Heimskringla - 26.06.1929, Page 1
FATALITUN OO IIRBINSUN
BUicc Ave. and Simcoe 8tr.
Slml 87344 — tvær llnur
Hattar hrelnaatllr og endurnýjatlir.
Betrl hreinRQB Jafnödýr.
I "
IÁgætustu nýtízku litunar og fatahrelna-
unarstofa i Kanada. Verk unniö & 1 degi
KLLICE AVK., and SIMCOB STR.
Winnlpeg —t— Man.
Dept. M.
XLm. ÁRGAíTr,TTT»
MIÐVIIKUDAGINN WINNIPEG 26. JÚNl, 1929
NÚMER 39
’ ^('v- Fétumson
jsscoocoise 45 Home ,st. -1 city ooo&soooooooooosoocoeoí
F R É T TI R
»SOOBOOOOOSOOOOOOOSOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^
Velgengni Eimskipafélagsins.
I gærdag barst Arna Eggertssyni
fasteignasala svohljóöandi skeyti frá
Reykjavík:
L. C. D. Arni Eggertsson, Winnipeg
Annual meeting 22-6. Re-elected
>ou, Benediktsson, Halldór Thor-
steinsson, elected Jón Asbjörnsson
Eáfwyer. Members Board decided
pay 4 p. c. Dividend. Board au-
thorized build or buy one or távo
steamers. Greetings Jóhannsson.
Eimskip
Þýðing:
Arsfundur 22-6. Endurkosnir þér,
Renediktsson, Hatlldór Þorsteinsson.
Kosinn Jón Ásbjörnsson lögmaður.
Stjórnarnefnd ákvað 4 prósenta arð-
greiðslu. Nefnd heimilar byg.gingu
cða kaup eins eða tveggja eimskipa.
Heilsið Jóliannsson.
Eimskip
Þessi símfregn er vafalaust gleði-
efni öllum Vestur-Islendingum, þvi
K A N A D A
Aukakosning til fylkisþings Mani-
toba fór fram á laugardaginn var í
Turtle Mountain kjördæmi. Hefir
þingsætið staðið autt síðan í febr-
uar í vetur, að þáverandi þingmaður,
R- G. Willis (cons.) lézt. Nú fóru
svo leikar að conservatívar unnu aft
ur sigur og fékk þinginannsefni
þeirra Alexander R. Welcli 1,327 at-
kvæði en þingmannsefni framsóknar
utanna og lilterala santeinaðra, Earl
Campbell aðeins 995 atkvæði. Nam
uteirihluti Mr. Wtelch nú 116 at-
kvæðum framyfir meirihluta Mr.
Willis 1927. Kosningarimman var
óvenjulega fast sótt af hálfu heggja
aðila.
Frá Ottawa er simað 24. þ. m.,
að þar hafi látist daginn áður, á
sunnudaginn var Right Hon. William
Stevens Fielding, fyrverandi fjár-
uialaráðherra, og einn af helztu
stjórnmálamönnum Kanada mörg
undanfarin ár. Hafði hann lengi
verið veikur, enda orðinn fjörgant-
all maður á 81. aldursári.
Mr. Fielding sagði af sér fjár-
uialaráðherra embætti ríkisins árið
1924, og hafði þá gegnt því í 15
ár samfleytt. Tólf árin þar næst
a undan hafði liann samfleytt verið
forsætisráðherra í Nova Scotia, en
þar var hann borinn og barnfæddur.
Frá Brandon er símað 21. þ. m.,
að á allsherjarflokksfundi conserva-
tiva í Manitoba, er haldinn var þar
á fimmtudaginn, hafði fylkisleiðtoga
þeirra, F. G. Taylor hersi, verið
greidd fullkomin traustsyfirlýsing
uieð óvenjulega einróma og öflugu
þakklæti fyrir handleiðslu hans á
flokknum á síðasta þingi, er niest
snérist um Sjö-systra málið, þrátt
fyrir það, að vitanlegt var áður en
arsþingið hófst, og jafnvel i byrjun
þess, að tilraun myndi verða gerð af
flokksbroti, héðan úr Winnipeg að
sagt er, til þess að taka af honum
forræði flokksins.
