Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 1
T XLIII. ArOA'T^T Rov. R. Pétmwon *= 45 Homie St. — CITY. _____ HELZTU FRÉTTIR KANADA Eftir því sem símskeyti frá Ottawa hermir á laugardaginn, er útlit fyrir þaö, aö uppskeran í Manitdba í sum- ar muni nema um 75% af‘meöalupp- skeru síðustu tiu ára. Hveiti er á- litið að muni verða heldur ofan við meðallag að gæðum; Byg-g muni verða um 60% af meðal uppskeru síð nstu tiu ára og hafrar aðeins 30— 35%. Enga áætlun hefir landbún- aðarráðuneytið enn gert um uppsker- una í Saskatchewan né Alberta. Síðustu 5—6 árin hefir blýnám í Kanada aukist hröðum skrefum. Mest er framleitt af kopar og blýi allra málma í heiminum að járni und- anskildu og er framleitt nálega jafn- mikið af hvorutveggja. 1928 voru unnin 1,883,000 tonn af kopar og 1,- 846,000 tonn af blýi. Það ár voru 175,000 tonn af blýi unnin hér í Katia- da; er það fjórða mesta blýnáma- land heimsins og búist við að það muni bráðlega skáka Ástraliu úr þriðja sessinum. Mest blý er hér unnið úr Sullivan námunni í British Col- umbia, en það er mesta blý og zink- náma veraldarinnar. Nokkuð er einnig unnið í Quebec, Ontario og Yukon amtinu. Skógareldur gjöreyddi heimilis- löndum Indíána við Poplar River, Man., á fimmtudaginn var. Menn björguðust allir en bæði Indíánar og hvitir verzlunarmenn, er þar höfðu bækistöð sína ,misj5t hvert tangur og tetur í eldinn. — Poplar River er austan við Winnipe^vatn, um 50 mílur fyrir norðan Berensfljót. — Geisa skógareldar enn víða hér um norðurhéruðin og gera ómældan usla. Olíuframleiðslan í Alberta hefir aukist allmikið síðan í fyrra. Síðustu skýrslur ná yfir framUeiö^luna í maímánuði í vor og nam hún þá alls 90,105 tunnum, en í maí í fyrra nam hún 44,308 tunnum, g hefir því auk- ist um rúman helming. Frá Hvcitisamlaginu Mr. E. B. Ramsay, er að þessu hefir verið framkvæmdarstjóri mið- sölustöðvar hveitisamlaganna þriggja í Winnipeg, (Central Selling Agency), hefir hlotið sæti í hinni nýskipuðu kornnefnd Kanadaríkis (Board of Grain Commissionersý og er enginn efi á því að nefndinni er hinn mesti styrkur í því að verða aðnjótandi þekkingar hans á öllu, er lýtur að kornframleiðslu, flokkun og viðskift- um. Hinir tveir nefndarmennirnir eru Hon. C. M. Hamilton, að þessu landbúnaðarráðherra í Saskatchewan og dr. D. A. McGibbon, að þessu forstjóri hagfræðisdeildar háskóla Albertafyllcis, í Edmonton. Er bú- ist við hinum bezta árangri af starfi nefndarinnar. * * * Byggflokkun, samkvæmt kornlögum Kanada, var endurskoðuð á síðasta sambandsþingi, að mestu fyrir aðgerð *r bygigrannsóknarnefndar Hveitisam- laganna, er grandgæfilega hafði kynnt sér heimsmarkaðsskilyrði byggtegunda, með því að heimsækja öll helztu bygglönd Evrópu í vetur sem leið. Þessi nýja flokkun átti að hjálpa kanadiskum bændum að sem heppilegustum markaði, og átti að ganga í gildi 1. ágúst síðastl. Fyrir skömmu barst orðsendinig frá Saskatchewan deildinni þess efnis að flokkunin myndi ekki verða lögleidd þá strax, en síðari fregnir herma, að hún muni verða látin gilda frá því 