Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 1
XLIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 30. JAN. 1929
NÚMER 18
Ágætustu nýtizku litunar og fatohraln*-
unarstofa i Kanada. Verk unnlti k 1 degL.
tjÍ
ELLICB AVE., and SIMCOE STR.
Winnipee: —*— Man.
Dept. H.
FATALITUN OG HREINSUN
HU1«« At«. and Simcoe Str.
df0g0
Slml 37244 — tvær lfnnr
Hattar kreinaaðlr osr endiirnýjaölr.
Betrft hreinsun jafnödýr.
I FRÉTTIR I
3 s
KANADA
Um það leyti er Burrows fylkis-
stjóri var jarösettur, bárust fréttir
frá Ottawa um þaö á:ö innflutnings
málaráöherra, Hon. Robert Forke,
heföi verið boðin fylkisstjóra stað-
an. Er víst, að það hefir engin
lausafregn verið, en Mr. Forke kaus
ekki að skifta um stöður. I Á föstu-
daginn kom önnur fregn frá Ottawa,
þess efnis, að McKenzie King, forsæt
isráðherra hefði lýst þvi yfir þá um
kveldið, í lok ráðuneytisfundar, að
Mr. J. D. McGregor, frá Brandon.
væri skipaður í fylkisstjóraembættið,
að samþykki hans fengnu. Myndi
hann vinna embættiseið að stjórnar-
skránni þtiðjudaginn 29. janúar.
Það, að Mr. Forke var boðið em-
bættið, og síðan, er hann hafnaði,
Mr. McGregor. er auðvitað viður-
kenning frá hærri stöðum utn hinn
tnikilvæglega þátt, er landbúnaðurinn
á í öllu lífi og framförum Manitoba
fylkis.
Mr. J. D. McGregor er einn af
elztu brautryðjendum landbúnaðar-
íns í þessu fylki — nam land í
Brandon 1877 — og um leið einn af
hinum allra fremstu, ef ekki hinu
fremsta. Kemst Free Press svo að
orði um hann í þessu tilefni:
“... Það þarf enginn að efast
um ánægju Brandonbúa yfir því að
þessi tignarstaða skyldi falla í skaut
meðborgara þeirra. Enginn borgari
í vesturhluta Manitobafylkis á frek-
ar skilið nafnið “brautryðjandi,” og
enginn hefir lagt meiri rækt, elju né
áhuga í að byiggja upp landbúnað-
ínn og hvetja aðra til þess, bæði
að því er snertir akuryrkju og gripa
rækt.”
kerfið. að erfitt myndi vera að finna
anpað kerfi, er betur ætti við nú-
tíma kringumstæður.
“Blöndun er leyfileg, samkvæmt
lögum,” segir í skýrslunni, “og tíðk-
ast meira og minna meðal allra
kornsölumanna, að meðtöldum hinum
tveimur kornsölufél. bænda. Oss
er sagt að hér í vesturlandinu séu
600 mismunandi hveitiflokkar, og
úrlausnarefni vort verður þá þetta:
Getum vér fengið geymslurúm fyrir
þessar mismunandi hveititegundir án
þess að blanda þeim saman ?”
Blöndun mismunandi tegunda, al-
varlegur ágalli, kvað skýrslan stafa
af tilraunum flestra Manitobabænda,
segir skýrsla Mr. Wright. Er bent
á það. eftir að skýrt hefir verið frá
því, að blöndun sé leyfð í prívat
endastöðvum (terminalsl en ekki hin
um, að prívat blöndunarhúsin í hafn-
arstöðunum við stórvötnin hafi
þrisvar sinnum meira geymslurúm
en þau. sem eru í almenningseign.
Bendingar um það, að yfirskoðað
hveitr frá prívat endastöðvum ætti í
raun og veru að taka fram meðaltali
sömu flokkunar, er kæmi úr almenn-
ingsstöðvunum, risu af þeirri stað
reynd, að flokksgæði hveitisins í
blöndunarhúsum pnívatfélaganna yk
ist við það að kaupa úr'valshveiti-
farma aí ýmsum tegundum. Kveður
skýrslan prívartélögin mjög fús til
slíkra kaupa.