Frá Regina er símað 21. þ. m.,
að Gardiner forsætisráðherra hafi
farið á stúfana við framsóknarflokk
inn og þingmenn hans í fylkinu, að
styðja fylkisstjórnina að málunt á
uæsta fylkisþingi, en að flokkurinn
°g þingmennirnir hafi þverneitað
þvi. á fundi, er haldinn var í Re-
setn vér bezt vitum, mun þetta vera i
fyrsta skifti, sem Eimskiptffélag Is-
lands hefir séð sér fært að greiða
arð hluthöfum sínum. Gleðin mun
þó ekki nema að litlu leyti stafa af
þeirri fjárupphæð, sem hluthöfum
fellur í skaut, heldur fyrst og fremst
;if þeirri tilhugsun að arðgreiðslan
ber þess ótvíræðan vott að nú er
Eimskipafél., þessi ástmögur Islend-
inga vestanhafs og austan orðið sjálf
stætt og þróttmikið fyrirtæki, full-
fært um að gegna þeirri köllun, er
því var ætluð, eins og sjá má fyrst
og fremst af því, að auk arðgreiðsl-
unnar sér það sér fært, að færa út
kvíarnar til muna, landi og lýð ti!
blessunar. Lifi, blómgist og bless-
ist það!
Mr. Eggertsson biður hérlenda hlut
hafa að framví.sa arðmiðum sínum
fyrir árið 1928 á skrifstofu hans.
1101 McArthur Bldg., Winnipeg.
Arðmiðar frá fyrri árurn koma auð-
vitað ekki til greina.
gina á fimmtudaginn var. Voru
svohljóðandi tillögur, þvert ofan í
málaleitan forsætisráðherra, sam-
þykktar á fundinum, er setinn var af
40 helztu fulltrúum flokksins úr 20
kjördæmum í fylkinu.
“1. Að samkvæmt áliti þessa fund
ar, skuli hinir nýkosnu þingmenn
vorir styðja vantraustsyfirlýsingu á
hendur Gardinerstjórninni, verði slík
tillaga borin fram á næsta þingi.”
“2. Að framsóknarflokkurinn skuli
halda sérstöðu sinni með því að
neita ráðherraembættum og með því
að neita að taka þátt í þingflokks-
fundunt hvors gömlu flokkatma fyrir
sig sem vera. skal.”
Fj ær og nær.
1 santbandi við kirkjuþingið i
Riverton, er hófst á föstudaginn, vild
um vér geta þess, að þeir, er óska
að vera viðstaddir Ikirkjuvígsluna
þar á sunnudaginn (30. júní) geta
tekið sér far með járnbrautarlest er
fer frá C. P. R. stöðinni kl. 10.15
f. h. Geta þeir, er þurfa, komist
heini til Winnipeg aftur um kveld-
ið, að vígslunni lokinni.
Sökum kirkjuþingsins, er hefst í
Riverton nú á föstudaiginn, 28. þ. m.,
og stendur yfir helgina, verður eigi
messað í Sambandskirkju í Winni-
peg á sunnudaginn ketnur, 30. þ. m.
Á laugardaginn var fóru þeir séra
Ragnar E. Kvaran, séra Rögnv. Pét-
ursson, Philip Pétursson, cand. theol.
og Tltorv. Pétursson til Piney. Séra
Röignvaldur flutti fyrirlestur þar í
skólahúsinu urn Islandsferðina, en
á sunnudaginn prédikuðu þeir eftir
hádegi og að kveldinu séra Ragnar
E. Kvaran og Philip Pétursson. Að-
sókn var góð að fyrirlestrinum og
báðum messunum.
