Heimskringla - 26.12.1928, Qupperneq 4
*. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, DES. 26., 1928
! Híimskringla
(StofnnS lKXfl)
K/iuor •* i A hTfrJnm ml1»Tlknde*t
EIGKXDUR:
VIKING PRESS, LTD.
I H!W oft 865 8ARGENT AVB, WIRJIIPBO
TALSI 'II: SU 537
V«r» blaBslns er $3.00 á.rgangurlnn borg-
>•) fyrlrfram. Allar borganlr sendlst
THE VIKING PR'JSSS LTD.
3IGFGS HALLDGRS (rá Höfnum
Rltstjórl.
i.tanflnkrlll tll blnbMtnfli
IHK IIKING PHESS, l.td., Il»a 8105
l’tnnáskrlft tll rltjitjftranMi
EDI'l'Oft H BIAISKHIJÍ GÍ. 4, Hol 3108
UIWII'KU, HAN.
'Helmskrlngla Is publlsi)ed by
T'be VlklliK l'rrsfl l.td.
and prlnted by
('ITf PHINTING * I*II Bl.l8IIIISI ti CO.
«53-868 Sanrrnt A*e., Wloolpeg, IMan.
Telephonel .86 83 T
WINNIPEG, DES. 26., 1928
Bókafregnir
PRESTAFJELAGSRITIÐ 1928
Dregist hefir fyrir mér lengur en ég
vildi að geta um útkomu Prestafélags-
. ritsins. Þetta er tíundi árgangurinn,
sem út kom í haust. Er hann 14 arkir
í Skírnis broti og kennir þar margra og
fróðlegra grasa eins og að venju. Ritið
er gefið út af Prestafélagi Islands, en
iritstpi'inn er prófessor Sigurður P.
Sivertssen.
Próf. S. P. Sivertssen hefir unnið
margt nytsamlegt verk ísienzkri kristni.
í kennslu sinni við háskólann tiefir hann
stööúgt með mikilli elju fylgt aðferðum
vísindalegrar guðfræði; enda þótt hann sé
tiúmaður mikill, og þannig innrætt nem
endum sínum frá öndvérðu virðingu fyr-
ir sannleikanum. Bók hans: Trúarsaga
Nýja testamentisins (R’vík 1923) ber vott
lum þessa kennsluaðferð hans. Eín-
hver maður sagði við mig nýlega, að sér
fyndist það rit eiginlega ekki vera nein
bók, en sannieikurinu er sá, að trúarsagan
er hin mesta nauðsynjabók, bæði prest-
um og öllum þeim, sem um kristindóm
hugsa eða rita. Því að hún dregur
saman í skipulegu og óhlutdrægu formi
þær skoöanir og þann skoðana ágrein-
ing, sem vart verður meðal ýmissa rita
Nýja testamentisins, sýnir gíöggt þá
riðiun liugmyndanna, sem stöðugt hlýt-
ur að verða, þar sem maður tekur við af
: manni, að. túlka trúarkenningu, sem í-
orði kveðnu heitir ein og hin sama. Er
ekki hægt að fá þeim mönnum ákjósan-
legri bók, sem ímynda sér að allt guðs-
orð sé innbláslð af sama skilningi, og
; þeim dettur fyrst.í hug a,ð leggja í það,
og telja að hvorki þurfi þekking á sögu
trúarhugmyndanna né hugsunahætti sam:
tímans, til að skilja að fullu forna trúar-
kenningu.
Aftur á móti hefir oss hinum yngri
mönnum þótt prófessorinn helzt til var-
færinn og mjúkhentur á ýmsum þeim
kreddum, er oss virðaSt standa sannleik-
anum í vegi. Vitanlega er pll hógværð
og varfærní góð, meðan hún er ekki 4
kostnað hiklausrar sannfæriilgar. Ætlun
prófessorsins mun og vafala.ust vera sú,
að kreddumar og vitleysan verði sjálf-
dauð með tímanum. En mjög er það
vafasamt. Hleypidómar eru eins og
hver annar sjúkdómur. Það þarf að lækna
þá með ákveðnum og hispurslausum að-
ferðum.
Eitt hið farsælasta starf, sem próf.
hefir unnið að, er stofnun Prestafélagsins.
