Heimskringla - 25.04.1928, Page 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
Fjáisjóða-
hellrarnir.
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
“Gazt þú lesið það?” spurði nú Wardrop,
rétt eins og hann væri hræddur við það, að
læknirinn ætlaði að fara að byrja á einum langa
fyrirlestrinum sínum.
“Já, ég gat lesið það!” sagði læknirinn, og
var hreykinn. “Til allrar hamingju gat ég
það. Og ég hef hér skrifaða þýðingu, sem ég
skal nú lesa fyrir ykkur.”
Hann tók nú upp úr vasa sínum búnka mik
inn af illa brotnum pappírsblöðum. Hann opn-
.aði svo búnkann, og fór að lesa.
“Eftir vilja guðanna, eigum vér, hinir sein-
ustu gætendur hinna helgu staða, að deyja hér,
sem aðrir á undan okkur. Og samkvæmt vilja
bræðra minna, sem gættu eldsins á hinum heil-
ögu ölturum, þá á ég, hinn seinasti skjalavörð-
ur, að reyna að ljúka starfi mínu, áður en plág-
an stranga lýkur lífi mínu í heimi þessum. Þjóð
vor var áður fyrri mannmörg og voldug, og bj
hér við strendur hins heilaga vatns; en nú eri,
allir prestar hinnar heilögu eyjar flúnir burtu
eða dauðir, nema við, sem erum í herbergi þessu,
og höfum beðið hér með dygð og trúmennsku.
Og við, sem höfum verið fræddir um leyndar-
dóma fjallsins og hins heilaga guðs, höfum sam
kvæmt hinum fornu heilögu boðum, kastað niðui
bryggjunni yfir gjána miklu, svo að hið heilaga
musteri guðsins ‘ Icopan” geti haldist óskaddaö
þangað til að það er hans vilji að vitja þess aft-
«r. En við, prestar hans, höfum enga hugmynd
eða vitneskju um það, hvað lengi hinn mikli guð.
Icopan, muni hvílast. En lyklarnir að töflum
fjársjóða hins heilaga guðs eru í hans eigin varð-
veizlu, og gætir hann þeirra með fóitum sínum.”
“Hvað er það? Hvað segir hann um lykla
að töflunum?” greip ég nú fram í, en læknirinn
starði ófrýnn á mig, rétt eins og ég hefði sagt
einhverja óhæifu eðu guðlöstun.
Hann ias þetta nú yfir aftur, og tautaði
eitthvað við sjálfan sig, á meðan hann var að j
lesa. En það sem hann var að lesa sagði frá því,
hvemig hinn eða þessi presturinn höfðu slegnir
irerið af plágu þessari, hinni óþektu, og dáið j
skjótlega. Hún h'ofir verið bráðdrepandi, því
eftir frásögninni iifðu menn ekki nema þrjár
eða fjórar klukkustundir, eftir að menn kendu
sóttarinnar. En seinasta setningin á töflu þess-
ari var þó merkilegust og hljóðar þannig:
“Minn tími er nú þegar kominn, og ég er
hinn seinasti sem er lifandi eftir. Mörk dauð-
ans eru nú þegar á mér, og hjarta mitt er farið að
titra. Þetta er seinasti steinninn, sem hægt er
að skrifa á, og ég er of máttvana til að bæta
við meiru en því, að fjárhirzlurnar eru lokaðar
og merktar með hinu heilaga innsigli guðsins
Icopan, sem enginn má snerta eður brjóta, nema
með vilja og vitund guðsins sjálfs.”
Læknirinn lagði nú frá sér blaðið og sagði:
“Þetta er nú allt. En af þessu hef ég fræðst
«m mjög merkilega, jarðlagamyndun, sem er sú,
að hinir fyrri menn fundu hér jarðlagamynd
anir, eins og þær, sem finna má í Bourre, á
FrakkJandi, og RómVerjar unnu áð. Steinn/
sem tekin var úr námum þessum, var mjúkur,
sem ostur, þegar hann var tekinn úr jörðunni, en
harðnaði undireins og loftið komst að honum.
Og þetta skýrir hinn mikla fjölda af skrautgrip-
um þeirra, sögnum og letri, og myndastyttum,
sem við höfum séð frá þeim tímum. Og ég
held, að þeir hafi sömu steintegundina, enn þann
dag í dag, og kalla þeir það “Bathsteininn.”
