Heimskringla - 26.12.1928, Page 2
2. BLAÐSÍÐA
H E I M8KRINGLA
WINNIPEG, DES. 26., 1928
HUGREKKI
(Þessi ræCa er birt hér samkvæmt
ósk margra þeirra, er á hana hlýddu
—Ritstp
Matt. 16, 18
Ýmsir heimspekingar nútímans
halda því fram, að flest trúarbrögC
grundvallist á hrœðslu. Öttinn viö
hiö ókunna, þaÖ leyndardómsfulla,
óttinn viö ósigur og dauöa, segja
þeir aö sé sú sálræna orsök, eöa
þörf sem skapi guö manninum til
fulltingis í raunum hans og erfiö-
leikum. Satt er þaö, að óttinn er
mikiil meöal mannanna. Hann er
arfur frá dýraríkinu. Hjá skyn-
lausri skepnunni, sem aldrei þorir aö
stiga út úr troðinni slóð af ótta við
hið ókunna, kemur hann glegst í
ljós. Þar er hann raunar ósjálfráð
varfærtii eða sjálfsbjarg(ar-,viðleitni
óvitans, sem enn hefir eigi lært
greinarmun góös og ills. Hið kunna
er þá alltaf öruggara en hið ókunna,
sem enn er ekki fengin reynsla fyrir
hvort skaðsamleg1 sé eða ekki. Fyrir
hræðslulund dýr$iris, verður hver
nýung ljón í vegi. En smám sam-
an, eftir þvi sem maðurinn vitkast,
hverfur óttinn. Hann lærir að skilja,
að enginn hlutur er óttalegur í sjálfu
sér, ef maöur veit skil á honum.
Hættan liggur miklu fremur i því að
kunna ekki með hlutina að fara.
voðinn er fólginn i vanþekking-
umii.
Það er eigi rétt, að hraSslan sé
undirrót að trú mannsins. Væri
svo, þá hiytu og þær þjóðir, sera á
lægstu menningarstigi standa, að vera
trúaðastar. Mér er næst að hald.i
að þeir, sem þessum skoðunum halda
á lofti. hafi ekki sem gleggsta hug-
mynd um, hvaö trú er. Trúaður
maður er aldrei hræddur. Vertu ekki
hræddur, trúðu aðeins, sagði Jesús.
Fullkominn trú rekur út úttann.
Hitt er aftur jafn skiljanlegt, að
á lægri þroskunarstigunum, kemur
þessi þrælborni ótti hel/t 1 Ijós í
trúarbrögðunum. Gyðingar þreytt-
ust aldrei á því í ritningu sinrii að
itreka það, að Jahve krefðist ótta.
“Þú skalt óttast Jahve guð þinn, þvi
hann er hræðilegur, hver sem sér aug-
lit hans hlýtur að deyja.” Jafnvel
spámennirnir lýsa honum stundum,
þar sem allt visnar fyrir reiöi hans,
þar sera drepsóttin fer á undan hon-
um og sýkin fetar í fótspor hans,
og hann gei^ur fram og jörðin nötrar,
svo þjóðirnar hrökkva við og hin
öldnu fjöll molast. Sálmarnir og
orðskviðirnar tala sí og æ um þaö,
að ótti Jahve sé upphaf allrar vizku
og þekkingar. Jahve muni auðsýna
þeini miskunn sína og ótal gæði, sem
óttist hann nógu mikið, hans dýrlega
en hræöilega nafn. Gekk þessi ótti
svo langt að Gyðingar fóru að sneiða
sem mest þeir gátu hjá því að nefna
nafn Jahve, og kölluðu hann þá
ýmsum öðrum nöfnum eins og t. d.
herrann eða drottinn.
1 kristninni hefir sama sagan end-
urtekið sig. Páll, Agústínus, Lúter
og Calvin og fjölda margir aðrir hafa
reynt af öllu megni að innræta guð-
hraðsluna. I kaþólskura sið gekk
þessi hrœðsla svo langt, aö menn
hættu að tilbiðja guö, heldur tilbáðu
Krist. Brátt varð hann einnig of
ógurlegur. Hann var vanalqga mál-
aður af listamönnum miðaldanna,
komandi í reiði sinni á dómsdegi,
þar sem hann hafði það helzt fyrir
stafni að draga sundur hafra og
sauöi. Stóöu þá venjulegast þeir
feiknstafir af ásjónu hans, aö menn
fráfældust hann og hættu að trúa
honum fyrir leyndarmálum sínum.
