Heimskringla - 06.06.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 6. JÚNl 1928
Hjeitnskringla
(StofnuTI 1886)
Krmur Bt á hverjnm lultÍTlkodeKÍ
EIGTCNDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 »* * 855 SARGEXT AVB, AVINNIPEfi
TALSÍMI: 86 537
VrV blaflslns er $3.00 á.rgangurlnn borg-
tst fyrtrfram. Allar borganir sendtat
THE VIKING PRiEgS LTD.
8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Rltstjóri.
UtanAnkrlft tll hlaTVmlnm:
THKQ VIKING PHK88, Utd.t B«i 8105
( taoAHkrlft tll rltMtjArauHi
KCDIl'OR HBIJUSKHI8GLA, Boi 3105
WllfNIPEG, MAN.
“HeimskrlnKla ls pabllshed by
The Vlklnic Pre»» Ltd.
and printed by
CITY PRINTING A PUBUSIIING CO.
05M-H55 Sarjcent Ave., Wlnnlpe«, Man.
Telephonei .86 58 T
WINNIPEG MANITOBA, 6. JÚNf 1928
LISTANÁMSSKEIÐ MR. WALTERS
Heimskringla hefir áður getið um
listanámsskeið það, er vestur-íslenzki
listmálarinn góðkunni, Mr. Emile Walt-
ers, hefir ákveðið að efna til síðari hluta
sumars, á Gimli, fyrir Islendinga úr
Winnipeg og nærsveitum, og reyndar
fyrir alla þá, er sótt geta, hvaðan sem
þeir koma. Vér höfum mjög hvatt ts-
lendinga til þess að láta sér ekki þetta
tækifæri úr greipum ganga, og vér erum
þess jafn hvetjandi enn.
* * *
Frá því að maðurinn fyrst öðlaðist
þá hæfileika, er gerðu honum- mögulegt
að tryggja sig gegn árásum annara teg-
unda; gera. sér þær og jörðina itndir-
gefna; hafa þeir hæfileikar æfinlega, er
hinum frumstæðustu lífsnauðsynjum
slíkrar veru var sæmilega fullnægt, leit-
að sér útrásar í því að gera sér lífið in-
dælla; fegra það og færa það nær því alls
herjar samræmi, er maðurinn stöðugt
virðist leita, hversu mikil hula sem yfir
markinu og leiðinni þangað hvílir. Með
þeirri leit hefjast listir. Listamaðurinn
er, ásamt öðrum hugsjónamönnum, spá-
maðurinn, er vísar til vegsins, að visu
fálmandi og óljóst, nú sem fyr, en þó allt-
af á undan samtíðinni. í brautryðjenda
hópnum er hann, er gerir veginn færan,
úr einum áfanga í annan,
Hinni frumstæðustu baráttu manns-
ins við að gera sér jörðina undirgefna er
ekki að fullu lokið enn þann dag í dag.
Þótt býsna vel sé á veg komið, og tækin
orðin fullkomnari, þá stendur frumbýl-
ingsbaráttan víða yfir enn. Hér í Kan-
anda hafa íslendingar tekið sinn þátt í
henni að fullu. En nú er svo komið
fyrir þeim, að hún er að mestu leyti á
enda. Og vér höfum áður getið þess
hér í sambandi við það málefni, er þessi
grein fjallar um, að nú er svo ástatt efna-
lega fyrir Vestur-fslendingum yfirleitt,
að tími er kominn til fyrir þá, að grípa
hvert tækifæri, er gefst, til þess að beina
huga sínum og þrám út yfir matarstrit-
ið.
Með þessari fyrirætlun Emile Walt-
ers’, býðst nú eitt slíkt tækifæri Vestur-
íslendingum. Og víst ættum vér að
nota það. Listrænir erum vér Islend-
ingar engu síður en aðrar þjóðir. Um
það bera bezt vott bókmenntir vorar,
hin eina list, er vér öldum saman höfum
nokkra stund getað lagt á sökum fá-
mennis og einangrunar. En auk þess
höfum vér á síðustu árum eignast nægan
vott um listræni íslenzzkrar þjóðar í
fleiri áttir, -í staríi brautryðjandi lista-
manna austanhafs og vestan, er flestir
eða allir íslenzkir menn kannast við.
