Heimskringla - 26.06.1929, Qupperneq 5
WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSCÐA
uppruna, ættuð úr Húnavatns- og
Eyjafjarðarsýslum. Var Sigurðuf
bróðir Jóhannesar íshússtjóra Nor-
dals í Reykjavík, föður Sigurðar
prófessors Nordals.
Þau foreldrar Jóhannesar heitins,
Sigurður og Valgerður fluttust hing
að til lands árið 1874 og settust fyrst
að í bænum Kinmount í Ontario, en
færðu sig svo þaðan, eftir nokkra
dvöl, til Nova Scotia, og bjuggu i
Lockeport. Þaðan fluttu þau til
Winnipeg 1882 er bygð var lögð nið
ur í Marklandi og Islendingar fluttu
vestur. Árið 1884 færðu þau sig
enn á ný og þá norður til Nýja ís-
lands, námu land í norðurhluta hyggð
arinnar og nefndu Norðtungu. Þar
bjuggu þau til dauðadags. Börn
teirra, er til aldurs komust voru átta:
1. Guðmundur: bóndi við Geysir i
Nýja Islandi.
2. Sigurður: kvongaður Elizalæth
Fielding, býr í Winnipeg.
3. Sigríður: dáin fyrir sex árum
stðan.
4. Björg: gift Joseph Roy, býr
austur í ríkjum.
5. Jón: kvæntur Valgerði Jósephs
dóttur Schram, býr við Geysir í N.
Islandi.
6. Mangrét: gift Snorra Jónssyni
I Arborg.
7. Jane: gift Brynjólfi Sveinssyni
t Arborg, og
8. Jóhannes, er hér getur.
Jóhannes heitinn var fæddur i
Norðtungu 10. apríl 1888, og ólzt
þar upp til fulltíða aldurs. Hann
var bráðþroska og bar snemma á
þreki hans og starfslöngun. Svo
hafa kunnugir menn sagt að frá því
á unga aldri mætti svo að orði kveðá
að honum hefði aldrei fallið verk úr
hendi fram til hins síðasta. Hann
var með afbrigðum verkhagur, og
hraustmenni mikið. Stilltur i lund,
en stefnufastur og ákveðinn og óreik-
ull í ráði. En svo var viðmóti
hans og skapi farið, að eigi aflaði
hann sér óvinsælda þó eigi sveigði
hann til fyrir annara skoðun er þvi
var að skifta, enda eigi til þess ætl-
ast af honurn. Hann var igreindur
vel, framsækinn og frjálslyndur í
skoðunum og naut trausts og hylli
allra er honum kyntust.
Arið 191?, 17. apríl„ kvongaðist
hann Jóhönnu Karitas, dóttur Jósefs
Jóhannssonar Schram frá Egg í
Hegranesi og Kristínar Jónasdóttur
Irá Harrastöðum i Dalasýslu. Reistu
þau bú við Geysir og bjuggu þar
fram að síðastliðnu hausti, að þau
fluttu til Árborgar. Þau eignuð-
nst tvær dætur, Ingunni og Kristinu,
er þau misstu 4 ára gamla.
Á síðastliðnum vetri fann Jóhann-
es heitinn fyrst til heilsubilunar.
en fjarri var það skapi hans að láta
slíkt á sig fá, gekk hann því að
sama verki og hann hafði stundað,
en er leið fram að febrúarlokunt var
svo úr þrótti hans dregið að hann
matti ekki á fótum vera. 12. marz
var hann fluttur in á almenna sjúkra
húsið hér í bænurn og þar andaðist
hann 3 dögum siðar. Lík hans var
flutt norður til Árborgar og fór
jarðarförin fram frá kirkju Sam-
bandssafnaðarins í Árborg. Við
útförina fluttu ræður þeir séra R.
Pétursson frá Winnipeg ag séra Þor-
geir Jónsson frá Gimli. Til hvíldar
var hann lagður í grafreit Geysis-
byggðar þar sem foreldrar hans og
dnnur ættmenni hvíla.
—R. P.
--------x---------
Frá Gimli
■
Ávarp til séra SigurSar ólafsson
og konu hans og barm.
14. júní 1929
Að verðugleikum heiðraði og vænt
umþótti vinur séra S. Ölafsson!
