Heimskringla - 22.08.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.08.1928, Blaðsíða 1
XLII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 22. ÁGÚST Í928 NÚMER 47. soososeoGCooððsos&oosQoooeoGOQOOSosoðoscoeoQsoseooeooQ F R É T TI R C A N A D A í þessum víðlendari heimi skipulags- bundins margbreytiléíka sameígin- Fyrverandi forsætisráSherra Bret- lands, Rt. Hon. Ramsay MacDonald, líom hinglað á miðvikudaginn, á- samt þrem dætrum sinum, Ishbel, Joan og Sheila. Bauð verkamanna- flokkurinn kér (Jndependent Labor Party) þeim til samsætis á fimtu- dagskveldið, í matsal Hudsons Bay búðarinnar, og sátu um 1100 manns samsætið. Mr. MacDonald var aðalræðumað ur kveldsins, en áður en hann talaði, mælti Ishbel MacDonald nokkur orð. Er hún prýðilega máli farin. Veitti hún forstöðu húsi föður sins, er hann var forsætisráðherra Breta, og var til þess tekið hve vel henni hefði farist það úr hendi, þótt hún væri ung að aldri. — Fjöldi manns stóðu fyrir utan búðina, og hlýddu á þau feðgin tala. Flutti hljóðauki mál þeirra út til áheyranda. AGRIP AF RÆÐU RAMSAY MACDONALD Eftir að hafa þakkað fyrir kana- diska gestrisni, sem hann kvað þeim feðginum hafa verið sýnda í allt of rikum mæli, minntist Mr. MacDonald nokkuð á námumennina brezku, er væru á leið hingað til uppskeru- vinnu, og bað þess að vingjarnlega yrði tekið á móti þeim. Þeir væru reknir hingað af svipum ösbirgðar og atvinnuleysis á ættjörð sinni. Yfirleitt væru brezkir námumenn sómi stéttar sinnar; merkilega fróð- leiksþyrstir, vel upplýstir um mann- félagsmál, og bókmenntafróðir marg- ir, svo að þeir þyrftu i því efni eng- an kinnroða að bera fyrir hinum svokölluðu “æðri stéttum,’’ og auð- kýfingunum. Verkamannahreyfingin. “Æ,, vinir mínir ! — of margir i halda að verkamannahreyfingin sé aðéins bundin við lífsnaufsyniár 1 flutninga- og samgönguþjóna, véla- manna, o. s. frv. Verkamannahreyf ingin er algerlega meiningarlaus, frá- skilin sögulegri breytiþróun. Hún er bundin við sérhverja stétt og sýslan vor á meðal, er starfar í þjónustu mannfélagsins. Hún er vitsmuna- og siðferðishreyfing mannlegrar sál- ar, sem miðar til þess að laga stofn- anir og mannfélag, til þess að bæta fullkomlegar úr þörfum persónuleik- ans og einstaklingseðlisins. — “Síðustu kynslóð skiátlaðist í því að skoða hvern einstakling sinn eigin herra. Menn trúðu því, að hver óháður einstaklingur gæti rakað að sér auði og völdum, og síðan notað það til almenningsheilla. — “Þetta er hin mesta villa. Ein- staklingurinn er alltaf hluti síns eig- in þjóðfélags. Persónuleikinn á sér ekki stað fyr en einstaklingurinn hefir uppgötvað samfélagið sem hann verður að vinna með að sam- eiginlegum þörfum. — “Kanadiskir bændur hafa reynt gömlu aðferðina, gamla leikinn; “flá nágranna minn, og djöfullinn taki þann síðasta,” og ekkert orðið á- gengt. En næstum því óafvitandi rákust þeir á aðra leið. Þeir hafa uppgötvað að með samlagshugmynd- inni eru þeir á réttri viðskiftaleið. Kanadiski bóndinn er loksins að kom ast í skilning um nátengd sína við verkamannalhreyfinguiíá,, við hina voldugu samvinnuhreyfingu á