Heimskringla - 24.04.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.04.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL, 1929 Hcintakringla (StofnuV 188®) Kemor at i hverjom mHJtlkniíft EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 88S »K 855 SARGENT AVE . WISNIPKG TAL.S1MI) «6 S37 V«r» blaTIslns er »3.00 árgangurlnn bor*- t«t fyrlrfram. Allar borganlr sendlst THE VIKING PRESS LTD. •IGFÚS HALLDÓRS trá Höfnuni Rltstjórl. Utanáekrllt tll bla»alnai THIB VIKING PRESS, I.td., Ilox 8108 Utan Askrlft tll rl«8tJ.öra0« i EDITOK HEIMSKRINgLA. Bot 8105 WINNIPEG, MAN. "Helmskrlngla Is publlsbed by The VIklntc Preas Utd. and printed by __ CIT Y PRINTING * PIJBUISHhNG CO. 853-S55 SarKent Aye., WlnnlpeK. Man. Telephoael .86 58 T WINNIPEG, 24. APRÍL, 1929 Yiðurkenningin Það þarf engum blöðum um það að fletta, að öllum íslendingum muni þykja merkisfregn þingsályktunartillagan, frá Washington, D. C., sem birt er á frum- málinu á forsíðu þessa blaðs. Þykir oss rétt að birta hana hér í íslenzkri þýðingu og hljóðar hún þá svo: I FULLTRGADEILD RIKISÞINGSINS 15. ApGI, 1929 bar Mr. Burtness fram svohljóðandi sameiginlega þingsályktunartillögu, er vísað var til utanríkismálanefndarinnar og fyrirskipað að prenta. SAMEIGINLEG ÞINGSÁLYKTUNAR- TILLAGA AÐ heimila Forsetanum að þiggja boð Konungsríkisins Islands um þátttöku í þúsund ára afmælishátíð Alþingis, og í tilefni af því, að gefa íslenzku þjóð- inni standmynd af Leifi Eiríkssyni. Með því að ísland, þetta stórmerka sögu- land Evrópu, sjálfstætt ríki í sambandi við Danmörku, heldur hátíðlegt 1930, þúsund ára afmæli löggjafar-þing stofnunar sinnar, og hefir boðið Banda ríkjunum að taka þátt í því; og Með því að núverandi löggjafarþing ís- lands, Alþingi, var stofnað 930, á hin- um nafnfrægu Þingvöllum, skammt frá núverandi höfuðstað landsins, og á sér, sem löggjafarþing, sögu að baki, er nær yfir fleiri aldir, en löggjafarþing nokk. urrar annarar nútímaþjóðar, og er sem slíkt fyrirmynd öllum lýðræðisstjörn- um; og Með því, að fyrsti hvíti maðurinn, er sté fæiti á ameríska jörð var innborinn ís- lendingur, Leifur Eiríksson, (sonur Eiríks rauða, Norðmanns, er bólfestu hafði tekið á íslandi), ötull og æðru- laus farmaður, sem slóst í för með föður sínum til Grænlands, árið 985, og síðar lagði þaðan í haf til Noregs, og fann meginland Ameríku í baka- leið, árið 1000, en með þeim atburði hefst fyrst með sanni saga Ameríku; og Með því að saga þessarar djarfhuga smá- þjóðar er á margan annan hátt ofin í sögu vors eigin lands, fyrir lærdóms- áhrif hinna gagnmerku bókmennta hetinar, og sérstakiega með landnámi í víðflæmi Norð-Vesturlandsins, margra búhygginna, afkastasamra og gáfaðra manna frá íslandi, er ásamt afkom- endum sínum mynda ekki einungis eftirtektavert brot, í flokki beztu borgara vorra, heldur hafa einnig lagt álitlegan skerf til velmegunar, fræðslu- mála, vísindaþekkingar, viðskifta- megins, lista og menningar þjóðar vorr- ar: Því skal svo Ályktað af öldungadeild og Fulltrúadeild Bandaríkja Ameríku á sameiginlegu ríkisþingi, Að Forsetanum skuli og sé hér með heimilað, og hann beðinn að þiggja boð Forseta Löggjafarþings Konungsríkisins íslands (Alþingis) til stjórnvalda Bandaríkja Ameríku að til- nefna opinbera fulltrúa amerísku þjóð- arinnar til þessara hátíðahalda þús- und ára afmælis Alþingis, Þjóðþings íslendinga, með því að tilnefna og senda fimm sérstaka fulltrúa, til þess að taka þátt í þessari hátíð af hálfu stjórnvalda Bandaríkja Ameríku: og að Forsetanum skuli, og sé hérmeð enn- fremur heimilað og hann beðinn að út- vega viðeigandi standmynd af Leifi Eiríkssyni og frambera nefnda stand- mynd sem gjöf frá amerísku þjóðinni, íslenzku þjóðinni til handa, í tilefni af þátttöku Ameríkumanna í þessum há- tíðahöldum. 