Heimskringla - 18.07.1928, Síða 7

Heimskringla - 18.07.1928, Síða 7
WINNIPEG 18. JÚNÍ 1928 HEIMSK.RINGLA 7. BLAÐSÍÐA Einkennilegar aðfarir Einkennilegjar aðfarir eru gerSir þessa 20. manna “félags” sem kusu sig sjálfir til aS standa fyrir heim- feröarmáli Islendinga hér, til undir- búnings á hátíöina 1930, í mótþróa viö heimfararnefndina, sem kosin var af Þjóöræknisfélaginu, sem sam- an stendur af sameinuöum Isl. allra sveita og hygða landsins hér.. Sem hvert sendir sína fulltrúa á sameiningi ar fund hér til að ræöa og ráöa fram úr öllum starfsmálum Þjóðræknis- félagsins. Þess nefnd var því rétti lega kosin af 600 manns í félaginu, eða fulltrúum sem representa Islend- inga í öllum sveitum Canada, eöa sama sem. Enda þótt þing félags- manna réði valinu, og útnefndi menn úr sínum hópi til þess að starfa að undirbúningi heimfararinnar. Svo koma þessir menn fram og kjósa sjálfa sig, án nokkurs fundar- boðs, með lítilsvirðingu og niður- læginlgar getsakir um tilgang og starfa nefndarinnar. Bregða nefnd- armönnum um rangar starfsaðferðir í öllu, og tortryggia þá. Hvað veldur þessu? Hverjir eða hver var upphafsmaður að þessu? Það má fara nærri um það; einhver einn eða fleiri, sem ekki vilja lifa sig út úr 16—17 aldar ofurvalds afturhaldi þess tíma; mótstæðir öllum skynsam- legum hugsunum, sem þoka spor á- fram til meiri þekkingar, víðtækari skilnings, og frjálsræðis, og bróður- legrar mannúðar. Þeir vilja halda öllum löndum undir sínum yfirráðum ef gætu. Enginn má hugsa, skynj i né skilja neitt, fram yfir það tak- mark, né starfa neitt þarflegt and- stætt því. Þeir menn eru blindir fyrir framrásar breytingum tímans, samhliða meðfylgiandi víðtækari, sannri þekking, sem beita öllu afli sem þeir geta til að viðhalda að mestu eða öllu leyti fyrri aldar regl- um við, framförum og mannfélag- inu til tjóns og tafar. Nefndin skipaði þessa menn, seg- ir í Lögbergi 28. þ. m. Þar eru 19 undirskrifaðir. Undir fundarboðið voru 15 skrifaðir. Það er: hver þeirra kaus sig sjálfur. Hinir 4 líklega a^eins til að fá leiðtaga tit- ilinn hjá hinum, sem kalla sig bezttt leiðtoga Islendinga hér. Allt þetta moldviðrisrok er gjörræð is ómannleg árás á a!la nefndarmenn, sem enginn þeirra verðskuldar; að fá þær tortryggingar getsakir á sig, að þeir hafi leitað stjórnarstyrks eingöngu fyrir sjálfa sig, til að leika sér heima, ag þeir hefðu ekki vit á verkinu. Eg álít meiri vitmenn í nefncfinni en eru í flokk hinna sjálf- boða. Að minnsta kosti bendir stefna og starfi á að svo sé. Á bak við aðfarir siálfboða er skynhelgi eins eða fleiri manna, sem dr. Brandson játar sig vera foringja að, sem ég á bágt með að skilja. Orsökin er leynd á bak við: andróður móti einstakl., sérstaklega séra R. Péturssyni. Það vottar bezt spena- grein Bergmans. Isl.! látið þá sigla eina á samningslinu þeirra. Styrkið allir heimfararnefndina. Landar eru búnir að leggja starfa sinn hér til lands yfir 50 ár og leggja til miljónir af framleiðslu sinni til uppbyggingar landinu og til þjóð- myndunar. Það er því sú bezta auglýsing að gefa þetta lítilræði sem vott í virðingar og þakklætisskyní fyrir vel tinnið starf vorra lamda, sem sest hafa hér að. Það gefur tilkynningu öðrum þjóðum að Cana- öa-stjörnendur virða vel unnið starf innflytjenda, sem setjast að í landinu. tMeira: