Heimskringla - 22.08.1928, Síða 5
WINNIPEG 22. ÁGÚST 1928
HEI MSK.RINGLA
5. MAÐSIÐa
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
KAUPIÐ A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
Fundur í Mouse River
Föstudaginn 10. ágást kl. 9 aS
kveldinu var haldinn fundur í sam-
komuhúsi Mouse River bygSarinnar
í tilefni iaf hteimför Vestur-Islend-
inga til Islands 1930. Af hendi
heimfararnefndarinnar mættu þeir
Jón Bildfell, Vilhelm Pálsson þing-
maöur og GuSmundur Grímsson
dómari. Fundarstjóri var valinn
Stefán Einarsson og til skrifara Sig.
Jónsson. Aösókn var allmikil þrátt
fyrir annir miklar um há-heyskap-
artímann.
Eftir aö %>rseti fundarins hafði
kynt aðkomumenn, tók Vilhelm
Pálsson til máls. Skýrði hann
fundinum mjög vel og rækilega frá
hinum marigumtalaða styrk, sem
þingið þar vestra í Sask. hafði sam-
þykt að veita Þjóðræknisfél. Vest-
ur-Islendinga og öll tildrög af þeim
styrk; einnig hluttekningu þingsins
og ummæli þingmanna í samhandi
við Islendinga. Skýrði þingmaður
inn frá sambandi því sem verið
hefði á millum hátíðanefndai innar
á Islandi og þjóðræknisnefndarinn-
ar í Winnipeg. Hvatti herra Páls-
son sérstaklega hina yngri kynslóð
að sýna Islandi þá virðinigu, að fjöl-
menna heim 1930, og á þann hátt
öeiðra þessa miklu minningarhátíð á
ættjörðinni. Að því búnu tók hr.
J. J. Bildfell til máls. Skýrði hann
frá gangi málsins frá fyrstu tíð,
gjörðum nefndarinnar og hugsjónum
í 'sambandi vfð heimferðina 1930;
ennfremur frá ummælum Lögréttu
Viðvíkjandi heimferðarmálinu og að
síðustu frá samningstilraunum við
Eimskipafélögin. Hvatti hr. Bild-
fell fólk að sækja hina merkilegu
þjóðhátíð 1930.
'Þá tók til máls fundarstjóri St.
S. Einarsson. Kvað hann heim-
ferðarmálið vera á vörum allra
Vestur-Islendinga. Skýrði hann um
leið frá sinni afstöðu í þessu máli,
og væri það aðeins stjórnarstyrkur-
inn sem sér og heimferðarnefndinni
bæri á milli, og honum væri hann
algerlega á móti. En ræðumaður
kvaðst á hina hliðina vera á móti
aðgerðum mótstöðuflokksins.
Þá tók til máls Guðmundur Free-
man. Kvaðst hann vera á móti
stjórnarstyrknum en heimfararnefnd-
inni væri vorkunn; sér væri kunnugt
um að lítið yrði gert án peninga.
Þar næst tók Guðm. dómari Gríms-
so n til máls. Kvað hann heimfar-
arnefndina hafa gert allt sitt bezta
! í þessu máli. Flutti dómarinn um
það alllangt og ítarlegt erindi. * Þá
er hr. .Gnmsson hafði lokið tölu
sinni, stóð upp af flokki heimamanna
Ásmundur lögmaður Benson. Flutti
hann langa og mjög áheyrilega
ræðu í samfoandi við heimfararnefnd-
ina Lýsti lögmaður mönnum
þeim sem í henni sætu á þann hátt
að heimferðarnefndina skipuðu ein-
ir af allra beztu mönnum Vestur-
Islendinga, sem almenningi væri ó-
hætt að bera fullt traust til. Fleiri |
af bygðarmönnum tóku ekki til máls, ;
og fundinum ekki ljóst hvar almenn- |
ingur stóð með skoðanir sínar. Gerði-|
þá Benson lögmaður þá uppástungu
er studd var, að fundurinn lýsti
íullu trautsti á heimifararriefndinni. I
Einn bygðarmanna, Olafur Freeman
bankagjaldkeri í Upham þótti ekki
rétt eða heppilegt að ganga til at-
kvæða því ekki sæist vilji fólks-
ins er meiri hluti manna væru gengn-
ir af fundi því þá var áliðið nætur.
Að síðustu var gestunum þökkuð
koman með því að allir stóðu á
fætur með þakklæti fyrir prúðmann-
lega framkomu, góðar og greinileg-
ar skýringar á málum þeim sem til
umræðu lágu og allar upplýsingar á
heimfararmálinu.
N. JónSson.
Om
SÍMI 57 348 SIMI 57 348
DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD.
Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið
fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan
á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o.
s. frv.
Allur trjáviður þur og vel vandaður.
667 Redwood Avenue
WINNIPEG —MANITOBA.
Viðskiftamönnum vorum og öllum mönnum í Winnipeg
sem vel klæddir eru, Tilkynna Stiles & Humphries
8 DAGA HÁLF-
VIRÐIS FATA
og HATTA SÖLU
í samræmi við vora fast ákveðna reglu að
rýma algerlega því sem fyrirliggur af þessu
tvennu, áður en vér tökum upp haust-birgð-
ir vorar. Vér bjóðum yður ótakmarkað val
á öllum fötum og höttum, á réttu hálf virði.
LÍTIÐ í DAGBLÖÐIN
EFTIR EINSTÖK.UM ATRIÐUM
Stiles & Humphries
Winnipeg's Smart Mens Wear Shop
261 Portage Ave.( Next to Dinigwalls)
WONDERLAND
Continuous Daily 2 - 1 1 p. m.
