Heimskringla - 27.02.1929, Side 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. FEBR., 1929
"pttítntskringla
(Stofnnlt 188«)
Kemnr nt 1 hrerjnm mlSTlkntrfi
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8BS t>( 855 SARGENT AVE. WIIÍNIPEG
TAI.SIMIt 80 537
V«rU blaDslns er »3.00 Argangurinn bor*-
lat fyrirfram. Allar borganir sendiit
TKE VIKING PR-ESS LTD.
SIGEÚS HALLDÓRS Irá Höfnum
Rltstjórl.
UlanAnkrlll tll hlabalnat
TBB VIKING PIIESS, Utd-. *»l 8105
UtanAakrlft tU rlt»tJdraO»i
EDITOIt HEIMSKRINGLA. Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla ls publlsbed bjr
Tbe viklnir Preaa I.td.
and printed by
CIT Y PRINTING <fe PUBUISHkNG CO.
053-855 Snrttent A ve.. WlnnlpeK, Mnn.
Teiephonet .80 58 7
WINNIPEG, 27. FEBR., 1929
“Og enn kvað
hann, blessaður”
Það má nú með sanni segja. Þvílík
óstöðvandi demba, sem hellist úr hr. H.
A. Bergman og fylgifiskum hans, í ‘‘Lög-
berg,’’ út af Ingólfsmálinu. En þess er
þá vert að geta um leið, að ekki er kurteis
in, eða gestrisnin á þeim bæ meiri en
það, að forseti Þjóðræknisfélagsins, séra
Ragnar E. Kvaran, fær ekki leyfi til
þess að svara opnu bréfi til félagsins þai
í blaðinu. Fór hann nærri um gest-
risnina, þótt fáir myndu hafa getað trú-
að svo kynlegri blaðamennsku, ekki sízt
er um jafn hógvært og kurteist svar var
að ræða, og menn mega sjá í síðustu
Heimskringlu,—
Mikið af þessu “syndaflóði” Lög-
bergs hefir átt að ganga út á það, að
sanna að Þjóðræknisfélagið hafi aldrei
haft neitt með “Ingólfsmálið” að gera,
og að ég hafi jafnvel verið þeirrar skoð-
unar í upþhafi. Eg skal þá sýna fram
á það hve mikið er að byggja á þeim
staðhæfingum, og víkja þá um leið að
málinu nokkuð frekar, þótt ég héldi að
ég væri búinn svo rækilega að svara, að
meira þyrfti ekki við. En menn gleyma
fljótt. Og þegar elgurinn er stöðvunar-
laust vaðinn á eina hlið aðeins, kann les-
endum að skjöplast á vöðunum. — Eg
skal þá fyrst snúa mér að staðhæfing
unum um það, að Þjóðræknisfélagið
hafi aldrei haft með Ingólfsmálið að
gera, og sýna hvílík fjarstæða það er, að
ég hefi nokkurntíma verið þeirrar skoð-
unar, Mínu máli til sönnunar leyfi ég
mér að birta eftirfarandi útdrætti úr
Heimskringlu frá þeim tíma:
Úr “Til fslendinga.’’
Hkr. 24. des. 1924:
“Eftir nokkrar umræður var ákveðið að
fela stjórnanicfnd Þjóffrœknisfélagsins* að
beita sér fyrir framgang þessa máls.” --“Mr.
Hjálmar Gíslason, 637 Sargent Ave., Winnipeg,
gjaldkcri stjórnarncfndar Þjóðrœknisfélaigsins*
tekur á móti samskotum.” ....
1 umboði stjórnarncfndar Þjóðræknisfélags-
ins*
Sigfús Halldórs frá Höfnmn, ritari.
