Heimskringla - 04.12.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. DES., 1929
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSIÐA^
WHERE ECONOMY RULES’
BLUE RIBBON TE,
1 pd. pakki .............
SUNMAID PANCY PRUNES, .........
2-lb. packet ..............
Green Mountain or Early Ohio POTi
6 lbs......................
Bxcellence Brand FANCY DATES,
2-lb. packet ..............
BLUE RIBBON BAKING POWDER
1 pd. baukur ............
FANCY SMYRNA COOKING FIGS,
per lb.................
NABOB TEA
1-lb. packet
BUTTFR,
Ai bcr
Fancy, fresh churned 42c
----ALSO-----
Additional Extraordinary Specials Will Be on Display
SATURDAY ONLY
733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave,
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)
Haildór Halldórsson,
byggingameistari
Fund heldur taflfélagiS “Island,”j
fimnítudagskveldiö 5. desember, í j
Jóns Bjarnasonarskóla. Þá verður '
teflt og rætt um framtíðarhorfur fél-
agsins.
^yrjað verður að tefla um Halldór-
sons Bikarinn þann 12. þ. m., og verða
allir þeir, sem ætla sér að taka þátt
1 Sam;keppninni að gera skrifara fél-
agsins—
aðvart fyrir þann tíma og vera við ■
A. R. Magnússon,
634 Home St., sími 71234,
tvennt unnið: menn tryggja sér
g°tt pláss á skipinu, og í öðru lagi
gefa Heimfararnefndinni tækifæri á
a8 undirbúa ferðTna svo að ekkert
1 sambandi við hana verði í lausu lofti
byggt. Ef eitthvað kemur fy rir svo
menn ,geti ekki farið, þá fá þeir
peninga sína endurgreidda. Eitt vi!
eg benda Vestur-Islendingum á i
Þessu sambandi , og það er sarrrlags-
ferð; það er að segja allir sem á
vegum Heimfararnefndarinnar fara,
rtteð skipinu Melita, hafa eitt og hið
sama augnamið, eitt og hið sama er-
’ndi, eitt og hið sama umhugsunar-
efni, Alþingis hátíðina á Islandi.
^liðbik skipsins hefir verið sett til
siðu fyrir þá, svo þó fleiri verði á
skipinu geta þeir notið sín að fullu
Iélagslega
Landar góðir, látum oss taka
höndum saman um að gera ferð þessa
sem veglegasta og skemtilegasta, og
það getið þið bezt gert með því að
gefa ykkur sem fyrst fram að taka
akveðinn og þróttmiikinn þátt í heim-
förinni og hinni merkilegu minningar
hátið þjóðar okkar.
J. J. Bildfell,
34 C. P. R. Bldg., Winnipeg
Phone 843410.
staddir það kveld.
.Samkvæmt eftirfylgjandi yfirlýs-
ingu, sem samþykkt hefir verið á
félagsfundi, verður nú teflt um bikar-
inn, sem væri það í fyrsta sinn og
fyrri samkeppni ónýt.
Herra Halldórsson, heiðursforseti
félagsins, sem dvalið hefir hér i borg-
inni undanfarandi, var viðstaddur síð-
asta fund og flutti öfluga og hvetj-
andi ræðu. Lagði hann að félags-
mönnum að sækja fundi, æfa tafl, og
hika ekki við að keppa við önnur
taflfélög bæjarins.
Hefðu íslendingar sýnt það fyrrum,
að þeir þyrftu ekki að standa öðrum
að baki í tafllistinni pg benti félags-
mönnum á glæsilegan taflferil þeirra.
Magnúsar Smith, fyrverandi tafl-
kappa Kanada, og Guðjóns Kristjáns
sonar, sem nýskeð varð taflkonungur
Kanada í bréflegri samkeppni. Bikar
sá, sem herra Halldór Halldórsson
gaf taflfélaginu “Island” er án efa sá
tilkomumesti verðlaunagripur, sem
nokkur taflklúbbur í Winnipeg á, og
þó lengra vœri leitað.
Mr. Halldórsson hefir í hv'wetna
framúrskarandi áhuga fyrir velferð
félagsins og vottar því stjórnarnefnd-
in honum innilegt þakklæti fyrir hönd
allra félaigsmanna.
Ættu nú íslenzkir taflmenn að sýna,
að þeir kunni að meta það sem Mr.
Halldórsson hefir svo höfðinglega
gert og starfa áð því að klúbburinn
megi verða öflugasta taflfélag bæjar-
ins.