En þótt frumbýlingsárin megi teljast
liðin að mestu, þá er þó svo skammt frá
þeim liðið, að ekki er ósanngjarnt að
liugsa sér, að íslenzkir leikmenn vilji eitt-
hvað frekar grennslast eftir því, þá er
slíkt t.ækifæri býðst sem það, er hér um
ræðir, að hverju “gagni” listir megi
verða. Má því ef til vill haganlegast
svara með aðal innihaldi þeirra orða, er
Mr. Walters urðu á munni, í samtali við
íslenzku blöðin, nú síðast, er hann var
hér á ferð:
“Leikmaðurinn þráir fyrst af öllu að
vita, hvert sé gildi listarinnar í voru dag-
lega lífi,— að hverju listin stefni, og
hverju hún fái áorkað. • Tilgangur list-
arinnar er sá, að fullnægja fegurðartil-
finningu mannsandans, og hefja einstakl
inginn í hærra veldi, í líkamlegum og
andlegum skilningi.
Lífræn list grípur inn í alla skap-
aða hluti. Allt það, sem vel er gert, er
í eðli sínu listrænt, og í samræmi við
megintilgang listarinnar. Listin er
dögg, er döggva skal sjálfan lífstilgang-
inn. Menningin inær hámarki sínu í
listinni. Sérhver forystuþjóð, nær einn-
ig hámarki sínu í listinni. Er hér ekki
aðeins átt við málaralist og höggmynda-
gerð, heldur listir á hvaða -sviði sem er,
því þær eru hyrningarsteinarnir undir
allri traustri menningu.
F ruml úkanum mætti vel líkja við
kaldavennsl. Undir yfirborðinu liggja
dulin meginöfi, er eigi þarf nema vitund
að rumska við, til þess að þau bjóði fram
þjónustu sína.
Náttúran brást aldrei neinum þeim,
er unni henni af hjarta.
Einfaldleiki í list, ásamt rökfestu,
ber ávalt ákjósanlegan árangur, eins og
á flestum öðrum sviðum.”
Það er líka kunnugra en frá þurfi
að segja, þetta: að menning hverrar þjóð-
ar, er fyrst og fremst metin eftir hugvit-
samlegri og listrænni framleiðslu henn-
ar. Allar menningarþjóðir leggja fram
mikið fé til sýninga og listaverkakaupa,
ekki einungis innanlands, heldur einnig
til samþjóðlegra viðskifta í þessum skiln-
ingi. Enda talar listamaðurinn alheims
mál, hvort heldur hann gerir sig skil-
merkilegan með músík, myndum eða lit-
um. Og allar menningarþjóðir reikna
afdráttarlaust beztu listamenn sína með
beztu sonum sínum.
Hver veit nema eitt slíkt listamanns-
efni, eða fleiri, dyljist hér meðal vor. Og
væri það ekki ábyrgðarhluti fyrir menn,
er slíkt tækifæri býðst, að reyna ekki að
nota það, ef mögulegt er.
Oss finnst rétt að benda á það í
þessu sambandi, að aðstaða Mr. Walt
ers’ í listaheimi Bandaríkjanna er sú, að
vafalítið má telja, að hann gæti orðið að
verulegu liði þeim, er honum litist að
hefði sérkennilega listgáfu til brunns að
bera. Er það ekki þýðingarlítið atriði
fyrir menn hér, er búa svo langt frá
miðstöð listaheimsins hér í álfu, svo
ekki sé talað um Norðurálfuna.
Þeir, sem gætu hugsað sér að eiga
eitthvert erindi á þetta listanámsskeið
fyrir sig eða sína ættu því ekki að láta
lengur dragast, að ná samhandi við um-
boðsmann nefndar þeirrar, er aðstoðar
Mr. Walters í þessu máli, Dr. Ágúst
Blöndal. Eins og áður hefir verið
sagt, hefst nlámsskeið|lð að Gimli 15.
ágúst í sumar og stendur yfir 5—6 vik-
ur. Áætlað er, að kennslugjald hvers
nemanda verði um $20.00, verði þeir 30
ails. En að auki verða nemendur að
leggja sér til nauðsynlegustu áhöld, t.d.
liti og pensla.
Þess skal og getið að síðustu, að
þetta námsskeið er engu síður fyrir
fullorðna en unglinga, fyrir þrítuga jafnt
sem tvítuga, hvað þá ýngri. Mr. Walt-
ers er þeirra skoðunar, að því þroskaðri
sem nemandinn er yfirleitt, þess meira
gagn geti hann hlotið af kennslunni, því
hér er meira komið undir þrótti, skilningi
og frumleika, en hreinni leikni. —
En látið ekki dragast lengur að
rita Dr. Ágúst Blöndal, 806 Victor Str.,
Winnipeg, og fá hjá honum vistráðningu
á námsskeiðið auk frekari upplýsinga, ef
æskt er.
LÍTIL ATHUGASEMD.
