Heimskringla - 26.12.1928, Side 5

Heimskringla - 26.12.1928, Side 5
WINNIPEG, DES. 26., 1928 HE1MSK.RINGLA 5. BLAÐSÍÐA aö vera kunnugur þeim ransóknum um æfi Páls, sem fjöldi vísindamanna hefir með mikilli elju stundaö. Og þá er híettan sú aö frásögnin verði nokkuö þur og leiöinleg. Prófessorinn hefir aö minni hyiggju teyst verk sitt afburða vel af hendi á margan hátt. Enda stendur hann að sumu leyti vel aö vígi.. I kennslu sinni við háskólann, hefir hann mjög fengist viö sögu frumkristninnar bæði með því aÖ lesa postulasöguna með guðfræöistúdentum og ýms bréf Páls, svo og í hinni almennu kriíjfnisögu og innigangsfræöi Nýja Testamentis- >ns. Hann hefir og æfinlega haft niikið dálæti á Páli o,g lesið ógrynni öll af ritum um hann, og þá auðvitað sérstaklega viö samning þessarar bókar. Er þvi efninu ekki fisjað saman af neinni hroðvirkni, heldur er mjög nákvæmlega með heimildir farið, og hinn margháttaöi fróðleikur um Pál og samtíma hans,sem í bréfum hans er að finna og annarsstaðar, dregin saman inn í æfisöguna, svo að hann verður mönnum tiltækari. Auðvit- að eru mörg vandamál, sem enn eru oleyst, og ýmislegt sem vafi getúr leikið á. En svo mun jafnan verða. Bókin er mjög skemtilegá rituð °g l>er skýran vott um kennslugáfu höfundar. Hann er flugmælskur og mjög sýni um að setja jaínvel stremb ustu viðfangsefnin eins og t. d. hálf mýstiska guðfræði Páls fram í ljósu og skemtilegu formi. Efni þessar- ar bókar var ég að miklu leyti kunn ur frá kenslutímum höfuridarins við Háskólann, sem ég mun jafnan minn ast með ánægj'u. Auk þess lás hann bókina í fyrirlestrum í fyrra vet- ur- — En þó hefi ég lesið hana n,ér til skemtunnar ekki síður en fróðleiks. Kaflann um Pál Oig Krist hefði ég kosið að höfundur hefði ritað nokkuð ítarlegri. Umskiftin a andrúmslofti guðspjallanna og bréf um Páls eru stöðugt hin mesta ráð- gáta. Það er og furðulegt að Páll skuli naumast.. minnast á nokkura dæmisögu, líkingu, -eða kenningu meistarans heldur einblína aðeins á dauða haps og. upprisu. byggja á þessu alla. v.on sina og' trúfræði, Verður þa'ð- rraumast af’ postulanum skafið, að hann hafi fært kristindóm- mn í nokkuð annað horf, en það sem ráðið verður af guðspjöllunum að vakað hafi fvrir Jesú, og af túlkUm haris á trúarhugmýndununi, vitanlega oft mi-sskilinm, bafi síðar hlotíst mörg ógæfa. Hitt er jafn sátt að trúarinnileikur Páls er óvíðjafrtaniég' ur- Kristur • Páls er engin uppgerð eða skáldskapur. Hann er aleiga Páls, hann er lífsnauðsynin eina, sjálfur krafturinn í baráttunni og til- gangur hennar, eins og höf. kemst snilldarlega að orði, Bók þessa ættu að m. k. allir prestar að eignast, og alþýða manna sem gaman hefir af sagnfræði og Páli er unnandi, Þetta er vafalaust ein- hver merkasta bók, sem gefin hefir venð út á Islandi á siðasta ári. Frá- gangur hennar er í bezta lagi. Papp ir ágætur og prentun mjög fögur. Bókin er 319 bls. í postillubroti, með uppdrætti er sýnir starfssvið og kristniboðsferðir Páls postula og mynd framan við af fornum brons- skildi er geymst hefir í Vatikans-bók hlöðunni í Róm og á að vera af postulunum Páli og Pétri. —Má panta bókina hjá hr. Arnljóti B. Olson, 594 Alverstone stræti. Benjamín Kristjánsson. ----------x---------- Salmagundi Bók, nýkomin á