Heimskringla - 13.11.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. NÓV., 1929
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
ar og nauðsynlegar byggingar í
Reykjavík og annarsstaðar í landinu.
—Til íslenzkra kvenna fyrir spítal-
ann, til stúdenta fyrir stúdentagarð -
inn, til Meulenbergs fyrir kirkjuna
fögru, til bíóeigendanna (Gamla Bíó
er stórborgarlegasta bygging í allri
Reykjavík), — til allra sem byggt
hafa vandað hús einhversstaðar á
landinu, eða látið rífa niður kofa,
sem mátti missa sig. Allir hafa þeir
búið í haginn fyrir íslenzka menn-
ingu.
—Fyrir nokkrum' dögum skoðaði ég
hinn heimsfræga kirkjugarð Campo
Santo í Genúa, þar sem rikismenn
borgarinnar kynslóð eftir kynslóð hafa
sett mikla og fagra minnisvarða úr
marmara á grafir ástvina sinna, þann-
ig að garðurinn er likastur listasafni.
Innan um allar þessar auðmanna-
grafir er marmarastytta i líkamsstærð
af gamalli, fátækri konu. Hún er
ekki í tötrum, heldur í beztu klæðum
sinum, en á handleggnum hanga
nokkrar brauðkringlur dregnar upp á
snúru. Á stöplinum er lesmál: Hún
hafði selt brauðkringlur á götunum
alla æfi, og lifað fátæklingslífi en
stóðugt safnað í handraðann. Frá
barnæsku dáðist hún að marmara-
verkunum I Campo Santo og átti eina
eldheita ósk, einn draum sem hún
hfði fyrir,— að eiga fyrir veglegum
minnisvarða á gröf sína. Og á
efri árum fékk hún sér spariföt og
sat fyrir myndhöggvaranum.
Það fer ekki vel á því að við Is-
lendingar kostum miklu í legsteina
fvrst um sinn. En hver sem kemur
upp fallegri bvggingu í okkar hörmu-
legu bæjum eða illu húsuðu sveit-
um, hefir reist sér minnisvarða.
III.
íslendingar þurfa nú að byggja
látlaust í áratugi, í mannsaldra —- og
festa sér í hug að vel skal vanda það
sem lengi á að standa. Það sem nú
verður byggt mun um aldir setja
svip á landið, að svo miklu leyti sem
mannaverkin gera það, — prýða eða
lýta islenzka náttúru. Það má und-
arlegt virðast hve íslenzkir listamenn
hafa til þessa verið fáskiftir- um
hvernig fer úr hendi bygging landsins.
I því efni ræður smekkur og list-
fengi til jafns við efnalegur ástæð-
ur — ef ekki meira.
A. Sv. segir mér að Sviar komist
oft svo að orði um sínar gömlu bygg
ingar: “Þær urðu fallegar af því j
við vorum fátækir, höfðum ekki efni
á útflúri og sundurgerð til að spilla
hreinu og sterku formi.” Og Á.
Sv. dáist mjög að því, hve vel hafi
tekist seinni ára tilraunir i Sviþjóð'
að byggja hús handa fáíækum og
miðlungi efnuðum fjölskyldum, sem
væru vistleg og falleg í öllum sínurn
einfaldleik, þrátt fyrir eða kannske
einmitt vegna íburðarleysis, hófsemi
í skreytingu.
Eg var staddur í París um það
levti sem landsýningin síðasta var
opnuð og skoðaði hana með Á. Sv..
Það er til marks um hve mjög kveð-
ur að viðleitni nútíðarlistarinnar ti!
þess að setja svip á heimili og húsa-
kynni, að á hinni miklu, stranglist-
rænu sýningu voru sýnd ein 30—40
herbergi: borðstofur, dyngjur, svefn-
herbergi, lestrarsalur á bókasafni, rit-
stjórastofur, forstjóraskrifstofur, o.
s. frv. — allt gert af skrautlistar-
mönnum. Hin sérkennilega fegurð
í herbergjastíl, sem hér gat að líta,
átti yfirleitt' ekkert skylt við að ríka-
mannlega væri tilstofnað. Mikið af
þessum húsgögnum virðist auðvelt og
ódýrt að smiða. Svipríki og laðandi
áhrif voru eingöngu smekkvisi og
listfengi að þakka, samræming list-
anna í húsgögnum, gluggum og vegg
flötum, samvali lita í efniviði og á-
breiðum, á lofti og veggjum.
