Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Þjóðræknisþingið 1929. —Fundargerningur— (Framhald) Þing kom saman kl. 2 e. h. Fund- argerð síðasta íundar lesin og sam- þykkt meö bendingu um breytingu á oröalagi vissrar frásagnar. Meö því að þetta var á þriðja degi frá þinigsetningu, fór nú fram stjórn- arnefndarkosning fyrir næstkomandi ár, er þannig lauk: Fyrir forseta voru útnefndir Sig- fús Halldórs frá Höfnum og séra Jónas A. Sigurðsson. Hlaut séra Jónas A. Sigurðsson kosningu. Fyrir vara forseta voru útnefndir Sigfús Halldórs frá Höfnum og séra Ragnar E. Kvaran. Hinn fyrnefndi afsakaði sig og var því séra Ragnar E. Kvaran kosinn í einu hijóði. Fyrir ritara voru útnefndir Stefán Einarsson og dr. Rögnvaldur Péturs- son. Afsakaði hinn . fyrnefndi sig svo dr. Rögnvaldur Pétursson var end urkosinn í einu hljóði. Vararitari var endurkosinn i einu hljóði séra Rúnólfur Marteinsson. Fjármálaritari endurkosinn Halldór S. Bardal. Varafjármálaritari Stefán Einars- son. Féhirðir endurkosinn Árni Eggerts son. Varaféhirðir Bergþór E. Johnson. Skjalavörður Olafur S. Thor- geirsson. Yfirskoðunarmaður reikninga fél- agsins var kosinn Walter Jóhanns- son. Njú var aftur tekið fyrir álit fræðslumála milliþinganefndarinnar er frá var horfið er skýrsla Árna Eggertssonar lögfræðings kom fyrir þingið. Alitið var rætt lið fyrir lið og var komið að 4. lið er því var frestað. Var nú sá liður samþykkt- ur, einnig S., 6., 7., 8., og 9. liður. En viðvíkjandi 9. lið álitsins, er fjaílað(i um skógræktarmálið, lajg*ði Sigurgeir Sigvaldason til og Ari Magnússon studdi, að 5 manna milli- þinganefnd sé skipuð til að hafa það mál með höndum. Var það sam- þykkt. í nefndina voru þessir skip aðir: Séra R. Marteinsson, B. E. Johnson, séra R. E. Kvaran, séra J- P. Sólmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Heimferðarmálið var næsta mál á dagskrá. Flutti formaður Heim- fararnefndarinnar, J. J. Bildfell, all- langd: mál um heimferðina 1930. Var hann ásamt dr. R. Péturssyni nýkom- inn úr ferð til íslands. Gerði hann itarlega grein fyrir störfum nefndar- mnar eins og þeim var þá komið og sagði auk þess hinar beztu fréttir heiman að af horfum málsins. Var skýrsla hans, sem gefin var munn- lega, en síðan hefir verið víða flutt og birt, tekið af þinginu með lófa- klappi. B. B. Olson lagði til og Guðjón Friðriksson studdi að formanni Heimfararnefndarinnar sé þakkað af þinginu fyrir hans góðu fréttir. Var það samþykkt með því að þingheimur 1 stóð á fætur. Ennfremur lagði Ásgeir Blöndahl til og B. B. Olson studdi, að skýrsla J. J. Bildfell sé viðtekin. samþykkt. Undir nýjum málum benti J. J. Bildfell á að tveir menn heima, þeir Einar H. Kvaran og dr. Guðmundur Finnbogason ætluðu að gefa út safn aí úrvalsritum Vestur-Islenzkra rit- höfunda og að þeir æsktu samvinnu viö Þjóðræknisfélagið í þvi starfi. Var stjórnarnefnd Þjóðræknisfél. falið að kjósa nefnd manna hér til þess að vinna að þessu máli með þessum mönnum heima. Forseti, séra R. E. Kvaran, til- kynnti þinginu að hann hefði fengið