Heimskringla - 06.06.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.06.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSK.RINGLA WINNIPEG 6. JÚNÍ 1928 Fjársjóða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. var það að Wardrop og mér kom það vel að | og konur vinna þar af kappi, á litlu hjöllunum; “Mayaþjóðin er í kyrð og leynd að hverfa aftur til hins forna höfuðstaðar síns,” sagði War- drop, og bar raddhreimurinn vott um hve mikið honum var niðri fyrir. “Þeir virðast hafa gert heil mikið hér síð- ustu þrjú árin,” sagði ég. Enda veitti þökunum ekki af viðgerð. Wardrop leit alvarlega til mín, og var líkt og álösun feldist í augnaráðinu, fyrir heimshyggju mína, en ég hefi líka alltaf verið frekar praktiskur. en draumlyndur. Máske það hafi verið því að kenna, að ég lagði til að við hyrfum aftUr til forða stöðva okkar hinumegin fjallsins, næðum okkur í ýmsar nauðsynjar og meiri matvæli, og snérum svo aftur með það til hellisins, til þess að geta betur búist þar um, meðan við njósnuðum það er nauðsynlegt væri til þess að koma áformum okkar í framkvæmd. “Við getum áreiðanlega fundið einhvern stað þar til að fela okkur, nema varðmennimir leit- •uðu betur en þeir eru vanir.” Wardrop samþykkti þetta með mér. “Náttúrlega verðum fyrst að litast þar um vel og vandlega, og taka vel eftir háttum þeirra og venjum, áður en við förum nokkuð að reyna að leika á þá. Við verðum að finna eitthvert ráð til þess, að láta læknirinn vita, að við séum héma. Og ef að við gætum það svo að enginn vissi, þá gæti hann fundiö eitthvert ráð til þess að koma og sjá okkur. Og þá......” Hann stanzaði nú og gaf mér bendingu, sem átti að tákna, að eftir það yrðum við að treysta á hamingjuna til þess að hjálpa okkur að komast burtu. Þegar nóttin? kom, þá vóram við búnir að flytja útbúnað okkar, og sáum þá varðmanninn koma; hann kom þar labbandi, hægt og hægt upp eftir veginum frá borginni, og gekk inn í varð- húsið, tók þar lukt sína, og kveikti á henni; vatt tóbaki saman í vindling, kveikti í honum og fór svo að raula lag eitt, og hélt inn í ganginn. Þegar hann kom aftur þá varð honum það ekki, að líta í kringum sig, en hann slökkti ljósið og labbaði í hægðum sínum niður hliðina. Skyldum við ekki geta mútað einhverjum þessara pilta til þess, að fara með skeyti fyrir okkur,” sagði ég, þegar við sátum í varðhúsinu, og störðum á ljósin sem skinu úr mustemnum og húsum prestanna, á eyjunni út í vatninu. “Eg held að það sé hinn mesti háski fyrir okk ur,” sagði Wardrop. “Við verðum að taka það sem sjálfsagt, að Ixtual myndi ekki leyfa neinum öðrum en þeim, sem hann fyllilega getur treýst, að búa í borginni. Og ef að vér fæmm að minn- ast á það við einhvern af þessum ofsamönnum, þá væri allt búið um leið, og við í skömminni. Nei, við skulum fara hægt. Eitt einasta mis- grip getur algerlega eyðilagt okkur.” Staðfestingu á þessu fengum við næsta morg un, alveg að óvöru, þegar varðmaðurinn kom, og fór að líta eftir því, hvort allt væri í réttu lagi. Og við vórum svo nærri honum, að við gátum séð stirna í augu hans, þegar hann fór. Við vissum að hann myndi koma aftur að tveimur klukkustundum liðnum, og vómm þá komnir aftur í felustað okkar. En okkur til mikillar undr- unar sáum við hann koma með annann mann með sér, og vóru föt hans rifin og slitin, og héldum við að hann væri sendimaður frá Maya- þjóðinni, sem lifði langt frá þessum