Heimskringla - 26.06.1929, Side 8

Heimskringla - 26.06.1929, Side 8
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929 “Landinn ennv! Vilhjálmur Baldur (“Babe”) Odd- son frá Minneapolis, sonur Mr. og Mrs. Sveins Oddsonar prentara, tók nýlega þátt í hjólskautakappleikum er haldnir voru í New York, a5 í- þróttahöllinni niiklu, Madison Square Garden. Oddson var yngstur allra keppendanna um meistaratign Banda- rikjanna í þessari íþrótt. Hann er aSeins 17 ára a5 aldri. StóSu kapp- leikarnir í sex daga og var tekiS jafnt tillit til flýtis, listfengi og þols. Fór 3vo að Oddson vann þriðju verðlaun og þykir afburða vel gert af svo ungum manni. — Hann er einnig á- gætur ísskautamaður og hockey leik- ari. Látinn þann 9. júni að heimili stjúpsonar síns, Sigurðar Magnús- son við Tantallon, Sask., Eyjólfina Eyjóifsdóttir, ekkja Jóhannesar Magn ússonar, 81 ára, ættuð frá Gilsárteigi í Eyðaþinghá í N. Múlasýslu. Húr. var systir Eyjólfs heitins Eyjólfsson ar er hér bjó lengi í bænum og allir eldri íslendingar kannast við. Hingað kom á laugardagskveldið Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, og dvelur hér sennilega fram undir vikulokin. Inirt og kalt kvað liann hafa verið þar j'tra og ekki gott út- lit lengi, þangað til nú rétt undan- farið, að töluverðar rigningar hefðu bætt útlitið til muna. Priðjudaginn 18. þ. m. voru þati Clarence Lloyd Haney frá Winnipeg og Guðlaug Wilhelmina Bjarnason frá Langruth gefin santan í hjóna- band af séra Rúnólfi Márteinssyni. Hjónavígslan var framkvæmd á heimili Mr. og Mrs. B. Hjörleifsson, 25 Fredrick Ave.. St. Vital. Mrs. Hjjörleifsson er systir brúðarinnar. Nánustu ættingjar og vinir brúð- hjónanna voru viðstaddir og nutu veizluíagnaðar. Heimili þeirra verður í St. Vital. Mrs. G. M. Jóhannsson, 443 Su- jjerior St., Selkirk, Man., lagði nú um helgina i skemtiför vestur að hafi, í heimsókn til sonar sins, Wal- ter E. Jóhannsson, í San Francisco, Cal. Mr. Jóhannsson spilar við leikhúsið “Le Captaine” þar í borg- inni. Mrs. Jóhannsson býst við að verða um tvo mánuði í burtu. TIL STEINS H. DOFRA Safmð af Helgit S. Stephanson, Markcrville. O. Sigurðson .................$1.00 Önefndur ...................... 100 Jóhann Björnson ............... 100 Björn Björnson ............... 1.00 Bjarni Jónsson ................ 100 Mrs. Þorbjörg Jóhannsson .... 1.00 Mrs. Rannveig Pétursson ..... 1.00 Mrs. öli Björnson ..............25 •Gnðrún Maxson ..................50 Mrs. S. Maxson .................50 Mrs. H. J. Jóhannsson ..........50 Mrs. Regina Olson ..............25 Guðm. Illugason .............. 1.00 Mrs. S. V. Benediktsson .........50 Guðrún Björnson .............. 1.00 G. S. Grimson ...................50 'Guðm. Sveinson .................25 B. Step.hanson ..................25 B. Brandson .....................25 Sigurður Grimson ............. 1.00 Helga S. Stephanson .......... 1.00 Samtals.....................$14.75 i. Nafna-listi yfir rtöfn þess fólks við Hecla P. O., Man., serrKgefið hefir til styrktar Steini Dofra, sem nýverið missti al- eigu sína í eldsvoðanum mikla við Pt. Hudsons Bay Ry. Safnað og sent af J. Stefánsson og G. Kjartansson. Jón Sigurgeirsson ........... $1.00 Márus Brynjólfsson ........... 