Stór- bretalandi, við neytandann í hinum víkkandi viðskiftaheimi Kanada. Og legra hagsmuna, er kanadiski bónd- inn farinn að bera höfuðið hærra, og útrýma úr huga sínum þeim ugg og kvíða er áður sóttu á hann. “Þetta er andi ag leiðarljós verka- mannahreyfingarinnar. Draumamenn Við, félagar mínir og ég, höfum lengi verið kallaðir óhagsýnir draum- amenn. Jæja, vinir mínir, ég hefi ekkert á móti því að vera kallaður draumamaður. Eg er draumamað- ur. Og þetta segi ég yður: Enginn maður eða kona fær nokkru afkast- að, nema hann hafi dreymt það. Draumar fara á undan starfsemi, en það sem vér öll þurfum að hugfesta, er það, að sá sem einungis dreymir, lifir aðeins hálfu lífi. Við verðum að læra að láta okkur dreyma, og koma svo draumum okkar i fram- kværnd. “Ohnusan” Mr. MacDonald kvaðst hafa orðið þess var, að fjöldi manns í Kanada misskildu á hinn broslegasta hátt at- vinnuleysistrygginguna brezku, og stæðu í þeirri fáránlegu trú, að mik- ill hluti brezkrar alþýðu lifði á ölmusufé. — “Fjölmargir, sem éig hefi hitt, síðan ég sté fæti hér á land, kenna það “ölmusunni “(the “dole”), ef eitthvað fer aflaga á Bretlandi. Þegar ég spyr þessa kanadisku vini mína hvað þeir meini með þessari “ölmusu,” þá svara þeir: “Hvað, veiztu það ekki ? Við meinum — ja, við meinum — eig- um við — hér — sko — ja, “öimus- ana,’’ sérðu.” (Almennur hlátur). Auðvitað áttu þeir ekki við neina “ölmusu.” Aður fyrri, þegar brezk- ur verkamaður missti atvinnu sína, þá eyddi hann auðvitað fyrst sparifé sínu, síðan leitaði hann sveitarstyrks, °g úr því seig endalaust á ógæfuhlið fyrir honum, unz allri sjálfsvirðingu og sjálfshirðingu var lokið fyrir honum og hann varð sníkjudýr og örei.gi. Við sögðum, að þetta yrði að lagfæra. Við sögðum að at- vinnuleysi var ekki guðdómleg ráð- stöfun. Atvinnuleysistrygging “Hvaða kosti sem kápítalis- mus kann að hafa í för með sér, og ég vil ekki neita því, að það fyrir- komulag hafi sína kosti, þá er þó ekki með því mögulegt að útvega at- vinnu hvenær sem vera skal, öllum þeim, sem auðhöldarnir hafa hang- andi atvinnulausa við verksmiðjur sínar, sem varaskeifur, ef í nauðirn- ar rekur. Þegar góðvinur minn Keir Hardie fyrst staðhæfði það í neðri málstofunni, að ábyrgð hvíldi á þjóðfélaginu að sjá öllu þessu varaliði fyrir framfærslu, þá stóðu állir höggdofa. En þegar skír- skotað var til- skynsamlegrar rök- færslu, siðferðistilfinningar og heil- brigðrar skynsemi fólksins, þá var hafist handa til þess að tryggja menn gegn atvinnuleysi. En allar iðngreinar eru ekki þann- tryggðar. Ef þú vinnur að iðn, sem ekki er tryggð þá færðu alls engan “styrk.” I öðru lagi fær eng- inn maður einn eyri úr tryggingar- sjóði fram yfir það, sem eiðsvarnir reikningsmeistarar (actuaries) hafa reiknað að honum beri. I þriðja lagi köllum við þetta ekki því flysj- ungsnafni, sem Torýtarnir og dalg- blöðin uppnefna það. Við köllum þetta atvinnuleysistryggingu. “Þrjár tekjulindir streyma í þenna tryggin^arsjóð. Fyrsta tekjulindin er það fé, sem vikulega er dregið af kaupi verkamannsins, þegar hann hefir atvinnu. Onnur tekjulindin er það fé, nokkur cent á mann, er