Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 21.08.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929 Fjær og nær Séra Þorgeir Jónsson messar að Riverton á sunnudaginn kem ur, 25. þ. m., kl. 3 síðdegis. Séra Guðmundur Árnason messar í kirkjunni að Otto, sunnudaginn 1. september, kl. 2 siðdegis. Meölimir Sambandssafnaðar eru beðnir að fjölmenna á safnaðarfund sem haldinn verður eftir messu á sunnudaginn kemur 25. þ. m. —Ritari. Rev. Richard J. Hall, prestur við Savansea kirkjuna í South Wales, flytur messur sunnudagana 25. ág- úst og 1. september, í kirkju Sam- bandssafnaðar, kl. 11 fyrir hádegi, eins og getið var um i síðasta blaði. Samsæti verður honurrt haldið í sam- komusal Sambandssafnaðar, mánudag inn 26. ágúst, kl. 8 síðdegis. Verður stutt skemtiskrá og veitingar fram- reiddar. Eru allir velkomnir sem vilja. Eins og líka var getið í síðasta blaði flytur George F. Patterson, D. D., frá Boston, er hér verður staddur á eftirlitsferð, guðsþjónustu í kirkju Sambandssafnaðar, sunnu- daginn 8. september, kl. 11 f. h. og kl. 7 síðdegis. Það hörmulega slys vildi til í Mikley á miðvikudaginn var, að þar drukknaði, skammt frá heimili sínu Sveinn Sigmar Halldórsson, 15 ára gamall piltur, yngsta barn Jóhannes- ar heitins HaJlldórssonar og ekkju ihans Margrétar Magnúsdóttur. Var Sveinn heitinn að baða sig er hann fékk krampa og sökk svo að ekki vatð bjargað. Er sár harmur kveð- inn að móðurinni og systkinunum er eftir lifa, er svo nýlega höfðu orðið á bak að sjá eiginmanni og föður á bezta aldri. Likið fannst á fimmtu daginn og var Sveinn heitinn jarð- sunginn á sunnudaginn, af séra Þor- geiri Jónssyni, að viðstöddu miklu fjölmenni. — Heimskringla vottar aðstandendum innilegustu hluttekn- ingu sina. Tryggvi Björnsson efnir til hljóm- leika á eftirfarandi stöðum: Wynyard—28. ágúst Leslie—30. ágúst Mozart—31. ágúst Elfros—2. september. Eftir fregn, er norsku blaði hefir borist frá Wynyard, lá þar við stór- kostlegu slysi nýlega. Fjögur börn fjölskyldnanna Ben Peterson og Bergþórson höfðu náð i lítinn róðr- arbát við Wynyard Beach og ýttu frá landi. Var elzta barnið ellefu ára, en það yngsta fimm. Stinnings- vindur blés um daginn, g rak bátinn út frá landi, er börrtin kunnu ekki að róa. Bergþórsson og Hilmar Blöndahl, elzti sonur Mr. og Mrs. Ásgeirs I. Blöndahl, réru eftir þeim á bátkríli, er þeir uppgötvuðu, að þau voru komin langt frá landi. Brotnaði ár hjá þeiin, svo að þeir náðu ekki börnunum. Unglinga á miótorbát bar að skömmu síðar, og lögðu þeir til hjálpar, er þeir heyrðu hvernig komið var. Náðu þau i börnin, oig var þá bátur þeirra, að því kominn að sökkva, fyrir ágjöf. þótt börnin hefðu rænu á því að ausa hvað af tók með höttum sín- um. Sást þá ekkert til Blöndalhl og Bergþórson. Hóf nú mótorlbátur- inn leit, og fann þá loks á kjöl, um tvær mílur undan landi. Hafði bát- krílinu hvolft undir þeir og voru þeir mjög þrekaðir orðnir og þvi nær aðframkomnir, af að halda sér við bátinn ,er þeim var bjargað. Mr. Tryggvi Björnson, frá New York, efnir til piano-hljóm- leika í Fyrstu lútersku kirkju, næsta mánudagskveld, 26. ág- úst, kl. 8.30. Allir velkomnir. Samskot tek/n fyrir Jóns