Heimskringla - 29.05.1929, Qupperneq 4
4. BLAÐStÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. MAÍ, 1929
'peimsknngla
(fillvfuiit) 188ð>
Kfmar mt A hTerJum mlQTlkiilrfi
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8BS OK 85B SÍRGKXT ATB. WISSIPKG
TAL.S1MII 80 537
V«r» blalSslns er *S 00 árgangurlnn borg-
Ut fyrirfram. Allar . borganlr sendlst
THE VIKING PRERS LTD.
ilGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Rltstjórl.
UtanAskrllt tli blubslnsi
IHl VIKIM. PltliSS, l*td., Bol 3105
Vtanflskrtft tll rltjtjflrnnsi
KDITOR HEIS1SIÍRIWGI.A. Bot 8105
WIIVNIPEG, MAPf.
“Helmskrlngla ls prubllshed by
Tbe Vlkln* I’reso I*td.
and prlnted by
CfTf PRINTII'IG A PGBL.1SHWÍG CO.
SKS-S55 Snritent Ate. Wlnnlpe*. Mnn.
Telephone l .86 58 T
WINNIPEG, 29. MAÍ, 1929
Fögur hugmynd
Ritstjórnargrein í síðustu Heims-
kringlu gat um tilraunir Heimfararnefnd-
arinnar, að fá Sambandsstjórnina í Otta
wa til þess að gefa Islandi afmælisgjöf
1930, sjóð, er yrði ávaxtaður þannig, að
ársvextir gengju til námsstyrks íslenzk-
um stúdentum við einhvern kanadiskan
háskóla. Vér lýstum yfir sannfæringu
vorri um það, “að allir góðir íslendingar
hér vestra stefndu einhuga óskum sínum
í sömu átt og Heimfararnefndin, að ríkis-
stjórnin verði vel við þessari málaleitan,
>*
Vér erum enn jafn sannfærðir um
þetta atriði. Og ekki ætti einhugi Vest-
ur-fslendinga í því efni, að sneiðast við
það, að sjá þann ástúðar, og umhyggju-
vott, er svo fagurlega hefir komið í ljós
í vorn garð, í grein er birtist nýlega í
einu af stærstu blöðunum á íslandi, og
vér eigi getum stillt oss um að birta hér.
Höfundur greinarinnar mun vera hr. Pét-
ur G. Guðmundsson, einn af helztu mönn-
um Alþýðuflokksins á fslandi, ágætur
maður og einn af meðlimum Hátíðar-
nefndar Alþingis. Birtist hún í “Alþýðu-
blaðinu,’’ helzta máigagni Alþýðuflokks-
ins, 25. apríl síðastliðinn, og er á þessa
leið:
TILLÖGUR
um móttökur V.-fslendinga 1930.
Einn af merkilegustu viðburðunum á Þjóð-
hátíðinni 1930 verður efalaust heimsókn Islend-
jnga frá Vesturheimi,
í Vesturheimi er sagt að búi nú hartnær 40
þúsund Islendingar. Okkur sem heima erum
og teljum ekki nema 100 þúsund, geíur ekki einu
gilt um þarrn hóp.
Það ér nteira en “fjörður á milli fraenda,”
þar sem er Atlanzhafið, og geta því Vestur-
Islendingar ekki verið tiðir gestir hér heima.
En þeir munu leggja kapp á að heimsækja okk-
ur 1930 svo sem ástæður framast leyfa. Þó
verða það að sjálfsögðu ekki nema nokkur
hundruð sem koma. Hinir, sem ekki geta kom-
ið 1930, munu varla koma eftir það, nema
maður og maður á stangli. En landar okkar,
sem að vestan koma 1930, verða nokkurs konar
fulltrúar hinnar miklu deildar Islendinga, sem
vestra býr.
Það verða þvi vissulega margir, sem velta
þeim spurningum fyrir sér: Hvernig eigum vér
að taka á nióti þeim merku gestum, þégar þeir
koma, og hvernig eigum vér að skiljast við þá,
þegar þeir halda heimleiðis aftur, svo að hvor-
um tveggja verði til gagns og sæmdar?