Snéru sér nú til móöur hans, hinnar
bliðu og guödómlegu meyjar, er
þeir hugöu aö sefa myndi bræði
sonar sins. Eins og kunnugt er,
þá er Maríudýrkunin ennþá einna
algengust meðal kalþólskrar alþýðu.
Hún óx jafnframt því, sem Krists-
hugmynd kirkjunnar gerðist ómannúö
legri. En á miðöldunum, þegar trú-
villingaofsóknirnar vortt, sem mestar
og því var komið inn í vitund manna,
að María krefðist þess einnig að geng
ið væri fram í þessari óhæfu, hvarfl-
aði einnig fjöldi manna brott frá
Maríu, og snéru sér nú til önnu móö-
ur hennar, og báðu hana að bliðka
dótturina, sem þeim var einnig far-
in að standa ógn af.
Þannig fer undireins og gwðshug-
myndin verður harðstjórnarleg. Menn
hverfa í burt og trúa í raun og veru
ekki. Menn leita að einhverju
mannúðlegra. En það er því undar-
legra, að hræðslunni skyldi einnig
vera lætt inn í kristindóminn, krist-
indóm Jesú frá Nazaret, aö trú hans
var ekki nein trú óttans, heldur sú
trú er burt rak óttann — hún var
fagnaðarboðskapurinn um það, að
guð væri góöur og menn hefðu eigi
meiri ástæðu til að óttast hann en
barnið föður sinn.
Þessi trú Jesú kenrur einnig i Ijós
í þessum undarlegu orðum, sem hann
talaði við Símon Jónasson hjá
Cæsarea Filippi: “Þú ert Pétur og á
þessum kletti vil éjg byggja söfnuð
minn, og hlið heljar munu eigi verða
honum yfirsterkari.’’ Simon Jónasson
var óbreyttur fiskimaður, búsettur i
Kaperwaum, þegar hann kyntist Jesú.
Honum er allstaðar lýst þannig að
hann hafi verið maður mjög örgeðja
og fljótur að hrífast, en virðist hafa
verið ístöðulitHl að eðlisfari. Vafa-
laust elskaði hann merstara sinn roeð
allri aðdúun og ákefð hjarta síns.
Hann kastaði sér út úr bátnum til
sunds, ef hann næði þannig fyr fundi
hans, er honum þótti bátnum miða
hægt að ströndinni. Hann vrldi
telja honum hughvarf og forða bon
ura frá bráðum dauða, er Jesú sagði
honum að sér bæri margt að líða
og hann ætti að verða líflátinn. Hann
brá undireins sverði honum til varn-
ar, er hann var handtekinn. Hann
sór og sárt við lagði, að hann myndi
aldrei að eilifu afneita honum. Þó
afneitaði hann honum undireins þrisv
ar fyrir þraHum æðsta prestsins —
þegar hann sá alvöruna: hin geigvæn-
legu hlið heljar. Þá brást þrek hans
og kjarkurinn bugaðist. En á næsta
augnabliki iðraðist hann svo þrek-
leysis síns og hverflyndis og grét sár-
an.
Það eru svo margir Iíkir Símoni
Jónassyni. Þeir eru fljótir að hríf-
ast af hugsjónunum, hrifast af þvi,
sem gott er og fagurt. Wir heita því
óðfúsir fylgd sinni og liðsinni en j
svíkja, þegar á reynir — af hugleysi.
HugrekkiÖ er undirstaðan undir
öllum siðþroska vorum, bresti það er
allur þroski vor í voða. Vér verðum
þvi að gera oss glögga grein fyrir
þvi, i hverju það er fólgið og hvern-
ig það kemur i ljós i lífi voru.
Hver göfug skapgerð er byggð upp
af mörgum dyggöum. En engin er
sú dyggð, er eigi þarf hugrekki að
bakhjarli til þess að vera dyggð.—
Þess vegna kölluöu og Grikkir hinir
fornu hugrckkið vera eina megin-
dyggÖina. Þeir Plato Qg Aristotel-
es töluðu um fjórar megindyggðir:
vizku, hugrekki, hófstilling og rétt-
læti. En sannarlega verður vizk-
unni eigi þjónað, nema trl sé hug-
rekki og þor til að ganga í berhögg j
við heimsku Qg löghelgaöa hleypi-
dóma. Engin gætir hófs, nema sá
hem hefir hug til að berjast við á-
striðurnar í sjálfum sér. og líða þá
þjáning, sem þarf til að ráöa niður-
lögum þeirra.
Og til þess að vera réttlátur, þarf
eigi minnst hugrekkið. — Þjónar
réttlætisins eru oft illa liðnir, þar
sem rangsleitnin situr að völdum.
