Heimskringla - 11.12.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. DES., 1929
Haraldur Guðinason
Söguleg Skáldsaga
j ---eftir-- :
SIR EDWARD BULWER LYTTON
I. BÓK
Edith vogaði hvorki að líta upp né segja
nokkuð.
“Hvernig má það þá ske,’’ sagði konung-
ur, og reyndi þótt illa tœkist, að leggja nokk-
urn strangleik í röddina, “að þú, barnið, sem
þegar ættir að hafa lyft buga þínum hátt yfir
þenna girndum hlaðna heim, og beint honum
til undirgefnu og þjónustu við hina heilögu
mey, skulir'standa hér berhöfðuð á almanna-
færi? Það er syndsamlegt. *
Stúlkan skifti litum við þessa ávítun, og
mátti með naumindum verjast gráti. Loks
sagði hún auðmjúklega:
“Hildur amma mín bað mig að koma með
sér og því er ég hér stödd.”
“Hildur,1’ sagði konungur, og kom svo á
hann að hann hrökkti hestinum nokkuð aft-
ur á bak í götunni, “er hún hér með þér?”
Hann hafði ekki orðinu sleppt fyr en Hild-
ur kom í ljós uppi á hólnum, svo snögglega,
sem hún hefði sprottið upp úr jörðinni. Hún
gekk hröðum, léttum skrefum að hlið dóttur-
dóttur sinnar, heilsaði konungi kurteislega en
þó stolzlega og sagði: “Hér er ég; eða þókn-
ast yður, herra, að mæla við mig?”
“Nei, nei,’ sagði konungur, og var sem
nokkurt fát kæmi á hann, “ekki annað en það,
að ég vildi biðja þig þess að varðveita mey
þessa sýknt og heilagt, svo að hana saki í
engu, unz hin heilaga mær á sínum tímá
kallar hana í sína þjónustu, svo sem vera ber."
“Það vil ég segja þér, sonur Aðalráðs og
afkomandi Óðins, að ekki ætti síðasti afkom-
andi Penda¥ að eyða æfi sinni sem blóðlaus
vofa, reikandi um klausturstofur. Væri sæmra
að hún yrði ættmóðir ríkra hermanna. Jafn
ast nú fáir menn á við forfeður sína, enda
skyldi engin grein kvistuð af ættarmeið Óð-
Ins, meðan nokkur útlendingur stendum föst-
um fótum á saxneskri mold.”
“Per la resplendar Dé,D nún djarfa frú,”
hrópaði riddarinn við hlið Játvarðar, og dökkn-
aði um leið í framan af geðshræringu; “þú
ert helzt til hraðmál í návist konungs, og fjöl-
yrðir meira um Óðinn, hundheiðið goð, en
kristinni hefðarfrú sæmir.”
Hildur leit drembilega á riddarann, er
hvessti á hana augun, en þó var sem blandaðist
nokkur ótti í svip hennar.
“Barn,” sagði hún, og lagði aðra hend-
ina á glókollinn við hlið sér, “þarna er maður
sá, er þú munt sjá aðeins tvisvar á æfi þinni.
Líttu á hann og settu hann vel á þig.”
Edith leit upp ósjálfrátt, og var sem hún
gæti varla af riddaranum litið, er hún hafði
feshá honum auga. Hann var í skarlatsbol
svo dökkum, að nálega sýndist svartur, er hann
stakk af við klæði konungs, og var bolurinn
bryddur breiðum borða, gullsaumuðum. Var
bolurinn fleginn, svo að gjörla sá hálsinn.
sterklegan og fyldan vel, líkt og rynni þar
granítsúla undir höfuðið. Yfir bolnum bar
hann treyju eða stuttmöttul úr loðskinni, er
hékk aftur um herðarnar, svo að glögglega sá
brjóstið, er svo var breitt og þreklegt, sem gæti
það stöðvað heilan her á framrás. Vinstri
arminum, þar sem haukurinn sat, hélt riddar-
inn krepptum, og mátti gjörla sjá. undir nær-
skorinni erminni, hvernig vöðvaflétturnar
hnykluðu sig hversu lítið sem hann hreyfði
Æirminn.
Hann var litlu hærri en margir þeir í
föruneyti hans voru, en svo var hauklegt yf-
Irbrafeð hans, og svo stórgöfuglegur lima-
burður hans, þrátt fyrir gildleikann, að svo
sýndist sem hann gnæfði yfir félaga sína.
