Heimskringla - 26.12.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.12.1928, Blaðsíða 6
S. HLAÐStÐA I I O WINNIPEG, DES. 26., 1928 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Aargau, og tók sér á hendur pílagrímsför til Rómaborgar. Og hér virðist órólegur andi hennar hafa ratað í eitthvert æfintýri, þótt engum sé kunnugt hvað fyrir hefir komið. Hitto bróðir hennar leitaði þrjá daga að henni á torginui og meðfram Tiberfljótinu, en alt kom fyrir ekki. En á fjórða degi kom hún inn um Salarian-hliðið; bar hún höfuð hátt og var glampi í augum hennar, en hún hrópaði upp, að fyr mundi ekki farsæld í heiminum, en St. Martin væri sýnd sú virðing er honum bæri. Á heimleiðinni seldi hún biskupinum í Constance allar eigur sínar í hendur, með þeim skilmálum, að klerkar þar héldu sérstaka há- tíð 11. nóvember ár hvert til heiðurs St. Mart in. Sjálf leitaði hún í kofa til Ziliu, heilagrar einsetukonu. En henni féll alls ekki vistin þar, svo hún hvarf í dal St. Gallusar. Biskupinn sjálfur fylgdi henni þangað, lagði dökka blæ- una með eigin höndum yfir andlit hennar og leiddi hana inn í kofan á Irenhæð. Eftir að hann hafði lagt yíir hana blessun sína, lagði hann fyrsta steininn, sem átti að fylla upp dyrnar, setti innsigli sitt fjórum sinnum á blý- ið, sem binda átti steinana, og lokaði hana þannig inni frá heiminum, meðan munkamir, sem með honum voru, sungu dapurlegt við- kvæði, eins og við jarðarför væri. Fólkið í héraðinu virti Wilborad mjög. Það nefndi hana “harðvítuga í helgimensku,” og margan sunnudaginn þyrptist það saman fyrir framan kofann, en einsetukonan stóð við gluggann og prédikaði yfir þeim. Aðrar einsetukonur komu líka og settust að í ná- munda við hana og leituðu leiðbeiningar við fætur hennar. “Þá erum við komin,” sagði Romeias. Praxedis og hinar þjónustumeyarnar litu umhverfis sig. Þær sáu enga mannlega veru; fiðrildin flögruðu í sólskininu og býflugumar suðuðu í grasinu. Hlerinn fyrir glugga Wil- borad var hér um bil alveg aftur, svo að ofur- lítill ljósglampi einn gat borist inn um rifuna. Hægur, seimdreginn sálmsöngur rauf þögnina. Romeias barði með spjótskaftinu á hler- ann. Honum var ekki lokið upp að heldur og söngurinn hélt áfram. Við verðum að draga athygli hennar að með öðm móti,” sagði hann þá. Romeias var maður óprúður og ruddaleg- ur; að öðrum kosti hefði hann ekki gert það sem hann gerði. Hann hóf rödd sína í einum af þessum skógarsöngum, sem olli skóla- drengjunum svo mikillar kæti, þegar þeir réð- ust inn í varðklefann hans, rifu í skeggið á honum eða léku sér að horainu hans. Söng- urinn hafði sömu áhrif eins og steinl hefði Verið varpað í gluggahlerann. Hann opnað- ist Bamstundis, og upp af grönnum hálsi reis draugalegt, guggið kvenmannsandlit. Það var vafið í dökka slæðu, og það var ískyggi- legur glampi í augunum, þegar hún hallaði sér fram í gluggann og hrópaði — “Ertu enn kominn, Satan?” Romeias gekk nokkurum skrefum nær og sagði góðlátlega — Hinn illi óvinur þekkir ekki eins marga skemtilega söngva, eins og Romeias, klaust- urvarðmaður. Vertu róleg, systir Wilborad, eg færi þér nokkurar smámeyjar, sem ábótinn segir að þú eigir að hafa ofan af fyrir með skemtUegum viðræðum þínum.” “Víkið burt, þér svikulu sviplr!” hrópaði