Heimskringla - 22.08.1928, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 22. ÁGÚST 1928
Heímskríngia
(StofnuTi 1886)
Keanur mt A hvprlnm miBvlkadrgi.
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8SS *K 855 SARBENT AVE , WIKiVIPBG
TALSUIIl 8« 537
V«rB blatislns er $3.00 Arganjurinn borg-
lat tyrirfram. Allar borganir sendltt
THE VIKING P REfíS LTD.
8IGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Rltstjórl.
UtnaánkrlU tll blnílnlBm
THR VIKIKG PIIE8S, L,td., Bnx 3105
(JtanAnkrlft tll rltstjAraaHi
BDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
•‘Heimskrinala is published by
The Vll^liiic 1’rrM Ltd.
and printed by
CITY PRINTING Æ PIIBLISHING CO.
853-H55 Sa rgent Ave., Wfnnlpe*, Mai.
Telephoae* .86 53 7
WINNIPEG 22. ÁGÚST 1928
ANDHÆLISSKAPUR
Þess er getið á öðrum stað hér í
blaðinu, hve bjart hafi verið yfir Islend-
ingadeginum síða,sta í Riverton, fyr|r
allra hluta sakir: veðurs, staðhátta, þátt-
takenda og stjórnsemi forstöðunefndar
og forseta. Allt þetta uppfyllti allar
þær kröfur, er menn sanngjarnlega geta
gert við slík tækifæri, og vel það. Allt
þetta var í bezta samræmi; fegurstu sam-
stillingu, svo að maður taki að láni hjá
dr. Helga Péturss.
Þess leiðara er, að þar skyldi hefja
sig úr samræminu, rödd svo skerandi
ankannaleg og hjáróma,að ekki verður hjá
því komist, að gera það að umtalsefni.
Vér eigum hér við ræðu þá, er hélt hr.
Jóhann G. Jóhannsson, miðskólakennari.
Það er leiðinlegt, að þurfa að segja það
að hún var flutt af þeim skorti á hátt-
lægni (tact) og oss liggur við að segja
skorti á velsæmi, að oss hefði gengið illa
að trúa sannleikanum um það atriði,
hefðum vér ekki verið heyrnarvottur.
Ræðan átti að vera fyrir minni Can-
ada. Háttlægnisskorturinn var nú ekki
falinn í því, að nokkuð væri þar ofsagt
um Canada. Því síður, sem í raun og
veru var tiltölulega lítið á Canada minnst.
Til þess átti ræðumaður of annríkt við
að deila á ísland, einstaka íslendinga og
á íslenzka, og jafnvel evrópiska menn-
ingu. Og svo á ræðumanninn, er ný-
stiginn var af pallinum — af því að hann
hafði mælt fyrir minni íslands.—
Ræðumaður hóf mál sitt með því,
að tæta í sig bækling IVLagnúsar Jóns.
sonar prófessors, um Vestur-íslendinga,
ummæli Ágústs Bjarnasonar prófessors,
og jafnvel það, hvemig hann hefði hagað
ferðalagi sínu hér vestra. íslenzkir
sagnaritarar og fræðimenn, eru menn
sem hafa legið og liggja í “mygluðum
skruddum.” O. s. frv.
Og þegar minnst er á kosti Canada,
þá er mikið af því tali rökstutt með svo
ómerkilegum dæmum, og dæmin af því
hvað Norðurálfan hafi að bjóða svo vit-.
laus, að undrum sætir, af manni í kenn-
arastöðu. T. d., að Gyðingadrengur hér
hafi lesið eina 3 miðskólabekki á vetri,
og unnið að auki. Eins og þetta sé
dæmalaust í veröldinni um fátæka dug-
andi efnismenn. Dr. Sigurður Nordal
og Árni læknir Árnason munu hafa
lesið tvo bekki í einu undir stúdentspróf,
haft kennslu á hendi og tekið ágætiseink
unn um vorið, án þess að efni þætti í
þjóðhátíðarræðuhöld.— “Gáfaður og
menntaður” Englendingur, sem dvalið
hefir hér um skeið, og samt ekki getað
að sér gert, að hafa töluvert álit á brezkri
menningu, fer svo til Englands, þar sem
húsin eru svo rök, að hann fer í blautt
rúmið á kveldin, og úr því blautu á morgn
ana! Og hvað þarf þá. fremur vitnanna
við um brezka menningu samanborið við
þá sem við eigum hér við að búa? Einni
glæsilegustu menningu heimsins drekkt
í þessu svefnherþergjahrakviðri!
