Heimskringla - 11.12.1929, Page 2

Heimskringla - 11.12.1929, Page 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRING L A WINNIPEG, 11. DES., 1929 Orkneyjar. Eftir Pottl Niclasen ritstjóra NiCurlag furSulegra og tröllslegra þegar inn er komiö. — Stúkan íræddi okkur um allt, sem hún vissi iim hauginn, en þaö var ekki nóg. Hún romsaði þessu upp úr sér og var auöheyrt aö hún haföi lært þaö utan aö. Menn æt!a að Maéshmve sé um 4000 ára gamall, en enginn veit með vissu, hverjir hauginn hafa gert, né til hvers hann hefir verið notaður. A steina inni í salnum eru ristar rún- ir, sem meðal annars segja frá því, aö norskir Jórsalafarar hafi komiö inn í hauginn árið 1152, er þeir voru á leið til landsins helga, og að Ingi- björgu, hinni kynlxirnu, hugumstóru og fegurstu allra Jtvenna, hafi þótt hart að þurfa að ganga svo bogin til borgar. Eitthvað eina og hálfa enska niilu frá Maeshovve eru hinir svonefndu Standing Stones á Steinnesi.—Stein- ar þessir standa í hring og er þvermál hringsins 366 fet. — Steinar þessir eru ódæma stórir, allt að 20 fet á hæð, og standa allir upp á endann. Enginn veit, hvenær steinar þessir hafa verið reistir. Þeir voru þarna þegar hinir fyrstu norrænu landnáms- menn komu til eyjanna, og menn ætla að þeir hafi verið reistir um líkt leyti og Maeshovve var opinn. En það er öllum ráðgáta hvernig menn hafa farið að því, fyrir 4000 árum, að reisa þessi björg upp á endann. Og þess ber líka að geta, að hvergi nærri finnast slíkir steinar, svo að þeir hafa verið fluttir langt að. I Orknevjum eru tvö blöð: “The Orcadian” og “Orkney Herold.” Koma þau út einu sinni í viku og eru málgögn hinna tveggja stjórnmála- flokka í eyjunum, sanibandsmanna og frjálslyndra. John Mooney hefir gert ýmsar rannsóknir viðvíkjandi Magnúsar- kirkjunni og áður en ég færi áttum við tal um þetta efni. Honum sagð- ist svo frá: Á öndverðri 12. öld réðu jarlar tveir, Hákon og Magnús yfir Orkn- eyjum og Hjaltlandi. Þeir voru systkinabörn að frændsemi. Magnús var hvers manns ljúfi vegna rétt- sýni, en Hákon öfundaði hann af vin- sældunum og vildi fá að ráða yfir öll- um eyjunum. Með svikum tældi hann Magnús ti! fundar við sig á Egils- ey> °g Þar var Magnús drepinn. Lik hans var fyrst grafið að Krists- kirkjunni í Birsey, en þar sem ntörg tákn og stórmerki gerðust við gröf- ina, var hann tekinn i helgra manna tölu, og seinna voru bein hans flutt til dórrtkirkjunnar í Kirkjuvogi og var hún helguð honum. Eins og fyr var getið hefir oft farið'fram vi^gerð á kirkjunni og einhverju sinni fundust þá nokkur mannshein í tréskrini, sem niúrað var inn í vegg. En nú vildi svo til, að nokkrum árum áður höfðu fundist nrannsbein, sem gengið var frá á sama hátt í dómkirkjurústinni í Þórshöfn i Færeyjum. Sú kirkja átti líka að helgast Magnúsi jarli, og kom það upp að þetfa myndir vera !