Þó dró ásjóna hans enn meir að sér at-
hyglina en vöxturinn. Hann var á bezta
þroskaskeiði, og sýndist við fyrsta álit yngri,
en hann var, en eldri, er gerr var hugað að.
Bar þar til, að andlitið var nauðrakað, jafnvel
rakað efrivararskeggið, er hinir saxnesku hirð-
menn héldu þó enn í, er þeir höfðu annars
tekið upp siði Normannanna, og gerði skegg-
leysið, og nakinn hálsinn, þetta fyrirmannlega
og ógnarbíldslega andlit að mun unglegra.
^Konungur í Mersíu, er var eitt af smákonungs
ríkjum Engla, stofnsett á 6. öld e. Kr., og tók
yfir mið-England. Varð það voldugast ríki
Engil-Saxa á 8. öld, og sameinaðist Wessex
snemma á 9. öld.—Þýð.
D(Eg sver það) viö GuSs dýrS.
Húfan sat á hvirflinum svo framhöfuðið var
bert. Var hárið stuttklippt, þykkt og slétt, og
tinnusvart og gljáandi eins og hrafnsvængur.
Á ennið hafði tíminn markað rúnir sín-
ar; voru hnyklar yfir brúnum, og djúpar rákir
yfir ennið, sem var afarbreitt en ekki að sama
skapi hátt. Hnyklarnir báru vott um að eig-
andinn var snöggur í skapi og vanur að skipa,
án þess að möglað væri. Hrukkurnar báru
vott um djúpa hugsun, slungna þungum ráðum.
Andlitið var breitt, og ljónstign í svipnum;
munnurinn, sem var lítill og mjög fagurlega
skapaður, bar vott um ósveigjanlega skapfestu
og um leið skaphörku, og kjálkarnir, sem voru
afar sterklegir, sem væru þeir járnbentir, báru
vott um jarnharðan, þrákelkinn og ófyrirleit-
inn vilja. Má sjá sh'kt granstæði á tígrisdýr-
um, meðal dýra, og á líkneskjum mikilla sigur-
vegara, til dæmis Cæsars, Cortesar og Na-
póleons.
Allur var maðurinn slíkur, að hann hlaut
að vekja aðdáun kvenna og ægja flestum
mönnum. En engin aðdáun blandaðist ótt-
anum í svip stúikunnar, er hún horfði lengi og
með eftirtekt á riddarann. Hún var sem smá-
fugl, er dásvæfður og stjarfur stendur frammi
fyrir höggormi, töfraður af augnaráðinu.
Aldrei myndi þetta andlit henni úr minni líða;
og löngu síðar bar henni það í sýn, jafnt á
björtum degi, sem í draumum næturinnar.
“Fagra mær,” sagði riddarinn, er þreyttist
loks á því, hve stúlkan einblíndi á liann, og
leið í sama bili yfir varir hans góðlátlegt bros
sigurvegarans, er varpaði allri þeirri fegurð
í svipinn, er andlitið átti yfir að ráða, “fagra
mær, nem þú eigi þá ókurteisi af ömmu þinni
i stygglyndri, að hatast við útlenda menn.
Minnstu þess, er þú brátt verður kona frum
vaxta, að normannskir riddarar eru svarnir
hollþjónar fagurra kvenna.” Hann tók ofan
húfuna, og af henni óskorinn gimstein, greypt-
an í býzanzkt2) víravirki. “Kom þú með kjöltu
þína, barn mitt, og er þú heyrir hrópaða út-
lenda menn, þá skaltu tylla glingri þessu í
lokka þína, og minnast huglátlega Vilhjálms.
Normannagreifa.”3)
Gimsteinninn féll til jarðar, er riddarinn
sleppti honum, því Edith hafði ekki blíðkast,
heldur hopað um skref við ávarp hans. Hild-
ur, sem Játvarður konungur hafði mælt eitt-
hvað við í hálfum hljóðum, gekk nú til og sló
með stafnum hringinn úndir hófa konungs-
hestsins.
“Sonur Emmu, hinnar normönnsku konu,
er gaf æsku þína í útlegð, troð þú fótum þessa
gjöf hins normannska frænda þíns. Og sért
þú maður svo sannheilagur, sem hermt er, að
regin himins hafi gefið græðandi vald hendi
þinni, og bölvaldsmátt tungu þinni, þá skaltu
nú græða land þitt og bölva útlendingnum.”
