Heimskringla - 11.12.1929, Qupperneq 5
WINNIPEG, 11. DES., 1929
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
Ölafur Jónsson
(Síðast að Paswcgan, Sask.)
-Æfiminning-
Hann fæddist að Sauöagerði viö
Reykjavik, Islandi, 11. nóvember,
1877. Foreldrar hans voru Jón Öl-
afur Ölafsson, frá Háko'i, Álftanesi,
°S Sigriður Ingihjörg Benediktsdótt-
'r frá Hallanda við Eyjafjörð. Hún
dó er hann var á 5. ári, mislingasum-
arið 1882. Faðir hans drukknaði
er hann var 9 ára. Eina systur átti
hann hér vestra, Guðrúnu að nafni.
Kont hún vestur um haf fvrir nál.
13 árunt síðan, og kallaði stg þá
Hlson; giftist siðar í N. Dakota, ts-
lendingi, og fluttu þau suður til Salt
Lake Citv, Utah. Eigi veit sá er
þetta skrifar hvert nafn manns henn-
ar var, en hann mun vera dáinn. —
Til Vesturheims flutti Ölafur sem
ftilltíða maðttr, fyrir nálega 30 árurn
•'úðan. Árið Í903 nam hann land í
Poam Lake-byggð og settist þar að.
Skömmu síðar kvæntist hann Svöfu,
dóttur Jónasar Samsonar, og Katrín-
ar fyrri konu hans, að Kristnes, Sask.
Hafði Svafa verið alin upp af föð-
lir sínum og síðari konu hans Sig-
nði. Eftir eins árs sambúð missti
Ölafur Svöfu konu sína og harmaði
hana mjög. r>au eignuðust einn
s°n, Sigurjón Svafar að nafni, og
hefir fyrnefnd Sigriður Samson,
stjúpmóðir Svöfu, alið drenginn upp.
Eftir lát konu sinnar hélt Ólafur suð-
ur til N. Dakota. Kynntist hann
þar síðari konu sinni, sem varð, Krist-
björgu ,Samson, dóttur Friðbjarnar
Samsonar og konu hans Jarðþrúðar
, Gísladóttur. Stóóð brúðkaup þeirra
í Winnipeg, 1. ágúst l9l0, og bjuggu
þau þar unz 19. janúar 1916, að
Ólafur gekk í 108. herdeildina. Um
haustið sigldi hann til Englands.
Veiktist hann þar og lá sjúkur fram
í jarfúarmánuð næsta ár, og hvarf þá
til baka. (Sjá hermannabókina). Má
heita að hann hafi aldrei tekið á heil-
um sér siðan, þótt þungbærast hafi
heilsuleysið verið 2 sl. ár. Eftir
heimkomu hans bjuggu þau hjón eitt
ár í Winnipeg og tvö ár við Foam
Lake. Eftir það fluttu þau norð-
ur til Paswegan, Sask., og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust þrjú börn,
sem öll eru á lífi og heita: Sigurður
Friðjón, 18 ára; Lincoln, 16 ára;
Margrét Evelyn 15 ára. Eftir lang-
varandi og þjáningarmikla vanheilsu
lét Ólafur tilleiðast að ganga undir
uppskurð í Saskatoon, aðallega við
magasári og gallsteinum. Heilsað-
ist honum mjög vel fyrst eftir upp-
skurðinn, en hnignaði aftur, og and-
aðist hann 9 dögum síðar, miðviku-
dagskvekl, 31. júlí, nær 52 ára að
aldri. Utfararathöfnin fór fram
sunnudaginn 4. ágúst, fyrst í Wadena
(Hermannafélagið) og síðdegis að
heimili Mr. og Mrs. J. Janusson, Foarn
Lake. Hafði hinn látni óskað þess
að verða jarðsettur í Foam Lake,
enda alltaf unnað þeirri byggð og jafn
an átt þar margt vina; ber þó ef til
vill sérstaklega að nefna Janusson-
heimilið í því sambandi. Uudirrit-
aður jarðsöng.
Ólafur heitinn var, að sögn kunn-
ugra, vænn niaður og um marga hluti
vel gefinn; sérlega sjálfstæður í hugs
unarhætti; umhyggjusamur um heim-
ili sitt; höfðinglyndur við gest og
granna. Með frábæru viljaþreki
bar hann daglega þann sigur af
þjáningum sínum, ár eftir ár, að hon-
um tókst að annast bú sitt; er honum
það stórsæmd, að hann skilur ást-
vinunum eftir góð efni. Hann hafði
og mikið vald yfir börnurn sínum til
góðs. Þau eru, að sögn, heimilis-
rækin og reglusöm. Þannig getur
o>-
I
^n-^^mommmoAmmo-mmo'^^m-O'mm-o-mmommmo-^^m-o-mmo-^mo-i
Manufacturers of the famous
“FIVE ROSES FLOUR”
GUAPANTEED
HE PURE PRODUCT Oí
WESTERN
S 5
> «SStSÍo
Mb BDSfsl
J PLO UR
----- ■
Lake of the Woods Milling Co.
