Heimskringla - 13.11.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 13.11.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. NÓV., 1929 Fjær og nær. Séra Þorgeir Jónsson mcssar að Arnesi ncestkomandi sunnudag, 17. þ. m., kl. 2 e. m., og í Árborg sunnudag- inn 24. þ. m. kl. 2 e. m. Guðsþjónusta á ensku verður flutt á sunnudaginn kemur, 17 þ. m., á venjulcgum tíma, kl. 11 f. h., í Sam- bandskirkjunni á horni Banning og Sargent stræta, af cand. theol. Philip M. Péturssyni. Allir eru 'hjartan- lega velkomnir. Þau hjón frú Þórunn og séra Ragn- ar E. Kvaran, forseti sameinaSa kirkjufélagsins, fóru fyrir nokkru vestur á Kyrrahafsströnd, til Blaine, og dvelja þar aS minnsta kosti fram til hátíöa. Fór séra Ragnar í em- bættisíerð þangað vestur. Séra Jóhann Bjarnason messar í Keewatin næsta sunnudag, þann 17. nóvember, kl. 2 e. h.—Allir vel- komnir. Stúkan Hekla nr. 33, I. O. G. T. hefir ákveðiö bræörakveld föstudag- inn í þessari viku. Ágæt skemti- skrá, og kaffidrykkja á eftir. Með- limir stúknanna Skuld og Liberty, og allir Goodtemplarar sem kunna aö vera staddir í bænum eru vinsamlega boön- ir. Stúdentar} Islenzka stúdentafélagið heldur fyrsta fundinn á árinu í fundarsal Sambandskirkju næsta föstudagskveld. Fyrsta og aðal atriöið á skemtiskránni verður kappræða, sem byrjar stund- víslega klukkan átta. Efni kappræð- unnar verður: “Resolved that the education of men and women in separate cplleges is preferable to co- education.” Með jákvæðu hliðinni tala þau Franklin Gillies og EtheL Bergmann, en með þeirri neikvæðu, Fdward Magnusson og Mabel Reyk- dal. Óskað er eftir að allir tslenzkir | stúdentar í Winnipeg sæki þennan fund. Héðan fór í morgun til íslands Mr4 Björn Pétursson, 744 Banning str., hér í bæ. Mr. Pétursson hefir um allmörg ár undanfarið gegnt bæjar- póstsstarfi hér í borginni, en hefir nýlega sagt því starfi iausu. Mr. Pétursson fer heim á vegum Heim- ferðarnefndarinnar og bíður hátíðar- innar heima og aðalhópsins héðan að vestan. Heimskringla óskar honum góðrar og ánægjulegrar ferðar. Eftirfylgjandi meðlimir stúkunnar Skuld Nr. 34, I. O. G. T. voru sett- ir í embætti af St. umboðsmanni Gunnlaugi Jóhannsson á fundi stúk- unnar 6. nóvember 1929. Æ. T.—G. M. Bjarnason V. T.—Mrs. Ásdís Jóhannesson Rit.—Adolf Holm F. Rit.—Stefán Baldwinson Gjaldk,—Örn Thorsteinsson Dróttseti—Mrs. Guðmundsson Inn vörður—Lárus Scheving Ct vörður—Ronald Eyólfson Kapílán—Lydia Ölafsson A. Rit.—Guðjón Hjaltalín A. Drótts.—Bergþór Sigurðsson F. Æ. T.