Heimskringla - 06.02.1929, Side 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINQLA
WINNIPEG 6. FEBR. 1929
Hdittskringla
(StofnoO 18H6)
Kemor nt I hverjnm milivlkoiecl*
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
858 »K 855 SAHCEJIT AVB . WIJÍNIPEG
TAI.SIMI: 8« T.37
V«r8 blaBMna er $3.00 árgangurlnn borg-
l»t fyrlrfram. AUar borganlr sendlst
THE VIKING PREKS LTD.
SIGFÚS HALLÐÓRS frá Höfnum
Rltstjóri.
IJtanA«krtlt 411 blnb«tna:
THB VIKIUiG PKKSS, 1.10.. Boi 8105
l’tnn A«krlft tll rlt«tJArnn»:
KDITOK HEITISIíRIJVtiI.A, Bol 8105
WIIVNIPEG, MAN.
“Heimskrlngla la pnbHshed by
The Vlklntc l’re«« i.td.
and prlnted by
CITV PKINTING ,fc PUB1.18H MNG CO.
B5S-S55 Snrtcent Ate„ NVInnlpeg. Mnn.
Telephone: .80 53 7
WINNIPEG, 30. JAN. 1929
Af ástandinu á Rússlandi
Maðurinn er sentímental skepna og
skirrist í lengstu lög við að horfast í
augu við staðreyndir, er strjúka tilfinn-
ingum hans á móti háralaginu.
Allt frá fyrstu árum Sovjetstjórnar-
innar og árásaherferðum Kojtchak, Dene
kin og Wrangels hefir varla liðið svo mán
uður, að ekki hafi einhver fréttabylgjan
flætt í kringum jörðina frá austri til
vesturs, eða' öfugt, að nú væri Sovjet-
stjórnin loksins komin á heljarþrömina;
búin að komá^öllu á Rússlandi í kaldakol;
Trotsky myrtur; bændurnir í uppreisn;
Stalin drepinn; bændurnir í uppreisn;
Stalin neyddur til þess að láta öll við-
skifti í hendurnar á sérgróðahákörlum;
bændurnir enn í uppreisn, o. s. frv., o.
s. frv.
Allt þetta vitleysuflóð stafar svo sem
ekki af því, að ekki hafi verið mögulegt
að afla sér betri upplýsinga, heldur af
því, að stórblöðin, þjónustuandar auð-
valdsins, hafa jafnan gleypt við öllu því,
er blöð og pésar rússneskra landflótta-
manna, keisarasinna, í París og Berlín
og víðar, hafa að flytja um hið ægilega
ástand á Rússlndi, til þess að halda uppi
kjarkinum sín á meðal meðan beðið væri
eftir því, að einhver Nikúlásinn eða Al-
exanderinn kæmist á hásætið á Rúss-
landi. Til dæmis um það, hversu langt
þessi flónska hefir gengið má nefna það,
að hið víðkunna fréttablað "The Literary
Digest,’’ hefir alveg fra^i á þenna dag
vitnað í “Rul”, hið svokallaða frjálslynda
blað rússneskra landflóttamanna í Ber-
lín, sem eitt dæmi um “Russian Opinion.”
Og ætti þó ekki að þurfa jafn fjöllesna
menn og ritstjóra “The Literary Digest,’’
til þess að skynja það, að blaðið “Rul” og
önnur slík, hafa jafn mikil áhrif á al-
menningsálitið á Rússlandi og mýfiuga
hefir með sting sínum á lendar fullórðins
fíls, og er álíka gildur fulltrúi Sovjetstjórn
arinnar og Rússlands, sem þættist ástr-
alskur halanegri tala við særingarmessur
fyrir hönd Stanley Baldwin og brezku
stjórnarinnar. Þá hefir mikið tillit ver-
ið tekið til manna, eins og til dæmis
sænsks prófessors nokkurs, hagfræðings,
sem frægastir hafa orðið fyrir það, þótt
sérfræðingar ættu að vera um mannfél-
agsmál, að ferðast eitthvað um Rúss-
land, annaðhvort fyrirfram ákveðnir í
því, að sjá fjandann á veggnum í hverj-
um krók og kima, eða þá hreint og beint
sneyddir því viti, er þarf til þess, að koma
auga á allar umbætur, er orðið hafa frá
því sem verra var, meðan nokkuð er að-
finnsluvert og í ólagi, en af því er auð-
vitað ærið nóg á Rússlandi enn.
