Heimskringla - 26.06.1929, Síða 7

Heimskringla - 26.06.1929, Síða 7
WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Alþingishátíðin 1930. (Frh. frá 3. siðu). lega lítil not yröi fyrir þessi tjöld síðar. Nefndin tók því það ráð, að reyna að fá leigð tjöld og hefir það tekist. Allir geta þvi fengið leigð tjöld af þeirri stærð, sem þeir óska, en þau verða að pantast fyrirfram, og það sem fyrst, því að tjöldin verða saumuð fyrir þetta tækifæri.— Tjöldin eru af þessum stærðum: 4— 5manna, 8—10 manna og 12—15 manna og leigan fyrir allan tíman 40—60 kr. og 80 kr. eða nálægt kr 1.50 um sólarhringinn fyrir mann- inn, því flestir munu verða 4 sólar- hi'iniga á Þingvelli. Tjöldum fylgja botnar, en annað ekki. 1 þessari leigu er allt innifalið: leigan sjálf, flutningur frá Skotlandi og til Skot- lands aftur, flutningur frá Reykja- vik til Þingvalla og til baka, upp- setning og niðurtekning, og mönnum eru tjöldin frjáls til aínota í heila viku. Þá eru og stór samkomutjöld eða borðsalir, þar sem 150 — 200 manns geta setið að borðum, en ná- lega hálfu fleiri rúmast þar stand- andi. Því stærri tjöldin eru 80 fet i löng, en þau minni 60 feta, en hvort- fveggja 20 feta breið. Þessi tjöla kosta fimm og sex hundruð krónur fyrir allan tímann, eða nálega 1 kr. og 1.25 fyrir manninn um sólarhring inn, ef gert er ráð fyrir þremur sól- arhringum. Nefndin gerir ráð fyr- ir að hvert sýslu- og bæjafélag vilji bafa minnst eitt slíkt tjald, auk smá- tjaldanna, sem aðallega verða svefn tjöld. Ef nefndirnar láta hvern mann, sem hátíðina sækir, greiða 10 br. í tjaldleigu á Þingvöllum, þá ætti það að nægja til að greiða lika leigxma fyrir stóra tjaldið, þar sem þátttakan er ekki undir eitt hundrað manns. En sjálfir fá menn ekki að koma með tjöld, þar sem þa- myndu verða af ýmsum gerðum og fara illa í tjaldborginni. Sennilega hafa allmargir mat með sér og borða hjá sjálfum sér að ein- bverju leyti, en nefndin mun sjá um, að nægur matur og drykkur fáist á staðnum. Allar slíkar veitingar, sv0 og flutningur milli Reykjavíkur og Þingvalla, verður undrr eftirliti nefndarinnar, svo um ekkert okur getur verið að ræða, sem gæti orðið þjóðinni til vansa. Allmargir lands menn eigu ættingja eða vini í Reykja vik, sem myndu þrengja að sér um þennan tima, en ráðlegt er að færa það í tal sem fyrst. En þá er að komast til Þingvalla og heim aftur. Sá kostnaður fer vitanlega eftir þvi, bvar á landinu menn búa og á hvern hátt þeir ferðast. Nefndin mun beita sér fyrir því, að skipafélögin bagi ferðum sínum svo um þetta leyti, að sem auðveldast verði að komast til Reykjavíkur og þaðan aft- ttr, eftir svo sem vikutíma. Um i- vilnun á fargjöldum þorir nefndin engu að lofa, en hún vill láta þess getið, að henni er umhugað um, að greiða sem mest götu landsmanna, svo sem fæstir þurfi að sitja heima kostnaðarins vegna. Og þegar á það er litið, að annað eins tækifæri fyrir landsmenn að hittast á Þing- völlum, kemur ekki aftur fyrir í lífi þeirra, þá er ekki óhugsandi, að minnsta kosti æskumennirnir láti ekki kostnaðarhliðina hamla sér frá því að sækja hátíðina. Kostnaður- inn fer jafnan nokkuð eftir því, hve miklu menn vilja eyða, en dýrasta ferðalagið er ekki ætíð það ánægju- legasta. FyrirkomulagiS á ÞingvöUum 1 kílometer norðaustur af Þing- völlum eru sléttur, er Leirur nefnast. Þær eru 27 