Hún beindi réttum hægri armlegg á Vil-
hjálm. Svo stórmannleg var ástríðan í orð-
um hennar og yfirbragði, meðan hún mælti,
að öllum ægði. Hún dró hettuna fram yfir
höfuð sér; gekk seint og tígulega upp hólinn,
og nam staðar fyrir framan líkneski Þórs.
Þar stóð hún nokkra stund teinrétt, og hrær-
ingarlaus, eins og steinstytta.
“Ríðum áfram,” sagði Játvarður og gerði
krossmark fyrir sér.
“Það sver ég við bein hins helga Valde-
mars,” sagði Villijálmur, eftir nokkra þögn,
er hann hafði tekið eftir að skuggi féll á hina
mildu ásjónu konungsins, “að ég undrast eigi
all lítið í einfeidni minni, að jafn sannheilagur
maður skuli reiðilaust mega hlýða á svo ó-
drottinhollt og greylegt hjal. Veit það trúa
mín, að hefði ríkasta frú í Normandíi (og
hygg ég það að vísu húsfreyju Vilhjálms Fitzos-
borne hins ríkasta af barónum mínum) ávarp-
að mig þannig......”
“Þú myndir hafa gert hið sama og ég,
bróðir,” greip Játvarður fram í fyrir honum,
“beðið Drottinn vorn að fyrirgefa henni og rið-
ið’ leiðar þinnar í meðaumkvun.”
Varir Vilhjálms titruðu af bræði, en þó
tókst honum að stöðva svar það, er fram á þær
var komið. Hann horfði fast á konung og var
þó meiri aðdáun en fyrirlitning í tilliti hans.
Því enda þótt Vilhjálmur hertogi væri ofsa-
fenginn og miskunnarlaus, þá var hann þó ó-
venju einlægur trúmaður. Stöfuðu áf því
vinsældir hans hjá Játvarði, og sveigði á hinn
bóginn Vilhjálm til ósjálfráðrar og hjátrúar-
blandinnar lotningar fyrir þessum manni, er
svo mjög reyndi að sníða aðhafnir sínar eftir
trú sinni. Er svo oft um óþjála menn og örgeðja
að þeir dragast til einkennilegrar ástsemi við
hina, er auðmjúkastir eru að lunderni. Verð-
2) Byzantium—Konstantínópel.—
3> Þaö er eftirtektarvert aö hertogar Normanna
kölluöu sig ekki greifa eöa hertoga af Normandíi, held-
ur kenndu sig til Normanna; og aö fyrstu konung-
arnir af ættlegg þeirra allt aö Ríkaröi fyrsta, kölluðu
sig konunga Englendinga en ekki Englands. Bæöi í
saxneskum og normönnskum sögnum er Vilhjálmur
venjulega kallaöur greifi (Count, af latneska orðinu
Comcs), en hér veröur 'hann yfirleitt kallaöur her-
togi, með því aö þaö nafn er oss kunnugra.—Höf.—
ur ekki á annan hátt skýrð
sú eldmóðuga hollusta, er
undirgefni frelsarans blés hin
um norrænu vígamönnum í
brjóst. Stóðust oft á, hlut
fallslega, vígagrimmd þessara
hermanna og ást þeirra á
hinni guðdómlegu fyrirmynd,
frelsaranum, er þeir grétu
yfir þjáningum hans og hefðu
talið sig auðvirðilegasta allra
manna, ef þeir hefðu fylgt í
æsar hinu einstaka fordæmi
sáttfýsis og fyrirgefningar, er
hann hafði þeim eftir látið!
“Það sver ég við heilaga
guðsmóður, að ég ann þér og
virði þig, Játvarður,” hrópaði
hertoginn, í meiri hreinskiln:
en hann var vanur við, að
hafa; “og væri ég þegn þinn.
þá skyldi hvorki karli né konu
þolast að blaka að þér tungu,
né banvænum anda. En
hver er Hildur þessi? Er hún
frændkona þín? — Því ekki
myndu aðrir en konungbornir
•menn mæla svo djarflega?-”
“Vilhjálmur, bien aimé,”4)
sagði konungur, “að vísu er
Hildur — megi allir heilagir
fyrirgefa henni — konunga-
ættar, þótt eigi sé hún í
frændsemi við oss. Menn
óttast,” bætti hann við, lágri
röddu, “að þessi vesæla kona
hneigist meira að siðum heið-
inna forfeðra sinna, en að siðum
kirkju; enda mæla það og nokkrir menn,
hún hafi af binum leiða óvini numið nokkur
þau töfrabrögð eða formála, er kristnum mönn
um ber hvað helzt að forðast. Látum oss þó
fremur virða á þann veg, sem óhamingja henn-
ar hafi truflun valdið á geðsmunum hennar.”