Fyrri spurningunni er að vísu þegar að
nokkru leyti svarað með þeim ráðstöfunum, sem
þegar hafa verið gerðar og kunnar eru almenn-
ingi'? AS öðru leyti liggur svarið í augum
uppi: að við veitum þeim alla þá alúð í orði og
verki, sem títt er hér í landi að veita sjaldséðum
vinum og vandamönnum.
Síðari spurningin er torveldari úrlausnar og
færri tillögur (eða engar) komið fram um það
efni. Eg Iít svo á, að það atriði sé ekki síður
umhugsunarvert, og ekki megi lengur dragast
að gera tillögur um það.
Mín tillaga er sú, að við gefum V.-Islend-
ingum gjöf nokkra að skilnaði. Það er nú á
margra vitorði, að Vestur-Islendingar ætla að
gefa okkur gjafir, þegar þeir heimsækja okkur
1930, — og fylgja í því efni fornum og nýjum
norrænum siðum, er sýna skal sæmd eða vinar-
hug.
Við getum ekki vansalaust brotið á móti
þeim sið með því að þiggja gjafir en láta engar
koma í móti. Eg býst við að flestir séu sam-
mála um það. Uim hitt verða fremur skiftar
skoðanir, hver gjöfin á að vera. Og því tel ég
rétt að það 'mál sé rætt opinberlega.
Islenzkt þjóðerni á í vök að verjast meðal
miljónaþjóðanna i Vesturheimi. A siðari ár-
ni hafa margir landar okkar vestanhafs sýnt
lofsverða viðleitni í því, að halda utan að ís-
lenzkri minning og menning vestra. En þetta
verður sífelt örðugra, eítir þvi sem tímar líða,
og fyrir þá sök, að mannflutningar héðan eru
nálega hættir. Þessa viöleitni landa okkar
vestra eigum við að virða í verki og styrkja.
Og það hygg ég að við getum bezt gert á þann
hátt, sem nú verður sagt:
1. Við (jefnni Vestur-lslendingum vandað og
fullkomið bókasafn.
2. Við tökurn í lög á alþingi 1930 að fram-
vegis skuli það safn fá eitt eða tvö ein-
tök af óllu prentuðu máli, sem gefið er út
á Islandi.
Nú eiga Vestur-Islendingar ekkert sameig-
inlegt og fullkomið islenzkt bókasafn. Þeir
standa líka illa að vígi, að ná í íslenzkar bæk-
ur, einkum rit, sem ekki eru markaðsvara hér.
Og þau eru bæöi mörg og merkileg.
Islenzk tunga heldur velli vestra hjá þeirri
kynslóð, sem fluzt hefir héðan af landi. Onnur
kynslóð notar ensku jöfnum höndum. Þriðja
kynslóö hefir ensku að móðurmáli. Fjórða
kynslóð hefir týnt ísknzkunni að mestu.
Það er ekki til neins að dylja sjálfan sig
þess, að svona getur þetta farið. En með glöt-
un íslenzkrar tungu vestra glatast að mestu rækt
við íslenzkt þjóðerni og íslenzkan menningar-
brag. Samt sem áður má gera ráð fyrir því,
að um ófyrirsjáanlegan tima verði jafnan margir
menntamenn vestra af ísl. uppruna,, sem kynna
sér íslenzka tungu og bókmenntir og greiða götti
íslenzkra menningaráhrifa vestanhafs. Þeim
mönnum er nauðsyn að eiga aðgang aö full-
komnu ísknzku bókasafni vestra.
Gegn þessari tillögu verður það ef til vill
sagt, að of naumur tími sé til stefnu, að koma
saman svona bókasafni.