hektarar* að stærð. I*ar verður tjaldborgin reist. Er áætlað að þar sé tjaldstæði fyrir 27,000 manns. Tjöldin verða reist í skipu legri hverfingu, með stigum, vatns- leiðslum, frárensli, o. s. frv. Tjöldin eru öll af sömu gerð, með íslenzku bæjarburstasniði, öll sex feta há og 8 feta breið, en 10—13 og 20 feta löng. Fastir læknar verða á Þing- völlum, lyfjabúð póstafgreiðsla, bankaafgreiðála, lögreglustöð, sím^- stöðvar, o. s. frv. Vegur fimm metra breiður verður lagður milli tjaldborgarinnar otg hátíðasvæðisins ¥66.7 ekrur og ganga þar bifreiðir fram og aft- ur allan daginn, ætlaðar þeim, er erf- itt eiga með að ganga þessa leið. Gangvegur verður og greiðfær. Hest- um er ætlaður staður á norðurbakka Almannagjáar, þar er graslendi mik- ið og svo á Laugarvatnsvöllum og loks á Hofmannaflöt, ef með þarf. Allt verður þetta afgirt. Bifreiða- torg verður gert rétt við inngang- inn í Almannagjá og stíga þar allir úr bifreiðunum, því engin bifreiða- umferð verður um Þingvöll meðan á hátíðahöldunum stendur. Samgöngttr milli Reykjavikur og Þingvalla Lagður hefir verið nýr vegur til Þingvalla og verður hann farinn austur, en garnli vegurinn til baka. Verður þessu stranglega fylgt, svo umferðin gangi igreiðara og síðara sé hætt við slysum. Gert er ráð fyrir, að um 500 bifreiðar verði til taks og er allmikið af þeim vöru- flutningabifreiðir, sem útbúnar verða til fólksflutninga. Eigi að síður tek ur það heilan sólarhring að flytja 20,000 manns hvora leið. Fargjald mun vera kr. 7.50—10.00 hvora leið, því bifreiðarnar verða að fara tóm- ar aðra leiðina. Hvcrnig vcrSttr hátiSint Hátíðin hefst á hinum gamla helg- unardegi Alþingis, fimmtudaginn í 11. viku sumars, sem næsta ár ber upp á 26 júní. Hátíðin stendur yfir í 3 daga, (fimnttudag, föstudag og laugardag, 26., 27. og 28. júni). Há- tiðin hefst með guðsþjónustu, og er ætlast til þess að allir viðstaddir prestar verði í skrúða, en konur í skautbúningi eða upphlut, þær, sem þá búninga eiga. Að guðsþjónust- unni aflokinni verður gengið í skrúð göngu að Lögbengi, sýslu- og bæjar- félög, svo og ýms félög, ganga þar undir fána eða merki. Þá verður hátiðin sett af forsætisráðherra, há- tíðaljóðin sungin, Alþingi sett af konungi, hljómleikar haldnir og Is- landsglíman háð. Of fljótt og ó- þarft að fara frekar út í dagskrána nú. Því verður svo fyrir komið með hátölurum, að allir geti heyrt. Fyrir utan aðaldagskrána verður haldið uppi allskonar skemtunum á kveldin, svo sem með: söng, rímna- kveðskap, bændaglimu, vikivakadansi, dansi og hljóðfæraslætti. Þá er og ætlaður tírni til héraðsmóta eða funda halda. — — — Höfttm viS cfni á aS halda slíka hátíS? Það hefir þegar verið hafinn nokkur undirbúningur til þess að afla tekna og er allt útlit fyrir að tals- vert fáist upp í kostnaðinn, en þótt svo væri ekki,, er óhætt að fullyrða, að hátíðahöldin verða alltaf óbeinn gróði fyrir landið á ýmsan hátt, og það er jafnvel lítill vafi á því, að meira fé kemur inn í landið en út úr því fer. Kostnaðurinn liggur mest í allskonar undirbúningi hér heima, en þær krónur fara úr einum vasa i annan innanlands. Það má þvi fiekar segja, að við höfum ekki efni á að láta þeta tækifæri óno‘að. HéraSshátiSir Net'ndin hefir orðið þess vör, að talsverð hreyfing er viða um land fyrir því, að haldin verði hátið heima í hverju héraði á sama tíma og Al- þingishátíðin. 