Bjarna sonar skóla. iHr. Brynjólfur Þorláksson söng- kennari kom hingað til bæjarins fyrra föstudag, á lei'ð vestur til Glenboro, Man. Fór harm þangað eftir viku- dvöl hér í bænum. á föstudaginn var, og mun hann starfa þar að söng- kennslu það cftiv er sumars og fram á vetur. NOTIÐ YÐUR VEL STILES & HUMPHRIES VÖRU-ÚTRÝMINGAR Afsláttar Söluna Miklu Fit-Rite KARLMANN A-FATNAÐUR Hér er tækifæriS að kaupa vönduð föt á lágu verði. Regular $27.00, $28.00, $29.50. C-| QQQ Regular $32.00, $35.00, $38.00. S23.00 Regular $40.00, $43.00, $45.00. COQ HQ 2^10 Price .............. * Regular $48.00, $50.00, $55.00. S34 00 Sale Price ............... "'W,,VV SKIRTUR Hér eru skirtur frá beztu saumastofum og með nýjasta sniði. Regular up to $3.00. C1 70 Sale Price................ * " w Regular up to $4.50. CO A K Sale Price ............... **i-.t-*/ Regular up to $7.00. C4 Q0 Sale Price .....T......... SOKKAR Stórt upplag að velja úr. Regular up to 75c. 50C Sale Price ................. Pure silks. Regular $1.25 and $1.35 85C Sale Price.................. W HATTAR Hreinir flókahattar frá aðal hattaverksmiðjum verald- arinnar. Regular up to $8.00. C4 CQ Sale Price ............... Regular up to $10.00. CC QQ Sale Price ............... GOLF FATNAÐUR Nú er tækifærið að kaupa Golf buxur. Regular up to $5.00 Sale Price .................... Regular up to $6.50 Sale Price .................... Regular up to $9.00 Sale Price .................... Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop 261 Portage Avenue — Next to Dingwall’s $2.95 $3.50 $5.50 Kennara vantar fyrir Háland skóla nr. 1227, til að byrja 3. sept. næstkomandi. S. Eyjólfsson, Sec.-Treas., Hove, Man. Kennara vantar' við Riverton skóla fyrir grades 2 og 3 — Second Class Professional Certificate. — Kaup $85 á mánuði frá 15. september til 15. júni. S. Hjörleifson, Sec.-Treas., Riverton, Man. Tryggvi Björnsson efnir til hljóm- leika í fyrstu lútersku kirkju í Win- nipeg, 10. september næstkomandi. Mun nánar verða igetið um það síð- ar hér í blaðinu. Laugardaginn 10. ágúst, voru þau Guðmundur Vilhelm Hannesson og Gladys Jean Lawson, bæði frá Gimli, gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn í Winnipeg. Til leigu fyrir stúlku Gott herbergi, autt eða með öllum húsbúnaði, eftir því sem leigjandi óskar, í fjölhýsi rétt hjá Sargent Avenue. Upplýsingar veitir Hkr. eða húsráðandi ef símað er 24531. Hr. Paul Bjarnason, frá Wynyard, Sask., korti hingað til bæjarins á mánudaginn, snögga ferð, i verzlun- arerindum. Hr. S. S. Be-gmann kon: til bæjar- ins á mánudagsmorguninn, írá Wlynyard, Sask., eftir mánaðardvöl þar vestra. Hr. J. Stephenson, bónd: frá Kan- dahar, Sask., kom ' vikur.ni sem leið með vagnfarm aí gripuin, til sölu hér í Winnipeg. Kvað hann tiðir.da lítið þar vestr-i.; upp.ikeruhorfur í tæpu meðallagi i siav byggðarlagi. Hr. Jóhannes Pétursson, umboðs- maður gripasamlagsins í Wynyard, Sask., kom hingað til bæjarins í vik- unni sem leið með vagnfarm af grip- um. Þörí að skýra frá, Margar húsmæður hafa þörf á skólastúlkum til þess að veita sér nokkra hjálp yfir vetrarmánuðiria. Sömuleiðis eru stúlkur hér og þar, sem óska eftir tækifæri til