Og svo fræðir kennarinn áheyrend-
ur sína um það, að í Norðurálfunni fæð
ist hver maður í fastskorðaða stétt og
komist þaðan ekki til æfiloka. Þetta
er nýr fróðleikur fyrir íslendinga, sem
heima eru fæddir, þar sem yfirgnæfandí
hluti embættismanna, æðri sem lægri, eru
af bændaættum. En svo vita allir, er
nokkuð þekkja til, að í Norðurálfunni er
alveg jafntítt og hér, að menn hefjist til
æðstu stöðu og valda, úr fátækt og um-
komuleysi. Það er enginn skortur á
dæmum, er manni renna tafarlaust í
hug; Ebert, Stauning, Lloyd George,
Harmsworth bræðurnir, H. N. Andersen,
Ramsay MacDonald, o. fl., o. fl.
Það er átakanlegur háttlægnisskort
ur við slíkt tækifæri, er heiðra skal lönd
og þjóðir, að geta ekki mælt einu til
heiðurs, án þess að gera það á kostnað
annars, er vitanlega skyldi jafn mikið
heiðra. En út yfir tekur þó, er í því
augnamiði er seilst í ræðumanninn er
alveg nýlega hefir lokið máli sínu á
sama palli.
Hr. W. H. Paulson, þingmaður
Vatnabyggða, flutti fyrsta minnið þenna
dag, minni Íslands. Einhverja snjo'll-
ustu og fegurstu ræðu, er vér minuumst
við slíkt tækifæri. Flutta af tilfinningu,
fjöri og þrótti. Funandi gamansemi of-
ið saman við hrifningu og hátíðlega Iotn-
ingu, og bláþráðalaust farið milli fortíðar
og nútíðar, á eigin og annara reynslu.
Og svo kemur næsti ræðumaður, og
talar á þá lund, sem lýst hefir verið.
Tekur einstök atriði úr máli síðasta ræðu
manns og gengur að þeim, eins og hér
ætti kappræða fram að fara. Rétt eins
og lífið riði á því, að afmá þann áhuga
og hrifningu, sem fyrsta ræðumanninum
kynni að hafa tekist að vekja í hjörtum
áheyrenda sinna fyrir ættlandinu og ætt-
bræðrum austanmegin hafsins. Og hefðu
menn verið í efa um innihaldið, þá sagði
kaldglottandi og sjálfsánægða orðalagið
og tónninn til sín. Meiri ósvinnu höfum
vér ekki verið heymarvottur að við
slíkt tækifæri.
* * *
Ef til vill hefir meiningin ekki verið
eins slæm og framkoman gaf til kynna.
En þá var orðalagið og framsetningin
slíkt andhæli, að það er ekki afsakan-
iegt, og sízt af manni, er hefir notið
meiri menntunnar, en alþýða manna.
En annars er sjálfsagt flestum erfitt
að átta sig á því hvað hér liggur til grund
vallar. Sé það meiningin, að slá sig
til riddara í augum þeirra, sem eru svo
fáránlega innrættir, að erfa við ættjörð
sína óviðráðanlegar kringumstæður, er
knúðu þá af landi burt — þeir eru til,
því miður — þá er það fyrirlitlegra en
svo, að orðum þurfi að því að eyða. Sé
það gert af “þjóðræknishuga” — ræðu-
maður er embættismaður Þjóðræknisfél-
agsins — og hreinskilnishvötum, þá er
þjóðræknin illa misskilin, og “hrein-
skilnin,” frekar ókembd og illa þvegin.
Báðar kotungsættar. Sé það af skiln-
ingsskorti og vanþekkingu á þeim verð-
mætum, sem vér og reyndar allar þjóð-
ir eiga dýrust í fórum sínum, og til þess
benti máske sumt í ræðunni, er hér er
eigi drepið á, þá liggur þar til grund-
vallar andlegt hirðuleysi, lítt fyrirgefan-
legt menntuðum manni.