—Einar Haralds. Adolf Holm, ritari. MINNINGARIT 50 ára landnáms fslendinga í Norður Dakota Þessi vandaða og prýðis- fagra bók, með fjölda merki- legra mynda, er nú í- þann veginn að vera fullprentuð. Á hún að kosta $2.00 í bandi, en $1.50 í kápu. í útgáfunefndinni eru John rlohnson, Garðar; Gamálíel Þorleifsson, Garðar; Judge Grímsson, Rugby, og Árni Magnússon, Hallson. Er fólk vinsamlega beðið að senda sem fyrst pantanir sínar til einhvers af áðurgreindum Dakotamönnum. j ROSE T H E A T R E Sargent at Arlington The West End’s Finest Theatre —Equipped With— £=3 Nonlh’r//íffhf FJectric ^..SOUND cvcTr^gy Rose New Talkies a Sensation Thlir—Frl—Sat., Thl« y>fk ALL TALRING — SINGING DANCING SERIAL FABLES COMEDY MON.—TUE.—WED. (Next Weeki You’ll Love Them All —Added— “Four Sons” ALL TALKING COMEDY ALL TALKING FOX NEWS Tilkynning Hérmeð tilkynnist, að þann 5. nóvember 1929 lagði ég nið- ur ættarnafnið “Sumarliða- son” og tók upp í þess stað við- urnefnið “Summers.” Eg geng því hér eftir undir nafninu Leifur Eiriksson Summers. Héðan fór í morgun vestur til Mo- zart, eftir nokkra dvöl hér, hr. H. B. Grimsson, fyrrum kaupmaður í Mo- zart. Smorcnburg—Thorstcinson Föstudaginn 25. október voru þau Willem Smorenburg og Björg Irene Thorsteinsson gefin saman í hjóna- band af séra Carl J. Olson, á heimili brúðurinnar, nálægt Foam Lake, Sask. Eftir athöfnina fóru fram rausnar- legar og ljúffengar veitingar. Mörg- um hafði verið boðið, og ónauðsyn- legt að taka fram, að allir hafi þegið þetta góða boð. Eldra fólkið var við athöfnina sjálfa og naut hinna mörgu og gómsætu rétta. Aðal veizlunni, er fjöldi af ungu fólki hafði verið boðið í samkomusal byggðarinnar fyrir kveldið, og þar skemti það sér með hljóðfæraslætti og dansleiki fram eftir miðnætti. Faðir brúðurinnar heitir Gunnar Thorsteinsson, en móðir hennar Ella Johnson Thorsteinsson, og hafajþessi hjón lengi verið búsett í byggðínn; milli Leslie og Foam Lake. Brúð- guminn er af hollenzkum ættum. Hann er myndarlegur maður og af myndarfólki kominn. Brúðurin er einnig einkar myndarleg, og auðsjá- anlega hinn bezti kvenkostur. Margir vinir þessara brúðhjóna og ættingja þeirra, óska þeim allra ham- ingju og blessunnar. —C. J. O. Aths,—I>essi brúðkaupsfregn átti að koma í siðasta blaði en varð. því miður, ásamt ýmsu öðru, að biða sök- um rúmleysis. Grískt landnám í Orkneyjum. Blaðið “Manchester Guardian" skriíar fyrir nokkru: Flestum munu fornleifarannsóknir virðast þur vísindi. — Þó hafa þeir atburðir gerst á síðari árum, að svo virðist miklu fremur, að þessi vís- indi séu skemtilegri en“spennandi” njósnarasögur, enda er það merki- legra að fylgjast með því, sem gerst hefir fyr á öldum en skálduðum við- burðum nútímans. Ekki fyrir ali-Iöngu ríkti sú skoðun, að frumbyggjar Bretlands hefðu verið villimenn. Satt er að vísu, að Keltar stóðu ekki á háu menningarstígi, en hitt er jafnsatt, að á undan þeim hefir búið menningarþjóð í Bretlandi. Þetta sanna fjölmörg verk frumbygg- ja á steinum, leifar af byggingum og fleira, sem bera vott um hátt menn- ingarstig, fullkomna verkaskiftingu og alnient velgertgi. Fornleifagröftur hefir sýnt, að slík verk sem þessi finnast víða um heim. og gæti það bent