* * *
Við undirritaðir lýsum því yfir,
að úthlutun Halldórssons bikars og
verðlauna á Marlborough Hotel, 1925
hafi verið óréttmæt,'vegna þess að
ekki var fyllilega útkljáð deilumál,
sem orðið hafði meðal þátttakenda, og
óskum þess að keppt verði um bikar-
inn á ný, sem ekki hefði það fyrr
verið gert.
H. Halldórsson, heiðursforseti
J. G. Jóhannsson, forseti
A. R. Magnússon
Carl Thorlaksson
Jón Bergman.
NÝ BÓK
“Ljóðmál,” eftir Dr. Richard Beck
er til sölu hjá undirrituðum og einn-
ig í bókaverzlun 0. S. Thorgeirsson-
ar. — Þeir, sem vildu eignast bókina,
geta símað 80 528 og mun hún þá
send við fyrsta tækifæri.
Verð bókarinnar $1.50 í góðri kápu
og $2 i bandi.
I. Th, Beck,
975 Ingersoll St„ Winnipeg.
Valdína Steinunn
Sigvaldason
Indriðason, Mrs. Margrét Smith í ,
Selkirk og Mrs. Ásm. Olson í Winni-
peg-
Hver saga hennar hefði orðið hefði
hún fengið að njóta heilsunnar og
lengra lífs, fær enginn sagt. En
slík sem hún varð, er það fögur
raunasaga sem ættingjarnir munu
lengi geyma og minnast þegar þeirra
getur, er gegn örðugleikum og van-
heilsu, keppa að því, að vaxa að
vizku, náð og þekkingu.
—R. P.
Geir heitinn var fríður maður sýn-
um óg vel á sig kominn að öllu leyti;
manna prúðastur og ljúfmannlegastur
í viðmóti, og vel greindur. Ahuga-
samur var hann um öll mannfélaigs-
mál og bar prýðisgott skyn á þau;
hinn frjálslyndasti maður í hvívetna.
Hann var jarðsunginn á laugardag-
inn var, frá útfararstofu Bardals hér
í bæ, og jarðsöng dr. Rögnv. Péturs-
son.—Reimskringla vottar aðstand-
endum alúðarhluttekningu sína.—
20. ágúst. 1900—16. okt., 1929
Þess var getið hér í blaðinu á dög-
unum að andast hefði á sjúkrahúsinu
í Selkirk ungfrú Valdína Steinunn
Sigvaldason. Við þá fregn vildi ég
bæta þessum línum:
Vaklína heitin var fædd við Is-
lendingafljót 20. ágúst 1900. For-
eldrar hennar eru þau hjón Jón
Sigvaldason og Sigrún Þorgrímsdótt-
ir. Hafa þau búið þar á sama stað.
á eignarjörð sinni, um rúman aldar-
þriðjung. Eru þau bæði Skagfirð-
ingar að ætt. Jón er sonur Sigvalda
Jónssonar skálda og konu hans Soph-
íu Jónsdóttur, en Sigrún dóttir Þor-
gríms Jónssonar frá Miðvatni og
konu hans Steinunnar Jóhannsdóttur
frá Vindheimum > Skagafirði.
Valdína heitin var hin mesta efnis-
stúlka og prýðis vel gefin. Virtist
sem hún þyrfti alls ekkert fyrir námi
að hafa, svo var skilningur hennar
glöggur, og rninni að sama skapi.
Vorið 1915 lauk hún miðskólanámi
hinu fyrra við bæjarskólann í River-
ton. Kom hún ásamt eldri systur
sinni, Kapítólu, hingað til bæjarins,
og innrituðust þær við Collegiate
skólann. Vorið eftir fékk hún
kennara leyfi Og kenndi skóla það ár.
Haustið eftir 1917 tók hún af‘ur upp
nám, í því augnamiði 'að ná full-
komnu kennaraprófi, en veiktist þá', i
hinni skæðu umfarsveiki, er þá gekk
yfir land allt (spönsku veikinni). Var
hún frá námi þann vetur allan og
lengst af veik. Náði hún aldrei
fullri heilsu eftir það. Um sumarið
frískaðist hún þó svo að hún sótti
urn skóla og var henni veittur hann,
en veiktist þá aftur að nýju. Dvaldi
hún þá á sjúkrahúsinu í Winnipeg
um hríð en að þeim tíma loknum,
nær því árlangt á heilsuhæli ríkis
ins í Ninette. Þar frískaðist hún
3vo að hún treystist til að halda á
fram námi og lauk kennaraprófi við
Normal skólann hér í bænum. Stund-
aði hún svo skólakennslu um tveggja
íra tíma, í Árnesi og að Geysir, sitt
árið í hverjum stað. .Hafði hún í
huga að leggja fyrir sig frekara nám,
en lengra varð ekki komist. Tók
heilsa hennar þá mjög að hnigna.
unz í maímánuði 1926 að leita varð
henni hælis á sjúkrahúsinu í Selkirk
og eftir 3yí árs veru andaðist hún
þar 16. okt síðastl.