Að vísu hafa víða birzt skynsam-
legar og óvilhallar greinar eftir málsmet-
andi menn, í ýpisum tímarltum og frjáls
lyndum blöðuín, En þeir menn, er
aldrei vilja lesa eða heyra neitt annað
en það, sem þeim sjálfum er geðfeldast,
kaupa lítið frjálslyud blöð, eða tímarit.
sem nokkurs virði eru. Því síður dettur
þeim f hug að kynna sér jafn ítarleg verk
og það, sem “The Vanguard Press” í
New York hefir gefið út, undir ritstjórn
Jerome Davis, sem er prófessor við Yale
háskólann nafnfræga. Er þar samvizku
samlega lýst öllum hliðum atvinnu- og
þjóðfélagsmála á Rússlandi frá 1917—
1927, ítarlegar og betur en nokkursstað-
ar annarsstaðar mun hafa verið gert,
enda unnu að því verki nær tuttugu
manns, sérfræðingar um listir og vís-
indi, atvinnumál og viðskifta.
Tiltölulega fáir af þeim sentímental-
istum — sem vanalega eru þeim mun
viðkvæmari fyrir vitleysunni, sem þeir
eru “harðsoðnari’’ á aðra lund — hafa
treyst sér til þess að mæla zardæminu
bót beinlínis, og ekki vogað, og þá auð-
vitað sérstaklega ekki hér í Ameríku, að
mæla bót opinberlega því þjóðskipulagi,
er zarveldið hélt á Rússlandi, þótt í hjarta
sínu finnist þeim það máske hafa verið
fullgott fyrir Rússann um 1910, eða svo,
sem hefði verið eitur í beinum hvers
frjálsborins Ameríkumanns. Þess vegna
hafa þeir, og þá aftur sérstaklega hér í
Ameríku, er á sér Merkuríus fyrir vernd-
arguð, beint langmestum vonum sínum
í þá átt, að ráðstjórnarfyrirkomulagið
væri framar öllu öðru hagfræðilega ó-
framkvæmanlegt. Þess vegna hefir nú
um nokku,ð langan tíma borið minna á
lygasögunum uhi siðferðislegar hrelling-
ar, er framkvæmdar væru samkvæmt
valdboði og vilja ráðstjórnarinnar, svo
sem eigna- og skírlífsnám kvenna, o. þ.
h., en aftur fjölgað skáldsögunum um
gjaldþrot, er annaðhvort væri þegar stað-
reynd, eða biði aðeins fárra daga að
verða það; um algert iðnaðarhrun og
svo bændauppreisnir, er á hverju hálfu
ári ,eða svo, eiga að steypa ráðstjórn-
inni. (Amerísk blöð hafa alveg nýlega
sagt frá einni, er væri í raun og veru
ennþá voðalegri en hinar hefðu nokkurn
tímá sagðar verið).
Það er því ekki með öllu ófróðlegt
fyrir þá, er t. d. ekki hafa kynnt sér
“Vanguard Press” ritin, að kynnast
skýrslu, glóðvolgri úr ofninum, er ein-
mitt lýtur að iðnaðarástandi, samgöngu
og viðskifta á Rússlandi. Hún er eftir
gáfaðan og “harðsoðinn” Bandaríkja-
mann, Albert A. Johnson að nafni.
