Heimskringla - 11.12.1929, Qupperneq 1
fatalitun og hrbinsun
Elllce Ave. niul Simeoe Str.
Sfml 37244 — tvier lfnnr
Hnttar hreln*nfiir o>r endurnýjaKlr.
Betrl hrelnNiin jnfnódýr
Ágætustu nýtízku litunar og fata-
hreinsunarstofa í Kanada. Verk
EIiLICE A VE. nnd SIMCOE STIt.
WlnnipeK —:— Mau.
Dept. H.
XUV. yieZ • M^ITR
- D, -
- —t- OTk
Helztu Fréttir
*----------------------------
KANADA
*—---------------------------*
Sú frétt hefir hirzt hér opinberlega
an þess að henni hafi verið mótmælt,
að Mr. A. R. McNichol, er kvað
greiða hæstan skatt allra einstaklinga
i Winnipeg hafi boðið háskólaráðinu
hér $100,000 gjöf, með því skilyrði,
að háskólinn yrði endurbyggður á
þeim stað, sem hann er nú, við Broad-
way, eða að minnsta kosti innan tak-
marka Winnipeg'borgar.
Brá Van vouver er símað 5. þ. m.,
að Hon. H. H. Stevens, conservatív
þingmaður frá Vancouver, hafi lýst
því yfir, að hann muni draga sig í
hlé frá opinberum málum, eftir að
hafa tekið áberandi þátt í þeim í
tuttugu ár. Hefir hann jafnan ver-
rð talinn með nýtustu þingmönnum
conservatva í sanfbandsþingi og tvisv-
ar gegnt ráðherraembætti; verzlunar-
málaráðherraembætti, þá er Mr.
Meighen myndaði fyrst ráðuneyti, og
tollmálaráðherraembætti, síðast, er
Mr. Meighen myndaði ráðuneyti.
I ársveizlu “Associated Boards of
Trade,’’ er haldinn var á föstudaginn,
gerði forsætisráðherrann, Hon. John
Bracken grein fyrir áliti sínu og
"efndarinnar er kaus hinni fyrirhug-
uðu háskólabyggingu stað á landar-
eign landbúnaðarháskólans. Voru
astæðurnar er til grundvallar lágu
fyrir þeirri ákvöröun, i sem stytztu
mali þessar: að bezt væri frá sjónar-
miði námsárangurs, að búa við sam-
onaða námsstofnun, og fengist það
með þessari tilhögun; að þessi á-
kvörðun verði sízt tilfinnanleg fyrir
skattgreiðendur; að hún verði einn-
hagkvæmust fyrir háskólastofnun-
ma sjálfa.—
Flesfum kemur saman um að nauð-
synlegt sé að stytta leiðina frá Win-
mpeg til Churchill, með því að
,eggja nýja braut, til Hudsonsbraut-
arinnar. F.m aðallega tvær leiðir,
sem deilt er um: leiðin gegnum Ma-
feking, fyrir vestan Manitoba vatn
°g leiðin um Gypsumville, milli stór-
vatnanna. Berst Stuart Garson fylk-
Jsþingmaður frá Fairford mjög fyrir
því, að sú leið verði valin. Virðist
°g sjálfsagt allra hluta vegna, að
su Ieiðin, er einnig ér miklu styttri,
verði fyrir valinu.
Hermt er, að fylkisstjórnin muni
hafa í huga að hækka gasolíuskattinn
Ur þremur centum í fimm, til þess,
að vega á móti þeirri $1,000,000 upp-
hæð, er forsætisráðherra hefir til-
kynnt að í ráði sé, að létta af skatta-
hyrði sveitahéraða.
F. D. H. MacAlpine hersir, sem
1111 er, ásamt félögum sínum öllum,
kominn heill á húfi til Winnipeg
sem nýr (40 pundum léttari) maður,
ætlar ekki að láta strandið í haust,
^etja sig frá norðurferðum. Ætlar
hann iTorður flugleiðis næsta sumar,
sem ekkert hefði i skorist, en senni-
^ega að ýmsu leyti betur búinn undir
strand, en þeir félagar voru í haust,
td dæmis með Eskimóaleiðsögumann
1 ferðinni.