1 fyrsta lagi yrði það til þess að draga úr aðsókninni að Alþlngishátíðinni og í öðru lagi yrðu þessi mót svipminni en þau þyrftu að vera, ef þau færu fram á sama tíma, því ekki er ólíklegt, að einmitt þeir menn væru á Þingvöll- um, sem annars væru líklegastir til að gangast fyrir slíkum héraðshátið um og bera þær uppi. Nefndin vill þvi einhuga reyna að aftra því, að slikar héraðshátíðir fari fram á sama tima og Alþingishátíðin. Aftur á móti vill hún benda á og rnæla með því, að þessar héraðshátíðir verði einskonar leiðarþing, sent haldin verði þá heim er komið af Alþingis- hátíðinni. Gæti það þá jafnvel orð ið einn liðurinn i skemtuninni að sagðar yrðu fréttir þaðan. Um 1.- 000 Vestur-lslendingar sækja hátiða höldin. Að þeim loknum dreifast þeir unt landið til átthaga sinna; héraðshátiðir gætu þá orðið einn þáttur í móttöku þeirra heima fyr- ir. Þótt Alþingishátíðin, sem haldin er á hinuni forna þingstað sé haldin á sjálfan afmælisdaginn, þá er eng- in ástæða til þess, að héraðshátíðir séu einmitt á sama tíma. Nefndin væntir þess því fas lega, að þær nefndir, sem kosnar hafa verið víðs- vegar um land fyrir hennar tilstilli, fallist á þetta og beiti sér fyrir þvi —Vísir. Þátttaka crlendra rtkja FB. 6. júní Eins og áður hefir verið frá skýrt hafa forsetar Alþingis boðið þingum ýmissa ríkja- að senda fulltrúa á Al- þingishátiðina, sem haldin verður á Þingvöllum í júnílok næsta sumar. Svör við bréfuin forsetanna eru komin frá ýmsum ríkjum. Danmörk: Forsetar beggja málstofna þitigr,- ins í Danmörku hafa þakkað boð forseta Alþingis og tilkynt, að það sé þegið, og verði síðar tilkynt, hverjir valdir verði til fararinnar. SvíþjóS: Forsetar beggja málstofna þings- ins i Svíþjóð hafa þakkað boð for- seta Alþingis og hafa sömuleiðis til- kynt, að það sé þegið, en seinna verði tilkynt hverir komi á hátiðina sem fulltrúar þingdeildanna. Noregur: Forseti Stórþingsins hefir þakkað boð forseta og tilkynnir, að það sé þegið, og að síðar verði skýrt frá, hverir valdir verði til fararinnar. Þýskaland: Forseti þýzka þingsins, Löbe, hef ir skrifað forsetum Alþingis og þakk að fyrir boðið á Alþingishátíðina og kveðst vona, að hægt verði að senda tvo fulltrúa af hálfu þings- ins. Italta: Fulltrúadeild þingsins í ítalíu hef- ir með bréfi, dagsett 17. maí, þakk- að boð forseta Alþingis og tilkynnir, að deildin muni senda fulltrúa á Al- þingishátíðina. Bclgía: Báðar deildir belgiska þingsins hafa tilkynt, að tekið verði til athug- unar að senda fulltrúa á Alþingishá- tiðina og boðið þakkað. Manitoba: Forsætisráðherra Manitoba hefir í bréfi, dags. 13. apríl, þakkað boð for- seta Alþingis með mjög hlýjum orð- um. Minnist hann á það í bréfi sínu hve mikið Manitoba eigi Is- lendingum og fólki af íslenzkum ætt- um að þakka, frá því Manitoba hyigð ist, og hafi íslenzkir menn þar ávait getið sér hið ágætasta orð. Forsætis ráðherrann drepur á það, að sá “Manitoban,” sem heimskunnastur sé, sé Islendingurinn Vilhjálmur Stef- ánsson. Þakkar forsætisráðherrann fyrir hönd fylkisstjórnarinnar og Manitobabúa þann heiður, sem Mani toba sé gerður með boði forsetanna.og kveðst huga til þess að mikilli á- nægju að verða, ef ástæður leyfi, fulltrúi Manitobafylkis á Alþingis- hátíðinni. Nortli Daktoa: Boð forseta Alþingis er þakkað í bréfi, dags. 15. marz. 1 bréfinu er svo