Þótt vér segðum “harðsoðinn,” bend
ir það einungis til þess (en einkis verra)
sem verður að segjast, þótt það kunni að
láta sem Líkaböng í eyrum þeirra manna,
er ekkert geta hugsað sér ótrúlegra og
jafnvel hryllilegra en það, að Sovjet-
stjórnin eigi eftir að komast klaklaust
fram úr ölium hrakspám, að með bezta
vilja, er ekki mögulegt að koma Bolshe-
víkanafninu á Albert A. Johnr-on. Hann
er Bandaríkjamaður, hefir lagt stund á
uppeldismál og landbúnaðarhagfræði; er
Hoover-sinni síðan hann var hægri hönd
Hoover’s 1921; ferðaðist þá víða um á
Rússlandi og sendi Hoover skýrslu þá,
er varð ein aðal driffjöðrin til þess aö
hrinda á stað líknarstarfi Bandaríkj-
anna, er flutti nafn Hoovers um allan
heim. Albert A. Johnson sá allar hörm-
ungarnar þá, eins og hann segir sjálf
ur: “.....á einum stað sá ég fjórar kon-
ur í fæðingarhríðunum, innan um mörg
hundruð manns er biðu banhungraðir,
með þolinmæði sárþjáðra, og rétt hjá
líkin, sem lögð höfðu verið til á jörð-
inni, lík þeirra, er farist höfðu úr alls-
konar fári, er skjótt vann bug á þessum
úttærðu manneskjum — þarna gaf í einu
Á& líta alia hringrás lífs og dauða.” —
Og 1923 kom Mr. Johnson tvær ferðir
aftur til Rússlands, svo hann hefir ekki
við annara skýrslur eingöngu að styðjast,
er hann ber saman ástandið þá, er Sov-
jetstjórnin var að byrja að koma lagi á
óskapnaðinn, og nú, er hann hefir dval-
ið hér um bil eitt ár á Rússlandi á sí-
felldum ferðalögum; farið um 20,000 míl-
ur, til þess að kynnast sem ítarlegast
öllum lífs- og staðháttum, stjórnarfari og
atvinnuvegum. Hann fór frá Moskva
17. september og hefir síðan verið að
vinna úr þeim fróðleik, er hann hefir
viðað að sér. Kemst hann svo að orði,,
í formála fyrir skýrslu sinni, er birt verð-
ur í fjölmörgum stærstu dagblöðum
Bandaríkjanna: “Með því að viða að mér
hagtölum, kynna mér þær og prófa í
ljósi þeirrar þekkingar, er mín eigin
augu hafa sannað mér, hef ég sannfærst
am ýmsar óbifanlegar og afar t ftirtekta-
verðar staðreyndir um ástandið á Iiúss-
landi nú sem stendur, til dæmis:
1) Rússar unnu 34,498,000 meter-
tonn af kolum árið sem leið. Þetta er
17yí % meira en unnið var 1913.
2) Olíuframleiðslan nam 11,052,-
000 metertonnum, meira en nokkurn-
tíma var unnið mest á ófriðarárunum, er
unnið var af mestu kappi; 25% meira en
1913, og 238 % meira en 1921.
3) Innflutningur á óunninni baðm-
ull frá Bandaríkjunum hefir sjöfaldast á
fimm árum og nemur nú 113,910 tonn-
um.
4) Hagskýrslur um höfuðiðngrein-
ar sýna að framleiðsla hvers verkamanns
hefir fjórfaldast á sex árum, þ. e. a. s.
eftir, að landið fékk frið og endurreisnar-
tímabilið hófst. Þegar verðmæti fram
leiðslu hvers manns, reiknað út í rúbl-
um, benti á 40 % framför frá 1913, þá
leizt aðal hagstofu ríkisins bezt að hafa
vaðið fyrir neðan sig, og setti í stað þess
í skýrsluna, að “framleiðsla verkamanns-
ins á nef hvert, væri komin langt fram
úr því sem náðst hefði fyrir ófriðinn.”
5) Samskonar samanburður með
tilliti til verðmætis rúblunnar fyrir ó-
friðinn, sýnir að meiri framleiðsla á sér
stað nú en 1913, þá er ræðir um náma-
vinnu, málmhreinsun og vefnaðarvörur.