Það vill nú svo til, að hér er til ágætt bóka-
safn, sem vel væri boðlegt í þessu skyni og ei,g-
andi vill selja. Það væri illa farið, ^ ef þetta
bókasafn væri selt eitthvað og eitthvað út úr
landinu, sem vel getur orðið, þegar minnst
varir. En einmitt af því, að við megum ekki
af því sjá til annara, væri sæmilegt að gefa
það löndum okkar vestra. Þetta safn á ríkiS
að kaupa í þessu skyni. Þó það kosti nokkra
tugi þúsunda er ekki í það horfandi. Vestur-
1 slendingar skilja áreiðanlega eftir marga tugi
þúsunda króna hér í landi þegar þeir snúa heim-
leiðis aftur. En það getur varla verið almenn
ósk, að ísknzka þjóðin græði fjárhagslega á
komu þeirra. Það væri skömm íslenzkri gest-
risni, ef horft væri í þau fjárútlát, sem fram-
kvæmd þessarar tillögu hefir í för með sér.
Nú hefi ég lýst minni tillögu. Þeir, sem
kynnu að hafa aðrar tillögur betri, gerðu vel í
því að birta þær í blööum, svo alþjóð mætti .
milli dæma.
* * *
Hér má auðvitað sama segja og um
málaleitan Heimfararnefndarinnar í Ot-
tawa, að ómögulegt er að vita hvernig
þessari hugmynd reiðir af. Og að vísu
er hún hlutfallslega miklu stórfeldari,
þegar litið er til efnahags beggja ríkj-
anna. En stórkostlega fögur er hún.
Og ekki erum vér í vafa um það, að þeir
vextir, er af slíkri gjöf myndu fljóta, yrðu
tslandi drýgra búsílag, en nokkrir banka-
vextir af samsvarandi fjárupphæð. Vér
erum þess fullvissir, að þessi hugmynd á
rætur sínar í þeim rétta skilningi, er vér
höfum hvað eftir annað haldið fram í
ritstjórnardálkum Heimskringlu, að seint
yrði réttilega metinn sá skaði, fjárhags-
lega og menningarlega, sem ísland biði,
ef það af misskilningi eða skeytingarleysi
léti tengitaugina milli bræðranna austan
hafs og vestan fúna til fullkomins slits.
En hvernig sem fer, er oss skylt að
þakka þetta bróðurþel og gleðjast yfir
sklningnum á nauðsyn öflugra bræðra-
bands, aukinna andlegra viðskifta vest-
ur og austur yfir Atlanzhaf. I>að er á-
nægjuleg hending, að sameiginlegur skiln
ingur og góðvilji í þessu efni kemur í ljós,
svo að segja á sama tíma beggja megin
hafsins hjá þeim mönnum, er starfa af
megni að því, sem kjörnir fulltrúar ís-
lenzkra stjórnvalda i Ameríku og á ís-
landi, (þótt auðvitað riti ekki hr. P. G
G. fyrir hönd Hátíðarnefndarinnar, held-
ur frá eigin brjósti) að þátttaka Vestur-
fslendinga í þúsund ára afmælishátíð
Alþingis megi verða oss og bræðrum vor-
um heima sem eftirminnilegast fagnað-
arefni, eigi aðeins um líðandi stund, í
minni þeirra, er nú lifa, heldur um ó-
komnar aldir og alla tíma, meðan báðar
þjóðir njóta sjálfstæðrar tilveru og menn
ingar.
Og ekki ætti þessi fagra hugmynd
að heiman að draga úr áhuganum hér
vestra til þess að leggja ef til vill ein-
hvern sjóð af mörkum austur um haf, í
þvi skyni, er kom í ljós í funda-ályktun-
inni er birt var í síðasta blaði og athuga-
semdum vorum við hana.