mikla og illfæra skógi. En undrun okkar varð þó enn meiri, er við sáum að vandlega var bundið fyrir augu hans, og fylgdarmaður hans slepti ekki af honum hendinni fyrri en hann var búinn að loka leynidyrunum inn í ganginn. í fyrstunni hélt ég að þetta kæmi af því, að þetta væri í íyrsía skifti sem maður þessi hefði farið þessa lelð undir hæðunum tveim. En við vórum ekki lengi látnir vera í vafa um það. Varðmaðurinn gekk að baki manns þessa og leysti hið breiða leðurband, sem var fyrir augum hans, en þá snéri hann andlitinu í átt- ina til musteriseyjanna, og féll hann þá á knén, við vórum búnir að læra hrafl úr Mayatungu- j málinu. “Jæja, bróðir minn, áttir þú erfiða ferð í þetta skifti?” sipurði varðmaðuirinn ihann, um leið og hann slökkti á luktinni. “Já, það veit hinn heilagi guð Icopan; ferð- in er æfinlega erfið,” svaraði hann. “Og ég gleðst yfir því, að héðan af get ég unnið hér inni. Þrautaár mitt er nú liðið. Eg er búinn að fara fjórðu ferðina yfir skóginn. Og ég gleðst yfir því, að þurfa ekki að fara fleiri ferðir. Eg bið guð að varðveita þá, sem þurfa að fara þessar ferðir, eins og hann hefir varðveitt mig.” Wardrop greip nú fast um handlegginn á mér til þess að ég skyldi taka vel eftir þess- um orðum. Það var okkur nú ljóst að 4 sinn- um á ári var sendur maður í þessa ferð, og hann varð að fara ferðina einn. “Amen,” sagði nú varðmaðurinn hátíðlega. “Guð hefir haldið sinni hendi yfir þér. Níu sendimenn guðanna hafa verið kosnir í tvö og hálft ár. En af þeim ert þú og annar maður nú lifandi, og þið hafið getað sloppið óskaddað ir, en hinir allir dáið. Komdu nú með mér ég ætla að gefa þér kaffi, og morgunverð áður en við höldum lengra áfram. Komdu nú inn og hvíldu þig dálitla stund. Þeir fóru nú inn í varðhúsið. en ég skreið áfram ef að ég kynni að heyra meira af sam tali þeirra um rifu einhvérja. En því miður gat ég ekki heyrt nema brot og brot, þó ég stöku sinnum heyrði heila setningu talaði í nógu há um róm. Og mér fannst þeir vera að tala um skraf manna í borginni hinu megin við skóginn Þeir sögðu að einhver gamall maður hefði dáið og að jarðarför hans hefði verið mjög fjölmenn Svo töluðu þeir um það að fjöldi manna hefði gengið í hjónaband. Bróðir varðmannsins hafði sent honum heillaóskir sínar, og hafði hann grætt allmikið fé er hann seldi lönd ein hver í Quirigua. Ameríanskir námuleitendur höfðu komiö frá lágu löndunum upp í hálandið En þeim hafði verið stirðlega tekið og fjandsam lega svo að þeir hættu leit sinni, og snéru aft ur til strandarinnar. Það hafði ekki þurft að gera þeim mein, þó að sumir hinna yngri manna hefðu gjarnan viljað taka þá af lífi. Sendi maður þessi sagði að yfirmennirnir hefðu gefið út að menn skyldu grandvarlega forðast að gera nokkuð á þeirra hluta, svo að stjórnir þeirra færu ekki að senda flokk hermanna, til þess að hefna fyrir þá. i “En náttúrlega,” bætti hann við, “ ef að einhver maður, eða hópur manna, reyndi til að fara yfir skóginn, þá myndu þeir aldrei sjást framar. Það væri alveg nauðsynlegt.” aðrir vóra að hreinsa burtu undirskóginn, og oft sáum við bátana fara fram og aftur til eyjarinn- ar, þar sem musterinj vóru, sem við áður vórum búnir að skoða. En á eyjunnl sjálfri virtust menn vera aðgerðalausir. En þegar leið að kveldi, þá hættu menn vinnunni á hjöllunum, og sáum við stóra hópa hinna vinnandi manna leggja verkfæri sín frá sér, og ganga ánægða