Er nokkur í vafa um það, að ég hafi
þegar í upphafi iitið svo á, er ég fór að
rita um þetta mál, að ég skrifaði þessa
hvöt sem ritari Þjóðræknisfélagsins, en
ekki sem ritari einhverrar 'Tngólfsnefnd-
ar”? (sem aldrei hefir verið til fyr en það
æxli vex í höfðinu á hr. H. A, Bergman
og einhverra fylgifiska hans — fjórtum
árum eftir að Þjóðræknisfélagið hljóp
undir bagga með Ingólfi Ingólfssyni).
til þeirrar streitu, að einkis sé látið ófreistað,
er hugsanlegt sé að gera manninum til bjarg-
ar.....”
Or “Mál Ingólfs Ingólfssonar,” Hkr., 7.
jan. 1925.
“Eins og getið var um í síðasta blaði, lagði
Mr. Hjálmar Bergman á stað til Edmonton á
laugardagskveldið, þann 27. desember síðastl. í
sambandi við mál þetta Hann kom aftur til
borgarinnar á nýársdag. Á laugardaginn var,
3. janúar, hélt stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ins* fund á skrifstofu hans, og á þeim fundi
skýrði hann mjög ítarlega frá öllum málavöxt-
um.” ..... “Nýja rannsókn í málinu virðist
naumast hægt að fara fram á, því engin ný
gögn eru fyrir hendi, sem ekki var vitað um,
þegar málið var tekið fyrir í fyrstn*
1 umboði nefndarinnar,
Hfáhnar Gíslason, Gísli Jónsson,
Arnljótur Björnsson, Olson.
XJr“Ingólfsmálið,” ritstjgr. í Hkr., 28 jan.
1925:
“Hjálmar A. Bergman lögmaður, er nýkom-
inn til baka frá Ottawa, og hefir skýrt nefnd
Þjóðræknisfélagsins frá tilraunum sínutn* til að
fá hinn dauðadæmda fanga náðaðan.’’.......
....“En hver svo sem hin endilegu úrslit
kunna að verða, þá þakkar stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins hinar framúrskarandi undir-
tektir og alniennu þátttöku Islendinga í þessu al-
varlegasta og þungbærasta máli, er félagið*
hefir til þessa haft með höndum.”
tlr “Dauðadómnmn breytt,” ristjgr. í Hkr
4. febr. 1925:
“Tvö samhljóðandi símskeyti bárust i fyrra
dag hr. Gisla Jónssyni, vara-forscta Þjóðræknis
félagsins* og Hjálmari lögmanni Bergman.......”
tJr fundargerningum “SjöUa Arsþing Þjóð-
ræknisfélags Islcndinga í VesturheimiHkr..
11. marz 1925:
“Forseti rakti sögu Ingólfsmálsins í fáum
en skýrum dráttum, frá upphafi til hinna ánægju
legu úrslita: að dauðadómnum var breytt ti)
æfilangs fangelsis.
....Bæru þar öllum aðiljum þakkir: Lög-
manninum, sem svo ágætlega hefði með málið
farið; Þjóðrœknisfélaginu, Sem ábyrgðina hefði
axlað, sem cnginn annar hefði vogað að takast
á hendur;* íslenzku blöðunum hér vestanhafs,
sem fyrir málinu hefðu svo drengilega talað, en
án þeirra hefði lítið getað orðið úr framkvæmd
um fyrir félaginu....
Með árangur þann fyrir augum sem fengist
hefði á þessum tveim stórmálum, (hitt var ís-
lenzkukennslan) er Þjóðræknisfélagið* hefði
fyrir beitzt, o. s. frv.’’ — »
----“Um annan lið urðu töluverðar umræð-
ur. (Um það, að reyna að fá Ingólf færðan
til Stony Mountain.)
Fannst fljótt, að mörgum þótti æði var-
hugavert, að binda hendur stjórnarnefndarinn-
ar, að nokkru sérstöku leyti, í þessu máli, vegna
þess að mjög væri þá hætt við, að með því
væru Þjóðræknisfélaginu* sköpuð vandræði i
viðskiftum við stjórnarvöld þessa lands. Var
bent á að nefndinni hefði þegar borist fremui
kuldalegt svar, frá fangelsismála-yfirvöldunum,
og hefði það um leið verið fremur nöpur fyrir-
spurn í þá átt, hvernig félagið hugsaði sér að
endurbæta meðferð stjórnarinnar á þessum
fanga. Eftir nokkra stund bar séra Ragnar E.