markaðinn, sem mér er ánægja að mæla með, heitir “My Life as an Ex plorer” (Doubleday, Doran), og er eftir Roald Amundsen, norska heimskautafarann. Það er nú almennt viðurkent að Amundsen sé dáinn—hafi farist með 5 öðrum á n-heimskauta- hafinu í vor sem leið, á frönsku loftfari í leit eftir Nobile og félögum hans. Þar eð þessi bók er síðasta verk hans af þessu tagi, og gefur yfirlit yfir'æfistarf hans frá því er liann fór í sinn fyrsta leið- angur allt til þess er hann lét af stað í þessa síðustu flugferð, þá má hún skoðast sem bæði æfisaga og apologia fyrir æfi- starfinu. í síðasta hlutanum skýrir hann frá sundurlyndi þeirra Nobiles, og þar eð hann Iét lífið í tilraun að færa Nobile lið þá er auðsætt að hann hefir svo að segja staðið upp frá skrifum um Nobile til að fara og veita honum lið. Bókin er um nierkan mann, og mikilhæfann, sannan afkomanda víkinganna gömlu — stórtækan atorku- mikinn og ráðagóðann. Standa honum ekki margir fremri, í könnun heimskautanna, og var hann sá eini maður sem hingað til hefur náð báðum skautunum en sá fyrsti til að stíga fæti' á suðurpólinn.—Og nú er Hró- aldur kominn heim, úr síðasta leiðangrinum. % * * Þeir sem hafa fylgst með landkönnun í heimskautunum tvo síðustu áratugina, og eru því kunnugir þeim, sem fremst- ir hafa staðið í því starfi, munu víst flestir hafa séð eitthvað sameiginlegt með þeim Aniund- sen og Stefánsson. Fáir af þeim, sem við þann starfa hafa fengist, fyrr og síðar, hafa stað- ið þessum tveim jafnfætis. Fylgdist þar að hjá báðum jafnt, áræðið og úrræðið. Þegar góð ráð og skjót voru dýr, sem oft vill verða með þeim, sem ókunna stigu kanna, þá höfðu báðir af nógu að taka. Enda kom það sér oft vel, eins og sjá má af skriftum hvorstveggja. Og því er það, að þessi síðasta bók Amundsens er svo einkar skemtileg, að þar kemur maður- inn sjálfur frarn, fullur af fjöri og þeirri lífsgleði sem slíkum starfa.er eiginleg. Og vissulega má það heita einkennilegt, að eftir eigin frá- sögn hvörstveggja.komust báðir (Stéfánsson og Ámundsldn) næst því að “verða úti” í heima .högum sínum - áður . en þeir hugðu til norðurfara-—Stefáns- son milli húss og. fjóss í vetrar- byl í Dakota (sbr. “Hunters ol the Great North”), en Ámund- sen á heiði í Noregi, eins og hann skýrir frá í þessari nýút- komnu bók. Frásögn hans aí því æfintýri er engu síður skemtileg en frásögn Vilhjálms um sitt æfintýri í Dakota byl- num. Þetta slys, sem Amundsen segir frá, vildi til með þeim hætti, að hann og félagi hans á ferð yfir heiði í vestanverðum Noregi að vetrarlagi, lögðust til svefns að kvöldlagi, þreyttir eftir langa göngu, hver í sínum svefnpoka. Dagurinn hafði verið mildur og klæði þeirra því blaut, en snjórinn gljúpur í þýðunni. Amundsen gróf sig niður í blauta fönnina og lagð- ist til svefns, en vaknaði við það, að hann gat hreyft hvorki legg né lið, og var þungt um andardrátt. Komst hann þá að því, að um nóttina hafði gert hörku frost, og snjórinn sem að honum lá, jafnt ofaná sem til hliða, var hlaupinn í klaka stokk, sem hann gat ekki brotið frá sér, og hlaut hann því að liggja þar sem hann lá, ráð- þrota og bjargarlaus, í þeirri einu von, að félaga hans tækist að finna sig þótt líklegast sæ- ust þess engin merki ofansnjó ar hvar hann lægi