Hlutverk skrautiistarmanna á ís-
landi i samvinnu við byggingarmeist
ara og húsgagnasmiði, er óendanlega
fjölbreytt og mikilsvarðandi. Við
erum að byggja húsin sem eiga að
standa — og unga fólkið, sem stofn-
ar nýju heimilin, fær oft lítið eða
ekkert til þeirra að arfi frá eldri kyn •
slóðinni, sem fullnægi kröfum þess
til vistlegra húsakynna. Hvergi er
meiri ástæða til þess að eyða veru-
legum hluta af tekjum sínum til að
búa vel um sig heima fyrir en ein-
mitt í illviörasömu og köldu landi
eins og Island er. Og það er vert
að muna, að það smekklega er oft
eigi dýrara en hið ósmekklega.
Þjóðin verður að gera sér ljóst,
hve mikið hún á undir byggingarmeist
urum, húsgagmasmiðum og skraut-
listarmönnum — og þeir sjálfir engut
síður.
IV.
Húsakvnnin þurfa að vera hentug
og holl — en það er ekki nóg. Bygg-
ingarlist er myndlist! þvi má ekki
gleyma. Ljótt hús er til óþroskunar
og smekkspillis, engu síður en Ijótt
minnismerki — og heilir bæjarhlutar
eru hér, seni eru ljótir, níða niður
hugsunarhátt íbúa sinna, ala þá upp
til hverskonar ræfildóms, í hugum og
lífi.
Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík
hefi ég heyrt því haldið fram, að
ekki kæmi til mála að neita um bygg-
ingarleyfi af því að teikning af húsi
væri ljót — ef eigandinn væri ánægð
ur með hana, þá væri nóg! Slíkt
er hin háskalegasta villa. Menn
ættu að vera frjálsir að því að láta
reisa svipljót hús á fallegustu stöð •
um í bæjunum? — Það nær engri
átt.
Sannleikurinn er sá, að í bæ sem
er að verða til„ eins og Reykjavík,
og þar sem vit og smekkur í þessum
efnum er eðlilega af skornum skamti
hjá borgurunum, þar verður bæjar-
valdið að neita afskiftaréttar síns
með árvekni — og með ráði og for-
sjá hinna beztu manna.
Á. Sv. sagði við mig eitthvað á
þessa leið: Hið glæsilegasta sem
myndlist fær gert er heill bær, sem sé
eitt samræmt listaverk, skapað í ein-
ingu af öllum greinum hennar. Þó
ekki sé framar hægt að gera Reykja-
vik svo úr igarði, þá má hafa þessa
þessa hugsjón fyrir augum^ reyna að
nálgast hana í satpheldni og einbeitni
— og nýir bæjarhlutar geta enn orðið
listaverk. Allt hiö fegursta í bæj-
um heimsins-er orðið til fyrir sam-
vinnu ýmsra greina myndlistar — og
' ': •
:. / -
með vernd og stuðningi hins opin-
læra afskiftaréttar af byggingarfram
taki einstaklinganna.
Ráðamenn höfuðstaðarins verða að
gera sér þetta ljóst.
V.
“Eigum við að klæða fjallið'?”
Eigurn við að reyna að byggja
fallega í sveitum og bæjurn? ■
Eigum við að reyna að gera Reykja
vík svo fagran bæ sem vert væri
vegna þess að hann er höfuðstaður
Islands og vegna legu hans — á hæð-
unum við sjóinn, með voga og éyjar
umhverfis, frjálsa sýn út á hafið —
allt þetta inn í víðum og fögrum blá-
fjallahring?
Það verður ekki gert með því að
hugsa skammt og smámannlega, með
því að hundsa listamenn vora og
aöra þá er hugsa af viti fyrir skipu-
lag bæjarins. Jóhannes Kjarval
ritaði margt bersýnilega rétt og gáfu-
legt um skipulag og útlit Reykjavíkur
í Mprgunblaðinu fyrir nokkrum árum
— það hefir lítil átfrif haft til þessa,
líklega einmitt af þvi að hann var
listamaður. Það er ekki hægt að
taka mark á því sem listamaður (þ.
e. skýjaglópur) skrifar um þessi efni,
hefir margur borgari hugsað. Hann
er ekki í Fasteigendafél., o .s. frv.
Tvær ágætar hugmyndir um skipu-
lag í Reýkjavík hafa á síðari árum
til einskis fram komið. Onnur var
hugmynd Péturs Halldórssonar, að
ætla Háskólanum og stúdentagarði
rúm á Hólavelli. Þessar tvær stór-
byggingar hefði þá borið hátt, þær
hefðu orðið drættir i svip bæjarins.