Kvaran fram rökstudda dagskrá, með aðstoð dr.
Sig. Júl. Jóhannessonar og hljóðaði hún á
þessa leið:
“I því trausti að stjórnarnefnd félagsins*
reyni að afla sér upplýsingar um hvort ekki
megi létta frekar raunir Ingólfs Ingólfssonar, o.
s. frv.”
Ur “Líflátsdómur,” ræðu fluttri í Sam-
handskirkju, sd. 21. des., af séra R. E. Kvaran:
“...Eftir því sem mér skilsf, þá hefir sér-
stakur félagsskapur tekið að sér, að grafast fyrir
hið sanna í því efni, og síðan, ef þarf, leita
fylgis Islendinga,...”
“Dauðadóinurinn,” ritstjgr. í Hkr., 7. jan. 1925:
“Eins og menn sjá á öðrum stað í blaðinu,
þá hefir stjórttarncfnd Þjóðræknisfélagsins*
ekki setið auðum höndum i sambandi við mál
það hið sorglega, sem flestum Islendingum er
nú tiðræddast um — mál Ingólfs Ingólfssonar.”
.....J..“vörnin hefir naumast verið mjög kapp-
samlega rekin. Þetta er lögmanninum, Mr. H.
Bergman, sýnilega svo einkarljóst. Og þess
vegna hefir stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins*
vafalaust að hans ráði, ákveðið að halda málinu
^Auðkennt hér.
Á öllu þessu, hverri grein, er ég rit-
aði í Heimskringlu 1924 og 1925, er þetta
mál stóð yfir, sézt greinilega, frá upphafi
til enda, að samkvæmt mínu áliti, er það
Þjóðræknisfélagið eitt, er hefir Ingólfs-
málið með höndum, og að hr. H. A. Berg-
man er í þjónustu þess, hvað svo sem
hann, eða liðsmenn hans vilja nú um það
segja. Sama sanna þessi skilríki um alla
meðnefndarmenn mína, er láta frá sér
heyra, hvort heldur í Heimskringlu, eða
á ársþingi Þjóðræknisfélagsins. Jafnvel
*Auðkennt hér.
hr. A. B. Olson, er hr. Bergman vill
bregða fyrir sig því til sönnunar, að
Þjóðræknisfélagið hafi aldrei haft neitt
með málið að gera, skrifar undir það í
Heimskringlu, með tveim samnefndar-
mönnum sínum, að stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins hafi haldið fund á skrif-
stofu hr. Bergman, er hann var nýkom-
inn að vestan, og hafi hr. Bergman þar
lagt fram alla málavexti fyrir hana ‘‘mjög
ítarlega.’’ En því var hann að skýra
frá þessu á fundi stjórnarnefndar Þjóð-
ræknisfélagsins, ef því kom málið ekkert
við?' Séra R. E. .Kvaran lítur auðsjáan-
lega strax svo á sem Þjóðræknisfélagið
hafi tekið að sér málið, því ekki gat ein-
hver ‘Tngöl'fsnefnd’’ kallast félagsskap-
ur. Hann og dr. Sig. Júl. Jóhannesson
líta svo á, á ársþingi Þjóðræknisfélags-
ins, að félagið eigi að fara það með mál-
ið, sem írekar verði reynt. Almennur
fundur, sem Þjóðræknisfélagið kallar
saman í Winnipeg, vísar frá sér málinu
til þess, og skorar á menn að styrkja
ÞjóðræknisfélagiS að málinu með fjár-
framlögum (sbr. útdrátt úr fundargern.