1.00 Gústaf Sigurgeirsson ............50 H. W. Sigurgeirsson .......... 1.00 G. Tómasson .................. 1.00 H. Magnússon ............. 1.00 Mr. og Mrs. C. Tómasson ...... 2.00 'G. Guðmundsson ...................25 M. Sigurðsson ...................50 Mrs. C. P. Paulson ..............30 Mr. og Mrs. Stefánsson ....... 1.00 Stanley Stefánsson ........... 1.00 A. Amundson .....................50 Mrs. J. Halldórsson .............50 G. Halldórsson ............... .50 H. Halldórsson .................50 G. Olson ..................... 1.00 Márus Doll ................... 1.00 Mr. B. Kjartanson ............ 2.00 Jón Guðjónsson ..................40 Steini H. Sigurgeirsson ...... 1.00 Sigurgeir J. Sigurgeirson .... 1.00 Bogi Sigurgeirson ........... 1.00 Mr. og Mrs. Jón A. Kjartanson 5.00 Miss S. Grímólfson ........... 1.00 Mr. S. W. Sigurgeirson ..........50 Mr. og Mrs. P. Bjarnason ..... 1.00 Mrs. Guðlaug Eggertsson ........ 50 Mrs. Sigríður Torfason ..........50 Helgi Ásbjörnsson ...............50 Ingólfur Pálsson ............. 1.00 Vilhjálmur Ásbjörnsson ..........50 Mary Cherbanusky ................50 Mrs. B. W. Benson ...............50 Önefnd ..........................30 Mrs. H. Tohnson .................30 Mrs. J. Stefánsson .......... 1.00 Mrs. M. Helgasón ................25 Vigl. Guðmundsson ...............25 Eggert Sigurgeirsson ............50 Samtals .............. $34.0I5 Jón Eggertson, Winnipeg ...... $1.00 Sveinn Björnsson, Markham.... 2.00 Áður tekið á móti ........... $51.25 ALLS ................ $103.05 Steinn H. Dofri Herra ritstjóri! Vér undirritaðar biðjum vður að birta þessar linur í blaði yðar; ásamt gjafalista þeim, sem hér fylgir. Vér erum yður þakklátar fyrir að hafa vakið máls á því í Heimskringlu, að styrkja fræðimanninn Stein Dofra í nauðum hans. Hann dvaldi hér á Mikley í nokkur ár,— fór héðan burtu a ðokkur minnir, 1907—1908. Hann var til heimilis hjá annari okk ar (G. Kjartansson) allan þann tima, sem hann dvaldi hér á eynni. Var það sökum frændsemi. Hann styrkti félagsskap Mikleyinga með því að tala oft á samkomum. Okkur er það kunnugt, að hann lagði afar hart að sér í fræðigrein sinni.— sat oft við skrift og lestur, jafnvel næt- urnar út. — Virtist helzt, að þar væri liann allur og óskiftur, og flest verk önnur honum óeðlileg og fjar- læg. Nú er hann hniginn að aldri, og starfstíminn fer að styttast. Þó er enginn efi á því, að mikið gæti hann gert enn ef hann losnaði við áhyggjurnar fyrir því að sjá lifi sínu borgið, að fötum og fæði, því nautna-maður er hann enginn. Eins og kunnugt er, leikur enginn vafi á því, að í sinni ment er St. Dofri skapaður visindamaður. Hann hefir í fórum sinm afar mikið af íslenzk- um fróðleik, sem íslcnck menning má ekki við að missa, — ofan á allt fyrri alda tap i fornum fræðum. Við þekkjum Dofra svo vel, persónuleiga, að okkur kæmi ekki á óvart, þótt hann léki sama bragð í hinsta sinn, eins og Egil! Skallagrimsson, sem hann rekur ætt sína til, að hann sökkti kistum sinum í fen nokkur, svo enginn hefði þeirra not; áliti það maklega hefnd fyrir skeytingar- leysi