---------x----------
BANDARÍKIN
Hamilton Fish yngri, rikisþing-
maður frá New York, hefir lagt
frumvarp fyrir þingið, er krefst al-
þjóðaratkvæðis, ef um “árásarstríð”
(aggressive war) er að ræða. Er
sú tillaga innifalin í þessum orðum:
Janúarmánuður hefir verið að því
skapi kaldur, sem haustið var óvenju
lega hlýtt. Segir veðurathugunar-
stofan að ef ekki hlýni núna alveg
síðustu dagana, þá muni þetta vera
kaldasti janúarmánuður er kornið hef
ir hér í sextán ár.
Tröllstór hringur brauðgerðarhúsa
er nú dreginn inn í “The Inter-City
Baking Company.” Auk Speirs-
Parnell Baking Co hér í Winnipeg,
er það hafði fengið áður, hafa þessi
tíu brauðgerðarfélög í Vestur-Kana-
öa bætzt í hringinn: Crown Bakery,
Ltd. og Mutries Bakery, Ltd., Re-
gina; Saskatoon Bread Co.. Saska-
toon; Mitchell Sanitary Baking Co.
og Golden West Bakery í Calgary;
J. B. Richardson and Son og Central
Park Baking Co., í Medicine Hat:
Clifton Co., Weyburn og Rennie and
Taylor, Victoria, B. C.
Nefndin sem sett var til þess áð
rannsaka sem nákvæmlegast allt er
viðvíkur hveitiflokkun, lagði skýrslu
sína fyrir bændaþingið í Brandon
1U. F. M.J, og var hún Iesin af Peter
Wright heiðursforseta U .F. M. Var
bent á það í skýrslunni, að rannsókn-
inni væri enn ekki lokið, og skyldu
menn því ekki vera of fljótir til
Jæss að draga ályktanir af ýmsu, er
komið hefði í ljós. Væri um að
gera að halda brezkum mölurum á-
nægðum, hvað sem það kostaði.
Myndi vera mjöig erfitt að hætta al-
gerlega við blöndun ,er reynt væri
að gera kanadiskt hveiti, að fyrsta
flokks markaðsvöru. Væri blöndun
in svo innlífuð í allt hveitiflokkunar
“....en stríð, nema þá til varnar
Bandarikjunum, skaLekki háð, fyr
en þerboð samþykkt af ríkisþinginu
hefir verið samþykkt af meiri hluta
kjósenda í hverju riki fyrir siig, með
samskonar atkvæðagreiðslu og fram
lög hvers ríkis hafa sett urn kosn-
ingu ríkisþingmanna, og á þeirn
tíma, er forsetinn til tekur, strax
er herboðið hefir vera látið út
ganga.
“1 stað þess að gefa gott eftir-
dæmi um hlýðni við landslögin hafa
fulltrúar vorir á ríkisþinginu stork-
að amerísku þjóðinni með ósvífn-
asta lagabroti, sein deemi eru til í
þcssu landi.”.....
“Með öðrum orðum, fjöldi ríkis-
þingsfulltrúa vorra situr í dag í
STOLNþJM SÆTUM. Að þeir
skuli sitja þarna í sætum, er þeir
engan rétt hafa til samkvæmt stjórn-
arskránni, leiðir það af sér, að neðri
málstofa ríkisþinigjins er skipuð
þvert ofan í stjórnarskrána.”
Þannig söng nýlega í tálknunum
á Hearst blöðunum. Og þótt þau
séu fyrir annað frægari en sannleiks-
ást, þá er talið af stjórnfróðum
mönnum, að þau hafi þarna haft rétt-
að niæla, að því leyti, að um heilan
áratug (1920—1930) niuni fulltrúar
til neðri málstofunnar í Bandaríkj-
unum hafa verið kosnir ólöglega
samkvæmt stjómarskránni, er niælir
svo fyrir, a,ð fulltrúafjöldi hvters
ríkis skuli vera ákvieðiinn tjíunda
hvert ár, í hlutfalli við það hvernig
fólksfjöldi hvers ríkis eykst eða
minnkar á þeim tíma bæði raunveru-
lega og í samanburði við önnur ríki.