-------X------
Úrlausn atvinnumála bœnda
Hagur bænda hefir verið áhyggju-
efni um margra ára skeið, bæði hér í
Kanada og í Bandaríkjunum. Nú hefir
ríkisþingið í Washington verið framlengt,
til þess að afráða eitthvað um það, hvað
gera skuli til þess að rétta hag bænda þar
syðra, er ár frá ári þykir hafa farið sí-
versnandi, ekki sízt, er miðað er við
hinn stórkostlega viðgang auðhringanna
og stóriðjuhöldanna. Afar skiftar skoð-
anir hafa komið í ljós, og greinir Hoover
forseta mjög á við ýmsa helztu leiðtoga
flokks síns, er studdu hann til kosninga
síðastliðið haust, til dæmis öldungaráðs-
mennina Brookhart og Borah, er hafa,
ásamt mörgum öðrum repúblíkum, fylgt
fast fram ‘‘debenture” tillögunni í bænda
hjálpar-frumvarpinu. En hún er í því
fólgin, að stjómin greiðir útflytjendum
vissra landbúnaðarafurða ávísanir, er
nema hálfum tollinum á innfluttum af-
urðum sömu tegunda (haðmull hlítir þó
gerðardómi) enda megi vísa þeim yfir,
en stjórnin ekki skyldug að taka þær
nema upp í innflutningstoll. (Nemur
þetta til dæmis um 20 centum á hvern
mæli hveitis). Hoover forseti lagðist
mjög fast á móti þessari hugmynd, sem
einum aðalþætti tilraunanna að létta
undir með bændum, og gerði afstöðu
sína heyrumkunna 21. apríl, tæpri viku
eftir að ríkisþingið tók til framlengdra
starfa. Samþykkti fulltrúadeildin með
mikium meirihluta bændahjálparfrumvarp
stjórnarinnar 25. apríl, án þessa atriðis,
En 8. maí skaut öldungaráðið með 47
atkvæðum (34 dem. og 14 rep.) gegn 44
þessu atriði inn í frumvarpið og
samþykkti það 14. s. m., með 54 atkvæð-
um gegn 33. Var þessu þá skotið til
þingnefndar, er skipuð var af báðum
þingdeildum. Er talið að fulltrúadeiidin
muni fylgja forseta, og telja fregnritar í
Washington, að eftir nokkurra vikna
skraf muni þetta atriði verða lagt á hill
una.
Ýmsar hugmyndir aðrar hafa komið
fram í sambandi við þetta mál og fáar
líklegar til verulegrar úrlausnar. En
nýlega hefir komið fram úrlausnarhug
mynd í ritstjórnargrein í einu fjöllesnasta
vikublaði Bándaríkjanna, sem vert er að
veita eftirtekt. Ekki þó vegna þess, að
hún komist fyrir ríkisþingið í bráð, held-
ur af því, að þetta blað hefir kappsamlega
stutt kapítalismann, en kveður nú svo
mjög við annan tón, að auðsætt er að
það hefir komist að þeirri niðurstöðu, að
sú stefna með sinni ‘‘frjálsu samkeppni”
dugar ekki bændum, né framleiðendum
yfirleitt, eins og bæði samvinnu-jafnaðar
menn og auðvaldshringir hafa séð, þótt
munurinn þar sé sá, að afraksturinn af
starfsemi auðvaldshringanna lendir í
vösum örfárra manna. Fer blaðið svo-
felldum orðum um þetta efni:
“Vér enduöum ritstjórnargrein í síðasta
blaði með því, að vér skyldum leggja á ráð til
úr^ausnar vandamála landbúnafiarins í Araer-
íku.
Vér sögfium ag úrlausnin væri óbrigfiul,
kostafii ekkert o,g leiddi oss ekki í hagsmunastríg
vifi önnur lönd mefi því aö hrúga afurfium vor-
um á erlendan markað.
Jæja, hér er ráðið.
Það er sama ráðið og “United States Steel
Corporation” myndi bregðast á, ef það stæði
andspænis ofurframleiðslu stáls. Hér eru bú-
jarðirnar verksmifijurnar. Ef takmörkuð væri
framleiðsla þeirra myndi verðiö á afurðum
hækka.
Hvenig mætti það ske? Sem allra ein-
faldast.
Ef stjórnin notaði þau hundruð miljóna
dala, sem hún ætlar sér að greifia til stufinings
landbúnafii, til þess að kaupa bújarfiir, og
hvíldi þær svo frá akuryrkju, þá myndi fram-
leifislusvæfiið minnka svo vifi þafi, afi ekki yrfii
meira framleitt en þjófiin gæti neytt.
....En stjórnin ætti jarfiirnar. Vifi
þafi var átt, er vér sögfium, afi þetta
myndi ekkert kosta.
Jarfiirnar myndu ómótmælanlega
hækka í verfii. Oig um leifi gæti
stjórnin aukifi frjómagn þeirra, efia
ræktafi þar skóga — sérstaklega á
því jarfinæfii, sem lakast væri fallifi
til akuryrkju.
