Heimskringla - 08.05.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.05.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLÁ WINNIPEG, 8. MAÍ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Á bökum gæöinga foringjanna hengu ríkulegar ábreiður og prestaklæði — glöggur vitnisburður þess, að þeir höfðu þegar heim- sótt önnur klaustur. Annars var herfangið flutt með þeim í margskonar vögnum og alls- konar samsafn af herbúðafylgdarliði rak lest- ina. Gömul, visin kerling sat í kerru, sem múl- asnar drógu, innan um koparkatla og eldhús- gögn. Hún bar hönd fyrir augu og skygnd- ist í áttina til vesturs, þar sem tindar Hegau fjallsins gnæfðu við himinn. Hún þekkti hvern tind vel — þetta var Skógarkonan. Hún hafði flakkað meðal ókunnugra, eftir að Ekkehard hafði gert hana útlaga, þyrst eftir hefnd, er hún vaknaði á morgnanna, og þyrst eftir hefnd, er hún lagðist til hvfldar á kveld- in. Hún kom til Ásborgar á flakki sínu. Við rætur hæðarinnar, þar sem viðarmusteri gyðju Svabverja, Cisa, hafði eitt sinn staðið, voru nú herbúðir Húna, og hún slóst í fylgd með þeim. Við hlið gömlu konunnar reið ung stúlka á frábærilega fallegum svörtum gæðingi. Hún hafði stytt pilsin hátt upp og þeysti fagn- andi áfram undir fullum seglum æsku og hreysti. Undir stuttu, litlu nefi hennar voru freistandi rauðar varir, augun voru tindrandi og kolsvart hárið var fléttað í eina langa fléttu ásamt björtum rauðum böndum, sem blöktu í loftinu eins og veifur á siglutré. Yfir víðum upphlutnum hékk bogi og örfa- mæli og hún var ímynd skógargyðju Hún- anna, er hún stýrði hesti sínum léttilega fram og aftur. Þetta var Erika, ‘‘heiöar- blómið.’’ Hún var ekki af ættum Húna, heldur hafði einhver reiðmaðurinn tiekíið hana með sér á sléttum Pannóníu. Þeir höfðu farið með hana heim, og hún hafði alist upp hjá þeim. Hún gerði gælur við þá, sem henni féll við, hina beit hún. Botundur, gamii leiðtoginn, hafði unnað henni, og henn- ar vegna hafði Irkund, ungi leiðtoginn, veg- ið hann. En þegar hann hugðist myndi njóta ávaxtar iðju sinnar gerði hárbeitt spjót Zobulsus honum sama greiðann, er sverð hans hafði gert Botundi, greiða, sem gamli foringinn hafði aldrei beðið um. Þannig hafði oltið á ýmsu um daga Eriku — nýir hættir, ný lönd, nýjar ástir — og hún hafði vaxið þannig upp, að hún var sem ákveðinn hluti af þessum herflokkum, enda litu her- mennirnir á hana sem verndarvætt sinn og báru hjátrúarfulla lotningu fyrir henni. “Með. an Heiðarblómið blómstrar vor á meðal, mun- um vér sigra heiminn!’’ sögðu Húnar. ”Á- fram!’’ Heribald lá nú bundinn við klausturshlið- ið. Hann var raunamæddur í skapi. Stærð- ar broddfluga var sífellt að suða við höfuðið á honum og hann gat ekki rekið hana burtu, því að hendur hans voru bundnar. “Heribald hefir haldið virðingu sinni,’’ hugsaði hann með sjálfum sér. Hann sat þarna eins og gamall Rómverji og beið óvin- anna og nú situr hann hér bundinn og brodd- flugan getur örugg hreiðrað sig á nefinu á honum. Þetta eru launin fyrir að hegða sér göfugmannlega. Aldrei á æfi sinni framar skal Heribald hegða sér viröulega. Virðu- leikanum er ofaukið þar, sem svín eiga hlut að máli.” Húna-þvagan streymdi nú inn í garðinn <eins og flóð, sem stíflað hefði verið. Heribald var farið að