í Hkr., 5. des. 1928). Og svo til síðustu
og skilmerkilegustu áréttingar: Eg heyrði
hr Bergman lýsa því yfir, að hann héldi
Þjóðræknisfélaginu ábyrgu fyrir kaupi
sínu fyrir þessa málafærslu. Hann
leyfði sér að lýsa mig ósannindamann að
þessu. Eg lýsti hann aftur ósanninda-
mann að þeirri staðhæfingu, og kvað,
sem satt er, að ég hefði vitni að þeim
ummælum hans. Og sú yfirlýsing mín
stendur í honum fram á þenna dag. Hon-
um er þar ekki auðið að komast undan
sjálfum sér.
Og svo læzt hann og liðsmenn hans
vera hissa á því, að þáverandi stjórnar-
nefnd skilar afgangi varnarsjóðsins í
hendur Þjóðræknisfélagsins á ársþingi
þess! Og stagast á því fram í rauðan
dauðann, að Þjóðræknisfélaginu hafi
aldrei komið málið neitt við! Og eru
samt hinir grimmustu út af því að séra
Jónas A. Sigurðsson, forseti Þjóðræknis-
félagsins og eftirmaður hans, séra R. E.
Kvaran skuli ekki hafa haft málið á dag-
skrá, 2—4 árum síðar, eða jafnvel á
hverju þingi þess! Fyr má nú rota en
dauðrota. Skynsemina. Eða hvers
vegna þetta sífellda argaþras lum að
Þjóðræknisfélagið hafi ekki gert og geri
ekki nóg fyrir Ingólf, ef því hefir aldrei
komið maðurinn eða málið nokkurn
skapaðan hlut við!
Og svo þessar staðhæfingar að félag
iö hafi ekkert fyrir Ingólf gert! Maður
veit varla hvort maður á að kenna þar
um ósvífni eða bláberum kjánaskap. Sann
ósvífni eða bláberum kjánaskap. Sann-
leikurinn er sá, að félagið hefir allt fyrir
hann gert það er stofnað var til í upphafi,
og meira. Því þegar handa var haf-
ist, var ekki um nokkurn skapaðan hlut
annan að ræða, en að sjá um, að maður-
inn fengi komið fyrir sig allri vörn, er
kostur var á. Þetta tók Þjóðræknisfél-
agið að sér að sjá um, og fyrir þess gjörð-
ir var maðurinn frelsaður frá lífláti. Og
það mætti ljóst vera öllurn mönnum, og
þar á meðal frænda Ingólfs, er nú sýnir
Þjóðræknisfélaginu þakklæti sitt á svo
sérkennilegan hátt, að mig brestur geð
til þess að fara mörgum orðum um, að
hefði ekki Þjóðræknisfélagið verið, þá
iægi nú nafni hans og frændi með brotinn
háls, í kaldri gröf. En af því*að það var
til, og aðeins vegna þess, þá er hann þó
á lífi, við jafngóð kjör og aðrir þeir, í
Kanada, er þrátt fyrir aðgerðir duglegs
lögmanns, hvort sem hann heitir H. A.
Bergman, eða ekki, verða að þola sams-
konar refsingu samkvæmt fullgildum 12
manna kviðdómi. Því það skulu menn
ekki halda, þótt hr. Bergman hafi þarna
vafalaust unnið gott lögmannsverk, sem
verjandi hins dæmda, að ekki hefðu
fleiri kanadiskir lögmenn, er félagið hefði
getað leitað til í forföllum hr. Bergmans,
getað afrekað því sama.