í síðustu blöðum Hkr. og Lögbergs
var ávarp til Vestur-íslendinga frá heim-
ferðarnefndinní; grein gerð fyrir því,
hvað fyrir nefndinni vakir helzt í sam-
bandi við væntanlega þátttöku Vestur-
íslendinga í minningarhátíðinni 1930.
Við 2. lið þeirrar greinargerðar langar oss
í allri vinsemd að gera dálitla athuga-
semd. Liðurinn hljóðar svo:
“2. Að fá, ef unnt er, aukna viður-
kenning fyrir ísland og fslendinga frá
hérlendum þjóðum, t. d. myndastyttu af
Leif Eiríkssyni frá Bandaríkjunum og
líkneski af Thomas H. Johnson frá Kan-
adaþjóðinni.”
Oss virðist auðsætt af oírðalaginu,
að nefndin nefni þetta aðeins sem dæmi
um það, hvað fyTir henni vaki í þessu
efni, en sé ekki fullráðin í því að fara
endilega fram á þetta. Enda vonum
vér, “að háifu leyti,” ef svo mætti segja,
að svo sé ekki.
Hugmyndin um að fá Bandaríkin til
þess að gefa íslandi myndastyttu af Leifi
Eiríkssyni, finnst oss í alla staði hin við-
urkvæmilegasta. Bæði er það, að með
þeirri viðurkenningu er minningu Leifs
að miklu bjargað undan ásæini frænda
vorra Norðmanna, og svo hitt, að af
sjálfri stórdáð Leifs og Vínlandsfaranna
stafar sá ljómi yfir aldirnar, hvað sem
iíður æfintýrageislun þjóðsagna og fjar-
lægðar, og vel er ísland á slíkum heiðurs-
degi sæmt eirfestri endurminningu um
þá atburði. Á hinn bóginn er ekki minn
ingu hins mæta manns, Thomasar H John
son, á nokkurn hátt gert rangt til, þótt
sagt sé að þessi tvö dæmi, er nefndin
hefir þarna tiltekið, séu á engan hátt
samsvarandi. Þá, er um svo einstaka
hátíð er að ræða, verður margs að
gæta, svo að hlutirnir færíst ekki úr rétt-
um hlutföllum. Auk þess er svo alla
jafna um æfistarf þeirra er við opinber
mál fást, þótt einstaka undantekningar
megi finna, að nokkurn tíma þarf til þess
að átta sig til fulls á því. Að voru áliti
ætti nefndin ekki í þessu tilfelli, að taka
fram fyrir hendur Tíma og Sögu, heldur
láta sitja við það eitt, að hafa nefnt þetta
sem dæmi.
t raun réttri þarf ekkl meira um
þetta að segja. En fyrst á þessa hug-
mynd er minnst á annað borð, þá ætti
það ekki að geta valdið neinum skaða,
þótt vér settum fram það álit vort, að
ef öllum Vestur-íslendingum er til mold-
ar eru gengnir, hafi Stephan G. Steph-
ánsson einn lokið því æfistarfi, að slík
hugmynd gæti til rnála komið í sam-
| bandi við minningu hans. Að vísu var
Kanada algerlega ókunnugt um það risa
verk, er eftir hann liggur, en auðvitað
væri auðvelt, að færa Kanadastjórn heim
sanninn um það, að íslenzk þjóð hefir
þegar skipað honum sess meðal stórjöfra
íslenzkra bókmennta, er lifa munu með-
an íslenzk tunga er toluð, eða nokkur
vitneskja er um hana. Og um gildi ís-
lenzkra bókmennta eru nógar heimildir
til á enskri tungu, er sannfæra mætti
kanadisk stjórnvöld, séu þær ekki á vit-
und hennar áður.
Þetta er aðeins sett fram sem pers-
ónulegt álit vort, en ekki í því skyni, að
eggja nefndina endilega á það, að leita
hófanna við kanadisk stjórnvöld um lík-
neski af Stepháni. Hann er svo nýlega
liðinn, og svo skammt liðið frá þeim styr,
er um hann stóð og verk hans, að orka
kynni nýrrar deilu, væri í slíkt ráðist.
Og arfasátan virðist sæmilega stór, þótt
ekki sé við hana aukið. Líka hefir
Stephan sjálfur smíðaö sér þann minnis-
varða er endist eiri betur, og er meira en
einhlítur, unz fyrsta styttan verður
steypt af honum.
