Heimskringla - 18.07.1928, Síða 6

Heimskringla - 18.07.1928, Síða 6
I. BIiAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. JÚNÍ 1928 Fjársjóða- hellrarnir. 'i Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. Það voru þar steinbekkir hér og hvar, handa þeim sem þurftu að bíða þar, og stein- borð var í miðju herberginu, og jámdyr voru þar á enda herbergisins. Þar stóð maður einn, ákaflega tignarlega búinn, að villumanna sið. I hendi sér hélt hann á staf og var nafn guðsins, sem við vorum famir að verða svo kunnugir, letrað á húninn. Fylgdarmaður okkar hneigði sig fyrir honum niður að gólfi og breiddi út báðar hendur, og beið þannig þangað til hinn hátíðaklæddi prestur sagúi honum að bíða sín í fordyrunum þangað til hann fengi frekari skipanir. En svo snéri hann sér að okkur, og sagði á spönsku: “Fylgið mér, herrar mínir.” Við höfðum búist við því að sjá þar hirð mikla af prestum, ráðunautum þeirra og vandamönnum höfðingjanna, en ég er efins um það, að nokkur okkar hafi getað ímynd- að sér það, sem nú bar oss fyrir augu, er vér komum inn. Við komum þar inn í voðalega stóra höll, háa og víða. Var loftið uppi yf- ir höfðum vorum allt útskorið með stórfeld- um myndum, og stóðu risavaxnar myndir undir hvelfingunni, því að hvelfing þessi hin mikia, var há í miðjunni, en gekk niður bæði til hliða og stafna, og þar stóðu hinar tröil- auknu myndir, undir henni á alla vegu. Var hver mynd eður líkneski um 40 fet á hæð, en að tölunni voru þarna margir tugir staða þess ara. En í miðju herbergi þessu var mynd af hinum heilaga guði þeirra, Icopan, og sat hann á stól, eins og hið tröllstóra líkneski í musterinu. Virtist líkneski þetta vera af málmi, og var annað hvort þykk húð af gulii utan á því, eða það var allt gert af skíru gulli eins og myndin sem átti að gæta fjár- hirzlanna, sem við áður höfðum brotist inn í. Augu myndarinnar voru gimsteinar tveir, stórir, og voru þeir svo dásamlega vel sett- ir í augnatóptimar, og störðu á oss, er vér gengum til og frá. En ekki var þar nema ■eitt ljós í enda herbergisins, og urðu augu vor að venjast við birtuna áður en að við gæt- um vel greint það, sem inni var. En and- .spænis okkur sátu tveir tugir manna, óhreyfan :legir, og voru klæði þeirra mjög tiguleg, en þó hálf villimannleg. En svipur þeirra var þannig að ef þeir hefðu stokkið upp, og ráð. ist á móti okkur, grenjandí af reiði, þá hefði okkur þótt fullilt að mæta þeim. En þessi dauðaþögn þeirra var líka voðaleg. En víð vorum svo langt frá þeim, að við gátum ó- gjörla séð andlit þeirra; en það gátum við þó séð, að meiri hluti þeirra voru hvítskeggjaðir menn, sem benti á það, að Mayaþjóðin hafði þá skoðun, að maðurinn yrði vitrari með aldrinum, eða þá að vegurinn til mikilmensku, væri langur og erfiður. “En því halda þeir ekki áfram með það,” hvíslaði ég að Wardrop; en hann svaraði: “Þeir eru að bíða eftir einhverju. Hvað 'er þetta þarna í myrkrinu, við fætur guðs- ins?” Eg leit þangað og sá þar einhvem hvít- an blett eða hrúgu, en svo hreifðist það og varð að mannsmynd, sem kraup á knén, eins og hún væri að biðja fyrir sér, og reis svo hægt á fætur, og hneigði sig svo djúpt fyrir líkneskinu, og snéri svo einlhverri vél í því, en á sama augnabliki varð allt herbergið ljóm- andi af ijósum. Urðum við steinhissa að sjá þetta því þarna glóðu geislarnir á glampandi herklæðum og gulli því, sem skreytti þau. En svo sáum við líka að