Heimskringla - 25.04.1928, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 25. APRÍL 1928.
< StofnnTf 188«)
Krmnr At A hverjnm mlKTlkndeKÍ
EIGEXDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8S3 ok 855 8ABGENT AVK. WISÍNIPKO
TA1.SIMI: SC 537
V»r« blaCnlns er $3.00 á.rgangurlnn borg-
iet fyrirfram. Allar borganir sendiat
TIIE VIKING PHEfS LTD.
SIGPÚ8 HALLDÓRS Irá Höfnuin
Ritstjórl.
UtnnAMkrlIi ttl ItlntVHlnn:
THR VIKIA'G PltKSS. I.td., Bnl S105
lltnnAnkrlft tll rltNtJðriin:i:
81DITOH I1EÍMSI<RISIGI.A, Ilo* 3105
WIAAIPEG, MAN.
“Hetmskrlngla le publtsiied by
Tbe Viklngr I’rena I,td.
and printed by
CITY PKIATIAG A PUHI.ISHIAG CO.
g53-8S5 Snreeut A ve., Wlnnlpeg. Mnn.
Teleplinne: .86 53 7
WINNIPEG MANITOBA,25. apríl 1928.
FISKISAMLAGIÐ
RÆÐISMAÐURINN OG ÞJÓÐRÆKNIN.
Ræðismaður íslendinga og Dana hér
í Winnipeg, hr. A. C. Johnson, gat sér
þess til í Lögbergi um daginn, að vér
myndum veita móttöku skýringu frá hon-
um út af ummælum þeim, er vér viðhöfð-
um um skrif hans í fyrra til þáverandi
forsætisráðherra Islands, Jóns Þorláks-
sonar.
Ræðismaðurinn gat rétt til, eins og
sjá má á öðrum stað hér í blaðinu. Hitt
er annað mál, að vér fáum enga leiðrétt-
ingu séð j máli hans á “skopyrðum” .vor-
um. Lítum vér rétt á það, að þau hafi
verið hæfileg þá, eru þau það engu síður
nú, að “leiðréttingunni” athugaðri, og
svo er um annað, er vér létum um fyrstu
grein ræðismannsins mælt, og það því
fremur, sem í þessari síðustu grein ber
meira á embættismanninum, en einstakl-
ingnum hr. A. C. Johnson, eins og síðar
mun verða að vikið. Og yfirleitt er leið-
réttingin þann veg rituð, að vér, sem
þjóðræknismaður, og ritstjóri opinbers
málgagns, neyðumst til að fara um hana
fleiri orðum/en nauðsynlegt var um dag-
inn.
Kristinn Pótursson á skilið þökk
landa sinna fyrir það, að hreyfa opin-
berlega hugmyndinni um fiskisamlag.
En uppfitjunin verður til einskis, ef
prjónarnir eru að henni lokinni lagðir á
hiliuna. Það ætti að vera metnaður öll-
um íslendingum, að halda nú áfram verk-
inu í einni lotu, unz allt er komið í hæl og
totu.
Það er þá líka þeim mun auðveldara,
sem “The Co-operative Marketing Board”
virðist nú hafa gert alvarlega gangskör
að því, að leita álits og aðstoðar fiski-
manna til þess að koma þessari samlags-
hugmynd í framkvæmd. Þykir oss ekki
ósennilegt, að það megi enn að einhverju
leyti þakka hr. Kr. Péturssyni. Að minnsta
kosti vitum vér til þess, uð hann hefir átt
tal um hugmyndina við ritara nefndar-
innar, Mr. P. H. Ferguson.
Hvað sem um það er, þá hefir Mr.
Ferguson fyrir hönd nefndarinnar sent
flestum eða líkl. réttara sagt öllum fiski-
leyfishöfum í fylkinu eyðublað með ná-
lega 40 spurningum, er í ljós megi leiða
þá vegi er færastir séu til framkvæmdar.
Vér förum ekki mörgum orðum um þetta
að sinni; viljum aðeins geta þess að einn
góður lesandi Heimskringlu sendi oss
til yfirlits eyðublað það, er liann hefir
íylit, og með því grein, er sökum rúm-
leysis verður að bíða næsta blaðs — eins
og margt fleira — og mun þá verða eitt-
hvað nánara að þessu vikið.
