Heimskringla - 06.06.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.06.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 6. JÚNÍ 1928 GIORDANO BRUNO Margir mun hafa lesiö eitthvaö um Giordano Bruno, t. d. þaö, aö hann var brendur lifandi fyrir þaö aö halda fram skoöunum, sem vóru andstæðar kenningum kirkjunnar. Hitt er ef til vill ekki mörgum ljóst, hversu framarlega hann stóö í fylk- ingu þeirra manna , sem á 16. öld- inni böröust á móti hjátrú og van- þekkingu miðaldanna, né heldur það, aö hann var mestan hluta æfi sinnar ofsóttur og varö aö flýja úr einu landi í annaö. Fáir menn, sem liðið hafa pislarvætti sannleiikans vegna, krefjast samhygöar vorrar eins og 'hann, og fáir menn hafa meö jafn dæmafárri þrautseigju og hann barist fyrir sannleikanum. Það sem hér fer á eftir er aö nokkr u leyti tekið úr kaflanum um Bruno í “T.he Story of Civilization,” eftir Will Durant, sem um nokkra undan- farandi mánuöi hefir birst í laugar- dags aukabiaöi (Magazine Section) Winnipeg blaösins, Free Preess. Ættu sem flestir að lesa þessar rit- gerðir, því þær eru skemtilega skrif- aöar, frumlegar og fullar af fróð- leik. Will Durant hefir skrifað heimsspekissögu, sem er svo skemti- leg að hún hefir verið ein meö víö- lesnustu bókum i Bandarfikjunum síðustu tvö eða þrjú árin. Giordano Bruno fæddist áriö 1548 í smábænum Nola skamt frá Napoli á Italíu. Sextán ára aö aldri gekk hann í klaustur og var í því þrettán ár. A þeim árum kyntist harxi ritum þeirra Nikúlásar frá Cusa, sem gagnrýndi skólaspekina, og Raymonds Lullus, er var mikið snortinn af vís- indum Máranna. Hann yfirgaf því klaustrið, og þar sem hann átti hvergi höföi sinu að halla, hófst fyrir hon- um langur flækingur úr einni borg í aðra og úr einu landi í annað, eins og reyndar var alsiða með skóla- menn á þeim tímum, og endaði hann ekki fyr en hann var seldur i hend- ur rannsóknarréttinum í Italíu. ' Þaö vóru miklar hreyfingar í and- lega lífinu í Evrópu um þessar mund- ir. Uppgötvanir Kóperníkusar í stjörnufræðinni höfðu gjörbreytt skoöunum margra manna á heimin- um. • Aður hafði engin veruleg stjörnufræði verið til Jieldur marigs- konar hjátrú og rugl um áhrif stjarn- anna á mannlífið. Ekki svo fáir prestar og prelátar vóru snortnir af þessari nýju stjörnufræði; en vald kirkjunnar var mikiö, og menn fóru varlega i sakirnar, því engann lang- aöi til að verða brendur. I því sambandi má t. d. nefna Petrus Pomponatius (1462—1525), sem var háskólakennari í Padua, og ritaði ýms rit um ócíaufleika sálarinnar, kraftaverk og örlagatrú. Neitaði hann i raun og veru öllum kenning- um kirkjunnar í þessum efnum, en sigldi svo laglega milli skers og báru að hann slapp hjá rannsóknarrétfin- um. Einhver gárnuigi bjó til þá sögu um hann, aö þegar hann heföi kornið til himnai ikis, hefði san ct'i Pétur komist í mestu vandræði með hann, því Pomponatius hefði marg- sagt, að hann væri vantrúaður aðeins sem heimspekingur, en sem kristinn maður tryði hann öllu, sem kirkjan kendi. En Pétur sá við Pompona- tiusi, og sagði, að það væri þá bezt, að hann yrði brendur sem heimspek- ingur, en ekki sem kristinn maður. Fyrst eftir að Bruno yfirgaf klaustrið flæktist hann á milli borg- anna í Norður-Italiu — Genúa, Túr- in, Feneyja. Þaðan fór hann til Genf í Sviss, því þar bjóst hann við að sér væri óhaett. Borgin hafði, eins og kunnugt er, brotist undan valdi kaþólsku kirkjunnar. En það var nú öðru nær en að hann og hans líkum væri óhætt í Genf. Kalvin, þessi járnsál siðbót- artímanna, hafði þar æðstu völd, og hann var sízt mildari en kaþólska kirkjan þeim, sem efnuðust um kenn ingar