veggirnir á milli myndanna voru allir útskornir með helgirún- um, og á veggnum sem næst okkur var virt ust rúnirnar vera nýlega skomar, og var þar næst steinninn, óskorinn og sléttur, og grár, sem annað grjót. “Þetta eru úrskubðir þeirra og dómar, skomið á bjargið,” sagði Wardrop; en ég var svo sokkinn niður í það, að virða fyrir mér andlit manna þessara, sem myndu gera út um <örlög okkar, að ég hafði engan huga á þessu, sem þeir höfðu ritað á steininn, eða réttara bjargið. Og sannarlega var það sem við sáum allt. annað en hughreystandi. Og þegar ég leit frá einum til annars, þá sá ég ekki hjá nein- um þeirra vott um meðaumkun, eða miskunn- semi; út úr hverju andliti skei* ilskan og miskunarlaust hatur. Presturinn var öini' maðurinn sem klæddur var hvítum kjól, og hafði hann legið á grúfu frammi fyrir líkn- eskinu, en nú snéri hann sér að okkur og brá mér við og gleypti hveljur, er ég sá að mað- urinn var Ixtual. Flaug þá vonarneisti í huga mér, þó ég sæi nú fyrst að ég hafði aldrei skilið hann, og ekki komið nærri hugs- unum hans. En þá kom mér til hugar að einu sinni hafði hann tekið í hönd mér, og vináttan skein iþá úr augum hans, er hann sagði: “Hugsanir okkar eru ólíkar, og trú okk- ar er ólík, og hyldýpisgjá á milli okkar. En það verð ég þó að segja þér, að þú ert heið- arlegur maður, sem þekkir ekki svik eða pretti.” Og einhvernveginn fór ég nú að vona, að hann myndi hafa þessa skoðun, og beita valdi sínu til þess, og hjálpa okkur, þegar við þurftum þess svo sárlega við. En þó ég liti í andiit honum þá gat ég ekert séð þar ann- að en alvöru og ósveigjanlegt áform. “Frammi fyrir yður, þér Mayaprestar standa nú þeir, sem brotist hafa inn í hina heiiögu borg,” sagði hann; ekki með háum rómi, en með djúpri röddu, sem smaug í gegn um hellrana, þessa hellra sem ég efast ekki um, að höfðu verið fórnarstaður margra manna, sem höfðu óefað verið miklu saklaus- ari en við vorum. Og stundum kemur mér til hugar að undrast yfir því, hvort það fylgi hjátrú innfæddra maínna í Mið-Afríku, að svæðið eða bletturinn, þar sem sorgarleikurinn fer fram, verði gagnsýrður af sorgarleik þess- um, svo að honum fylgi þessi skelfing til eilífðar. Var það þessvegna að mér kom snöggvast til hugar, myndin af grátandi stúlkum, sem voru svo ungar að þær voru börn að aldri, og voru bundnar hörðum böndum á altarinu frammi fyrir líkneskinu af guðinum. Icopan; en uppi yfir þeim stóðu æstir og grimmir prestar með uppreiddann sláturhníf- in í höndum. Þetta getur vel verið, því ég held að ég hafi tapað af sumum orðunum. sem Ixtual sagði á Mayatungumáli, sem þeir ætluðust ekki til að við skildum. En ég náði aftur því, sem hann sagði þar á eftir: “Og þessvegna heimtar kynflokkur okk- ar og hagsmunir, sem ættu að standa ofar kærleika, eða hagsmuna eða nokkurra ann- ara hvata, að þér skulið sjálfir gera út um afdrif þessara manna. Æðsti presturinn, Manco, mun nú segja yður allt það sem vér vitum um þá.” Ixtuai stansaði nú, krosslagði hendurnar á brjóst sér, og hallaði sér aftur að fótpallinl um, og festi augun á gólfið, en ekki hafði hann litið til okkar. Nú reis hans hátign Manco, upp, og gekk mjög alvarlega inn á gólfið mitt, hneigði sig fyrir myndinni af Icopan, rétt eins og hann kallaði hann til vitnis um framburð sinn, og sagði með fagurri röddu, stillilega frá því, sem við vissum þá þegar, hvernig hefði kom- ist upp um okkur. En þegar hann var bú- inn að