En að síðustu kemur oss það í
hug, í tilefni af þessu, að vildi Kanada
heiðra ísland með varanlegri endurminn-
ingu um stórmenni, er kemur við sögu
beggja þjóða, þá liggur beint við að nefna
Dufferin lávarð, er auk þess að vera
heimsfrægur maður, var hinn mesti fs-
landsvinur, og bjó íslendingum hér fram-
tíð, með einstakri “stjórnarskrá”, ef svo
mætti að orði komast, þótt ekki ætti svo
að fara, að hún yrði til frambúðar. Um
hans nafn ættu menn ekki að þurfa að
vegast á, enda væru báðar þjóðir full-
sæmdar af gjöfinni.
En annars er þetta ekki endilega til-
laga freltar en hitt, aðeins hugleiðingar
sprottnar af þeirri athugasemd, sem er
mergur þessa máls, og sem oss þótti rétt,
eftir ástæðum, að hreyfa opinberlega.
SJÖ-SYSTRA FOSSARNIR
III.
Tölurnar sem birtar vóru í síSasta blaöi
tala fyrir sig sjálfar. Þær sýna a5 mennirnir,
sem fvrir 20 árum síðan vóru nefndir “eyðslu-
seggir”, “fjárgJKframenn”, “ræningjar’' og
“þverhausar,” vegna þess aö þeir héldu þvi
fram að rafmagn ætti að framleiða til almenn-
ingsnota, en ekki til einstaklingsgróða. Þeir
sáu betur fram í tímann heldur en hinir reyndu
og ráðsettu fjármálamenn, með þáverandi borg-
arstjóra í broddi fylkingar.
Tölurnar sýna einnig að þegar um
almenningshag er að ræða, þá eru
málin ekki alltaf bezt komin í hendur
þeirra sem lagnastir hafa reynst í
þvi að koma fingrunum ofan í al-
mennitigsvasann til eflingar eigin
hagsmunum.
Við höfum nú séð að þegar bæjar-
aflstöðin hefir starfað tvö ár er tala
viðskiftamanna orðin 22,015 (1913),
hækkar svo ár frá ári, og er orðin
69,548 árið 1927. Einnig hækkar
tala orkueininga fyrir hvern notanda
úr 1759 upp í 5154. Þetta li'ggur i
því að á fyrstu árunum var rafmagn
lítt notað nemti til ljósa. Þó verðið
lækkaði úr 20 centum ofan í 3 1-3
cent fyrir HW.K., var það enn of
dýrt til eldsneytis og hitunnar. Fram-
kvæmdarstjórn aflstöðvarinnar á-
kvað því að færa verðið niður í eitt
cent (KjW.H.) á því rafmagni, sem
notað væri til eldsneytis. Arangur-
inn varð sá að notkunin verður al-
mennari með ári hverju. Arið 1917
er tala þeirra heimila í Winnipeg,
sem nota rafmagn frá bænum til mat
reiðslu eða hitunar í smáum stíl 1,
176. En árið 1927 er talan orðin
25,775.
Jæ-ja! Þetta er nú allt sam)an
gott og blessað, býst ég við að sumir
segi. En hvað líður svo hagsmun-
um þessa almenna fyrirtækis? Er
það ekki á leiðinni með bæinn ofan
í óbotnandi skuldafen? árl
Því verður bezt svarað með því að
líta á síðustu ársskýrslu framkvæmd-
arstjóra stöðvarinnar Mr. Glassco’s.
Starfrækslan árið 1927 hefir borið
sig þannig að eftir að borgaður
er reksturskostnaður allur og vextir
af höfuðstól, og lagt hefir verið í
varasjóði $626,283.68 til viðhalds
stöðvarinnar og afborgunar á skulda-
íbréfum þegar þau falla í gjalddaga,
þá er tekj.u afgangur fyrir árið
$268,226.93. Þess má geta að þetta
er meiri tekjuafgangur heldur en
nokkurntíma áður í starfssögu fyrir-
tækisins. En tekju afgangur ihefir
verið á ári hverju, að undanteknum
árunum 1913 og 1919. Þá var svo
íníiklu varið til nýrra bygginga að
lítilsháttar tekjuhalli varð. Nú á
fyrirtækið í varasjóðum $6,653,507.
52.
Þetta er þá það sem reynslan hef-
ir kennt okkur í sambandi við opin-
bera virkjun rafmagns hér í Winni-
peg. Þetta er hennar dómur á
þeirri stefnu sem fyrir 20 árum var
talin hámark “heimsku og fíflskap
ar” af þeim mönnum sem einir þótt-
ust vita alla leyndardóma hagfræð-
innar, og vildu því vera einráðir um
stjórn almennra fyrirtækja.
Eftirfarandi tölur sýna verð raf-
magns í nokkrum stórborgum Banda-
ríkjanna, borið saman við Winnipeg.
