Heimskringla - 24.04.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.04.1929, Blaðsíða 1
FATALITUIf OQ HRBINSUN lt*. ai4 Bta&eoe Str. fími STS44 — tT»r líear Hattar kretnMtSir og endarnýjaVir. Betrl krelnann Jafnódýr. Ágætustu nýtízku litunar og fatnhreina- unarstofa í Kanada. Verk unnlS á 1 degl. EULICE AVE., and SIMCOE STR. VVinnipei; — j— Hlan. Dept. H. XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 24. APRÍL, 1929 NÚMER 30 A miðvikudagsniorguninn var, 17. aprl, lézt snögglega í New York, Sir Clifford Sifton. Var hann einna Kunnastur allra sinna samtíðarmanna kanadiskra, þeirra er þátt tóku i opinberum málum, og mun um leið hafa verið einhver allra auðugasti niaður i Kanada. Stjórnarferill hans hófst með þing mennsku í fylkisþingi Manitoba. Eft- ir að hafa átt þar sæti í þrjú ár, var hann skipaður dómsmálaráðherra og kennslumálaráðherra í Greenway raðunevtinu hér í Manitoba. I þeirri «mbættistið reis þræta um skólalög- SJÖt’ina. er samkvæmt Free Press leiddi til sambandsstjórnarskifta, svo að liberalar komust til valda undir lorystu Laurier. — Mr. Sifton hafði þessum sennum vakið eftirtekt Lauriers á sér, og Elaut að launum innanríkisráðherra- ænibættið í sambandsráðuneytinu. Þá annaðist innanríkisráðuneytið inn- flutninga Iandnema og annara til Kanada frá Evrópu. Gekk Mr. Sifton mjög rösklega að því að fá .sem allra flesta innflytjendur héðan og þaðan úr Evrópu, sérstaklega öt- vtla og starfsfúsa bændur. Mun það vera álit flestra, hvað sem þeir snnars kunna að halda um starfsemi ^'r Clifford Sifton, að þar liggi eft- hann mikið verk; að hann hafi 1,leð dugnaði og forsjá átt drjúgan þátt i þv;_ aj5 hrinda til framfara sveitum og bæjum, bæði í Austur-Kan “"Ja og þá ekki siður hér i sléttu- Ú'Ikjunum. Kilgour dómara gegn Dysart dómara — að eigi væri rétt að heimta af félaginu skilríki þau er til umræðu hefðu komið við yfirheyrsluna, en þau voru fjárgreiðslukröfur undir- ritaðar af Mr. McLimont, stílaðar til gjaldkera félagsins, um útborganir sér til handa til kosningafjár handa stjórnmálaflokununi; allar ávísanir frá félaginu á sjálft sig til þess að greiða þessar fjárupphæðir, allar samþykktir félagsstjórnarinnar um kosningatillög; öll bókfærsla, en ekki endilega útgjaklareikningurinn allur, er sýndi hvar og hvernig slíkum fjár kröfum og ávísunum hefði verið dreift á ýmsa útgjaldareikninga fél- agsins. Kvaðst MacDonald dómari álíta rangt að krefjast þess að félagið leggði fram þessi skilríki af því að það bæri augljósan vott um efa- semdir nefndarinnar um það, að valinkunnir menn hefðu ekki borið réttan vitnisburð fyrir nefndinni. Dysart dómarr svaraði því til, að ekki væri með þessu verið að efast um sannsögli vitnanna, en þar sem þessi skilríki hefðu verið nefnd í í framburði vitnanna, þá ætti að leggja þau á boröið, því að hann sæi ekki betur en að ef nefndin hefði rétt ti’ þess að fá að vita um innihald þessara skilríkja, samkvæmt munn- legum vitnisburði, þá sæi liann ekki hvers vegna nefndin ætti ekki sjálf að rannsaka skilríkin og og fullvissa sig þ.innig á auðveldasta hátt um inni hald þeirra í stað þess að láta sér : nægja hinn torveldasta. — En tillaga hans var, sem sagt, felld með 2 at- kvæðum gegn einu. Aftur á móti hafa margir álasað honum fyr og siðar fyrir þá afstöðu €l hann tók -1911, er hann snérist á "'oti leiðtoga sínum, Sir Wilfr. Laur- ler, er vildi koma á gagnskiftum milli andaríkjanna og Kanada. Er lítill vafi á því, að afstaða Sifton reið haggamuninn, svo að það tækifæri Sekk úr greipum Kanada, er fjöl- margfr málsmetandi menn telja, aö seint muni slíkt bjóðast. — A ófrið- arárunum átti Sir Clifford Sifton ö'lugan þátt í þvi, að bræðingsstjórn '" hófst til valda, með þeim afleið- '"gum sem kunnar eru.