Allkalt hefir verið undanfarið, og
ovenju hráslagalegt á þessum tima
ars. Á sunnudagsnóttina var ann-
ar kaldastur staður í Ameríku, Dau-
Phin, hér norðvestur af, og voru þar
-40 F (-40° Celcius). Jafn kalt var
1 ^ayo. norður í Yukon, þessa nótt.
* --------í_____________________*
| BRETLAND
* ------------------------------*
Fellibylsstormar svo að tæplega
hafa aðrir eins komið í manna minn-
um, eða jafnvel í heila öld, hafa geis-
að yfir Bredandseyjar og Englands-
haf, frá Elfu-mynni á Þýzkalandi
vestur um haf og suður yfir Biscaya-
flóa, allt að Landsenda (Cap Finis-
terre) norðvestast á Spáni. Er
sagt að strendur allra Bretlandseyja
og Frakklands séu stráðir skipsflök-
um, og vita menn um 69 skip, er
hafa strandað og farist, og 163 menn,
að minnsta kosti, er drukknað hafa.
Hafði stormurinn staðið yfir i fjóra
sólarhringa í gær. Fylgdu honum
afskapleg flóð viða á Englandi svo
stórskemmdir hafa orðið á mannvirkj-
uin og ökrum. Loftvog á Englandi
féll niður í 27)4 þuml., og hefir ekki
farið svo lágt í 50 ár. Er það jafn
lágt og loftvogir falla í verstu felli-
byljum í himbeltinu.
Rússnesk togaraútgerð
300 togarar árið 1933 f
Rússneska stjórnin virðist á margan
hátt láta sér ant um viðgang atvinnu-
málanna, þó að glundroði byltingar-
áranna hafi víða verið þrándur í
götu. Meðal annars hefir fiskiveið-
unum verið gaumur gefinn og það
einnig, að öll ástæða er fyrir tslend-
inga að veita þvi athygli, hverju fram
vindur um þau, því rússneskir togara
útgerðarmenn eru nú farnir að starfa
á enskum markaði.
Rússar ráða yfir einhverjum fiski-
sælustu miðum heimsins, í Murmansk
hafi.. En útjgerð þeirra hefir verið
mjög lítil. Fyrir stríðið var afli
þeirra þar 25—30 þúsund smálestir
á ári, en einungis 5,000 manna stund-
uðu þessar veiðar. Til samanburðar
getur rússneskt blað þess, sem frá
þessu segir, að nágrannar þeirra,
Norðmenn, veiði árlega c. 400 þús.
sniálestir síldar og 200 þús. smálestir
annars fiskjar fyrir c. 60 miljónir
króna.
Á stríðsárunum keyptu Rússar af
Bretum 15 togara til að Ieggja út
tundur. Sovjet-stjórnin afhenti síð-
ar þessa togara fiskihringnum og
trúði þá fáir á togaraútgerð í Rúss-
landi. Arið 1920 voru aðsins 22
af hundraði rússnesks afla togaraafli.
en 78 af hundraði smábátaafli. En
/
svo gagnger áhrif hefir fogaraútgerð-
in haft á skömmum tíma, að nú fá
togararnir 75 prósent aflans, en smá-
bátarnir hverfa æ meira og fá nú að-
eins 25 prósent aflans. Fiskiverðið
er þannig, að togararnir fá 167 rúblur
fyrir smálestina. Kaupgjald verka-
manna á togurum er 120 rúblur á mán
uði, en ekki nema 75 rúblur á smá-
bátum.
Rússar liafa mikinn hug á því að
auka togaraútgerð sína enda fær ríkið
af henni gott gjald, eða í ár 4 milli.
rúbla útflutningsgjald. Á þessu ári
hafa Rússar pantað 14 nýja togara
og láta byggja tólf þeirra heima.
Árið 1933 segjast þeir ætla að eiga
300 togara og afla á þá 450 þúsund
smálestir á ári. Og undir eins næsta
ár gera þeir ráð fyrir því, að út-
flutningu hafi aukist svo, að hann
nemi 11 miljónum rúbla.—
Stcfnir, I. ár 3. hefti, er nýkomið
hingað vestur. í þessu hefti er með-
a lannars: Friðarmálin; Jólasaga
með myndum, eftir Þóri Bergsson;
Ferðasaga úm Gyðingaland, með
fjölda mynda; Amazonlandið, með
mynd; Stalin; Fréttabréf; Frá út-
löndum. Rifið má panta hjá Benja-
mín Kristjánssyni, 796 Banning St.,
Winnipeg.
