Heimskringla - 13.11.1929, Blaðsíða 6
«. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 13. NÓV., 1929
Hinir Nýju <*tvíinnsigluðu,, pakkar halda
mjölinu fersku og bragðhreinu
í það endalausa
Robin Hood
EKKEHARD
Saga frá 10. öld,
eftir I. von Scheffel.
kvæðabrot, er hún kunni, til að reka á brott
svefninn, er sótti að henni. Síðan hratt Valter
svefnhöfganum af augum sér, og bað meyj-
una að hvílast, og hélt sjálfur vörð, og leit
ýmist til hestanna eða hlustaði eftir hverju
hljóði sem honum barst. Og þannig leið nótt-
in og aftureldingin kom, og döggin féll mjúk-
lega yfir runnana og grasið. Valter gekk þá
til hinna dauðu. Tók hann vopn þeirra,
brynjur og hjálma, armbönd, sverð og belti, en
við hinum glæsilegu klæðum þeirra snerti
hann ekki. Síðan tók hann fjóra af hestun-
um og klyfjaði með þessum gersemum, setti
Hildigunni á bak hinum fimmta, og steig sjálf-
ur á bak sjötta hestinum. Og er hann hafði
lokið þessum viðbúnaði, reið hann út úr kletta-
víginu og skygndist um með hauksnörum aug-
um, og hleraði eftir hvort nokkuð hljóð heyrð-
ist eða jódynur úr fjarska, en dauðakyrð
hvíldi yfir öllu. Síðan riðu þau á stað, Hildi-
gunnur á undan, og við hlið hennar stríðs-
hestarnir er hlaðnir voru herfanginu. Þá
reið Valter einum hinna herteknu hesta, og
leiddi sinn eigin stríðshest klyfjaðan gullmun-
unum.
Þau höfðu aðeins farið nokkur þúsund
skref, þegar Hildigunnur, er leit í kring um
sig, varð gripin af liræðilegum ótta, því
frá fjallshlíðinni sá hún tvo riddara "koma ríð-
andi á fleygiferð, og náföl af hræðslu kallaði
hún til Valters: “Nú er úti um okkur, þú ást-
fólgni lávarður minn! Eg bið þig að flýja.’'
Valter snéri sér við og athugaði óvinina. “Eg
ætla ekki að hopa fyrir hættunni,” sagði
hann. “Ef dauðinn verður ekki umflúinn,
er betra að berjast en leggja á flótta með tvær
hendur tómar. Tak þú, Hildigunnur, þenna
taum og teymdu hinn klyfjaða hest minn. í
skógarþykninu þarna muntu fá öruggan felu-
stað. í brekkunni ætla ég að bíða komu-
manna, og veita þeim riddaralega móttöku.’’
Meyjan hlýddi undir eins skipan Valters,
meðan hann óskelfdur dró fram sverð sitt og
skjöld. Og meðan Gunnar konungur var enn
langt í burtu, hóf hann upp raust sína og kall
aði til hans: “Nú fær þú eigi lengur faiið þig
milli klettanna, og fitjað upp á trýnið eins og
urrandi hundur. Hér á bersvæði bíður þín
ný orusta, og skulum við nú brátt sjá, hvort
endirinn verður h'kur byrjuninni. Nem staðar
og látum oss sjá hvort hamingjan er ennþá
leiguþræll þér við hlið!’’
Með fyrirlitning lét Valter sem hann heyrði
ekki þessi orð, og ávarpaði Haka: ‘Ó, Haki.
þú gamli vinur Haki! Segðu mér hvað því veld
ur, að ég sé manninn sem skildi við mig með
tárum, koma nú móti mér sem óvin? f
sannleika sagt, hugsaði ég eitt sinn, að á
heimleið minni myndir þú mæta mér með opn-
um örmum, og auðsýna mér gleðiríka gest-
risni, og jafnvel fara með mér til ættjarðar
minnar. Og er ég ferðaðist yfir erlendar og
ókunnar brautir, hugsaði ég ávalt: Ó, að ég
væri í Frakklandi, þar sem vinur minn Haki
er! Hefirðu gleymt æskjuleikjum okkar, þar
sem við með einum hug kepptum áfram að
sameiginlegu marki? Hefirðu gleymt vin-
áttu okkar? Ó, þegar ég sá ásjónu þína, var
sem ég væri gripinn af því öryggi, sem væri
ég kominn í námunda við foreldra mína og
mitt forna heimkynni. Eg hefi ávalt varð-
veitt hina trúlyndu ást rnína gagnvart þér, bæði
í konungsgarði og frammi fyrir óvinum mínum,
og nú beini ég þeirri bæn minni til þín, að
því hverfir frá þessu grimdarverki og gerist
aftur minn forni góði vinur. Og gerir þú
þetta mun ég lofa þig æ síðan, og fylla skjöld
þinn rauðu gulli.”