Séra Jónas A . Sigurðsson verður
í Tantallon á sunnudaginn og flytur
þar messu.
Sú fregn barst hingað rétt er blað
ið var að fara til prentunar, að látist
hefði að morgni hins 21. júní að
heimili sínu í Markerville, öldurtigí-
urinn Jónas J. Húnforð, 81 árs að
aldri. Hans verður nánar minnst
siðar.
Philip M. Petursson,
B.D., Ph.B.
Heimskrinigla gat þess um daginn,
að nýlega hefði lokið guöfræðisnámi
við Chicagoháskólann Philip M.
Pétursson, sonur Mr. og Mrs. CHafs
Pétursson, 45 Home St. hér í bæ.
Er Philip Pétursson nú kominn hing
að norður, og hefir í hyggju að
skapa hér svið starfsemi sinni. Þyk-
ít Heimskringlu bæði þess vegna og
sökum námsferils hans, viðeigandi að
kvnna lesendum sínum dálítið nánar
þenna unga og efnilega mann. x
Philip Markús Pétursson er fædd-
ur í Roseau, Minn., 21. okt., 1902.
Er hann elztur af tíu systkinum, en
af þeim eru níu á lífi.
Skólaménntun sína fékk Philip1
því nær alla hér í Winnipeg. Barna
skólafræðslu nam hann við GreenWay
skólann; miðskóla við Winnipeg Col-
legiate, og lauk þar fyrsta bekkjar
námi æðri skólafræðslu vorið. 1922.
Næsta vetur gekk hann á kennara-
skólann hér í Winnipeg. Veturinn
þar á eftir, 1923—24 var hann skóla
kennari í Piney, Man., og kendi
næstu tvo vetur í St. Vital hér við
Winnipeg. I septembermánuði 1926
fór hann ti! guðfræðisnáms við Chi-
cagoháskólann, Meadville deild hans.
Lauk hann prófi í vor, bæði stú-
dentaprófi í heimspeki (Ph. B.) við
Chicagoháslkóljann og fullnaðarprófi
guðfræði (B. D.) við Meadville
háskólann. Fær hann prófskírteini
fyrir því síðar í sumar. Tvenn
verðlaun hefir Philip fengið við nám
sitt; $75 verðlaun, sem veitt eru fyr-
ir framúrskararidi ræðtumennsku
(Excellence in Public Speaking), og
$25 verðlaun, sem veitt er fyrir fram
úrskarandi utankirkjuþjónustu (Ex-
cellence in Pastoral Theology, sálnia
gæzlu, sem kallað var einu sinni á á
Islandi).
Philip hefir lagt sérstaka stund a að hlúa að gróðri hennar og ræktun
utankirkju- eða útbreiðslustarfsemi
(Field Work). Er það eitthvert
allra mest nauðsynjanám hvers
ntanns, er býr sig undir prestskap.
Þegar uin haustið 1926 hóf Philip
starfsemi við Henry Booth House, á
horni Union og 16. strætis í Chi-
cago svo að segja í miðdepli glæpa-
mannahverfisins i Chicago. Var
stofnun þessi byiggð af Henry Booth,
Universalist kirkjumanni, í þvi skyni
að leiðbeina og hjálpa þeim vesal-
ingum er umhverfis búa. Gætti Phil-
ip þar drengjaflokks úr umhverfinu
og kenndi ensku þeim er nota vildu
kennsluna einu sinni á viku. Mark-
miðið er auðvitað, að halda drengj-
unum frá götuflækingi oig þar af
leiðandi félagsskap við éldri drengi
og fullorðna, er þegar eru meira eða
minna flæktir í neti glæpa og alls-
konar spillingar, og glæða hjá þeim
áhuga á einhverju nýtilegu. Þarna
ægir öllum þjóðflokkum saman. Við
enskunámið hjá Philip fengust til
dæmis fjórir Mexikanar, þrír Spán
verjar, þrjár Gyðingastúlkur ag svo
(Frh. á 5. bls.)