... " " »" . —
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. DES., 1929
NÚMER 11
Eldspýtnaveldi
Menn skulu varla halda það að ó-
athuguðu máli, að óverulegir smá-
hlutir, þótt nauðsynlegir og hand-
hægir séu, eins og eldspýtur, geti
verið stórfeld verzlunar- og fram-
leiðsluvara og undirrót mikils auð-
valds. Svo er samt, og saga eld-
spýtnaframleiðslunnar eins og hún er
nú, er einhver merkilegasta saga, sem
nokkur iðngreiti á. . F.ldspýtnakóng-
urinn svonefndi er einn af umsvifa-
• \ "
mestu iðnaðar- og fjármálamönnum
heimsins. Hann er Svíi og heitir
Ivar Kruger. Hann hefir nú lagt
undir sig lang mestan hluta af allri
eldspýtnaframleiðslu heimsins, eftir
langa, og oft harðvítuga baráttu.
Og enn á hann samt harðan reip-
drátt við eitt af stórveldum heims-
ins, því Sovjetstjórnin hefir ákveð-
ið að segja honum stríð á hendur
og heldur uppi við hann mikilli sam-
keppni í Sovjetríkjunum með stór-
tapi. Kruger byrjaði í fremur smá-
um stíl heima i Svíþjóð, en nú eru
fyrirtækin orðin stórfeld heimsfyrir-
tæki, svo að sænska heimadeildin.
hafði síðastliðið ár 40 miljón króna
hreinan ágóða. En sænsku verk-
smiðjurnar eru ekki nerna lítill hluti
af verksmiðjum fyrirtækisins. “Sven-
ska Tandsticks Aktiebolaget” er
frumfélagið, stofnað 1917 með 40
milj. króna höfuðstól, sem brátt var,
aukinn upp í 270 milj., m. a. fyrirf
enskt fé. Stærsta dótturfélagið er
í Ameriku, en í Bandaríkjunum ræð-
ur hringurinn yfir 75 prósent af mark
aðnum í Kanada og er hann einráður-r*
í Chile á hann stórar verksmiðjur og
hefir einkasölur þar og í Peru. 1
Evrópu hefir hringurinn tögl og
hagldir eldspýtnaverzlitnarinnar í 20
löndum, og hefir einkasölu fyrir rík-
is milligöngu, í 4 þeirra.. I Astral-
iu hefir hann allan markaðinn, í
Japan þrjá fjórðu, í Indlandi á hann
11 verksmiðjur, í Afríku á hann
stærs‘u verksmiðju álfunnar o. s. frv.
Hringurinn á sjálfur og framleiðir
allt það, sem að eldspýtnagierðinni
lýtur. Hann á skóga, til að fá spýt-
urnar og efni í pappír i stokka og
einkennismiða og hann á sérstakar
smiðjur, sem búa til vélar þær„ sem
hann notar o. s. frv. Viðgangur
fyrirtækisins er fyrst og fremst eins
manns verk, Ivars Kruger-
Bogi Th. Melsteð
Sagnfrœðingur
Reykjavík, 16. nóv.
Hann andaðist í Kaupmannahöfn
12. þ. m. úr lungnabólgu.
Fæddur á Klausturhólum i Grims-
i nesi 4. maí 1860. Voru foreldrar
hans Jón prófastur Melsteð, bróðir
Páls sagnfræðings og Steinunn dótt-
ir Bjarna anitmanns Thorarensen.
Bogi lauk meistaraprófi i sögu við
Hafnarháskóla 1890. Þrem árum
síðar varð hann bókavörður við rik-
isskjalasafn Dana og var það i tíu
ár. Síðan hann lét af því starfi
hefir hann notið stvrks úr sjóði Árna
Magnússonar. A þessum árum hef-
ir hann unnið að Islandssögu sinni
og eru komin út af henni 3 bindi.