Námuframleiðsla nam nú 1,245,000,000
rúblum, samanborið við 1,004,000,000
1913; Málmhreinsun 679,000,000 rúblum
samanborið við 628,000,000; vefnaðar-
vörur 1,569,000,000 rúblum, samanborið
við 1,494,000,000 1913, allt miðað við
gengi rúblunnar þá.
6) Flutningur með járnbrautum.
fjárhagsárið er endaði 30. september síð.
astliðinn var 40 % meiri en 1913.. Það
er að segja miðað við rússneskt jafn-
gildi tonn-mílunnar.* Míluflutningur
hefir því nær fjórfaldast, frá því að ég
var síðast á Rússlandi. Hagtölur: 1913,
3,759 miljarð púð-verstur; 1923, 1,346
miljarð púð-verstur; fjárhagsárið 1928,
er endar 30. september, eins og hin, 5,-
239 miljarð púð-verstur. (1 milj. — 1000
miljónir; 1 púð — 36.1 pund; 1 versta —
0.663 rníla, eða því nær nákvæmlega tveir
þriðju úr mílu).
7) Meira en þrisvar sinnum meira
rafmagni — miðað við kílówatt-stundir—
er nú völ á til almenningsnota en 1913.
Til iðnreksturs er völ á 65 % meira en 19-
13. Raforkueyzla í mylnum og verk-
smiðjum, stökk úr 281,000,000 kílówatt-
stundum 1923, í 1,800,000,000 kílówatt-
stundir 1927.
8) Stálbræðsla er um 10% meiri en
1913, en hefir fjórfaldast á fjórum ár
um. Aukning járnframleiðslu hefir ver-
ið enn örari hiutfallslega. Stálbræðsia
jókst úr 61,000,000, 1924, í 234,000,000
púð 1928; járnframleiðsla úr 42,000,000, í
211.000,000 púð á parrta tíma.
9) Akuryrkja, er varð fyrir verra
skakkafalli í heimsstyrjöldinni, borgara-
stríð'jnum 02 hmigursneyðinni en noltk-
ur cnnur iðngrein. hefir verið lengur að
ná sér. Framleiðslan hefir tvöfaldast
síðan 1921; er komin töluvert fram úr
framleiðslunni 1917 (fyrir stjórniarbýlt-
inguna), en er ekki búin að ná magni
sínu frá því fyrir ófriðinn.
10) Framleiðsla helztu iðngreina, að
meðtaldri framleiðsiu fæðutegunda, var
fjórum og hálfu sinni meiri 1927 en 1922,
og lítið eitt meiri en 1913.
Hver einasta hagfræðistafla er nokk
ur hagfræðingur getur dregið, sýnir stöð
uga og óðrísandi línu til velmegunar frá
árinu 1921, er Rússland loks sameinaðist
undir Sovjetstjórninni.
í þessum tíu liðum hér að framan
skýía hagtölurnar frá iðnaðinum; um
ýmislegt annað er vert að geta, til dæm-
is:
Fyrir tuttugu árum síðan neyttu
verkamenn í Moskva og St. Pétursborg
tvisvar sinnum meira rúgbrauðs miðað
við þyngd, en þeir neyttu af mjólk, kjöt-
mat, og sætmeti samtals.
Árið ’26 neyttu þeir 60% meira af mjólk,
kjöti og sætmeti en af rúgbrauði, og
hveitibrauð var langt um tíðara orðið á
borði verkamannsins. Bændurnir éta
nú að meðaltali 84 pund á ári af kjöti,
hver maður, samanborið við 35 pund fyr-
ir( ófriðinn.
Hagtölurnar staðfesta það, að óðum
er að ráðast bót á því, er maður rak
allsstaðar augun í 1921 og 1923, að fólk.
gengi berfætt. Skóframleiðsla á Rúss-
landi jókst núna síðasta árið um 56 %,
og voru 23,000,000 stígvél gerð. 36,000,
000 yfirskór voru gerðir — 25 % meira en
1913.
*með tonn-mílu er átt við tonn af vörum,
flutt eina mílu.