á, að útflutningur sömu þjóðflokka hafi um langan ald- ur átt sér stað til ýmissa staða um Evrópu og víðar. Eftir samskonar rannsóknum í austurhluta Miðjarðar- ( hafs, má telja víst, að þetta hafi verið Grikkir. Síðasta og læsta sönnunin fyrir 1 þessari skoðun var fundur, sem gerð- ur var í Skeljafirði í Orkneyjum. | Fanst þar tvöföld öxi, sem var að ' öllu leyti af sömu gerð og öxi sú, sem talin var heilagt skjaldmerki Kritarbúa, er í fornöld, höfðu alla forystu í siglingum. Það er enginn efi á því, að þrátt fyrir það þótt loftslagi þar norður frá hafi verið grískum innflytjendum óþægilegt, þá finnast enn leifar af Miðjarðarhafs- menningu í Orkneyjum. Öll ástæða er til að dáðst að áhuga og dugnaði Forngrikkja. An allrar þekkingar um leiðina, hættu þeir sér út á opin höf á fleytum, sem í augum nútíma-manna mundu virðast hlægi- legar. Sögnin um Ultima Thule er enginn uppspuni. Engin ástæða er til að halda, að þeir sjófarendur, sem hættu sér alla leið til Orkneyja, hafi 1 ekki haldið lengra. ' f>essar rannsóknir gefa þeirri skoð- un byr, að það geti hafa verið Grikkir, sem fyrstir komu til Islands. Islenzkar sönglagaplötur (Phonograph Records) Til söliDi Bókaverzlun Olafs S. Thorgeirssonar. w SIGURÐUR SKAGFIELD, óperusöngvari, tenor. Undirspíl leikiS af Próf. Sveinbjörnsson. □ X 42306 Friður á jörðu (G. Guðm.ss..), lag: Árni Thoráteinsson Heimir (Grímur Thomsen), lag : Sigv. Kaldalóns □ X 42312 Huldumál lag: Svb. Sveinbjörnsson Visnar vonir (Richard Beck), lag: Svb. Sveinbjörnss. □ X 42314 Sverrir konungur (Gr. rhomsen), lag: Svb. Sveinbj. Miranda (W. Falconer), lag: Svb. Sveinbjörnsson □ X 42335 Árniðurinn, lag: Svb. Sveinbjörnsson Roðar tinda sumarsól ( E. P. Jónsson), lag: Svb. Svb □ x 42337 Hugsað heim (St. G Stephanss.), lag: Svb. Sveinbj. Sprettur (Hannes Hafstein), lag: Svb. Sveinbjörnsson lU X 42478 ísland, Island (Jón Trausti), lag: Bj arni Þoráteinsson Brúnalójs þm blíðu, lag: Sigv. Kaldalóns □ x 42480 Taktu sorg mína (G. Guðm.ss), lag: Bjarni Þoráteinss. Á Sprengisandi (Gr. Thomsen), lag: Sigv. Kaldalóns □ X 42601 Öxar við ána (Stgr. Thorát.), lag: Helgi Helgasón Eg lifi og eg veit (Ingeman), lag: A. P. Berggren □ X 42603 H arpan mín (Hansen), lag: P. Sigurðsson Áfram (Hannes Hafátein), lag: Arni Thoráteinsson □ X 42605 H íðin mín fríða (J. Thoroddsen), lag: Flemming Skagafjörður (Matth. Joch.), lag: Sigurður Helgason i_] X 42607 Vor Guð er borg á bjargi trauát - Marteinn Lúter Söngliátin, lag: Helgi Helgason EGGERT STEFÁNSSON, tenor. □ X 42443 Ó Guð vors lands (Matth. Joch.) lag: Svb. Sveinb. Ó, þá náð að eiga Jesú (Matth. Joch.) lag: Wennerberg I_] X 42445 Leiðsla, lag: Sigv. Kaldalóns Eg lít í anda liðna tíð, lag: Sigv. Kaldalóns □ x 42447 Nú legg eg augun aftur, lag: Björgvin Guðmundsson Agnus Dei, sálmur frá 14. öld. □ X 42449 Stóð eg úti' í tunglslójsi, þjóðvísa, tónfaert