>ein úr honum. Voru nú beinin úr báðum kirkjunum Ixrrin saman til að séð yrði hvort þau ætti saman, og þóttust menn viss- ir um það, og jafnframt þóttust menn vita, að beinin sem fundust í HUGSIÐ! Þér fáið meira fyrir PENINGANA HÉR Efni, snið, frágangur, sem þér krefjið, á því verði sem þér getið borgað. Sala af hlýjum, vetrar YFIRHOFNUM $29.50 Úr valinkunnu Barrymore og Blanket efnum. Vanalegt verð á þessum yfirhöfnum eru $37.50 til $40.00 ness. Þar fara bílar á milli hvern virkan dag og eru um eina klukku- stund á leiðinni. Vegurinn liggur sumstaðar meðfram Scapa Flow. Straumness stendur á eyði nokkru við Háeyjarsund og dfegur nafn af hinum mikla straumi, sem þar er. Á Straumnesi er ákaflega fallegt og fyrir 50—100 áruni voru þangað miklar siglingar og voru þar þá skipa viðgerðarstöðvar. Áður en sltkar stöðvar kæmi upp í Færeyjum, fóru færeyskar skútur oft til Straumness að sækja sér þangað viðgerð, og voru Færeyingar þá vel þekktir þar. Nú er lítið um skipakomur til Straum- ness, enda þótt það sé rétt hjá Pett- landsfirði. Einstöku togarar koma þangað til að leita sér viðgerðar, en sjaldgæft er að sjá þar stærri skip. Af fiskiskipum þeim, sem heima áttu héf fyrir 40—50 árum, er nú ekkert eftir. Öll útgerð er þar fallin úr sögu fyrir mörgum árum. Aður fyrri var Straumness sein- asta höfnin, sem hvalveiðaskip koniu við á þegar þau voru á leið til Græn- lands eða Norðurhafsins. Var þá oft glatt á Iijalla þar, er mörg hundr uð skipverja voru i landi í senn. Voru þeir yfirleitt drykkfeldir og djarfir til kvenna. Og það bar við, þegar dansað var, að allir lentu í ægilegum bardaga. Fyrir nokkrum árum kom amerísk- ur verkfræðingur til Straumness og ætlaði að hagnýta þar uppgötvun, sem hann hafði gert í Japan. Þóttist hann geta unnið togleður úr þara og sandi og öðrum ódýrum efnum. Ur- gangurinn átti að vera framúrskarandi Fær- í til vegagerða, o. s. frv. Var nú reist eyjum hefði verið send þangað kirkjunni í Kirkjuvogi.— Á rannsóknarferðum sínurn fór dr. Jakobsen líka um Orkneyiar. Þeir frá , Þarna stór verksntiðja, vörugeymslu hús, o. s. frv. en bæjarstjórn lét gera hafskipabry,ggju mikla handa hinum stóru skipurn, sem áttu að flytja þetta Scan’an & McComb ‘Better Clothes for Men” 417J Portage Ave. John Mooney þekktust vel og ferðuð- j dásamlega efni út um allan heini ust saman. Einhverju sinnar gerðu Uppgötvunin reyndist alls ekki eins þeir sér ferð til gamallar konu. s átti heima 2—3 stunda gang frá Kirkj og við var búist og þetta mikla fyrir- tæki fór rakleitt á hausinn. Enn Þessi ganila kona kunni j þann dag i dag stendur verksmiðj- Hún var al- heppnaða fyrirtæki. UVOgl, meira í fornmálinu en nokkur annar, j an> vörugeymsluhúsin og hafskipa- sem þeir hittu og safnaði Jakobsen Uryg’g'jan til minningar um þetta mis- hjá henni fjölda orða. úðleg mjög og gaf þeim te, áður en þeir fóru. Var þá farið að skyggja en vegurinn va rgóður. Þegar þeir sáu ljósin í Kirkjuvogi, stingur 'Jak- obsen við fótum og segir hvað eftir annað : “Teið, teið ! Það var ótta- legt að við skyldum fara að drekka þetta te. Það hefðum við aldrei átt að gera.” Moonev spurði hvort honum hefði orðið illt af því. Nei, það var nú öðru nær, “en vegna þess að ég fór að drekka það, gleymdi ég að spurja konuna um eitt orð mundi ekki eftir því fyr en nú.”