atvinnurekandi greiðir víkulega ' í sjóðinn fyrir hvern vinnandi mann. Þriðja tekjulindin er fé, sem ríkið greiðir af sinni hálfu. Og, eftir á að hyggja, þá er það ríkið, sem hef- ir langmestan hagnað af þessu fyr- irkomulagi, sökum þess, að með því að greiða aðeins tæplega einn þriðja tryggingarsjóðsins, þá losnar það við að greiða alla fátækrahjálpina, sem það yrði að gera ef tryggingar- sjóðurinn ætti sér ekki stað. “Ef þú ert ekki að líta eftir vinnu, ef þú ekki vilt vinna verk sem þú getur gert og atvinnumálaskrifstofan úthlutar þér, þá er nafn þitt strykað af skránni, og þú færð ekki eyris- virði úr sjóðnum. Svona er nú varið, vinir mínir, þessari stórkost- legu grýlu er nefnd hefir verið “öl- musan.” Sósíalista grýlan Mr. MadDonald kvaðst hafa orðið var við aðrar grýlur, síðan hann kom hér til Kanada. Þessar grýlur væru svo prýddar og endurbættar unz þeim yxu horn og klaufir svo að þær litu reglulega hryllilega út. Ein slík grýla hér væri “sólsíaflismus.” ....“I hreinskilni sagt, vinir mínir, þá erurn við sósíalistar. Eg hefi orðið þess var hérnamegin hafsins, að það er svo gömul og ægileg grýla, að hárin rísa á höfði manna, ef hún er nefnd. I Evrópu er sósíalismus viðfangsefni, en engin grýla. Það er ekki lengur umræðuefni af sápu- kössum og stcætishornum. Sósía- lismus er í Evrópu eitthvert alvar- legasta viðfangsefni hvers einasta manns, sem á einhvern hátt reynir að þjóna meðbræðrum sínum og bæta þjóðfélagið, sem hann lifir í. Framfarir í Kanada “En einnig í Kanada hefir jafnað- armennsku stefnan tekið framförum. Margir kunningjar mínir lenda í þeim mótsögnum, að skelfast ef þeir heyra sósíalismus nefndan á nafn, en aðhyllast þó stefnuna manna fyrstir er til framkvæmda kemur. Eða hvað er um opinbera virkjun vatns- orku ykkar, eða járnbrautirnar ? Hverja þýðingu hefir þetta? Eg er einn af þeim forvitna fjölda sem vill fá innsýni í það sem fram fer og í nærri mér er. Hver dagur er I ekki sjálfum sér nægur, heldur ræki- lega felldur í þann næsta. Menn og málefni eru eins ag strá í straumi, og mörgum leikur meiri forvitni á því að kynna sér stefnu straumsins, en örlög stakra stráa, er hoppa upp og niður á strenggárunum. Mr. MacDonald kvaðst myndi kynna sér rækilega hvað gert væri af hálfu hins opinbera hér í Kana- da til þess að hafa taumhald á fram leiðslu og útbýtingu, ef hann væri ungur maður og með nægan tíma fyrir sér, og síðan fara suður fyrir landamærin í sömu erindum. Og hann gæti eins og jómfrúin frá tím- um Viktoríu drotningar, er las ætíð síðasta kafla sögunnar fyrst, sagt að hvaða niðurstöðu hann myndi kom- ast. Sem sé þeirri, að Kanada væri miklu langsýnna, framsýnna og vísinda legra í meðferð sinni á fjármagni sínu og auðsuppsprettum, og byggi betur í hendurnar á fratntíðarþroska og sjálfstæði einstaklingsins, heldur en stóriðjan hjá hinum volduga ná- granna «ínum við landamærin. t— “Hafa vinir mínir, bændurnir, nokkru sinni íhugað að hið tröllaukna fram leiðslusamband þeirra hefði \fýrir tuttugu árum siðan þótt hin hlægi- legasta fjarstæða. Og hafa þeir íhugað að þetta afskaplega fram- leiðslumagn hefir