af Svb. Svb. Hættu að gráta hringagná, þjóðvísa, □ X 42451 B itlikerlingin (Geátur Pálsson) lag: Sigv. Kaldalóns Heimir, lag: Sigv. Kaldalóns RÍKARÐUR JÓNSSON, baryton, Reykjavík. LJ X 42619 L'tla skáld á grænni grein (Þorát. Erlingss), ísl. þjóðlag Fyrátt maí (Þorát. Erlingss.), ísl. rímnalag □ X 42611 Lágn æ:ti (Þarát. Erlingss.), ísl. rímnalag Grænlandsvísur (Sig. Breiðfjörð) Cj X 42613 a) Safðu unga áátin mín (Jóhann Sigurjónsson) b) Auátan kaldinn á oss blés, íslenzkt þjóðlag a) Þorri bjó oss þrönga skó. f b) llt er mér í augunum, rímnalag. □ X 42615 a) Ofan gefur snjó á snjó, þjóðvísa, b) Rammi slagur (St. G. Stephánsson). rímnalag Rangá fanát mér þykkju þung (Páll Ólafs ?.), þjóðlag □ X 42617 Ungur var eg og ungir (Jónas Hallgr ), þjóðlag í Hlíarendakoti (Þorát. Erlingss.), þjóðlag DÓRA SIGURÐSSON, soprano. □ X 44190 Draumalandið, lag: Árni Thoráteinsson. Vetur (Hvar eru fuglar), lag: Svb. Sveinbjörnsson. □ X 44224 Ein sit eg á áteini, þjóðvísa, lag: Sigf. Einarsson. Du biát wie eine Blume, lag: Lchumann SIGNÝ LILJEQUIST, soprano. ED X 44226 Bí. bí og blaka, ísl. þjóðvísa Sofnar Ióa, lag: Sigfús Einarsson. □ x 44237 a) Vöggusöngur (Bí, bí og blaka) tónfært af Sveinbj.s. b) Góða veizlu gjöra skal, a) Una við spunarokkinn (D. Stefánss.) lag. Kaldalóns b) Bíum, bíum bamba, lag: Sigv. Kaldalóns I I X 44241 Ljúfur óm rr (rússnesk kveldljóð) “Jubilate” a) Yfir kaldan eyðisand (K. Jónss) tónf. af H. Bonnen b) Aarolilja, Helge Bonnen. HARMONI- ORKES TUR: I I X 40728 Ó. Guð vors lands, lag: Svb. Sveinbjörnssori. íslenzk rhapsodia, Svb. Sveinbjörnsson. Hver söngplata kostar $1.85 Sex plötur $1.75 hver eða $10.50. Tólf plötur $1.65 hver eða $19.80 I pöntun þarf að eins að tiltaka númerið á hverri plötu' sem um er beðið- Auðveldast er að nota þennan lista við pöntun. Setja að eins X í ferhyrninginn fyrir framan hvert plötu-númer og senda síðan listann með árituðu nafni og address ásamt andvirðinu Tæpaát er hægt að hugsa sér nokkuð annað ánægjulegra til jólagjafa enn fagurt íslenzkt sönglag—eða öllu heldur það að gefa vini sínum íslenzkan söngliátarmann, sem ætið er reiðubú- inn til að syngja fögnuð og frið inn á heimilið — altaf er hægt að grípa til þegar gest ber að garði eða i tórmátundunum þegar annir eru frá, til að feykja á burt áhyggjum og þreytu eftir erviði, dagsins. Bókaverzlun Ólafs S. Thorgeirssonar. 674 Sargent Ave., Winnipeg, Canada i Rose Theatre All Talking - Singing Dancíng Attraction This Week A beautiful array of gowns is dis- played in the William Fox Movietone Follies of 1929, which is to have its local premier next week at the Rose Theatre. One nttmber serves to introduce Miss Dixie Lee, until recently fea- tured in the Broadway productfion of “Good News,” in which she danced and sang the “Varsity Drag.” The Fox Follies number she sings is “Why Can’t I Be