Islendinga á fróðleik hans, og væri slíkt illa farið. Af þessari ástæðu langar okkur til þess, að biðja yður, ritstjóri góð- ur, að skrifa itarlega um Stein Dofra; ástæður hans nú, og afstöðu til ís- lenzkrar menningar. Hvort þér kjósið heldur að snúa yður til nienta- ráðs íslands, eða skrifa í blað yðar, þessu viðvikjandi, sjáið þér betur en við. Annað væfi jafn nauðsynlegt; að ná Dofra utan úr óbyggðum þess- um, áður en hann sveltur þar í hel. Stæði næst Þjóðræknisfélagi íslend- inga i Vesturheimi, að ná honurn þaðan og geyma hann i góðu yfir- læti, þar til Islendingar heima kæmu með sínar ráðstafanir til liðs honum. Er þar gott tækifæri fyrir það (Þj.- ræknisfél.) að sýna viljann í verki. Ættfræði og annar forn-fróðleikur er einn sterkasti þáttur þjóðernis allra landa. Þjóð, sem glatar for- tíð sinni, er eins og maður, sem tap- ar minni á sinni liðnu æfi; þó að hann geti tekið þátt í líðandi tíð, verður hann samt aumingi ög utan- veltu. Hér dugar ekkert kák. Annaðhvort er maðurinn þess virði að Islend- ingar geti fætt hann og klætt, þau ár, sem hann á eftir að lifa, eða þá langlæzt er að láta hann deyja þar norðurírá, og minnast svo aldrei á hann framar, þar sem islenzk tunga er töluð! En vantraustsyfirlýsing verður það, engu að síður, á íslenzka þjóðmenning, bæði austan hafs og vestan, ef slikt eftirminnilegt óhapp kæmi fyrir. Með vinsemd og virðing, Guðrún B. Kjartanson Jakobína J. Stefánsson. 20. júní, 1929. Hecla P. O., Man. ROSE Victor M'cLaglen Kilkenny risinn. leikur í æfintýrinu “Mother Mach- ree” við Rose næstu viku. Með honum er Belle Bennett. Efni leiks ins er móðurást, og verður sýnt á mánu- þriðju- og miðvikudag. Þessa viku, föstu- og laugardag, verður sýnd myndin “The Flying Fleet,” raddmynd og ein með þeim beztu. HEIMKOMA V.-ÍSLENDINGA 1930 Á að nota Alþingishátíðina til þess að ginna íslendinga til nýrra- vcsturfcrða? Svo sem kunnugt er, hefir nú í nieir en ár staðið yfir hörð rimma í blöðum Vestur-íslendinga í Kana- da í sambandi við Alþingishátíðina 1930. Rimman hófst, þegar kunn- ugt varð þar vestra, að stjórn Heim- fararnefndar Þjóðræ’knisfélagsins hafði sótt um stjórnarstyrk til heim- fararinnar. Varð þekktur Islend- ingur í Winnipeg, dr. B. J. Brandson, fyrstur til að mótmæla styrkbeiðni þessari opinberlega, en síðan hafa ýmsir mætir menn vestra tekið í sama strenginn. I “Löigbergi” 25. apríl síðastl. fer dr. Brandson enn á stúfana, og ger- ir harða árás á stjórn Heimfarar- nefndarinnar. Birtir hann mörg bréf, sem farið hafa á milli J. J. Bildfells, formanns Heimfararnefnd- arinnar, og stjórnarformanns Mani- tobafylkis, Mr. John Bracken. Þyk- ist dr. Brandson leggja fram full- komnar sannanir fyrir því, að stjónj arstyrkurinn sé veittur með því skil- yrði, að hann verði notaður til þess eins að auglýsa Manitoba á tslandi. Og óneitanlega leiðir dr. Brandson sterk rök að þessari fullyrðing sinni, þar sem hann birtir bréf, er farið hafa á milli Heimfararnefndarinnar og stjórnar Manitoba, en í bréfum þessum er það tekið fram, að styrk- Winnipeg Electric Power bygg- ingin, þar sem raf-áhalda sýningin fer fram sem auglýst er í blaðinu. er ein af hinum