Kaupgjaldstölur frá níu
ihelztu iðngreinum sýna að í
þremur er kaupið iítið eitt
lægra en 1913, en í sex iðn-
greinum hærra og það svo að
nemur 72% í einni. En erfitt
er að bera saman, af því að í
kaupgjaldinu nú er innifalin
trygging gegn veikindum og at
vinnuleysi, og ýms önnur hlunn
indi. ,
Vinnutími hefir verið styttur
um hér 'um bil 2 1-4 — 7 1-4
klukkustund á dag.
Aðal hagsstofu ríkisins telst
svo til að framleiðslukostnað-
ur hafi minnkað um 5 per cent
síðasta ár, en framleiðsla hvers
verkamanns aukist um 15 per
cent á sama tíma.
Árið sem leið voru 2,553,000,
000 metr. baðmullardúka ofnir,
8 per cent meira en árið áður
og 13.2 per cent meira en 1913.
Ennfremur voru 97,525,000
metrar ullardúka ofnir, eða
15.8 per cent meira en árið áð-
ur og því nær alveg jafn mikið
og 1913.
Þessar tölur benda á vakn-
andi Rússland, ér að minni
hyggju á eftir að taka sæti sitt
á efnalegum öndvegisbekk ver-
aldarinnar, og það innan
skamms........ Með því að hag-
nýta sér meiri raforku; með
því að taka upp nýtízku aðferð
ir við tóolanám; með því að
koma sér upp fleiri vinnuspar-
andi vélum, með skynsamlegfi
skipulagningu á iðnaði sínum,
berst Rússland áfram til frek
ari framfara.
Árið sem leið lagði Sovjet-
stjórnin $550,000,000 í fyrirtæki
ýmissa helztu iðngreina, og er
þó ekki talið það fé er hún hef-
ir lagt í hinar stórkostlegu raf-
virkjanir, er hún hefir nú á
döfinni.
Og á yfirstandandi fjárhags-
ári býst hún við að leggja $850,
000,000 í nýjar verksmiðjur,
nýjar vélar og endurbættar.
Eftirspurnin eftir byggingar
efni er svo stórkostleg og al-
menn, að í borgunum úthluta
embættismenn stjórnarinnar
stálbjálkum eftir því sem á dag
inn kemur hvar þörfin er brýn-
ust.
Fjórum miljónum dala ver
rússneska ríkið á yfirstandandi
fjárhagsári til jarðfræðisran-
sókna, til þess að grennslast
eftir námum, er almennt eru
taldar að séu langsamlega
miklu auðugri en jafnvel nám-
ur Bandaríkjanna ailar.
Þegar skýrslur frá þeim ran-
sóknum eru komnar stjórninni
í hendur, skipuleggur hún enn
á ný — með augun á djúptæk-
um, almennum framförum, sam
kvæmt áætlun, yfirlagðri mörg
ár fram í tímann, svo að meira
taki til ráðstjórnar ríkisins með
ári hverju í viðskiftum verald-
arinnar.
Með þesskonar skipulagn-
ingu á olíuframleiðslunni und-
anfarin ár, hefir Rússland aft-
ur tekið sæti á fremsta bekk
olíuframleiðenda. Og menn
skyldu hugfesta það rækiiega
að olía hefir verið þungamiðjan
í allri pólitízkri hringrás síðan
ófriðnum mikla slotaði.
Á fjórum árum hefir þessi
skipulagning minnkað borun-
arkostnaðinn um 57 per cent
og framleiðslukostnað yfir höf
uð um meira en 50 per cent.
Árið 1913 var um 90 per cent
af þeim 9,200,000 metertonnum
er Rússland framieiddi, komið
upp á yfirborðið með hinni úr-
eltu “austurs’’ aðferð. Árið
sem leið voru um 75 per cent
af framieiðslunni, 11,052,000
metertonnum, framleidd með
djúp- og þrýstidælum.”