Frh. á Sá bls.J
Látinn
Páll S. Bardal
Aðfaranótt föstudagsins 25. þ. m.
lézt að heimili sínu í Winnipeg Páll
Sigurgeirsson Bardal, einn af elztu
og bezt kunnu frumbygigjum islenzk-
um. Banamein hans var lungna-
bólga. Hann var 75 ára að aldri er
hann lézt.
Nánustu ættingjar er lifa hann eru
auk eftirlifandi ekkju, sex börn, þrír
synir og þrjár dætur: Sigurgeir,
læknir í Shoal Lake, Man.; Paul,
sömgstjóri og aðstoðar-forstjóri A.
S. Bardal, búsettur hér í Winnipeg,
og Ölafur, póstafgreiðslumaður,
búsettur í Endaco, British Columbia;
Mrs. G. Finnbogason að Lundar;
Mrs. Czerwinski í Winnipeg og
Þórunn, ógift heima.
Systkini hins framliðna eru þessi á
lifi, talin eftir aldri: Halldór S.
Bardal, bóksali í Winnipeg; frú Ás-
dís Hinriksson, önnur forstýra gam-
almennahælisins Betel á Gimli. Karl,
bóndi á Bjargi í Miðfirði; Arin-
björn, útfararstjóri í Winnipeg; frú
Ingunn Marteinsson, kona séra Rún-
ólfs Marteinssonar í Winnipeg, og
hálfsystir ein, frú Vigdís Murphy, í
Regina, Sask.
Páll S. Bardal er fæddur á Gríms-
stöðum við Mývatn, sonur Sigur-
geirs bónda Pálssonar og konu hans
Vigdísar Halldórsdóttur. Flutti Sig-
urgeir að Svartárkoti frá Grímsstöð-
um, og bjó þar í 18 ár, en þaðan
vestur að Þingeyrum í Húnavatns-
sýslu. Er frú Marteinsson fædd
þar. en öll hin börnin á Svartárkoti,
nema Páll, sem áður er talið. Frá
Þingeyrum flutti Sigungeir að Víði-
dalstungu, og þaðan fór Páll sonur
hans vestur um haf til Ameríku, ár-
ið 1879, en þ'aðan til Winnipeg 1882.
ílengdist hann hér eftir það, og gift-
ist hér 1885, Halldóru Björnsdóttur,
Péturssonar, frá Valþjófsstað, í
Suður Múlasýslu, og Ólafíu Ólafs-
dóttur, prests á Kolfreyjustað.
Framan af fékkst Páll heitinn við
verzlunarsttþT, og var síðan 3 ár i
Dakota. En fyrir 27 árum síðan
gekk hann að útfararstarfi hjá Ar-
inbirni bróður sínum, og gegndi þvj
unz hann tók sjúkleik þann, er leiddi
hann til bana.
Páll heitinn gekk strax i lúterskan
söfnuð, er hann kom hingað, og var
einn af þeim mönnum, er stofnaði
kirkjufélagið, enda stóð hann 'ávalt
framarlega í þeim félagsskap, safnað
arfulltrúi og kirkjuþingsfulltrúi
mörgum sinnum.
Páll heitinn var mikill maður
vexti. aðsópsmikill og karlmannleg-
ur, sem þeir frændur aðrir.—
Hverjum manni virtist hann vel;
prúður í dagfari og framgöngu, og
talinn framúrskarandi ábyggilegur
maður, að þvx er vinir hans, er vel
til þekkja, herma.
Jarðarförin fór fram á mánudag-
Halldór Laxness
og trúboðið í Kína
Spurningar til Laxness
Mjög kom það mér undarlega fyr-
ir sjónir, að hr. Halldór Kiljan Lax-
ness skyldi hneykslast á því í síðasta
blaði • Heimskringlu, að ég færi of
lofsamlegum orðum um ritgerð hr.