— Eftir það hemur hann ekki svo mjög opin- læilega við pólitík sjálfur, en hafði þó ölilum vitanlega afarmikil áhrif ■'ókum þess, að talið er að hann h.ifi átt til dæmis stórblaðið “Free ress bér i Winnipeg, er mest á- hrif hefir haft allra blaða, hér í sléttufy]kjunum Heyrst hefir líka •'fi hann muni hafa haft drjúga hönd 1 hagga meg stórblöðunum “Star” og Phoenix” i Saskatoon og “Lead- er’ og “Post” í Regina. hannsóknarnefndin í Sjö-systra tuálinu hefir nú þegar lokið störfum sinum. Síðastliðna viku, eða rúm- lega það var nefndin að bræða með séi hvort fyrirskipa skvldi endur- skoðun á viðskiftabókum Winnipeg Electric félagsins og sömuleiðis hvort skylda bæri félagið til þess að leggja frant þau skjöl er til um- 'æöu hafa komið við yfirheyrsluna. Eýsti nefndin vfir því, að hún væri algerlega sammála Um að eigi bæri að fyrirskipa endurskoðun á bókum fél- agsins. Um hitt atriðið voru nefnd ar "lenn ehki samþykkir, en samþykkt vai, með tveimur atkvæðum gegn einu, MacDonald hávfirdómari og Chester Martin, próíessor, forseti sögudeildar Manitobaháskólans sið- astliðin tuttugu ár, hefir þegið stöðu, er honum hefir verið boðin sem for- seti sögudeildar háskólans í Toronto. Prófessor Martin hefir getið sér á- gætan orðstír hér, bæði sem háskóla kennari og eins fyrir þátttöku sína í opinberum málum. Hefir hann til dæmis fylgt þvi fast á eftir, að Manitobafylki fengi í sínar hendur full ráð yfir auðsuppsprettum sin- um, og hefir undanfarið starfað að því í Ottawa ásamt Hon. A. B. Hudson og Hon. R. W. Craig, að flytja mál Manitoba fyrir nefndinni er skipuð hefir verið til þess að annast fjárhagshlið þeirra samninga við sambandsstjórnina. Hínn frægi sæifski fluiginaður, Einar P. Lundborg höfuðsmaður, sá er barg Nobile úr greipum Norður- Ishafsins í fyrra, kemur hingað til Winnipeg fimmta maí, i fyrirlestrar- ferð sinni um Ameríku, og flytur erindi með myndskýringum á Walker leikhúsinu daginn eftir, 6. mai, eins og sjá iná af auglýsingu, sem hér er á öðrum stað í blaðinu. -----!--x------- BANDARÍKIN Randell kapteinn, skipstjóri skút- unnar “I’m Alone,” er Hjkr. gat um að skotin hefði verið í kaf af einu vínsmyglunar varðskipi Bandaríkj- anna, hefir verið látinn laus í Banda- rikjunum ásamt all'ri skipshlöfninni og sakamálssókn á hendum þeim lát- in falla niður. Iíefir þessi úrskurð ur auðvitað engin áhrif til þess að aooooooosososccoooðosocoooocccooeeccccccosecocoooooso! TJÖNIÐ Eins og barn sem áður dó Enn við sinni móður hló: Dýrmæt orð mér dóu í gær, —Dægurþrasið að mér hlær. Visnuö hnigu vinarorð,— Var það ekki fósturmorð? —Útförina enginn sá Einum mér við tjónið brá. Eftirmæli' ég engin reit, Alla hugsun gremjan sleit.— Ekkert blaðið prýddi pár, Penninn skildi eftir — tár. Jónas A. Sigurðsson. 8 Islendingur kosinn merkisberi fyrir framsóknarflokk- inn í Wynyard Þann fimta þessa mánaðar liélt frámsóknarflokkurinn í Wynyard kjördæmi, úínefningarfund hér í Wynyard. Fundurinn var ágædegja vel sóttur, og erindrekar vóru ein- róma á þvi að framsóknarmenn hef- öu merkisbera í næstu kosningum, sem búist er við að verði á þessu sumri. Herra Egill Laxdal frá Dafoe stýrði fundi og Björn Johnson var fundarskrifari. Stungið var upp á þrem mönmun: Ö. J. Halldórson, Wynyard, Ira Odell, Foam Lake og Agli Laxdal, Dafoe, allir bændur í þessu kjördæmi. Hinir tveir síðar- nefndu drógu sig til baka, og hlaut greiða úr því hvort lögmæt hafi ver- ið elting varðskipsins, en það atriði er nú til íhugunar hjá stjórnarvöld- um beggja landa, en liklegra þykir að Randall, skipseigendur og skips- höfn fái fyrir bragðið samþvkkta skaðabótakröfu þá er