En því eru þessi orð rituð nú, að vér
höfum komist á snoðir um það hjá öðr-
um góðum vini blaðsins, er einnig hefir
fiski stundað, að þeir munu ekki vera all-
táir íslenzkra fiskimanna, er eigi hafa enn
svaraö þessum spurningum Mr. Ferguson.
Vildum vér því brýna það sem rækilegast
fyrir hverjum einasta fiskimanni, er þetta
les, að svara Mr. Ferguson tafarlaust,
hafi þeir ekki þegar gert það. Það skift-
ir engu máli hvert menn líta samlagshug-
myndina vinaraugum eða eigi, eða hvort
menn treysta sér til þess að svara öllum
spurningunum út í æsar eða eigi, íslend-
ingar mega eigi gera sér þá höfuðskönnn,
að gera sig opinbera að þeirri fávizku, eða
því áhugaleysi, um opinber mál, að maður
nú ekki tali um þau, er þeirra eigin hags-
muni snerta, að jafnvel nokkur minnsti
hluti þeirra þurfi, að standa orða. og and-
svarslausir, eins og ómálga fénaður, er
til þeirra er leitað álits og skýringa, af
hinu opinbera.
Svarið þessvegna tafarlaust, séuð
þér ekki búnir að því. Svarið öllu því.
er þér vitið yður á nokkurn hátt geta svar-
að, og verið alls ósmeikir að senda það
frá yður beina boðleið, þótt þér neyðist
ef til vill fram hjá sumu að ganga. Með
því eina móti er mögulegt fyrir hið opin-
bera, eða einstaklinga, að komast að
raun um það, hvar skórlnn kreppi að
flestum. Með því eina móti fæst bót á
kreppunni ráðin.
Svarið þessvegna tafarlaust. Helzt
miklu, ef unnt er, en heldur litlu, en engu,
ef annars er ekki úrkosta. En svarið
allir einhverju. —
Ýmsum minni háttar athugasemdum
í grein ræðismannsins, t. d. unl meðferð
málsins af hendi Þjóðræknisfélagsins og
nefndanna, munum vér lítil eða engin
skil gera, og það sökum þess helzt, að
ómögulegt er annað að hugsa sér, en að
bæði þjóðræknis- og heipiferðarnefndin
finni sig knúðar til mjög rækilegra and-
svara. En það er aðallega tvennt, er vér
munum að víkja: í fyrsta lagi nauðsynin
rio- árangurinn af embættisbréfinu góða;
og í öðru lagi afstöðu þá, er hr. A. C.
Johnson tekur, sem ræðismaður, til þjóð-
ræknisfélagsins.
Embættisbréfið er þá fyrst á dags-
skrá, Um nauðsyn þess og árangur er
það sameiginlegt að segja, að nauðsynin
var engin og árangurinn enginn. Um nauð
synina er það að segja, að hr. A. C. John-
son er skipaður fulltrúi íslenzkra og
danskra stjórnvalda, til þess að leiðbeina
þegnum þeirra ríkja hér, er í öngþveiti
komast á einhvern hátt sökum þegnréttar
síns, gagnvart þeim ríkjum annarsveg
ar og Canada og annara ríkja hinsvegar.
En frá því er langur vegur til hins, og
honum sem öðrum ófær, að hann sé líkt
og konungarnir “af Guðs náð,” ef svo
mætti segja, sjálfkjörinn fulltrúi og for-
göngumaður, íslenzka og klanska þjóð-
arbrotsins hér, í öllum málum, er þau
opinberlega ráðast í. Það er heldur ekki
sjáanlegt af nokkru er enn hefir
fram komið, að ræðismaðurinn hafi ritað
þetta bréf í nokkurs manns umboði, ann-
ars en síns sjálfs. Og því síður gat nauð-
syn til bréfsins borið, sem hann segir nú
sjálfur, að hann álíti að vér “íslendingar
í Ameríku eigum að bíða með ailar ráð-
stafanir um þetta mál, þar til að bræður
vorir á íslandi gera oss aðvart um, að
hve miklu leyti, og hvern hátt þeir æskja,
að vér eigum þátt í hátíðinni með þeim.”