Um skógrækt á Islandi
I fyrra vetur ræddu Vestur-ís-
lendingar mikið um það, hvað þeir
ættu að gera garnla landinu til gagns
og sónta, er þeir heimsæktu átthagana
árið 1930. Merkilegasta tillagan,
sem kom fram i þessu máli var sú,
að þeir hjálpuðu til þess að klæða
Island skógi. Frumkvöðull þessa
máls var rnaður nokkur, Björn Magn-
ússon að nafni. Hefir hann alið
mestan aldur sinn sent veiðimaður í
Norður-Kanada og er því þaulkunn-
ugur skilyrðum þeim, sem hinir víð-
áttumiklu skógar eru þar háðir. Virð
ast honum skilyrði þessi ólíkt verri
en þau, sem ísland gæti veitt. Er
það ástæðan til þess, að hann hefir
komið fram með tillögu þessa.
Hugmynd hans mun vera á þá leið,
að Vestur-Islendingar stofni sjóð,
sem verja eigi til skógræktartilrauna,
og ennfremur að reyna ýmsar arner-
ískar trjátegundir, er lítið eða ekk-
ert hafi verið reyndar áður.
I fyrstu fékk hugmyndin byr undir
báða vængi, og leit út fyrir að hafist
yrði handa til framkvæmda þegar í
stað. En þá vildi svo til að tveir
vel metnir menn heima á Islandi
fundu sig knúða til þess að láta i
ljós álit sitt á málinu. Skrifuðu
þeir vinabréf vestur um haf og lýstu
þar skógræktinni og söigu hennar á
íslandi í fáuni dráttum. Alit þess-
ara rnanna barst fljótt út á meðal
Vestur-íslendinga, enda var kafli úr
öðru bréfinu birtur í Heimskringlu.
Viðtakandi bréfsins hefir bersýnilega
látið blindast af ágæti bréfritarans,
sem vonlegt var, því það var Guð-
mundur Hannesson prófessor í lækn-
isfræði við Háskóla íálands. Hinn
bréfritarann hirði ég ekki um að
nefna, því mér vitanlega hefir bréf
hans ekki verið birt. En innihaldi
beggja bréfanna var þannig varið,
að þau hafa spillt mjög fyrir því að
Vestur-íslendingar hæfust handa og
stofnuðu skógræktarsjóð. Og hefði
Björn Magnússon ekki barist fyrir
þessu áhugamáli sínu af alefli, hefði
það likast til kat'nað í fæðingunni.
Lýsing prófessorsins á skógrækt-
inni á Islandi er svo röng og vi'll-
andi, að slíkt má ekki ómótmælt
standa. Nú er liðið hér um bil ár
síðan bréfið var birt, og vegna þess,
að enginn hefir orðið til þess að
svara þvi, ætla ég að sýna frani á
rangfærslur G. H. og jafnframt að
lýsa möguleikum í nokkrum orð-
um„ Væri vel farið ef áhugi V.-
lslendinga vaknaði aftur, þegar mál-
inu er rétt lýst, og víst er það, að
þeir geta ekki á neinn hátt sýnt ætt-
jörð sinni meiri sónta, heldur en
Mun vera bezt að birta aftur bréf
kafla prófessorsins, svo nienn geti
betur áttað sig á málavöxtum. Hann
hljóðar svo:
“Hugmynd ykkar að “klæða land-
ið með skóg'i” er falleg en barnaskap-
um. Það er margreynt að skógar-
rækt hér er afar erfið, því sent næst
óniöguleg. Með því að setja tréu
niður í skjólsælustu stöðum og bera
áburð á jörðina má fá nokkrar teg-
undir til að þrífast og þó kramar-
lífi, en tré sett í almennan jarðveg
drepast, nema hvað birkið kann að
slóra, verður þ|ó oftast dvergvaxið
og kræklótt. Þið getið alls ekki
bjargað ]>essu skógræktarmáli. Það
litla, sem hægt er að gera í því, verð
um við að gera siálfir með því að
þreifa okkur áfram. Danir eru vel
að sér i skógTækt og komu með plönt
ur frá Danmörku og gróðursettu hér.