til borgarinnar sem' lá við vatnið. Þetta var allt svo rólegt, og látlaust og einfalt, sem maður frekast gat hugsað sér, rétt eins og fólkið væri labbað. á efUr honum> svo ánægt og rólegt, og hugsaði ekki um neitt annað en sína eigin velferð. svo vandlega, og fór svo að bursta hár og skegg, rétt eins og hann ætlaði að fara að ganga skrúð göngu á strætunum. En ég sat þarna í horn- inu á hellinum, hálf niðurbeygður, og beið þang- að til hann var búinn að ljúka við að klæða sig. “Jæja,” sagði hann og snéri sér að við skulum nú koma út og lítast um.” mér; Næturvörðurinn kom nú og kveikti á lukt- inni sinni, og fór að ganga fyrsta hringinn. Sólin gekk undir vestur fjallgarðinn, og skein þá á vatnið sem kopargimsteinn væri, en musterin á eyjunni skinu snjóhvít, eins og þetta væri draumsjón einhver. En svo kom myrkrið, og stjörnurnar fóru 'að skína; og Ijósin teindruðu hér og hvar úr gluggunum. En svo fóru þau að fækka unz þau vóra öll horfin. Og þá fóru stjörnumar að skína. Þá fyrst fórum við að litast um, og gengum niður gamla veginn, og sáum þá að það hafði verið gert við hann, svo að nú var það orðinn bezti vegur. Við fórum framhjá skrfni einir, og komum svo að fyrsta íbúðarhúsinp, sem hafði varla sézt fyrir skógi, og var þar lítið tré eitt sem óx upp úr þaki hússins. En nú var húsið hvítt og hreint, og stóð á hreinum gras- fleti, og í fögrum garði, sem sýndi okkur hvað Mayaþjóðin elskar mikið heimilið og fagurt um- hverfi. Við horfðum á heimili þetta með að- dáun, þegar við allt í einu heyrðum hund einn gelta, og vissum ekki nema hann kynni að stökkva á okkur. Og rétt á eftir heyrðum við mann einn kalla á hundinn, og skipa honum að vera kyrrum. Við fórum þá af veginum og héldum aftur til fjallsins, og urðum að hætta við það, að reyna að fræðast um venjur og háttu fólks þessa. Það leit út fyrir að verða erfiðara en við ætluðum í fyrstu, og með þeirri sann- færingu fórum við inn í hellirinn, og lögðumst fyrir og sváfum um nóttina. ‘Já, alveg nauðsynlegt,” sagði varðmaður- inn. Og ég sá það nú greinilega hve lítil tæki- færi við höfðum, ef þeir yrðu okkar varir, annað hvort inni í skóginum, eða komnir út úr þeim, og vildum sleppa burtu. En nú heyrði ég skrjáfa í einhverju, og flýtti mér og slapp inn til þeirra Wardrops og Benny, rétt í tæka tíð. Því á hælum mér kom u þeir báðir, varðmaðurinn og hraðboðinn út úr varðhúsinu, og vóru báðir reykjandi. Þeir fylgdu hvíta veginum, sem lá í einlægum krók- um ofan í dalinn fyrir neðan. “Jæja,” sagði Wardrop, þegar þeir vóru komnir svo langt, að þeir gátu ekki heyrt til okkar; “heyrðir þú nokkuð illt eða gott fyrir fyrirtæki okkar?” “Nei,” sagði ég; “ekki vitundar ögn.” “Það er þá allt rétt,” sagði hann; “því að ef að þessi maður hefði komið með þær fregnir, að menn hefðu tekið eftir ferðalagi okkar, þá hefði hann ekki getað stillt sig um, að tala um það.” “Náttúrlega,” sagði ég. “En hann hafði ekkert að segja sem var hlustandi á. Það er að segja, að því undanteknu, að mér skildist á honum að Mayaþjóðin myndi ekki hika sig við að drepa hvern þann sem gerði tilraun að fara yfir takmarkalínuna.” “Eg get ekki áfelt þá fyrir það,” sagði War- drop, og starði niður í stóra dalinn, sem var svo fyrirtaks grösugur og fagur, að manni finnst að friðurinn ætti að ríkja þar, mann fram af manni. “Líttu nú á,” sagði hann, og veifaði hend- inni í kringum sig. “Þarna sérðu stóru, fögru