Hví beið hann þá ekki rólegur, fulltrúinn
sjálfur, eftir því þátt-töku boði er hann
“taldi víst, að yrði oss íslendingum boð-
ið,” í stað þess að kryfja forsætisráð-
herra íslands jafn óþyrmilega sagna um
það, hvað þeir þarna heima væru nú
eiginlega að aðhafast, ef það væri þá
nokkuð?
Um árangurinn af skrifinu ber “leið-
réttingin” að surnu leyti bezt vitni. Sam-
kvæmt almennum kurteisisreglum sam-
þjcð'.egra viðskifta, gat forsætisráðherra
ekki annað en viðurkennt þetta skrif frá
fulltrúanum íslenzka. Svar hans er í
rauninni heldur ekkert annað. Hann
vísar því til hátíðarnefndarinnar, er enn
ekki, ári síðar, er farinn að gefa því
minnsta gaum, að því er séð verði. Verri
snoppung er tæpast auðið að hugsa sér,
en þó að vísu heldur ekki eðlilegri, því
bréfið var, sjálfsagt þó ósjálfrátt, en ekki
viljandi, stílað í þeim knésetningartón,
sem þar væri eftirlitssamur og ríkilátur
skólameistari, að aga og áminna óþrosk-
uð börn til eftirtektar og athafna. Enda
höfum vér það fyrir satt, og förum þar
ekki eftir selfluttum gróusögum, að
bréfið hafi vakið almennt athlægi heima
á íslandi, er vestanblöðin bárust þangað
Ein sönnun þessa máls liggur hér fyrir
framan oss, er vér ritum þetta. Það er
eintak af helzta skopblaði íslands “Spegl-
inum,” er gerir bréfi ræðismannsins þau
skil, að auðsæ er lítilsvirðingin á þessu
skrifi er skín þar út úr orði hverju og
línu.
Þótt oss þegar í fyrra, sem nú, þætti
leiðinlegt að fulltrúi íslands hér vestra,
skyldi verða til þess að bregða því skringi-
ljósi yfir sjálfan sig með þessu bréfi, að
vel mætti við því búast, að dálítil skop-
glæta gæti af því stafað á oss hina, er
sama megin hafsins erum búsettir, þá
fannst oss ekki um svo stórvægilegt at-
riði vera að ræða, að ástæða væri til þess
að fjargviðrast út af opinherlega, né "krefj
ast þess að strengilega skyidi tekið ofan
í við ræðismanninn. En nú gegnir nokkuð
öðru máli, er tekin er til greina annar
aðfinnsluliðurinn, sem nefndur var hér að
framan. Og komurn vér þá að honum:
afstöðu ræöismannsins, fulltrúa ís'.enzkra
stjórnarvalda hér vestra, til Þjóðræknis-
félagsins.
Það verður að segjast ræðismanninum
til hróss, að hann veður ekki neinni sauð-,
argæru klæddur framan að þjóðræknis-
hjö.rðinni. Hann gerir hreiniskilníislega
grein fyrir opinberum fjandskap sínum
við Þjóðræknisfélagið, og væri vel farið
ef fleiri skoðanabræður hans kæmu svo
drengilega til dyra. En þá er líka þess að
vænta, að jafn hreinskilnislega verði svar
að.
Ræðismaðurinn leitar fyrst höggs á
grein séra Rögnvaldar Péturssonar, er
hann kurteislega og frekar hispurslaust
nefnir “langa botnleysu” er birtist í Heims
kringlu. Urn þá “botnleysu” erum vér
sömu skoðunar, og þá er hún bintist, að
hvort sem hún kemst í framkvæmd eða
ekki, þá er hún langfegursta og þrótt
mesta hugmyndin, um veglegan skerf
Vestur.íslendinga til þessarar einstöku
minningarhátíðar, er vér enn höfum séð
og búumst við að sjá. Og vér skyldum
ósmeykir deila um það til eilífðarnóns,
við hvern sem vera skal, að et nokkur
verulegur ættþjóðarmetnaður væri al-
mennur meðal Vestur-Islendinga, þá væri
sú hugsjón vel framkvæmanleg. Því er á
þetta atriði drepið, að þessi grein séra
Rögnvaldar virðist hafa verið hálmstráið,
er 'hryggbrotið ha.fi úlfalda umiburðar-
lyndis ræðismannsins gagnvart Þjóð-
ræknisféiaginu, svo að hann finnur sig
knúðan tii að fara af stað og ófrægja
Þjóðræknisfélagið í augum yfirboðara
síns í Montreal. Það er engu líkara en að
ræðismaðurinn vilji gefa í skyn, að það
sæði hafi fallið í góðan jarðveg, og munu
þó flestir þurfa að láta segja sér það
þrisvar.