Markmið þess er að auka og efla kynn-
ingu og samvinnu presta á íslandi, og er
þess sízt vanþörf þar í strjálbýlinu. Nú
eru 4 deildir þess félagsskapar settar á
stofn á ísLandi og er von til þess að þær
geti haft víðtæk áhrif á kirkjulíf ís-
lenzkt, aukið áhuga prestanna og skiln-
ing.
Prestafélagsritið hefir alltaf verið
mjög læsilegt rit, og borið vott um hinn
varfærna umbóta-anda ritstjórans. Þetta
hefti, sem út kom í haust, hefst þó eigi
með neinni barnagælu. Þar er birt síð-
asta ræða hins ágæta prófessors og höf-
uðklerks íslenzku kirkjunnar, séra Har-
alds heitins Níelssonar, er heitir: “Vinnu
veitandi og verkamenn.”
Af þeirri prédikun má ráða, hversu
andinn brann í brjósti þessa verkamanns
í víngarði drottins, alt til síðustu stund
ar, til að leiðbeina mönnum á vegi sann-
leikans, og reyna að leiðrétta þau villu
spor, sem iðulega eru stigin í nafni sann-
leikans. Bendir hann á að sæmst sé
að þjóna guði með dáðríkri og ærlegri
breytni. “Fjöldi manna er enn ekki kom
in lengra en það, að halda að guði sé
velþóknanlegt, að hafðar sé yfir afgaml-
ar trúarjátningar viö hverja guðsþjón-
ustu og slíkt sé að þjóna guði.” .......
“Sálmasöngur og bænir eru eiginlega
engin guðsþjónusta.” ..... “Ef bænir eru
eina þjcnustan sem vér erum fær um að
veita guði, þá erum vér ekki annað en
betlarar. Ertu viss um að guði séu betl-
arar nokkuð kærari, en þeir eru þér?”
Þetta eru orð sem margir þeir hafa gott
af að heyra, sem halda að ýmiskonar
varafleipur og guðrækilegt orðagjálfur,
sé það sem úrslitunum veldur í hinsta
dóminum. Prófessor S. P. Sívertssen
ritar nokkur minningarorð um þenna sam
verkamann sinn. Magnús Helgason
skólastjóri skrifar um Samvinnumál.
Ekki snýst sú grein þó um pólitík, hedlur
fjallar hún um megin áhugamál höfund-
arins, uppeldismálin. Bendir hann á,
að eigi sé gáfur og lærdómur einhlítt til
mentunar hverjum manni, lieldur þuríi
og að leggja rækt við viljann. Er vel
og viturlega frá því erindi gengið eins og
vænta mátti frá þeim góðkunna höfundi.
Næst skrifar séra Magnús Jónsson
prófessor fróðlega og skemtilega grein:
, “Rannsóknirnar um æfi Jesú.” Snertir
það efni eina kennslugrein prófessorsins
við háskólann: Inngangsfræðina. Höf.
virðist vera þeirri iiáðargáfu gæddur, ,að
geta ritað skemtilega um alla hluti, einn-
ig inngangsfræði, og gerir liann þar bet-
ur en margur annar.
Þá kemur áframhald af grein séra
Ivjartans Helgasonar í Hruna um ind-
versku þjóðhetjuna Gandhi. Greinin er
ágætlega- skrifuð og gefur mjög glögga
hugmynd um þenna merkilega mann,
sem líklega er einhver sannkristnasti
maður nútímans, þótt ekki telji liann sig
*-il þeirrar trúar. Þá kemur ávarp Páls
bónda Stefánssonar til dr. theol. Valdi-
mars Briem vígslubiskups og sálmaskálds.
er honum var flutt á áttræðisafmæli hans
1. febr. í fyrra vetur. - -
* ' ♦
Ritstjórinn birtir mjög fróðiegt er-
indi um Norðurlanda-kirkjurnar þrjár óg
helztu einkenni þeirra. Af því erindi er
það ljóst að eigi værí það æskilegt að ís-
lenzka kirkjan tæki sér neina þeirra til
fyrírmyndar. Slíkur eftirstælingarandi
hefiT þó mjög virst vera ríkjandi í hand-
bóki.r nefndinni, sem hefir það verk með
hönd am að semja helgisiðaform fyrir ísl.