aldrei verið tengt við neyzluna, að þessir gullnu korn- akrar mætti hafa áhrif á það sem ég sá í mínu eigin kjördæmi, á Skot- landi, fyrir fjórum vikum síðan: lokaðar námur, fátækt, örbirgð og þröngsýni, og mér liggur við að segja fábjánaleg stjórnarvöld. Hversvegna hugsa menn ekki um þetta og íhuga það? A milli þess- ara tveggja, framleiðenda og neyt- enda, er svo hinn mikli flokkur milli- mannanna, jafn skipulagslausir og hinir. Þar eru bankarnir, sem handfjatla lánin, og er það þá alltaf framleiðandanum í hag, eða hvað? Eg sagði hér um daginn í neðri mál- stofunni, að síðan á stríðsárunum, þá getur duglegur ungur kjarkmaður grætt meira á fjárhættuspili á kaup- höllinni, en á því að nota gáfur sín- ar til heiðarlegs iðnreksturs. Og þarna eru þessi tvö héruð: kornslétt- urnar hér og dalirnir í kjördæmi mínu í Suður Wales. Og ekkert til þess að koma þeim í skynsamlegt, gagnskiftilegt samband. Allt látið vera undir hendingunni komið. Við Jafnafþrm-ínn höldum Iþvi fram, að svona lagað mannfélags- skipulag sé algerlega vitlaust og ósið- ferðilegt. En þið heyrið okkur aldrei segja, að það sé auövelt að kippa því í lag. Listin er, að breyta því, og halda þó öllu í horfinu. Ef úr horfi er látið reka, þá þrengir fyrst að þeim, sem því komu til leiðar...... Bresk stjórnmál “Komist verkamannast j órn til valda á Bretlandi að ári, þá geta örfáir menn í London því sem næst gengið á milli bols og höfuðs á henni. En ég held ekki aö þeir muni reyna það. Þeir muná verða okkur ó- sammála og standa í stimabraki við okkur, o. s. frv. En ég ber þeim glaður það vitni, að þeir muni glíma drengilega við okkur án þess að stofna heill þjóðfélagsins í voða. Um Baldwin-stjórnina sagði Mr. MacDonald meðal annars: “Torý- stjórnin er nú hefir völdin, slamp- ast venjulega á það, aö gera eitthvað sósíalistiskt. Eins og t. d. aö veita ungum konum kosningarétt. Undantekningar kvaö hann þó vera á þessu, t. d. það að stjórnin afsalaði sér símalínunum. — Komist verkamannastjórn að á Englandi og sé það mögulegt, þá verða símalín- urnar aftur afhentar, hlutaðeigandi stjórnarvöldum.” Mestar breytingar kvað hann hafa oröiö á liberala flokknum. Hann •hefði í fyrra reynt að endurlífga sig með því að gefa út skýrslu, þykka bók. I þeirri bók væri ekki bent á eina einustu úrlausn, sem ekki væri að einhverju leyti tekin frá vertkamjannastefnunni. Flokkur- inn afneitaði sósíaslistunum en í garði sósíalistanna væru margir á- vextir, og um þrír-fjórðu hlutar þeirra fullþroska. Þann hluta á- vaxtanna vildi liberal flokkurinn tileinka sér, en eftirskilja jafnaðar- maflnaflokknum þann hlutann,, sem enn væri ekki fullþroskaður. Kommúnistum afneitaði Mr. Mac- Donald og þóttist þess fullviss, að þeir myndu ekki ei.ga sér framtíð á Englandi. — Kommúnismi væri ein- veldi, reist á móti czarismanum, og ef til vill óhjákvæmilegt á Rtisslandi, en áreiðhnllega ekki óumf|lýijanlegt, þar sem þingræðisstjórn hefði verið grundvölluð fyrir. En vel væri skiljanleg sú freisting, sem knúð hefði fjölda manns á Bretlandi til þess að aðhyllast kommúnismann.