einsetukonan. “Vér þekkjum vel snömr freistarans. Burt, segi eg, burt með ykkur!” Praxedis gekk samt nær kofanum, hneigði sig djúpt fyrir gugginni einsetukon- unni og skýrði frá því, að hún kæmi ekki frá belvíti heldur Hohentwiel. Gríska stúlkan átti það til að vera dálítið brögðótt, og þótt hún hefði aldrei heyrt getið um einsetukonuna fyr en í dag, þá gat hún þess, að hún hefði heyrt svo mikið látið af guðræknislífi systur Wilborad, að hún hefði notað fyrsta tækifæri til þess að fá að heimsækja hana. Hrukkurnar í enni Wilborad virtust slétt- ast ei lítið við þessa ræðu. Réttu mér hönd þína, gestur,” sagði hún og rétti sjálf út hægri hönd sína. Kirtillinn féll lítið eitt frá og grannur, holdlaus hand- leggurinn kom vel í Ijós í sólskininu. Praxedis rétti fram hönd sína, og þegar einsetukonan fann unga, mjúka höndina í krumlu sinni, þá sannfærðist hún smátt og smátt um það, að gríska stúlkan væri í raun og sannleika með holdi og blóði. Romeias sá, að nú horfði vænlegar og velti nokkurum steinum undir gluggann á kof- anum. “Eg kem eftir tvær klukkustundir og sæki ykkur. Guð blessi ykkur meyjar allar!” sagði hann og hvíslaði auk þess að Praxedis, “vertu ekki hrædd þó að hún skyldi falla í dá.” Hann blístraði á hunda sína og hélt inn í skóginn. Hann hélt beint áfram svo sem þrjátíu skref, sneri síðan við úfnum haus sín- um og því næst öllum líkamanum, hallaðist fram á spjót sitt og leit hvast á staðinn fyrir framan kofann, eins og hann hefði gleymt einhverju þar. En þó hafði hann engu tínt. Praxedis brosti og sendi þessum önugasta allra varðmanna koss á fingri sér. Romeias reisti sig upp og virtist ætla að henda spjóti sínu, en lét það í þess stað falla aftur, kipti því upp aftur, hrasaði, náói svo aftur jafnvæg- inu og hvarf skyndilega bak við mosavaxna stofnana. “Ó, þú heimsins barn, þú sem í villunni ráfar,” sagði einsetukonan reiðilega, “við hvað áttir þú með þessari hreyfingu með hendinni?” “Eg gerði það einungis að gamni mínu,” sagði Praxedis kankvíslega. “Þetta er ljót synd,” hrópaði Wilborad hörkulega. Praxedis hrökk frá, en Wilborad steypti sér út í ræðuna. hún. “Ó, heimskinginn þinn!” sagði einsetu- konan, beltið, sem eg hefi, er ekki samskonar leikfang. Belti Wilborad er úr járni með brodd- um á. Það hringlar í því eins og í keðju og broddamir stingast inn í holdið. Þig mundi hrylla við það eitt að líta það augum.” Praxedis leit út að skóginum, eins og til þess að gæta að, hvort Romeias vælri ekki sjáanlegur. Einsetukonan hefir ef til vill tekið eftir því, að gesti hennar ‘var ekkért rótt, að minsta kosti rétti hún henni nú hlemm með cplum á, rauðum og grænum. “Er þér farið að leiðast, heimsdóttir?” spurði hún. Nægi orð náðarinnar þér ekki, þá skaltu fá þér eitt af þessum. Kökur og sætindi hefi eg ekki, en þó finna þessi epli náð fyrir augum drottins Þau eru næring fá- tæklnganna.” Gríska stúlkan vissi hvers kurteisin krafðist. En þetta voru krabba-epli, og hún var farin að gretta sig í framan og tár voru í augum hennar um það leyti, sem hún hafði lokið við helminginn af því fyrsta. “Hvemig falla þér þau,” spurði einsetu- konan. Praxedis misti hinn helminginn úr hendi sér, eins og af tilviljun. “Hefði skaparinn gert öll epli jafn súr og þessi eru,” sagði hún, “þá