Síðar í “leiðréttingunni” minnist ræð-
ismaðurinn Þjóðræknisfélagsins, sem
. . .hins arga fargans, sem hann (for-
seti þess) og hans nótar eru forsprakk-
ar fyrir, og sem heldur uppi kaupskap á
íslendingum.” (Auðkent hér).
Vér teljum það fullkomna svívirðu í garð
Þjóðræknisfél.; sérstaklega að fara þess
um orðum um auglýsingasöfnun gjald-
kera þess, fyr og síðar, og annara valin-
kunnra manna og kvenna, er það starf
hafa haft á hendi, og öllum vitanlega hafa
annast það á þann hátt, er hér í landi
tíðkast. En auðvitað hljóta þessir starfs-
menn Þjóðræknisfélagsins að taka opin-
berlega afstöðu til þessara ummæla. Og
vér endurtökum það, að vér teljum það
fuhkomna óhæfu af fulltrúa íslenzkra
stjórnarvalda, og koma þaðan úr hörðustu
átt, að fara slíkum orðum um starfsemi
Þjóðræknisfélagsins. eina félagsskaparins
hér vestra, er hefir þann einn tilgang og
tilverurétt, að við'íi.alda sem lengst ís-
lenzkum verðmætum hér og efla og
styrkja sambandið við ísland í hvívetna.
Og lýsi ræðismaðurinn yfir vantrausti
sínu á féiaginu og starfsemi þess við yfir-
boðara sinn í Montreal, þá krefjumst vér
þess sem meðlimur Þjóðræknisfélagsins,
að stjórn þess taki á sama stað hæfilega
aftöðu til þessara ummæla. Séu misfell-
ur á stjórn eða framkvæmdum Þjóðrækn-
isfélagsins, til lengdar, þá eru meðlimir
meðsekir stjúrnendum, og meffifmanna
að iagfæra það. En þá fyrst, að minnsta
kosti, er þeir eru úrkula vonar um að það
takist, getur komið til álita, hvort þeir
álíti sér það síðustu lífsvon, að fulltrúi Is-
lendinga hér beri ófrægisorð á félagið til
yfirboðara síns í Montreal.
Vér höfum litlu hér við að bæta. Heim-
ferðarnefndin kemst tæplega hjá að svara
því, sem til hennar er mælt í þriðju síð-
ustu málsgrein “leiðréttiRgarinnar”. En
ef til vill hefði ekki verið úr vegi fyrir ræð
ismanninn, að stilla einhverju af þeim um-
mælum í annað hóf. En hann um það,
hvert snið hann velur sér, eftir því hver í
hlut á.
Aðeins þetta að síðustu: Það má vel
vera að hr. A. C. Johnson, hafi reynst nýt-
ur og samvizkusamur embættismaður, er
til daglegra og venjulegra embættisstarfa
kemur, þeim er hinum ábyrgðarminni ræð
ismannsskrifstofum eru ætluð. Og per-
sónulegan kala berum vér engan til hans.