fjöllin standa á verði yfir öllu því, sem þetta fólk telur heilagt, og vill ekki fyrir nokkum mun láta vanhelga. Það er þeirra heilaga borg. Já, ef að ég væri einn af Mayaþjóðinni, þá myndi ég berjast meðan lífið entist heldur en að leyfa nokkrum kynflokki að koma hér inn. Það má drottinn vita að ég vildi gera það.” Við vörðum öllum deginum í það að horfa í kíkimum niður þangað, og reyna að fræðast og las bæn sína, og reis svo á fætur. Og þá um venjur þeirra og athafnir. Við sáum karla 3. KAPfTULI. Eg vaknaði fyrstur þeirra um morguninn, og nokkrar mínútur lá ég þar vakandi, og var að hugsa um það, hrað lítið hefði okkur orðið á- gegnt af erindinu. Úrið mitt sagði mér að klukkan væri orðin, átta, og að dagsljós væri komið úti fyrir hellinum; og reis ég því á fætur og gekk til Benny, sem svaf svo fast sem dauð- særi góður tími til þess að taka stjörnuhæð. Eg orðin átta og dagsljós komið úti fyrir, og þetta væri góður tími til þess að taka stjörnhæð. Eg fór að þukla eftir rafurmagnsblysinu mínu, og er ég fann það, snéri ég ljósinu á, og steig yfir Benny, sem lá þar eins og dauður maður og gekk út að aðalinnganginum, en þá rak ég mig á eitthvað sem vakti mig betur en nokkuð ann- að í veröldinni. En það var hið stóra bronz- hlið, sem við vissum af, en héldum að væri blokkað upp. Nú var það fallið niður, og við vórum þarna lokaðir inni, og höfðum enga von um útkomu. Inngangurinn að hellinum, sem við sáum í gegnum hinar sveru grindur var ljómandi í sólarljósinu. En í fjarska skein eyjan í ljóma miklum, og var hún skrydd pýramída sínum, og hvítri kórónu, á hinu háa musteri. En allt var þetta eins og við höfðum séð það áður. Við gátum ekki séð neitt sem við þyrftum að óttast, annað en stóra hliðið. Engann varðmann sá um við. Eg flýtti mér nú þangað sem ég hafði skil. ið við félaga mína sofandi, og vakti þá Wardrop og Benny, og kveikti á litlu luktinni okkar. “Hvað gengur að?” spurði Wardrop. “Hvað gengur að? Ekkert nema það að stóra hliðið hefir fallið niður, og við erum fang- ar hér inni, og höfum enga von um að geta komist út.” “Oh, er það nú allt? Er þá nokkur að gæta þess,” spurði hann svo, rétt eins og hann væri að spyrja um það, hvað við myndum fá að borða um morguninn. “Ekki sé ég neinn,” svaraði ég stuttlega. “Jæja,” sagði hann, og reisti nú upp þessa miklu lengd sína, sex fet og fjóra þuml., og seild- ist eftir skónum sínum þar sem hann sat, en svo kallaði hann: “Benny þorparinn þinn: farðu og sæktu mér vatn til þess að þvo mér úr. Hversvegna stendur þú þama og glápir út í loftið? Það er ekki kominn heimsendir ennþá. Eg verð að þvo mér eins og ég er vanur.” Benny brosti nú og hvarf svo snöggvast, og kom með skál stóra fulla af vatni, og staklc Wardrop höfðinu ofan í skálina, og þurkaði sér Mér fannst vera komin tími til þess og Hliðið, eða grindin var niðri, og var með öllu óhreifanlegt, því að það var mörg tonn á þyngd. En sólin skein eins og hún var vön, og engan mann gátum við séð þar á verði. Við athuguðum nú hliðið vand- lega. “Náttúrlega hefir hliðinu verið hleypt niður af manna höndum; það getur ekki hafa dott- ið. En mig furðar mest á því, að við skyldum ekki hafa vaknað við það, þegar það kom nið- ur. Og þú sefur æfinlega svo laust Hinrik, þó að hann Benny sofi eins og köttur. En fyrir mér liggur nú sú spurning, hvort þeir sem hleyptu hliðinu niður, hafi haft nokkra vitneskj u um