að orði komist, að ef til vill hafi engrar þjóðar menn reynst betur í North Dakota en Islendingar, og myndi North Dakota vera stolt yfir því að veita hverskonar viðurkenn- ingu fyrir þeirri staðreynd. Mr. Cox, formaður nefndar þeirrar, sem hafði boð forseta Alþinigis til athugunar, hafði orð fyrir nefndinni í þinginu, og mintist íslands og Islendinga mjög hlýlega, og lagði til, fyrir hönd nefndarirfnar, að þingið samþykkti að þiggja boðið á Alþingishátíðina, og var það samþykkt í einum rómi. Austurríki: Báðar málstofur hafa þakkað boð forseta Alþingis og ákveðið að senda fulltrúa á Alþingishátíðina. Holland: Fiorseti neðri málstofu hollénsíka þingsins hefir með mjög fögrum orð- um þakkað boð forseta Alþingis, en þingsköp ekki að sendir séu fulltrúar á hátíðina. skýrt frá því, að því miður heimili Isle of Man: Landsstjórnin á Mön, sem einnig er forseti Manarsafnsins, tilkynnir, að hann ætli að leggja þá tillögu fyrir þingið (Tynwald), að forseti “The House of Keys” (hins forna þings eyjarinnar), verði valinn sem hinn opinberi fulltrúi Tvnwald á AI- þingishátíðinni. En um leið fór hann þess á leit, eins og áður hefir verið frá skýrt, þar sem þessi hátíð hafi sérstaka þýðingu fyrir Mön, að senda mætti þaðan þrjá fulltrúa. Var tilmælum þessuni svarað á þá leið, að með því að engu þingi væri boðið að senda fleiri en tvo fulltrúa, þættl rétt að halda fast við þá ákvörðun. samræmis vegna. Hinsvegar var landstjóranum tilkynnt, að Alþingi væri ljúft að veita viðtöku tveimur fulltrúum frá Mön. T ékkó-Slóvakía. Þakkarbréf hefir borist frá þinginu í Tékkó-Slóvakíu og tilkynnt í því að það ætli að senda fulltrúa á A1 þingishátíðina,—Vísir. 450 ára afmælishátíð. Kaitpniattnahafnarháskóla Reykjav. 2. jún: Prófessor Agúst H. Bjarnason er nú í Kaupmannahöfn til þess að taka þátt í 450 ára afmælishátíð háskólans þar, fyrir hönd Hásikóla Islands. 1 viðtali við hann, sem blaðið Politiken flytur, segir pró- fesosrinn, “að íslenzkir fræðimenn séu i mikilli þakkarskuld við dönsk vísindi, og því sé það ánægjulegt að fá tækifæri til að sýna háskólanum (í Kaupmannahöfn) nokkurn þakklætis vott. Hafi því nær allir helztu at- kvæðamenn íslenzkir ritað undir á- varp til háskólans, lögfræðingar, guðfræðingar, læknar, kennarar, stjórnmálamenn, vísindamenn af öllum stéttum og verzlunarmenn,— menn af öllum stéttum og stigum þjóðféalgs- ins hafi glaðst af því, að fá tækifæri að þakka háskólanum fyrir hin ham- ingjusömu og árangursmiklu náms- ár, sem þeir hafi dvalið þar. Sömu- leiðis munu ungir íslenzkir náms- menn, sem nú dvelja við háskólann. neyta tækifærisins til að þakka fyrir sig. —(Ur sendiherrafregn. (Tilkynt frá sendih. Dana.) 5. júní 450 ára afrnælishátíð háskóþins hófst á föstudagskveld með stórri blysför frá Christiansborg í gegnum borgina og til Frue Plads. 200 yngri og eldri stúdentar tóku þátt í blys- förinni. Prófessorar háskólans tóku á móti þeim á tröppum háskólans Var þá sunginn blysfararsöngur eftir dr. Jóhannes V. Jensen, en Goll rik islögtnaður hélt ræðu fyrir háskólan- uni. Þeirri ræðu svaraði prófessor Hjelmslev, rektor háskólans. I>á var rektor afhent 35 þús. króna gjafar- bréf frá ungum og gömlum háskóla stúdentum og á að stofna með þessu styrktarsjóð fyrir stúdenta, sem hafa sérstaklegar vísindalegar gáfur. Seinna bauð bæjarstjórn til næt- urveizlu og