Þessi steintegund er gulleitur kalksteinn frá
eldra “oolite” símabilinu, sem harðnar þegar
loftið leikur um hann, en er þó ekki eins varan-
legur og steinar þeir sem Mayaþjóðin brúkar.
Jarðfræðin getur um ýmsar breytingar á sam
setningi---------.”
Eg fékk mér nú afsökun til þess að komast út.
Eg hélt að ég vissi eins mikið um jarðfræði og
ég þyrfti að vita. Það er ekki ætíð gott að
vita of mikið. En þegar ég kom aftur að klukk-
wtlma liðnum, þá var Wardrop steinsofandi í
homi sínu, en doktorinn hélt áfram hinum há-
lærða fyrirlestri sínum.
“Elr ekki kominn tími til þess að skoða fæt-
umar á líkneski þessu?” spurði ég.
“Æ,” sagði læknirinn, og snéri sér hægt
og haegt að mér. Eg var alveg búinn að gleyma
Jæim partinum af spjaldinu.
um einnig að líta á hin spjöldin. Við kynnum
að uppgötva einhvern sögulegan sannleika.”
10. KAPÍTULI.
Eftir langa yfirvegun er ég orðinn sannfærð-
ur um það, að við þrír, sem stóðum þama við
fætur myndarinnar þessa kveldstund, vórum þaj
komnir af þremur sérstökum hvötum. Morgano
læknir ætlaði að fá þar þekkingu frá löngu
liðnum tímum. Wardrop skoðaði þetta sem
æfintýri. En ég var hvorki fornfræðingur né
miljónaeigandi, en sem æfintýramaður vildi ég
ná mér í nokkra skildinga. Að vísu var ég for-
vitunn um þjóðir þessar og háttu þeirra. En
ég hélt ég ætti hægra með að kynna mér þetta
allt saman, ef ég væri ekki í neinni fjárkreppu.
Og vissulega vildi ég gjarnan finna fjársjóðu, og
var kominn þar um langar leiðir einmitt í þeirri
von.
Eg get svarið þess dýran eið, að ég sá ekkert
markvert við fætur guðs þessa,” sagði Wardrop
er hann lengi var búinn að horfa með glerauganu
í tæmar á guðnum Icopan, og hafði gengiö í
kringum hann nokkrum sinnum.
“En kannske við ættum að grafa upp jörð-
na undir fótum honum?” spurði ég. “En allt
sem ég get séð, eru steinstallar undir fótum hon-
um, sem virðast vera partur af myndinni sjálfri.
Eru þeir skreyttir steinamyndum og er illa frá-
gengið.
“Þessi litsteinaipynd á óefað að tákna eitt-
hvað,” sagði læknirinn, “en við vitum ekki hvað
^nda hugsuðu menn þessir allt öðruvísi en vér
’iugsum. Og þetta bendir að líkindum á leyndar-
lóm einhvem.
“En það hjálpar okkur ekki til að finna
lyklana,” sagði ég, en Wardrop brosti.
Hann gekk nú fram og aftur undir hinum
starandi augum guðsins. En Morgano læknii
gekk hér og hvar um herbergið, og var að leita
að letri, alstaðar sem hann fór. Eg stóð úti fyr-
r dyrunum, og var að horfa á kollinn á þess-
iri feikna stóru mynd.
“Getum við ekki látið hann drepa titlinga?’
sagði Wardrop, og hálfhló nú.
Eg fór nú að horfa á augun í myndinni, er
þau hreyfðust ekki.
“Eru þau einlægt jafnljót og hryllileg?”
sagði Wardrop og hló um leið.
“Við hvað áttu?”
“Þau störðu og gliitruðu þegar eg steig é
vissan stað áðan.”
“Steigstu þá á steinana, sem við mörkuð-
um?” spurði eg.
“Vissulega gerði ég það. En nú skulum við
reyna það aftur.”
“Hvað gerir hann nú?” sprði eg.
Augun á myndinni voru eins og áður, há-
tíðleg og gruflandi. Og nú sá ég engan vott
grimmdar þeirrar, sem eg hafði séð í 'þeim áður
um hádegisbilið. Og það breytti engu, þó að
Wardrop þrýsti fastara og fastara á. Augun
breyttust ekkert fyrir það, hversu þungt og fast
sem hann steig niður.