ef sambandsstjórn Canada sæi sóma sinn, ætti hún að senda stjórn Islands veglega gjöf við þetta merka, sjaldigæfa tækifæri. Það væri ósæmilega ranglátt, ef nokkur færi heim til að ginna fólk að heiman hingað. — Það væri hegningarvert. En myndu nokkrir vera líklegri til að gera það en sum- ir þessir sjálfkosnu? Sumir af þeim vortt í 30 manna flokksnefnd- inni um árið með tilraun til að bylta II. Hafstein frá völdum, og koma Isl. undir England. —S. V. Frá Islandi. Utan af landi. Isafirði 4. júní F. B. Stærri bátar hafa fengið uppgripa- afla nálægt Horni síðustu daga. Tog- arar afla rniður. Tún jafnvel spröttin í sýslunni og oft áður í júlíbyrjun. Látin í gærdag frít Hólmfr'iður Pétursdóttir, kona Jóhannesar Stef- ánssonar, á áttræðis aldri. Enn- fremur fyrir skömmu látinn Halldór Bernharðsson, Vöðlum í Onundar- firði, faðir Jóns Halldórssonar tré- smiðameistara í Reykjavík og þeirra systkina. Hann var á niræðisaldri. Iðnaðarmannafélag Isfirðinga hélt j 40 ára afmæli félagsins á laugardag- inn með samsæti félagsmanna. Seyðisfirði 6. júni F. B. Síldarvart. Átta strokkar veidd ust í fyrrinótt á Þórarinsstaðaeyrum i lagnet. Góður afli á nýja beitu. Faxi kom inn með litinn afla, 7 tunn ur lifrar og 60 hákarla. — Gróðrar- tíð. Borgarnesi 6. júní F. B. iSúlan lenti nálægt ökrum (á Akra- ósi) í nótt kl.'12, vegna yélbilunar. Vélin verður sótt af mótorbát úr Reykjavík í dag. Gróðrartíð. Vætulítið undanfar- ið, en úrkoma var um helgina og fleygði þá fram gróðri. Er spretta i bezta lagi og búast menn við, að túnasláttur byrji um 20. þ. m. 28 lifandi refir hafa verið fluttir héðan til útlanda 4 fvrstu mánuði þessa árs og er verð þeirra talið 7000 krónur, að því er segir í “Hagtíðindum.” — A sama tíma í fyrra voru fluttir út 13 lif- andi refir, ag var verð þeirra 1740 krónur. Stykkishólmi 7. júní F.B. Tiðarfar rnjög hagstættj. Spretta ágæt. Má heita, að alstaðar, þar sem til spyrst, hér nærlendis, sé kominn Jónsmessugróður. —I Dölurn voru miklir vorþurkar, og brendist af túnum sumstaðar, en þegar úrkomur komu, tók jörð strax stakkaskiftum, og mun spretta yfirleitt í góðu lagi, einnig í Dölurn. Afli góður á þilskippin. Heiisufar ágætt, eftir því sem vit- að verður. Dansk-íslensk ráðgjafarncfnd. Fundir nefndarinnar hefjast hér í bænum eftir helgina. Dönsku nefnd armennirnir, þeir Arup prófessor, Borgbjepg fyrv. ráðherra, Kragh ráðherra og Hendriksen fólksþingis maður, eru væntanlegir hingað á Is- landi í fyrramálið. FyrirlcStur um Island. ætlar hr. Rudólf K. Kinsky að flytja í útvarp í Vínarborg á morg- un, sunnudag, kl. 6 síðdegis. Erind- ið heitir “Islands Nafur- und Menschenwælt” og verður flutt að tilmælum félagsins Die Wiener Rad- io-Gesellschaft. Menja sokkin — skipverjar bjargast. Botnvörpuskipið Menja sökk kl. 4 í nótt vestur á Halamiði. Skip- verjar björguðust allir og komust í Imperialist, en síðar tók Surprise við þeim og kemur með þá til Hafnar- fjarðar í nótt. östöðvandi leki hafði komið að skipinu allt í einu, en að öðru leyti er ókunnuigf um þetta slys. Menja var eign hlutafélags hér í bænum Skipstjóri var Kolbeinn Þorsteins- son. Þjórsá 8. júní F. B. Tíðarfar ágætt undanfarið, en menn kvarta almennt undan of mikl- um þurkum. Útlit með sprettu er þó ágætt á túnum og valllendi, en miður á mýrum. Yfirleitt má telja að kominn sé Jónsmessugróður. Sauðburður gekk ágætlega hér eystra. Heilsufar gott. Keflavík 8. júní F. B. Tíðarfar gott og ágætis fiskþurk- ur. Fimm bátar komu að í gær og fyrradag, en höfðu enga sild feng- ið, og þvi ekkert aflað. Einn bátur hefir farið tvær ferðir til skerjanna við Eldev og aflað vel. Tveir bát- ar farnir norður til fiskiveiða og 2— 3 í undirbúningi að fara. Skálholti 8. júní F. B. Blíðviðri, sólskin og þurkar und- anfarið. Spretta gó.