Saknandi, og með þannig ávarpi
f'l þín, er ég þess fullviss, að hver
°g einn efnasti maður og kona í
þessum söfnuði, og í öllum söfnuð-
um þínum, myndi við burtför þína
'héðan frá Gimli, hugsa til þín á sama
hátt, og myndi persónulega vilja
segja við þig, og þína góðu, Qg jafn
an þér samhenta konu í öllu fögru og
góðu,—með kæru þakklæti fyrir það
ullt, sem hér fer á eftir: þennan allt
of stutta tíma, sem þú ert búinn að
þjóna í þessu víðlenda umdæmi þínu,
°g kenna, eins og þér var upp á lagt
“veginn til iguðs.” Og hann hefi’-
þú af alúð dyggilega kennt. Ekki
einasta með orðum, og af bókum, held
ur jafnframt og jafnmikið, og máske
mikið meira, með allri þinni ljúf-
mannlegu framkomu, grandvarleika
og viðeigandi hluttekningu við alla,
sem á einhvern hátt voru hennar
þurfandi. Og hverja stund, sent þú
gazt sloppið frá þínu stöðuga ann-
ríki, notaðir þú til að kenna þann-
ig. Qg þessi játning okkar allra
gildir bókstaflega um þína góðu, og
jafnan þér samhentu konu. Og ekki
má gleyma hinum fagra, og undur-
hugljúfa blómareit ykkar, sem þið
nú farið með frá okkur, og sem við
einnig horfuni saknandi á eftir.—Það
eru börnin ykkar, þau smærri og
stærri.—Þau voru og eru, einnig
kennintenn, án þess að þau vissu nokk
uð af þvt sjálf. F.kki ósvipað þvi,
sem að einn gríski spekinigurinn
segir um sakleysið: “Sakleysi!” Það
ertu aðeins á nieðan þú ekki þekkir
þig sjálft. Og sá, sem er kennari.
eða kennimaður, kennir oft bezt, þeg
ar hann eða hún veit ekki af því að
kennsla stendur yfir.—Þegar ég hefi
verið svo heppinn að kynnast hinum
ungu vinum, börnum ykkar hjón-
anna, sem við nú einnig erum að
kveðja—hvort sem það hefir verið
inni í stofunni, þar sem ég, sem
gestur, hefi einstaka sinnum drukkið
kaffi,—eða hvort sem ég hefi mætt
þeim drengjum og stúlkum ykkar
úti á stræti,—hefir mér jafnan fund
ist það nokkurskonar auka-góðgæti.
—Alúðin og kurteisin frá þeirra hlið
hefir verið svo fögur og náttúrleg,
að mér hefir fundist að ég vera læri
sveinninn, en þau kennarinn, og hef-
ir sú tilfinning í hvert sinn glatt mig
og gert ntér mikið gott. Og svo nú
að skilnaði óskum við öll þér, séra
S. Ölafsson og konu þinni og börn-
um allrar guðs blessunar og ástgjafa
um tínia og eilífð. —Og vottum nú
öll þakklæti okkar og söknuð, með
því að standa upp.
Gimli 14. júni, 1929.
J. Brient.
Kæri herra Ritstjóri!
Eins og þér sjáið er aðalefni
greinar þessarár ávarp frá mér, per-
sónulegt ávarp til séra S. Ölafsson-
ar, við burtför hans héðan frá Gimli,
sem ég ætlaði að lesa upp x samsæt-
inu, en honum var haldið hér í
kirkjunni 14. þ. m. En þegar ég
var búinn að skrifa það, datt mér í
hug: jafnvel þó að þetta sé persónu-
legt ávarp, og í santhljóðan og til-
finningu allra safnaða, ag safnaðar-
manna hans, og okkar allra hér á
Betel, þá samt gæti einhverjum, eða
mörgum fundist þetta nokkurskonar
framhleypni af mér, sem ekki væri
líklega á nokkurn hátt, neitt sant-
tengdur neinum söfnuði, nema ef það
kynni að vera Betel, í Betelsöfnuði.