dansleiks í ráðhúsinu og voru þar rúmlega 2000 gestir. Á laugardaginn voru 26 menn frá hinum fimm Nctrðurlömlum gerðir að heiðursdoktorum við háskólann, þar á meðal Bjarni Sæmundsson Var það sérstaklega hátíðleg athöfn og var konungur þar viðstaddur, kon ungsfjölskyldan og fulltrúar háskól- anna í Finnlandi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Fulltrúi háskóla Is- lands var Agúst H. Bjarnason pró- fessor. Á laugardagskveld sátu hinir nýju heiðursdoktorar veizlu hjá háskóla- prófessorunum á “Skydebanen.” Á sunnudaginn lauk hátíðahöldun- um með morgunveizlum hjá öllum deildum háskólans. —Vísir. Frá Islandi. Kaupm.h. 2. júní S ö ngflo kkurinn íslenzki kom með “Gullfossi” til Kaupmannahafnar síðastl. miðviku- dagskveld, og fékk hinar glæsileg- ustu móttökur. Var mikill fjöldi Islendinga í Kaupmannahöfn þar sam an kominn, og var sendiherra Islands ásamt konungsritara og frúm þeirra, þar fremstur í flokki.— Þegar skipið lagði að landi söng flokkurinn er et yndigt Land,’ svaraði með árnaðaróskum og bauð söngflokkinn velkominn. Fararstjóri (cand. jur. Björn E. Árnason) og Sig’fús Einarsson þökkuðu móttök- urnar.—I viðtali við blaðið “Politik- en” lýsir hr. Sigfús Einarsson ánægju sinni vfir þvi, að koma til Danmerk- ur með jafn marga söngmenn í flokki, og hafi margir þeirra eigi komið þar fyr. Fyrir mörgum ár- um hafi hann stjórnað íslenzkum söngflokki í Kaupmannahöfn, en sið- an hafi margt breyst. Fyrrum hafi það aðeins verið stúdentaflokkur, sem hann stjórnaði, en nú komi hann með menn úr öllum stéttum þjóðfél- agsins,—það sé öll íslenzka þjóðin, sem nú syngi.—Daginn eftir var söng flokkurinn i boði hjá sendiherra ís- lands. i Kaupmannahöfn. (Úr sendiherrafrétt.) * * ¥ Kaupmannah. 3. júní Eftir konsertinn í konunglega leik húsinu var boð í ráðhúshöllinni. Hafnarblöðin skrifa að Islandskórinn sé úrvalsflokkur með aðdáanlegum sópranrödduni. Söngur hans svo fagur, að ekkert tók honum fram Þúsundir áheyrenda í Forum og Kgl. berg faðmaði tónskáldið. Þórólfur Bcck skipstj óri andaðist hér i bænum í gær eftir stutta legu. Hann veiktist í síð- ustu hringferð Esju og var fluttur hingað mjög þungt haldinn. Vestmanneyjum 1. júní FB. Slys I nótt hrapaði maður til bana i Geirfuglaskeri. Var hann í eggja- leit. Maðurinn hét Sigurður Ein- arsson, ættaður úr Norðurgarði hér, kvæntur, lætur eftir sig konu og tvö ung börn. Var þrjátíu og þriggja ára að aldri. ÞorvarSur Þorvardsson, prentsmiðjustjóri í Gutenberg varð sextugur 23.' þ. m. Forstjóraskifti viS Eimskipafél. Emil Nielsen hefir beiðst lausnar frá starfi sínu sem forstjóri Eim- skipafélags Islands frá næstu ára- mótum og er ráðin neftirmaður hans Ölafur Benjamínsson, stórkaupmað- ur. TÍMARNIR SKÁNA EF BAKAÐ ER MEÐ Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HEITU VATNI Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér vírum og setjum inn einn þeirra Fullbúinn fyrir AÐEINS QQ ÚT f HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari .$19.00 í peningum Brösun að auki ef þarf WumipeöHifdro, si 55-59 PRINCESSST. mi 848 132 848 133 BEZTU MATREIÐSLUKONUR f WINNIPEG NOTA NÚ Ekkert kaffi er bragðbetra en “BLUE RIBBOr f rauðri könnu með opnara. Der hljómsveitin stóð upp eftir Islands- en mannfjöldinn ^ musik Sigfúsar, hyltu kór og Höe-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.