Konungur andvarpaði og einnig hertog-
inn, þótt andvarp hans bæri einungis vott um
óþolinmæði. Hann leit aftur fyrir sig, til
Hildar, hörðum fyrirlitöingaraugum og sagði
ómjúklega:
“Konungsættar mun hún vera, en það
vona ég, að þessi Óðinsnorn eigi hvorki syni
né frændur, þá er ásælast vildu kórónu Sax-
anna.”
“Hún er sifkona5) Gyðu, konu Guðina,”
svaraði konungur, “og er það helzt varúðar-
vert um hagi hennar; því hinn útlægi jarl gerði
aldrei tilkall til ríkisins, eins og þú veizt, þótt
ekkert nægði honum minna en að sölsa undir
sig öll yfirráð þjóðarinnar.
Konungur rakti síðan fyrir hertoga upp-
runa og æfisögu Hildar, en svo mjög var sú
frásögn blandin hjátrú og hleypidómum, og lit
uð af vanþekkingu konungs á mönnum, atburð
um og sögu samtíðar hans á Englandi, að vér
hirðum eigi að rekja hana hér, heldur leitum
sannari heimilda um hina norrænu völu.
II. KAPtTULI
Afburðakyn var að þessum norrænu
mönnum, er nútíðar sagnaritarar rétt aðeins
geta lauslega, í skrifum sínum um fornöldina
og kalla einu nafni Dani. Þeir drápu að vísu
niður menningunni í þeim löndum, er þeir óðu
yfir, en á rústunum reistu þeir aftur margt
hið ágætasta í menningu allra alda. Svíar,
Norðmenn og Danir voru í einstöku atriðum
sundurleitir, en einn meginþáttur var þeim
sameiginlegur. Þeim var öllum í brjóst lagið
hið sama takmarkalausa framtak og harð-
fylgi; sama frelsisástríða, einstaklega sem þjóð
félagslega; sama glæsilega einsýni frægðar-
þorsta og “persónulegs heiðurs.” En umfram
allt var meginstyrkur þeirra til siðmenntunar
fólgin í því, hve auðveldlega þeir samlöguðust
siðum þeirra þjóða, er þeir yfirstigu, og runnu
saman við þá. Þetta er höfuðeinkenni þeirra,
samanborið við hina þrályndu Kelta, er eigi
vilja öðrum blandast og allra manna eru sein-
færastir til umbóta.
Frankes erkibiskup skírði Göngu-Hrólf;
og tæpum huridrað árum síðar voru niðjar
hinna vígtrylltu víkinga hans,er hvorki þyrmdu
klerklýð né ölturum, orðnir lang fremstu for-
vígismenn kristinnar kirkju; höfðu týnt hinni
fornu tungu sinni, (að undanteknum örfáum
mönnum í Bayeux); breytt nöfnum forfeðra
sinna6^ (að undanskildum örfáum helztu höfð-
4>ástkæri; (orgrétt; vel elskaðij; Höf. slæðir á
stöku stað frönskum eða normönnskum orðum inn í
tal Normannanna, til þess að gefa ræðu þeirra nokk-
uð frábrugðinn lit.—
5)blóðtengd; frændkona.—Þýð.
®) Astæðurnar fyrir því að Normannar týndu
nöfnum sínum, er að leita í kristnitöku þeirra. Er
þeir voru skírðir, gáfu Frakkar, guðfeður þeirra, þeim
ný, frönsk nöfn í skírninni. Þannig var það í skil-
malum Karls hins einfalda, Frakkakonungs við
Göngu-Hrólf, að Hrólfur skyldi breyta sið sínum
(trú) og nafni og nefnast síðan Robert.—Höf.—
ingjum) í franska titla, svo að nú var Norð-
mönnum lítið sem ekkert eftir skilið af nor-
rænum ættararfi í háttum og menningu annað
en ósigrandi hreystimenska og harðfengi.