Ólafs Ólafssonar trúboða í Presta-
félagsritinu þ. á. Mér vitanlega
hef ég hvorki lastað hana né lofað,
aðeins sagt eins og hr. Laxness tek-
ur upp eftir mér, að Ölafur lýsti
mjög átakanlega barnaútburði Kín-
verjanna og andlegri neyð þeirra,
en hvort sú lýsing væri að öllu leyti
rétt. hef ég engan dóm lagt á, til
eða frá, Og hvort sýnist nú eiigi
hí. Laxness og öðrum þeim, er rit-
smið Ölafs lesa, að honutn standi
þetta mjög átakanlega fyrir hugskots
sjónum? Eg veit að hr. Laxness
virðist slíkt hið sama, því í einum
þætti þessarar “bráðum fullgerðu”
Alþýðubókar sinnar, sem hann nefn-
l ir: Ma&ur, kona, barn, ag sem “vill
svo til” að hann hefir minnst greinar
þessarar í, þá notar hann sjálfur ná-
kvæmlega þetta sama lýsingarorð um
greinina Ölafs — og eru því ummæli
hans að því leyti eigi síður lofsamleg
en mín, ef þetta getur lof kallast.
En fyrst hr. Halldór Kiljan Lax-
ness gerir þessi misskildu umniæli
mín að tilefni til að birta almenn-
ingi “blaðsíðu” þá úr handriti sinu,
er hann virðist líta á sem einskonar
hæstaréttardóm yfir Ólafi Ólafssyni
trúboða, og hann fer þar þeim orð-
um um Ólaf, sem mér virðast bæði
ómakleg og illa rökstudd, að nefna
hann “trúboðsrægsni” og “óupplýst-
an og óvandaðan trúboðsdóna,” þá
get ég ekki annað, en krafið hr.
Laxness ofurlítið gerr um rök þeirr-
ar kurteisi, og vænst þess að hann
gefi frekari úrlausn á því. er hann
talar í ráðgátum.
Hr. Laxness segir að sér þyki sú
skoðun viturlegri en allar aðrar um
upphaf barna “að storkurinn komi
með þau í nefinu, eða að þau hafi
fundist niður x fjöru.” Sömuleiðis
sé það “stórviturleg kenning að
börn korni í heiminn með póstinum,
eða að læknirinn flytji þau með sér
í tösku sinni.” Kallar hann þetta
“óhlutdeilnar” og “órefjagjarnar”
kenningar (hvað þessi orð eiga að
merkja í þessu sambandi skil ég
ekki) og segir að þar hefjist í senn
“sorgarleikurinn ag skrípalætin” að
börnunum skuli ekki verið veitt við-
taka í samræmi við þær. Langar
mig i fyrsta lagi til að spyrja hr.
Halldór Kiljan Laxness, hvað hann
eigi við með þessu?
I fljótu bragði virðist svo, sem
hann sé að mæla bót barnaútburðin-
um. Ef hann telur þá skoðun vit-
urlegasta, að skyldur foreldranna
gagnvart afkvæmum sínum og réttur
þeirra til að veita þeim viðtöku, eða
hafna þeim, sé álíka mikill, og ef
storkurinn kætni fljúgandi með þau
í nefinu, eða farandmaður flytti
þau með sér í pússi sínum, þá
virðist einsætt að ekkert sé við það
að athuga að senda storkinn með
(Frh. á 5. bls.)
inn að viðstöddu afarmiklu fjöl-
menni. Kveðjuathöfn fór fram i
útfararstofu þeirra bræðra, en s’íðan
fór jarðarförin fram frá fyrstu lút-
ersku kirkju. Séra Björn B. Jóns-
son, D. D., jarðsöng, með aðstoð séra
Rúnólfs Marteinssonar, mágs hins
framliðná. Líkið var jarðsett í
Brookside grafreit.
Heimskringla vottar aðstandendum
dýpstu hluttekningu sina.
Skiiningurinn eykst
4‘Yfiri*áð” sjálfboðanna í heimfar-
armálinu birtir tvö bréf í síðasta
tölublaði Lögbergs i því skyni að
menn megi sjá að nú sé “að fullu ag
öllu kveðin niður sú fjarstæða, að
bræður vorir heima myndu til þess
fáanlegir að gera upp á milli Vestur
Islendinga, sökum sérskoðana þeirra
í heimfararmálinu.”