finnast ástandið 'sérstaklega óskemtilegt. ‘‘Ó, bryti!” sagði hann. ‘ Þótt þú ættir eftir að neita mér um skóleður aftur, já, og jafnvel skyrtu og kufl, ,þá myndi ég samt flýja allsnakinn héðan.” • Einhverjir úr njósnaraliðinu gengu nú til Eliaks og sögðu honum frá munkinum, sem þeir hefðu fundið einan manna. Hann gaf þeim merki um að leiða fangann fyrir sig, og þeir leystu þá böndin af honum, reistu hann á fætur og vísuðu honum veginn, með því að lemja hann áfram til foringjans. Vesling- urinn fór hægt og nöldraði ýmislegt í barm sér á leiðinn. Óumræðilega háðslegt bros lék um var- ir Ellaks, er hann leit á munkinn. Hann iét taumana falla fram á makkann á Brún -snram og snéri sér við í hnakknum. “Líttu á afsprengi þýzkra lista og vís- stnda!’’ hrópaði hann til Eriku. Ellak hafði reynst nauðsynlegt að afla sér nokkurrar þekkingar á þýzkri tungu á íerðum sínum inn í Allemaniu. -‘.Hvar eru íbúar eyjarinnar?” spurði hann í skipunarróm. Heribald benti í áttina til Hegau. “Eru þeir vopnaðir?’’ ‘‘Þjónar drottins eru ávalt vopnaðir; drottinn er þeim skjöldur og sverð.’’ ‘‘Vel svarað!” sagði Húninn og hló. “Hvers vegna ert þú hér eftir?” Heribald varð vandræðálegur. Honum fanst hann ekki geta verið þekktur fyrir að láta uppi sönnu ástæðuna. "Heribald er forvitinn,” svaraði hann. Heribald langaði til þess að vita, hverju syn ir fjandans líktust.” Ellak þýddi hið kurteisa svar fangans á mál félaga sinna. Þeir tóku því með ofsa- hlátri. “Þið þurfið ekki að vera að hlægja,” sagði Heribald reiður. ‘‘Mér er fullkunnugt um hvað þið eruð. Wazmann ábóti sagði mér það.” ‘‘Eg ætla að láta drepa þig,” mælti Ellak kæruleysislega. “Eg á það sannarlega skilið,” svaraði ves- lings Heribald. ‘‘Hvers vegna flýði ég ekki með hinum?” Ellak íeit enn snöggvast á þetta furðu- lega sýnishorn mannkynsins og datt þá ný hugsun í hug. Hann gaf merkisberanum tákn um að koma nær. Maðurinn gerði það og veifaði merkinu með græna kettinum yfir höfði sér. Þessi köttur hafði birst Attila Húnakonungi í æsku hans. Attila hafði set- ið í djúpum hugleiðingum í tjaldi föðurbróður síns, Rugilasar. Hann var í þunglyndu skapi og var að hugsa um hvort hann ætti ekki að gerast kristinn og þjóna guði og vís- indunum, þegar kötturinn kom inn. Innan um dýrgripi Rugilasar hafði hann fundið hinn keisaraiega hnött', sem tekinn haifði verið með öðrum herfangi í Miklagarði. Hann hélt á honum í klónum og lék honum fram og aftur. Og innri rödd mælti til Attila: Þú átt ekki að vera neinn munkur. Þú átt að leika þér að jarðarhnettinum eins og þessi köttur leikur sér að gullna hnettinum atarna.” Og Attila vissi að Kutka, herguð Húna hafði birst honum, og hann lagði af stað og sveiflaði sverði sínu í norður og suð- ur og austur og vestur. Og hann lét langar neglur vaxa á fingrum sér og varð það, er fyrirbúið hafði verið: Attila, konungur Húna, svipa guðs. ‘‘Á kné, vesæll munkur!” hrópaði Ellak af hestbaki. ‘‘Þú skalt biðja til hans, er þú sér á merki þessu." En Heribald stóð eins og klettur. ‘‘Eg þekki hann ekki,” sagði hann, og hló þurlega við. “Þetta er Guð Húna!” hrópaði Ellak í ofsa. ”‘Á kné, kuflræfill! eða - -” og hann þreif til sverðhjaltanna. Heribald hló aftur, og brá fingri upp á enni sér og mælti — Þú þekkir ekki Heribald, ef