undir. Fé- laga hans var ókunnugt um það, hvar Ámundsen liafði lagt sig fyrir, þar sem hann hafði rölt spölkorn frá í leit eftir dýpri fönn. Og þar sem hann gat með náumindum andað og alls ekki hreyft sig, þá ól hann að- eins veika- von um það, að til sín heyrðist þó hann reyndi að kalla hástöfum. En þó hafði viljað sxo vel til, að einhver merki svefnpokans sáust upp úr snjónum, og á þetta rataði félagi hans um morguninn, og varð það honum til lífs. En litlu mátti muna að hann ekki kafnaði í ísnum áður en félaga hans tókst að höggva hann lausann. Og eftir eigin frásögn hans, komst hann ekki endrarnær í liann krappari, eða nær því, aö “verða úti.”- —L.'F. Samsæti í Piney .1 tilefni af því ab þau hjórtin.Mr. o,g' Mrs. Stefánsson, fyrverandi kaup maöur og oddviti i Pingy, voru á förum súöúr í Bandaríkji fyrir óá- kveöjnn tima, komu nokkrir vinir þeirra og nágrannar saman heinta hjá þeiin á sunnudaginn var 16. þ: m. til aÖ kveöja þau og árna þeirn allra fararheilla. Mr. Stefánsson hefir dvalið i byggðinni i fjölda mörg ár og kynt sig i öllu aö hinu liezta. Hann var unt langt skeið verzlunar og póstafgreiöslumaöur þar í bvggö- inni: Þegar svieitarfélaginu var koiniö á fót var hann kosinn oddviti sveitarinnar og hafði þann starfa rúeð höndum í mörg ár. Er hann hætti verzlun flutti hann út á landeign er hann átti sunnan við Piney og hefir búið þar undanfarið. A síöastl. sumri fann jón að heilsa hans var mjög á förum. Eerðin er því farin til að leita heilsúbótar ef auðið er, og óska vinir hans bæði nær og fjæj:, að ferðalagið veröi hon- uiti - að ■ tilætluðum notum, og hann konii heim aftur heill ög hraustur, þegar sumrar. Orð fvrir gestum hat'öi Einþr Einarsson sveitaroddviti, er stýrði samsætinu. Auk hans fluttu þessir ræður og árnuöu þeim hjónunt allfa fararheilla : Þorst. Pétursson, Jón Árnason, James McQuade og fleiri. Kvæði þaö er hér fer á eftir flutti Sig. Magnússon, einn hinna gömlu vina þeirra hjóna. Til minja urn heintsóknina afhenti Mr. Einarsson þeim hjónum tvær vandaðar ferðaí töskur, að gjöf frá gestahópnum. Mr. og Mrs. John Stephanson Erlendar fréttir Frá breska þinginu: Neðri málstofan hóf aðra untræðu um frumvarp það, sem talið er merk— asta stjórnarfrumvarpið, sem la,gt var fyrir þirrgið að þessu sinni, 26. nóv. Frumvarp þetta er um ýmsar enduri bætur viðvíkjandi stjórn sveitanna og bæjarfélaga. Tilgangur félagsins er meðal anriars að draga úr skatta byrðum landbúnaðarins og surnra iðnaðargreina, þeirra, sem verst eru stæðar. Heilbrigðismálaráðherrann Rt. Hon. Neville Chamberlain sagöi í ræðu, sem hanri héft um frumvarp þetta, að ef það næði samþykkt, þá rnyndu skattabyrðar iönaðarins minka unt tuttugu og fjórar miljónir ster- ingspunda, aðallega á þeim iðnaðar- greinunt, sem eiga viö tnesta erfiöleika að stríða og atvinnuleysi. Sigrid Undset ráSstafar Nobels- vcrðlaunum sínutn Frá Osló er síntað: Samkvæmt blaöinu Aftenposten ætlar Sigrid Undset að verja Nobels-verölaunum sítnim til þess að stofna ýmiskonar legöt. Fyrsta legatiö, sem er að upphæð 80 þúsund kr., var stofnað í gær. Pjentunum verður v;arið til þess að hjálpa foreldrunt, sent eru nauðbeygöir til þess að framfleyta vitgrönnum börnum heinta hjá sér.' Tillögur um nýja lcit að Nobilc- flokknum. Seáther