ð, en framfarir heldur litlar vegna þurka. • Raklend tún ágætlega sprottinn. Næturfrost hafa verið allt til þessa, en afar mikl- ir hitar á daginn, svo þess er ekki dæmi síðan 1907, en þó seinna á vorinu. —iSIáttur mun vart byrja hér fyrr en í fyrsta lagi viku fyrr en vanalega. Fyrir nokkru var byrjað að grafa fyrir skólabyggingunni á Laugar- vatni. Siglufirði 8. júní F. B. Fiskiafli góður, 8—12 skipd, á bát. Ovenjumíkil hafsíidarveiði, meðal- afli 30—40 tunnur á bát,— Fremur köld veðrátta. —Nýlega er tekið ti! starfa kúabú, er bærinn rekur með 22 kúm. 1 dönskum blöðum. Þann 17. f.m. birtist skeyti frá Helsingfors þar sem Tryggvi Þór- hallsson, forsætisráðherra, er talinn meðal þeirra Dana, sem forseti Finn- lands sæmdi heiðursmerkjum. — I tilefni af þessu hefir sendiherrasveit Danmerkur bent hlutaðeigendum á að ástæða væri til þess að sjá um, að slíkar villandi frásagnir kæmi eigi fyrir. Hefir sendisveitin feng t'ð eftirfarandi upplýsingar í málinu Siímskeyti það sem hér um ræðir, var réttastofuskeyti til Ritzau’s frétta stofu í Kaupmannahöfn, og afgreiddi fréttastofan skeytið óbreytt til blað- anna, en blöðin hafa eigi gætt þess, að leiðrétta hina miður heppilegu frásögn. Ritzau’s fréttastofu hefir verið bent á mísfellur þessar. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að hér getur eigi verið að ræða um neinn ásetning frá hendi dönsku blaðanna, þar eð þau í írásögnum sínum frá hinum opinberu hátíða- höldum í Finnlandi hafa skýrt greini lega frá því hvernig þar var tekið tillit til þess að Island er sjálfstætt og fullvalda ríki. Getið var um, að þjóðsöngur Islands var leikinn þeg- ar konungur steig á land, að tekið var sérstakt tillit til íslenzku þjóð- arinnar, þegar konungi var heilsað í ræðum forsetans og þakkarávarpi til konungs þegar hann hvarf heim. (Samanber fréttaskeyti sendisveitar- innar þann 16. og 221. f. m.) (Blaðatilkynning frá sendiherra Dana). Grasafcrðin eftir Jónas Hallgrímsson er nýlega (1927) komin út í danskri þýðingu, er gert hefir frú Margrethe Löbner Jörgensen. Heitir sajgan á dönsku “Til Fjælds efter Mos” og er gefin út í sérstökum pésa, ásamt vinsam- lega rituðum og skemtilegum inn- gangsorðum eftir Ólaf skáld Han-- sen. — Frú Margrethe Löbner Jörg- ensen ber mikla ást í brjósti til ís- lenzkra bókmenta, fornra og nýrra, og hefir þýtt hitt og þetta úr bók- mentum vorum á dönsku, vel og smekklega. Margrethe Löbncr JörgcnScn hefir ritað langa grein um hvera- notkun hér á landi í “Modersmaal- et” 21. f. m. Sir William A. Craigie Vísir gat nýlega um hátiðahöld þau, er þá stóðu yfir í Oxford í til- efni af útkomu ensku orðabókarinn- ar miklu. Til viðbótar því, sem þá var sagt, má geta þess, eftir bréfi, sem umboðsmaður Oxford University Press hér hefir fengið, að á afmælis dag Bretakonungs (3. júní) var