2. LIÐUR. Að til þess að standa straum af kostnaði við þátttöku stjómvalda Bandaríkjanna í nefndum hátíðahöld- um eins og áður er talið, sé hérmeð heimiluð veiting þess fjár, er nauð- synlegt kann að vera, og teljist þar til fargjald og fæðiskostnaður, eða dag- peningar í stað fæðiskostnaðar, )án tillits til fyrirmæla hverskyns áður gild andi laga) laun myndhöggvara, og önnur þau útgjöld, er Forsetanum þykir við eiga. * * • * Auðvitað er ekki mögulegt um það að segja, hvort þessar tvær tillögur, er þingsályktunin felur í sér, ná samþykki ríkisþingsins. En einkennilega rang- snúið hugarfar þyrfti sá Íslendingur að hafa, hvort sem hann er norðan eða sunnan við landamærin, er eigi óskaði þess af alhug að þingsályktunin sigldi beggja skauta byr í gegnum ríkisþingið syðra. Og hvernig sem fer, þá er það ómeitanlega mikill heiður fyriij íslenzkt þjóðerni, að slík þingsályktunartillaga skuli vera borin fram og studd á ríkis- 5 þingi Bandaríkjanna af jafn merkum miönnum og þeim, er að henni standa. Og ekki síður fyrir það, að flutnings- menn hafa ekki skorið við neglur sér hugmyndina um þessa viðurkenningu, þar sem þeir, auk styttunnar af Leifi Eiríkssyni, fara fram á það, að ekki færri en fimm fulltrúar verði opinber- lega sendir á Alþingishátíðina af hálfu Bandaríkjanna. Hyggjum vér þó enga ástæðu til þess að láta það sér í augum vaxa, né óttast að tillagan fái eigi nokk- urnvegin sama byr þessvegna, því Banda ríkjamenn eru vanalega þeim mun stór- tækari, er þeir hefjast handa á annað borð, sem efni þeirra eru meiri en ann- ara manna. Fimm merkismenn sunnan landa- mæra standa að þessari þingsályktunar- tillögu. Tveir af þeim eru íslendingar: Guðmundur Grímsson dómari í Rugby, N. D., og Gunnar B. Björnsson, í St. Paul, formaður skattanefndar Minnesota ríkis. Eru þeir báðir, seiA kunnugt er, meðlimir Heimfararnefndarinnar vestur íslenzku. Fól Heimfararnefndin þeim sérstaklega, í júlí í fyrrasumar, eftir bréfaviðskifti við hátíðanefnd Alþingis, lútandi að þátttöku Bandaríkjanna í há- tíðinni, að leita slíkrar viðurkenningar frá ríkisþingi og stjórnarvöldum Banda- ríkjanna. Hafa þeir, sem nú má sjá, ekki legið á liði sínu í þessu efni, er þeir hafa fengið þrjá ágæta og nafnkunna þingmenn til þess að flytja málið í Washington. En þeir þrír eru Mr. Burtness, fulltrúadeildarþingmaður frá N. D., er flytur tillöguna í fulltrúadeild- inni, og öldungaráðsmennirnir Shipstead frá Minnesota og Frazier frá N. Dakota, er flytja og mæla með tillögunni í öldunga ráðinu. Allir lesendur Heimskringlu kannast eitthvað við þessa fimm menn, er málið hafa þannig flutt til úrskurðardóms; ís- lendingana auðvitað bezt. Guðmundur Grímsson dómari er ef til vill einhver landskunnasti íslendingur í Bandaríkjun- um, annar en Vilhjálmur Stefánsson, síð- an hann gat sér alþjóðar orðstír fyrir Tabor málið eftirminnilega, er hann sótti og vann suður í Florida. Gunnar B. Björnsson kannast allir Vestur-íslend- ingar við, sem ritstjóra blaðsins ‘‘Min- neota Mascot,” er hann stofnaði og á, og hóf í eitthvert mest álit allra héraðs- blaða í Minnesotaríki. Enda má marka álit það, er hann þannig vann sér með því, að hann var skipaður formaður skattanefndar ríkisins. Shipstead