þú heldur, að hann trúi þessari sögu. Ritað er: í upphafi skapaði guð himinn og jörð. Og myrkur grúfði yfir djúpunum. Og guð sagði: Verði ljós. En ef guð hefði verið köttur, þá hefði hann ekki getað sagt: Verði Ijós. Heribald vill ekki krjúpa á kné.” Reiðmaður einn hafði hægt og hægt laumast rétt að munkinum. Hann kippti í kuflinn og hvíslaði lágt, en á góðri Svabersku: “Landi góður, ég myndi krjúpa í þínum spor. um; þetta eru hættulegir menn.” Snevelin hét hann, sá er viðvörunina gaf. Hann var frá Ellwangen í Riessgau og var sannur Svabverji að ætterni; en svo hafði farið á lífsferli hans, að hann hafði breytt um þjóðerni og gerst Húni, og hafði honum með því aukist mikill auður. Viðvörunarorðin komu úr munni hans á þann hátt, að þau líktust mest hvási, því að hann hafði mist fjórar framtennur og töluvert af jöxlum, og stóð sá missir í sambandi við veru hans meðal Húnanna. Er hann var enn ungur að aldri og hafði ofan af fyrir sér með því að aka vagni fyrir Salvator-klaustrið í héraði sínu, var hann eitt sinn sendur með æki af freiðandi Nekk- arvíni á markaðinn mikla í Magdeburg og var vopnað lið í fylgd með honum til þess að sjá öllu borgið. En heiðnir prestar frá Pom- araniu og Vínlandi voru vanir að koma til þessarar borgar til þess að kaupa fórnarvín sitt. Snevelin gerði góð kaup og seldi vín sitt hvíthærðum æðstapresti hins þríhöfða guðs, Triglaff, handa musterinu í Settin. En eftir að kaupin voru um garð gengin, settist hann að drykkju með þessum hríthærða heið- ingja. Og öldungnum féll svo vel vínið frá Svabíuhæðum, að hann komst í hið bezta skap; hann tók að kveða um dýrð lands síns og lét svo ummælt, að menn yrðu að koma til héraðsins milli Oderárinnar og Spree til þess að ganga verulega úr skugga um, hvað lífið væri. Hann reyndi jafnvel að snúa Snevelín til trúar á Triglaff hinn þríhöfðaða og á hinn svarta og hvíta sólarguð Radegast, og á Rad- omysl, gyðju hinna hugnæmu hugrenninga. En þá var manninum frá Ellwangen nóg boðið. Þú ert ekkert annað en vindbelgur frá Vindlandi!” hrópaði hann, velti um koll veizlu borðinu og ruddist að heiðna prestinum eins og hin unga hetja Siegfried að Síðskeggjaða dverginum Alberik. Þeir fóru í handalög- mál og reitti þá Snevelín helminginn af Skegg inu af fjandmanni sínum. Presturinn á- kallaði guð sinn Triglaff hinn þríhöfðaða, og lét högg ríða á kjálka hans með járnvörðum fórnarstaf sínum, og spilti það högg mjög samræmi tanngarðsins. En áður en tann- laus Svabinn hafði náð sér eftir höggið, var hvítskeggur allur á burt og náði hann því eigi að hefna sín. En Snevelin snéri sér í norður, er hann gekk út úr hliðum Magde borgar, skók hnefann og mælti: ‘ Við sjáumst aftur!” Hann varð fyrir miklu aðhlsðgi í þorpi sínu fyrir tannmissirinn og hélt því til Húnanna í þeirri von, að þeir myndu eitt sinn halda í norðurátt. Og hann hafði á kvarðað að færi svo, þá skyldi hinn þríhöfð- aði Triglaff og allir hans þjónar fá að kenna á því! Heribald skifti sér ekkert af þessari vin- samlegu viðvörun. Skógarkonan kom ofan úr vagni sínum og gekk til Ellaks. ‘‘Eg hefi lesið um þetta í stjörnunum!” hrópaði hún. ‘ Oss mun illt stafa af mönn- um með rakaða skalla! Þú verður að hengja þennan óþokka fyrir framan klausturhbðið og láta andlit hans