aðal- ritstjóri orðabókarinnar, W. A. Craigie, prófessor, sæmdur riddara- nafnbót. Auk þess sæmdi Oxford háskóli bæði hann og nokkura fleiri af ritstjórunum doktorsnafnbót (D. Litt.), og dagin eftir varð Sir WiII- iam að fara til Cambridge, til þess að taka þar á móti saida virðingar- merki. Aðrir háskólar höfðu, sem kunnugt er, áður sæmt hann doktors nafnbót. Við veizluhöldin mælti Baldwin forsætisráðherra fyrir minni Si.' Williams og samherja hans, en Sir William svaraði fvrir sína hönd og þeirra. Hið æfagamla og vellauð uga Gullsmiðafélag bar kostnaðinn af veizluhöldunum, en áður hafði það lagt stórfé til orðabókarinnar og kostað algerlega eitt brndi hennar. Vísir árnar hinum góðfræga og víð fræga öðlingi allra heilla í tilefni af þeim heiðri, sem honum hefir verið svo maklega sýndur. Vísindunum og bókmentunum óskar hann þess, að Sir WiIIiams megi enn lengi njóta við, og þá vitanlega helzt að hann eigi enn eftir að skrifa nokkuð um íslenzk fræði, ekki sízt þann þáttinn, sem hann mun fyrir ýmsra hluta sakir vera allra manna færastur um að skrifa, en það eru rimurnar. Þessar árnaðaróskir Sir William og bókmentunum til handa veit Vísir að hann ber fram fyrir munn allra Is- lendinga. Allir biðja þeir Sir WiII- iam lengi lifa. * * * Heimskringlu langar til þess að hnýta hér við hamingjuósk til Sir William’s. Hátíðarsöngvar. F. tí. 11. júní Söngmálastjóri Alþinigishátíðar 1930, Sigfús Einarsson idómkirkju- organleikari, tilkynnir: Undirbún- ingsnefnd Alþingishátíðarinnar hefir, samkvæmt tillögu söngmálanefndar, ályktað, að efnt skuli til tveggja conserta á Þingvöllum 1930, með fornum, innlendum söng og tónsmíð- um íslenzkra höfunda frá síðari tím um. Þar að auki er gert ráð fyrir því, að landskór (karlakór) syngi o. fl. Hefir þriggja manna nefnd verið falið það starf, að taka til verkefni ag búa þau í hendur söng- fólki og hljóðfæraleikurum. I nefnd- inni eru : Isólfsson organleikari .(for- maður), Emil Thoroddsen píanoleik- ari og Þórarinn Jónsson tónskáld. Er nú skorað á þau íslenzk tón- skáld, heima og erlendis, sem eiga í fórum sínum frumsamdar tónsmíð- ar, óprentaðar, að senda sem fyrst formanni nefndarinnar eða söngniála stjóra handrit af þeim lögum sín- um, er þau myndu helzt kjósa, að flutt yrðu á Alþingishátíðinni og til greina geta komið við slíkt tæki- færi. Reykjavík 13. júní. S jötugsafmœli eiga í dag systurnar Herdís og Ólína Andrésdætur og er þeirra minst á öðrum stað í þessu blaði. Margir reiða þeir, sem minnast þeirra með hlýjum hug í dag og árna þeim allra heilla. Borgarnesi 12. júní F.B. Svalviðri undanfarið, sólskin óg þurkar. I morgun hafði verið hvítt af hélu í Þverárhlíð og í gær- morgun var sumstaðar frosið á pollum. Grasi fer lítið fram þessa daganna vegna þurka og kulda. I morgun var farið með gríðar mikla steypuvél upp að brúarstæðinu við Hvítá. Undiribúningi við að steypa stöplana mun nú lokið. Gott heilsufar. * 1 . Stykkishólmi 14. júní F. B. Aðalfundur [ Bfcínaðarsam/bands Dala og Snæfellsness var haldinn hér 12. júní. Var fundurinn vel sóttur af fulltrúum ýmissa búnaðar- félatga innan samlxandsins. Engin sérstök niál á dagsskrá. Aðalfundur Búnaðarfélags Islands var haldinn hér í gær og var hann fjölsóttur. Guðjón Guðlaugsson skýrði frá fjárhag félagsins, en búti- aðarinálastjórarnir