Og útsýnið úr gluggutn þeirra og
af hlaðsléttunum fyrir framan þær
var hið fegursta, sem bærinn . gat
veitt upprennandi kynslóðum mennti
manna: I láginni fyrir neðan tjörn
in og miðbærinn, en í íjarska sund-
in, eyjarnar, fjöllin. Nú mun eiga
að kóma báðum byggingunum fyrir
t útjaðri svokallaðs Kínahverfis og þá
væntanlega nteð útsýni á Holtræfilinn
(eins og Laxness kallaði Eskihlíð-
inaj. — Hin hugmyndin var til-
laga Sigurðar Guðmundssonar húsa-
meistara, að framlengja Austurstræti
upp Garðahverfisbrekkuna og reisa
leikhúsið þar. láta það loka götunni.
Með því móti hefði þessi höfuðbraut
bæjarins hækkað til beggja enda;
fengið sömu hengibrúarlínuna og
Karls Jóhannsgata í Osló, og leik-
húsið borið hátt yfir miðbæinn. En
nú er búið að koma því fyrir í jaðr-
inum á Skuggahverfi, þó þeim, er
riær veit miðbænum.
Auðvitað hefði veriö dýrara að
framkvæma hugmyndir P. H. og S.
G. — en margfalt, margfalt sniekk-
legra. Það er of oft til einskis að
hugsa af viti á íslandi.
Hvað sem þessu lýður þá vona ég
að Ásmundi Sveinssyni verði í fram-
tíðinni falin mörg og vegleg verk-
efni á íslandi. Leikhúsið, sundhöll-
in, hótelið nýja, Hallveigarstaðir, o.
s. frv. — Þessar byggingar og ótai
fleiri, reistar af einstaklingum, bæ og
ríki, ættu að fá að njóta góðs af
hæfileikum og þekkingu þessa is-
lenzka skrautlistarmanns.
Island á að nota krafta sinna lista
manna.—Lesb. Mbl.
Nissa, 6. jan. 1929.
N A F N S PJ O L D
ÚTSALA
á notuðum
PIANOS
ORG'RS
PH0N06RAPHS
Sérstök haust útrýmingar-
sala á góðum, notuðum og
búðarstöðnum hljóðfærum,
—öll yfirskoðuð og gerð
upp svo þau eru í góðu
lagi,—á verði og skilmálum
sem eru við efnalegt hæfi
allra.
PIANOS
American Piano .... $135
Dunham ......... $165
Williams ........ $225
Heintzman Co..... $235
Mendellsohn ..... $295
Heintzman Co. ... $365
PHONOGRAPHS
Fómað
góðum
vélum á
$15
til
$35
Beztu teg-
undir seld-
ar á broti
einu af því
sém þær
upphaflega
kostuðu
ORGEL
Fríðasta úrval, í piano um-
gjörð eða kirkjustíl. 5 og
6 oktövu Orgel-verð
$75 orgel á -------- $37.50
$50 orgel á .......... $25
Borgunarskilmálar allt
ofan í $5 á mán.
IIH
ni mtMff. m.
Kaupið hjá reyndum hljóð-
færa sérfræðingum
ÞEGAR þér æskið að senda peninga til ættingja eða vina
á Gamla Landinu, þá mun hvert af okkar útibúum sem
er, góðfúslega gegnumganga það fyrir yður.
!Vér höfum sérstök tæki á því að senda peninga til út-
landa með fullu öryggi, hvort sem sé með pósti eða sjávar-
síma.
Peningar yðar munu borgaðir verða án tilkostnaðar
móttakanda í gegnum áreiðanlegan banka sen> starfar i
umboði voru.
Þcgar þér æskið að scnda pcninga heim, látið
The Royal Bank gcra það fyrir yður
THE ROYAL BANK
O F CANADA
TIL ISLANDS 1930
Símatilkynning er nýkomin frá aðalskrifstofu Canadian
Pacific í Montreal að hið ágæta
í í
S S MELITA ” (15,200 TONN)
hafi verið valið til þess að flytja þá er fara til íslands að
ári á vegum hinnar opinberu hátíðarnefndar íslendinga
Siglt Frá Montreal kl. 10 f.h. 11. Júní
Nefnd yðar, ei' þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna
fyrir yður, að—
Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreal.
Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi.
Svo margir liafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að
enginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta.
Sérstök vildarkjör hafa fengist meðan dvalið er í Reykja-
vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði.
Fulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er
að semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að
lokinni hátíðinni.
Eftir kaupum á farbréfúm, upplýsingum og öllu aðlútandi
ferðinni snúi menn sér til—
W. C. Casey, General Agent, Can. Pac. Steamships.
R. G. McNeillie, General Passenger Agent,
Canadian Pacific Railway, eða
J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar,
708 Standard Bank Bldg., Winnipeg.
Canadían Pacifíc
Sama AtlætiS — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi
—i
| DVISHS & CL.EANERS CO„ LTI).