—En svo vildi nú til að sama kveld-
ið, sem samsætið var haldið hér í
kirkjunni, var ég hálflasinn og gat
ekki farið, og sleppti því að flytja
ávarpið þar. —Þóttist ég einnig vita
að þar yrði svo rnikið af safnaðar-
fólki, bæði héðan frá Gimli, og úr
hinum ýmsu öðrum söfnuðum, og
mikið mannval til að segja ýmislagt
fallegt,— að enginn myndi sakna
min, til að vera þar nærstaddur, til
að sitja og hlusta. Um þá sam-
kontu ætla ég því ekkert að skrifa
hér. Það kernur efalaust í blöðin
frá niér, miklu betri mönnum, sem
þar hafa verið, og átt hlut að máli.—
Við þetta tækifæri, sem ég nú
sendi yður, herra ritstjóri, þessa
litlu grein: Frá Gimli, ætla ég ekki
að gleyma því, “að við gamalfólkið
hér á Betel sendum kæra kveðju
okkar allra,'—og þakklæti fyrir tiu
dollara gjöf.. Sumargjöf, sent að
þau heiðurshjónin Mr. og Mrs. Wal-
ter Johnston, Shipawa, Ont., sendu
okkur gamla fólkinu, um sumarkomu
leytið, til að gleðja okkur með. Þó
að tíðarfarið væri þá nokkuð kalt,
sáum við fljótt að kærleikur þeirra
hjónanna var ekki nálægt þvi að
kulna, heldur andlega hugsað og
sagt: “Þar var sumar í sveitum,
sumar í brjóstum heitum.” Vel sé
þeim, og margfaldar þakkir fyrir
það, eins og fyrir allt annað, sem
hefir upptök sin frá uppsprettu kær-
leikans.
Fólkið hér á Betel, bæði það fólk
sem fór til kirkjunnar, og hitt, sem
að heima var, og ekki gat komist á
samsætið, þakkar séra S. Ólafsson,
fyrir allar hinar hugljúfu stundir, sern
það hefir haft af allri nærveru hans
hér á Betel, og óskar honum, og öll-
um hans, allrar blessunar, oig heilla.
Gimli 15. júní 1929.
J. Briem.
PHILIP M. PETURSSON
(Frh. frá 1. bls.)
tveir eða þrír, sem engin deili feng-
ust á. Glæpsamlegt var þetta fólk
ekki að innræti, aðeins ólánsbörn
samtíðar og umhverfis, sem þrátt
fyrir hvorutveggja voru þó að reyna
að klóra í bakkann.
Vor og sumar 1927 stýrði Philip
sunnudagaskóla Fyrstu Unitarakirkju
í Chicago. Það haust, veturinn og
vorið 1928 stýrði hann sunnudaga-
skóla Unity Church, Unitara kirkju!
í Norðurhverfi Chicagoborgar. r
Siðasta háskólaárið, frá því í okt-
óber í haust þangað til í júní í vor,
var Philip “námsprestur’, (Studemt
Pastor) við litla kirkju í Hobart,
Indiana, bæ með um 1000 íbúa, níu
mílur frá Gary “stálmylnuborginni”
við suðurenda Michiganvatns. Vann
hann öll prestsverk þar á hverjum
sunnudegi, að þvt undanteknu, að all-
ir prófessorar guðfræðisskólans pré-
dikuðu þar einu sinni eða tvisvar
hver í vetur, og prédikaði forstöðu-
maður iguðfræðisskólans, dr. SnoKv
þar við síðustu messugjörð Philips.
Þetta reynslunám guðfræðisnentend-
anna er þeim ómetanlega nytsamt,
að fá færi á að gegna ábyrgðarstarfi,
hæfilegu viðfangs, t algerlega ókunnu
umhverfi, áður en þeir verða fyrir
alvöru að leggja út á lífsbrautina.
Svo vel fór Philip þetta starf úr
hendi, að einmitt fyrir það var hann
sæmdur verðlaununum fyrir frarnúr-
skarandi utankirkjuþjónustu, sem
getið var urn hér að framan.
Haustið 1926, áður en Philip fór til
Chicago, gekk harín að eiga heitmey
sína, ungfrú Ixtreyju Gíslason,
dóttur Sigurgritns heitins Gíslasonar
og eftirlifandi ekkju hans, er býr enn
að 640 Agnes stræti hér í borginni.
Fór frú Þórey með manni sínum til
Chicago og hefir verið þar annað
veifið síðan, en að hálfu með móðttr
sinni hér, eða síðasta árið að mestu
leyti.
Eins og áður er getið er Philip nú
alkominn aftur hingað norður, til
þess að skapa sér hér verksvið.