hefði Efa áreiðan- lega ekki etið hinn forboðna ávöxt.” var virðulegur einsetumaður, sem bjó út í eyðimörku Egyptalands og nærðist á engi- sprettum og viltum rótum. Hann var svo guðhræddur, að hann fékk að heyra þegar í lifenda lífi samhljoma himnanna, og oft sagði hann; ‘Ef allir gætu heyrt það, sem mér hefir verið veitt að heyra, þá mundu þeir yfirgefa hús og land, og sá, sem kominn væri í annan skóinn, mundi skilja hinn eftir og flýta sér til austurlanda.’” En nú átti stúlka að nafni Thais heima í Alexandríu, og enginn gat úr því skorið hvort meira væri, fegurð hennar eða léttúð. Fyrír þá sök sagði Pachomius: “Þessi kona er öllu Egyptalandi plága,” og hann reis upp og klipti skegg sitt, smurði hár sitt og settist á bak krókudíl, sem hann hafði tamið til hlýðni með krafti bænarinnar. Skepnan bar hann á bakinu ofan Níl, og hann hélt til Thais, eins og hann vær einn af biðlum hennar. Og hann bræddi hjarta hennar, svo að hún fleigði frá sér silkislæðunum og brendi jafn- vel gimsteina sína í eldi, og hún fylgdi Pach- ominusi ens og lamb fylgir hirðinum. Og hann lokaði hana inni í helli, með einungis einum litlum glugga, og þar kendi hann henni bænar- iðkanir, og eftir fimm ár var hún hrein orðin, og englar fluttu frelsaða sál hennar til himna.’ Praxedis var ekki sérlega hugfangin af þessari sögu “Gamli maðurinn á eyðimörkinni með ritjulegt skegg og beiskar varir er ekki nógu veglegur fyrir hana,” sagði hún við sjálfa sig. “og þessvegna á eg að hafa hann!” En hún þorði ekki að segja það, sem henni var í huga. Rétt í þessu heyrðist í miðaftanklukkunni frá klaustrinu. Einsetukonan hvarf tafarlaust frá glugganum og lét hlerann aftur. Og nú hófst drungalegur söngur og þar með fylgdu högg með jöfnu millibili. Hún var að húð- strýkja sjálfa sig. « Um Romeias er það að segja, að hann var farinn á veiðar langt út í skógi, og hafði kastað spjóti sínu—en uppgötvaði þá að hann hafði haldið að eikarholur væri ungur hjörtur! Hann þreif spjótið I bræði út úr hörðum stofninum. Þetta var í fyrsta skifti á æfinni, sem annað eins hafði fyrir hann komið. Löng þögn varð umhverfis kofa Wilborad. En alt í einu hóf hún rödd sína aftur, en nú var hún breytt og heit af ástríðu: “Hverf ofan til mín, heilagi Martin, þú hrausti kappi drott ■ ins, huggun einveru minnar, ljós myrkurs míns! Hverf til mín, því sál mín er reiðubúin tU þess að taka á móti þér, og augu mín þyrstir eftir þér!” Þá varð aftur þögn. En Praxedis hrökk alt í einui óttaslegin við, því að angistarvein heyrðist að innan. Hún hljóp að glugganum og Ieit inn. Einsetukonan lá á hnjánum, hélt höndum fyrir ofan höfuð sér- og starði sljó fram undan Bér. Svipan lá við hliðina á henni. “í öllum guðanna bænum, hvað er að?” hrópaði Praxedis. WUborad stökk á fætur og þreif í hend- ina á Praxedis eins og hún væri með krampa. “Mannsbarn,” sagði hún og stundi, “Þú, sem fengið hefir að vera vottur þjáninga Wil. borad, ber þér á brjóst, því að tákn hefir gefist. Hann, sem sál mína hefir valð, hefir ekki birst, því að hann er reiður yfir því, að nafn hans hefir verið saurgað af vanheilögum vör- um. En hinn helgi Gallus, sem aldrei hefir áður komið í kofa minn, birtist sál minni, og hann var með þjáningarsvip og klæði hans vom rifin og tætt. MikU