15. þessa mánaðar. * * * Nokkur sýnishorn af hveiti, skornu og þresktu með hinum nýju sláttu- þreskivélum (combines) hafa borist skrifstofu hveitisamlagsins í Regina til flokkunar og athugunar. Svo að segja öll sýnishornin, sem enn hafa verið rannsökuð hafa verið flokkuð “íslégin” eða “rök” (tough or damp). Samlagsfélagar ættu að fullvissa sig um það, að korn þeirra sé vel á sig komið áður en það er sláttarþreskt, sérstaklega ef ekki er notaður múig- skeri (swather). Þurt korn vegur meira að öllum jafnaði, liver mælir, en islegið eða rakt, og mega menn búast við alvarlegu tjóni nú í ár, ef rnenn ekki gá þess vandlega að þreskja því aðeins kornið, er það er til þess hæft. Frá Lloydtninster, Sask. er símað. að afskaplegur eldur hafi lagt í rúst- ir viðskiftahverfi bæjarins á sunnu- dagsmorguninn. Skaðinn er metinn til $1,000,000. Að eldurinn varð svona mikill, er aðallega kennt vatns- skorti. Lloydminster liggur á landa- mæralínu Sask. og Alberta fylkis. “The Hudson Bay Mining and Smelting Company,’! hefir gert samninga við eigendur Noranda námanna, um að fínhreinsa kopar þann er félagið vinnur í Flin Flon námunni , Norður Manitoba. Verður fínhreinsunarsmiðjan byggð í Mon- treal eða þar í grendinni og verða þangað flutt um 45 tonn á dag úr Flin Flon námunni til fínhreinsun- ar.— BANDARÍKIN iHoover forseti hefir þessa mán- uði, er hann hefir setið í embætti, fengið meira en nóg af þeirri hefð, sem á er komin fyrir löngu, að hégómagjarnir málafylgju- og mál- skrafsmenn fái aðgang að Hlvíta liúsinu, undir því yfirskini að hafa einhver erindi að reka við ein'hvern flokk manna eða landshluta, en í raun inni fyrst og fremst til þess, að geta, er þeir koma út, gortað af samfundi sínum. og forsetans við þá fregnritara stórblaðanna, er jafnan halda til í forstofu Hvíta hússins; sagt þeim frá erindi sínu við forseta; hvað hann hafi sagt við þá, og þeir við hann og með hverjum merkisforsendum þeir hafi lagt málið fyrir hann — allt til þess að koma nafni sínu í fyrirsagnalínur stórblaðanna, í sam- bandi við nafn forseta, því auðvitað er erindið og þá ekki síður það er þessi tegund “stjórnmálamanna” hef- ir að segja svo nauða ómerkilegt, að ekkert blað myndi annars líta við því sem fréttum. — Hefir Hoover nú lát- ið það boð út iganga að framvegis skuli slíkum herrum annaðhvort vís- að í rétt ráðuneyti, (það er að segja þar sem erindi þeirra á heima) án þess að sjá forseta, eða þá, ef þeir sleppa inn, fyrir vangá, þá skuli þeir að erindinu loknu kurteislega leiddir út um bakdyr, án þess að fá tæki- færi til þess að sjá stjórnmálafrétta- ritara Hvíta hússins. Og í þriðja lagi verða bréf, er stíluð eru til for- seta, og komið í blöðin fyrirfram, til þess að halda á lofti nafni bréf- ritara, aldrei lögð fyrir hann og aldrei svarað af honum. Kveður forseti, að það sé komin tími til þess að vísa á bug þeirri staðhæfingu að “Hvita húsið sé bakþúfa fyrir þá, sem vllja koma nafni sínu í fyrirsagnar- línur stórblaðanna.’” Eins og getið var u\i hér í blaðinu varð nýlega alvarlegt upphlaup í Atvburn fangelsinu á New York er þó tókst fljótlega að bæla niður og annað í Dannemora. Svo er að sjá sem faraldur sé nú að fangauppreist- Agœtustu nýtizku litun&r og (atahrelna- un&rstofa í K&nad&. Verk unnlti & 1 dogi. AVinnipeg —í—— Man. . Dept. H. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1929 NÚMER 47 um, því að riú berast fregnir af upp- hlaupi í Leavenworth fangelsinu í Kansas. Gerðu 900 fangar af 3,- 758 uppreist, brutu glugga og þrifu hnífa og hvað sem þeir náðu að vopni og eyðilögðu allt sem þrir gátu. Varð að kalla skotliðið til hjálpar til að bæla niður upphlaup- ið og koma föngunum inn í klefa sína. Féll einn en þrír særðust. Orsökin til uppreistarinnar telur San ford Bales Washington, yfir umsjóna- maður fangelsa í Bandaríkjunum, að einkum liafi verið, skortur á hæfi- legri vinnu, of mikill fólksfjöldi í fangelsinu og þar af leiðandi ill líð- an fanganna. Sami maður telur að orsö'k upp- hlaupanna i Auburn 0|g Dannemora fangelsinu hafi verið: skortur á góðri fæðu (hvorki egg, smjör, mjólk eða nýtt kjöt), hiti, óánægja yfir Baumes lögunum, sem hertu allmjög á hegn- ingarákvæðum, veggjalús, fatalús og annars óþrifnaðar, þröngbýli, allskon ar ómerkileg svik varðmannanna og harðstjórn fangelsis yfirvaldanna. BRETAVELDI Frá Manöhester á Englandi er'sím- að 19. þessa mánaðar, að hafin sé aftur vinna í baðmullarverksmiðjun- um í Lancashire, þar sem 500,000 baðmullarspunamenn gerðu nýlega verkfall, eihs og skýrt hefir verið frá í Heimskriniglu. Er þó kaup- deilan milli verksmiðjueigenda og verkamanna ekki útkljáð, en sátta- nefnd hefir verið skipuð, og verðúr unnið meðan hún starfar að sam- komulagi. Frá Haag á Hollandi er símað 19. þ. m., að frá skilríkum aðiljum hefði frétzt, að fullráðið væri að brezkt herlið byrjaði að rýma Rínarhéruð- in nú um mánaðamótin.— Sama dag, á mánudaginn komu aftur saman í Haag fulltrúar Frakklands, Belgíu, Bretlands og Þýzkalands til þess að reyna að komast að ein- hverri niðurstöðu um Young samn- ingana. Ekkert hefir þó enn heyrst um það hvernig skipast hefir. Samkvæmt rannsóknum er brezka verzlunarráðið (The British Board of Trade) hefir látið gera viðví'kj- andi hinu hörmulega slysi, er línu- skipið Vcstris, eign verzlunarfélags- ins Lamport and Holt, fórst í haust sem leið ásamt 112 mönnum, 250 rriílur austur af Virginíuhöfða — hefir það komið í ljós að ofhleðsla var meginorsök slysins. Þegar skipið lét úr höfn i New York var hleðslum&rk 7.]/2 þumlung í kafi og hafði skipið 300 tonna þunga af vörum fram yf- [ ir það, sem leyfilegt var. Svo að auk þess sem skipið var bæði veik- byggt og lekt, skorti þá blátt áfrarn flotafl til að bera af sér sjóana, þeg- ar hvassviðrið Skall á. Ennfremur I hefir það upplýstst að lúkugöt voru I iíla byggð og dælur allar í ólagi. Fór I skipið því brátt að taka inn sjó og | hallaði því jafnóðum á stjórriborða. 