þjóðkírkjuna. Af þeim tillögum sem
frá ntfndinni eru komnar ög birtar voru
í Prestafélagsritinu í fýrra, virðist helzt
mega ráða að hæsta hugsjön hennar sé
að líkjast dönsku eða sænsku kirkjunni
i bænum sínum og ávörpum. Mér finst
íslenzka kirkjan gjarna mega skara fram
úr systurkirkjunum að einhverju leyti
og hafa sín séreinkenni. Vel get ég tek-
ið undir þá ósk höf. að hún megi tileinka
sér helztu kosti þeirra, ef þeir eru nokkr-
>r-
- Stefán próf. Kristinsson á Völlum.
ritar nokkur hlýleg minningarorð'' um
séra Geir Sæmundsson vígslubiskup á
Akureyii. Því næst kemur skemtjleg'
frásögn Kristleifs Þorsteinssonar bónda
á Stórakroppi af 12 Reykholtsprestum og
man hann sex af þeim vel sjálfur. Ólafur
Ólafsson kristniboði, ritar um kristniboðið
í Kína. Hefir hann sjálfur dvalið þar
um nokkur ár, og talar nú bæði og ritar
Kínversku reiprennandi. Lýsir hann
mjög átakanlega barnaútburði og andlegri
neyð Kínverjanna,og gefur góða hugmynd
um iíiistniboðsstarfsemina í Kína og ár
angur hennar. Þá kemur fyrirlestur
séra Gunnars Árnasonar frá Skútustöð-
um, er hann flutti á prestastefnunni á
Hólum síðastl. sumar, um sjálfsforræði
kirkjunnar. Mælir hann þar eindregið
með aukningu klerka og kirkjuvalds í
kaþólskum anda, vill jafnvel koma á ýmis-
konar kirkjuaga og refsingum. Greinin
er yfirleitt full af allskonar meinlokum
og mótsögnum, sem ég nenni ekki að
tína upp hér. Höf. er einn hinn frægasti
afturhaldsmaður kirkjunnar á íslandi, og
stefna allar hans kröfur um ytra sjálfsfor-
T-æði kirkjunnar að innra ófreisi hennar.
Þessu næst kemur snoturt erindi eftir sr.
Þorstein Briem á Akranesi um Þorstann.
Þá koma tvö bréf frá séra Jóni Bjarna-
syni og loks löng hugleiðing eftir Ásmund
Guðmundsson docent um Gildi manns-
ins. Þar er víða komist bæði fallega og
skynsamlega að orði en ekki ætíð. T.
d. segir hann að mönnunum hafi einu
sinni hlotnast fullkomin opinberun guðs
og hana negldu þeir á kross. Það er
vandi að segja, að mönnunum hafi nokk-
umtíma hlotnast fullkomin opinberun
guðs. Því til slíkrar opinbeiunar þarf
einmitt skilning þeirra sjálfra. Auk
þess var það Jesús Kristur en ekki opin-
berun guðs sem mennirnir negldu á kross.
Og margir telja einmitt að krossfestingin
hafi veiið nauðsynlegur liður til að opin-
bera mönnunum þann guðdómlega kær-
leik, sem bjó með Jesú Kristi. Niður-
stööur höfundarins eru heldur eigi svo
veigamiklar né ákveðnar og ætla mætti.
Hann segir að gildi mannsins byggist á
því, að hann sé guðs barn, en ekki neinu
öðru. Það sé hitt og annað, sem vitni
um himneska ættarmótið og telur það
upp. Þess vegna hafi Kiistur gert há-
ar kröfur til mannanna. Eg veit ekki
hvað höf. á viö með guðs barn. Ána-
maðkurinn er guðs barn ef guð hefir
skapað hann. Þó er ekki hægt að sanna
það með neinu af því, sem höf. telur benda
á himneskt ætterni. Að gildi mannsins
miðist við það eitt að hve miklu leyti'
“Guðs náð” nær að starfa í lífi hans er
jafn óákveðið. Gildi mannsins birtist í
því einu hvað hann er og hvað hann get-
ur orðið, hvort sem Pétur eða Páll kalla
hann “Guðsbarn” eða ekki.