Þannig verður hugrekkið skilyrði
fiverrar dyggðar, sá grundvöllur, sem
hver drengileg athöfn er byggð á.
Vér sjáum Sókrates þenna dreng-
lundaðasta höfðingja grízkrar menn-
ingar standa fyrir dómstóli rang-
Atofæal 1M2.
Löffih 1914.
D.D. Wood& Sons, Ltd.
KOLA KAUPMENN
Vér þorum að hætta mannorði voru o* valganfni
á viðakiftin
SOURIS—DRUMHELLER
FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK
POCAHONTAS, STEINKOL,
KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK
ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR.
Not - Gæði - Sparnaður
Þstta þrent hafið þér upp úr því aS skifta viS oaa
SfMI: 87 308 Roaa Ave. and Arlington Str.
Vér faerum ySur kolin hvenær eem þér viljig
Sá ég í fjarska fjöllia blá
Sá ég í fjarska fjöllln bli
mér fanst þá birta og hlýna.
Útsýn ný þar opin lá,
undra heim að sjómim brá,
Á sigurtindinum sá ég ljósið skína,
Sá ég í fjarska fjöllin blá
með fell og hjalla sína.
þau voru fögur, þau voru há,
þangað ætlaðí ég að ná
á sigurtindimim sá ég ljósið skina.
Sá ég í fjarska fjöllin blá
þau fylltu Bálu mína.
Hugurinn þreyttist aldrel á
að eggja, hvetja og glæða þrá
á sigurtindin'um sá ég ljósið skína.
Sá ég í fjarska fjöllin blá
ferðina hóf ég mína.
Upp til þeirra leiöin lá
mér löng hún virtist ekki þá,
á sigurtindinum sá ég ljósið skína.
Þó að fyrir æsku augum
allir vegir sýnist greiðir,
oft er reyndin ungum taugum,
erfitt rétt að þræða leiðir.
1 veðra trylling, vetrar ríki,
verður örðugt fram að sækja,
breiðar gjár og botnlaus dýki
bæði fyrir þarf að krækja.
Seinkar ferð að sigur tindi,
sýnist vegur hömrum falinn
þó að hugur kappið kyndi
krækja verður nið’r ’í dalinn
Við það lengist leið ófarin,
löng er brekkan hinum megin
sækir fótur siggi varinn
seint og snemma fram á veginn.
Villugjarnt er vegfaranda,
vöröur fáar, óskýr gata,
margur kemst í mikinn vanda
í myrkri og þoku veginn rata.
Ef að slögum hraðar hjarta
hugdyrfð bugast, veíkist kraftur,
leiðar vísir ljósið bjarta,
lýsir þá á veginn aftur.
Sé ég í fjarska fjöllin blá
fjarlægð seint vill dvína,
ennþá lifir ljóssins þrá
að lokum mun ég þangað ná
á sigurtindinum sá ég Ijósið skína.
. \vZ.V'
* '•»
r-
L. B. Nordal.
Kveðið eftir Charles Kingsley
“Ó, Marta, farðu og kalla kýrnar heim,
og kalla kvikféð heim,
og kalla búféð heim,
um sandinn flæðir sjór!”
Frá tryltum ægi úði fylti geim.—
Og alein Marta fór.
Frá vestri byltust öldur upp á sand
og yfir allan sand
og allt í kring um sand
og brimgnýr barst með þeim.
En sorti huldi útsýn alla á land :—
og aldrei kom hún heim.
“Hvað flýtur þarna? fiskur? þari? hár?
í fléttum konu hár,
svo fagurt meyjarhár
sem glói gullið ský?
Svo fögrum aldrei laxi ’um liðin ár
var lyft úr ánni Dee.”
Þeir fluttu hana um sollinn græðisgeiin,
Um grettann öldugeim,
um grimman ólgugeim
í litla gröf á land.
En sjómenn heyra’ ’hana ennþá kalla kýrnar
heim
um kaldan Dee-ár sand.
Sig. Júl. Jóhannesson.
sleitninnar. Hann kunni ekki að
i bræöast. Og þess vegna sveik hann
eigi heldur sannleikann. Lífi sínu
hafði hann varið til þess að reyna
að kenna mönnum hvernig bezt sé
og réttast að lifa. Fyrir þessa viö-
leitni, sem hann nefndi starf sitt í
þjónustu guösins, fórnar hann öllu
ööru: efnahag sinum, metorðum,
lífsþægindum og vinsældum. C|g
þegar hann er ákæröur, þá stofnar
hann heldur lífi sínu í háska, en mæla
eitt orð um hug sinn til að blíðka
dómarann. Hann ver sjálfan sig af
sakargiftum.ekki af því hann héldi það
ógiftu fyrir sig, gamlann manninn, að
deyja, heldur af því að sakargiftirnar
voru ósannar og hann taldi aö ó-
sannar sakargiftir bæri ætíð að hrekja.