ræðistuaöur i Trornsö hef- ir sent stjórninni i Italiu tillögu um að senda leiðangur á næsta sumri til þess að leita að loftskipaflokknum. Fornmcnjafundur i Ukrainc Frá Charkov er símaö: Rússneskir vísindamenn hafa fundiö rústir í Berenasaeyjunni. Eyja þessi er ó hygð og ér nálægt ötchakov í Uk- raine. Er Hér itnt að ræða rúsfir stórra' bygig'iriga frá dögíint forri- Orikkjá, áð því er áetlað er. Fundist 'hefir líkrieski gyðjunnar Afrödite, fjöldi leirkerá' og' hellur 'nteö rú'na- letri á. holti. Foreldrar hans voru séra Olafur Pálsson, dómkirkjuprestur og frú Guðrún Ólafsdó'tir Stephensen frá Viðey. Páll var stúdent 1869, kandidat í guðfræði 1871, vígðist 1873 aðstoðarprestur föður sins, sem þá var orðintt prestur að Melstað. Hann var eitt ár prestur í Hestþingunt í Borgarfirði, fluttist að Stað í Hrú'a firði 1877 og að Prestsbakka 1880 og gegndi þar prestsstörfum til árs- ins 1901, en fluttist þá til Vatns- fjaröar og hjó þar upp frá því til dau&adags, en fékk lausn frá prests- skap i síðustu fardígum. , Páll prófastur var rnikill maður vexti, fríður sýnum og hófðinglegur mjöig i allri framkontu, skemtinn og glaðvær, hjálpfús og vinsæll mjög af sóknarbörnum sínurn. Hann var dugnaðarmaður mikill og ber Vatns- fjarðarstaður ntiklar menjar atorku hans. Reglusemi hans i embættis- rekstri er mjög við brugðiö, og var hann jafnan talinn með fremstu kenni mönnum þessa lands. Ragnar Valgeir Paulson F. 11. fcbr. 1907—D. 28.' scpt 1928. íslenzku blöðin gátu þess í haust aö ungur efnismaður heföi látist i Reykjavíkurbvggöinni og að hans yröi nánar getiö síöar. Hér með er l það gert. Urn ungann mann og látlausan eins | og sá var. sent hér er minnst, ætti ! það iila við að rita langt ntál, en | hitt væri jafn óviðeigandi að minnast hans aö engu, því hann hefir skiliö eftir autt sæti, sem enginn getur fyllt Ragnar Valgeir Paulson var fædd ur 11. febrúar 1907 í . Reykjavíkur- byggðinni. Var hann sonur Guöjóns bónda Erlendssonar og Valgerðar konu háns. Næturgamajl var hann tekirin til ' fósturs af Þeint hjónutn Vrn'a- þónda Paulson og Ragnheiði Margrétu kttnu hans; en hún var föðursystir piltsips. Áttú þau hj'ón 'engin börn sjálf, og unnu þá eðlilegá þessu barni- sem sínu eigin og gengu honum að öllu leyti i foreldrastað; enda revndist hann þeitn sannur son- ur. Árið 1909 fluttu fósturforeldrar hans til Winnipeg, dvöldu þar til árs ins 1917, fluttu þá aftur norður til kjavíkurbyggðar og hafa búið þar síðan. Seint í septembermánuði síðastliðn urn veikt'ist pilturinn skyndilega af hinni svokölluðu máttleysisveiki; var reynt að flytja hann til Winnipeg ef ske kynni að lífi haris yrði bjargað, en hann lézt á leiðinni 28. sep'ember. Fráfaíl hans var sviplegt og óvænt, þar sem hann var hraustur og heill heilsu fáum dögum áður. Þaö er ekki ofsögum sagt að þessi piltur væri fyrirmynd annara ungra manna. Tók hann mikin ' og góðan þátt í félagsskap og alntennum málum og var þroskaðri í hagkvæmuni skilninigi én almennt gerist á þeim aldri; naut bann' bæði trausts og vináttu jafn- aldra sinna og byggðarmenn væntu rnikils í framtiðinni þar sem hann var. "En hann dauði á öðrum stað endapunktinn setur.” •nig komst Þorsteinn Erlingsson að orði og þannig var það í þetta skifti. Alntennrar skólamenntunar naut hann bæði í Reykjavíkurbyggð og Winnipeg, og hafði auk þess aflað sér alímikillar þekkingar á ýmsu því sem ekki er í skólurn kennt en rnann- lífinu nauðsynlegt. , híeð fráfalli þessa .unga efnismanns hefir bygðin misst einn sinna mann- vænlegusta drengja, en foreldrar. og fósturforeldrar ástríkan son, sem margar vonir og fágrar hvíldu á. Sig. Júl. J&hánnessón. 