En hvað sem um það er, þá er þó
enn ekki kominn sá tími, að slíkt megi
gerast með oss átölulaust. Ekki fyrir
nokkurn mun.
Sétta Arsþing
1. Fundar - Þingsetning
Föstudaginn 6. júlí, kl. 9 að kveldi var hið
6. ársþinig hins SameinaSa Kirkjufélags Is-
lendinga í’Norður Ameríku sett, í hinni ný-
reistu kirkju SambandssafnaSarins í Arborg,
Manitoba, af forseta Kirkjufélagsins, séra
Ragnari E. Kvaran. Sakir ákafra rigninga og
Vegbanns höfSu þingfúiltrúum, víSsvegar 'aS,
brugSist vonir um aS geta sótt þingiS í bifreiS-
um, og urSu því annaShvort aS hætta viS þing-
sókn, eSa taka sér ferS, þótt heldur væri um
seinan, meS eimlestinni til Árbongar.. Var því
beSiS meS þingsetningu til kvelds, þangaS til
eftir komu lestarinnar. Hófst þingsetningin
með því aS sunginn var sálmurinn nr. 638.
SkýrSi þá forseti frá því aS enn væru margir
þeirra fulltrúa, er von væri á, ókomnir. Flutti
hann því næst þingsetningarræðu sína, eða
ársskýrslu. Af tveim fyrirlesurum, sem vænt-
anlegir voru þetta kveld, til þess aS flytja er-
indi í sambandi viS þingiS, var aSeins annar
viSstaddur, hr. Agnar R. Magnússon. Flutti
hann þá, að beiðni forseta, vandaS erindi um
"Samband alþýðuskóla og heimila.” I umræS-
unum, sem út af fyrirlestrinum spunnust, tóku
þessir þátt: séra R. E. Kvaran, hr. B. B. 01-
son, séra A. E. Kristjánsson, og séra G. Arna-
son.
Var orðiS áliðiS mjög aS umræðum lokn-
um, og samþykkt aS s’líta fundi.
2. Fundur.
Annar fundur þingsins var settur at íor-
seta, laugardaginn 7. júlí kl. 10 f. h., sama
staS.
Samkvæmt tillögu hr. B. B. Olson, er hr.
P. K. Bjarnason studdi, útnefndi forseti þessa
kjörbréfanefnd: P. S. Pálsson, J. Sigvaldason,
og S. Eldjárnsson.
B. B. Olson lagSi til, séra G. Arnason
studdi, aS forseti skipaSi dagskrárncfnd. Sam-
þykt. Nefndin: Séra G. Arnason, séra A. E.
Kristjánsson, Dr. S. E. Björnsson.
P. S. Pálsson las upp skýrslu kjörbréfa-
nefndar:
“ViSstaddir fulltrúar safnaða:
Hr. P. K. Bjarnason frá Arborg
Hr. G. O. Einarson frá Arborg
Hr. E. L. Johnson frá Arborg
Ungfrú ÞuríSur Johnson frá Arnesi
Hr. S. Eldjárnson frá Gimli
Hr. B. B. Olson frá Gimli
Ungfrú Steinunn Magnússon frá Gimli
Umgfrú Sigurbjörg Stefánsson frá Gimli
Hr. M. Magnússon frá Piney
Hr. J. Sigvaldason frá Riverton
Ungfrú Elím Hall frá Wimnipeg
Ungfrú HlaSgerSur Kristjánssofl frá W’peg
Frú Þórunn Kvaran frá Winnipeg
Ungfrú GuSrún Magnússon frá Winnipeg
Stud. Theol. Philip Pétursson frá W’peg
Frú SigríSur F. Swanson frá Winnipeg
Viðstaddir fuUtrúar kvennfélaga:
Frú Dr. S. E. Björnson frá Arborg
Frú P. K. Bjarnason frá Arborg
Frú J. Nordal frá Arborg
Frú F. SigurSsson frá Riverton
Frú Maria Björnson frá Winnipeg
Frú GuSrún Tohnson frá Winnipeg
Frú Dr. R. Pétursson frá Winnipeg
Viðstaddir prestar og stjórnarnefndarmenn
Séra GuSm. Arnason
Dr. S. E. Björnson
Séra Fr. A. FriSriksson
Séra Þorgeir Tónsson
Séra A. E. KristjánsSon
Séra R. E. Kvaran
Hr. P. S. Pálsson
Dr. Rögnvaldur Pétursson.”