óhamingja hlítur að vofa yfir klaustri hans. Fyrir þá sök skulum við biðja um, að lærisveinar hans falli ekki á vegi réttlætisins.” Hún hallaði sér út úr þröngum glugganum og hrópaði yfir til nágrannakofans: “Wendel gard systir!” HJerinn fyrir glugganum á hinum kofan- um laukst upp og gamalt andlit kom í ljós. Það var andlitið á hinni virðulegu frú Wendel- •gard, sem syrgði hér eiginmann sinn, sem ekki hafði komið aftur úr ófriðnum síðasta. “Wendelgard systir,” sagði Wilborad, “við skulum syngja þrisvar sinnum saman sálminn: “Miskunna þú oss, ó drottinn!” En Wendelgard hafði einmitt verið að dreyma um eiginmann sinn. Hún var þess fullvís, að hann mundi eitt sinn koma aftur frá landi Húnanna, og hennar eina ósk á þessu augnabliki var að komast úr kofanum og leggja af stað í léttum andvaranum til þess að mæta honum. “Þetta er ekki stund fyrir sálmasöng,” kallaði hún til baka. “Ó, djöfuls-verk og hégómans!” hrópaði hún. “Þama ertu og gítur augunum umhverf. is þig, þar til þau skjótast eins og örfar inn í hjarta manns, og þú kastar til hans kossi, eins og það skifti engu máli! Skiftir það engu hvort hann lítur aftur, sem fram ætti að líta? Enginn, sem lagt hefir hönd á plóginn og lítur aftur, er hæfur fyrir himnaríki. Að gamni sínu! Ó, gef þú mér ísóp, að eg megi hreinsa þig af synd þinni, snjó, til þess að þvo þig hreina!” “Eg var ekkert um þetta að hugsa,” sagði Praxedis og roðnaði við. “Það er ýmislegt, sem þú hugsar ekki um” sagði Wilborad og athugaði Praxedis frá hvirfli til ilja. Því næst mælti hún— “Þú hugsar heldur ekkl um það, að þú ert í dag í grænum og gulum klæðum, og að þessir skripandi litir em andstygð í augum þeirra, sem snúið hafa bakinu við heiminum; né um það, að beltið þitt er svo losaralega spent um mitti þitt, eins og þú værir flakkandi dansmær. Vak þú og bið!” Einsetukonan hvarf frá glugganum, en þegar hún kom aftur í ljós, eftir stundar bið, þá var hún með knýttan kaðalspotta í hend- inni. “Eg vorkenni þér, aumingja turtfldúfan,” sagði hún, “ríf af þér silki útflúrið og taktu frá Wilborad við belti sjálfsafrueitunarinnar. Það á að minna þig á, að fara eigi með hé- gómlegt þvaður né athafnir. Verðir þú aftur fyrir freistlngunni að senda varðmanni koss á fingrum þér, snú þú þá ásjónu þinni í austur og farðu með sálminn: “Drottinn, frelsa mig frá illu!’ Og fáir þú eigi með því frið, þá kveiktu á vaxkerti, haltu fingrunum yfir log- anum, og þú munt frelsast á stundu freisting- arinnar: Því eldurinn einn getur eldinn lækn- að.” Praxedis leit til jarðar. “Orð þín eru beisk,” sagði hún. “Beisk,” hrópaði eiaetukonan. “Lof sé Guði að varir mínar mæla eigi orð sætleikans! Munnoir hins heilaga á að vera beiskur. Eng- ill drottins kom að Paohrominusi, þar sem hann sat út í eyðimörkinni, tók nokkur lauf af lárviðnum og ritaði á þau bænarorðin. Hann rétti Pachrominusi þau og mælti: “Gleyptu þessi lauf, í munni þínum skulu þau verða beisk eins og gall, en þau munu láta hjarta þitt fyllast af sannri vizku.” “Og Pachomius tók laufin og át þau, og frá þeirri stundu varð munnur hans beiskur, en hjarta hans var fullt af sætleik og hann lofaði drottinn.” Praxedis svaraði engu og þær þögðu báðar um stund. Hinar konurnar voru horfnar. Þær höfðu gefið hvor annari