hans. Servetus hafði verið forendur þar. Bruno fór því þaðan til Frakklands o;g flutti þar fyrir- lestra um heimspeki bæði i París og víðar. Honum var boðið kennara embætti í heimspeki við Parísarhá- skólann, með því skilyrði að hann gengi hvtrn dag til helgra tíða; en að þeim kostum vildi hann eklci ganga. Konungurinn lét kalla hann fyrir sig og undraðist svo minni hans, að hann grunaði hann um að fara með galdra og hafa mök við djöfulinn. Samt gaf hann honum meðmælabréf til frakkneska sendi- herrans í Lundúnum. Þangað hélt svo Bruno innan skamms, og þar komst hann í kynni við Elizabetu drotningu, sem talaði við hann á ítölskú, oig fleira stórmenni. Hann flutti síðan fyrirlestra við Oxford háskólann. Vegur hans var lang- mestur um þetta leyti. En ekki hélzt Ihann lengi við í Oxford. Þeim, sem þar fóru með völd, fannst hann ganga allt of langt með nýjungar sínar. Hann leitaði þá aftur til Frakklands og þaðan til Þýskalands. I Marburg var honum ekki leyft áð flytja fyrirlestra, en i Wittenburg, þar sem nokkurt frjáls- lyndi átti sér stað, sökum fyrstu á- hrifa Lúthers, var honum vel tekið af háskólastúdentunum. Fylgjend- ur Kalvíns létu hann samt ekki í friði, og auk þeirra var hann of- sóttur af lútherskum presti einum, sem féll skoðun hans á trúarbrögð- unum mjög illa í geð. Hann lenti þvi aftur á flæking og áður en lamgt um leið hvarf hann mjög skyndilega heim til Italíu. Ungur aðalsmaður i Feneyjum bauð honum að gerast kennari sinn í heimspeki og bókmentum. Bruno þáði boðið. En lærisveinninn sveik meistara sinn og kærði hann fyrir rannsóknarréttinum fyrir villutrú. Bruno komst' að þvi að hann væri í hættu staddur og reyndi að flýja, en hann varð of seinn til og komst ekki undan. Hann var nú yfirheyrð ur og var reynt að fá hann til þess að viðurkenna að hann hefði flutt villukenningar, og til að taka þær aftur. Bruno neitaði að taka nokk- uð aftur af þvi sem hann hefði kent. Rétturinn dæmdí hann sek- ann og fékk hann í hendur verald- lega valdinu, því kirkjan sjálf mátti engann mann af lífi taka. Bruno sat nú í fangelsi i Rómaborg í sjö ár. Hann varð svo beyigður og kröftum þrotinn af fangelsisvistinni, að hann lá við að játa að hann hefði haft rangt fyrir sér. En við síðustu yfirheyrzluna stóðst hann þó rannina, og þegar líflátsdómurinn var kveðinn upp yfír honum, sagði hann: “Meira hræðist þér, sem kveðið þennan dóm upp yfir mér, beldur en ég, sem fyrir dómnum verð.” Bruno var brendur 16. febrúar ár- ið 1600. Mörg þúsund pilagrímar vóru þá staddir í Rómaborg. A Campo del Fiori (Blómagrundinni) var hlaðinn bálköstur og þangað var spekingurinn leiddur. Þar endaði allur hans hrakningur. Munkur nokkur bar krossmarkið upp að and- litinu á honum, en hann snéri sér þegjandi undan. Síðan var bálið 'kynt, og þar lét þessi pislarvottur sannleikans líf sitt. Nærri þrem hundrað árum síðar var reist standmynd af Bruno, þarna á staðnum þar sem hann hafði ver- ið brendur, þrátt fyrir andmæli frá páfanum. En engu óvaranlegri minnisvarða hefir hann reist sér með áhrifum sínum á heimspeki síðari alda. Heimspekiskenningar Brunos eru nokkuð flóknar og talsvert í molum. Það verður þvi ekki minst á neitt nema þær allra helztu hér og það aðeins með örfáum orðum. Hann var fyrsti heimspe'kingur 16. aldarinnar, sem viðtók algerlega skoðun Kóperníkusar á heiminum. Heimurinn er takmarkalaus, sagði Bruno, og í honum er ótölulegur fjöldi sólkerfa. Sólkerfi vort er aðeins 'örsmátt brot af alheiminum. En af þessu leiðir að mennirnir verða að breyta guðshugmynd sinni. Guð er ekki eins og menn hafa hugs- að sér hann, líkur manni, heldur er