og Frazier eru báðir í flokki hinna iands- kunnustu öldungaráðsmanna syðra og eru báðir taldir meðal hinna svonefndu ‘‘Progressive Senators,” en þeir mynda að vísu ekki sérstakan stjórnmálaflokk, heldur eru svo kallaðir þeir, er mestir umbótamenn þykja í öldungaráðinu, hverjum stjórnmálaflokknum sem þeir tilheyra. Hafa til þeirra talist til dæmis La Follette feðgarnir, Borah, Waish, Norris o. fl. ágætir menn. Mr. Burt- ness þekkjum vér minnst af opinberri afspurn. En allir, er vér höfum átt tal við og til hans þekkja fara hinum lofsam- » legustu orðum um hann, enda þykir manni trúlegt, að þeir fari með rétt mál, er maður hefir eitt sinn komist í færi til að virða hann fyrir sér við opinber tæki- færi, því hann er manna mestur og glæsilegastur að vallarsýn og ágætlega máli farinn. Mega íslendingar virða honum til sóma viðurkenningu þá, er kemur fram í þingsályktunartillögunni, að Leifur Eiríksson hafi verið ‘‘innborinn íslendingur,’’ og þá raunar einnig Ship- stead öldungaráðsmanni. því báðir eru ósviknir Norðmenn, eins og þeir líka bera ótvírætt á sér hið ytra. Því fremur væri það fiagnaðaretni íslendingum, ef einhver slík viðurkenn- ing fellur þjóðerni þeirra í skaut frá Bandaríkjunum, að hugsa til þess, að vafalaust verður Kanada ekki eftirbátur nágrannanna syðra, að því er opinbera viðurkenningu snertir, og því síður sem hér munu áreiðanlega hafa tekið sér ból- festu fullir þrír fjórðu hlutar allra ís- lendinga, er flutzt hafa vestur um haf, og reynst engu síðri borgarar hér, en syðra. ---------x-------- “Hro!J að Páli setur” Já, hann ‘‘er á nálum öldungis,” í síðasta Lögbergi — ef ekki um ‘‘sálar. tetrið,” þá því meira um Heimferðar- nefndina og athafnir hennar. Þeir hafa, ‘‘sjálfboðarnir,’’ komist á snoðú* um það, að háskinn sé nú svo sem ekki á enda. Háskinn við hvað? spyr má- ske lesandinn. Ó, blessaður verið þér, háskinn gagnvart þjóðarsómanum, sem þeir hinir þjóðræknu Lögbergseigendur eru að grindhorast af að verja gagnvart Þjóðræknisféiaginu og fulltrúum þess. Já, þeir hafa komist á snoðir um það, að Heimfararnefndin sé enn að fara á stúfana við Manitobastjórnina um þenna ægilega stjo-k. Og þeir vita svo sem allt, sem nefndinni og stjórninni fer á milli. Öll rök nefndarinnar. Þetta sézt á ritstjórnargrein í síðasta Lög- bergi. Sú er nú bæði kjarngóð og fyndin, eins og vant er. Og fyndnin er þessarar hárfínu tegundar, eins og líka vant er á þeim bæ; stráð eins og ilm- andi töðutuggu innan um útheyið, rétt svo sauðirnir verði lystugri, að rífa í sig rekjurnar. En ýmsum er það spurn, í tilefni af ritstjórnarfyndninni, við hvers- kyns signingar þeir “að Lögbergi” helzt blaði í sinni "postillu til utanhúsnota,’’ er ritstjórinn minnist á. Það er víst einhver alveg sérkenniieg notkun á guðs- orði, sem ritstjórinn á sæmdina af að hafa uppgötvað. Og enn kemur þetta upp í munninn á ritstjóra sjáifboðanna, hvað þetta sé eðlilegt, að menn heima á íslandi hljóti að álita Heimfararnefndina dulklædda vesturflutningsagenta. Það gerir ekkert til hvað Sask. stjómin og allir flokkar þar hafa sagt um viðurkenninguna, sem þeir veittu. Þeir ijúga náttúrlega allir —þegar “á Lögberg” er komið. Það gerir ekkert til, þótt forsætisráðherra Manitobafylkis hafi lýst yfir því, að auð- vitað sé ekki um neina útflutningstil- raun að ræöa, í sambandi við hugsan lega viðurkenningu, sömu tegundar og Sask. þingið veitti. Hvað mega hans orð sín, ‘‘að Lögbergi,” ef mögulegt er að rægja Heimfararnefndina með því að