(Fulltrúar frá Wynyard, er staddir voru í
N. Dakota teptust sakir votviSra og ófærðar,
svo og fulltrúar frá Lundar og Langruth bygS-
um.)
Framla$rt álit dag'sskrárnefndar var þvi
næst samþykt, samkvæmt tillögu P. K. Bjarna-
son, er M. Magnússon studdi.
Samkvæmt dagskrá iá Vtbreiðslmnálið' fvrst
fyrir. Um þaS tóku til máls séra R. E. Kvar-
an, frú F. Svvanson, séra G. Arnason, séra A.
E. Kristjánsson og P. K. Bjarnason. Lagt til
af séra G. Arnason og stutt af frú F. Sw/anson
aS forseti skipaSi fimm manna nefnd í þetta
mál. SkipaSir: P. K. Bjarnason, séra G.
Arnason, M. Magnússon, B. B. Olson, Dr. S.
E. Björnson.
Fundi slitiS.
3. Fundur
Þriðji starfsfundur settur af forseta kl. 2
e. h., sama dag og sama staS.
Fundargjöriýir tviegjgfja fyrstu fundanna
upplesnar af varaskrifara kirkjufélagsins, og
samþyktar.
Kcnnslmnál lágu fyrir til umræSu. Forseti
gat þess, aS sér hefði borist bréf frá manni, er
búsettur væri þar, sem hann ætti þess engann
kost, aS vera í söfnuði, en óskaði þess ef unt
væri, aS sér yrði hiálp veitt viS trúarbragSa-
fræðslu barna sinna. BaS forseti væntanlega
nefnd, er fjailaSi um þetta mál aS taka tilli t til
kringumstæðna sem þessara. Um málið ræddu
ungfrú Sigurbjörg Stefánsson, er jafnframt gaf
yfirlit yfir sunnudagaskólastörf GimlisafnaSar,
B. B. Olson, séra G. Arnason, Philip Pétursson,
J. Sigvaldason og forseti, er skýrði frá sunnu-
dagas’kólastörfum Winnipegsafnti'jar. Sam-
kvæmt tillögu B. B. Olson, er séra A. E. Kristj-
ánsson stttdcfi; skipaði forseti þessa kennslu-
málanefnd: séra Þorgeir Jónsson, ungfrú Sig-
uibjörg Stefánsson, frú F. SigurSsson, ungfrú
HlaSg. Krist.iánsson, 'séra A. E. Kristjáns-
son.
Jón Sigvaldason flutti þvínæst þaS erindi
viS þingiS að SambandssöfnuSi Riverton-bygS-
ar væri veitt innganga í KirkjufélajgiS. Var
þaS auðsótt mál. Samþykti þingheimur inn-
tökubeiSnina með því aS rísa úr sætum.
Næst á dagskrá; Fjármál. Lagt til af
séra G. Arnasyni stutt af séra A. E. Kristjáns-
syni, aS kjósa einn fulltrúa úr hverjum söfn-
uði, auk dr. R. Péturssonar, til þess aS fjalla
um fjármálin. Samþykt. Nefndin: G. O.
Einarson, J. Sigvaklason, ungfrú ÞuriSur John-
son, Magnús Magnússon, P. S. Pálsson, B. B.
Olson, séra G. Arnason, séra A. E. Kritjánsson,
séra Fr. A. FriSriksson, dr. R. Pétursson.
I Sálmabókarmálió, er næst lá fyrir var
skipuS þessi nefnd: Frú Dr. S. E. Björnsson,
P. S. Pálsson, S. Eldjárnsson.
Fundi slitiS.