skýra frá því, þá stansaði hann snöggvast og sagði, mér til mikillar undrun- ar: “Eg hef talað við þessa menn, og er því fær um að fella dóm í máiinu, þar sem ég hef lifað með þeim. Og því segi ég yður nú þetta: að þeir hafa ekkert illt í huga til ykk- ar. Þessi hinn mikli maður er lærður vel, af göfugum ættum, hugsunarríkur, og vel mentaður maður. Væri hann af okkar þjóð- flokki þá myndum vér virða hann og elska. Eg þættist vera lánsmaður ef ég gæti kallað hann vin minn. En hinn minni maður, sem hreyfist h'kt og hinn svarti jaguar, er maður sem er kunnugur hinum viltu óbyggðum. Hann hefir barist við menn og dýr og veit ekki hvað ótti er. Hann hefði getað verið hermaður og ég efast ekki um, að hann hefði verið hraustur og úrræðagóður. Hann er góður að vinna með heilanum, og fljótur að hugsa þó að hann hugsi ekki djúpt, en er laus við ást og hatur. Menn óttast hann fyrir það, að hann er bæði fljótur og skarpur að hugsa. Og hann er maður sem myndi haida loforð sín, þó að það kostaði hanrt lífið, ef að hann hefði lofað einhverjum einu eður öðru. Stóri maðurinn myndi gera hið sama. Hann myndi aldrei rjúfa loforð sín, þó að það kostaði iíf hans. Liðlegi dökki maðurinn er hermaður úr eyðimörkinni, sem lifir fyrir það eitt að þjóna trölivaxna manninum, sem er húsbóndi hans. Hann er voðalegur, sem viitur úlfur, og engu miskunnsamari, en hann hlýðir stóra manninum, rétt eins og hann væri hin hægri hönd hans. En nú vil ég segja yður það, að þessir þrír menn vita of mikið, og þeir mega ekki sleppa frá okkur. Þeir hafa neitað að gangast undir lög vor, og vera hér með oss það sem eftir er æfi þeirra. og trúbrögð okkar. Þetta er allt það sem ég get sagt ykkur, prestar góðir.” Hann settist nú niður, og var varla sezt ur, þegar maður einn stökk á fætur, sem óð- ur væri, eða eins og hann hefði ekki getað haldið þolinmæði sinni í skefjum. Var nef hans stórt sem á fállca, hoiar kinnar og grimd arleg augu, og skein hatrið úr þeim — “En hversvegna erum vér þá að eyða tímanum í þetta starf? Erum við af Maya- þjóðinni, eða erum við orðnir ættlerar hennar, og þorum ekki að taka til starfa? Það er aðeins um eitt að gera. Þessir menn hafa orðið kunnugir leyndadómum vorum, og þeir verða að deyja! Eg heimta dauða þeirra— núna — undireins.” Hann hefði vafalaust haldið áfram ef ao Manco hefði ekki tekið í strenginn og skír- skotað málinu til Ixtual, sem greip fram í fyrir honum og sagði, ofur rólega, rétt eins og dómari fyrir rétti: “Ilans hátign Manco, ætlar að tala meira um þetta.” “Eg er presturinn sem hefði átt að á- kæra þessa menn, og ég hef aldrei sagt að þeir hafi verið að hnýsast inn í leyndarmál okkar,” sagði Manco. “En hvernig komu þeir þá hingað?” spurði maðurinn sem vildi hafa líf okkar. “Þeir hafa rekist hingað héld ég, rétt eins og menn rekast um alla jörðina,” sagði Manco, ofur rólega. “Að grafa upp leyndar dóma ber vott um vondar hvatir og áform, en mér vitanlega höfðu menn þessir engin vond áform, þegar þeir fyrst komu til lands þessa.” “Það,” sagði þá ræðumaðurinn, “breytir ekki vitundar ögn þessu máli. Það þarf ekki aðra ástæðu en þá, að þeir eru hér, og neita að ganga að þeim einu kostum, sem þeim bjóðast. Það er alveg nóg — þeir verða að deyja. Eg krefst þess, að það sé gert út um það nú þegar.” Hann sletti sér nú aftur í sætið, og mað- urinn sem næstur honum sat, reis á fætur, og var hann æstur, sem félagi hans, og heimtaði að við