—” “Hafa menn nokkurntíma gert sér í hugarlund, hvílík freisting það hefir verið fyrir heiðarlega, brezka verkamenn að segja síðan 1922: “Við biðum; við trúðum ykkur; við höfum gert land okkar auðugt og voldugt, og hver eru launin ? Spari- fé okkar er farið,, atvinnuleysis- tryggingin er farin, og jafnvel sá styrkur, sem við áður máttum búast við, frá fátækralögunum, hefir verið minkaður. A börnum okkar má sjá talandi merki örbirgöar og hungurs. Konur okkar eru lang- þreyttar, áhyggjulúnar, hrukkóttar og gamlar fyrir aldur fram. Unn- ustur okkar eru klæddar flíkum sem þær fyrirverða sig fyrir að láta sjá sig í á almannafæri. Sjálfir erum við bilaðir að kjarki. Hver nefnd- in á fætur annari segir okkur að okkur sé ofaukið á eyjum Stórbret- lands.” “Vinir minir! Skiljið þið hvílík freisting er fyrir þessa menn að segja undir þessum kringumstæðum: “Hvað varöar okkur um lýöfrelsi? Um pólitík? Um lög og rétt'? Um framþróun? Brjótum, byltum, ger- um áhlaup. Vér lútum ef til vill í lægra haldi, en það getur þó ekki orðið verra en nú er”. — 2E, vinir mínir; það er auðvelt fyrir menn og konur sem aldrei hafa verulega þurft að sér aö þrengja á þessum reynsluárum, aldrei að neita sér um allsnægtir, að hreykja sér í dómara sæti, og slöngva eldingum átölu og refsidóma eins og sjálfur Júpiter, á breyskt, mannlegt eöli. En þessum mönnum má líkja við Samson, er hann reif niður musterið yfir sig og Filisteana. Hann gerði það ekki sjáandi, óklipptur, í fullu fjöri. Sá Samson, er eyðilagði musterið, var Samson hárskorinn. Sarnson blindaður, Samson þrek- rýrður. Við höfum allt af sagt við þessa menn: Hlýöið ekki á þá, sem segja ykkur að rífa niöur stoð- irnar í kringum ykkur, og það þótt þið farist sjálfir. Þið eLgið að vera Samson hinn sterki. Samson sem vonar; Samson sem stríðir; Samson sem trúir; Samson styrktur af hugsjónum, sá Samson sem segir: Ef ég verð að leggja líf mitt í söl- urnar, þá legg ég það við því að byggja upp land mitt, búa til ný skilyrði svo að börn mín þurfi aldrei að kenna þeirra hörmunga, sem kon- an mín og ég höfum oröiö að þola.” “Menn sigrast ekki á kommúnism- anum með heimskulegum, árangurs- lausum ruplferðum á hendur Arcos, (sbr. herferð Balcíwfinsstjórnarinnar á hendur umboðssölu Rússanna í London. er Hkr. gat um) ; ekki með ásökunum í garS rússneskra banka, sem svo eru á engu byggðar; elaki með því að rjúfa stjórnmálasam- band viö Rússland, og neita Rússum um viðurkenningu, en þó að sitja við sama borð og þeir í Geneva. Hvílík látalæti og hræsni! Hvílík brjóstmylkingapólitik! Hvílík þumal- ings-stjórnvizka! “Við berjumst móti kommúnisma með því, að halda skapandi hugsjón- um aö mönnum. Verkamanna- hreyfingin er siðferöishreyfing, frelsisbarátta mannsandans ----- Það er umsvifamikil hreyfing á breidd og hæð og dýpt; ekki einskær bylt- ing. Það er uppbyggjandi skiln- ingur vaxandi mannfélags, sístefn- andi í áttina til hins guðdómlega. Stefna okkar heldur því fram aö sköpunin hafi ekki verið á enda á sjötta degi. Maðurinn er sál, sem þarfnast hugsana, andi, sem þarfn- ■ast innblásturá. I þeim skilningi hefir oss vaxiö ásmegin. Eg vona að ykkur berist sú frétt