vönduðustu verzl- unarbygginguni er reistar hafa verið hér í bænum. Stíllinn er einfaldur en virðulegur. Rafáhaldadeild fél- agsins verður komið fyrir á neðsta gólfi. Útsöludeild þess er hin full- komnasta í Kanada og ef til vill í Ameríku. F.kkert hefir verið til sparað að gera hana sem bezta. Sýn- ingin ætti því að draga að sér fjölda manns. Sérstakar skemtanir hafa verið undirbúnar er fólki finnst til um og þess verðar að horfa á Ödl hugsanleg gas og raftæki verða til sýnis, og sýnt hversu þau eru notuð. Vér viljum hvetja lesendur vora til þess að heimsækja þessa sýningu. Það er margt af henni að læra. Hún byrjar 4. júlí. Kjallarinn verður einnig notaður fyrir sönm deild, W. E. félagsins. Eru þar sýnd fyrirmyndar eldhús, þvottahús o. s. frv. Húsráðendur geta haft gagn og skemtun af að skoða allt þetta. urinn sé veittur með fyrgreindu skil- yrði.--------------- Öþarft er að láta mörg orð fylgja samningi þessum, er stjórn Heimfar arnefndar Vestur-íslendinga hefir igert við stjórn Manitobafylkis ,í Kan ada. Og þó að bak við kaupsamn- inginn liggi sá einlægi ásetningur beggja aðila, að ætla að nota Al- þingishátíðina 1930 til þess að ginna íslendinga að nýju til Vesturheims- ferða, mun árangur þeirrar kaup- mennsku lítill verða. Vér Frónbú- ar munm fagna því, að bræðrum vor um og systrum vestanhafs líður vel, og að land þeirra er gott og byggi- legt. En vér erum jafnframt þess fullvissir, að heimkoma Vestur-Is- lendinga 1930 muni sannfœra þá um það, að ísland er ekki framar land flóttamanna, heldur land framtíðar- innar, sem hefir ótakmarkaða mögu- leika til þess að láta íbúunm líða vel. Heimkoma Vestur-lslendinga 1930 ætti því fremur að verða til þess að fá þá til þess að hverfa aftur heim til átthaganna. En þótt þessu sé nú þannig varið, er hitt með öllu óverjandi, að ætla að nota afmælishátíð Alþingis til þes að ginna íslendinga til nýrra Vesturheimsferða.-—Morgunblaðið. Frá Islandi. um Málvcrk Guðntundar Einarssonar Hér fara á eftir dómar nokkurra þýzkra blaða' um sýningu Guðmundar Einarssonar, sem hann hélt í Mun- chen í vor, og áður hefir verið get- ið í Vísi. Bayerischc Staatsccitung, 16. apr- íl 1929, farast svo orð;— Guðmundur Einarsson er íslend- ingur, ferðanáttúra og skapandi vilji hafa ákveðið örlög hans. Eftir að hann hafði gert sínar fyrstu tilraunir á sviði listarinnar í Reykjavík og Danmörku, kom hann til fullnaðar- náms til Munchen. Hér vann hann sem myndhoggvari hjá prófessor Scbwegerle í fjögur ár; auk þess lærði hann svartlist (Graphik) og Freskó-málverk. I Galerie Paulus sýnir hinn ungi listmaður nú, hvað hann hefir málað og “raderað” síðustu þrjú árin. Mál verk hans sýna ættland hans, landslag þess og eldfjallanáttúru — öfl úr basalti og hraunbreiðum — alvarleg og stórkostleg, sem eru andstæðui annara reginafla, íssins og jöklanna, sem senda frá sér strauma mjólkur- litaðra jökulvatna, með fölgrænum og gulleitum tónum — þar sem þau fylla igamla gíga, — “hvít vötn.” Þessi náttúruöfl Heklu og Vatna- jökuls-eyjarinnar notar G. Einarsson með eiginlegum litum og línum, ein- göngu ástin til æt'Jlandsins getur formað slíkt. Járnfjall Scheffels í hafinu og “Riff” Plebbels, þar sem títninn stendur kyr, og maður drekkur blóð um leið og maður andar, þar eru skáldleg, hugræn æfintýri, sem til- heyra fornöldinni. Málarinn bland ar engu slíku í liti sína, hann tekur form og liti þá, sem náttúran býður og notar hvorttveggja til að vekja alvarlegar og sterkar tilfinningar, og það án þess að færa í stílinn eða umskapa. Hinn sterki og skraut- legi “tónn” málverka hans er eigin- Neðsta Verð Á HINUM BEZTU ENDURBÆTTU ELDRI BfLUM Veljið bílinn sem þér viljið, á því verði sem þér viljið, úr hinu mesta upplagi af endurbætt- um eldri bílum í Wininpeg, er til sölu eru á verði sem verk- smiðjur aðeins geta sett. Kom- ið Oig skoðið fyrir yður sjálfa, á þeim stöðum er hér segir. LlHeil Cnr Lot—iSO:» Main St. UHeri Car Shouroom—210 Fort St. t'neri Car Lot—Marylanri nnri Portajfe McLaughlin Motor Car Co. Ltd. Á HORNI PORTAGE OG MARYLAND OG 216 FORT STREET (AJSal VerkHmlííju tjtlbfi) leiki hinnar íslenzku náttúru. Framh. i næsta blaði. ROSE THEATRE THURS—FRI—SAT., THIS WEEK RAMON NAVARRO in “THE FLYING FLEET” WITH SOUND and MUSIC Extra Added:— “Mis-lnfoiímation” An excepttonally entertaining 100 per cent Talking Comedy. —AND— “The Lash” A short Talking Drama with a real Moral. MOJV—TUBJS—WED JVEXT WEEK A Picture that will stir the Hearts of audiences. “MOTHER MACHREE” with the beautiful theme song in SOUND Starring— BELLE BENNETT NEIL HAMILTON VICTOR McLAGLEN —ALSO— A 100% Talking Featurette and other talking short subjects RETRIBUTIONS Don’t Miss These Two Great Pictures Okkar verð er lœgst Ástæðan er sú, at5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig ab vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berió saman þetta verÓ vitf þab sem abrir bjóóa: FORDS Touring ...............$ 40 1923 Touring ..........$210 1927 Touring ..........$290 1928 Model A Phaeton ..$490 1928 Model A Phaeton ..$525 1928 Model A Roadster .$565 Tudor Sedan ...........$160 1925 Tudor Sedan ..... $235 1928 Model A Tudor Sedan . 625 1924 Coupe ............$235 1925 Coupe ............$250 1926 Coupe ............$335 1928 Model A Sport Coupe $660 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 $ að vera gestir vorir er vér opnum hina nýju og fögru rafáhalda vörudeild WINNIPEG ELECTRIC FJELAGSINS f THE P0WER BUILDING \ \ % ^ HINN 4. JÚLf NÆSTKOMANDI KL. 2.30 E. H. ^ Staðurinn er á Portage Avenue, rétt austan við Hudson’s Bay búðina. Hljómlista leikflokkur verður þar til staðins MESTA RAFÁHALDA SÝNINGARSTOFA f CANADA % SYSTURNAR SJÖ VERÐA ÞAR SJÁLF- AR OG MYNDIR AF ÞEIM TEKNAR AF THE JUNIOR CLUB Allar tegundir raf og gas tækja verða þar til sýnis er gefst tækifæri á að skoða. SÖGULEGT MÓT SEM ÞJER ÆTTUÐ EKKI AÐ MISSA AF. OG SVO ENDURTÖKUM VJER BOÐIÐ WIWNIPEC ELECTRIC COMPAMY “Tryggið yður góða þjónustu’’ DOUBLE PROGRAM! "‘WonderlanD Winnipeg’s Coziest Family THUR—FRI—SAT MON—TUES—WED RIN-TIN-TIN in NextWeek. Theatre DOORS OPEN “THE MILLION DOLLAR ^EN „ rm 1 ad>' THE LAWLESS LEGION” OULI-AK RALPH FORB.ES and —and— MARCELLINE DAY in Daily 6.30**11 Saturdays 1 to 11 “OPENING NIGHT” “RESTLESS YOUTH” DON’T MISS IT!

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.