1 Og þegar taka átti til björgunaribát- anna fór það mjög í ólestri, til dæm- is voru þeir settir niður áveðurs, þar sem margfallt erfiðara og hættu- samara var að komast í þá, en á | hleborða og eftir þessu fór öll stjórn skipsins úr hendi. | Talið er að skipstjórinn Capt. Wil- liam J. Carey hafi dregið 6 klst. of lengi að senda neyðarskeyti um á- stand skipsins, en hann hafði í því aðeins farið eftir erindisbréfi sínu frá verzlunarfélaginu, er kveður svo á, að þegar hættu beri að höndum, sknli hann gera sitt ítrasta til þess að komast hjálparlaust til hafnar, áð- ur en hann gcri vi^Vart. Taldi , verzlunarráðið þessa grein mjög ó- æskilega og lagði til, að samskonar Vilhjálmur Stefánsson í Winnipeg. Landkönnuðurinn og rithöfundur- inn frægi, Vilhjálmur Stefánsson, er nú er sem óðast ihér í Ameríku að vinna sér auknefnið “mestur allra nú- fyrirmæli yrðu feld niður framvegis í þessháttar bréfum. Sökin á ofhleðslu skipsins er aðal- lega talin að hvíla á Sanderson & Son, sem eru umboðsmenn Lamport & Holt í Bandaríkjunum. Fengu þeir að igreiða $2,430 upp í máls- kostnað við rannsókn þessa og er ekki annars getið en að þeim ‘hafi þótt það einkar sanngjarnt. Að hin sanna orsök að slysinu varð eigi uppvís fyr, í rannsókn þeirri er fram fór i Bandaríkjunum, kom til af samtökum umboðsmannanna og skips- yfirmannanna að þegja um ofhleðsl- una unz heim til Bretlands kom. ÞÝZKALAND ■Mikil gleði er í Friedrichshafen og urn allt Þýzkaland yfir þvi hve giftu- samlega hefir tekist fyrsti áfangi hnatthringsiglingar loftskipsins mikla “Graf Zeppelin.” Lenti skipið i Tokio í Japan á mánudaginn var, síðdegis, eftir að hafa farið 6,880 mílur á 101 klukkustund og 53 mín- útum, frá Friedrichshafen. Býst dr. Hugo Eckener, er ferðinni stýr- ir, við að láta til flugs á fimmtudag- inn kemur, yfir Kyrrahafið til Los Angeles, en þangað eru 5,420 mílur frá Tokio. SVfÞJÓÐ Þegar Svíar neyddust til að undirskrifa friðarsámningana í Ny- stad, árið 1721, eftir hrakfarir Karls XII. á Rússlandi, urðu þeir meðal annara landa, að láta af höndum dálitla mýrlenda eyju við mynni finska flóans, sem Dagö heitir. 20 árum áður höfðu nokkrir atorku- samir Svíar sem stunduðu veiðiskap í flóanum, sezt þarna að og tekið að stunda landbúnað jöfnum höndum. Blómgaðist hagur þeirra all vel, unz þeir urðu Katrínu II. þyrnir í augum j og hún lét flytja þá til meginlands- I ins árið 1787. Dvöldu þeir þá um j tíma á Suður Rússlandi, og settust j loks að í Ukraine þar sem þeir fengu j að vera í friði þessarar umsvifamiklu drottningar. Þar reistu þeir bæinn Gamal-Svenskby og tóku að stunda hveitirækt og vínyrkju. Hafa þeir dvalist þarna yfir 125 ár og stöðugt haldið tungu sinni, fornum venjum pg mótmælendatrú og liðið allvel. En eftir að Bolshevikar tðku við völdum á Rússlandi tók hag þeirra mjög að hnigna bæði fyrir þtingar skatta-álögur og óáran, auk þess lok- uðu þeir kirkju þeirra.' Þótti þeint þá taka að óvænkast sitt ráð og fór nú að dreynta um land feðra sinna er þeir höfðu yfirgefið endur fyrir löngu. Prestur þeirra, Hoas að nafni, notaði sr þá fríið, það sem Sovjet- stjórnin gaf honum, og brá sér heim til Svíþjóðar og fékk svo komið mál- um sínum við ýmsa heldri menn, meðal annara Karl prins, konungsbróð ur og