----Limited-------
fjölskyldan horft fram á veginn í von
og trausti, þótt ástkæri og virti heim-
ilisfaðirinn sé kvaddur brott. Hann
hafði lengi átt þess von, að þau yrðu
án sín að vera, og hafði á allan hátt
drengilega undirbúið samvistaslitin.
Fr. A. Friðriksson.
Frá Islandi
Reykjavík 16. nóv.
Ólafur Róscnkranz fimlcikari
Hann lézt hér í bænum í gær, 77
ára að aldri. Hafði verið veikur
undanfarnar vikur.
Ölafur var alinn upp hjá Jóni rit-
stjóra Guðmundssyni. Lauk stúd-
entsprófi 1874. Varð fimleikakenn-
ari við Lærða skólann 1877 og hé!t
því starfi hálfan fjórða tug ára.
Með kennslunni stundaði hann ýms
önnur störf. Var bæjarfógetaskrif-
ari, verzlunarmaður og biskupsskrif-
ari.
Ólafur var mjög vinsæll meðal
nemenda menntaskólans. Var hann
ágætur kennari, kappsamur og rögg-
samur og léttvígur sem ungmenni
fram á elliár. Seinustu árin var Ól-
afur ritari Háskólans og færðu kenn-
arar Háskólans honum gullúr á sjöt-
ugsafmælinu í viðurkenning'arskyni
fyrir vel unnið starf.
Oiafur var kvæntur Hólmfríði
Björnsdóttur prests í Holti, Þorvalds-
sonar. Eignuðust þau þrjú börn og
eru tvö þeirra á lífi: Björn kaupmað-
ur og Hólmfríður forstöðukona á
Uppsölum, en eitt-dáið: Jón læknir.
—Vörður.
K'-^^o-^m-o-t^momamo-mmo-^mmo-mmommmo-^^omamo-^^o-i
I
i
►<o
Gefðu honum
nytsamar gjafir
t
Gefðu honum eitthvað sem hann
getur klæðst
Ef þú velur úr vorum úrvals fatnaði,
ertu viss um að gjöfin er með fögnuði
þegin.
Látið ekki bregðast að skoða birgðir
vorar.
Fjárskaði
40 ar og 16 lömb flœðir
FB í nóv.
Fjárskaði varð á Snorrastöðum í
Kolbeinsstaðarhreppi þ. 21. f. m., fór-
ust þaðan’í sjóinn af næsta skeri við
Kaldárós 41 ær og 16 lömb, tvær
fundust fastar í skerinu en hinar rak
á land i einum bunka. Eitt lamh-
anna var frá Yztu-Görðum, hinar
kindurnar allar frá Snorrastöðum.
Voru þær næstum þvL allar ætlaðar
til ásetnings. Tólf kindum tókst að
standa á skerinu og hefir það verið
hörð barátta, því skerið fór i kaf. —
Veður var gott um kveldið, logn og
bjart af tunglsljósi, en nálægt fjöru
gerði kolsvart myrkur og foráttuveður
af landssuðri, óeðlilega fljótt aðfall
og mikinn áhlaðanda og varð mikið
flóð. Var þess vegna engin leið
fyrir manninn, sem gætti kindanna,
að komast fram i skerið. — Fyrir 30
árum fórust 40 ær i sjóinn frá Snorra
stöðum á þessu sama skeri og var
)að á útmánuðum.—Mbl.
Stiles & Humphries
Winnipeg’s Sniart Men’s Wear Shop
261 Portage Avenue — Next to Dingwall’s
I'Jr Húnaþingi
FB i nóv.
Vcrzlunin
Fjártaka mikil í kaupstöðum sýsl-
unnar, einkanlega hjá kaupfélögunum.
Þar mest af keti fryst.
Höepferncrsvcrzlunin seld
I sumar sem leið seldi Höepfner
húseignir sinar i Blönduósi og nokkru»
siðar útistandandi skuldir. Húseignir
munu hafa verið seldar sem næst fyrir
þriðja af brunatrygðuverði og úti-
standandi skuldir sem næst þriðja af
nafnverði. Kaupandi að skuldunum
er talinn að vera fyrverandi verzlun-
arstjóri Höepfner á Blönduósi í fél-
agi við sýslumann Húnavatnssýslu.