Magnús Bjarnason,
járnsmiður
—Minningarorð—
Fimtudlaginn, 14. júnj, <Jiðastli1ð-
inn andaSist góðkunni bóndinn og
járnsmiðurinn, Ma,gnús Bjarnason,
aS Wynyard, Sask. Með honum
hvarf úr hérvistarhópnum mætur
maSur og um marga hluti mjög vei
gefinn. Helstu æfiatriSi eru þessi:
Hann fædd}st 7. nóvember, áriS
1863 aS Vík í SæmundarhlíS í
SkagafirSi. Þar bjuggu þá foreldr-
ar hans, Bjarni Þorleifsson og kona
hans, Hóliníf ríílur Magílúsdöttir,
Jónssonar frá HalldórsstöSum í Lax-
árdal í Þingeyjarsýslu. ' Ungur
misti Magnús föSur sinn, og ólst síS-
an upp hjá móSur sinnr, í Vík, til
fullorSinsaldurs. ÞaSan flutti hann
sem ungur maSur áriS 1887 til Vest-
urheims. Vann hann fyrst í staS
járnbrautarvinnu, en tók þá mjög
fljótlega upp þá iSn og atvinnu, er
hann síðan stundaði alla æfi, —
smíSar, einkum járnsmíSar. Fyrstu
vinnuktofu sína eSla smiSju, haf’Si
hann aS Mountain, N. Dakota. Þar
kvæntist hann um haustiS 1890, nú
eftirlifandi eiginkonu sinni Rósu Sæ-
unni Sveinsdóttur, Halldórssonar
frá VeSramóti, SkagafirSi. Þeim
var alls 9 barna auSiS, ene 2 þeirra
dóu kornung. Á lífi eru: elstur
Þórarinn, búsettur aS Wynyard,
kvæntur Helgu Lilju Einarsson; þá
HólmfriSur Sigrún, gift H. E. Dom-
iney, Vancouver, B. C.; þá Anna
SigríSur, gift Jóhannesi S. FriS-
son, Glenboro, Man.,; þá Bismarck,
kvæntur Aiexandrónui Tiheódóru
Halldórson sem nýlega eru flutt til
Manitoba; þá Otto Vilhjálmur,
kvæntur Capitolu Margrétu Bjarna-
son, Wynvard; þá Magnús, kvæntur
Helgu Bjaniason, Wynyard; þá
Bjarni Sveinn, verkifræðinemi viS
háskóla Manitobaflylkis, til heimilis
aS Glenboro.
Eftir tveggja ára dvöl aS Moun
tain fluttist Magnús að Hallson, og
bjó þar og vann í 8 ár; þá í 3 ár
norSur viS Siglunes — þannig
nefndi hann staSinn, — viS Mani-
tobavatn; síSan í 13 ár aS Lundar
í ÁlftavatnsbygS. Þar keypti hann
jörS, og leigði jarSir, og rak kvik-
fjárbúnaS í allstórum stíl — auk
smíSanna. Til Wynyard fluttist
fjölskyldan áriS 1915, og keypti þar
ábúðarjörð, um fjórar mílur suS-
austur af Wynyard (N. W. 7-32-15.).
En skömmu seinna tók einn sonur
þeirra hjóna, Bismarck viS búinu,
og hefir búiS þar fram til vorsins
er leið, er hann flutti burt, en Magn-
ús bróSir hans tók viS.
Á þessum stöSum hefir Magnús
heitinn ávalt haft smiðju sína, og
lengst af dvaliS, enda þótt hann hafi
átt örugt kæruleiksathvarf hjá öllum
börnum sínum, og sótt þau heim,
ávalt öSru hvoru, um lengri eSa
skemri tíma. SíSan þau brugðu
búi hefir kona hans að nokkru dval-
iS í Glenboro, hjá dóttur sinni.
Mönnum fanst dauSi Magnúsar
bera brátt aS. En þróttur hans
hafSi mjög þorriS hin síSustu ár,
einkum þó síSastliðinn vcúir, og þaS
jafnvel meir en vini hans grunaði,
því maSurinn var afburSa harðger
og fékst lítt um líðan sína. Hann
fékk mjög rósamt andlát í hjúkrandi
návist konu sinnar og ástvina. Ald-
ursár hans urSu 64, og 7 mánuSir.
Magnús Bjarnason var prýSilega
skýr maður. HafSi hann hið mesta
yndi af vitsmunalegum, og þá jafn-
framt trúarlegum. viSlfangsefnum,
og ræddi um flest af góðum fróðleik,
því aS hann hafSi margt lesiS og
vel. TrúmaSur var hann, eindræg-
inn og óttalauS, en jafnframt heill
og hiklaus vinur fulls frelsis í þeim
efnum. Alkunna er þaS, aS hann
var dvergliagur smiður og vélstjóri,
enda vísindalega fróSari um iðn
sína heldur en algengt er um óskóla-
gengna menn. Hann var t. d. aS
sögn, miög vel ab sér í frumatriS- i
um efnafræðinnar.