hvort sem trúlegt þykir eða eigi. Þetta
er sagt í tilefni af fáeinum athugasemd-
um, í grein hans í síðasta Lög-
bergi. En allt þetta kemur ekki
þessu máli við. Hann endar
grein sína, er hann hefir lýst
hreinskilnislega hugarþeli sínu
til Þjóðræknisfélagsins, og af-
stöðu sinni til þess, sem embætt-
ismanns hins opinbera, með
þeirri yfirlýsingu, að þeitta sé
nú allt er hann hafi til saka unn
ið, og að hann leggi það fúsiega
undir dóm almennings hér og
heima á íslandi, hvort hann eigi
fyrir það ákærur skilið. Vér
verðum jafn hreinskilnislega þar
til að svara, í samræmi við það
sem hér er að framan sagt, að
vér álítum að hann eigi fyrir
þær athafnir fyllstu ákærur skil
ið, og leggjum það jafn fúslega
undir dóm almennings, hvort
hann liafi ekki þegar með at-
höfnum sínum, af hinum víð-
tækari opinberum málum, mis-
boðið þannig embætti sínu, að
hann sjálfur, vér Vestur-íslend->
ingar og heimaþjóðin séum svo
bezt staddir, að hann sé losaður
við embættið og ábyrgðina, er
því fylgir.
--------x--------
Bókarfregn.
GESTUR PALSSON — RITSAFN
Sögur — kvæöi — fyrirlestrar —
Iblaöagreinir. Meö ritgerö um
höfundinn eftir Einar H. Kvaran.
tJtgefandi Þorsteinn Gíslason,
Reykjavík 1927.
Sumir vinir Gests Pálssonar —
gamlir og nýir — haía spurt mig um
hvort ég vildi ekki leiða athygli les-
enda Heims'kringlu aö þessari bók.
Þetta ritsafn er svo að segja alveg
nýkomiö á öókamarkaðinn hér í
Winnipeg, en það er ekki ólíklegt að
marga fýsi að eignast það, er eftir-
tekt þeirra hefir verið vakin á þvi.
Það er orðið mjög hátt á fjórða
tug ára siðan Gestur Pálsson dvaldi
með Winnipeg-Islendingum, en þaö
hefir verið mér stöðugt undrunar-
efni, síðan ég kom hingað til lands,
hve oft hann og _rit hans hafa borið
á góma í samræðum manna. Mér
finnst margir enn tala utn hann því
líkast sem hann hefði verið hér í gær,
og þeir atburðir nýafstaðnir, er hann
var viðriðinn. Menn eru svo lang-
minmtgir þar sem hann er annarsveg-
ar, að það er fyllsta ástæða til þess
að ætla, að hann hafi á einhvern
hátt náð nieira haldi á intyndunarafli
manna, heldur en líklega nokkur ann-
ar Islendingur álfunnar. Það 'hvílir
einhver rómantísk hula yfir þesstmi
realista. Hann var fyndinn og kald-
hæðinn með afbrigðum, en jafnframt
svo meir og klökkur á köflum, að
það væri móðgun við kvenþjóðina
að kalla hann kvenlegan. Hann tem-
ur sér það hugrekki, sem til þess
þarf að horfa framan í veruleikann,
en jafnframt ritar hann um svaninn,
sem sýngur æfina alla um drauma sína.
Hann er sífelt i erjum og bardögum,
en þó hefi ég aldrei hitt neinn mann,
sent hefir fundist hann í raun réttri
hafa átt 'heinta í styrjöldum.
Þetta “ritsafn” er langveglegast af
því, sem út hefir verið gefið eftir
Gest Pálsson. Bókin hefst með itar-
legri frásögu urn höfttndinn, eftir
Einar H. Kvaran. Þótt mönnum
kunni að virðast mér skylt nokkuð
málið, þá hygg ég ekki að iþeir, sem
lesið hafa ritgerðina, telji það ósann-
gjarnt af ntér að segja, að meira sé
á henni að græða en öðru, sem rit-
að hefir verið um Gest Pálsson. Hin
ytri æfisaga er ekki eingöngu sögð
— og hún er vitaskuld ekki sérlega
flókin eða margbreytt, þvi æfin varð
ekki löng — heldur er gerð sú grein
fyrir lund og ttpplagi ntannsins, sem
nákunnugur maður einn getur gert,
og velviljaður. Það er engin tilraun
gerð til þess að breiða yfir það, sem
áfátt var í fari Gests, en ekki er ó-
hugsandi að ýmsir sjái það nú í nokk-
uru öðru ljósi, en þeir kunna að hafa
gert áður. Qg ég hygg að Vestur-
Islendingum mörgunt þyki fróðJegt
að lesa um skoðanir greinarhöfundar
á því, sem ritað hefir verið áður
um starf og líf Gests Pálssonar með-
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hii.
viðurklenndu meðujl, viö bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa f 1 • oM-.Iuðum nýrum. —
Þær eru til bölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
an hann dvaidi hér vestra. Sérstak-
lega er allmikið minnst á hinn furð-
uglega eftirmála, er fylgdi Reykja-
víkur-útgáfunni gömlu. Þá er og f
þessari ritgerð E. H. K. ítarlegri
greinargerð fyrir skáldskap Gests,
helditr en áður hefir verið rituð.