værum af lífi teknir. Svo kom hver á fætur öðrum, þangað til sjö höfðu staðið upp og heimtað aftöku vora, og fór okkur nú að lítast illa á, því að einlægt varð útlitið verra og verra. En þá stóð loksins upp æru- verður gamall maður, og sagði: “Það gerir minnst til hvað menn kunna að hugsa hér,” sagði hann ofur rólega; “því að ég er orðinn of gamall til að fara eftir nokkru öðru en minni eigin samvizku, og því sem hún segir mér; og hún gefur mér þá að- vörun, að Mayaþjóðin sem við erum að stofna, getur aldrei þroska fengið, ef að grunnurinn sem hún er byggð á, er ataður með saklausu blóði. Og ég lýsi yfir þeirri skoðun minni, að menn þessir séu saklausir af því, að hafa komið hingað í illum tilgangi. Mér þykir það leitt að þeir vilja ekki ganga í félag vort af fúsum vilja, og hjálpa oss með viti 1 því og fróðleik sem þeir hafa iært í heimi þeim sem flestir af oss þekkja ekkert til. Og þess vegna hryggir það mig, að ég neyðist til að leggja það til, að þeim sé haldið hér sem föngum, það sem eftir er æífi þeirra; en æfi þeirra hjá oss verður eftir því hvernig þeir hegða sér hjá oss. En blóðsúthellingu er ég algerlega mótfallinn. Dagar blóðfórnanna eru um garð gengnir.” En nú heyrðist hreyfing, og kom þar fram annar maður, gamall og göfugur, og mælti með lífi voru, og á eftir honum reis upp hver maðurinn á eftir öðrum þangað til að þeir voru orðnir sex, og allir voru þeir prestar. Eg fór nú að verða vonbetri, og leit til Wardrops, sem sat þar hreyfingarlaus, eins og hann hefði ekki skilið eitt einasta orð af því sem fram fór, og frá honum leit ég til Beni Hass- an, sem horfði hinum tinnusvörtu augum sín- um hingað og þangað, þar sem mennirnir voru að pískra saman um það, hvort þeir ættu að drepa okkur nú þegar, eða láta okkur lifa. Átján menn af þeim tuttugu og tveimur, sem í herberginu voru höfðu nú greitt at- kvæði og voru atkvæðin jöfn. Þenslan á taugum mannanna varð nú harðari og harð. ari. Stóð þá upp prestur einn hökulskrýdd ur og sagði: “Dauðann skulu þeir hijóta. Þá er okk- ur óhætt; ekkert annað dugar,” og settist svo niður aftur. Tuttugasti maðurinn beið stund nokkra áður en hann reis upp og krosslagði armana á brjósti sér, og var að hugsa. En þá fóru hinir að ókyrrast og störðu á hann, eins og þeir vildu láta hann flýta sér, og loks fór hann að hreyfa sig. — En þá heyrðist rödd úr enda herbergisins, svo grimdarleg og reiðileg að við fangarnir hrukkum við í sætum okkar og stóðum upp. “Hvað á þetta að þýða,” sagði röddin; “Hvenær hefir það verið byrjað að Mayaþjóð- in skuli afgera um líf og dauða, og hinir æðstu prestar hennar, án þess að ráðgast um það við æðsta prestinn, máisvara og munn hins mikla og volduga guðs þeirra, Ico- pan?” Og nú opnaðist veggurinn og prestunum til mikillar undrunar gekk þar inn doktor Mor gano, í skrautlegum búningi og nam staðar frammi fyrir myndinni af Icopan og stóð þar, og sindraði reiðin úr augum hans, en annari hendi héit hann á lofti og benti á þá sem stóðu þarna í kringum Ixtual. En hægt og hægt reikuðu augu hans frá einum til annars, þangað til hann festi þau á Ixtual, sem stóð þar sem höggdofa, en skjótlega sigu herðar hans, og stóð hann þar sem steini lostinn, og lyfti upp annari hendinni, rétt eins og hann ætlaði að verja andlit sitt fyrir hnefahöggi. “Það ert þú Ixtual, sem ert valdur að þessu. Hvaða vitfirring hefir gripið þig að leyfa það, að hið æðsta ráð þjóðar vorrar