Allt dó út. Betur gekk með plönt-
ur sem aldar voru upp hér af fræi og
gekk þó illa.—”
Satt er það, að trjágróður á erfitt
með að þrífast á íslandi og er margt
sent stuðlar að þvi, en tilraunir þær,
I VOR.
Vér heilsum þér vinsæla vorgyðjan hýr.
Vér vitum að sigur í fangi þér býr,
Og veturinn frá okkur flytur.
Því vonin á heimili hvar sem þú varst;
í heiminn þú lífið og kærleikann barst,
Við orkulind al-lífs þú situr.
Á ísaláð þekktum við árstíðir tvær;
Og allt sem við liðum var bundið við þær—
Þótt oftar það væri nú vetur.
Því lofuðu allir þann aufúsu-gest,
Sem örvaði gróður og lífgaði flest;
Þá leið þeim, og búnaðist, betur.
Og sagan, sem mannlífið enn hefir orkt,
Við andlegan vetur og samúðarskort,
Er lýgi upp á höfundinn háa.
Því verður að styðja þann vormanna-hóp,
Sem vonin og ljósið úr sorpinu skóp,
Við tilraun að lyfta því lága.
Þá dregur nú óðum að deginum þeim,
Sem drunganum léttir um gjörvallan heim.
Svo rennur upp réttlætis-sólin.
Ef andinn og vorið því haldast í hönd
Mun hamingjan verma okkar framtíðar-lönd,
Er sumarið stígur í stólinn.
—P. B.
sem gerðar hafa verið, eru hvorki svo
margar né fjölbreyttar, að hægt sé
að telja skóggræðslu margreynda. Og
af sömu ástæðu hafa menn enn þá
síður ástæðu til að álykta, að það
sé því sem næst ómögulegt, eins og
próf. G. H. kemst að orði.
Aðaltilraunirnar til þess að græða
skóg voru framkvæmdar af Dönum
rétt eftir síðustu aldamót, en síðan
hefir áherzlan verið lögð á að við-
halda gömlum skógarleifunt og bæta
þær, enda hefir fjárskortur hindrað
allar frekari tilraunir. Mun vikið
að því síðar hvers vegna tilraunir
Dana hepnuðust ekki betur.
Prófessorinn talar um skjól og á-
burð sem aðalatriði fyrir trjárækt,
en þannig er því tæplega varið. Próf-
essor C. V. Prytz hefir skrifað á-
gæta ritgerð um skógrækt á Islandi,
þar sem hann tekur það skýrt fram
hve vindar virðast hafa lítil áhrif á
trjávöxt þar, og leyfi ég mér að vísa
próf. G. H. á þá ritgerð, ef hann æsk-
ir frekari upplýsinga um þetta mál*).
Og áburður er heldur ekki neitt að-
alskilyrði fyrir trjárækt í íslenzk-
um jarðvegi, því ekki vantar frjó-
semina. Hefði prófessor G. H. haft
nokkra þekkingu á málinu, myndi
hann hafa talið umhleypingana á vor-
in og haustfrostin ásamt eðli jarð-
vegsins¥,|:) aðal erfiðleikana á trjá-
rækt, en áburð og skjól hefði hann
talið ráð til þess að flýta þroska
þeirra.