Eg hefði getað búist við þessari
yfirlýsing úr öllum áttum nema frá
“yfirráðinu.” Heimfararnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins hefir verið í heilt
ár að berjast við að brjótast að
þeim likamshluta sjálfboðanna, sem
þeim er ætlað að hugsa með, til þess
að láta þeim skiljast nákvæmlega
þetta, er þeir nú rita. En hamingj-
an veit,, að engum er það láandi,
þótt hann hafi verið orðinn úrkula
vonar um, að þetta ætlaði að takast.
Deilan um heimfararmálið hefst með
því, að Dr. Brandson heldur því
fram, aö meðferð Heimfararnefndar
innar á málinu hafi verið á þá leið,
að það muni vekja misskilning á
Islandi, menn muni í fjarlægðinni
líta svo á, sem Heimfararnefndin sé
dulbúnir innflutningsagentar, ef
menn séu að ræða fjárframlög af
hendi stjórnarvalda fylkjanna hér.
Heimfararnefndin hefír haldið því
fram, að engin ástæða væri til þess
að væna Islendinga heima um slíkt
skilnimgsleysi. Hún hefir stutt þá
skoðun sína með því að benda á,
að eftir að búið var að róta hér upp
hinu megnasta moldviðri, þá hafi Al-
þingisnefndin heima séð í gegnum
það moldviður og sent símskeyti hing
að vestur til þess að láta menn vita,
að þetta hafi ekki haft hin allra
minnstu áhrif á sig, og hún vænti
þess, að Heimfararnefndin haldi á-
fram að undirbúa skipulagsbundna
þátttöku Vestur-Islendinga í hátíð-
inni 1930, eins og ekkert hefði í
skorist. Alþingisnefndin leit vita-
skuld svo á, sem sér væri gersamlega
óviðkomandi þótt Heimfararnefndin
hefði þær “sérskoðanir á heimfarar-
málinu” að telja það vegsauka fyrir
Vestur-Islendinga, ef stjórnarvöldin
hér vildu lýsa yfir á opinberan hátt,
að þeir vildu láta för kanadiskra
bongara af íslenzkri ætt heim til ætt-
landsins til sín taka.
Alþingisnefndin hefir ávalt verið
sjálfri sér sanikvæm um tvennt:
1. Avalt sýnt Heimfararnefndinni
fullt traust, hvernig sem reynt hefir
verið að sverta hana.
2. Talið sér rifrildi vort óviðkom-
andi.
Þegar litið er vfir allt það, sem
búið er að rita urn heimfararmálið,
þá má það yissulega virðast furðu-
Iegt, hve örðugt hefir reynst að koma
þessum einföldu atriðum inn í sjálf-
boðana. En — viti menn — það
hefir tekist.
Um bréfin sjálf er í raun og veru
ekki mikið að segja. I)yrra bréfið
er ritað af “yfirráðinu” til Alþing-
isnefndarinnar. 1 stytztu máli verð
ur þaö auðkennt. með því að segja,
að það sé ýmist villandi eða rangt
sagt frá málavöxtum. Hamingjan
má vita hver hefir tekið við $3,000
frá Manitobastjórn, fé, “sem er veitt
sem kostnaður við innflutning fólks
ixjn í landið.” Þei'r peningar hafa
lent einhversstaðar annarsstaðar en
í vörslum Heimfararnefndarinnar.
Burðargjaldið yfir hafið undir slik-
um þvættinig er ekki tilfinnanlegt, og
ekki íþyngir ábyrgðartilfinningin.
“Yfirráðinu” þykir réttara að
skýra Alþingisnefndinni frá undir-
skriftaskjölunum. Það er vissulega
hentugt að nokkur þúsund mílur
skuli vera milli Islands og Manitoba.*
Hér væri ekki unt aS fá nokkura sál
til þess að láta sér þykja mikið til
um þær skriftir. Fjöldi manna hefir
lýst því yfir,að þeir sjái eftir að hafa
látið fleka sig til þess að skrifa und-
ir. Aðrir hafa tjáð sig gera það
fyrir vináttu sakir óg frændsemis,
og sumir hafa lýst því yfir, að þeir
hafi skrifað undir vegna þess að dr.