þeir gera á hendur Bandarikjastórninni. Frá Helena i Arkansas er símað 22. þ. m., að fljótið White River hafi brotið skarð i flóðgarðinn sem meðfram því er, 8 mrlum fyrir ofan bæinn Laconia. og tnuni eyðileggja hús og akra 1500—2000 manna er þar búa í námunda. Frá Chicago er einnig sítnað í sambandi við þessa fregn, að veður- stofa Bandaríkjanna spái því, að meiri vöxtur muni hlaupa í Mississ- ippifljót nú í vor en dæmi hafa verið til síðastliðin 75 ár. Sömu skoðun ar er sagt að þeir séu, er kunnug- astir eru fljótinu, Qg marki þeir það á því hvernig nú sé komið vexti þeirra fljóta er í Mississippi falla og öllu útliti nú á næstunni. Hefir ein- mitt i Mississippihéruðunum og, revndar víðar um miðbik Bandaríkj anna gengið óvenjulega mikið yfir af fellibvljttm og steypiregnskúrum nú undanfarið. Ennfremur er sagt að kynstra snjóþyngsli séu í fjalla- ríkjunum Colorado og Wyoming, en þaðan falla fljót til Mississippi. Ugga þeir nienn mjög að sér er fram tneð því fljóti búa, og er ekki að furða, þar sem í fersku minni eru enn hörmun'garnar af flóðinu mikla, nýafstaðna, og því hræðilegra til þess að hugsa, ef búast má nú við öðru flóði, enn ægilegra en hið síð- asta var. landi vor Óli J. Halldórsson út- tiefningu. Og var það viturlegt val, því betri dreng og stefnufastari framsóknar- og bændaflokksmann er eigi hægt að finna, þótt víðar væri leitað. Minnir hann mann á fortt- víkingana; tilkomumikill á velli, sækir fast þau mál er hann fylgir, hatar allt ranglæti og óréttlæti; þétt- ur á velli og þéttur í lund. Hann hefir jafnan staðið fremstur í bændafélagsmálum í þessu byggðar- lagi; og barist með elju og dugn- aði fyrir samvinnu og samtökum á öllum sviðum. A hann eiigi a'll lít- in þátt i því hvað hveitisamlagið hefir tnikið fylgi og vinsældir i þessu byggðarlagi. Einnig á hann drjúgan þátt í þvi, að MacKenzie kjördæmi hefir sannann framsókn- armann i Qttawa-þingi, M. N. Camþbell. Hann hefir fórnað sér fyrir þau mál, sem vinna að almenn- ingsheill, og réttlætið og trúmennsk- an á þar hæsta sess. Honum er það augljóst, að flokkapólitíkin er orðin úrelt, og gerir ei'gi neinar tilraunir framar til að skilja þarfir alþýðunn- ar eða tiýia tintans. Allir þeirra starfskraftar ganga að því og keppa um það að komast í valdasess, og búa svo unt sig á allan mögulegan hátt, að eigi sé hægt að róta þeim úr hásæti, enda er hver og einn þeirra þingmaður klafabundinn flokks tnaður, sem eigi dirfist að halda fram sínum eigin skoðunum, ef, þær kotna í bága við vilja æðsta valds flokksins eða stefnur, ef þær væru nokkrar. Hlýðni og undir- gefni verða þeir fyrst að læra og siðan er þeim gefin jórturtugga úr froðubúri klikkuvaldsins. Og þó að gömul sé, og daunill orðin, þá notast hún enn. Þeir eru beina- kista gantla tímans! Framsóknarmenn eru ljósberar frjálslyndra hugsjónja og fram- kvæntda, sem nýi tíminn heimtar. Fullkomnari skilnipg á jafnrétti þjóðheildarinnar en eigi bara ein- stakra auðfélaga eða klikkna. Full- komnari skilning á þörfum og kröf- um þeirra fátækari jafnt sem hinna. Þeir eru merkisberar alþýðunnar, bænda og verkamanna, og á stefna þeirra upptök sín i vakningu og bar- áttu alþýðu gegn kúgun og órétt- læti í stjórnarfari.. Síðarmeir langar mig til að skýra fyrir þeim lesendum íslenzkum í Vatnabygigðum, sem eigi geta fylgst fyllilega með á ensku, stefnuskrá fram sóknarntanna, svo að þeir geti feng- ið gleggri hugmynd um hvað í húfi er. Eg hefi fundið það hjá flest- um eldri Islendingum, mönnum og konum,, að fái þeir að sjá báðar hlið- ar máls, að þá sjá þeir oft og ein- att betur en þeir yngri; hafa betri skilning og sjálfstæðari skoðanir, og meta fremst, að forn-íslenzkum sið, réttlætið