sé “lygari”, stafar af tvö-
földum misskilningi á athugasemd þeirri
um persónuleik íslenzkrar blaðamennsku,
er eg hnýtti aftan við grein mína, er
skýrði frá stjórnarskiftunum í haust, og
ummælum um þan, er tekin voru úr ís-
lenzku blöðunum.
í fyrsta lagi skilur Kristján Albertsson
það rangt, að eg hafi með þeirri athuga-
semd verið að drótta að honum óheiðar-
legri blaðamennsku. Blaðamennska get-
ur vierið bamaleg (naive), Iieimskuleg
og fram úr hófi ókurteis, enda gikksleg,
án þess að vera óheiðarleg, eftir því sem
I það orð er venjulega skilið. Eg get lát-
ið mér nægja að segja, að eg álít þau
dæmi, er eg tilfærði úr ritstjórnargrein
“Varðar”, órækan vott um óþroskaða og
enda barnalega blaðamennsku. Að hún
sé um leið svo ókurteis, er mest má vera,
er jafnvíst að engum blandast hugur um,
eins og hitt, að ókurteisi má ef til vill
frekar teljast aukaatriði, er um blaða-
deilur er að ræða.
í öðru lagi skilur Kristján Albertsson
það rangt, að tilætlunin með athugasemd
minni hafi verið sú, að bera blak af Jón-
asi Jónssyni dómsmálaráðherra hvort sem
ihonum ber blakið að meira eða minna
leyti. Það er auðvitað aukaatriði, að
mér hefir virst hann fullkamlega fær um
að svara fyrir sig sjálfur. En það leiðir
af þessum misskilningi, að öll þau rök,
er Kristján Albertsson færir fyrir því, í
þessari Lögbergsgrein, að dómsmálaráð-
herra íslands sé lygari, eru algerlega út
í hött, hvað mig snertir.
í grein minni og athugasemd prentaði
eg með breyttu letri tvenn ummæli úr
Verði, er mér þóttu sérstaklega eftirtekt-
arverð. Þau eru þessi: “Vér teljum að
því fari mjög fjarri, að þeirgeti talist hafa
flekklaust mannorð (“þeir” eru núver-
andi forsætis- og dómsmálaráðherrar ís-
lands, Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jóns
son), og
“ “Með lygum skal land vinna”, þessi
orð enu rist á riddaraskjöld J. J. .FYRIR
KRAFT ÞEIRRAR TRÚAR, SEM í ÞEIM
FELST, HEFIR HANN SIGUR UNNIД*
Þótt eg telji ekki sífelldar málshöfðan-
ir út af blaðadeilum sérlega æskilegar né
þarflegar, því á mörgu ómerkilegu má
hafa, þá tel eg það enn vott um óheilbrigt
blaðamennskuáistand, að önnur eins um-
mæli og þau, er hér eru tilfærð fyrri,
skuli geta farið óhegnd, og kemur ekki
máflinu við, til hverra þau eru stíluð. Slík
ummæli hefi eg aðeins heyrt um dæmda
glæpamenn, er eigi hafa fengið uppreisn
seiru sinnar. Og menn, er því fer mjög
fjarri um, að geti talist hafa flekklaust
mannorð, skyldu menn halda að væru
útsmognir tukthúslimir, en ekki æðstu
valdsmenn einhverrar menningarþjóðar,
hversu fámenn sem hún vseri, og hvaða
flokkur, sem færi með völdin.
Um þessi ummæli var þó ekki gerð at-
hugasemd mín, hin voðalega árás, er felst
í orðunum: “Þessum rithætti myndu
menn frekar búast við á Balkanskagan-
um, en frá greindum ungum
manni, er ætlaði sér að bæta
blaðamennsku á íslandi, heldur
um hin, er seinna ex*u tiifærð
hér að framan. Eg finn það að
vísu og játa. að þessi “árás” er
ámælisverð. En hún er ámæl-
isverð fyrir þá sök, að hún er
alltof meinlaus; gefur alls ekki
til kynna hverrar tegundar um-
mælin eru í raun og veru.