kæmi hér saman, í þessu herbergi, án þess að ráðgast um það við mig?” Nú þagði hann stundarkorn og beið svars. En þegar Ixtual svaraði ekki, þá sagði hann í köldum en áhrifamiklum róm: “Gættu þín, sonur sæll, að ég svifti þig ekki tign þeirri, sem ég gaf þér.” En nú varð Ixtual svo liræddur að hann kraup á kné og beygði höfuðið niður til að biðja um grið og miskunn þenna skrúðklædda mann, sem ég sá nú að var enginn annar en Morgano, sem ég var búinn að þekkja svo lengi, en nú var skrýddur svo mikilli tign sem furstar hinir mestu. Hin stóru dökku augu Ixtuals einblíndu lengi á hann þangað til Morgano sagði með. nýjum myndugleika- róm í röddinni: “Rístu nú á fætur; ég skal hugsa um flónsku þína síðar.” En svo, okkur til mikillar undrunar, steig hann þrjú eða fjögur skref áfram, skjálfandi af reiði, og benti með vísifingrinum á æðsta prestinn, sem liafði heimtað að við værum drepnir, og nam staðar frammi fyrir honum, orðlaus af reiði, og snéri sér svo að prest- inum við endann á sal þessum, og kallaði til hans: “Láttu vörðinn vera viðbúinn. Þeir eiga að taka á móti Juarno, sem hefir verið æðsti prestur, og gætti hinnar heilögu eyjar, en nú er hann óbreyttur Juarno, og hefir tapað tign sinni og frelsi, og verður liaidinn sem fangi þangað til ég hef tíma til að íhuga mál hans. Burt með þig blóðhundur! Burt með þið áður en ég gleymi mér, og kalla á reiði guðanna, að slá þig dauðann þarna sem þú stendur.” En trúarhetjan Juarno, sem hafði verið svo æstur, að heimta dauðadóm yfir öðrum, varð nú að skríðandi, flaðrandi ræfli, og svo var hann hræddur, að kné hans skulfu, svo að hann gat varla staðið, er hann gekk til dyranna, og í gegnum þær. En þegar út- úr dyrunum kom, heyrðum við rödd yfir- mannsins segja fyrir utan: “Kondu þessa leiðina Juarno.” Og, “varðmenn 4 gangi á undan, og 4 á eftir.. Hana, farið nú á stað.” Svo lokuðust dyrnar á herberginu, og vor um við þá einir og biðum þar þegjandi. Fannst okkur sem þögn sú ætlaði engan enda að taka, og fór mig að undra hvað þessi undar legi vísindamaður, Morgano myndi nú gera næst. Og það var eins og ég flyti á dufli ánægjunnar og sigursins. Það lííktist því sem ég hefði unnið persónulegan sigur á ó- vinum mínum. En þá leit hann til okkar, þessi maður sem við höfðum þekkt sem Mlorgano, leit til okkar í fyrsta sinni, og fór þá einhver undarlegur hrollur' um mig, rétt eins og örlög vor væru undir þessum augum komin. Það var eins og ég hefði aldrei séð þessi augu áður fyrri. Það voru augu ó- kunnugs manns sem ég hafði aldrei séð fyr, og augu hans litu yfir okkur, hvern á eftir öðrum, og lögðu gjörðir okkar á vog og drógu af þeim ályktanir. Kyrðin yfir öllu var nú ákaflega þung. Það var eins og mennirnir væru dáleiddir af einhverri undrasjón, óskýr- anlegri. Og maðurinn sem við höfðum þekkt með nafninu Morgano, var nú orðinn æðsti prestur menningarþjóðax, sem hafði verið þrælkuð og kúguð, og tætt í sundur í meir en þúsund ár, og hann, þessi maður, virtist taka okkur sem vinum sínum, og sáum við lík- ama hans kippast saman, en svo lyfti hann hendinni, og strauk henni um enni sér, eins og hann væri að reyna að muna eftir ein- hverju sem hann hafði gleymt; en svo lét hann hendina falla niður, eins og í örvæntingu, og talaði rétt eins og vél ein, lágt og hvíslandi. En hvísl hans hljómaði hátt í bergmáli þessa hins mikla sals sem við sátum í.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.