— Frá Kirkjuvogi fór ég til Straum- STOCK ALE SHEÁS WINNIPEG BREWERY LIMITED Eins og fyr er getið er Pettlahds*" fjörður vandasöm siglingaleið, og þess vegna er vönduð björgunarstöð á Straumnesi. Langt er nú síðan að björgunarbátur var fenginn þangað. Árið 1908 var annar stærri bátur fenginn, og í fyrra var smíðaður nýr björgunarbátur, 51 fet á lengd og hefir hann tvo hreyfla (60 hest- afla hvern) og geta þeir knúið hann níu milur á vöku. Mér var boðið að skoða björgunarstöðina, og svip- og i ar henni mjög til björgunarstöðvar- innar í Esbjerg. Þesis nýi björg- unarbátur kom til Straumness 3. marz og var þá mikið um dýrðir þar. Hálfum ntánuði seinna fór hann i fyrstu björgunarferð sína, því að þá fórst togarinn “Lord Davenport” (sem Jón heitinn Hansson var skip- stjóri á) hjá John Head á Háev. Togarinn var á leið til Englands frá íslandi. Strandaði hann unt kveld svo nærri fjallinu, að neyðarljós hans sáust hvorki í Orkneyjum né á Kata- nesi. Þegar björgunarbáturinn frá Straumnesi kom á vettvang um morg- uninn, höfðu átta menn — þar á með- al skipstjórinn, — farist, en hinum sex var bjargað. Utn Scapa Flow Þessi mikli flói er á milli Hross- eyjar, Syðri Rínaldseyjar og Háeyjar, og er um 11 milufjórðunga á lengd og 7 á breidd, þar sem hann er breið- as'ur. Inn í hann liggja þessi sund: Háeyjarsund frá Atlanzhafi, " Hólma- sund og Wastersund frá Norðursjó og Hoxasundinn úr Pettlandsfirði. 1 striðinu mikla var nafnið Scapa Flow kunnugt um allan heim, því þá hafði meginfloti Breta þar aðset- urstað. Þegar árið 1912 var um það rætt að gera Scapa Flow að 'her- skipahöfn, en það varð ekkert úr því. Þegar striðið brast á neydd- ust Bretar til þess að loka i skyndi Háeyjarsundi, Hólmasundi og Waster sundi á þann hátt að sökkva þar skip- um. Var þetta gert til þess, að þýzkir kafbátar kæmist þar ekki í gegn um. Opið var þá aðeins Hoxa- sund (og nokkur hluti HáeyjarsundsJ, en þau voru svo vel varin af tundur duflum og kafbátanetjum, að ekki voru eftir nema örmjóar rásir fyrir ensku herskipin að sigla eftir. Þýzkur kafbátur, sem reyndi að komast inn í Scapa Flow, skömmu eftir að stríð- ið hófst, varð fastur í netjunum og þar drukknaði öll áhöfn hans. Mieðan á stríðinu stóð var meira líf umhverfis Scapa Flow en nokkru sinni áður. Öll hús, sem hægt var að fá, voru tekin handa hermönnum. Græddu Orkneyjabændur nteira á þessu en þá hafði nokkru sinni órað fyrir. Allar landbúnaðarafurðir komust í geypiverð, og gátu bændur 1 heimtað fyrir þær hvað, sem þeir vildu. Ensku herskipin í flóanum þurftu að fá um 350 smálestir af nautake'i á niánuði og mestmegnis var það fengið úr Orkneyjum. Þegar striðinu var lokið, urðu Þjóðverjar að skuldbinda sig til þess að láta allan herskipaflota sinn af hendi við bandamenn, og sigla honum sjálfir til Scapa Flow, en þar átti hann að “geymast.” Menn mega geta því nærri að Þjóðverjunt hafi þótt þe"ta súrt í brotið. Skipin, sem þeir voru skyldaðir til að afhenda og sigla þangað voru: 11 orustuskip, 