beiðni um að vísa á færann mann til þess að þýða nútiðar skáldskap ísí- lenzkan, á enska tungu. Hefir virðulegt útgáfufélag á Englandi á- kveðið að gefa út slíka bók á þessu ári. Forseti kvaðst hafa bent á Mrs. Jakobínu Jöhnson sem hefði orðið vel við tilmælunum og myndi nú þessum þýðingum lokið. Var þessari frétt tekið með almennum fögnuði þing- manna. Fundi frestað til kl. 5 e. h. Eftir þrjá-fjórðu stundar fund- arhlé, tók þingið aftur til starfa kl. 5 eftir hádegi. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt. Minntist Ásgeir I. Blöndahl á mál- ið um þýðingar íslenzkra ljóða á enska tungu, er forseti hafði minnst á. Benti hann á, að sér fyndist betra, að fleiri en einn ynnu að þess um þýðingum. Kvað hann þýðingar eftir Pál Bjarnason, Wynyard, til dæmis eftirtektaverðar fyrir vand- virkni. Forseti kvaðst einungis hafa verið beðinn að benda á eina manneskju, er hefði þetta með höndum, og þætti sér líklegt að útgefendur hefðu þeg- ar gert samning við Mrs. J. John- son. Þá var álit bókasafnsnefndar lesið upp af Þorsteini Gíslasyni, er svo hljóðar: Við, sem settir vorum i nefnd til þess að athuga bókasafnsmál Þjóð- ræknisfélagsins, viljum leyfa oss að að þakka þeim vinum félagsins- sem SHEA'S WINNIPEG BREU/ERY LIMITED gefið hafa bækur til safnsins á ár- inu. Mrs. Steinunn Lindal, Vic- toria, B. C., sem gaf því um 175 eintök sem nú er komið til skjala- varðar, og lestrarfélagið í Church- bridge, í gegnum herra Magnús Hin- riksson, bókasafn sitt. Þær bækur eru nú hjá deildinni “Snæfell” og í hennar vörzlum eins lengi og deildin æskir þess, en þó eign aðalfélagsins. Vér vonum að margir fleiri vinir félagsins fylgi fordæmi þessara til- greindu vina í framtíðinni. Eins og sakir standa sjáum vér ekki ráðlegt, að þetta safn, sem fél- aigið nú á hér í bænum sé opnað til útláns fyrir félaga á þessu ári. Það eru enn tiltölulega fáar bækur i safninu sem almenningur sækir eftir til lesturs. I framtíðinni vonum vér að safnið aukist svo að bókum, að kringumstæður geri það mögulegt að félagsmeðlimum sé gefinn kostur á að fá bækur þess til láns. H. S. Bardal T. J. Gíslason J. J. Húnfjörð. Var álitið samþykkt. Þá var lesið upp þingnefndarálitið um löggildingu félagsins og laiga- breytingar þær er stjórnarnefndin lagði fyrir þingið. Urðu nokkrar umræður um álitið og var því að síð- ustu aftur vísað til nefndarinnar til frekari athugunar. Annar liður í áliti þingnefndar í málinu um breytta tilhögun í starfi embættismanna, er frestað var frá 4. fundi, var því næst íhugaður. Fjall- aði sá liður um kaup fjármálaritara. Gerði J. P. Sólmundsson þá breyting- artillögu og Guðjón Friðriksson studdi, að í stað þess sem í þessum lið álitsins standi, að fjármálaritara skuli greiddir $150.00 á ári, skuli koma, að stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins sé falið að greiða fjármála ritara það sem hún skoði hæfilega þóknun fyrir starfið. Samþykkt. Fundi frestað til kl. 8.15 að kveldi. * * * Þingið kom saman kl. 8.15 e. h. — Fundargerð siðasta fundar lesin og samþykkt. Séra