Steinstcypubyggingar
a Lækjamóti, Sveinsstöðum og Björn-
ólfsstöðum eru nú vel á veg komnar
og hafa bændur, að sögn, byggt fyrir
lán úr landnámssjóði.
Hrossasalan
Kaupfélag Húnvetninga á Blöndu-
ósi lét í sumar kaupa hesta til út-
flutnings. Verð fyrir 4—8 vetra
var kr. 120—160 og fyrir 3 vetra 90
—110 kr. Ennfremur hefir verið
selt allmikið af hrossum til, afsláttar
jafnvel alla leið suður í Grindavik.
Rafvcitur
Stefán Runófsson — bróðir Bjarna
á Hólmi — kom hingað i ágústmán-
uði. Ferðaðist hann viða um og at-
hugaði skilyrði til vatnsvirkjunar.
Leizt honum víða vel á staðhætti.
Óráðið enn um framkvæmdir. I
Miðfirði komust upp í sumar raf-
stöðvar á tveiinur bæjum, Aðalbóli
og Brúarfelli.
Vcrkafólksckla
meiri en áður. Margt manna hefir
sótt í sjóplássin yfir sumarið, enn-
LANGSPILIÐ Eftir Einar Bcncdiktsson
I algeymi veit ég eitt auðnanna veldi, sem á minnar sálar trega og fagnað; það signist af fjarlægra sólna eldi, þá syngja englar, en lífið er þagnað. Svo vitt nær það riki sem örvar míns anda, frá árloga norðurs til myrkvaðra sanda. Hann nain af sér sjálfum og laut sínum lögum, í ljóðheimi mínum þar var hann sjóli. Hann knúði sinn streng undir sterkum brögum, stórskorna fjallauðnin, hún var hans skóli; hans villirödd brautst til valda í hæðum, en vék sér hjá söngvanna sköruðu glæðum.
Þar tindra mín ljós, þar dvín tímanna þoka, við tvísöngva brimniðs, og glitrandi strautna; þar man ég tvö hjörtu. Þau lifðu til loka, á leiksviði minna björtustu draurna. Þar fyrst man ég yndi af stefjum og stökum. Ó, stjörnutöfrar á skammdegisvökum. Eg á‘thagann sá eftir áratugi, á ungu sumri og bláheiðum degi, þá voru hreiðranna feður á flugi, og fyrstu skárarnir slegnir á teigi. Min æska var liðin. Eg einn dvaldi í leyni. Hér unni ég hverri þúfu og steini.
I borg þeirra minninga er hrunið hreysi, þar hugir og þel yfir æfitryggð bjóu; hvað hirði ég þó veröldin hofgarða reisi, ef hógværð brjóstsins og göfgi dóu. Þar fannst ekki metnaður, menntun né seimur, en musteri lífstrúar þó handa tveimur. Kotið var lagt fyrir löngu í eyði, og langspilið glatað í öreigaskrani f Nú sýndist mér túnbalinn litli sem leiði þar lygndu auguni gleymska og vani. F.itt mansöngsblað fann ég með máðum stöfum. Guðs máttur kveður þau hjörtu af gröfum.
Eitt haustkveld ég man, er farandi flokkar, fylltu minn heim með söngvum og kvaki. I torfkofa smáum við túnfótinn okkar, skein týra ein. Þar var dátt undir þaki. Karl hafði dvalið í kaupstað þann daginn; þá kvað hann æ fyrst og svo hóf hann slaginn. Hans dauði kom hratt eins og hrykki strengur. Hún fylgdi <ið viku með krosslagðar mundir. Tvíradda harpan hljómar ei lengur, en hafgnýr við lífsóðinn tekur undir. Þar byggist upp list vorar bögu og slaga; að brúa djúp er vort líf og vor saga.
Hann tók mig á kné, hann var kendur og blíður, kóngur í hásæti ánægju og friðar, hans sjónarhringur var himinviður, þó húmaði jörð, leið hans sól ei til viðar. Og nú skyldi ljóma um litla gluggann og langflæma burtu næturskuggann. Sá andi skal lifa um eilífa daga, þar innstir vér sitjum hjá guðanna brunni; ein veig, einn dropi af bikari Braga, má brimsjói reisa af hjartnanna grunni, Arnan og signing þeim ógrynnissjóðum, sem tsland skal vaxta í framtímans ljóðum.
Eg skildi hans draumlíf sent grætir og göfgar þar gleymskunnar’ djúp verður hafsjór af minni, þar heilsast og kynna sig itrustu öfgar, sá ölvaði vex, en jörð verður minni. Eins syrtir um daga þótt sjónhæðir skini; syndarans himinn er skálin af víni. Hljómrika ljóðstafi aldirnar æfa, í uppheima lærgmáli standa þeir skráðir, svo frumsagði skáldið foldar og sæva, er flutti hann boðskap um orðsins dáðir. I orku vors niáls er eilífð vors frama; hjá alvaldi er hjarta og muni hið sama.