Hann knésetur sjálfan dómarann og
kennir honum réttlæti, enda þótt hann
ætti fyrir það visa reiði hans. Og
þeigar hann hefir veriö dæmdur til
dauða fyrir sakleysi, þá neitar hann
enn aö brjóta lögin meö þvl aö flýja
úr fangelsi, því að hann vill ekki
gjalda rangt með röngu. "Enginn
sá maður,” segir hann,” sem nokk-
urs verður, á aö horfa í háska eöa
bana. Hann á aðeins að líta á
hitt, hvort þaö sem hann gerir er
rétt eöa rangt, hvort hann breytir
sem góöur maöur eða vondur.’’ Vér
sjáum hvernig öll dyggð Sokratesar,
öll réttvísi hans og trúmennska viö
sannleikann er borin upp af óbifandi
hugrekki. — Dómstóllinn sem hann
stóð fyrir, ákærendur hans og allur
múgurinn, þeir voru knúnir áfram af
hræöslq, tii aö ofsækja þenna mann,
sera svo hispurslaust sagði sannleik-
arin, hver sem í hlut átti. Þá skorti
alla hug, til aö heyra hann. — Þeir
höfðu ekki hugrekki, til að lifa við
þaÖ, aö sjá framan i sannleikann.
Sókrates hafði bæöi hug til að lifa
og deyja. Því að hann trúði þvi,
að góðum manni geti ekkert grand-
að, hvorki lífs né liönum. Hann
trúði þvi, aö guðirnir l.étu aldrei þaö
óréttlæti viðgangast, að góður mað-
ur biði tjón af vondum manni. Oig
Þess vegna sá hann líka með sinni spá
mannlegu sjón að Aþenumenn myndu
bíða meira tjón af lífláti hans en
hann sjálfur. Þvi hvað haföi hann
að yfirgefa, annað en vanþakklæti og
skilningsleysi og hatur óviturra
manna? Þess vegna drakk hann
eiturbikarinn einnig æðrulaust eins
glaður og rólegur og sigurvegari.
Maður, sem hefir óbifandi kjark.
lifir Qg deyr eins og sigurvegari,
jafnvel þótt svo viröist um stund, að
hann sé ofurliði borinn af örvita
múgnum. Hversu oft sem hann er
dómfeldur stendur hann þó jafn réttur
fyrir dómi sögunnar. Jesús Krist-
ur stóð einnig fyrir dómi rangsleitft-
nnar sem sigurvegari. Þar endur-
tókst sama sagan og saga Sókratesar
400 árum áöur og saga allra spá-
mannanna, sem Gyðingar höfðu grýtt
og limlest. Lýðurinn fékk ekki þok
að orð hans, þoldi og þorði ekki að
heyra sannleikann af munni réttláts
manns. En svo sannfærður var
hann um það að til þess væri hann
fæddur og í heiminn borinn að þjóna
sannleikanum, að hann þoldi mögtun-
arlaust spott og misþyrming og dauða
hans vegna. Hann vissi að samt
sem áður var hann að sigra. Það
var hann einn, sem var óskelfdur.
Það var trú þessara tveggja manna
á góðleikann og réttlætið, sem geröi
þá góða og réttláta. Það var hug-
rekkið, » sál þeirra.
Þar sem menn eru illir og trúa á
það sem illt er, er ekki um neitt hug-
rekki að ræða. Helviti cr staður,
þar sem hraðslan rikir. Hvort sem
menn hræðast hér á jörðu eða annars
staðar er sá staður helvíti. Þar
FORD COH
-All Size»—
WMtern Gem Co*I
Lump, Stove and Nut Pen
THE
WINNIPEG SUPPLY
& FUEL CO. LTD.
Tel. 876 16 — 214 Ave.Bld*.
ÞJER 8EM NGTIO
TIMBUR
K A U P I O A F
The Empire Sash and Doer
COMPANY LIMITEÐ
BlrgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifetofa: 5. Gólfi, Bank ef Hamilton
VERO GÆÐI ANÆGJA.
SfMI 57 34« SÍMI 57 34«
DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD.
Verzku- með altekonar te*undir af Timbri og Efnivlð
fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan
á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o.
s. frv.
Allur trjáviður þur og vel vandaður.
667 Redwood Avenue
WINNIPEG —:— MANITOBA.