Jónas A. Sigurðsson las upp álit það, um löggildingu og stjórnar- skrárbreytingar, er visað var til nefndarinnar á síSasta fundi, með þeim breytingum, er meirihluta nefnd armanna var samþykktur. Hljóðaði þá álitið svo: Lagabreytingar og lóggilding Nefndin i þessum málum leggur til að þingið samþykki eftirfylgjandi lagabreytingar á grundvallarlögum eða stjórnarskrá félagsins: 1. Að í staðinn fyrir Stjórnarskrá komi Lög. 2. að við 13. grein laganna sé bætt: (Hér tillaga stjórnarnefndar ó- breytt. — Sjá framar í fundargerð- inni.) 3. að 20. gr. sé breytt þanYiig: (Till. stjórnarnefndar óbreyttý. 4. að 21. gr. sé breytt þannig: Till- stjórnarn. óbreytt, nema að umboðs- tala verði ekki 10 atkv. heldur 20 atkv.— 5. aö 27. gr., sem er ný. sé á þessa leið: (Till. nefndar óbreytt). 6. að sú grein sem nú er 27. grein verði 28. grein og við þá grein sé bætt: (Till. stjórnarnefndar ó- breytt). 7. að löggilding félagsins sé frestað að þessu sinni. Á þingi í Winnipeig,, 1. marz 1929 Jónas A. Signrðsson Th. Guðmundson Asgeir /,. Blöndahl T. J. Gíslason Bergthor E. Jolinson H. S. Bardal. Ásm. P. Jóhannsson las þá næst upp og skýrði með nokkrum orðum álit minni hlutans í nefndum málum, er svo hljóðaði: Minni hluta tillaga 1. Að þingið feli stjórnarnefnd- inni að yfirfara grundvallarlögin eins og þau eru eða kunna að verða eftir þetta þing og enn á ný athugi vandlega hvort ekki sé enn nauðsyn á frekari lagfærinigum eða viðbætir, áður en prentun á grundvallarlögun- um sé framkvæmd. 2. Að umboðs . atkvæðaréttur deilda, samanber 21. gr., falli úr. A. P,- Jóhannsson. Um þingftímann 1929 Á þjóðrækninnar þing mér brá þar að sinna skrafi; Klerkinn Ragnar Kvaran sá, sem klett í ólguhafi. Hann innstur sat í æðsta sess með “augun til beggja handa;” stýrði þingi býr og hress huigdjarfur að vanda. Þingið verður þarflegt mót ef þrætur og aggið dvínar; skáldin yrkja bragarbót og bæta stökur sínar. Andleg blása reginrok ryk úr hverju máli; þiðnar svo í þorralok þrætur ísinn háli. G. H. HjaltaUn. Um þessi tvö þingnefndarálit urðu talsverðar umræður. Loks gerði Kristján Pálsson til- lögu og Guðjón Friðriksson studdi, að meirihluta álitið sé samþykkt. Sigfús Halldórs frá Höfnum gerði breytingartillögu og Ari Magnússon studdi, að meirihluta álitið væri rætt lið fyrir lið. Samþykkt. Voru 1., 2., og 3. liðir santþykkt- ir. Viðvíkjandi 4. lið igerði Sigfús Halldórs frá Höfnum tillögu og Jón Stefánsson studdi, að liðurinn sá felldur. Var tillagan felld og 4. lið- ur því samþykktur. 5. liður var samþykktur, en 6 liður var felldur. 7. liður var samþykktur, nema við- bótin við lagagreinina. Um minnihluta álitið féll atkvæða- greiðslan svo, að 1. lið'ur var sam- þykktur. Annar liður komst ekki að eftir úrskurði forseta. Þegar hér var komið tók hinn ný- kosni forseti, séra Jónas A. Sigurðs- son við fundarstjórn. Var honum heilsað er hann tók sætið með lófa- klappi af þingheimi. Þá var og lagt til að fráfarandi forseta sé greitt þakklætisatkvæði fyrir frámunalega vel unnið tveggja ára forsetastarf. Samþykkt