En auk þess að útvega Ingólfi þá
vörn, er frelsaði hann frá vissum dauða,
hefir félagið reynt að gera það fyrir
hann, sem það gat sóma síns vegna,
samvizku og landslaga. Það byrjaði á
því, að fá kaldar snuprur í hattinn hjá
yfirvöldunum í Ottawa, og einmitt fyrir
eina ráðleggingu hr. Bergmans. Það var
út af líðan fangans og samastað. Séra
Jónas A. Sigurðsson fékk það svar frá
yfirvöldunum, er hann fór eftir annari
bendingu, að. ósk þingsins, að á andlegri
heilsu fangans sæi læknir engan brest
\
En myndi fanganum líða bet-
ur á vitlausraspítala en í fang-
elsi? Og ætti félagið, hvað
sem því liði, að hætta á það,
að komast í verulega ónáð hjá
kanadiskum stjórnarvöldum,
fyrir tilraunir, er það sjálft hef-
ir enga trú á, einungis til þess,
að sínu áliti, að þjóna geðsmun
um hr. H. A. Bergman, ef hann
þarf að svala sér á Þjóðræknis-
félaginu, af saupsætti við það
um allt annað mál, eða yfir-
leitt? Eg, að minnsta kosti
get ekki láð því ef það kýs held
ur frið við stjórnarvöldin sam-
kvæmt samvizku sinni, en fjand
skap fyrir það að breyta á móti
sannfæringu sinni. —
Og þá er vert að athuga dá-
lítið betur þenna brennandi á-
huga hr. Bergman fyrir fang-
anum, og hvernig hann hefir
lýst sér gagnvart honum og
Þjóðræknisfélaginu.
Þegar málið hefst, sér hr.
Bergman í hverju blaðinu á
fætur öðru, að Þjóðræknisfél
agið telur sig, og er talið, standa
fyrir máliitu og hafa hann í
þjónustu sinni. Engin mót-
mæli þá. Á þeim bólar ekki
opinberlega fyr en hann hefir
dregið sinn hlut á þurt land og
ekki fyr en fjórum árum seinna,
að hann lendir í andstöðu við
félagið út af öðru máli.
Hr. Bergman virðist nú helzt
telja Ingólf saklausann. Eða
svo skilja víst flestir orð hans
þar á meðal hr. Ingólfur Jó-
hannsson, er ritar svo, án þess
að hr. Bergman sjái nokkra á-
stæðu til þess að gera athuga-
semd við: ‘‘— sem eftir skýrslu
þinni virðist miklu fremur vera
saklaus af ákæru þeirri, er á
hann var borin, en sekur—.”
Ómögulegt var fyrir nefndina,
er hr. Bergman starfaði fyrir,
að skilja á honum, að hann á-
liti það, þótt hann benti á, sem
margir gátu séð að ýmsar lík-
ur, er kviðdómurinn hafði fyrir
sér, væru veikar. f fjögur ár
liggur hr. Bergman á þessum
grun sínum, ef hann þá liefir
hann. f fjögur löng ár hreyf-
ir hann sig ekkert opinberlega
gegn því að þessi ímyndaði sak-
leysingi visni í fangelsisvist und
ir brennimerki morðingjans.
Hann bíður með allar opinber-
ar bendingar, þangað til honum
lendir saman við Þjóðræknis-
félagið. Hvílík dásamleg dreng-
lund.
Að því er nú má skilja á skrif
um hr. Bergmans, eða máske
sérstaklega fylgifiska hans, þá
hefir hann ætíð álitið, að Ing-
ólfur ætti samskotaféð, en ekki
Þjóðræknisfélagið né nokkur
annar. Samt líða
svo fjögur ár, að hann hefst
ekki handa til að heimta féð, er
hann leifði sjálfur, þessum aum
ingja til handa, er hann ber svo
takmarkalaust fyrir brjósti.
Það er eins og hann muni ekki
eftir því, fyr en hann er farinn
að kljást við Þjóðræknisfélagið
út af heimfararmálinu. En það
má þó telja honum til máls-
bóta, að hann áskilur sér í þess
ari trú, ekki nema hérumbil
þrjá fjórðu hluta aleigu þessa
umkomuleysingja fyrír það að
hjálpa til að frelsa hann frá
gálganum. Von er nú, að
ýmsum finnist til. Eða skyldi
ekki t. d. dr. Brandson hafa
aukið stórum á vinsældir sínar,
ef hann hefði áskilið sér, segj-
um $300. af $400. aleigu ein-
hvers aumingjans fyrir að
frelsa hann með læknislist sinni
frá bráðum bana? Hver efast?