snúa í norður, ef þú vilt komast undan þvi!” “Á galgann með hann!" hrópuðu margir Húnarnir, sem skilið liöfðu látbragð Skógar- konunnar. Ellak hafði snúið sér til Eriku. “Þetta skrímsli hefir meginreglur,” sagði hann og glotti. “Hann er í lífsháska en neitar þó að beygja kné sín. Eigum við að láta hengja hann, Heiðarblóm?” Líf Heribalds hékk vissulega á mjóum þræði. Umhverfis sig sá hann ekkert nema ógnandi andlit. Hann var að missa móðinn og nærri farinn að gráta. En þegar hættan er yfirvofandi verða jafnvel þeir, sem vits- munaminnstir eru, stundum fyrir reglulegum innblæstri. Rjótt andlitið á Eriku skein eins og stjarna ofan til hans. Hann var kominn til hennar í einu heljarmiklu stökki. Hann hikaði ekki við að krjúpa á kné fyrir henni; fegurð hennar og yndisþokki vakti traust hans, og hann grátbað um vernd hennar með útréttum höndunum. “Sei, sei” hrópaði Erika, ‘‘þessi eyjar- skcggi er þá alls ekki eins vitlaus eins og hann sýnist vera. Hann vill heldur krjúpa frammi fyrir Eriku heldur en rauða og græna fánanum.” Hún leit meðaumkunaraugum niður á vesalinginn, stökk svo af baki gæð- ingi sínum og klappaði munkinum, eins og hann hefði verið hálfvilt dýr. ‘‘Vertu ekki hræddur,” sagði liún. ‘Þú verður ekki drepinn, gamli svartkufl,” og Heribald las í augum hennar, að liún talaði í alvöru. Hann benti á Skógarkonuna, því að við hana var hann hræddastur. Erika hristi höfuðið. ‘‘Hún þorir ekki að gera þér mein.” Þegar Heribald var orðinn þessa fullviss hljóp hann kátur að veggnum, þar sem vor- rósir voru í blóma, reif í skyndi nokkrar greinar frá og rétti mærinni. Fagnaðaróp laust upp um allan garðinn. “Heill Heiðar- blóminu/’ hróp.uðu þeir og létu braka í vopn- um sínum. ‘‘Hrópaðu með þeim,’ hvíslaði maðurinn frá Ellwangen að Heribald, og munkurinn hóf upp hása rödd sína og hróp- aði með tárin í augunum: “Heill!” Húnarnir sprettu nú af hestum sínum og staðnæmdust fyrir frí^man klaustrið. I*eir voru líkastir hundum, sem komnir eru af veiðum og bíða eftir því að fá að ráðast á inniflin úr hirtinum — einn hundurinn togar í bandið og annar geltir óþolinmóður. Ellak gaf að lokum merkið og ránið hófst. Þeir ruddust áfram í afskaplegri þvögu. Inn göngin ruddust þeir, upp þrepin og inn í kirkjuna. Fagnaðaróp yfir fengnum blönd- uðust saman við vopnbrigðaöskur. Leitað var í klefum munkanna. Þar var ekkert nema fátækleg húsgögnin. ‘‘Sýndu oss fjárhirzluna!” hrópuðu Hún- arnir til Heribalds, sem gerði það fúslega, því að honum var fullkunnugt um, að allt sem fémætast var, hafði verið flutt á braut. Ekk- ert var eftir nema fáeinir silfurstjakar og stóri emeraldinn úr grænu gleri. “Ræfilslegt skúmaskot!” hrópaði einn Húninn. “Betlaragarmar!” Hann spark- aði í emeraldinn og braut hann. Heribald varð fyrir svo mörgum höggum, að hann varð næsta feginn, er honum gafst ráðrúm til þess að laumast á braut. Hann mætti Snevelin í krossgöngunum. “Landi góður,” hrópaði hann, ‘‘ég er gam all vínberi, segðu mér hvar vínkjallarinn er.” Heribald fór með hann ofan og hló í kampinn á sjálfum sér, er hann tók eftir því, að múrað hafði verið fyrir aðal klefann, og hann drap ti’tlinga framan í nýtt steinlímið, eins og til þess að láta í ljós, að hann þekkti leyndarmál- ið. Maðurinn frá Ellwangen gerði