Byrjar hann með því að flytja há-
degisguðþjónustu á ensku í Sam-
bandskirkju sunnudaginn 7. júlt næst-
komandi. Mun tilætlunin vera sú,
að halda því áfram til hausts að
minnsta kosti og njóta þá meðlimir
ensku All Souls kirkjunnar prests-
þjónustu hans um leið, en þeir hafa
verið prestlausir nú unt undanfarið
skeið. Mun hann þá jafnframt að-
stoða við að skipuleggja safnaðar-
starfsemi meðal hinna yngri meðlima
Sambandssafnaðar. Er góðu einu
óhætt að spá um framtíð þeirrar
starfsemi, bæði sökum þeirrar ágætu
reynslu, er Philip hefir þegar aflað
sér, og þá ekki siður sökum þess,
að hann er vinmargur og óvenju ást-
sæll meðal jafnaldra fólks hér. Ber
þar og til að hann er góður íþrótta-
maður, auk þess sem hann er sjald-
gæfur mannkostamaður, svo að ein-
mæli er, meðal þeirra, er bezt þekkja
hann, að hann megi eigi vanim sitt
vita. Oskar Heimskringla honum
og þeim hjónurn báðum allrar ham-
ingju og blessunar við l'ramtíðar-
starfið.
UM SKÓGRÆKT
(Frh. frá 1. bls.)
Síst af öllu er ásta^Sa til þess að
legjast á móti því og kemur það enn
undarlegar fyrrir sjónir, þar sem G.
H. stakk upp á því fyrir fáum ár-
um, að stofna landbúnaðardeild við
Háskólann. Þá mun þó aukin rækt
un landsins hafa vakað fyrir prófess-
ornum, en nú virðist hið gagnstæða
uppi á teningnum. Heimur versn-
andi fer!
Þess ber umfrant allt að gæta við
allar framtíðartilraunir, að afla fræs
þaðan, sem staðhættir, veðurfar, jarð
vegur, og yfirleitt öll skilyrði likj-
ast sem mest íslenzkum staðháttum.
Er ekki ósennilegt að slíkir staðir finn
ist á suður- og vesturströnd Alaska.
Þar eru víða skógi-vaxinn landflæmi.
þar sem hiti og kuldi, vor og haust-
frost ásamt úrkomu líkjast því, sem
gerist á Islandi. Einnig er ástæða
til þess að ætla, að jarðveginum
svipi til íslenzks jarðvegs, því mikili
hluti landsins er af líkuni uppruna
og Island. Þar vaxa stórir skógar
af Sitkagreni, svonefndu. Er það
sú trjátegund sent bezt gefst á Fær-
eyjum og hugsanlegt að það geti
þrifist á suðaustur-landi, því það vex
bezt nálægt sjó og þolir 240 regn og
þokudaga á ári. Þar vex einnig
hvítgreni, og líkur eru til, að það
gæfist betur, heldur en það hvítgreni,
sem reynt hefir verið til þessa, því
það mun flest ættað úr miðri Norður-
Ameríku, þar sem skilyrðin eru öll
önnur. Þarna vaxa líka fleiri barr-
og lauftré, sem of langt yrði um að
ræða, en ástæða er til að reyna. Ef
Vestur-Islendingar vildu flytja ein-
hverjar tegundir heim með sér 1930,
ættu þeir að beina athygli sinni að
þessum stöðum.
Nóg eru verkefnin, sem bíða heima
á íslandi og vantar bara fjármagn
til þess að hefjast handa, svo um
muni. Það þyrfti að reyna hvort
Til Viðskifta
Grciðslu
SJERSTAKT
f ÞRJÁ DAGA
AÐEINS
300
Fit Rite Skraddara
KLÆÐNABUR
Venjulega á $30, $32, $35
$38
Sérstakt í
þrjá daga
aðeins
$24.50
STILES &
HUMPHRIES
261 PORTAGE AVE.
Rétt við Dingwalls
A New Thrill In
Motoring
Graham-Paige
HAUG MOTORS LTD.