Líklega ekki þeir, að minnsta
kosti, er í ræðu og riti hafa
sungið ‘‘gloríá’’ um hr. Berg-
man fyrir alla umhyggjusemina
í garð slysamannsins, og jafn-
vel fundist honum vanborgað
fyrir, að maður nú ekki tali
um vanþakklætið.
En í þenna eðallyndis og ó-
sérplægnislofsöng blandast þó
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurtóenndíu jneðujl, vilð bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær em til sölu í öllum lyfaibúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
í mínum eyrum að minnsta kosti
ein rödd, sem samhljómar ekki
algerlega. En þá rödd metur
hr. Bergman mikils, eins og við
fleiri. Röddina á hr. Stephen
Thorson. En um hann kemst
hr. Bergman svo að orði í Lög-
bergi 14. þ. m., eins og menn
muna: ‘‘Allir, sem þekkja nokk
uð til hr. Stephen Thorsons„
munu viðurkenna að það er
ekki ofsagt að segja, að hann
sé svo stórgáfaður maður, að
hann megi réttilega telja einn
af hinum allra skýrustu núlif-
andi Vestur-íslendingum........
Þegar hann leggur eitthvað til
..... má því æfinlega ganga út
frá því sem vísu, að það sé
byggt á skörpum skilningi,
grandgæfilegri íhugun og ein-
lægri sannfæring,.....” —
Hér er ég loks sammála hr-
Bergman. En hvað má nú
helzt hyggja að hr. Stephen
Thorson álíti um það, hverjar
hvatir helzt hafi rekið hr. Berg
man og liðsmenn hans út til
ritverkanna um Ingólfsmálið, í
sumar og vetur. Jú, hann seg
ir svo:
“Ef hiröskáld heimfaramefndar-
innar hefði ekki farið aö yrkja um
IngólfsmáliS í Heimskringlu, þá
hefði það ekki komið á dagskrá í
þetta sinn. Eg tel þaS alveg sjálf-
sagt, aS þessi hirSskáld, eins og öll
önnur hirSskáld, hafi “kunnaS að
kveSa kónginum í vil,” eins og St.
G. hefir komist aS orSi. Ef hirð-
skáldin hefðu þagað, þá hefði Jónas
Pálsson aldrei ritað sínar greinar, og
ef Jónas PáLsson hefSi ekki ritaS
sínar greinar, hefSi ritstjóri Heims-
krin.glu ekki ritaS eins gífurlega um
máliS eins og hann gerSi og scm
kom Hjálmari A. Bergtnan til að
rita sínar ritgerðir.”
Og þarna trúi ég að hr.
Stephen Thorson hafi með
þeim skarpa skilningi, sem við
hr. Bergman erum sammála um
að hann sé gæddur, tekist að-
dáanlega að grafast fyrir helztu
hvatirnar, sem, auk hatursins
við Þjóðræknisfélagið hafa leg-
ið til grundvallar fyrir hinum
eðallyndu og ósíngjörnu að-
finnslum við Þjóðræknisfélagið
í tilefni af Ingólfsmálinu nú
undanfarið. En mér er ekki
meira í nöp við hr. Bergman en
það, að ég hefði vel getað unnt
honum og þjóðarsæmdinni
margumræddu að þær hefðu átt
dálítið göfugra foreldri.—
•
Og af vísinum má ávöxtinn
merkja. Og mér þykja vinnu
brögðin sem hr. Bergman og
hans ‘‘heimafólk” hafa heitt
liðlangan tímann, síðan í vor
sem leið, vera mjög í samræmi
vð aðra drenglund í þessu máli.
Eg skal að endingu leyfa mér
að draga fram í birtuna sýnis-
horn af þeim, tekin úr tveim
síöustu greinum hr. Bergmans
í “Lögbergi.” Hin fyrri er
/