Viðbótin er nokkur i þessari hók
frá því, sem áður hefir birst í bók-
arformi eftir Gest Pálsson. Er ekki
eingöngu allt tekið með, sem prentaS
var í fyrri útgáfum tveimur, held tr
og töluvert nýtt, sem ýmist er prent-
að eftir handritum höfundarins eða
upp úr blöðum, sem nú eru ekki leng-
ur handtoær almenningi. T. d. er
fyrirlestur all-langur, sem aldrei
hefir verið áður pentaður og nefnist
"Nýi skáldskapurinn”. Eru þar rakt
ar skoðanir höfundarins á skáldskap
Islendinga frá Jónasi og Bjarna og
fram til þess, er fyrirlesturinn er sam
inn. Eru þar margar frumlegar at-
huganir, en ýmsar þeirra niunu vita-
skuld lengi orka tvímælis. En ekki
er sizt skemtilegt að fá hér i hendur
heilt safn af blaðagreinum Gests, þeim
þeirra, sem helzt hafa almennt gildi,
og ekki geta talist dægurgreinir ein-
ar. Þarna er meðal annars hinn
frægi ritdómur um Ljóðmæli Matth.
Jochumssonar. Er hann ekki sízt
merkilegur fvrir þá sök, að sumt í
honum er ágætt dæmi þess, hve góður
skáldskapur er miklu langlífari heldur
en fyrirtaks vel ritaður dómur getur
orðið, sem miðaður er of einstreng-
ingslega við einhverja “skáldskapar-
stefnu”. Mikið af dómi Gests stend-
ur enn, en þó það sízt, er hann sjálf-
ur hefir vafalaust talið gáfulegast í
athugasenidum sínum. Annars get eg
ekki stillt mig um að telja upp allar
blaðagreinarnar, svo menn sjái hve
fjöllbreytt umtalsefnin eru:
Ávarp Suðra — Deild Hins ís-
lenzka Bókmenntafélags í Kaupmanna
höfn — Náttuglur — Breyting á reglu
gerð latinuskólans — Um kosningu
presta — Matth. Jochumsson: Ljóð-
mæli — Benedikt Sveinsson — Bjarní
rektor — Goddtemplara félagið —
“Eigum við —” — Bréf frá Reykja-
vik — Vestur um haf — Vonir----------
Smávegis eftir Turgenjew — Hvítir
og svartir þrælar, eftir von Sohewrin
— Vizkusiteinninn eftir H. Pontop-
pidan.
Eins og þeir kannast við, sem les-
ið bafa Winnipeg útgáfuna af ritum
Gests, þá er sumt af þessu þar birt,
en hitt er iþó miklu markverðara, sem
ekki hefir áður verið gefið út í bók.
Þessar linur áttu ekki að vera neinn
t itdómur um þessa bók eða neinskonar
mat á rithöfundinum Gesti Pálssyni
En eg held að það sé vert að benda
mönnuin á bókina. Sjötíu og fimm ár
voru liðin á síðasta ári frá fæðingu
G. P. Sanrt er hann enn vinsælli en
flestir ritihöfundar að.rir með þjÓ5
vorri. Hann var svo hressandi sjálf-
stæður og ágætur listamaður, svo nap-
ur og viðkvæmur, svo beiskur og full-
ur samúðar, svo háður liífsskoðun, sem
nú er að deyja út, en þó gat engin lífs-
eða heimspekisskoðun reist skorður
við heitu tilfinningalífi hans; hann
er í einu orði svo einstætt fyrirbrigði
í íslenzkum bókmenntum, að það er
ekki líklegt, að landar hans hætti en.i
um langt skeið að hafa yndi af því