267 Maryland St. -- Winnipeg
skógur getur vaxið, þar sem víðlend-
ar mýrar eru núna. Eins þyrfti
að græða upp örfoka mela og berar
skriður. Og á svæðum þeim, sem
nú er verið að hefta sandfok á,
þyrfti að fá kjarr eða skóg til að
vaxa, þvi enginn gróður hlífir jarð-
veginum betur gegn uppblæstri en
trjágróður. A hverjum bæ þyrfti að
kom upp trjá- og blómgarði, til þess
að gera heimilin hlýlegri, og foreldr-
ar ættu að taka upp þá venju, að
gróðursetja tré i hvert skifti, sem
þeim fæðist barn; og svo þegar barn
ið sjálft kenist til vits og ára er tréð
falið umsjá þess. A þann hátt yrði
almennur áhugi vakinn fyrir skóg-
ingar geta gert móðurjörð sinni, er
að stofna skógræktarsjóð, sem varið
væri til þess að klæða landið!
Blöð íslendiniga vestan hafs eru
vinsamlega Iteðin aö birta þessa
grein.
Kaupmannahöfn í apríl 1929.
Hákon Bjarnason.
WONDERLAND
Er nú undir nýrri stjórn. Eins
og auglýsingin ber með sér verða
sýndar til að byrja með, myndirnar
frægu Rin-Tin-Tin i “The Million
Dollar Collar,” og Clara Bow, “Three
Week Ends.” Fyrri myndin, sem
rækt og mun þá íara svo að lokum
að:
"brauð veitir sonum móðurmoldin
frjóa,
menningin vex i lundi nýrra
skóga.”
Og það bezta, sem Vestur-Islend-
alkunnugt er, er einkar fögur og
lærdómsrík fyrir unglirnga, hundurinn
frægi, sem er aðal leikhetjan hrífur
bæði börn og fullorðna með snilld
sini og viti. Hin myndin er eink-
um fvrir ungt fólk, sannnefnt ástar-
æfintýri fullt af fjöri og lífsgleði.
Hvers Virði Eru Fætur Yðar?
Það er erfitt að svara því finnst yður ekki ? Þær erfið;’
þó nteira en flestir aðrir hlutar líkamans, svo einhvers virði
hljóta þær að vera.
Vanalegast hirðum vér minna um þær en vera ber, þangað
til eitthvað ber út af. En þegar þær fara að hnýta, koma á
þær líkþorn, fleiður, o. s. frv. þá vekja þær sjálfar athygli á sér.
Verjast má flestum þessum meinsemdum eða bæta þær
ef það er fgert i tíma, áður en of langt er komið. Hvernlgi
menn fara að því, og hvernig þér getið gert það er útskýrt í
bæklingnum “The Care of the Feet.” Bækling þennan sendum
vér ókeypis til allra er þess óska.
Notið eyðublaðið hér að neðan eða simið oss, 29201.
MacDonald Shoe Store
494 Main Street
Winnipeg, Man.
MacDonald Shoe Store,
494 Main St., Winnipeg, Man.
Please send your free booklet — “The Care of the Feet,”
withcmt obligation, to:
Nante ..
Address
I
IS--Heilsu
Vörður Barnsins
Ismaðurinn er ötulasti þjónn
barnsins og ísskápurinn er borg
hans og vígi. Fæðutegundir, svo
sem mjólk, egg, garðávextir,
fuglasúpa, þurfa að geymast í
kæliskáp, svo þær séu lystugar, ó-
skemdar og nærandi.
“Barn á heimilinu
er uppsprettulind gleðinnar.”
Martin —Farquhar Tupper.
Er nokkurt heimili til, er á þvi láni að fagna, að hafa barn innan
sinna veggja að ekki játi það sannindi þessara orða? Hvaða
foreldri eru það, sem ekki reyna að uppfylla skyldur sínar
gagnvart smælingjanum, sem þeim er fenginn til fósturs'?
Ef þér hafið ekki kæliskáp til þess að geyma í fæðuefni barns-
ins, þá látið oss senda yður þenna, ásamt ís, með skilmálum
er veita yður ókeypis ís í tíu daga.
SlMIÐ OG VJER SENDUM HANN!
Little Favorite
Með hvitgleruðum
geymsluhólfum.
Stærð:
Hæð: 39)4, breidd 23)4
dýpt 16)4
Verð mánaðarlega með
nýju borgununum ásamt
12)4 pd. af ís á hverjum
degi til 30. sept.
$3-50
Fæst í eikarlit aðeins.
The Arctic Ice & Fuel Co. Ltd.
Rcfrigcrator Headquarters
439 PORTAGE AVE., OPP. H.B.C. PHONE 42 321