og fagrar hugsjónir. Thórhallur Bárdal. | * . | Alþingishátíðin og þjóðin | íslenzka viðurkend í I /vwnno Con- gress Bandaríkjanna. IN THE HOUSE OF REPRESENTATIVES April 15, 1929 Mr. Burtness introduced the following joint resolution; which was referred to the Committee on Foreign Affairs and ordered printed. JOINT RESOLUTION To authorize the President to accept the invitation of the Kingdom of Iceland to participate in the cele- bration of the one thousandth anniversary of the Althing and in connection therewith to present to the people of Iceland a statue of Leif Ericson. Whereas Iceland, that most remarkable saga land of Europe, a sovereign State in a union with Denmark, will celebrate in 1930 the one thousandth anniver- sary of the the establishment of its legislative body, and has invited the United States to partici- pate therein; and Whereas the present Parliament of Iceland, the Althing, was established in 930 on the famous ‘‘Thingvellir,” not far from the present Capital, and as a parlia- mentary body has a history spanning a greater number of centuries than that of any existing nation, and as such is an inspiration to all demo- cratic governments; and Whereas the first white man to set foot on American soil was a native son of Iceland, Leif Ericson (the son of Eric the Red, a Norwegian who had settled in Iceland), an able and fearless sailor, who in 985 accompanied his father to Greenland, and there- at'ter went thence on a cruise to Norway, and on the return trip in the year 1000 discovered the American mainland, which feat constitutes the beginning of authentic American history; and Whereas the history of this intrepid little nation is other. wise in many ways interwoven with that of our own country through the scholarly influence of its remarkable literature and particularly by the settlement in the great Northwest of a goodly number of thrifty, hard-working, and intelligent people from Iceland who with their descendants not only constitute a noteworthy fraction of our best citizens but have also contributed much to the prosperity, the education, and scientific knowledge, the business acumen, the arts, and the culture of ♦ our Nation: Therefore be it Resolved by the Senate and House of Representatives of the United States of America in Congress assembled, That the President be, and he is here- by, authorized and requested to' accept the invi- tation of the Presidents of the Legislative Assem- bly of the Kingdom of Iceland (the Althing) to the Government of the United States of America to appoint official representatives of the American people to the celebration of the one thousandth anniversary of the Althing, the National Parliament of Iceland, by appointing and sending five special representatives to take part in this oelebration on behalf of the Government of the United States of America; and the President be, and he is hereby, further authorized and requested to procure a suitable statue of Leif Ericson and present the same as a gift of the American people to the people of Iceland in connection with the American par- ticipation in such celebration. SEC. 2. Tliat for the purpose of defraying the expense of participation by the Government of the United States in the said celebration as aforesaid an ap- propriation of such sum as may be necessary iá hereby authorized to include transportation, sub- sistence, or per diem in lieu of subsistence (not- withstanding the provisions of any previous Act), sculptors’ fees, and such other expenses as the President shall deem appropriate. OSOSCOSCðSOSOOOQOSCðOðSCQOOC

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.