Með dimmum svip og reiðilegum aug-
um leit Haki til hans. “Fyrst beittir þú afli
og nú ætlar þú að reyna að" koma þér undan
með slægð. Tryggð okkar hefir þú rofið.
Nú verður þú aÓ fást við mig, því þú hefir gerst
banamaður vina minna, og einn af þeim var
systursonur minn. Með sverði þínu sendir
þú til heljar hið unga fagra líf. Þess vegna
erum við kvittir. Eg krefst ekki gulls af þér
né vinarhóta, en líf hins dauða systursonar
rníns.”
Haki stökk af baki hesti sínum, og hið
sama gerðu þeir Valter og Gunnar konungur.
Á fæti ætluðu þeir að berjast — tveir móti
einum. Og sá, sem til þess varð að hefjast
handa, var Haki. Með hinum styrka arm-
legg sínum kastaði hann spjótinu. Valter var
of stoltur til þess að snúast til hliðar svo það
misti hans, en hann bar fyrir það skjöldinn,
sem það hrökk af líkt og marmarahellu. Þá
skaut Gunnar konungur hina, digra askspjóti
sínu. Hann varpaði því djarflega, en svo
linlega, að það snerti aðeins skjaldarrönd Valt- J
ers, og með einum litlum rykk varpaði hann
því til jarðar. Þeir gripu til sverðanna í
hörkulegri þögn,og Valter bar af sér hvert högg
þeirra með spjóti sínu. Blöðin voru of stutt,
þau náðu ekki að snerta hann. En allt í einu
datt Gunnari konungi fólskubragð í hug. Spjót-
ið, sem hann hafði varpað árangurslaust lá
nú við fætur Valters, og hann vildi svo gjarna
reyna það einu sinni enn. Þess vegna gaf
hann Haka bendingu um það með tilliti sínu
að hann skyldi sækja fast fram, og um leið og
hann sliðraði hið gullhjaltaða sverð sitt, teygði
hann sig fram svo lítið bar á. Innan stundar
náði hann handfestu.á spjótskaftinu, en í
sama bili gerði Valter harða atlögu að Haka,
og steig með öðrum fæti ofan á spjótið. Yfir-
kominn af undrun og ótta, stóð konungur þar
varnarlaus, og hann var að falla í greipar
dauðans, þégar Haki sveiflaði sér að hlið hans
honum til verndar. Alltaf harðnaði bar-
daginn. Valter hopaði hvergi, þó ójafnt væri
leikið. Hann stóð eins og björn, sem um-
kringdur er af hóp hunda: hann ógnar með
sínum hvössu klóm, teygir höfuðið niður og
uirar. Ægileg er örlög þess, sem voga sér
of nærri. Hann grípur hann í arma sína, og
er þeim armlögum sleppir hreyfist ekki fórnar-
dýrið meir, og með óttafullu gjammi börfa
hundarnir frá.