Utför hennar fór fram frá heimili
foreklranna við Fljótið og kirkju
Sambandssafnaöar i Riverton 23. s.
m. Fjöldi nábúa og vina voru við-
staddir heima og i kirkjunni, til að
votta foreldrum hluttekningu sina
og hinni ungu og framliðnu stúlku,
þakklæti og vinarhug. Hún var
jarðsungin af þeini er þessar línur
ritar.
Þrjú systkini Valdínu sál. eru a
lífi: Kapítóla, gift Einari Ágúst
Johnson við Riverton; Þorbjörg Ár
óra og Alvin Zophanias, er heima eru
hjá foreldrunum.
Þesi stutta æfisaga er mestmegnis
saga, stríðs og nauða, veikinda og
dauða, ungmennis, er mikla hafði
framsóknarþrá og löngun til frámfara '
og menntunar. Siðustu veikindaárin
leið hún miklar þjáningar svo að
með löngum millibilum hafði hún
naumast rænu. Yfir þenna langa
tíma voru það einkum þrjár konur
er tóku innilegan þátt í kjiirum henn-
ar og veittu henni hjúkrun á ýmsan
hátt, er foreldrarnir þakka og verða
jafnan minnug, en þær eru: M.rs. S.
Dánartregn
Hinn 27. nóvember lézt af heila-
blóðfalli, eftir aðeins 12 klukkustunda
legu, að heimili tengdasonar síns og
dóttur, Dr. og Mrs. Houston í York-
ton, Sask., Geir Kristjánsson, fvrr-
um búsettur í Grand Forks, N. D„
og Wynyard, Sask.
Geir heitinn var 67 ára að aldri,
er hann lézt; fæddur 1. maí, 1862 í
Garðahverfi syðra, og voru foreldrar
hans Kristján Jónsson hafnsöigumað-
ur, og kona hans Halldóra. Hjá
þeim ólzt hann upp til fullorðinsára
og flutti til Ameríku 1887, og fyrst
til Pembina, N. D. Þar giftist hann
1889 Sezelju Rakel Sveinsdóttur, er
ættuð var úr Skagafirði, og er hún
dáin fyrir 13 árum. Þau hjón
bjuggu eitt ár í Pembína og þá 13
ár í Grand Fbrks, N. D. Þaðan
fluttu þau hingað til Winnipeg, en
dvöldu hér aðeins eitt ár, og fluttu
tá vestur til Wynyard. Bjó Geir
heitinn þar til ársins 1921, að hann
brá búi. Eftir það mun hann oftast
hafa verið með dætrum sínum.
Þrjár dætur lifa hann: Dr. Sigga
Houston, gift Houston lækni í York-
ton; frú Dóra Bjarnason, kona Boiga
Bjarnasonar fvrv. ritstjóra og prent-
smiðjustjóra hér í Winnipeg og frú
Björg Kristjánsson, gift Valdemar
Kristjánsson hér í bæ. Einkason
sinn William, ungan ágætismann, ný-
giftann, missti Geir heitinn fyrir þrem
árum síðan.
Frá Islandi
Fréttabréf af Langanesi
FB i okt.
Af Langanesströnd er skrifað : Frá
byrjun júnímánaðar og þar til í ág-
ústmánaðarlok má telja að tíðin hafi
verið einmuna hagstæð hér um slóð-
ir, bæði til lands og sjávar, sólar-
ríkir dagar, stormalítið og úrkomu-
laust að mestu. Má því telja, að
bæði bændur og sjómenn hér hafi not-
ið vel verka sinna arðmestu mánuði
ársins. — En síöan í byrjun sept-
embermánaðar hefir verið fremur
vont tíðarfar, snjóað í fjöll og heið-
ar og yfirleitt verið mikil umhleyp-
ingatíð.