Auk sögustarfa sinna lét Bogi
Melsteð.sér mjög annt um allar fram-
farir hér á landi. Atti hann meðal
annars frumkvæði að stofnun Slátur-
félags Suðurlands. Hann var stofn-
andi Fræðafélagsins og ritstjóri árs-
rits þess, sem náð hefir miklum vin-
sældum.
Bogi Melsteð varð urn tíma fyrir
nokkru aðkasti héðan að heiman. En
nú er fyrnt yfir þær deilur. Við
andlát hans ljúka menn upp einum
rómi um það, að hann hafi verið
góður sonur ættjarðar sinnar.
Lik hans verður flutt heim og
jarðsett á Klausturhólum.—Vörður.
Fréttabréf
Vogar, 30. nóv., 1929
1 vikublaðinu af Free Press 27. þ.
m. er getið um lát Franks Wisemans,
er drukknað hafði í Winnipegvatni
17. þessa mánaðar. I þessari frétta-
grein er frá engu rétt skýrt nema
láti mannsins, og nafni húsbónda
hans; get ég því ekki látið hjá líða
að leiðrétta það.
Frank Wiseman var Englendingur
að ætt. Hann fluttist hingað norður
14 ára gamall. Var hann þá tekinn
sem vikadrengur af barnaheimilinu
16—24 Bibel House, 184 Alexander
Ave., í Winnipeg. Fyrstu þrjú árin
var hann hjá Birni syni mínum en
2 og hálft siðari árin hér á heimil-
inu hjá Jóni syni mínum. Var hann
ráðinn hér af harnaheimilinu fyrir
ákveðið kaup. I haust var hann ó-
fáanlegur til að vera við heimaverk
eins og áður, en vildi vinna við fiski-
veiðar. Var það látið eftir honum,
enda var hann nú fullra 18 ára,
hraustur og þrekmikill eftir aldri.
Hann var því sendur með öðrum
manni út í eyju í Manitobavatni áð-
ur en lagði. Áttu þeir að undirbúa
net og gera við skálann, þar til fært
væri að leggja net, en það drógst
lengur en ætlað var vegna tíðarfars-
ins. Jón húsbóndi þeirra kom til
þeirra þrem dögum áður en slysið
varð, og lagði svo fyrir að þeir færu
ekkert út á ís fyr en hann kæmi al-
farinn. Þá var vatnið lagt á vík-
um, og með löndum, en þó allt með
auðum álum. Varð því að fara
s'Joran krók til þess að komast í eyj-
una og ekki fært nema vönum ísa-
mönnum. Næsta sunnudag höfðu
þeir þó lagt á stað til lands, á skaut-
um, beina leið. Var þó ísinn svo
ótraustur þá leið, að enginn vanur
ísamaður myndi hafa lagt á hann. En
þeir voru báðir óvanir ísaferðum ag
kunnu því ekki að sjá sér farborða.
Þegar þeir áttu aðeins hálfa mílu til
lands, varð fyrir þeim ófær áll. Þar
lenti Frank ofan í. Albert Seal, fél-
agi hans, reyndi að bjarga honum,
en lenti þá niður líka. Albert er
sundmaður góður, og tókst því tví-
vegis að koma Frank upp á ísinn,
en skörin var svo ótraust að hún
brotnaði jafn óðum undan þeim. I
þriðja sinni kafaði hann eftir honum
til botns í 8 feta dýpi, en þá kvaðst
hann ekki hafa haft þrek til að lyfta
honum. Albert komst þá upp á ís-
inn, og gat með hörkubrögðum dreg-
ist til lands í litla eyju er þar var
nærri. Þar hafðist hann við í rúm-
an sólarhring í heystakk, og varð
honum það til lífs. En svo var hann
máttfarinn og móðlaus að hann
treysti sér ekki til að leita til lands,
eða kalla, sem vel hefði mátt heyra
til næstu húsa.
Daginn eftir fór Jón húsbóndi
þeirra út í eyju, því nokkuð hafði
frosið um nóttina; þó ekki svo að
fært væri beina leið. Þegar hann
kom þangað frétti hann hjá öðrum
fiskimönnum í eyjunni að piltar hans
hefðu lagt á stað heim daginn áður.
Brá hann þá við og fór á skautum
slóð þeirra, sem þó var illfær þá og
hitti Albert í eyjunni illa til reika.