Loks er skýrt frá starfsemi Presta-
félagsins, ferðaprestsstarfi,kirkjumálum á
Alþingi— og bókafregnir. Galli er það
að aldrei sést getið um aðrar trúmála-
bækur í Prestafélagsritinu, en þær sem
gefnar eru út á Norðurlanda-málunum,
og eru það að jafnaði einhverjar þær léleg
ústu bækur þess efnis. sem út eru gefnar.
Meiri gróði væri það íslenzkri prestastétt,
að getið væri merkilegra þýzkra eða
enskra bókmennta um þessi efni, og henni
leiðbeint um val þeirra bóka, sér til and-
legrar uppbyggingar.
Eins og sjá má, er Prestafélagsritið
asiið fjölskrúðugt að efni, og gefur góða
hugmynd um ástand andlegrar stéttar á
ísiandi. Er það víða skemtilegt aflestr-
ar. Það er freistandi að gefa að lokum
ofuriitla glefsu úr bréfum hins mikla
tiumáláskörungs Vestur.íslendinga séra
Jóns heitins Bjarnasbnar, er hann ékrifar
kennara sínum Helga heitnum Hálfdánar
syni,-rétt eftir að hann er kominn vestur
1874. Lenti hann þá í misklíð við
noisku synoduna, einn hinn þröngsýnasta
ofstækis-trúarflokk og fannst þá fátt til
um lífsskoðun þeirra og lærdóm:
“I-’ann ég það fljótt, að hann (Koren,
þ. e. .forstoðumaður synoduskólans) er
einstrengilegri og ófrjálslyndari og jafn-
vel “fanatiskari” í trúarefnum en nokkur,
annar .maður, sem ég fyr hefi kynst, og
líka merkti ég það að hans sltoðanir yfir
höfuð eru skoðanir allrar synodunnar.
Þannig álítur hann og yfir höfuð þetta
kirkjufélag, að ekkert sé gott og gilt, allt
fordæmanlegt og bölvað, sem ekki er al-
veg eftir orðuni Lúters og hinna ströng-
istu Lúterana eftir hans daga. Trúar-
játningum lútersku kirkjunnar fylgja þeir
náttúilega fast fram, en þeir ganga líka
talsvert lengra, og hafa samið og sam-
þykkt nákvæmar reglur fyrir flestum atr-
iðum trúarinnar, líka reglur fyrir réttri
útskýring ritningarinnar, tíndar saman
úr forn lúterskum guðfræðiritum, sem
hver prestur er skyldúr að fylgjá í öllu og
einu. Að Lúter hafi verið “infallibilis”
(óskeikull) uppástanda þeir ekki í orðum,
en það er auðséð, að þeir hjartanlega trúa
því og breyta rækilega þar eftir; þes3
vegna sítera þeir hann á prédikunarstóln-
um sem álíka auctoritas eins og ritning-
una. Symbola (trúarjátningarnar) setja
þeir í raun réttri ofar en ritninguna, því
þeir heimta að sé gengið út frá því sem
gefnu að hvert orð í þeim sé sem ritning-
arinnar ..... þannig fylgja þeir því fast
fram að páfinn sé anti-Kristurinn, af því
að það stendur í sumum játn. lútersku
kirkjunnar og Lúter uppástóð að svo
væri. í því skyni er til í einni opinberri
kirkjubæn þeirra kafli, þar sem þess er
beðið til guðs, að hann vilji troða páfann
í Róm undir fótunum, o.s. frv., sem ég
álít blasfemi og kristilegt hneyksli, hvað
sem svo Luter sagði í sinni tíð. Líka
framfylgja þeir því að ritningin sé inspír-
eruð upp á þann eldgamla órthodoxismi-
máta n. 1. að hvert orð sé þar eins bók-
staflega ritað af heiiögum anda eins og
ég nú rita bréf þetta; ennfremur að ritn-
ingin öll sé ljós og skiljanleg, !
ennfremur að allt eigi að skilja |
eftir orðunum. Af þessu síð
asta uppástandi leiðir að þeir j
álíta náttúrufræði og stjörnu-
fræöi óguðleg vísindi, með því, !
að þeirra ætlan, verða eigi sam 1
rýmd bökstaf biblíunnar. Þann
ig hefir það verið uppástaðið
hér í synodunni og að minnsta
kosti gat ég heyrt það á Páli
Þorlákssyni í haust»að hann var
þeirrar skoðunar að sólin gengi
í kringum jörðina o. s. frv.”