í grjöra þurkhreinsun samdægurs
Bæta og gjöra vifc
| Sfml 37061 Winnlpegr, Man.
jBjörgvin Guðmundson
í A. R. C. M.
! Teacher of Muisic, Composition,
! Theory, Counterpoint, Orchet-
* tration, Piano, etc.
!
!
555* Arlington St.
S1MI 71621
1
j HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
| DH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
( Phone: 87 208
| .Suite 642-44 Somerset Blk.
”AN.j
NMH
{WINNIPEG —MAN.
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
' UaRgaKe and Farniture Mnvlng
| 66S ALVERSTONE ST. |
Í SIMI 71 SÖ8
| Eg útvega kol, eldivit5 meU ■
I sanngjörnu vert5i, annast flutn- |
| ing fram og aftur um bæinn.
A. S. BARDAL
r ' ..........................1
. !
jselur Iíkkistúr og ann&st um útfar- {
! ir. Allur útbúnaSur sá bezti. j
{ Ennfremur selur hann allskonar *
| minnisvarSa og legsteina.
, 843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 60"
WINNIPEG
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
I Skrifstofusími: 23674
i Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
I Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12
x f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
| Talafm.Ii 33158
{ WALTER J. LINDAL
DR. K. J. AUSTMANNI I björn stefánsson
Islenzkir lögfrœðingar
1709 MINING EXCHANGB Bldg
{ Sími: 24 963 356 Main St.
Wynyard —:— Sask. | ÍHafa einnig skrifstofur að Lundar,
JPiney, Gimli, og Riverton, Man.
—-
í
J
|
| jFiney, Gimli, og Riverti
DR. A BI.ÖNDAI,
' 602 Medical Arts Dldg. |
{ Talsími: 22 296 |
i Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
“ og barnasjúkdóma. — At5 hitta:
kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h.
iHeimili: 806 Victor St. Sími 28 130 I
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arta Bldfr-
Cor. Graham and Kennedy St.
Phone: 21834
ViÖtalstími: 11—12 og 1_5.30
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
r
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Tnlsfnil: 2SS89
!
!
DR. J. G. SNIDAL
TANNI.ÆKNIR
614 Soraerset Ðloek
j PortaRe Avenue
j Stundar eingtlUKii aiiK«na- eyrna-
nef- og kverka-MjAkdóma
Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Talnlnii: 21.S34
I Heimili: 638 McMillan Ave. 42691
{ G. S. THORVALDSON
{ B.A., L.L.B.
Lögfræðingur
702 Confederation Life Bldg-.
Talsími 24 587
Telephone: 21613
J. Christopherson,
Islenzkur Lógfræðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :; Manitoba.
! Björg Frederickson
píanókennari
byrjar aftur kennslu 4. sept.
Nemendur búnir undir próf.
i Phone 72 025 (
1 í
Ste. 7, Acadia Apts.
—
L
i
! MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 HANNING ST.
PHONE: 26 420
?
|Mrs. B. H. Olson!
i
{ TEACHER OF SINGING
Í5 St. James Place Tel. 35076 í
L_____________________J
j DR. C. J. HOUSTON
ÍDR. SIGGA CHRISTIAN-
SON-HOUSTON
GIHSON BLOCK
í Yorkton —:— Sask.
r
TIL SÖLU
A rtDÍPRU VEKDI
“FIRNACE” —bæbi vi75ar og
kola “furnace” lítiT5 brúkab, er
til sölu hjá undirrltubum.
Gott tækifæri fyrir fólk út á
landi er bæta vilja hitunar-
áhöld & heimlllnu.
GOODMAN & CO.
| 7S6 Toronto St. Sfml 2HS47
{ MESSUR OG FUNDIR
{ í kirkju Sambandssafnaðár
Messur: — á hverjum sunnudegi\
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
j finrtudagskveld í hverjum!
| mánuði.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju
dag hvers mánaðar, kl. 8 að I
kveldinu.
Söngflokkurinn: Æfingar á hverju
fimtudagsknpldi.
Sunnudagaskólinn:— A hverjuin
sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. h. j
Ragnar H. Ragnar
Pianokennari
Phoite 34 785
—Kennslustofa—
693 Banning Street
E. G. Baldwinson, L.L.B.
I.ö»» í ræftingur
Henldence Phone 24206
Offlee Phone 24063
70S Mining Exehanre
356 Maln St.
WINNIPEG.
| 100 herbergi me? eba án b&T5a
| SEYMOUR HOTEL
verC sanngjarnt
Slml 28 411
C. G. HCTCHISON, elgaodl
Market and Klng St.,
Wlnnipeg —:— Man.