Tún spruttu svo vel hér í sumar að
af sumum fékst helmingi meiri taða
en þau eru vön að gefa af sér í með-
al-sprettuári. Byrjuðu menn snemma
að slá túnin Oig -tvíslóu flestir eða
allir sléttur. Taðan náðist allsstað-
ar með ágætri verkun. Útengi var
fremur illa sprottið, en vel grænt.
Hey þau er menn fengu, voru því
góð og náðust víðast hvar með ágætri
verkun. Hættu menn snemma slætti
og munu allflestir hafa verið búnir
að ná upp öllum sinuni heyjum fyrir
göngur, sem þó er mjög sjaldgæft
hér.
A Skálum og Bakkafirði hefir fisk-
ast vel í meðallagi í sumar, en i
Gunnólfsvík afburða vel. Hæsti
báturinn þar (“trillu”-bátur með
fjórum mönnum) fékk 140 skippund
á 7 vikumy en annar 135 skp. á j a fu
löngum tíma.
Öhemju-mikil' sildarganga var hér
beggja megin við Langanesið í júli-
mánuði. Frá Gunnólfsvík voru eitt
sinn taldar yfir 200 síldarvöður i
einu. Öð síldin þá svo nærri landi
að kasta mátti steini út i sumar vöð-
urnar. — Austfirðingar gerðu út
nokkra mótorbáta á fiskiveiðar hing-
að norður að nesinu í sumar eins ogy
að undaníörnu. Munu þeir hafa afl-.
að vel, einkum þó Norðfjarðabát-
arnir.
Menn kvarta hér mjög yfir vondunj
fjárheimtum, enda viðraði afarilla.
bæði í öðrum og þriðju gömgum.
Er það haft eftir gangnamönnum, a&
naumast hafi innheiðar hálfsmalasL
Mikill snjór var í heiðunum og krapa
hríðar-veður, sem tók af alla útsýn
og vilti menn af leið.
Slátrun er nýlega afstaðin. Hafa
dilkar- reynst í meðallagi, en menn
kvíða lágpr verði bæði á kjöti og gær-
um. Dilkslátur hafa hér almennt
verið seld á krónu.—Alþ.-bl.
SPARIÐ $50.
A VETRAR ELDIVIÐAR-
KAUPUM YÐAR MEÐ
ÞVl AÐ KAUPA
Koppers Kók
Vfp verKlum hAHiis mefi hill
ektn amerfMkn hnrtfkoln kOk —
VioNielasti eldivlffurlnn f Winnl-
pe».
EldivitSur þessi er búin til úr
tvennskonar kolum, er hafa mest
hitunarmagn, og er því bezt lag-
atSur fyrir alla mibstöbvarhitun.
Sótlaus, gjaltlaus og öskulitil.
Kostar frá $4.00 til $5.00 minna
tonniö en harökol. Meö þessu
er sameina? sparnaöur og þæg-
indi. Fylgiö herskörunum sem
þetta nota og þér muniö aldrei
skifta um.
VJER ÁBYRGJUMiST
ÞENNA ELDIVIÐ
Stove og Nnt MtiertHr
$ir,.r»0 tonniti
HALLIDAY BR0S.
Sír
j 25337—27165
ar: | 37722—41751
342 PORTAGE AVE.
FYRIR JOLAGJAFIR
Stækkaðar myndir eftir smámyndum yðar
í fögrum hengi röramum
SMAMYNDIR stækkaðar eru hinar yndislegustu gjafir, — einkum þegar þær eru í
ramma; það eru gjafir er engin getur eftirlíkt. Það er ágætis hugmynd hvort
sem þér ætlið að senda þær einhverjum um jólin eða eiga þær sjálfir. Komið
með myndirnar nú strax — hið niðursetta verð gildir aðeins um stuttan tíma.
Myndir eru stækkaðar eftir hvaða smámynd sem þér hafið tekið; upp
í 5x7 þuml. á hvítu spjaldi — eða 7x9 þuml. í snöggum ramma — hverj-
um rammanum sem þér viljið af þeim sem til sýnis eru og lagðir eru
BRENDU SILFRI
f UPPHÁUM RAMMA—á hæð 103 þuml.
í BREIÐUM RAMMA—á breidd 12| þuml
Myndin stækkuð 41 Rfl I Holly
í rammanum ^l.wU Jóla Kassa
-Myndadeildin, aðalgólfi, í miðbúð.
EATON CSm,™
WINNIPEG CANADA