hertoga á Vestgotalandi, að á skömmum tíma var skotið saman nægu fé fyrir fargjald handa Svíum þessum heim til ættjarðarinnar. Var uppi fótur og fit í Trelleborg, sænsk- um hafnarbæ, við Eystrasalt, til að fagna þessum útlögum og bjóða þá velkomna heim, er þeir stigu þar af skipsfjöl fyrir skömmu síðan, alls 900 að tölu. Karl prins bauð þá vel- komna með ræðu, en fólkið faðmaði þá að sér eins og endurfundna bræð- ur. Munu þeir-setjast að í Jönköp- ing framvegis. lifandi Kanadamanna,” verður stadd ur hér í Winnipeg þessa vikuna í fyrirlestraferð á vegum “The Cana- dian Chautauquas,” eins og sjá má af auglýsingu annarsstaðar hér í blaðinu. Þessi heimsfrægi land- könnuðui;, er sem kunnugt er, fædd- ur hér í Manitoba af íslenzkum for- eldrum og kemur nú hingað sem per- sónulegur boðberi hins nýlundaða og mikilvæga boðskapar, er hann lengi hefir flutt í ræðu og riti, um fram- tíð föðurlands síns. Hann málar nýjum, fögrum litum hið svokallaða “helgrindahjarn” norðursins, og bend ir til þess hvert hlutverk þess muni verða í framtíðarframsókn mann- kynsins. Þegar litið er til þeirrar aðsóknar, og einhuga athygli, er erindi hans hefir allstaðar _annarsstað ar mætt, þá má nærri því geta, að hér í höfuðborg fylkisins, er hann fæddist í, við aðsókn mörg hundruð þjóðbræðra hans íslenzkra, muni er- indi hans verða fagnað, sem sonarins, er lagði út i heiminn, sá hann og sigraði, og hverfur nú sjgursæll heim aftur þangað er hann hóf lífsferil sinn. Stefánsson flytur tvö erindi í Win- nipeg, mismunandi efnis, með mis- munandi litmyndum. Föstudags- kveldið 23. ágúst talar hann á grund- inni við Amphitheatre leikskálann um “The Friendly Arctic,” og mælir þá John Bracken forsætisráðherra fyrir honum. Næsta kveld, laugardaginn 24. ágúst talar hann á grundinni við St. John’s College, um “The North- vvard Course of Empire,” og mælir þá Mr. J. T. Tihorson, M. P., fyrir honum. Eins og áður er sagt kemur Stef- ánsson hingað á vegum “The Cana- dian Chautauquas,” sem er al-kana- diskur félagsskapur, er gengst fyrir beztu skemtunum og fróðlegustu er- indum gegn örlitlu gjaldi. Að Stefánsson skuli nú vera í för með þeim, er sönnun þess að þeir velja aðeins af betri endanum. Eru tíu önnur atriði á skemtiskrá félagsins í ár, og fást aðgöngumiðar að allri skemtiskránni, er inniheldur músík- ölsk, dramatisk og fræðandi atriði. “The Patsy” og “Peg O’ My Heart,” eru tveir gamanleikir, er mjö|g eru dáðir, leiknir af ágætum leikurum, við fegurstu leiktjold og ljósaskifti. Evrópisk brúðusýning fyrir börn verður einnig haldin. Þrjú ágæt sönglistafélög gefur einnig á að hlýða, og má sérstak- lega tilnefna “The Toronto Operatic Company,” er telur fimm ágæta söngmenn og þrjá valda hljóðfæra- leikendur. Þá verður einnig unun að hlusta á “Miss Bessie Andrus” og “Sunshine” stúlkur hennar pg “Petrie Novelty Quintette,” er hvoru- fveggía hafa átt ágætum viðtökum að fagna. Dr. Toe Hanley, nafnkunnur am- erískur þingmaður og hermaður; Major John J. Hill, kanadiskur verk- íræðingur, e rsagður er fróðastur allra manna um