með lófaklappi. Forseti minntist nokkurra látinna félaga á árinu. Reis þingheimur úr sæti í samhyggðarskyni. Séra Rúnólfur Marteinsson benti á að sér fyndist viðeigandi að Þjóð- ræknisfélagið gengist fyrir prentun á fyrirlestri þeim, er séra J. P. Sól- mundsson flutti á þinginu. Séra R. E. Kvaran lagði til og Friðrik Svéinsson studdi, að stjórnar- nefndin reyni að sjá um að fyrirlest- urinn komi fyrir ahrtenningssjónir. Samlþyþkt. Sigfús Halldórs frá Höfnum fór nokkrum orðum um vandkvæðin á því, að fá æskulýðinn til þess að lesa íslenzkt mál. Hvað hann áhrif Þjr,- félagsins enn allt of lítil í þá átt. Æskunni yrði félagið að ná. Kirkju- málaríg hvað hann stinga upp höfði of títt í þjóðræknismálunum sem öðrum málum Vestur-íslendinga. A- leit hann íþróttir g söng einhlítasta ráðið til að hylla æskuna. Gerði hann að tillögu og Jón Stefánsson studdi, að þingið fæli stjórn Þjóð- ræknisfélagsins, að styðja að söng- kennslu af ítrustu kröftum á árinu. Samþykkt. J. J. Bildfell talaði nokkur orð við- víkjandi því, að beina huga íslenzkrar æsku liér til Islands. Kvað hann ýmsa vegi til þess. Eitt meðal ann- ars væri, að fræða æskulýðinn um Island með myndum. Þá var lagt til og samþykkt, að svara hinu bróðurlega skeyti frá Swedish Can. League. Deildinni “Brúin” var og þakkað fyrir tilboðið að hafa næsta ársþing í Selkirk, hvort sem föng yrðu á því eða ekki. Þegar hér var komið var hinn setti ritari þingsins, Stefán Einars- son, beðinn að lesa síðasta fundar- gerning. Var hann samþykktur. Hafði nú þingið staðið yfir í þrjá daga og starfað bæði að degi og kveldi, nema kveld það er deildin “Frón” hélt hið ágæta mót sitt, er sagt hefir verið frá áður. Var eft- irtektavert hvað þingið var vel sótt, mátti heita húsfyllir á hverjum fundi. Hefir áhugi íslendinga víst aldrei verið meiri fyrir málefnum Þjóð- ræknisfélagsins, en á þessu síðasta þingi, enda er starfssvið félagsins orð- ið víðtækara en nokkurs annars ís lenzks félags vestanhafs, bæði inn á við og út á við. Áður en þinginu var slitið og menn tókust í hendur að skilnaði, voru sungnir þjóðsöngvar ættjarðarinnar og fóstrunnar og ríkisins. ORKUGJAFINN MIKLI Þegair þú ert þreyttur eSa taugaslappu*' —þá hitaðu þér bolla af Bíue Ribbon Tea Enginn betri h'"essing er til né hollari. INCORPORATED 2T? MAY 1670. H. B. JAMAICA og DEMARA ROMM C. Juilsoti’sT^ * ^Jamaica Xuw H. B. C. ROMM ÞJÓÐKUNNUGT UM VESTUR-KANADA í MEIR EN HUNDRAÐ ÁR Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti í 259 ár 'iíhtítsmt’s íBair (En. .Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HE/TU VATNI Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér víruin og setjum inn einn þeirra Fullbúinn fyrir AÐEINS QQ ÚT f HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari .$19-00 í peningum Brösun að auki ef þarf WúuupeOHiidro, 55-59 tif PWNCESSSI Sími 848 132 848 133 f PURITV ' FLOUR iii - ^ ■ m viStp \ More Bread and Betfer Bread and Befter Pasf ty too. kV USE IT IN ALL YOUR BAKING

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.