Svo segir prófessorinn ennfremur,
að tré sett í almennan jarðveg drep-
ist, að birki undanskildu þó, en
þetta er rangt, sprottið af því, hvað
prófessorinn ]>ekkir lítið til þess, sem
vex. Við gróðrarstöðina á Akur-
eyri standa síberisk lerkitré í Holt-
barði. Hafa þau aldrei notið ann-
arar aðhlynningar en friðunar óg
aldrei hefir áburður koniið að rót-
um þeirra. Um hæð þeirra og aldur
iget ég þvi miður ekki sagt að svo
stöddu, en þau munu vera frá mann
hæð og upp í hálfa aðra eða jafnvel
meir og um tuttugu ára. Lítur út
fyrir, að þau eigi eftir að vaxa mik-
ið ennþá.
I tilraunastöðinni við Grund i
Eyjafirði stendur lika dátlítill lerki
trjáalundur, sem hefir þroskast og
*) C. V. Prytz: Skovdyrkninjg paa
Island. Tidskrift for Skovvæsen Bd.
XVII. Kbh. 1905.
**) Kofoed-Hansen: Skógfræði-
leg lýsing Islands, Rv. 1925. Bls. 17
og síðar.
dafnað í því, sem próf. G. H. kallar
almennan jarðveg. Trén munu að
jafnaði vera um 3 metrar á hæð og
um tuttugu ára að aldri. Allt i kring
standa runnar af víði, furu, greni og
ösp og eru flestir þeirra þroskalegir.
Þessi tvö dæmi sýna það, að hér
hefir próf. G. H. farið með rangt
mál og mætti færa fram fleiri dæmi
þess, að hægt sé að fá erlendar trjá-
tegundir til þes sað vaxa í islenzk-
um jarðvegi; en ég ætla aðeins að
vísa til þess, er Sigurður Sigurðs-
son búnaðarmálastjóri skrifaði í
Tíniann i fyrrasumar, þar sem hann
talar um tilraunastöðvar þær, er Dan-
ir settu á fót: “Flest hin gróðursettu
tré, sem lifðu, uxu um langt áraskeið
sama sem ekkert, voru að stríða við
sultarkjör og óbliða náttúru. En
smátt og smátt hafa þau vanist hin-
um erfiðu lífsskilyrðum og almörg
þeirra sigrað í lífsbaráttunni. Og
það merkilega er, að á síðustu árum
liafa trén farið að vaxa álíka mikið
og cðlilcgt cr við sœmilcg skilyrði.
Að endingu vill prófessorinn sanna
að skógrækt sé ómöguleg á Islandi
vegna þess, að fyrstu tilraunirnar,
sem Danir gerðu, mistókust, og af
þvi að Danir eru vel að sér í skóg-
rækt, þá á það heldur ekki að vera
hægt fyrir aðra að gera betur. Þetta
er mjög einkennileg rökfærsla og
heldur léleg. En ef athugað er,
hvernig stendur á því aö tilraunirnar
mishepnuðust, þá verður fyrst að
gæta að því, að þeir menn, sem
tóku málið að sér, voru tij að byrja
með, alókunnugir landsháttum og
veðurfari. Þeir urðu því að þreifa
sig áfram. Byrjuðu þeir með því
að setja niður plöntur, er þeir höfðu
með að heiman og voru álitnar harð
gerðar þar. En þær reyndust ekki
nógu þrautseigar, er til Islands kom,
svo margar þeirra dóu út. Síðan
var farið að reyna að trjátegundir
úr Noregi og jafnvel Síberíu og gekk
þá betur, en úr því var tilraununm
hætt að mestu. Býst ég við, að
prófessornum myndi þykja það lé-
legt, hefðu læknavísindin lagt árar í
bát fyrir tuttugu árurn og ekki að-
hafst neitt síðan og ég efast um, að
hann telji þá sjúkdóma, sem nú eru
ólæknandi, algerlega ólæknandi um
aldur og æfi.
Það er sjálfsagt að halda áfram
trjáræktartilraunum undir eins og
fjármagn fæst og er það mikils um
vert, ef Vestur-Islendingar vildu
styrkja okkur með ráðum og dáð,
(Frh. á 5. bls.)