Afríku; Miss Con- stance Neville Johns, yndisleg Ástra- líustúlka, nafnkunn fyrir feröalög, og Elliott James, vísindamaður og sér- fræðingur um fljótandi loft, sem heldur einstæða sýningu á því ein- kennilega efnafyrirbrigði, eru meðal þeirra, er sjá má og hlýða á, þessa sex daga, er Chautauqua verður 'hér. Tvö stór tjöld verða notuð. Annað, á grundinni við Amphitheatre leik- skálann, verður opið á fimmtudag- inn, 22. ágúst, og verður þá “The Patsy” sýnt þar. Hitt, á grund- inni við St. John’s College, verður opnað föstudaginn 23. ágúst.—Sama skemtiskrá verður i báðum tjöldunum á víxl, nema að þvi er Stefánsson snertir, eins og áður er sagt. Björn Sigfússon, Stúd. Att.' Hverjum þykir sinn fugl fagur! 1 vikublaðinu “Verði,” stendur þetta greinarkorn hinn 6. júlí næst- liðinn: “Frækilegt stúdentspróf leysti Björn Sigfússon af hendi, nú í lok síðasta mánaðar. Hlaut hann 7.25 stig í meðaleinkunn, en hefir aðeins varið einu ári til að lesa undir stúd- entsprófið, því hann tók gagnfræða- próf í fyrra. Má heita að þetta sé einsdæmi.” Nú langar undirritaðann að bæta liér við nokkrum orðum til upplýsing- ar um þennan mann, sem mun vera um 20 ára gamall. Björn Sigfússon hafði innúnnið sér dálítið við trésmíðar á ýmsum stöð- um í Þingeyjarsýslu, og fór þá að hugsa um andlegu hliðina. Tók hann sér nú á hendur ferð til Reykjavíkur og var þá svo heppinn að eignast heimili hjá frænda sínum, dr. Magnúsi Júliussyni og hefir síðan dvalið hjá honum í bezta gengi; hefir stundum unnið fyrir hann, einkum á sumrin, og þess utan fengið nægan tíma til bókiðna, sem vitnisburðir Björns sýna, bæði við .gagnfræðiskólann og menntaskólann, og er vonandi að hon um takist, með sinni óbifanlegu fróð- lei'ksfýsn, að halda áfram námi í einhverja átt, sem hann sjálfur kýs sér. Og svo fylgja hér nokkur orð um ætt Björns Sigfússonar: Hann er sonur Sigfúsar Björnsson- ar, nú hreppstjóra í Aðaldælahreppi og sýslunefndarmanns í fleiri ár. Faðir hans var Björn Magnússon bóndi á Granastöðum í Kinn, en móð- ir Hólmfriður M. Pétursdóttir frá Reyikjahlíð, og fóilkið í Winnipeg, sem nú nefnir sig Fáfnis, er náskylt Birni Sigfússyni, og ennfremur á hann bróður i Danmörku: Jón Skúla yngri Magnússon, sem Jón kaupmað- ur M’agnússon ól upp, og hlaut hann því nafnið Magnússon í staðinn fyrir Björnsson. Þesi Jón Skúli Magnús- son yngri, er mikill tungumálagarpur og kennari við skóla í Danmörku. Auk hans eru heima á Islandi tveir bræður og tvær systur, og sakir ó- kunnugleika get ég lítið upplýst um móðurætt Björns Sigfússnar, aðeins veit ég að hún er bóndadóttir frá Kálfaströnd við Mývatn. Sigfús Magnússon. 5. ágúst, 1929. * * * Aths Tungumálagáfan virðist þá eftir- þessu liggja í ættinni,, því að eftir því, sem sjá má af “Tímanum,” mun Björn Sigfússon hafa afburða málfræðisgáfu til að bera, enda væri svona svimhátt stúdentspróf, tekið einu ári eftir gagnfræðapróf, sem er alveg dæmalaust, tæpast mögulegt, nema tungumálagáfan væri með. af- brigðum.—Ritstj. Heimskriniglu. »

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.