Þannig heldur séia Jón Bjarna
son áfram að skopast að þessum
“þynningjum norsku synod-
unnar” er hann kallar svo. Seg-
ir hann að þeir hafi t. d. komist
að þeirri niðurstöðu að sam-
kvæmt ritningunni væri þræla-
hald ekki syndsamlegt. “Lærðir
eru þeir hér að minni ætlan,
engir af Norðmönnum......Ex-
egetik (þ. e. biblíu skýring)
þeirra er vitlaus og einhæf, enda
taka þeir ekki notioe af neinu
nema því sem rígbindur þá við
hinn fomlúterska bókstaf. Af
nýjari guöfræðiritum hafa þeir
nálega ekkert, því þeir trúa á
þá rétttrúuðu gömlu doðranta,
sem þeir fá hjá antikvörum í
Evrópu, en annars ekki, því nýj-
ar útgáfur eru ekki til af þess-
nm gömlu skrjóðum, af því
enginn fýlgir þeim lengur svo
bókstaflega í Evrópu, sem ekki
er von, þar sem svo ótalmargt
betra og critiskara hefir verið
presenterað á seinni tímum.
Segi ég þetta ekki af því, að ég
hafi ekki alla respect fyrir þeim
gönilu herrum, t. d. Chemnitz
og Gerhard, en ég álít það vera
hlægilegt, að fyrirlíta allt hið
marga góða, sem á síðari öldum
hefir verið ritað í guðfræði. Til
merkis um það hvemig þeir
“útrera” sína kenningu get ég
þess, að deila hefir verið meðal
þeira um það, hvort Jeyfilegt
væri að taka r'entur af lánsfé,
og var það að minnsta kosti
uni tíma álitið rétttrúáð, að
rentur véeru ándstæðar krist-
índömnum. Þeir hanga í ein-
stökum orðum ritningarihnar
og bíta sig þar fasta og uppá-
standa í ósköpum að sín ætlan
sé hin eina rétta, jafnvel hin
eina sanna og sáluhjálplega.”
Bréfin eru öll í þessum andá,
áköf og hárhvöss ádeila á þröng
sýni og ofstæki lútersku ortho-
doxfunnar, sem hann lýsir yfir
að sér líki “herfilegá.” Er þáð
Öllu líkara því sem þar’tali ný-
guðfræðingur nútímans, en sá
riiaður, sehi síðar varð höfðingi
og átrúnaðargoð afturriaidsins
og þröngsýninnar í Vestur-ís-
lenzkum trúmálum. “Má ell-
in fara “herfilega” með svo
snarpar gáfur og skýran skiln-
ing að setja hann í slíka stöðu.
og má það heita furðu ógiftu-
samlegt, að hann skyldi síðar
verða til þess að berjast gegn
samskonar hugsunarhætti séra
Friðriks heitins Bergmann, þeg
ar kolsvart vanþekkingar- mold
viðri synodunnar var búið að
hertaka meirihluta íslenzku
klerkánna vestanhafs.
Benjamín Kristjánsson.
--------x--------
PÁLL POSTULI
og frumkristnin um hans dac/a
Bftir Magnús Jónsson prófessor í
guðfrœði. Rcykjavík 1928.
Um Pál postula munu hafa verið
ritaðar fleiri baekur en flesta menn
aðra. En þetta er þó líklega fyrsta
ritiö, sem um hann er skráð á ís-
Ienzka tungu. Megin heimildin um
Pál er, eins og kunnugt er, Postula-
saga Nýjatestamentisins, sem vafa-
lítið má teljast að vera rituð af
Lúkasi lækni Páls og svo bréf hans.
En þrátt fyrir þessar heimildir er
þó margt á ’-huldu um æfiferil hans.
Hvorki vita menn neitt greinilega um
uppruna hans og æsku. né æfilok.