að vinna fyrir fæði og húsnæði, meðan skólinn stendur yfir. Þessar húsmæður og i þessar stúlkur þurfa að kynnast. Það er báðum gagn. Eg hefi oft orðið til þess að þær kyntust. Eg vil einnig nú hlutast til um það, að þetta geti orðið. Framkvæmdir í þessu efni eru nú þegar byrjaðar. —Auð- vitað geri ég þetta venk fyrir Jóns Bjarnasonarskóla, jafnvel þótt ég hafi stundum gert það þegar aðrir skólar áttu í hlut. Nú vil ég biðja allar, sem hér eiga hlut að máli, stúlkur og húsmæður, að láta mig taf- arlaust vita um óskir sínar. Háustið er sem komið og skólastarf afar skammt framundan. Þess vegná má þetta ekki dragast. Ein stúlka hef- ROSE Theatre Sargent at Arlington The West End’s Finest Theatre THUR,—FRI,—SAT. (This Week) PART TALKING —Columbia Pictures Presents— ‘THE LONE WOLFE’S DAUGHTER’ BERT LYTELL — GERTRUDE OLMSTEAD — LILYAN TASHMAN —EXTRA FEATURE— Saturday Matinee Only TOM MIX IN ‘The Lone Star Ranger’ “TIGERS SHADOW ” No. 6 AND COMEDY ----------:--------- MON.—TUES.—WED., AUG. 26—27—28 Talking Picture “KID GLOVES” Warner Bros. Present CONRAD NAGEL LOIS WILSON EDNA MURPHY —ALSO— TALKING FEATURETTE AND COMEDY VEITIÐ ATHYGLI! Eg bý til beztu "Caboose” tjöld af ýmsu tagi, einnig fiskmanna tjöld. Góð kjör. Bezta efni notað. Póst- pantanir fljótt og vel afgreiddar. R. JACOBSEN, 215 James Street Sími 28 602 Winnipeg Man. BÚLAND TIL SÖLU Eða leigu, gott tækifæri fyrir dugleg- an mann er viH stunda skepnurækt, og koma sér þar fyrir er hann getur rekið hana í stórum stíl. Óþrjótandi haga ganga, uppsprettuvatn og fyrirtaks engi er á landinu. Landið er einnig gott til akuryrkju. Upplýsingar um söluskilmála veitir undirritaður eig- andi. SIGURJÓN BJÖRNSSON, 1060 Dominion St., Winnipeg. Sími 38 138. ir þegar beðið um pláss, sem ég hefi ekki enn getað vísað henni á. Þar er tækifæri fyrir einhverja húsmóð- ur. Frá því má segja, að ég hefi þegar auglýst í Free Press eftir svona plássum hefi ég ætið fengið nógar umsóknir, en ég kýs fremur góða staði á íslenzkum heimilum. Vil ég nú biðja íslenzku húsmæðurnar að láta það ekki dragast að segja mér frá því, ef þær þarfnast skólastúlku til að hjálpa sér í vetur. Drengur Eg veit líka um dreng, sem þráir tækifæri til að halda áfram námi, er kominn eins langt og kennt er, þar sem hann á heima, en gæti því aðeins komist til Winnipeg til að komast hærra í menntastiganum, að hann gæti unnið fyrir fæði og húsnæði. Hver vill nú gefa menntafúsum dreng tækifæri. Skólagjald Oft hefir Jóns Bjarnasonar skóla verið fundið það til foráttu, að nem endur þar þyrftu að borga skólagjald en ættu kost á frí-kennslu í öðrum skólum. Þetta hefir nú ekki verið að öllu leyti rétt eins og allir þeir vita, sem reynt hafa. Wesley Col- lege, sem íslenzkir nemendur hafa mikið sótt, hefir ávalt sett skólagjald, og það hærra en skóli vor. Slíkt hið sama hefir verið tilfellið með nunnuskólana og ennfremur fylkis- háskólann. Nú býður Jóns Bjarna- sonarskóli frí-kennslu öllum nemend um 9. bekkjar, en $50 skólagjald í hinum bekkjunum. Á skrifstofu skólaráðs Winnipegborgar, þegar ég spurði, í síðastliðinni viku, eftir gjaldi, var mér sagt það, að allir, sem ekki eiga heima í borginni, og ekki eiga þar eignir, verði að borga fyrir börn sín í miðskólum borgar- innar (9.