En hann var líka vænn maðui —
góSgjarn, hjálpfús nágranni; skemti-
Iegur, alúSlegur heim að sækia.
Sagt er aS nokkúS væri hann bráS-
lyndur, fljóthuga og stórorður og
ef til vill hafa hans nánustu kent
þess í augnablikinu á stundum; þó
ekki meira en svo, aS allir minnast
þeir hans sem hreinlynda, ástríka
eiginmannsins og föðursins, er allt
vildi gera, er í hans valdi stóS, konit
sinni og börnum til vellíðunar 6g
menningar. Efnalega afkoman var
löngum góS, svo og heilsuhættir;
samlíf fjölskvldunnar yfirleitt gæfu-
'samt. Mannkostir barnanna, t. d.
frábær reglusemi hinna mörgu sona,
bera heimilislífinu og samstarfi hjón
anna göfugt vitni.
JarSsetning fór fram þriðjudaginn
19. iúní aS viðstöddu allmiklu fjöi-
menni, þrát' fvrir regn og torfæra
vegi. Séra FriSrik A. FriSrikssoti
jarðsöng. Kona hins látna, og ölí
börn þeirra, nema eltt, voru viS(-
stödd; ennfremur systur hans tvær
frá Glenboro, Mrs. GuSbjörg John-
son og Mrsl 'SigríStir Asgrímsson.
“Hann var einn þessara gömlu,
sönnu íslenzku víkinga,” segja menn
um Magnús heitinn. Yfir orSinu:
“víkingur” er á vorum dögupí við-
feldinn blær. Fornu, ægilegu merk-
ingarinnar gætir þar eigi framar-
I því felst nú aðeins aðdáun íslenzka
ættstofnsins á því frábæra dugnaðav
þoli iðju- og afkastamannsins, seni
“hrestur” aS vísu “í. hylnum stóra
seinast,’’ en bognar aldrei.
Fr. A. Fr.
-----------x-----------
Til Helgu
Ekkju Stephans G. Stephanssonar
Lag: “Þó þú langförull legðir?’
I.
ÞaS er hugljúfast Helga
Nú skal hugsaS um þann:
Vininn æsku þinn eina
Ungan dáðríkan mann,
Asta-ljóSin hans leiftra
þínu lífi svo blíð,
Þessi geisli mun glitra
Gegnum komandi tíS.
Þjóðin unnir þér einlæg
Allrar sæmdar af því,
Að þín gæfa mun geymast
GleSi- minningu í:
Fyrir starfsama snilli
Þessa staðfasta manns,
ÞaS varst þú sem aS áttir
þátt í stórvirkjum hans.
* t
ÞaS er sjaldgefin sæla!
Sem aS hlotnaðist þér:
AS þú unnir þeim eina
Af sem snillingum ber.
Öll hans stórvirki standa
Stöðug, minna á þann:
Sem aS guSsríkis-giæSi—
GuSs, á jörðunni fann.
Og þú æska sem erfir
Alla fjársjóSi hans,
HafSu greind til aS greina
Gæfu-heiSur þíns lands:
ÞaS er ljósiS og lífiS
Sem aS leiftrar um hann !
Þennan glaSIega, góSa,
Göfuglyndasta mann.
Jak. .
-----------x----------
Islendingada gurinn
(Frh. frá 1. bls.)
hann sé álitlegur hlutfallslega, en
hann ber einhvernveginn meiri vott
um verklega framtakssemi, en flest-
ir bæir á líkri stærS, er vér höfum
hér séS, og jafnvel þótt stærri séu.
Sögunarmýlnan á sinn þátt í því,
aS manni detta í hug þróttmiklir,
velmegandi iðnaSarsmábæir í Sví-
þjóS og Ontario. Sögunarmylnan
og rjómabúiS benda á “vakandi önd
og vinnandi hönd*” sem skapa þarna
í framtíðinni miðstöS fyrir lanclbún-
að, iSnaS og útveg, í þýSu og hag-
felldu samræmi.
(Frh.)
S. H. f. H.