5 brynvarin beitiskip, 8 beitiskip, um. 50 tundurbátar og tundurspillar, o. fl. Skip þessi komu til Scapa Flow dagana 23—27. nóvember 1918 og voru “kyrsett” þar meðan Banda- menn ráðguðust unt hvernig skifta ætti þessu mikla herfangi. En þá kom nokkuð óvænt fyrir, sem engum hafði komið til hugar. Hinn 21. júní, 1919 “skruppu” ensku skipin út í Norðursjó, en meðan þau voru á burtu sökktq Þjóðverjar sjálfir öllum herskipum sínum, eftir fyrir- mælum von Reuters flotaforingja. Skipshafnirnar fóru í bátana og björguðu sér í land. Ensku herskipin komu nokkru seinna inn í flóann, en þá voru flest þýzku skipin sokkin. Þó tókst að drag^- tvö beitiskip og nokkra tundurspilla upp á grunnsævi. Ög þarna lá nú hinn mikli þýzki floti á mararbotni, og mun Þjóðverj- um hafa þótt það betra, en að vita hann i óvinahöndum. Má og vera, að þetta hafi verið bezta úrlausn- in fyrir bandamenn, þvi að allir vildu fá bróðurpartinn af flotanum og horfði til vandræða út af því. Úr Straumnesi, sem er norðanvert við flóann, sáu menn hvert þýzka skipið á eftir öðru sökkva til botns. Menn ætluðu ekki að trúa sinum eigin augum. En er þýzku sjólið- arnir komu í land og báðust gisting- ar, urðu menn að trúa. Um morgun inn höfðu skólabörnin á Straumnesi farið út í flóann á gufuskipi, til að skoða þýzka flotann, en áður en þau voru komin heim aftur, voru fyrstu skipin farin að sökkva. J. W. Robertson kaupmaður i Leir- vík, sá er áður er getið, varð með þeim fyrstu til þess að reyna að bjarga sokknu skipunum. Hefir honum tekist að lyfta 4 tundurbát- um, en kostnaður varð svo mikiH að hann tapaði stórfé á þessu. Seinna hefir félag eitt i Lundúnum, Cox and Danks bjargað um 20 tundur- spillum, orustuskipinu “Moltke” og fleiri skipum. — Hafa þau verið seld skipasmiðastöðvunum i Skotlandi, sem brotajárn. Leiðin frá Straumnesi til Scapa Pier liggur rétt fram hjá eynni Cava og stóra þýzka bryndrekanum “Hind- enburg”, sem Bretum tókst að draga upp á grunnsævi áður en hann sökk. Siglutré, reykháfar og nokkuð af þil- farinu er yfir sjó. Frá borði heyrast hamarslög og hvinur í vélum, sem vinna þar að viðgerð. Lengra út situr sjófugl á einum fæti á siglu- toppi, sem er hið eina er sézt af öðru þýzku herskipi. Rétt inn við land sézt “Seydlitz,” og liggur þar á hlið- inni, og ennfremur nokkrir tundur- spillar, sem dregnir hafa verið á þurt land og liggja flatir. Víða sézt á siglutoppa upp úr sjónum og má af þeim sjá hvar þýzku skipirr liggja. —Lesb. Mbl. MUSIC Ideal Xmas Gift PORTABLE VICTROLA $35.00 . $1.50 Weekly ORTHOPHONIC $95.00 - $1.60 Weekly ELECTRIC RADIOLA $111.50 ■ $1.90 Weekly Installed Complete E. NESBITT LTD. Sargent at Sherbrooke Lowett Ttrmi In Cani4a l)HÍ>#ttiyT5ag (Eomjiantt. INCORPORATCD 2T? MAV 1670. ‘^Jamaica JvUttt H. B. C. ROMM ÞJÓÐKUNNUGT UM VESTUR-KANADA f MEÍR EN HUNDRAÐ ÁR Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82"’ D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary ( l’lltfirnlr lem Nllum reynn ali l>(VknaNt) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.