—12. bekk), $6 í byrjun hvers mánaðar. Það gjörir'samtals $60 yfir árið. Ekki verður þá ann- að sagt, en að Jóns Bjarnasonarskóli bjóði utanbæjar-nemendum óviðjafn- anlegt tækifæri. U msóknir Skólanum eru nú að berast um- sóknir nýrra nemenda úr ýmsum átt- um. Bezt væri fyrir alla, sem hafa skólagöngu í huga, að hugsa það mál vandlega, en ráða það sem fyrst. Menn snúi sér að séra Rúnólfi Mart- einssyni, 493 Lipton st., talsími 33923, eða Miss S. Halldórsson, Lundar, A. A. TISDALE er var skipaður aðal umsjónarmað- ur vestur deildar Can. Nat. járn- brautanna 1. ágúst. Ritlingur um skólann sendur öllum sem æskja þess. Næsta skólaár hefst miðvikudaiginn 18. sept. —R. M. WONDERLAND Wlnnlpegs Cozlest Suburban Theatre THUR.—FRI.—SAT. (Thls Week) JOAN CRAWFORD — NILS ASTHER IN “DREAM OF LOVE” —Added Feature— BUCK JONES IN “THE BIG HOP” —Chapter 4 of— “THE FINAL RECKONING” MON.—TUES.—WED., Next Week PHYLLIS HOVER IN “OFFICE SCANDAL” —Added Feature— “Name the Woman” SPORT REVIEW Framtíðarspámaðurinn Jói er fundinn; létt er leit, lýðurinn ætti að kætast hve hin fornu fyrirheit fagurlega rætast. —P. Man. THE CANADIAN CHAUTAUQUAS PRESENT THE WINNIPEG CHAUTAUQUA Eleven Exceptional Programs of Education — Inspiration — Entertainment —including— STEFANSSON “The Prophet of the New North” It costs $1.00 to hear Stefansson BUY A SEASON TICKET For $1.50, Children 75c, and enjoý the other ten programs Glorious Music Novel Entertainment 2 Great Plays Instructive Lectures BUY TICKETS AT: Winnipeg Piano Co. Y. M. C. A. Y. W. C. A. Scanlan & McComb Bridgman’s Hardware Strain’s, Ltd. Winnipeg Drug Local Committee O. S. Thorgeirsson B. E. Johnson S. Jakobsson Heimskringla Amphitheatre Rink — Aug. 22-23-24-26-27-28 St. John’s College — Aug. 23 24-26-27-28-29 Spyrjið konuna sem á Eldavél Með hinum nýju gas eða rafmagns eldavélum þar sem hitinn er leiddur og honum haldið í jafnvægi utan um bökunarofninn, getur Mrs. Smith ráðstafað svo mat- reiðslu að hún er laus í allan eftir miðdaginn. Önnur rafmagnsáhöld til húshreinsunar létta henni einnig starfið. Skoðið þessi áhöld. Verðið er lágt og vægir kaupskilmálar. ---Heimsœkið hinn nýja áhaldaskála vorn í- Power Byggingunni — Portage og Vaughan st. WIWWIPEC ELECTWIC COMPAWY “Your guarantee of Good Service'’ THREE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Avenue, St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. {r«SO9SOSCOSOSOSSðO9eOQSGeOðOeðð09ðQSðð6>:«ðCOOðSðOSðSO9ðOOðOOeð9OeOOOOSO9ðOOOðOð jj Bus/ness Training Pays— especially * Success Training More than 2700 employment calls for our graduates were registered with our Placement Department during the past twelve months and more than 700 in May, June and July of this year. Fall Term opens August 26th DAY AND EVENING CLASSES If you cannot enroll then you may start at any time. Our system of individual instruction makes this possible. WRITE, PHONE OR CALL CORNER PORTAGE AVE. AND EDMONTON St. WINNIPEG MANITOBA »eoseeooooosoecoosooccocccoeooooosðco»»oeosooooooososcoeoðoeoeoooðeosðsos« i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.