“Þessi umbúnaður hlýtur að vera eitthvað
genginn af sér,” sagði Wardrop. “Það er leiðin-
Iegt. Hann var allra bezti drengur meðan hann
var vakandi. Ef að við hefðum tíma til þess,
þá hefði eg helzt viljað taka hann í sundur og
skoða innan í hann.”
Dr. Morganó hélt nú áfram að snúast í kring
um mynd þessa; og eitthvað í tuttugasta sinni
stanzaði hann við fætur líkneskjunnar, og horfði
hugsaridi á gólfið, rétt eins og hann væri að
reyna, að finna eitthvað út úr litsteinamyndum
þessum.
“Geturðu séð nokkrar myndir þarna?”
spurði eg.
“Nei,” svaraði hann hæglega; “en þetta er
mjög undarlegt, mjög svo undarlegt.”
“Hvað er það?” spurði eg.
“Það er þetta — og þetta og — þetta lítur
alt út eins og það í fyrstu hafi átt að vera letur,
en svo hefir seinna verið höggvið úr því heil orð
og stafir, heilir og hálfir, svo að það er nú orðin
gáta ein. En þá er spumingin þessi: Getum
við komið stöfunum rétt saman svo að við getum
lesið orðin?”
“Ef við gætum það, þá gætum við orðið nokk
urs vísari, sem við ekki vitum nú.”
Eg varð nú vonarfullur, og Waldrop fór að
hæla vísindamanninum fyrir skarpleik hans.
“Eg ætla að taka mynd af þessu á bréfspjald,
og skera það svo í sundur í jafnstóra parta og
tigulsteinamir eru í gólflnu, og reyna svo að lesa
sína og strykaði blöðin út í ferhyminga með
blýant og fór svo að gera myndir sínar. Við War-
drop hjálpuðum honum það sem við gátum, og
við fórum svo vandlega að þessu, að það var
nærri komið myrkur, þegar við vorum búnir.
Ef eg hefði nú verið í sporum dr. Morganós
)á hefði eg undireins farið að reyna að lesa let-
ur þetta, og haft kertaljós um kvöldið. En lækn
irinn hugsaði nú eitthvað annað. Hann fór að
skrifa í bók sína allt, sem við hafði borið um
daginn, eftir ágripum sem hann hafði skrifað í
vasabók sína; og þegar eg stakk upp á því við
hann, þá gretti hann sig og sagði:
“Ó, það bráöliggur ekki á því. En hið ann-
að, sem við höfum fundið út, er mjög mikils virði.
Eg vissi nú að hann var sauðþrár, og leit þá
framan í Wardrop, og sá hann brosa til mín, og
gekk þá út og fór að reyna að hugsa mér, hvern-
ig allt hefði litið út hér, þegar flatimar hinumeg
in við vatnið voru uppljómaðar og þéttbyggðar;
en eyjan sjálf öll byggð af prestum, varðmönn-
um og þjónum þeirra; og máske konungum, með
öllu því skrauti sem þeim fylgir. Það hefir hlot-
ið að vera fögur sjón að sjá það; en nú var þetta
allt horfið nema verk handa þeirra, sem þeir
höfðu skilið eftir. Og svo fór eg að hugsa um
það, hvort dr. Morgano hefði nokkurntíma kom-
ið þetta til hugar, þegar hann var að brjóta heil-
ann um rannsóknir sínar. En við frekari um-
hugsun fékk eg þá hugmynd, að í þessum heila
sínum hefði hann ekkert rúm fyrir tilfinningar.
Við Waldrop vorum nú látnir eiga okkur
næsta morgun, og komum við inn í margar af
hinum skrautlegu byggingum bak við musterið.
í mörgum þeirra voru töflur með letri á, og súlur
úthöggnar, og sagði Wardrop, að ef Morganó
ætlaði að dvelja hér, þangað til hann væri búinn
að lesa það allt saman, þá myndi hann vera orð-
'nn gamall maður þegar hann færi. Við héldum
nú áfram samtalinu í þessa átt og vildum ekki
/erða of seinir til matborðsins, þangað til War-
lrop þagnaði allt í einu og einblíndi á guðinn.
“Það var þó eitthvað býsna skrítilegt við
augun á honum,” sagði hann hugsandi. “Eg get
/kki skilið það hvernig það fór að gerast. Og
það er sú mesta ráðgáta, sem eg hefi rekið mig á
íðan ég kom hingað.”