Svo mörg eru orð Mr. Al-
berts A. Johnson um þessa hlið
rússneska þjóðlífs, og verður
vonandi engum óglatt af sann-
leikanum, þótt beiskur kunni ;
að virðast í fyrstu.
í fullan aldarfjórðung hafa
j Dodds nýrna pillur verið hÍK
! viðurtóenndiu jneðujl, við bak-
1 verk, gigt og hröðru sjúkdóm-
j um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfaibú5
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Bækur
SAGA; missirisrit; ritstjóri Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson. Fjórða
ár; 2. bók. IV’peg 1928—1929.
^Columbia Press Ltd.
Saga hefir náð miklum vinsældumr
og að maklegleikum því hún hefir
margt skemtandi og fræöandi flutt.
síSan hún hóf göngu sína fyrir fjór-
um árum síSan.
Sjaldan eSa aldrei mun hún þó>
hafa átt betri viStökur skiliS en í
þetta sinn. Mest fyrir tilverknaö-
ritstjóisans sjálfs, en líka fyrir ýmis-
legt, er aSrir hafa lagt af mörk-
um viS hana.
iRitstjórinn fær þenna vitnisburö
fyrir kviSuna miklu og ágætu, er
hann las á Frónsmóti nýlega í
fyrsta sinni: “A Þingvelli 1930,’* er
fyrst verSur fyrir manni í bókinmL
í níu flokkum, er allir eru prýSilega
vel kveSnir, og ýmsir stórkostlega
vel, svo sem t. d. fyrsti kaflinn og
hinn síSasti, sálmræn lofgjörS, stór-
fögur í formi og anda. VirSist
kviSan einkar vel fallin til þess afr
tónskáld spreyttu sig á henni og verfr
ur gaman aS bera hana saman viS’
verSlaunadrápurnar aS heiman, engu
síSur fyrir þaS, þótt höfundur sendi
,hana ekki heim til álits. HefSi ver-
:iS gaman, ef tími hefSi unnist til og-
ekki allt gengig af göflum hér út af
heimferSinni, aS geta flutt þjóSbræSr
um vorum heima þessa kviSu í vestur
íslenzkum óSi og tónum. — En tif
hvers er aS tala um þaS, sem ekki cr
til, sagSi karlinn, er hann sauS nagla
súpuna.
Steinn H. Dofri á tvær ritgerSir
um Njálu í þessu hefti Sögu. Er
hin fyrii, rituS af meira iærdómi er*
svo, aS ég kunni til fuils aS meía þá
liliðina, og mætti ef til vill segja
eitthvað álíkt um hinn síðari, era
þó er ég, hamingjunni sé lof, ekkí
ryðgaSri í fornsögunum en það, a‘5>
þar get éig nokkurnveginn fylgst meó
i snöggum lestri og get þá ekki orða
bundist uin þaS, aS mér, sem ósér-
fróðum en sögulesnum Islending.
finnst þar fjölmargt stórvel athugað,
svo aS víst má telja þá ritgerS.
(“Snorri Sturluson oig Njála”), með«
beztu og veigamestu ritgerðum, er
“Saga” hefir flutt, ágæta til um-
hugsunar hverjum manni, er les sög-
urnar sér til gagns og fróðleiks. Eg:
kann 'mjög vel viS stíl og orðbragS.
auk þess sem allur andinn er vís-
j indamannsins, sem er ósmeikur vi5
j nýjar leiSir og nýjar tilgátur, et»
fullyrSir þó ekki þegar í staS, a5
hvert sitt hugboS sé rétt.
Mann furðar annars stórlega á
þvi, að ísland skuli hafa efni á því,
að láta aSra eins athyglisgáfu á
sviðum sögu og ættfræðiransókn
hýrast í örbirgð hér norður á Maní
tobaöræfum, og draga fram lífið á
fiskireitingi og hundafóSrun, til þess-
aS geta stolið fáeinum stundum til
þess aS hverfa inn á þau lönd, þar
sem hugurinn er allur. Og- ég vil
skjóta því til einhvers eða allra góSra
drenigja, er Heimskringlu lesa á Is-