Líkt hafði farið frændum þeirra, er rudd-
ust inn á Engil-Saxa, með ránum, manndráp-
um og allsherjar eyðileggingu. Þeir höfðu
ekki fyr fengið lönd af Elfráði hinurn ríka7 * *),
en þeir urðu einhverjir hinir voldugustu og á-
reiðanlega ek"ki hinir ódrottinhollustu þegnar
engil-saxneskir.®)
Urn það leyti er saga vor hefst sátu nor-
rænir menn, er einu nafni voru kallaðir Danir,
friðsamlega að búum sínum og löndum í ekki
færri en fimmtán héruðum á Englandi,9) og
fjöldi af höfðingjum þeirra bjó í borgum og
bæjum handan landamæra þeirra héraða er
einu nafni voru kölluð Danalög. í Lundúnum
voru þeir fjölmennir og áttu þar sérstakan
grafreit, enda höfðu þeir og nafn gefið borg-
arráðstefnum þar, úr sínu eigin máli og köll-
uðu Húsþing. Oft hafði fylgi þeirra á þjóð-
þinginu, Witan,10> ráðið úrslitum um konungs-
kosningu. Þannig höfðu þessir niðjar her-
skárra yfirgangsmanna friðsamlega sameinast
innbornum mönnum,u)þótt nokkuð skildi á lög
þeirra og mállýzku. Og enn þann dag í dag,
eru óðalsbændur, kaupmenn og bændur í
meira en þriðja hluta Englands, og einmitt í
þeim héruðum, er öllum vitanlega eru í fylk-
ingarbrjósti allra framfara, komnir af saxnesk-
urn mæðrum og norrænum feðrum. í raun
réttri var náinn skyldleiki milli hinna nor-
mönnsku riddara og hinna saxnesku óðals-
bænda í Norfolk og Jórvík (York) á dögum
Hinriks I. Að móðurinni munu báðir oftast
hafa verið komnir af saxneskum ættum, en ætt
legg feðra þeirra hefði að jafnaði mátt rekja
til Norðurlanda.
7>Alfrecl the Great (871—901).—Þýö.
®)Það voru aöallega Danir í Aus'tur-Anglíu, er
áriö 991 veittu haldkvæmt viönám harösnúnum vikinga-
flokkum, er herjuöu á Englandi; og Britlinoth, er
saxnesk skáld rómuöu svö mjög sem saxncska þjóö-
hetju, er ölluni framar heföi veriö sverö og skjöldur
þjóöar sinnar, var sennilega af dönskum ættum; Mr.
Laitig, er þýtt hefir Heimskringlu Snorra Sturlusonar,
segir í formálanum meö sanni, “aö uppreisnirnar gegn
Vilhjálmi bastaröi og eftirkomendum hans, viröast
ávalt háfa hafist og fengiö meginstuöning sinn í þeim
héruöum er byggðu afkomendur hinna dönsku vík-
inga, en ekki meðal Engil-Saxa sjálfra.”
Nokkur hluti Mersíu, er samanstóð af borgunum
Lancasterj Lincoln, Nottingham, Stanford (Stafna-
t’urðu) og Derby, varð danskt konungsriki áriö 877; —
Austur Anglía, er samanstóö af Cambridge, Suffolk,
Norfolk og Ely-eyju, 879—80; og Norðimbraland, er
náöi yfir allt svæðiö fyrir noröan Humru (Humber)
norðttr að FirÖi (Firth of Forth), 876. En utan þess-
ara héraða voru Danir dreifðir um allt England sem
lendir ntenn.—Höf.
9)Essex, Middlesex, Suffolk, Norfolk, Herts, Cam-
bridgeshire, Hants, Lincoln, Notts, Derby, Northamp-
ton, Leicestershire, Rucks, Beds, og i öllu hinu við-
lenda Norðinrbralandi.—Höf.
10> fleirtölumynd af engil-saxneska oröinu nnta,
spekingttr, eða ráögjafi.—Þýö.
41> Lög þau, er Játvarður hinn góöi lét skrásetja,
og sem svo oft er vitna’ö til á síöari timum, eru mörg
frá Dönum, þau er vinsælust uröu meöal Engil-Saxa.
Mikið af þeim lögttm, er rakin eru til Normanna, eiig'a
í raun réttri rót sína aö rekja til hinna ensku Dana,
og rekst maöttr stundum á þau í Normandii og á Norö-
urlöndum enn þann dag i dag.—Höf.
Hver kona kannast við að soðinn Hafra-
mélsgrautur er hin bezta næring fyrir
unga og gamla
__ •
Rpbin Hood
apíd Oats
HEZT
því það er
ofn-þurkað
heilagrar
að