Bardaginn náði hámarki sínu. Á brám
hvers bardagamannsins sátu í sannkallaðri
eining, reiði, bardagaofsinn og hinn brennandi
hiti sólargeislanna. Með æðislegum svip leit
Valter í kringum sig eftir-möguleikum til að
gera enda á bardaganum eða sleppa frá hon-
um. Og hann kallaði til Haka: “Ó, þú hag-
þorn-tré, það er þín heitust þrá, að hitta mig
og sjá þrek mitt dvína. Nú vil ég þreyta við
þig vopnaviðskifti, og þó þú sért mikill jötun,
muntu samt hníga til jarðar.” Og urn leið
skaut hann spjóti sínu með þeim krafti, að
það skar sundur herklæði Haka, og nam odd
urinn skinnið, en sakaði ekki frekar, því bolur
Haka var gerður af hinu bezta leðri. í sömu
svipan þreif Valter sverð sitt úr sliðrum, og
vatt sér að Gunnari og veitti honum þvílíkt
högg, að af tók fótinn fyrir ofan hné. Hálf
dauður hneig Gunnar niður á skjöld sinn, og
Haka brá svo við þetta voðaliögg, að fölva
sló á ásjónu hans. Valter sveiflaði aftur þeg-
ar í stað hinu blóðflekkótta sverði sínu, og
myndi hafa veitt hinum særða konungi bana,
hefði Haki ekki látið sverðið falla á höfuð
sér. Gneistar flugu af hjálmi hans, en hann
sakaði ekki, svo vandað og sterkt var verk
smiðsins. En sverðsblað Valters molaðist
sundur með miklum hávaða, og hrukku brotin
víðsvegar um grasflötin og runnana. Þegar
Valter sá sitt góða blað þannig að engu gert,
fylltist hjarta. hans ógurlegri heift. Hann
einhenti meðalkaflanum burtu — þó hann væri
úr hreinu gulli og með miklum hagleik gjörð,
því hvað gagnaði hann honum nú? En um
leið og hann hóf upp spjót sitt varfærnislaust,
veitti Haki honum högg á úlnliðinn svo af tók
höndina. Með fossandi blóðrennsli féll hann
ofan á sandinn, þessi hönd svo dáðrík og sig-
ursæl. Þannig særður, með vinstri höndina
eina, lét Valter sér hvergi bregða né flótta
kcma sér í hug. Með óskældu andliti duldi
hann sársauka sinn, og setti skjöldinn yfir
hinn blæðandi úlnlið, en greip síðan bugsverðið,
sem liann hafði um nóttina í höll Húnanna.
fest sér við hægri hlið, til hjálpar á slíkri nauða
stund. Með þessu vopni greiddi hann gjöld
hefndarinnar. Með því afskræmdi hann and-
lit Haka, sem eftir áverkann stóð eineygður
með sundurhöggvin vanga og sex tennur brotn
ar.
Þannig endaði bardaginn. Báðir höfðu
þeir mátt hvílast á vopnuni sínum, því alvar-
leg sár og kveljandi þorsti knúði þá til að leggja
þau niður. Þess vegna, eins og riddurum
sæmdi, hættu þeir þeSsum hildarleik, eftir að
hafa reynt jafnræði sitt hvað þrek og hugdirfð
snerti. Hver þeirra skildi eftir á orustuvell-
inum tákn um bardagann: hin góða hægri
nönd Valters lá þar nærri, og fótur Gunnars,
og ekki langt í burtu sást auga Haka. Tveir af
stríðsmönnunum settust niður, hinn þriðji lá
á jörðinni. Með blómum og laufblöðum
reyndu þeir að stöðva blóðrásina er mæddi þá.
Og þá hóf Valter upp rödd sína, og kallaði á
Hildigunni, hina óttaslegnu mær. Hún kom
og batt sár hetjanna, og Valter sagði: “Um
fram allt sæktu oss vatn að drekka, því sann-
arlega verðskuldum við það. Berðu drykkinn
fyrst Haka, því hann var konungi sínum trúr
og hugrakkur í bardaganum; gefðu mér þar
næst drykkjarkerið, því ég hefi liðið meir én
nokkur annar; og að síðustu gefðu Gunnari
að drekka — ekkert afreksverk gerði hann.”
Meyjan gerði eins og lávarður hennar
bauð, og bar Haka drykkinn. En aðframkom
inn af þorsta mælti hann: “Gefðu Valter lá-
varði þínum fyrst að drekka, því í dag hefir
hann sýnt, að hann er hraustari en ég, já,
hraustari en við allir.’’
Þegar sárustu þrautir þorstans höfðu ver -
ið linaðar, sátu þeir enn saman, Haki, hinn
lundstífi maður og gamli vinur hans í vin-
samlegum samræðum. Eft-
ir klið og ógang orustunnar,
eftir glamur sverðanna og
hljómhljóð skjaldanna, sátu
þeir saman og drukku glaðir
og spaugandi.
‘í framtíðinni, vinur minn,"
mælti hinn frakkneski maður,
“fer þú á hjartarveiðar, en þá
verður þú að setja upp leður-
glófa, stoppaða með ull, og
ef til vill getur það orðið til
þess að þú álítir þig hafa enn
þá hægri höndina.”
“Ha! Og þú verður einnig
nú móti öllurn siðum og venj-
um, að festa bjúgsverð þitt
þér við hægri hlið. Og ef
Hildigunnur fellur þér í faðm,
verður þú að umfaðma henn
ar fagra líkama með vinstri
hendinni einungis. Vissulega#
verður allt ófimlegt — með
verri hendinni unnið eins og
máltækið segir—.”