olnbogaskot, þegar elnsetukonan kom með kaðalspottann og læðst í burtu. Þær eyddu nú timanum vlð að tína heiðarblóm og rabba saman. “Eigum við líka að setja á okkur svona belti?” sagði ein þeirra. “Það skulum við sannarlega gera—þegar tveir mánar verða á himnum!” sagði önnur. Praxedis hafði lagt kaðalinn á glugga- kistuna. “Eg vil ekki ræna þig belti þínu,” sagði Wilborad móðgaðist. “Það er gott að þú skulir ekki hafa gleymt sögunni um Evu. Smekkur hennar var ekki ósvipaður þínum, og fyrir því er syndin í heiminn komin.” Gríska stúlkan leit til himns, þótt ekki væri henni nein guöhræðsla í huga. Það var fálki að flögra yfir kofanum. “Maatti eg ein- ungis fljúga með þér, langt burtu yfir Con stance-vatnið!” sagði hún við sjálfa sig. En svo hristi hún fallegan kollinn, til þess að losna við þetta skap. “Hvað á eg að gera til þess að verða full- komin, eins og þú ert?” spurði hún. “Það er gjöf frá himnum að geta snúið bakinu við heiminum með öllu,” svaraði hún. “Maðurinn getur ekki gert það af eigin ramm leik. Fasta, vatnsdrykkja, deyðing holdsins, sálmasöngur—Þetta er ekki nema undirbún- ingur. Mestu varðar að velja sér góðan verad- ardýrling. Vér konur emm veikar, en heitar bænir geta flutt kappa drottins til vor, oss til hjálpar. Líttu á, einmitt hérna fyrlr framan gluggann minn. Héraa stendur hann oft f næturvökunni, sem hjarta mitt hefir valið, hinn trausti Martin biskup, og verst meö skildi og spjóti árásum áranna. Baugpir af bláum eldi umhverfis höfuð hans, og það leiftr- ar af honum er hann færst nær, en áramir flýja undan honum og æpa. Og þegar bar- daganum er lokið, já, þá hefir hann vinsam- legar samræöur við mig. Eg segi honum frá öllu, 8em mér er á hjarta, öllum óskunda, sem nágrannarnir gera mér, allri rangsleitninni, sem klausturbúarair sína mér. Ög dýrling. urinn kinkar kolli og hristir flögrandi lokka sína, og hann fer með alt, sem eg segi honum, upp til himna, og þar ræða þeir sameignlega um það, hann og vinur hans Mikael, erki- engillinn, sem stendur vörð frammi fyrir há- sæti Guðs föður hvern mánudag. Og á þenn- an háaa komast sorgir mínar honum til eyrna, og Wilborad, sem sízt er þjóna hans, gleymist ekki . “Þá ætla eg löka að velja mér St. Martin fyrir vemdardýrling,” sagði Praxedis. Þetta hafði ekkd verið tilætjunin mieð lofgjörð Wilborad. Hún horfði með fyrirlitn- ing afbrýðinnar á rjóðar kinnar Praxedis. “Drottinn fyrirgefi þér hroka þinn!” sagði hún og spennti greipar. “ímyndar þú þér, að slíkt verði gert með hugsunarlausum orðum einum og áreynslulaust? Nei, sannar- lega ekki! Mörg árin þjáðist eg og fastaði, og andlit mitt varð hrukkott og guggið, og þó hafði hann aldrei við mér litið. Hann er mik- ill dýrlingur og hetja fyrir drottni, og hann lítur ekki við öðmm en þeim, sem lengi hafa í stríðinu staðið.” “Hann mun ekki taka bænir mínar illa upp,” sagði Praxedis. “En þú mátt ekki biðjá til hans,” hróp- aði Wilborad reið. “Þú mátt það ekki! Hvað varðar hann um þig? Það em aðrir dýrling- ar fyrir fólk eins og þig. Eg skal benda þér á einn. Veldu hinn guðrækna föður Pach- omius.” “Eg þekki hann ekki,” sagði Praxedis. “Það er svei mér nógu slæmt! Þú mátt tO með að læra að þekkja hann strax. Hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.