Hann fór nú að klifrast upp tröppurnar, og
glumdu hælarnir hátt og hvellt á steinunum, svo
xð fótatakið bergmálaði í húsunum og hvelfingun
xm, og steig svo aftur á töflurnar. En þá breytt-
ust augu myndarinnar undir eins, og urðu nú enn
;rimmilegri og skarpari, en þau höfðu áður ver-
ð. Þau voru nú miklu skærari og grimmdarlegri
n áður. Og þau sindruðu nú svo djöfullega, að
:g hrópaði upp, og kom þá Wardrop niður til mín
g bað mig að sýna sér hvernig þetta færi fram.
“Guð minn góður!” sagði hann þá; “karl-
Jcrattinn er miklu reiðari nú en hann var í gær.
Tvað þýðir þetta?”
Við reyndum nú þetta aftur og aftur, til þess
að fullvissa okkur um að það væri áreiðanlegu
þannig úr garði gert, áður en við héldum lengra
áfram.
“Eg held að það sé bezt að við getum ekki
um þetta við læknirinn. — Ef hann er nú að
reyna að leysa gátu þessa, og ef hann vildi reyna
að segja okkur hvar fjársjóðurinn er, þá vildi eg
ógjarna trufla hann.”
“Rétt er það. En því skyldum við ekki sjálf
ir reyna að finna það út?”
W’ardrop nam nú staðar og hlúnkaði í hon-
um og hann starði á mig með þessu eina gler-
auga, sem hann hafði.
“Setjum svo, að þú eða eg reyndum með
hægð að ná öxinni, og verjum þessari kvöldstund
til að finna út, hvernig í öllu þessu liggur. Ef
læknirinn vissi nokkuð um það, þá vildi hann
náttúrlega vera með, eða þá að hann fyrirbyði
okkur að reyna það?”
En hamingjan var með okkur, því að doktor
inn var ekki búinn að leysa ráðgátuna; en þeir
Juan og Benny og Ixtual voru komnir á leiðina
til meginlandsins, til þess að ná meiri fæðu fyrir
múlasnana, og um leið matvælum handa okkur
sjálfum, svo að við gætum haft nógan mat ag
bæði axir og hnífa til að losa steinana. Við tók-
um nú til starfa og reyndum að losa þá með ax-
ahblöðum og hnífsoddum, en þeir voru harðir sem
demantar og steinarnir voru svo vel felldir sam-
an, að við komum aðeins bláoddum axanna og
hnífanna niður á milli þeirra, og gekk því lítið
sem ekkert. Við hvíldum okkur um stund, og
vorum að tala um það, hvort við myndum ekki
geta mölvað steinana með öxunum.
“Við skulum reyna að brjóta upp steinana
með öxunum,” sagði Wardrop; og þegar eg félat á
það, þá hjó hann exinni niður af alefli í steina
þá, sem voru utan við töflur þessar. En afleið-
ingin varð önnur heldur en við höfðum búist. —
Steinninn brotnaði ekki, en seig njður fullan
þumlung. Svo sló hann sama steininn annað
högg og hljóp hann þá niður annan þumlung.
Og enn sló hann í þriðja sinn, og þá var sem hreyí
ing kæmi á alla þessa steina; hægt og hægt fór
það allt að hreyfast.
“Varaðu þig!” hrópaði eg. “Við kunnum
að detta hér niður í einhverja gryfju.”
Og um leið og eg sagði þetta, stökk eg aft-
ur á bak, og Wardrop gerði hið sama. Sáum
við þá holuna opnast, o gengurn við fram aftur
og horfðum niður. Lýstum við með blysi niður,
og sáum þá að eitthvaö fjögur fet fyrir neðan
okkur var hlemmur stór, sem hafði risið upp á
röð og voru þar tröppur undir og lágu niður í
jöðina. — Við hlóðum nú grjóti á hlemminn, svo
hann skyldi ekki falla niður í sitt fyrra pláss og
banna okkur útkomu. Að því búnu fórum við
þarna niður til að litast um.
Við sáum þar þá tröppur, sem lágu upp á við
í hring innan í hinu mikla líkneski, og voru þær
svo þröngar, að við gátum naumast gengið þar,
en þær lágu upp á við og var þar niða myrkur.