hann líf og andi alheimsins. Guð og albeimurinn eru eitt, en samt er fiinn skapaði heimur, þ.e.a.s. sam- safn allra skapaðra hluta ekki hið sama og guð. Mannssálin er æðsta stigið í þróun lífsins, sem er eitt og óskift um heim allan. Efnið er sí- varanlegt, og breytingarnar, sem vér sjáum, eru aðeins myndbreytingar þess. 3runo útikýrði kenningar sinar í mörgum ritum. Það er oft talið að nýtt tímabil í heimspekinni hefj- ist með honum, eða hann stendur á tímamótum miðalda heimspekinnar og hinnar nýrri. Það má segja að hann sé fyrsti vísindalegi heimspek- ingurinn, nema að svo miklu leyti sem forn-griskir heimspekingar, ein- kum Aristóteles vóru vísindalegir í aðferðum sínum og athuigunum. A- hrif Brúnos koma einkum fram hjá Leibniz, Spinoza og Hegel síðar. En allir þessir hei mspekingar hafa. eins og kunnugt er, notið mikils álits,, og áhrifa þeirra gætir í heimspek- inni enn í dag. G. A. ---------x---------- Ibsens-háííðahöldin í Oslo og Bergen (Frh.) Hátíðahöldin í Oslo. Sunnudaginn 18. marz kl. 1 hélt Filharmoniska félagið samsöng í há- tíðasal háskólans til minningar um Ibsen. Halvdan Christensen leikari las upp stutt formálskvæði eftir Rolf Hjort Schöyen, en þar var efnið, eins og oftar, ádeila vegna meðferðarinnar á Ibsen fyr á árum og skilningsleys- isins þá á ádeiluskáldskap hans. Hann las síðar upp kafla úr Pétri Gaut, og lög Griegs og fl. tónskálda við verk Ibsens vóru sungin. Annars vórum við Islendingarnir í þetta sinn báðir fjarverandi. Höfðum við og frú Lára Bogason ráðgert að fara með Finsenshjónunum út úr bænum þenna dag og sjá skiðaibrekkur og skíðahlaup Norðmanna þar í grend- inni. En veðrið var ekki gott, og taldi Finsen, þegar til kom, lítið var- ið í förina, úr því að svo væri, og varð því ekkert úr henni. I stað hennar buðu þau hjón okkur heim til sín. Þau búa í nýju húsi utarlega í bænum. A Finsen í því þann hlut- ann, sem hann notar, því húsið er reist af sex mönnurn í félagi sem í því búa, og er Finsen einn þeirra. Frú Finsen var ekki vel frísk og átti að leggjast inn á sjúkrahús til upp- skurður innan skamms, en ekki töldu þau það neitt hættulegt. Að öðru leyti líður þeim hjónunum vel og þau OM m Beina leið Sérstök sigling til Reykjavíkur Með S. S. Calgaric (16,000 tons). FRÁ MONTREAL 21. JÚNf. Listisigling flytur eingöngu káetu farlþega Farbréf $125.00 fyrir manninn. Talið við, símið eða skrifið WHITE STAR LINE 224 Portage Ave. —:— Winnipeg, Man. ►<a hafa skemtilegt heimili. Elsti sonur þeirra er nú á háskólanum í Oslo og vel á veg kominn í læknisfræðisnámi. Finsen vinnur við dagblaðið Tidens Tegn, annast þar um allt, sem Island snertir, en þó mest við Oslo Aftena- vis, sem er miklu minna blað, gefið út af sömu mönnum, Tommesenunum, og er kveldblað, en aðalblaðið kem, ur út að morgni. Hefir Finsen skrifað fjölda greina um Island og íslenzk mál, bæði nú á síðari árum, eftir að hann settist að í Oslo, og eins áður, meðan hann vann við dönsk blöð og meðan hann var í þjónustu Marconifélagsins og á ferðuni fyrir það víða um lönd. A hann safn af þessum igreinum, og mun fáum eða engum mönnum hér heima kunnugt um, hve stórt það safn er nú orðið, né heldur hitt, hve mikið hann hefir með þessu unnið að því, að kynna Island út á við. En ljóst má öllum vera það, að mikils er um það vert fyrir Island, að við áhrifaríkt og út- breitt blað erlendis sé islenzkur starfsmaður, jafn nákunnugur ís- lenzkum málum og velviljaður öllu islenzku og Vilhjálmur Finsen er. Hann á skilið þökk og viðurkenningu fyrir þetta starf sitt héðan að heim- an, en hefir hvorugt hlotið til þessa og er slikt lítt örvandi til framhalds á starfsemi hans. leggur dr. Stockman í munn í Þjóð- níðingnum. “Hef ég nokkurntíma sagt þetta ?’’ spurði Ibsen. “Já, þér látið dr. Stockman segja það í Þjóð- niðingnum,” sagði sá sem við hann talaði. “A ég máske að bera ábyrgð á öllu þvi bulli, sem hann segir?” svaraði Ibsen og varð ergilegur. Að leiksýningunni lokinni hófst veizla Listafélagsins og Norska leik- arafélagsins á Hótel Bristol, sem er stórt nýtískuhús í miðbænum, skamt frá Grand Hótel. VÓru veizlusal- irnir skreyttir ýmsum einkennilegum Þetta kveld var þjóðníðingurinn (En folkefjendeí sýndur í leikhúsinu. A undan las Harald Schwenzen leikari upp langt formálskvæði eft- ir Ölaf Bull, eitt af kunnustu ljóð- skáldum hinnar yngri kynslljóðar í Noregi, og var þar enn skörp ádeila fyrir vanmet á Ibsen fyr á árum. Leikurinn hefir verið sýndur hér, en var þarna miklu fullkomnari og bet- ur leikinn, einkum er fjölmennt var á leiksviðinu. Egil Eide lék aðal- hlutverkið, dr. Stockman, ágætlega og var óspart klappað, en smærri hlutverkin vóru leikin af D. Knud- sen (Hovstad ristj.), Stormoen (Mor- ton Kiil), Stub Wiberg (P. Stock- man), Gustav Tomassen (Aslaksen) o. s. frv. Leikurinn var fjörugur, og sumir sögðu, að Björnson væri nokkuð stældur í leik Eides. en T>->ð er nú skýring manna á dr. Stockman að Ifosen hafi viljað í honum þrinna saman Björnstjerne Björnson. Tóuas Lie og sjálfan sig; röddin, fjörið og baráttugleðin sé frá Björnson, góð- semin og barnaskapurinn í framkom- unni frá Lie, en orðin og skoðanirnar frá Ibsen sjálfum. Þjóðníðingurinn var skrifaður meðan verið var að rífa Afturgöngurnar niður, eins ag fyr er frá sagt, og meðan gremjan út af því svall sem mest í höfundin- um. En þótt hvorugur stjórnmála- flokkurinn í Noregi gæti tileinkað sér þennan leik og skoðanir þær á mann- félagsskipulaginu sem þar eru flutt- ar, mættu mótmælum, þá var leiknum samt yfirleitt vel tekið. Nú var meira litið á listina en skoðanirnar. Höf. var helzt talinn skyldur stjórn- leysingjum í skoðunum, en þeir höfðu engin áhrif í dægurstríðniu, svo að skoðanir þeirra máttu Hggja þar milli hluta. Löngu siðar i viðtali var Ibsen mintur á setningu sem hann fOIKSONG 4\0 HMDICROTS HSTIVAl WIMIPTG-JIM I9-23 Hátiðahöld þessi eru aðallega stofnuð til að sýna þann auð. iistaverka og 'hljómleika er hinir síðari innflytjendur frá Ev- rópu hafa flutt til Canada. Fimtán þjóðflokkabrot, hvert í sinum þjóðbúningi skemta með söngum og danzi. Skrúðsýningar fagrar og töfrandi. Sýning allskonar handverks, er unnið hefir verið hér i Can- ada, undir forstöðu CANADIAN HANDICRAFTS CUILD auk handverks manna og kvenna við starf sitt. Eftir rnyndabæklingi er lýsir sýningunni, og gistiherberigi, skrifið UMBOÐSMÖNNUM C. P. R. FJELAGSINS EÐA ROYAL ALEXANDRA HOTEL Winnipeg, Man. or to Canadian Paciíic Tyee Magnesite Stucco OG Eureka litað cement stucco eru hvorutveggja búin til hjá TYEE STUCC0 W0RKS Fylgið reglum vorum við notkunina, og mun árangurinn þá ekki bregðast. Ef þér hafið ekki lista vorn, þá kallið upp" 82 837, eða finnið oss að máli að # 264 BERRY STREET, Norwood, Man. 3 fiSiifiBiHaisiiHiaiSfibi'fiBiaiififfiiiiaiSfiHiaiSfiifiætfiififfi EIGIÐ ÞÉR VINI A GAMLA LANDINU ER YILJA KOMAST TIL CANADA? SJE SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynlegar fraimkvæmdir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELAGÁ 6Ö7 MAIN STRBET, WINNII’EG SIMI 20 S61 F.tia h%'er iimlioftNmaliiir CANADIAN NATIONAI, nem er. TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR FARBRÉF FRAM OG AFTUR TIL allra staða í veröldinni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.