Brandson hafi átt það lítilræði skilið
fyrir að skera í magann á þeim (sbr.
rithöfund frá Churchbridge í Lög-
bergi). Aðgerðir lækna á mannleg-
um likama eru vitaskuld lofsverðar,
en miklir örðugleikar eru á að sjá,
hvað þær koma heimfa,rarmá>linu
við.
Eins er líklegt að nöfn þeirra
merku manna, sem talin eru upp í
bréfinu, verði ekki eins áhrifamikil,
er ofurlítið er tekið að grennslast
nánara eftir málavöxtum. Vilhjálm
ur Stefánsson hefir aldrei sagt auka
tekið orð um það hvort rétt eða
rangt væri að þiggja styrkinn, svo
almenningi sé kunnugt. Hins hefir
hann getið að liann teldi ekki nauð-
syn á fé, því skipafélög myndxi leggja
fram það er þyrfti. Og í grein
þeirri, er hann birti í blöðunum,
benti hann á að aðalatriði málsins
væri þaö, að Islendingar notuðu tæki
færið til þess að auka þekkingu á
íslandi. Hann hefir ennfremur
tjáð fulltrúum heimfararnefndarinn-
ar að sér væri Ijúft að aðstoða hana
við það starf. Halldór Hermanns-
son lýsti yfir því, að hann hefði feng-
ið skýrslu urrt þetta mál frá “vini
sínum og skólabróður’’ Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson. Kunnugir geta ef til
vill getið sér til um það, hve hlut-
laus sú skýrsla muni hafa verið. En
víst er um það, að hann brást hinn
reiðasti við, er farið var að hafa eft-
• honum það, sem hann hafði skrif-
að um r.lálið í prívat bréfi. Þetta
er rnjög skiljanlegt, því hluttaka
manna með honum var al-,
menn, er það kom í Ijós,
hve örðugt hann átti með að svara
Opnu Bréfi ritstjóra Heimskriniglu.
Sveinbjörn Johnson, fyrverandi há-
yfirdómari, fékk bréf frá dr. Brand-
son, er skýrði honum frá málavöxt-
um frá sínum bæjardyrum séð. Mr.
Johnson svavraði með því, að segja
að þingið í Saskatchewan vissi ekki
hvað væri lög hér í landi, né þekkti
British North American Act. Eg
veit að Heimfararnefndinni muni
hafa tekið það sárt, að vera tilefni
til þess að Mr. Johnson skyldi verða
aðhlátursefni íslenzkra lögfræðinga
í Canada. Um Mr. Emil Walters, list
málara, verður það víst helzt sagt,
að sú vorkunnsemin komi honum
bezt, að sem minnst sé rætt um af-
skifti hans af þessu máli.
Ajþingisnefndin svaraði þessu
bréfi. Eins og vænta mátti ber
svarið það með sér, að hún væri fús
til þess að leiðbeina og aðstoða
hvern þann flokk manna, sem til Is-
lands langaði að koma, og taka þátt
i hátíðahöldunum. Hún gat ekki
svarað öðru, eins og allir heilvita
menn geta séð. Hún gat þess enn
fremurt, að hún hefði enga tilhneig-
ingu til þess að láta deilumál vor um
styrkinn til sín taka. Eins og tekið
hefir verið fram hér að frarnan, þá
hefir heimfararnefndin verið að leit-
ast við að láta sjálfboðana átta sig
á þessu í allmarga mánuði.
Bréf Alþingisnefndarinnar er dag-
sett 25. sept., 1928. Sjálfboðar
geta þess, að þeim hafi borist það
“fyrir nokkru.” Bréfið virðist eft
ir þessu hafa verið alllengi á leiðinni.
Og er þetta þó undarlegt, því að um
miðjan októbcr bcrast Hcimfarar-
nefndinni beeði þessi bréf — eða af-
rit af þeim ölTu heldur — frá Al-
þingisnefndinni á tslandi. Henni
fannst sem sé það vera skylda sín að
gera Heimfararnefndinni—sem starf
ar hér í umboði Alþingisnefndarinn-
ar—viðvart urn allt, sem snerti vænt-
anlega þátttöku Vestur-Islendinga i
hátíðinni, og þær bréfaskriftir, er
færi milli sín ogi annara um þetta
efni.
Ragnar B. Kvaran.