á næsta ári, Islendingadagurinn aö Riverton, er haldinn var 6. ágúst síSastliðinn, fór framúrskarandi vel úr hendi. Hjálpaöist þar allt aö. Veörið var svo ákjósanlegt, sem ‘hugsast gat, skýjað loft um morgun- inn og þægilega svalt framundir há- degiö. En þó glaðnaði til, svo að sólskinsblíðu naut allan síðari hluta dagsins. Hátíðarhaldið fór fram í skemti- garði, er nýlega hefir verið afgirt- ur, í útjaöri bæjarins vestanveröum. Staðnrinn er 'faltegur, frá nátjtúr- unnar hendi, og á vafalaust eftir að verða yndisleg bæjarprýði, eftir því sem nærgætnar og umhyggjusamar hendur bæjarbúa ‘hlúa að grassveröi, runnum og skrúðjurtum. I garðin- um höfðu bæjarbúar svo” nýreist og nýmálað smekklegan og rúmgóöan ræðuskála, opinn fram að áheyrenda- sviði Auðséð var að forstööunefndin hafði búist ágætlega við deginum. Bílar fluttu, þá er þurftu og ósk- uðu frá járnbrautarstöö, í garðinn. Kom það sér vel, því um 200 gest- ir munu hafa komið þá leiðina ein- göngu, frá Winnipeg og sunnan með vatni. — Skemtiskráin fór ágætlega úr hendi. Forseti dagsins, Sveinn kaupmaður Thorvaldson, setti hátíð- ina, með stuttu, en áheyrilegu og fallegu erindi. Gat þess, meðal annars, að hér myndu aðkomugest- ir líta íslenzkustu sveitina, utan Is- lands, þótt jafn hollir væru hér- aðsbúar hinni nýju fósturjörð sinni, sem aðrir menn. — Allt gekk og greitt og slindrulaust undir prúð- mannlegri og röggsamlegri stjórn forseta; skiftust á lotulaust, unz lokið var, ræöuhöld, kvæðaflutning- ur og hljóðfærasláttur, er hornaflokk ur Rivertonbúa lagði til undir stjórn Sigurbjörns kaupm. Sigurðssonar. Enginn ys eða þys frá áheyrendum eða frá leikvelli truflaði þá er skemtu, enda höfðu allir eitthvað að flytja, svo að áheyrendum þótti þess vert að hlýða með athygli. — Og að lokinni hinni eiginlegu skemti- skrá, bað forseti hljóðs Sigtryggi Jónassyni, er heita má faöir bygð- arinnar, ag notaði hann tímann til þess að rifja upp gamlar endur- minningar. — Því miður hafði eng- inn ræðumanna skrifað ræður sínar, svo að eigi er unt að birta þær á prenti. Fjöldi fólks var þarna samankom- inn úr öllum áttum. Mun áreið- anlegt, að ekki hafi færri en 1500 manns veriö þar samankomnir. Og hvar sem reikaö var um garðinn, miLli ræðupalls og leikvallar, gat eitthvað fallegt að líta; glaöværö og prúðmennsku; fallegt fólk, elli og æsku, með svip ætternis sins og fallegu, búsældarlegu héraðanna, sem það bvggir. Fallegt viðmót; al- úðlegt, yfirlætislaust og blátt áfram Maður fer eins glaður frá Riv- erton, yfir því sem fyrir augu og eyru hefir borið þar slíkan dag, eins og hýrnar yfir manni, er maður kem ur þangaö í fyrsta sinn að sumar- lagi Bærinn er ekki stór, þótt (Frh. á 4. bls.) að við höfum komist einum stallan- um hærra í hæðirnar.” — * * * ¥ Menn og konur af öllum stéttum a0- flokkum sátu þetta samsæti. Var gerður mikill rómur að máli ræðu- manns, sem hér er flutt mikið stytt. Segir blaðiö “Tribune’’ (cons.) svo frá, að lófaklappiö hafi engu síður kornið frá þeim, er ekki tilheyrðu verkamannaflokknum persónulaga, eða skoðanalega.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.