Like You ?” Strolling down Fifth avenue, she is s'ruck by a marvelous display of gowns on models in a modiste’s window. She sings “Why Can’t I Be Like Yoú?” based on this theme. and is astounded vvhen the models come to life and parade for her inspection. The song was written by Con Con- rad, Sidney D. Mítchell and Archie Gottler, who also staged the number, assisting the revue director, Marcel Silver. The show girls who serve as models are Youda Hay, Sue Rainey, Lucile Jacques, Iris Ashton, Katjierine Ir- ving, Lita Chevret, Melva Corndl, Dorothy Cecil, Mildred Myrnie, Su- gar Adair, Bettie Becklaw and Marie Cooper. The Fox Follies were directed by DaVid Butler, who also provided the story. William K. Wells supplied the dialog. Sue Carol. Sharon Lynn and Lola Lane are other girl princi- pals. In all there are two hundred perfonners. STEFAN SOLVASON OG CONCERT COMPANY ---heldur--- SAMKOMU og DANS í ÁRBORG HALL, Fimmtud. 21. nóv., 1929 Byrjar kl. 8.45 eftir hádegi Þar verður skemt með: SÖNG MUSICAL SAW VIOLIN KÍNA FIÐLU TRUMPET MARIMBA XYLO CLARINET ACCORDEON SAXOPHONE “OLD TIME DANCES” “LATEST FOX TROTS” 7-PIECE DANCE BAND Inngangur 75c Börn undir 12, 25c Fjölmennið og hafið góðan tíma "Almennur Fundur- íslendingadagsnefndin heldur fund í Goodtemplara- hösinu, á Sargent Ave., Þriðjudaginn 19. nóv. kl. 8 e. h. Nefndin skilar af sér. Ný nefnd verður kosin og ný málefni verða borin upn á fundinum. Nefndin skorar á alla íslendinga í bænum að sækja fundinn. —Nefndin. 13. nóvember. 1929. Menn afla sér $5. til $10. á dag Vér þurfum tafarlaust 100 manna í vlCbót. Vér veitum 50c á klukku- tíma nokkuó af tímanum, til þess aí létta undir meí mönnum, sem eru að læra Vel Borgaða Stöðuga Bæjarvinnu, sem Bílvifcgerðamenn, Farmbílstjórar, Vélfræðingar, FlugvélfræSingar, Húsvíraleggjarar og Raf vélafræðingar, Trésmiöir, Múrarar, Gipsarar. og Rakarar. Skrifið eftir ókeypis námsskrá og litið inn tafarlaust til fullrar eftir- grennslunar. Skrifið— „ C OiV.INION TRADE SCHOOLS r,so Main st - winnipko Stofnanir um land allt. Ctibús?kólar 05 ókeypis Atvinnuleitunar-Starfsemt i helztu Stór- ha-jum Uafsstianda á miiii. Opinberun! Það verður yður óvæntur fögnuður að sjá fegurð og starfrækslusparsemi MAGIC CHEF GAS RANGE Þegar hún er lokuð lítur hún út sem hvert ann- að fallegt húsgagn. Prýði í hverju eldhúsi. Skoðið eina í dag í nýja Áhaldasýningar. skálanunL, FOWER BUILDING, Portage and Vaughan WIMNIPEG ELECTRIC ^^COMPAHY-^ ■ 'Your Guarantee of Góod Service” THREE STORE3: Appliancc Department, Power Building; 1841 Portage Ave., St, Jamei■ Cor Mar’or -vd Tache. St. Boniface. VOTE AJR0BERT5-1- (PRE5ICENT R0BERT5 DRUG STORES LTD) ÁLDERHAN WARD TWO A 5UCCES5FUL BUSINE5S MAN FOR A PROGRE55IVE- CIVIC ADMINISTRATION. ENDORSED BY THE CIVIC PROGRESS ASS0C1ATI0N.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.