Stjórnin endurheiniti þannig stór-
um verömæta almenningseign, er hún
síöar'gæti losafi sig vifi eftir því sem
fólksfjöldinn og nauösyn kreföi.
Hér er aöeins einn hængur á.
Hvafi á aö gera viö bóndann, sem
stjórnin kaupir jörfiina undan. Þeir
yrfiu margir og yröi ekki komiö í
fylkingar iSnafiarmanna, án þess afi
hinn mesti glundroöi kæmist á kaup-
gjaldiö.
Vér leggjum til — afi stofnaö sé til
opinherra verka, með nægilega um-
fangsmiklu svigrúmi til þess að ráða
bót á öllu atvinnuleysi.
Meðal opinberra verka eru engin,
er meira ríður á að komið sé í fram-
kvæmd, en að leggja góða, nýja vegi
• og endurbæta gamla.
Það er langt síðan að vegagerð
varð annað og meira en það, að
bera grjótmylsnu í stað moldar ofan
í vegina. Nú riður á, að létta
fólki samgöngur sem mest og spara
með því dýrmætan tíma.
Og af sívaxandi notkun hreyfil-
farmvagna, skemmri og lengri leið,
leiðir nauðsyn ágætra vega, ef sjá
skal borgið hagsmunum viðskifta og
iðnaðar.
Einhver kjmni að segja, að þetta
væri ein tegund ríkissósíalisma. Svo
er þó alls ekki. Þe‘ta væri aðeins
ein tegund rikisframlags.
Vér erum sannfærðir um það, að
ti! lengdar myndi þetta bera miklu
hetri árangur en gamla aðferðin,
að láta bóndann leita til borgarinn-
ar í hagsmunarleit. Hamingjan er
afslepp i borgunum, og bóndanum
tekst ekki ávalt að handsama hana
þar. Allflestir eru sammála um
það, að eitthvað verði að gera. Bú-
jarðirnar framleiða langt yfir neyzlu
þarfir, og tekjur bóndans fara þar
af leiðandi rýrnandi.
Samanborið við landbúnaðarstyrk-
inn, sem nú er veriö að ræða, er
þessi hugmynd óbrotin og óbrigðul.
Þetta er einmitt þaö ráð, sem stál-
iönaðurinn, eða hver önnur iðnaöar-
grein, se,m stjórnað er af skynsam-
!egu viti, myndi bregðast á.
En af því sennilega, að á stjórnina
er litið frá pólitízku, en á stáliðnað-
inn frá hagsmunalegu sjónarmiði,
þá verður í þessu tilfelli ekki gert,
það sem í hinu væri mögulegt og
enda víst.
Sem er illa farið.”
* * *
Oss dettur nú ekki í hug að
segja, að hér sé fundið algilt
undrameðal við öllum meinum
bænda. Hér er til dæmis ekki
tekið tillit til ýmissa orsaka
annara en ofurframleiðslu, til
dæmis rándýrra véla, og vernd-
unar stóriðjuhöldanna á kostn-
að baanda og neytanda, né til
hugsanlegra afleiðinga fyrir
neytendurna, allan fjöldann, er
mest á undir verði lífsnauð-
synja, o. s. frv., o. s. frv., þótt
á hinn bóginn verði ekki endi-
lega sagt, að þetta sé vitlaus-
ari hugmynd en margar aðrar,
er fram hafa komið í sama
skyni.
Það sem merkilegast er við
greinina, er hið nýja viðhorf
þessa auðvaldssinnaða blaðs, í
höfuðvígi auðvaldsins, Banda-
ríkjunum: að hin marglofaða
"frjálsa samkeppni,’’ er orðin
að niðurskurðarsamkeppni; að
skipuleggja þarf landbúnað-
inn, engu síður en iðnaðinn, og
að stjórnarafskifti af allri fram
leiðslu, hvort sem menn vilja
kalla þau afskifti ‘‘ríkisrekst-
ur’’ eða “ríkissósíalisma” (sem
blaðið vill auðsjáanlega ekki
hræða lesendurna á) eru ekki
einungis æskileg, heldur oft og
tíðum bráðnauðsynleg. En
undir þessu öllu er sameiginleg
ur grundvöllur framsóknár- og
samvinnu-jafnaðarmanna. —
1 fullan aldarfjórðung hafa.