Sigurður Sigurðs son og Metúsalem Stefánsson og auk þess Bjarni Asgeirsson alþing- ismaður og Hannes Jónsson dýra- læknir héldu fyrirlestra. Fulltrúi á Ininaðarþing var kosinn Magnús Friðriksson frá Staðarfelli með 39 atkvæðum, en til vara Hallur bóndi Kristjánsson frá Gríshóli. Góður afli. Gott heilsufar. Tið- arfar: Sökum stöðugra þurka og svalviðra fer grasi litið fram. Næt- urfrost nálægt fjöllum, en ekki við sjóinn. _ Keflavik 15. júní. FB. Enginn afli vegna beituleysis. Bátar verið á sjó margar nætur til þess að veiða síld til beitu, en ekkert fengið. . Fimm bátair farnir norður, þrir þeirra komnir þangað. Fengu þeir 30—40 skpd. eftir fyrsta túr. Sláttur byrjaður hér. Einn mað- ur heyjaði 35 hesta yfir daginn. Akranesi 15. júní FB. Bátar hættir fyrir alllöngu. Oá- kveðið hve margir fara á síldveiðar, sennilega færri en vant er.— Túna- sláttur víða byrjaður. Víða búið að slá og hirða lítil tún. DcMcrfption Hs;e. Lot 10 1 Lots 53 and 54 1 Lot 60 1 Lot 84 1 Lot 102 1 Lots 115 and 116 1 Lots 127 and 128 1 Lots 130 and 140 1 Lot 47 3 Lot 87 3 Lot 88 3 Lot 98 3 Lots 103 and 104 3 Lots 109 and 110 3 Lot 27 4 Lots 35 and 36 4 Lot 69 5 Most northerly 39 ft. Lot 73 5 Lot 54 6 Lot 101 6 North half Lot 106 6 Lot 56 7 Lot 71 7 ARANGUR : bökuninnar er tryg ður L: er þér notið - MAGIC RAKING n POWDER Ekkert álún ■ er í þvíogor- sakar því ei beiskjubragð Mannslát. Benedikt Einarsson hreppstjóri ál Hálsi er nýlátinn á spítalanum hér. Carl Schiöth kaupmaður lézt L dag í Hrísey. Haraldur SigurðsSon píanóleikari og frú hans eru vænt- anleg hingað með “Islandi’, næst, og munu dvelja hér á landi um tíma. I boði, sem von Hassel, sendiherra Þjóðverja í Kaupmannahöfn, hélt nýlega fulltrúum um 30 þjóða, sem. þar voru komnir saman á alheims fiskiþinginu, hafði sendiherrann fengið þau hjónin til að annast skemtunina ag söng frúin þar m. a., íslenzka söngva. Pntcntcd Plnn ArrcaPH Cost of taxci Total op unpatcntcd 13744 - 37.46 ,50 37.96 Patented 13744 27.39 .50 ’ 27.89 i n 13744 57.50 .50 58.00 13744 38.74 .50 39.24 tr 13744 36.07 .50 36.57 33 13744 178.81.50 179.31 33 13744 61.45 .50 61.95 33 13744 105.50 .50 106.00 17671 12.74 .50 13.24 33 24427 18.16 .50 18.66 33 24427 30.86 .50 31.36 33 17671 42.55 .50 43.05 33 17671 19.10 .50 19.60 33 17671 32.75 .50 33.25 33 17671 13.85 .50 14.35 3t 17671 63.67 .50 64.17 3r 24427 60.95 .50 61.45 33 24427 70.51 .50 71.01 )► 13744 40.16 .50 40.66 3» 13744 77.28 .50 77.75 33 13744 46.54 .50 47.04 33 13744 62.33 .50 62.83 33 13744 71.84 .50 72.34 33 Uated at Gimli this tenth day of July, A. D. 1928. B. N. JÖNASSON, iSec.-Treas., Village of Gimli. MUNICIPALITY OF VILLAGE OF GIMLI Sale of Lands for Arrears of Taxes. By virtue of a Warrant issued iby the Mayor of the Munici- pality of Village of Gimli, in the Province of Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me directed, and bearing date the 6th day of June conmianding me to levy on the several parcels of land hereinafter mentioned and descríbed, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby igive notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I wjill on Saturday, August 25th, 1928, at the council chamber in the Towp Hall, in the said Village of Ginili, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.