í fullan aldarfjórðung hafa
Ðodds nýrna pillur verið hin.
viðurkjenndiu meðujl, við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodd3 Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Af bréfum Páls má ráða í ýmis at-
vik og stórviðburði á hinum márg-
breytta æfiferli hans meðal heiðinna
þjóða, er hvergi getur i postula sóg-
unni og erfitt er að samríma við-
burðaröð hennar, enda þótt hvor-
tv'eggja ritin megi teljast ágæt heim-
ild, það sem þau riá. Sýnir þetta,
hversu sagan er víða sokkin í gleym-
skuhaf aldanna. Þá er margt í bréf
um hans og frásögnum Postulasög-
unnar, sem skýra þarf fyrir augurr*
nútímalesenda til þess að þeir geti
öðlast sem gleggsta hugmynd uni
þenna mikla" heiðingja postuia.
Viðfangsefni höf. er því bæði mik
iö og margþætt. 1 fcrspjalli gerir
hann nákvæma grein fyrir heimild-
um sínum, og tíma-tali í æfi Páls,
svo sem vísindamenn hafa komist
næst. Þá hefst fofsagan er skýrir
frá Gyðingdómrium í Palestínu • urii
dagá frumkristnirinaf, um skipulág,
kenning dg tfúárhf frinfísafriaðarfns
og' hvernig vérksviðið færist út. Þvt
rtafest kefnur’Páll til sögunnar. Seg-
ir fyrst frá æsku h'ánst ög uppvaxtaf-
'árrimý lýst borginni Társus, þar' Serir
menri hyggja að föreldrar haris'h'áfi
búið, og skólamenturi hans við fætúr
Gamaliels, eiris og mehn vita að htrii
fór fram á þeim tíníuni óg ráða má
j áf bréfum Páls* Að lokum er lýst
|' í þessum kaflá hamförúm Þáls'- gégn
kristniftni. ' I næsta káfla ér skýft
frá tímámótunum i æfi Páls, aftú'f-
hvarfi hans við Damáskus' og riýju
skoðunununi. " Er þaf í "stutti máli
gérð skýrari grein fyfir: guðfræði
Páls en ég hefi nokkursstádar ánri-
arsstáðar séð gert. Næst er skýrt
frá uppháfi kristniboðsiris, þar er sagt
frá söfnuðinuni i Antiokkiu og séridi
förinni til Jerúsalent. I þessum
kafla er ágætlega lýst stjórnarháttúni
rómverska ríkisins, samgönguni, menn
irig, heimspeki, trúarbrögðum og sið-
ferðisástandi. Ennfremur Gyðing-
um í dreifingunni og trúarástandi
þeirra. I 5. kafla er svo skýrt frá
fyrstu kristniboðsferðínni til Antiok-
kiu í Pisidiu, Ikoníum, Lýstru og
Derbe og sagt frá safnaðarstjórn og
Sáfnaðarlífi. 6. kafli skýrir frá því
hvernig Páli lendir sanian við Gyð-
ingana, — segir frá postulafundinum
í Jerúsalem og áreksþúnum í Antiok
kiu. 7. og 8. kafli fjalla um aðra
og þriðju kristniboðsferðina. Þar
er lengstu ntáli varið til að ræða um
viöskifti Páls við Korinthusöfnuðinn,
sem er eitt hið mesta vándá mál í
æfi Páls. í 9, kafla er skýrt frá
handtöku Páls í Jerúsalein, dvöl hans
í Sesareu, ferð hans til Rómalxirgar,
fangelsisvistar þar og bréfaskriftum
þaðan. Loks eru Sögulok — það
sem menn vita sannast um æfilok
Páls og dauða. Þar er og gefin
persónulýsing (characteristic) Páls
eins og læzt má ráða af sögum qg
ritum hans sjálfs. Að endingu er
kafli um Jesús Krist og Pál. Eins
og sjá rná af þessu stutta yfirliti, er
ærið víða komið við, enda er ekki
hægt að ri‘a sögu Páls nema rita
samtímasögu rómverska ríkisins að
einhverju leyti. Og til þess að slík
saga sé að einhverju nýt, þarf höf.
/