Hann kvað. Okkar ljóð voru ljós gegn um myrkur. þau lifðu þó greppar hyrfu i vali, eins og i skógunum streymir styrkur, um stofna þótt blöðin og greinarnar tali. Það orð sem var borið. með háttsins hlekki, það hefir æ líf því það gleymist ekki. Af hástökkum andans vex íslenzka listin, 'þar ódýr kend verður hjáróma og þagnar, þann hróður á þjóð vor, heiðin ag kristin, í hending og orðskvið, i flutning sagnar, Og stuðlarnir falla og fimmtin hljómar, A Fróni varðveitast heilagir dómar.
En strengir tveir kveða, á langaleiki liðandi timinn með óbreyttum rómi, og mannsandans lifandi ljóð á reiki, sem leitar að eilífð í stundlegum hljórni. I öðrutn býr lífið, sem gang sinn gengur, hinn grætur og hlær, það er sálnanna strengur. Sem knör taki land, á tveim brestandi bárum, er bragdjarfa vígslan ósamra hljóma; það snart mína sál á æskunnar árum, í útræna himinsins veldi og ljóma. Þar bý ég í heimi, sem tíminn ei týnir, enn titra hans strengir, enn leiftra hans sýnir.
Handan það var þá við hólmans strendur, sem hjáleiguskáldið mitt lífið dreymdi, um fágaðan óð og æfðar hendur, sem okraða landið vort þegjandi geymdi. Heima ég ólst, fjarri heimsins snilli; höfin og aldirnar skildu á milli. Og framtið á Islands fornhelga gigja, sem fjarskyldu ómanna djúp skal tengja. Vor list hún skal máttkast. Oss kennist að knýja, þá kemur öld, hinna tveggja strengja, Með nýsköpun eilífri í norrænu máli, neistarnir kvikna, sem verða að báli.
freniur hafa hinar miklu framfarir |
á vega,- brúa- og símamálum leitt það ,
af sér að bændum veitist enn örðugra 1
að fá nægan vinnukraft.—Mbl.
rOðOSCOOOSOCOSOCCOOGOSCOSOO'^OOOQCOeOSOOOOSOOOGOOðeOOO
Dómur fallinn um söngvana viS
hátíSarljóðin
“Morgunblaðið,” sem hingað barst
fyrradag, flytur grein frá dómnefnd
þeirri, er dæma skyldi um hátíðarljóð-
söngvana, og skýrir nefndin frá því,
að hún hafi metið Páli Isólfssyni
orgelmeistara fyrstu verðlaun (2,500
krónur) ; þó með þeim skilyrðum að
hann vilji gera breytingar á tilteknum
minni háttar atriðum, sem honuni
verði bent á; en Emil Thoroddsen
önnur verðlaun, þótt ekki sé tónsmíð
hans fullger. Sjö menn höfðu samið
lög við hátíSarljóðin.
NEALS STORES
“WHERE ECONOMY RULES”
BLUE RIBBON TE,
1 pd. pakki ..
POTATOES, Early Ohio or Green Mountain
variety, Fancy Quality, 6 lbs....
Rödd að heiman
SPAGHETTI, Heinz cooked in Tomato sauce
with cheese. Med. size tin, 2 tins.....
BUTTER, Fancy Quality
1-lb. ciarton .....................
íslenzk sést
og ilmuð flestum *kostum,
systra mest við Sónar lá,
“Saga” Vesturheimi frá.
« ,
“Saga” ræðir
sögur, kvæði, fræði.
Af sér fæðir andans líf,
auðgar bæði hal og víf.
“Saga” fræðir,
sannleiksblæði grætur,
sára græðir sálarund
sinni gæða læknismund.
“Saga” skrifar,
sorann yfir hafin.
Hagls við drif og heljar stál
hennar lifir vita bál.
Jóh. Örn Jónsson.
PEACHES, Argo Brand, California Sliced,
or Halves. No. 2 size tin ............
BLUE RIBBON BAKING POWDER
1 pd. baukur ........*.........
CORN FLAKES,
Quaker Brand, 3 pkgs.
RAISINS, Choice Thompson
Seedless, 3 Ibs................
EGGS, B. C. Fresh Pullet
Extras, Dozen .............
56c
20c
25c
40c
18c
20c
20c
29c
53c
CORN OR PEAS, Glenrose Brand,
No. 2 size tin, 2 tins ... 23c
Additional Extraordinary Specials for
SATURDAY ONLY
733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave.
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)