Hámarksverð
að frádregnum
afslætti
Chicago ...............8 c K.W.N.
Pittáburg .... .... ......8 c ”
Philadelphia ............8l c ’’
Detroit .................9( c ”
New York .................7 c ”
Winnipeg .............. 2.5 c ”
Þetta á við rafmagn til heimilis-
nota. Til iðnaðar er verðið mikið
lægra. En þó hvergi eins lágt og
í Winnipeg. Einnig má geta þess,
að notkun rafmagús á hvert heim-
ili að meðaltali er hærra hér en
nokkrum, bæ, sem ég hef séð skýrslur
fvá. Hér noitar hvert neimliii til
jafnaðar 8 1-4 K.W.N. á dag. Tor-
onto er næst en þó meira en helmingi
lægra eða 3 1-2 K.W.N.
Frh.
----------x-----------
RÖDD FRÁ VATNABYGÐUM
“I umræðum lýstu nefndarmenn
I
því yfir, hver á fætur öðrum, að þeir
vissu að almennimgsálit væri á móti
sér; en sumir þeirra sögðu að al-
menningsálitið væri skapað í dag og
umskapað á morgun.’’— S. J. J. í
Lögbcrgi 31. maí.
Það er sjálfsagt m,ikið hæft í
þessu, en ég er viss um að öll vestur-
í fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurhlenndiu meðnl, við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mÖTgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
íslenzk alþýða glevpir ekki við því
sem heilögum sannleika. Það eru
nokkrir íslenzkir menn (konur þar
með taldar á norræna vísu) sem hafa
lært: “Sannleikurinn óyggjandi og
allur, er ástand vort — en ekki ný-
frétt nokkur.”
Islenzkir menn þeir í Winnipeg
sem aldrei sitja á sátts höfði hver
við annan, hversu mætir sem þeir
eru, fá aldrei að eilífu sannfært
suma landa sína um það að þeir.
hvor un> sig.hafi í öllu á réttu a<5
standa. Persónuleg óvild og jafnvel
hatur þeirra á mjlli er orðið svo alkunn
ugt, að hvað sem, helzt þeir pera á
borð fyrir landa sína hér verður
étið með saltkorni. (taken with a
pinch of salt). Og þegar byrjað er
á öðru eins fargani eins og þessu
iheimferðarmáli vita menn, að enn
einu sinni er verið að smala. En
einhverntíma líður að því að “safn-
ið” gerist daufheyrt. Sjálfstæðir
landar hafa litla trú á því, að það sé
heiður fyrir þjóðflokkinn að vera á
bónbjörg til stjórnar landsins mál-
gögnum sínum til handa, að það sé
rétt og kristilegt að fara fyrir dónt-
stóla landsins með misklíð sína, um
þau mál sem, eignuð eru friðarhöfð-
ingjanum, Jesú frá Nasaret; en hitt
sé óbærileg smán þjóðflokki okkar.
að stjórn landsins lýsi yfir velþókn-
un sinní með fjárframlögum um
ferð okkar heim 1930.
Á fundi í Leslie í fyrra sumar var
það tgefið í skyn af einum nefndar-
manni, að likindi væru til þess að
fylkisstjórnir Man. og Sask. veittu
einhvern fjárstyrk til fararinnar.
Það var ekkert “talað fyrir þessu,”
og ekki kom fram ein einasta rödd
mótfallin þessari hugmynd. Menn
klöppuðu lof í lófa — að almenn-
ingur skyldi þó einu sinni hafa gagn
af bitum þeim, sem svo oft hafa
kitlað góm “okkar mestu og bezta
manna.” Eg hefi talað við ýmsa
þeirra sem fundinn sátu, og veit ekkí
til að allt moldryk sem upp hefir
verið þeytt hafi blindað þá svo, að
þeir hafi breytt uml stefnu síðan á
fundinum.
Þessi deila hefir verið, og er enn,
ein af þeim svæsnustu sem Winni-
peg-djöfullinn hefir komið á fram-
færi, og ég get frætt forystumenn
beggja hliða á því, að þeir menn,
sem ég hefi fyrirhitt og átt tal við
um málið, 'hér í Vatnabyggðum, eru
með öllu kaldir fyrir því. Þeir sjá
hvar fiskur liggtir undir steini, og
“hugsa fyrir sig sjálfir,” Nokkrar
sennur af þessu tæi nægja til þess
að “safnið” skiftist ekki oftar,
thversu hátt sem hóað verður, og er
þá til einhvers unnið.
Elfros, Sask., 2-6-28.
J. P. Pálsson..
-----------x------------