það, hvort við værum hér eða ekki.” “Eg get ekki séð hvaða þýðingu það hefir fyrir okkur, hvort þeir hafa gert það eða ekki,” svaraði ég. “Við vitum það báðir að þessum vélaútbúnaði er stjórna^i úr vélagöngunum, á efri loftunum, en þangað getum við ekki kom- ist og ekkert við það gert. Og svo vitum við líka að hellirinn endar á brúninni á hyldýpis- gjánni, sem er eitthvað 3 eða 4 hundruð feta djúp, og væri þar fullerfitt að fara niður, þó maður hefði vindu og kaðal til að síga á. Já, hvað eigum við að gera?” ( “Já, það veit ég ekki,” sagði Wardrop. “En þegar við komum hingað, þá vissum við hverju við ættum að mæita. Og nú erum við hingað komnir, og ef við sjáum engin ráð til þess að komast hjálparlaust út, þá verðum við að sjá varðmanninn, og reyna á einhvem hátt að kom- ast út fyrir hans hjálp. En það fyrsta sem við þyrftum að gera er það að fá eitthvað að éta. Eg er æfinlega betri að hugsa þegar ég er saddur, heldur en þegar ég er svangur.” Við snérum nú aftur til skútans, þar sem við höfðum matarruslið, og hituðum kjöt í blikkdósum, og kaffi á spíritusstó, sem við höfð- um þar. Var því öllu lokið þegar varðmaður- inn kom aftur úr hinni daglegu ferð sinni, um þessi fjallagöng. Hann leit ekki einu sinni þangað, sem hliðið var, en slökti á luktinni sinni, og fór svo inn í varðhúsið, og kom svo út aftur og hélt eftir veginum, raulandi einhvern söng sem hann kunni. “Allir tilburðir manns þessa sannfæra mig um það,” sagði Wardrop, “að hliðinu hefir ekki verið hleypt niður, okkar vegna, heldur hefir einhverjum fundist það réttara, að láta það vera lokað. Og hvað það snertir, þá er öllu óhætt. Eða hvað heldur þú?” “Jú, ég er á sömu skoðun,” mælti ég. “En nú er spurningin þessi: Getum við fundið nokk- urn veg til þess, að opna það,‘ eða komast yfir það, eða fara öðruhvoru megin við það?” “Jæja, við höfum allan daginn til þess að reyna það,” sagði Wardrop; “og Benny getur klifrað eins og api; hann myndi geta klifrast yfir hæðstu kirkjuturna.” Beni Hassan brosti nú, og sagði að hann gæti þægilega klifrast upp á hliðið, þó að það væri hærra en fjöllin í tunglinu. “Jæja, farðu þá að klifra,” sagði ég, og undireins tók hann af sér stígvélin, og fór úr öllum fötum nema nærfötunum, stökk svo upp í grindina, og náði þar í þverslá, og dró sig upp á hana, og svo einlægt hærra og hærra. En við og við varð hann að hvíla sig á þverslán- um, en óðara var hann kominn á stað aftur. Hann spýtti í lófa sér við og við, og hvíldi sig aldrei lengi. Og það var eins og allur líkami hans væri eintóm liðamót, og sinar og vöðvar. Við stóðum þarna niðri og horfðum undrandi á hann, þangað til hann var kominn upp á þakið, sem var víst 60 fet frá jöröu, en þá fór hann til hliðar og tók upp rafmagnaða kyndilinn sinn, til að lýsa sér. “Finnur þú nokkuð þarna?” kallaði War- drop. “Ekki ennþá herra minn,” kallaði Benny á arabisku. Það veit hinn heilagi Allah, að þetta lítur ekki vel út,” og skreið nú eftir mæn- irnum fet fyrir fet, og skoðaði sig vandlega um. En vonir okkar mínkuðu við hvert fet sem hann skreið áfram. Og loks hurfu þær alveg, þegar hann var kominn mænirinn á enda og stansaði þar stundarkora, og fór svo, að oss virtist, nauð- ugur að halda niður. Við þurftum ekki að spyrja hann þegar hann var loksins kominn niður og stóð hjá okkur blásandi á gólfinu, og var að núa hendur sínar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.