Látum það nú liggja á milli
hluta, að einhver maður, er eg
eigi þekki persónulega, sé sagð
ur sá útmetinn lygari, að hann
risti orðin, “Með lygum skal
land vinna”, á riddaraskjöld
sinn; geri þau að einkennisorð
um sínum og leiðarstjörnu lífs
síns. En þegar mér er sagt„ að
um heilmingur manna á ættjörð
minni, og sjálfsagt röskur helm
ingur þeirrar stéttar, er eg
þekki allra bezt, vegna þess, að
eg er þeirri stétt borinn og barn
fætídur, þeirrar stéttar, er ekki
hefir lakari mönnum á að skipa
en FraJmsóknarflokkurinn ís-
lenzki, séu þeir fábjáíiar eða
bófar, eða hvortveggja, að þeir
velja slíkan mann fyrir foringja
sinn og framsögumann, þá
þykir mér skörin færast upp í
bekkinn. — “Fyrir kraft þeirr-
ar trúar, sem í þeim felst. —”!!
Eg tel þetta jafn ósæmilega
blaðamennsku, og eg tel hana
barnalega fánýta, að ætla sér
þá dul, að telja mér eða nokkr.
um öðrum lifandi manni er til
þekkir, trú um annað eins. Og
eg get ekki gengið svo á bak
sannfæringu minni, að eg verð:
ekki að segja þetta, þótt mér
þyki fyrir, er í hlut á maður, er
eg fyrir margra hluta sakir met
jafn mikils og Kristjáh Alberts-
son. Eg myndi hafa sagt það
sama, þótt í hlut hefði átt ann
ar flokkur íslenzkur og annar
maður. Að Kristján Albertsson
varð fyrir athugasemd minni,
var af þeirri einföldu ástæðu
sprottið, að hann lagði þarna ti!
áþreifanlegasta dæmið um það.
er eg tel mest lýti á íslenzkri
blaðamennsku, en það er, hve
óhemjulega persónuleg hún er
yfirleitt, og hlýt eg þó þar und-
an að skilja hinn ágæta ritstjóra
Lögréttu, Þorstein Gíslason. —
En ef til vill er það fyrir þá
orsök, að Kristjájn Albertsson
'hyggur oss vestra jafn persónu-
lega, að hann leitar ekki til
Heimskringlu með grein sína.
Ef svo er, langar mig til að leið
rétta þann misskilning, með því
að fullvissa hann um það, að
honum er heimilt rúm í Heims.
kringlu, hvenær sem hann vill,
hversu hart sem hann vill á
hana deila eða ritstjóra henn-
ar.
* * *
Um athugasemd ritstjóra
Lögbergs get eg verið fáorður.
Eg skil tæplega að hann hljóti
mikinn orðstír fyrir hana, hvort
heldur er fyrir “stóryrða” matið,
eða þá vizku, að það sé “óvitur^
legt og illa ráðið”, að vestur-ís-
lenzk biöð riti um íslenzk stjóm
mál. Það mætti þó sennilega
heimfæra það á þau blöð, ef
einhver væru, er samvizkusam.
lega skrifuðu aldrei um nokk-
urn hlut. En það væri dálítið
skrítið, ef vesturríslenzk blöð,
er skrifa að jafnaði um erlend
stjórnmáil, mættu aldrei minn-
ast á íslenzk stjórnmál, ekki
sízt þegar telcið er tillit til þess,
að svo hafa Vestur-fslendingar
fylgst með a íslandi, að ekki eru
óramörg ár síðan að menn hér
flugust á í illu, á opinberum
fundi, er háður var um íslenzlc
stjómmál. Mér finnst þetta á-
líka viturlegt, eins og hitt, er
ritstjóri Lögbergs telur sambæri
legt: þekkingu vestur-íslenzkra
ritstjóra, er aðgang hafa að öll-
xim íslenzkum flokksblöðum, á
íslenzkum ríkismálum, og þekk
ingu íslenzkra stjórnmála.
manna, er vitanlega hafa ekk-
ert tækifæri á að sjá stórblöð-
in í Winnipeg, á því hvem fylkis
búar skuli meta mest, Bracken, ,
Robson eða Taylor.
í fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurl^enndiu jneðuJL, ivið bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúS
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
En annars sést samræmið í
orðuin og athöfnum ritstjóva
Lögbergs bezt á því, að um leið
og hann heldur þessa vandlæt-
ingar prédikun, þá lánar hann
ritstjórnardálka sína til þess-
eins og áður er sagt, að sanna
það, að núverandi dómsmála-
ráðherra íslands sé lygari, og
lýsir því meira iað slegja yfirt
um leið, að sér sé ánægja að
því, að birta þessa grein, er
færa skal sönnur á þann dóm.
Það væri ekki ótrúiegt, að ein-
hverjum kynni að virðast, að
með því blandaði ritstjóri Lög_
bergs sér ekki síður í íslenzkar
stjórnmáladeilur, en ritstjóri
Heimskringlu gerir, er hann á-
fellist íslenzka blaðamennsku,
yfirleitt, fyrir það, , hve per-
sónuleg hún sé. En máske
gerir ritstjóri Lögbergs þetta
“bróðurbandi þjóðbrotanna til
styrktar”.
----------x----------
Kennslustarfsemi.
Brynjólfs Þorlákssonar.
AS því befir veriö vikið hvað ofaii
í annað hér í blaSinu, hve afar þýð—
inigíirmikiS þjóSræknisstarf þaS sé,
sem Brynjólfur Þorláksson nú er aS
leysa af hendi meSal Islendingfa i
Winnipeg, með því að haida uppi
söngkenslu þeirri meSal barna og ung
linga, er nokkrir framtakssamir þjóð-
ræknismenn börSust fyrir á 9ÍSasta
þjóSrælknisjþinigi, að hrundiS s/kyidi
í fratnkvæmd.
Starfsemi Brynjólfs i hinum ýmsii
nýbyggðum vorum, hefir þegar bori5-
'hinn glæsilegasta árangur, 0g má því
vafalaust vænta sama árangurs hér,
svo framarlega aS fólk vort sýni
málinu veröskuldaða alúð.
Æfiugar fara fram í Fyrstu lút—
elsku kirkjui klulkkan sjö á hverju
manudags og fimtudagskvöldi, en á
laugardögum kl. 3.30 e. h.
ÞaS má nú þegar fullyrða, að
kennslan sé komin í æskilegt horf.
I.ætur Brynjólfur þess getiS aS han»
sé hæstánægSur með árangurinti
fram að þessu, og aS góðs eins megi
vænta af flokknum. — ASsókn a5
æfingunum fer vaxandi jafnt og þétt
'þótt enn sé nægilegt rúm fyrir fleiri.
Kennslan er ókeypis og ætti það sann
arlqga ekki að draga úr áhuga al-
niennings, á því aS færa sér hana í
nyt. Söngkennarinn, Brynjólfur Þor-
láksson, biður þess getiS, aS æski-
legt væri aS fá enn í flokkinn nokikr-
ar stúlkur frá fimtán til tuttugu ára,
flokknum til frekari styrktar.
FlogiS hefir þaS fyrir aS ýms bönt
kynoki sér .við að ganga í flokikinn
sökum ótta viS skort á þekkingu í ís_
| lenzku máli. Slíkan ótta telur söng-
kennarinn ástæðulausan meS öllu, meS
því aS hann sé sannfærður um, af
reynslu þeirri er hann hefir þegar
fengiS, aS íslenzk börn hér í borg
standi íslenzlkum börnunt í öörum vest
rænum nýlendum, fyllilega á sporði. *•
Nú er það alvarleg ás.korun frá söng
kennaranuim, og nefnd þeirri, sem um
framkvæmdir söngkennslunnar ann_
ast, til íslenzkra foreldra, aö þau látf
eigi undir höfuö leggjast, aS senda