Þá kom hann honum strax í land og
hresstist hann furðu fljótt. Hann
lá nokkra daga og var lengi dofinn
á höndum og fótum, en ókalinn. Nú
er hann orðinn nær jafngóður og
kominn út í eyju að vinna á ís, sem
ekkert hefði í skorist. Albert Seal
er af enskum ættum, en uppalinn hér
að nokkru leyti. Hann er hraustur
maður og harðgjörður, enda myndi
flestum öðrum orðið þessi hrakningur
að fullu. — Lík Franks fannst dag-
inn eftir, og var flutt inn til Winni-
peg eftir ósk ættingja hans.
Þau hafa orðið sorglega mörg slys-
in hér á vötnunum í vetur, og eru þó
satt að segja færri en búast mætti
við, því svo fara fiskimenn oft á
grunnum ís, að það gengur óviti
næst. En það er ótrúlegt, þeim
sem óvánir eru ís, hvað æfðir fiski-
menn kunna nákvæmlega að sjá út þá
blettina sem færir eru á glærum ís.
Það væri óskandi að þessar slysfarir
yrðu mörgum til viðvörunar fram-
vegis.
Nú mun vera kominn traustur ís á
allt Manitobavatn því hörð frost hafa
verið nær tvær vikur undanfarið.
Fisikiveiðar mega heita nýbyrjaðar,
og sagður tregur fiskur allstaðar.
Frostin komu of seint svo fiskur var
genginn af grunnmiðum, áður en hægt
var að leggja. Þó getur ræzt úr
þessu ennþá á djúpmiðunum.
Guðm. Jónsson.
Silfurbrúðkaup
Laugardaginn 30. nóvember síðast-
liðinn bar upp á 25 ára giftingaraf-
mæli þeirra hjóna Sveinbjörns og
Jónu Gíslason, að 706 Home stræti
hér í Winnipeg. Hafði kvenfélag Sam
bandssafnaðar og stúkan Hekla tek-
ið sig saman um að búa allt undir
silfurbrúðkaup og var þeim hjónum
ásamt börnum þeirra boðið óvörum
vestur í samkomusal Sambandskirkj-
unnar. Var þar fjöldi manns sam-
ankominn, sjálfsagt hátt á annað
hundrað manns er settust þar undir
veizluborð. Sátu silfurbrúðhjón í
öndvegi og út frá þeim börn þeirra;
Guðmundur og ungfrúrnar Margrét
og Elízabet, og dætur silfurbrúðguma
frá fyrra hjónabandi: ungfrúrnar
Þóra og Gíslína. — Dr. R-ögnvaldur
Pétursson stýrði samsætinu, og mælti
nokkur orð fyrir þeim hjónum;
minntist á glöggskyggni og stefnu-
festu þá, er hefði einkennt silfur-
brúðgumann mjög mörgum mönnum
fremur í opinberum málum og ein-
lægrar starfsetni þeirra hjóna í safn-'
aðarmálum. Las hann og hið einkar
fallega kvæði,.er birtist -á öðruni staö
hér í blaðinu. Síðan rak hver ræð-
an aðra. Forseti kvenfélagsins, frú
Th .S. Borgfjörð, mælti fyrir minni
silfurbrúðarinnar, og afhenti silfur-
brúðhjónunum vandaðan tevagn, með
öllum silfurbúnaði, sem vott um sam-
úð gestanna og annara vina; hr. Stef-
án Eina.rsson þakkaði þeim fyrir
hönd stúkunnar Heklu og Goodtempl-
ara: séra Guðmundur Árnason minnt
ist langrar kynningar og samstarfs
við brúðguiþa, djarflyndis hans, ein-
lægni og hispursleysi, og þóttist mega
taka undir með skáldinu og segja
honum:
“....þökk fyrir sérhverja stund
er sarnan við undum.
Hvað þú varst alltaf hreinn í lund
og hnittinn — og vondur stundum.”