Eg fór nú á undan, því að þar komst aðeins
einn fyrir; en fyrir ofan okkur var allt niða myrk
ur og varasamt að ganga. Þetta var ekki mjög
erfitt fyrir mig, en það var erfiðara fyrir félaga
minn, því að hann var svo sver og herðabreiður,
að hann varð einlægt að snúa bakinu að líknesk-
inu, en þá var tómt fyrir framan hann, og hefði
hann stigið út af þrepinu, þá liefði hann hrapað
niður, en líkneski þetta var full 80 fet á hæð, og
hefði beinbrot og jafnvel dauði verið vís, ef ann-
arhvor okkar hefði hrapað niður. En þó að lík-
neskjan væri 80 feta há, þá fannst okkur hún
vera miklu hærri, þar sem við vorum að klifrast
upp eftir tröppum þessum.
En þegar upp kom, var þar klefi lítill með
heilmiklum útbúnaði; var þar hljóðauki mikill
er lá að munni líkneskjunnar,. og mátti sjá í gegn
um hann, hverjir voru inni að leita véfrétta hjá
líkneskju þessari.
Við getum séð hér út um munn líkneskjunn
ar, og sjáum við nú gólfið í kringum líkneskjuna
og heyrum hvað þar er talað, og getum livíslað
til þeirra, sem þar eru inni og myndu þeir heyra
vel, því að hljóðið margfaldast svo mikið frá
okkur. Ef að hér væri prestur, þar sem við er-
um nú, og segði eitthvað, þá mundi rödd hans
hljóma með þrumurómi þarna sem líkneskjan er,
og eins mundi verða, ef þeir töluðu til okkar, sem
þar væru.
Voru konstir þessar svo miklar og magnað-
ar, að það var létt að fá fáfróða og menntunar-
litla menn til þess að trúa hverju því, sem menn
vildu, hversu vitlítiö eða djöfullegt ocm það var.
Þeir gátu ekki annað en trúað því, sem þeir sa'
með sínum eigin augum, og heyrðu með sínum
eigin eyrurn.
“Eg held við ættum að segja lækninum frá
þessu,” sagði eg.
“Ja, eigum við nú að gera það,” sagði War-
drop og benti á letrið, sem var á veggjum kompu
þessarar, sem við vorum í. “Hann er eins vís að
hálsbrjóta sig til þess að geta lesið úr því.”
En við þurftum ekki að ráða fram úr þessu.
því að þegar við komum út úr líkneskinu, þá var
læknirinn þar kominn og beið eftir okkur, og
sáum við strax að hann var í hæsta máta ánægð'
ur með sjálfan sig.
“Eg hafði rétt fyrir mér! Eg hafði rétt fyr*r
mér! Letrið var ritað af gáfuðu en hjátrúarfullu
fólki. Þeir lögðu bölvun sólar guðsins á hveru
þann mann, sem gengur yfir gólf þetta, að fra'
skildum hinum æðri prestum. Og engir aðn
mega neitt um þetta vita en þeir einir, sem hjálP'
arlaust geta lesið letur þetta.”
“Jæja,” sagði eg; “við sáum þetta allt sam*
an og viturn, hvers vegna steinguðinn drepur ti
inga með augunum, og grenjar og öskrar þegaf
réttilega er talað til hans.”
En lækninum þótti þetta hin mesta upP
götvun.
“Dásamlegt! Dásamlegt!” Isagði hann.
“Þetta skýrir trúarsiöu þeirra og öll þeirra tru
arbrögð. Það skýrir það svo vel, hvermg Pl6S_
amir drottnuðu yfir þjóðinni, og sýnir hva
skipulag þeir höfðu á öllu, sem að guðsdyr
laut. Og öll stjórn þjóðarinnar var þessu sa
kvæm. Prestarnir réðu yfir þessum rnönnum *
löguðu alla stjóm sína eftir þessu.”
“En ég get sagt þér, að það eru engir fjár
sjóðir grafnir hér niðri.” greip ég fram í og vaT
nú þreyttur orðinn af þessum lestri hans, sem
aldrei ætlaði enda að taka. Við fundum ekki
annað en vélaútbúnað til þess að láta mynd þessa
sýnast vera lifandi, þó hún sé höggvin út
klettinum, eða útskorin sem menn kalla.
“Mynd? útskorin? hvar er hún,” hrópaði nu
læknirinn. Og nú sá ég að ég hafði lilaupið
illa á mig að geta um þetta.
“Myndin er þama efst uppi,” sagði Wardrop-
“En það er ilt og lífshætta að komast þangað.
þú ætíir heldur------” en nú þaðnaði hana.
En máske við ætt- það,” sagii læknirinn. Svo tók hann vasabókina