táka ekkert tillit til þeirra, eða láta sem þau hefðu aldrei verið töluð? Og hvaða mark er svo senl á því takandi þótt há- tíðanefnd þings og stjórnar á íslandi lýsi hvað eftir annað fullu trausti sínu á Heimfararnefndinni, og virði ekki viðlits þetta ‘‘agenta’’-froðusnakk sjálfboðanna? Ekkert elskanlegir; ekkert — ekki þegar á “Lögberg” kemur. Þeir vita það ailt miklu betur þar. Vita líklega ekkert meira né minna en það, að hátíðanefnd þings og stjórnar á íslandi sé með í makkinu við Heimfararnefndina og fylkis stjórnirnar hér, að ginna svo marga ís- lendinga vestur um haf árið 1930, sem mögulegt er. Þetta hlýtur svo að vera, því ómögulegt er að hugsa sér, að þeir séu svona blindir og ógáfaðir, helztu menn íslenzku þjóðarinnar, þegar þeir í heilt ár hafa fengið tækifæri til þess að íhuga Lögbergsgögnin, og meira að segja fengið á fund sinn alveg nýlega tvo af þessum vestur-íslenzku gereyðinga- mönnum þjóðarsómans úr Heimfarar- nefndinni. Og er það ekki eðlilegt, að margt vestur-íslenzkt hjarta komist við af því, er sá sem brjóstið á, er það hrærist í, hug- sar til þessara ósérplægnu , rammísleriÆku þjóðræknisvina, { Dr. Brandson og annara eig- ! enda “Lögbergs’’ og sjálfboða, er gá varla svefns né matar á sínum árvakra verði gegn hinni lævíslegu ‘‘agenta’’ starfsemi Heimfararnefndarinnar; kom- j ist við af sálarkvöl þessara ó- sérplægnu varðmanna, er | heimta ekki nema $3-4.000 ár- lega af Ottawa stjóminni, fyrir { að láta ‘‘Lögberg” flytja sífelld an greinabálk, í því augnamiði, áð fegra; ‘ 'Kanada framtíðar- j landið” fyrir Austur-ísl., svo að sem flestir þeirra tínist vestur um haf. Er það svo | sem furða, þótt menn komist ; við af því, hvernig þessum “varðenglum þjóðarsómans” blæðir við tilhugsunina um læ- { vísi Heimfararnefndarinnar, og einfeldni eða undirhyggju stjóm anna hér í sléttufylkjunum og á Islandi? * * * Á sömu ritstjórnarsíðu, en í ! sérstakri grein, hefir Lög- | berg” færst í fang það þrek virki, að reyna að ráða fram úr því, hver fara skuli, sem fulltrúi Manitobafylkis, heim til íslands árið 1930. Og sjá! með venju legri skarpskyggni hefir það ekki orðið nema svo sem tveim árum, eða svo, á eftir heimferð- arnefndinni, að uppgötva það, 1 að forsætisráðherrann, Mr. | Bracken, sé sjálfsagðastur til fararinnar, ef hann fái því við komið. Mönnum kynni nú máske að virðast að “Lögberg” hefði átt að geta gert sér í hugarlund, að einhverjar töluverðar líkur væru á því, að hátíðanefnd i þings og stjórnar á íslandi lcynni nú að hafa dottið for- sætis)ráðherra(nn eða einhver annar fylkisráðherrann í hug, er hún býður Manitobastjóm- inni að senda fulltrúa til há- tíðahaldanna 1930, og að Mr. Bracken muni jafnvel Lög- bergslaust hafa getað rennt grun í það, að boðið næði fyrst og fremst til hans og ráð- herra hans, úr því það er til j þeirra stílað. En sýnilega hef- { ir blaðið ekki algerlega megn- ) að að rísa, undir þeirri stór- kostlegu hugsun, að svo frábær skilningur gæti átt sér stað ut- an sinnar eigin skrifstofu. ‘‘Marta, Marta, þú ert á- hyggjufuli og mæðist í mörgu.’’ DOÐDS KIDNEY v PILLS - “HEUMaP, thepJs I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin- viðurKenndlu .meðujL vilð bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær era til sölu í öllum lyfahúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tcronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. til þess a8 horfast i augu við áfram- haldandi tilveru og það að verða sjálfur að taka einhverja aígerandi ákvörðun, er óhugsandi var að hanrr gæti fengið hvíld í algleymi tilveru- leysisins. Miður, en þó langt frá því illa, tókst honum að sýna hirðu- leysi ræfilsins, er vanið hefir sig" á það, að láta berast sem strá á; straumi forlaganna. Leikféíagintt hefir bætzt efnilegur leikandi “ungræ heimsmanna,” þar sem hann er. Ötinu og Henry, er ætluðu að fyr- irfara sér, af því að þau risu ekki undir því að unnast “í meinum,” léku þau ungfrú Guðnin Benjanúnsson og hr. Steindór JakobsSon. Sam- leikur þeirra var nokkuð stirður á köflum, nokkuð mikil varkárni t innileik ástarinnar. Bæði virðast þó heldur hafa vaxið með hlutverk- inu og frá lokaatriðinu gekk ungfrú Benjamínsson reglulega vel, þar sem hún er ein eftir á sviðinu með- Scrubby, en undir því er mjög mikiS komið hvort áhorfendur fara fylli- lega ánægðir heim frá leiknum. Heimskonuna frú Ciivenden-Banks dró frú Dóra Jakobsson með nokk- uð sterkum litum, gerði hana sum- staðar of iiversdagslega, þótt and- litsgerfið á hinn bóginn gerði hanæ um of unglega, ekki svo tærða né þjálfaða, sem búast mætti við aS aldur og Kausungarinmæti þessarar vændiskonu hærri stéttanna hefðn stimplað hana. Kji margt sagði frú Jakobsson prýðisvel, af þeim setn- ingum, sem helzt koma upp um inn- rætið, sem undir ytri gljáanum býr. Virtist, sem dálítið ítarlegri tilsögn hefði getað sléttað yfir misfellurnar, svo að alveg óblandin ánægja hefðí getað orðið að meðferðinni, í höndum svo góðra leikhæfileika. Leikfélag Sam- bandssafnaðar sýndi áhorfendum nýjan leik í fyrsta sinni á þessum vetri þriðju- daginn 9. þ. m.. Hafði það valið sér alll erfitt viðfangsefni, “A út- leið,” eftir Sutton Vane, brezkan leikritahöfund, er hefir getið sér góð an orðstír fyrir leikrit sin. Á efni leikritisins, þessa dular- fullu sjóferð héðan og yfir á ó- kunna landið, og skaphöfn. “ferða- manna,” hefir áður verið al! ræki- lega minnst hér í blaðinu, og verð- ur því ekki rakið nánar. Leikritið er vel byggt, en stórviðburðalítið og nokkuð þungt í vöfunum og þá þeim mun erfiðara viðfangs fyrir leikend- ur. Er því ánægjulegra hve góð skil þdr yfirleitt gerðu hlutverkum síum, og jöfn. Prior, uniga manninn, er beðið hef- ir skipbrot af eftiriæti við sjálfan sig, lék hr. Hafstcinn Jónasson. Gerði hann hlutverkinu yfirleitt góð skil, sumstaðar mjög góð, er litið er til þess, að þetta mun vera í annað skifti, er hann kemur fram á leik- sviði, og er íslenzkan ótöm. Bar þó alveg furðanlega lítiS á því, og eins á þeim algenga byrjendagalla, að vera í ráðaleysi með eðlilega framkomu á leiksviðinu. Bezt tókst honum að sýna angistina við hið ókomna og við það, að neyðast Hr. P. S. Pálsson tókst naumlega að gera hlutverki séra William Duke svo góð skil, sem búast hefði mátt við af því, er hann áður hefir sýnt á leiksviði, endá mun hvorutveggja uni að kenna, að hlutverkið er ekki vel fallið fyrir leikgáfu hans, og í sjálfu sér ekki fallið til þess aö lokka fram tilþrif hjá leikaranum. I Ekki svo að skilja, að hr. Pálsson héldi ekki uppi hlutverki sínu frá því að eyðileggja samræmið í leikn um. Og- mildi prestsins og hina bljúgu barns- og þjónustulund hans tókst honum yfirleitt vel að sýna. Erú Midget var í höndum frú (Frh. á 5. bls.) | DR. C. J. HOUSTON j DR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIHSON BLOCK 1 Yorkton —:— Sask. DYERS & CLEANERS CO., LTD. ffjöra þurkhrclnsun samdœgurs Bæta og gjöra vit5 Slml 37061 Winnfpegr, Man. v % L

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.