Valter svaraði undir eins
og sagði: “Ó, hættu ertni
þinni, eineygði maður. Márga
hirti skal ég leggja að velli,
með vinstri armi mínum, en
þú — aldrei munt þú framan
éta steiktan villigölt. Eg sé
þig rangeygðan deila við
þjóna þína, og með rang-
snúnu augnatilliti svara ridd-
arakveðjum. Og þegar ég
hugsa um trygglyndi þitt, vil
ég gefa þér það ráð, að þeg-
ar þú kemur aftur heim, þá biddu um kaldan
barnamat úr mjólk og mjöli. Tannlaus mað-
ur mun éta slíkan mat með ánægju, og hann
mun styrkja hina veiku limi hans.
Þannig endurnýjuðu þeir með gamanyrð-
um og hlátri, bönd hinnar gömlu vináttu.
Síðan báru þeir konunginn, sem kvaldist
af sárum sínum, til hests síns, og lyftu honum
á bak, og hinir tveir frakknesku menn riðu til
baka til Worms, en Valter reið áfram til ætt
lands síns. Og þegar hann kom heim var
tekið á móti honum með miklum fögnuði og
virðingu, og gekk hann brátt í hjónaband með
Hildigunni. Eftir dauða föður síns tók hann
við ríkinu, og ríkti í þrjátíu ár, landi og lýð
til farsældar og framfara. Margar og miklar
orustur háði hann eftir þetta, og vann ávalt
sigur; óx frægð hans og frami til æfiloka.
En penni minn er orðinn svo sljór, að ég fæ
ekki skrifað meira. Og göfugi lesari, ég bið
þig að taka vægt á þessari bók minni. Eg veit
að þessar hendingar mínar eru aðeins daufir
drættir þessa merka viðburðar, en ég hefi reynt
að gera mitt bezta. Drottni sé lof og dýrð.
Þannig endar kvæðið um Valter.
25. KAPÍTULI
Síðasta bergmálið og endirinn
Þannig endar kvæðið um Valter. — Ein-
setumaður vor Ekkehard hefir kveðið ágæt-
lega, og kvæði hans um Valter er þess vert
að skipa flokk hinna beztu söguljóða, sem
kveðin hafa verið út af germönskum þjóðsögn-
um. Það hefir borist til seinni kynslóða ó-
spilt af hinu eyðandi ryði tímans.
Vissulega kveður þar við annan tón, en
hjá silkiglófa-skáldunum, er skreyta sín and-
legu fóstur með gyltum bókarformum. Hug-
móður hetjutímans andar í gegnum það, viltur
og ægilegur sem ofviðurshvinur fari um eik-
arskóg. Sverðin skellast saman, herklæðin
hrökkva sundur, en lítið heyrist af mjúklynd-
um orðræðum eða bunandi mælskuflaumi uu
guð og alheiminn, um himininn og þesskonai
efni. Ógurleg vopna^iöskifti, tryllingslegur
hlátur, fornaldar riddaratign í sínu stranga
hispursleysi, sönnu, heiðvirðu, þöglu ást, og
hinu augljósa hræsnislausa hatri —. Þetta
var viðfangsefni Ekkehards. Þess vegna er
verk hans þróttmikið og heilbrigt, og stendur
við skrauthlið hins gamla germanska skáld-
skapar, tignarlegt, stórfenglegt, eins og hinir
hertýgjuðu risar sem myndhöggvaralist síðari
tíma stilti upp sem verndarvættum við hallar-
dyr.
Látum þann, sem hinar grófgerðu og
næstum heiðnu hugmyndir verka óþægilega á
líkt og hrollkaldur hafgustur — sem veldui
stundum kvefi og hósta-kjöltri hjá ódúðuðum
kuldakræklum —• gjöra svo vel og vera þess
minnugan, að Valtersljóð eru skrifuð af
manni, sem barðist gegn Húnum. Látum
hann einnig taka það með, að höfundurinn
skrifaði söguljóð sitt er jöklanæðingur frá Sent
is lék um höfuð hans, að hann skrifaði þau í
hellinum, mörg hundruð fetum ofar láglendi
dalsins, klæddur þar í úlfhéðinn, með stein-
hellu fyrir skrifborð og beru fyrir áheyrenda.