sér hægt fyrir og tók innSiglið frá einum kútnum, helti af honum og fyllti hjálminn sinn með vökvan- um, bar tip pað vörum sínum og drakk stór- an teig. ‘Ó, Hahnenkamm og Heidenheim!”,(1 hrópaði hann og skók sig eins og hrollur færi um hann. “Það var áreiðanlega ekki þessu víni að kenna, að ég gerðist Húni!” Hann skipaði fylgdarmönnum sínum að bera kútana upp, en Heribald gekk þá fram, kippti feimnislega í úlpu eins ræningjans. ‘‘Fyrirgefðu, góði vinur,” sagði hann í aumkunarverðum róm, ‘‘en hvað á ég að drekka þegar þið eru farnir?” Snevelin sagði hinum hlægjandi frá kvíða munksins. ‘‘Bjáninn verður að fá sinn skerf," hrópuðu þeir, og skildu minnsta kútinn óopnaðann eftir. Heribald fannst svo mikið til um þessa hugulsemj, að hann þakkaði sérhverjum þeirra fyrir með handa bandi. Óp og háreisti heyrðist í garðinum fyrir ofan. Nokkurir ræningjarnir sem inn í kirkjuna höfðu farið, liöfðu lyft upp flötum legsteini og blasti þá bleik beinagrind við þeim út úr svartri holunni. Jafnvel Húnun- um var nú nóg boðið og þeir flýttu sér í burtu. Tveir þeirra klifruðu nú upp í klukkuturninn, sem var skreyttur gyltum veðurhana efst uppi, eins og venja var til. Ef til vill hafa þeir ímyndað sér, að haninn væri guðdómur klaustursins eða haldið að hann væri úr skíru gulli. Að minnsta kosti klifr- uðu þeir djarflega upp á þakið á turninum og settust þar, en reyndu að slá í hanan með spjótum sínum. En allt í einu var eins og þeir fengju svima; einn þeirra lét handlegg- inn falla niður með síðunni, riöaði til, hróp- aði upp og féll ofan, og hinir komu þegar sömu leiðina. Þeir lágu hálsbrotnir í klaust- urgarðinum. ‘‘‘Illt tákn!” sagði Ellak við sjálfan sig. Húnarnir ráku upp óp hræðslu og hryggð ar, en ekki voru nema fáar mínútur liðnar, er þeir höfðu gleymt þessu atviki. Vopnin höfðu þegar fellt svo marga úr hópi þeirra, og hvað munaði um einn eða tvo í viðbót? Búkarnir voru bornir inn í innri garðinn. Likbálsköstur var hlaðinn úr eldiviðnum, sem Heribald hafði velt um koll fyrr um daginn. Bókunum, sem skildar höfðu verið eftir í bók- lilöðunni, var varpað út í garðinn og þær not- aðar til þess að fylla upp í eyðurnar í kestin- um. Handritin reyndust fyrirtaks eldsneyti. Ellak og Hornebog ruddust inn í þvög- una. Inn á milli viðarbútanna sást á fallega ritað handrit og glitraði á gullna upphafsstaf- ina. Hornebog brá sverðsigö sinni, stakk í handritið og rétti félaga sínum það á sverðs- oddinum. ‘‘Hvað eiga þessir krókar og spark að þýða, herra bróðir?” spurði hann. Ellak tók handritið og fletti blöðunum. Hann þekkti einnig dálítið til latínu. “Vestur- landa viska!” sagði hann. “Einhver Boetius hefir skrifað það. Það er margt í því um huggun heimspekinnar.” ‘‘Heim-speki, bróðir?" mælti Hornebog. “Hverskonar huggun er það?” ‘‘Það er hvorki fögur kona, né eldvatn,” svaraði Ellak. ‘‘Það er erfitt að útskýra það á voru máli; en ef maðurinn veit alls ekki hversvegna hann er í heiminn kominn, og stendur á haus til þess að komast að því, þá er það mjög nálægt því að vera það, sem nefnt er heimspeki í Vesturlöndum. Náunginn, sem þeir lömdu til bana í turninum í Pavíu huggaði sig mikið við þetta.” *Staðir, sem alþekktir voru fyrir súrt vín.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.