THUR. FRI. SAT. — THIS WEEK.
VLAST C0MMAND
a> ‘paramaant *J>icture 0*,
SEHIAL: “THE MAN WITHQUT A FACE" C hap. 0.
STAGE ENTERTAINMENT SATURDAY ShoAV slarts 1 p.m.
MONv TUES., WED., AUG. 27—28—29.
MILTON SILIS'
%VALLEY of
tdegiAhitj
vbVmWMi
EXTRA FEATURESs “KINGS OF THE ROAD” — aml
“THE VANISHING RIDÉR” — Chap. II.
---DON’T FAIL TO $EE--
The Haunted Island” and “The Mark of the Frog.,T
NYTT
to the West
and Winnipeg
but the toast
of the East
REd OAP ALE
Sent leyfishöfum heim, eða afgreitt í
áfengisverzlunum stjórnarinnar.
PHONE
21 508
Vöruhús:
157 PORTAGE EAST
CARLING BREWERIES limited
“Ölgerðarstofa síðan árið 1840”
VANDAÐiR SKÓR fyrir VANDFÝSIÐ FÓLK Þér verðiS að vera vel klædd á hátíðunum sem í hönd fara. Vér höfum nægar birgðir, og þér getið valið úr því bezta sem á boðstólum veraldarinnar er Sérfræðingar vorir máta á yður skóna og leiðbeina yður að laga það sem að er.
“LEE’S” SKÓRNIR Spengilegur, nýr skófatnaður fyrir
fyrir karlmenn, gerðir á Bretlandi; bezta konur og unglingsstúlkur. Sniðinn úr
tegund brezkrar framleiðslu. Sniðnir yf- fínasta silki, gljáleðri og rauðskinni. Al-
ir mátulega leista, með þeirri áferð, sem veg einstæð gerð í búð vorri.
er sérkenni vel klæddra manna.
Nú er tími til þess fyrir yður að velja
Einnig afbragðs úrval af beztu skóm, úr, meðan birgðir vorar eru sem nýjast-
sem gerðir eru í Kanada. ar og margbreytilegastar.
The Állan Shoe Store, Limited
• 267 PORTAGE AVE.
3 dyrum vestur af Dingwall Sími 28 237
Mrs. Ingibjörg Olafsson frá Riv
erton, Man., gekk undir uppskurð á
almenna sjúkrahúsinu hér í bæ, þriöju
daginn í vikunni sem leið. Upp
skurðurinn heppnaðist vel og líður
Mrs. ölafsson nú eftir öllum vonum
Þorbjörg Bjarnason
L.A. B.
Teacher of Piano
and Theory
872 SHERBURN ST.
Phone 33 453
Om
ro-mmD-ommommommomnB-o-mm^o^^B-ommo*
Minni Kanada
Flutt aS Riverton á Isl. dag, 6. ágúst.
Land með arma ægivíöa, undrasléttur, hrikafjöll,—
til^þín hafa kveðið kvæði kraftaskáldin 511.
Því er mér, sem minstur allra mærðartimbur hjó,
bæði um og ó. —
Feginn vildi ég ljóði letra lofstír þinn um alla jörð.
Get þó engan beina boðið FTstri en þakkargjörð:
Eftir fjórðungsaldar fóstur ást er runnin hrein
mér í merg og bein. —
Vorra feðra, frænda og barna felur þú í skauti hold;
hafdýpt sælu- og sorgartára sökk í þína mold.
Upp hjá móðu mannlífs spretta minninganna tré —
heilög hjartans vé. —
Þú ert liauður æsku og orku — óskabyr hins frjálsa
manns
blæs frá þínum víðavangi — Veldi gróandans.
Víðsýn útsýn lands og lagar luktan opnar geim,—
víkkar hugarheim.—
Allar þjóðir allrar jarðar eiga grið á þinni slóð.
Niðjar þeirra í eining andans eina kynda glóð.
Af þeim grunni, er aldir renna, undra kynstofn rís,
braustur, hagur, vís. —
Landið fagra, sólskins sæla, sona vorra og dætra storð,
Þinn skal hróður heimi sunginn, hróss og frægðar orð—
Meðan orð er efni hærra, andinn víðar fer
en vort auga sér. —
Gísli Jónsson.
Björgvin
Guðmundsson
A.R.C.M.!
| Tleacher of Mulsic, Oomposition,
j Theory, Counterpoint, Orches-
tration, Piano, etc.
jSuite 10, Medway Court,
307 Edmonton St.
Minni íslands
Flutt að Riverton á Jsl. dag, 6. ágúst.
Lag: “Silver threads among the gold.”
Hvor sem á sér ærlegt blóð
eittbvert brot af vorri þjóð,
þar er víst að þennanNdag
þekkist hvorkí stríð né jag:
Allir “landar” hugsa heim,
hvað sem annars dreifir þeim.
Þó um allt sé illskast, þrætt,
eigin vígi sundur tætt
aðra daga, ættjörð mín,
oft þér gleymi börnin þín,
í>ér er sungið þennan dag
þúsundraddað vöggulag.
Ef við bara gætum gleymt
glímuskjáltta — og saman teymt
siguröfl úr helju heimt;
hreinsað þar sem nú er reimt,
sjálfum oss til gæfu geymt
guðspjöll þín — og hærra dreymt.
Það er engin öfgaspá
að við gætum sigrað þá;
sigrað allt — sem óskabörn
unnið þér í sókn og vörn.
Það sé okkar æðsta lag
að við lifum slíkan dag.
Sig. Júl. Jóhannesson.