Það er leitt að hinir gamansömu álfar
eru löngu hættir gáskabrellum sínum. Það
myndi ekki saka neitt nútíðarskáld, þó ein-
hver ósýnileg hönd lyfti því upp frá mahóní-
borði sínu, og setti það niður á grænar hlíð-
ar Ebenalps. Meðal hæðanna, þár sem Öld-
! ungurinn lítur mikilúðlegur niður á skáldið að
fást við yrkisefni sitt, þar sem hyldýpið gín við
manni, og þórdunur bergmála frá hamraveggj -
j um, giljum og gjám, þar sem gammurinn klýf-
ur bláloftið einn síns liðs og stoltlegur. Á
slíkum stöðum kveða menn kvæði, sem eru
þrungin af hugsun og efnismikil, eða þeir
krjúpa til jarðar, yfirbugaðir af iðrun eins og
glataði sonurinn, og játa fyrir þessari nátt
úrutign, að þeir hafi syndgað.
Þessi saga okkar er þegar á enda. Ef
til vill væri lesendum mínum kærast, að heyra
það um Ekkehard, að hann hefði hlotið, að
kvæðinu loknu, friðsælan dauða. Það hefði
getað orðið hrífandi endir, að lýsa því, hvern-
ig hann, sitjandi fyrir hellisdyrum sínum, star-
andi á hið fjarlæga Konstanzvatn, með hörpuna
við hlið sér, og handritið í hægri hendinni,
hefði liðið út af með sprungið hjarta og brost-
in augu. Og maður hefði getað bætt við ein-
hverri fallegri líkingu, eins og til dæmis, að
söngvarinn hefði brunnið upp af hinni sílogandi
snilldargáfu hans, eitthvað líkt og kyndillinn,
sem brennur til ösku um leið og hann lýsir og
hlýjar. En Ekkehard skildi ekki niðjunum
eftir neitt slíkt listrænt ,og grípandi atriði.
Að skrifa ekta skáldverk gerir mann
hraustan og heilbrigðan. Roðinn óx í kinn-
um Ekkehards við erfiðið. Margsinnis fór um
hann tilfinning þróttar og vellíðunar, og hann
teygði út armana, líkt og hann væri reiðubú-
inn að fella úlf eða björn með hnefahöggi
sínu. En þegar Valter hans slapp lifandi út
úr bardagahættunni rak hann upp gleðióp svo
mikið, að við kvað í hellinum. Geiturnar
fengu helmingi meira fóður í jötuna sína þann
dag en endranær, og hjarðsveininum var mút-
að með nokkrum silfurpeningum til þess að
fara niður til Sennwald í Vínardalnum, og
sækja eina flösku af rauðu víni. Manni var
líkt farið þá eins og nú. “Libro completo,
saltat scriptor pede læto!” Þegar bókin er
á enda hoppar skrifarinn af gleði.
Þess vegna sat hann hjá gamla hjarð-
manninum í kofanum hans á Ebenalp, og drakk
með honum hið gómsæta vín. Síðan greip
Ekkehard Alpahornið, steig upp á klett þar
rétt hjá, og þeyttj hornið með krafti mikluni
í áttina til hinna fjarlægu Hegau tinda. Það
var eins og hann vildi, með sigurhljómum, kalla
hertogafrúna út á svalir sínar ásamt Praxedis,
og heilsa þeim með hlátri.
“Ætti ég að koma aftur í þennan heim,”
sagði hann við húsbóndann á Ebenalp, “og
væri mér leyft að velja um hvar ég vildi
lenda, myndi ég ekki kjósa nokkurn annan stað
en Öræfakirkjuna.”
“Þú ert ekki sá fyrsti, sem bústaður vor
hefir heillað,” sagði gamli hjarðmaðurinn
hlægjandi. “Meðan Gottskálk var lifandi,
heimsóttu hann eitt sinn fimm ítalskir munk-
ar og höfðu með sér betra vín en þetta frá
Sennwald. Þeir stóðu við í þrjá daga og
hoppuðu og dönsuðu svo klæði þeirra sveifl-
uðust til og frá sem í stórviðri. Og það var
ekki fyr en þeir voru á leiðinni niður aftur að
alvörubragur færðist yfir þá. Einn af þeim
hélt langa ræðu til hjarðflokka vorra. “Seg
ið engar sögur, geitur mínar,” sagði hann;
“Ábótinn að Novales þarf ekki neitt að vita
um hinn andlega fögnuð vorn!” En segðu
mér einn hlut fjallabróðir! Hvað hefir haldið
þér húkandi í helli þínum hina síðustu daga?