Heimskringla - 10.04.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 10.04.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 13. ARlL, 1929 HEI MSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Gigt ►▼ag8ýrueltri?s úr blótiinu. GIN PILL.S orsakast þegar nýrun hreinsa ekkl lœkna meb mótverkun á sýruna og ab láta nýrun vlnna aftur. — 60c askjan hjá öllum lyfsölum. Frá iskndi. Vinnuhælið Reykjavík 28. febr. Síðastliöinn þriðjudag bauð dóms málaráðherra blaðamönnum og ýms- um fleirum austur á Eyrarbakka til að skoða vinnuhælið þar, sem er í þann veginn að taka til starfa. Eins og kunnugt er, keypti ríkisstjórnin sjúkrahús Eyrarbekkinga, sem hefði staðið hálfgert í nokkur ár. Er það nú að mestu fullbúið sem vinnuhæli. Allur útbúnaður hælisins er hinn bezti, klefar allir mjög vistlegir. Gólf öll eru dúklögð og miðstöðvar- hitun í hverju herbergi. Vatni er dælt inn í húsið úr brunni. 1 kjall ara hússins eru fjórir eins manns klefar og tveir tveggja manna, enn- fremur búr og eldhús, þvottahús,' geymsluherbergi og miðstöðvarklefi, á 1. hæð eru fullgerðir fjórir eins manns klefar, stór vinnustofa handa föngunum og herbergi hánda varð- manni, á sömu hæð verður einnig baðherbergi og fimm eins manns klefar í viðbót og sjúkraherbergi. Tvær efri hæðirnar eru enn ófull- gerðar, en þar verða klefar, lesstofi o. fl. Hælið tekur til starfa næstu daga ög byrjar með fimm eða sex föngum. Þegar mönnum hafði verið sýnt hælið talaði dómsmálaráð- herra og skýrði hugmynd ríkisstjórn arinnar með þessari stofnun, einnig töluðu þeir Magnús Torfason sýslu- maður, Sigurður Heiðdal, sem verð- ur forstöðumaður hælisins, og land- læknir. Sagði landlæknir, að að sínu áliti væri allur útbúnaður hælis- ins hinn bezti og vonaði að þessi framkvæmd yrði til mikilla umbóta á hegningarlöggjöf vorri og hegning arhúsaskipan. — —Alþýðublaðið. Reykjavík 5. marz Böðvar Þorláksson póstafgreiðslumaður á Blönduósi andaðist að heimili sínu í fyrradag, eftir langa legu. Eldbjarmi og reykjarstrókur sást í gærmorgun frá Grimsstöðum á Fjöllum. Gosstöðvarnar eru senni- lega austarlega í Kverkfjöllum, því að stefnan þangað frá Grímsstöðum ber austan við Herðubreið. Seyðisfirði FB. 3. marz. Slys Þ. 28. febr. tók mann út af mótor- bát á Hornafirði. Maðurinn drukkn aði. Hann hét Benedikt Jónsson frá Arnarnesi. Fiskafli Þorskafli ágætur á Norðfirði og nokkur afli viða um Austfirði; einn ig reitings síldarafli i net. — --------x-------- Ur bréfi (Þetta bréf er ritað af greindum og vinsælum alþýðurithöfundi á Islandi, og þykir hlýða að birta það, sökum hinnar fögru samúðar, er þar lýsir sér til vor V.-Islendinga.J. Kæri Ritstj. Heimskringlu ! “....Mér er orðið svo hlýtt til Heimskringlu, að mér finnst hún vera bezta vikublaðið, sem gefið er út á íslenzktt. Hún flytur svo marg- breytilegan fróðleik og gefur sig ekki of mikið við pólitík. Það sem skrifað hefir verið um andleg mál í Heimskringlu hefir snert mig. Þið hafið líka verið svo heppnir, að efni- legustu og gáfuðustu piltarnir af prestaskólanum hér heima hafa far- ið til ykkar. hver eftir annan, og virðist sem frjálslyndisstefna ykkar hafi átt mjög vel við þá og glætt hjá þeim fagran gróður. I seinasta blaði Heimskringlu núna, sé ég grein eftir Valda Jóhannesson, sem lýsir hugsandi manni, sem virðist laus við allt trúartjóður gamals vana, og leitar nú að meira ljósi. Eg vildi óska þess, að þrá ykkar aukist, að leita stöðugt að fögru og nýju ljósi. Hér er einmuna góður vetur núna. Marz var hér áður talinn að ná altaf þvi harðasta. Nú er hver dagurinn öðrum unaðslegri, hvergi sést snjór á jörðu. Eg sá það í Heimskringlu um dag inn. að spurt var að því hvort ís- lendingum hér heima myndi nokkuð kært að Vestur-Islendingar kæmu heirn; ég get ekki svarað nema fyr- ir sjálfan mig, að ég hlakka til, ef ég lifi það, að sjá blessaðan hópinn koma. En ég er líka gamall Vestur- Islendingur og ber því ávalt hlýjan hug vestur til ykkar, enda þótt ég þekki nú orðið fáa. Annars býst ég við að heiníkoma ykkar verði til þess að auka og ynigja vorgróður á millum okkár Austur- og Vestur- íslendinga.’’ Fishermen’s Supplies Limited, Winnipeg Umboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af’.— Tanglefin fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður, fatnað. Komið og sjáið oss þegar þér komið til Winnipeg, eða skrifið oss og vér skulum senda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg Sími 28 071 DIXON MINING C0. LTD. GAPITAL $2,000,000 SHARES Stofnatl ffnmkvæmf SamhandslttKnm Knnadn NO PAR VAL.IJK Félagið hefir í Fjárhirzlu sinni 800,000 hlutabréf FJELAGIÐ HEFIR EKKI MEIRA A BOÐSTOL- UM EN 100,000 HLUTABRIEF Gerist þátt- takendur At Per Share Seld án umbottslauna og koHi nnba rlaust FJEÐ NOTAÐ TIL FREKARA STARFS I FJELAGSÞAGU Nú í þessu auðuga námu fyrirtæki, með óendanlega mögu- leika, þar sem centin geta á stuttum tíma orðið að dollurum. TWELVE GROUPS OF CLAIMS Dixie Spildurnar trtbúnat5ur bæT5i nægur og gót5- ur Af þv sem numit5 hefir veriti sézt, at5 Kvars æt5 ein, sem á mörgum stöt5um hefir verit5 höggvin og rannsökuti, 3000 fet á lengd, liefir sýnt hve ögrynni af málmi þarna er, svo sem gulli, silfri, blýl og eyr, sumstat5ar yfir 11 fet á breidd. Machinery Equipment Waverly Spildurnar trtbúnatiur nægur og gót5ur. l»essi spilduflokkur hefir sul- phide-æt5, nokkur þúsund fet á lengd, sem gnægt5 autJs í gulli, silfri og eyr má vinna úr. Kinnig hefir þarna veritS upp- götvuti þýtilngarmikll æt5, sem úr hornl af 3000 feta löngu og 4 feta breiöu, var tekiti $54. viröi af gulli, silfri, blýi og eyr. Hinar Spildurnar Radiore mællngar og kannanir sýna miklar líkur til a?5 au?S- ur sé miklll á þessum sveti- um. KIGNIR Nærri 5,000 ekrur af náma landi, vali?S af sérfræ?Singum f því efni, allt mjög nærri Jirn- braut i nánd vi?5 Flin Flon og Flin Flon Járnbrautina. 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete Compressor, Outflt with hoist, Ore Bucket, Ore Wsgon and Mlnlature Rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 Large Motor Boats, I Baree 2 Canoes with Outboard Engines, Horses, Caterpill ar Snowmobile and all necessary small tools ánd equipment, also 3 Complete Camps. 100,000 hlutir er allt sem Selt verður í þetta sinn Lesi?S þetta aftur og íhugi?S og þér muniJS sann færast um a?S nú er tíminn til a?S kaupa. PÖNTUNUM Á 50c HLUTINN—Verður v eitt móttaka á skrifstofu félagsins DIX0N MINING C0. LTD. 408 PARIS BUILDINC WINNIPEG Or at Our Agents, Messrs. WOOD DUDLEY and HILLIARD, LTD, 305 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. 0 FARIÐ TIL ÍSLANDS 1930 r a 1000 Ára Afmælishátíð Alþingis íslendinga Canadian Pacific járnbrautarfélagið og Canad ian Pacific gufuskipafélagið óska að tilkynna Islendingum, að þau hafi nú lokið við allar mögulegar ráðstafrmir við fulltrúanefnd Al- þingishátíðarinnar 1930 vestan hafs, viðvíkjandi fólksflutningi í sambandi við hátíðina. SKIP SIGLIR BEINT FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVfKUR Farþegja sem fýsir að heimsækja staði í Evrópu, eftir hátíðina, geta það einnig f ferðinni. Þetta er óvanalega gott tækifæri til að sigla beint til Islánds, og til þess að vera viðstaddur á þessari þýð- ingarmiklu hátíð 1930. Yðar