'Stœrsti■ Íoftsteinn í hcimi Frá Moskvva er síntað: Rússneski leiðangurinn, undir forystu prófess- I ors* Kuliks', serit fór til að rannsaka ! Ioftsteinin mikla, s'ern féll til jaröar 1918, óg’er alitin ‘verá stærsti loft- steinn.' Sem sö,gur fara af, er 'komínn til Taichet í Jenesseihéraði. Leið- angursmennirnir lentu i hinúm mesttt erfiöleikum. . Segja þeir, að á 12, •000 ferknt. svæöi, þar sem loftsteinn inn féll til jaröar, hafi allt eyðilagst, sjáist þar aðeins leifarnar af brunnum skógmú. Rágnar Yalgeir Paulson Fæddur 11. febr. 1907 —‘Dáinií 28. sept. 1928 ,Á heintilið kom- ’hann sem himnesk scM m'eð lieilagan frið og yl, og þá var hann saklaust og broshýrt barn . -það bezta, sem guð á til. Hann þroskaðist — Hvar sem hann lagði leið barst ljós inn í huga manns; af gæfunni var honum gefið margt, og gleðin var systir hans. Með samferðamönnum í samúð vann og sá í því allra hag, því mætti honum vaxandi trú og traust um tut.tugu ára dag. Vinnudeilurnar i Rínarlöndum. Frá Berlin er símað til Kaupmanna hafnarblaðsins Socialidemokraten, að vinnumálarétturinn í Rínarlöndum. hafi úrskurðað, að gerðardómurinn í launadeilunni í jarðiðnaðinunt í Rín- arhéraðinu sé bindandi. Ókunnugt er, hvort vinnurekendur afrýja dóm- inum til ríkisréttarins. Páll Ólafsson prófastur í Vainsfirði Séra ■ Páll Ólafsson prófastur í Vatnsfirði andaðist síðastliðinn sunnv, Sá dagur var bjartur og himinhár og heiður — En leið svo fljótt! og bjarmann á svipstundu byrgði ský, allt breyttist í dimma nótt. Þó straumurinn bæri bátinn hans á brott yfir dauðans hyl, liann ennþá var saklaust og broshýrt barn, —það bezta, sem guð á til. En foreldrar stara á fölvan eld, sem fyrrum á arni brann; og dreymir um blessaðann drenginn sínn, já, dreymir nú bara um hann. Þó stormarnir blási og blikni jörð, þann brestur ei ljós né yl, sem dreymir um saklaust og broshýrt barn, —-það bezta, sem guð á til. Frá vetrarins skammdegis víðfeðmageim og veðranna ísgreipa tökum, þið svífið á braut út í sólvermdan hoim, sem svanir frá haustnætur vökum. Og það hefir lífseðlis lögmáli fylgt, að ljósþrá og varmi er hvortveggjum skylt. Um grænlaufga skóga og gróandi hlíð er gangið og blómstrandi haga ág heiti á að þar búi hamingja blíð, með heilnæmið nætur og daga, og suðræni blærinn og sólblíðu vald að sé ykkur meir vert en langfarar gjald. En vorfuglar birtast er vetrarins spjöll að voriö er tekið að græða; þá lifnar að nýju vor lífsgleði öll við ljósyl og hlý-róminn kvæða, því vorsólin framleiðir vekjandi fjör, og vprgestum heilsum með brosi á vör. S. J. M. dag á heimili sínu, rútnlega 78 ára að atdri, fæddur 20. júlí 1850 í Staf Sig. Júl. Jóhannesson. mcÐomufs HneCut Bezta tóbak fyrir þá sem búa til sína eigin vindlinga MeB hverjum tóbakspakka ZIG-ZAG Vindlinga pappír ókeypi* HaldiS saman mj spjöldunum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.