Dodds nýrna pillur verið hii*.
viðurkenndlu meðujL við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Tcronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Stefnuskrá framsóknar-
manna
Alþingi var sett á Þórsdegi, og
bendir það á, að Þór hafi veri5-
skoðaður sem verndargoð þingsins t
heiðni. Það hófst með því aö alls-
herjargoðinn helgafii þingiö, þaö er
aö segja, lýsti nieö ákveönum orSum
frifihelgi yfir því innan ákvefiinna
takniarka, er voru kölluS þingmörk.
Hann nefndi tvo eöur fleiri votta a5
athöfn sinni og vann þess eiS “at
baugi,” og baö Frey og NjörS og
hinn almáttka As, að hjálpa sér t'il
þess aö leysa helgun Alþingis af
hendi eins og öll önnur lögskil, sem
liann vissi “réttast ok sannast ok
hclzt at lögttm.”
Fyrir þúsund árum höföu forfeö-
ur vorir komiS á stofn skipulegu
stjórnarfyrirkomulagi, sem fram
skyldi fara sem réttast og sannast
sýnir þetta glögglega hve mjög ís-
lendingar hafa veriö hneigöir a5
skipulegu stjórnarfari. Veit ég me5
vissu að eitthvaS mun vera eftir *
niöjum þeirra hér í álfu af einkenn-
um þeim, er þá hóf þá upp yfir aör-
ar þjóðir á menningarbrautinni.
Einnig veit é,g, aS illa þolir íslenzk
lund þrælatök, kúgun og ranglætí
það, sem á sér staö í þessu landi,
| sem öSrum, meö því fyrirkomulagí
sem nú gegnir í stjórnmálum. Þa5
er eigi nóg aö viöurkenna að póli-
tíkin sé óhrein og spillt og að al-
þýða eigi sér enga Ujppreisnlarvion.
Það er löðurmannlegt að láta þa5
fyrirkomulag afskiftalaust, og. una
við afskiftaleysið og dofinskapar-
glýjuna á sjón skynsemi og réttlætis-
tilfinningar vorrar.
Stjórnarfyrirkomulag það, sem vér
lifum við, er bein afleiðing af því,
og bót á þeim galla liggur í hendí
vorri, ef vér höfum viljann og not-
urn skynsemi og dómgreind vora til
þess að inna af hendi þá skyldu sem
oss ber, sem a‘kvæöabærir menn og
konur, “réttast ok sannast ok helzt
at lögum.”
Vér berjumst á úfnum sæ vi5
flokkapólitík með aufivaíd.ssikipulagi,
og hvatir þær, sem drífa far það,
eru eigingirni og tilfinningalaus
gróðajhvöt; og almenningsheilla eð-
ur siðgæðis gætir þar varla. Þessu
fyrirkomulagi viljum vér framsókn-
armenn breyta, og einn þýöingar-
mesti punkturinn í stefnuskrá vorri
ei að innleiða samvinnustjórn “Co-
operfatilve Governmenti,” það er að
segja, að þingmenn séu valdir og
kosnir af alþýðu, og aö tekiS sé til
greina hæfileikar og manngildi; a5
flokkar og flokkanöfn séu lögfi nið-
ur; að þingmenn séu hreinir og
beinir erindisrekar fólksins; að ráðu
neytið sé kosiS eftir hæfileikum og
ágæti úr hópi þeim, sem kosinn er,
svipaS því sem iðnaöarfélög, efia
hvaöa félagsskapur sem er, sem hefir
t hyggju afi framkvæma ráöifi starf,
kjósa stjórnarnefndir og meöráöend-
ur. Má taka til fyrirmyndar bæj-
arstjórnir eöur sveitastjórnir. Me5
þvi fyrirkomulagi, sem nú ríkir, þá
er það flokkurlnn, sem hefir meiri