eigin fulltrúar verða með yður bæði til Islands og til baka. Notið þetta tækifæri og sláist í förina, með hinum stóra hópi Islendinga, sem heim fara. Til frekari upplýsinga viðvíkjandi kostnaði o. fl. snúið yður til: W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Agent, Canadian Pacific Raiiway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Umkringir jörðina Sérstakar Lestir fara frá Winnipeg til Montreal í sambandi við skipsferöirnar. Sérstakar Skemtanir er verið að undirbúa á lestum og skipum fyrir þá sem hátíð- ina sækja. Erindi (Frh. frá 3. síðuj. ur er því sá bezti leiðtogi á siðmenn ing'arleið mannkynsins. Næst vil ég svo minnast á þýðing þeirra kirkjulega athafna, sem við köllum becn. Eg hef þá skoðun að bænin sé góð og uppbyggjandi, ef hún er gerð af einlægum áhuga, fullu trausti og rétt skilin. Guð hefir þegar gefið mönnunum alla hluti, sem þeir girnast og þarfnast, Þeir þurfa því ekki að bjðja hann um gæði lífsins, en þeir þurfa að gera sjálfa sig hæfa til að ná þeim. Þeir þurfa að æfa sálaröflin og styrkja viljann og traustið á sjálf- um sér, og til þess er bænin eitt af sterkustu meðölum. Hún er það aðdráttarafl, sein dregið getur úr djúpi vizkunnar og máttarins allt, sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða menning. Þannig skilin sameigin- leg safnaðarbæn myndi geta gért stórvirki á hinum persónulegu fél- agslegu og andlegu starfssviðum lifsins, stvrkt og göfgað samhyggö vora hver til annars. Vér ættumj því við þetta tækifæri í fullu trausti; að ákalla hinn algóða stjórnara heimsins og biðja hann að gefa okk ur sterkan og ákveðin vilja, vaxandi vizku og innilegan samúðar og kær- leiksanda hver til annars, svo við fáum aflokið þessu mikla menningar verki, sem hér er hafið, og að það megi verða samfélaginu til ánægju og sæmdar, niðjunum til blessurlar og þjóðinni til framtíðar uppbygg- ingar. Eg vil svo að lokum nota þetta eina tækifæri mitt, til þess að benda íslendingum, sem búa i þessum bæ og nágrenninu, á það frábæra tæki- færi, er þeir hafa til þess að verða langlífir í landinu. Og það þýðir að gera þau verk, sem skráð verða ásamt nöfnum þeirra á spjöld 1 sög- unnar. Hér er verið að setja á stofn frjálsa framsóknar- og siðmenningar stefnu, íjeni hefir framhaldandi, hærri og hærri markmið ‘að keppa að. Eg þekki ekkert hlutverk þarf ara og göfugra fyrir samtiðina en að leggja þessari stefnu allt það lið, sem hver og einn er megnugur að inna af hendi, félagslega, fjárhags- lega, menningarlega og andlega, og gera hana að veglegum minnisvarða um viðsýni frjálslyndi, framsókn og djarfmannlegt áræði Islendinga, sem sagan mun geyma fram í aldir. Kæru vinir og landar: Við eigum ekki aJS lifa í liðna tímanum eða fyrir hann. Við eigum að lifa og stárfa í samtið okkar til þess að undirbúa lifið fyrir betri framtíð, og hér er tækifæri fyrir ykkur alla áð taka til starfá. Framtiðin blasir við ykkur björt'cg fögur méð ótelj- andi þroskunar- og hagsældar tæki- færum. Sjálfur bið ég þessarar frjálsu, kirkjulegu siðmenningar- síofnun allrar blessunnar og langra lifdaga. -x- Bæðu yeiki burt með því að halda líkamanum heilsugóðum og stvrkum. 1 pottur daglega af hreinsaðri C/TY M/LK gerir skrokkinn ómóttækilegan fyrir veiki. B.yrjaðu að drekka CITY MJÓLK nú. — ORKUGJAFINN MIKLI 100 herbergi met5 eöa án baðs SEYMOUR HOTEL ver?S sanngjarnt Sfml 28411 C. G. HITCHISOX, ei»an<li Market and King 8t., Winnipeg —:— Man. Þegar þú ert þreyttur eða tugaslappur —þá hitaðu þér bolla af BLUE RIBB0N TEA Enginn betri hressing er til né hollari.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.