Ennfremur töluðu séra Benjamin
Kristjánsson, stutt en mjög snjallt og
fallegt erindi, og hr. Th. S. Borg-
fjörð, hr. Hjálmar Gíslason og frú
Sigríður Swanson nokkur orð. Sig-
fús Halldórs frá Höfnum söng tvö
íslenzk lög, með aðstoð Björgvins
Guðmundssonar. En síðar um
kveldið sungu allir í salnutu fjölda
hinna gömlu, fallegu og ætíð vin-
sælu islenzku söngljóða, og stýrði
Björgvin Guðmundsson þeint alls-
herjarsöng. Sleit þessu einkar á-
nægjulega samsæti ekki fyr en und-
ir miðnætti, er silfurbrúðguntinn
hafði sem innilegast þakkað gestum
og vinum þenna samúðarvott fyrir
hönd þeirra hjóna.
Silfurbrúðguminn, hr. Sveinbjörn
Gíslason, er Húnvetningur að ætt og
uppruna, fæddur á Neðri Miýrum í
Engihlíðarhreppi, sonur merkishjón-
anna Gísla Jónssonar frá Syðrahóli á
Skagaströnd, er í 35 ár samfleytt var
hreppstjóri í Engihliðarhreppi, og
Sigurlaugar Benediktsdóttur, frá
Neðri Mýrum.
Silfurbrúðurin, frú Jóna Gíslason,
er Norðmýlingur að ætt, dóttir Guð-
mundar bónda Jónsonar, frá Hauks-
stöðum og konu hans, Önnu Margrét-
ar Þorsteinsdóttur, frá Glúmsstöðum,
og er systir Björgvins Guðmundsson-
ar tónskálds og þeirra systkina.
Hafa þau hjón búið í húsi því, er
þau byggðu sér að 706 Home St., síð-
an 1912. Hafa þau átt því verð-
skuldaða láni að fagna að vera því
betur metin er menn kynntust þeim
nánar, eins og samsæti þetta bar
nokkurn vott um.
—Vintir.
Avarp
í bundnu máli til hjónanna Jónu Guð-
mundsdóttur og Svcinbjörns Gísla
sonar, að 706 Home St., Winni-
pcg, Man., á 25. giftingarafmœli
þcirra. 1. desember, 1929.
—frá vcndafólki i Leslie
Gefi ykkur alfaðir
góðar stundir
og guðs ást i hverjum geisla.
Heiðbjört um æfi
hamingju sól,
ykkar leiðir lýsi.
* H- *
Lán er þeirn léð
sem list þá kunna
að láta sér nóg nægja.
Því oftast mun erfiði—
atorku manni
Ieið til gæfu og gengis.
Því iðjumannsins
ósvikul hönd,
reisir byggð og borgir,
og árvakur maður
í æfistarfi
finnur gæfu og gleði.
Gleði þeirrar sálar
sem guð sinn finnur
í verki og allri iðju—
því vandvirkni öll
og viturleg störf
eru æðri launum launuð.
Og víst er það gæfa
að geta litið
yfir æfi-leiðir
og séð að gróðrar gnægð
hefir gróið í sporum
—þótt braut sé um bratta lögð.
Hlífir skíðgarðtir
skrúðjurtum
er brosa við sumri og sólu—
og teinungar vaxa
í túnjaðri,
ef aðhlúir hönd og hyggja.
Gaf ykkur alfaðir
glaðar stundir
og guðs-ást í hverjum geisla.
Skinið hefir heiðbjört
hatningju stjarna
á ykkar æfi himni.
Þið hafið vakað
þið hafið starfað
þið hafið ræktað í ranni,
það sem bezt gafst
og bezt reyndist—
og öðlast innri gleði.
Þá er sælt að lita
af sjónarhæð
við áning í áfangastað—
ef borið hafa ávöxt
til blessunar.
Áform manns og iðju.
Heill sé ykkur lijón,
heill ykkar börnum
styðji þau heilög hönd,
því vandratað er æsku
vorrar aldar—
og villugjarnt vegfarendum.
Vaxa til gæfu
gerfileg börn
við samvinnu í salar kynnum.
Samorka lyftir
af leiðum manna
bjargi, er einn fær ei bifað.
Gefi ykkttr alfaðir
gleðistundir
og guðs-ást í hverjum geisla.
Sú er kveðja
með kærleiksóskum
ykkur úr fjarlægð flutt.
Sigriður Guðmundsdóttir.