Heimskringla - 18.12.1929, Síða 4

Heimskringla - 18.12.1929, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. DES., 1929 Sonar-bætur (Úr sögu Þorsteins hvíta) Dimt er þrátt í hug Hof goðans hvíta,— Döpur aðgreining Dags og nætur. Iðju- og yndis-laus Endar hver dagur.— —Sýnir svefninn mynd Sonar látins. Ber að g'arði gest, Glæsilegan. —Bjart er yfirbragð, Og allur svipur Hreinn,—og hreyfing hver Hreysti-vottur.— Ber fram bón:—að hitta Blindan öldung. Krýpur hans við hlið Og höfði lýtur: “Sár er sú mín þrá þinn son að bæta. —Víða lá mín leið, Um lönd og sævi. —Friðlaus hugur æ Mér hingað beindi.” “Þigg hér sonar-gjöld í gullnum sjóði. —Eftir lögum iands Og lýðs, er boðið.— Hér er hönd fram rétt Og heitir trygðum. —Bindum vinmál þau Er vara nrunu.” Hægt og hóglega Er honum svarað: “Vilt þú vekja harm, Mér varnar-lausum? Gull er fánýtt gjald Föður blindum. —Son minn vil ég ei í sjóði bera.” “Þigg þá höfuð mitt— í hendur þínar Legg ég líf og fjör, Ef létti harm þinn.” Beygir höfuð bjart— Og bíður dóms þess, Er hann skilur sér Skylt að hlíta. Hægt og hóglega Er honum svarað: “Ei er missir einn með öðrum bættur. P'Vítt er höfuð þitt, og hjarta göfugt. Dæmi ég þig til lífs Eii dauða eigi.” “Kom í hús mitt heill, Sem hjartkær sonur! Vinn þú verk hans öll, Og veg minn lýstu! Víst mun hugur hans Er hneig svo ungur, Hafa sólstafi sent mér um svarta nótt!” —Jakobína Johnson. Um uppruna jóla ýmsra jólasiða Ag uppruna til eru jólin heiðin há- tíð miklu íremur en kristin. í guð- spjöllunum er ekkert sagt um fæðing- ardag Jesú og fyrst framan af héldu kristnir menn enga hátíð til minning- ar um fæðingardag hans. Þegar loks var byrjað að halda fæðingar- dag hjns hátíðlegan, voru menn í miklum vafa um hvaða dagur það ætti að vera. I riti einu eftir Klem- enz frá Alexandriu, einn af kirkju- feðrunum, sem var samið milli 193 og 211 e Kr., er hanntalinn fæddur 18. nóvember, en höfundurinn getur þess jafnframt, að menn séu engan veg- in á eitt sáttir með það. Sumir töldu hann fæddan í apríl, aðrir í maí og enn aðrir í marz. Sú skoðun að hann væri fæddur 6. janúar varð samt lang almennust. * Hún átti upp- tök sín á Egyptalandi og breiddist út þaðan; en samt er vafasamt hvort hún var nokkurntíma viðtekin í vest- urhluta rómverska rikisins, eða hvort yfirleitt að nokkur fæðingarhátíð var haldin þar fyr en um miðja fjórðu öld. Liberíus páfi fyrirskipaði árið 353 eða 354 að 25. desember skyldi haldinn hátíðlegur sem fæðingardagur Jesú. Sá dagur var svo viðtekinn smám saman, fyrst i vesturhluta rómverska ríkisins og síðan í austurhluta þess. Ymsir kristnir rithöfundar frá þeipi timum skýra frá, hvenær farið var að halda þann dag hátíölegan í stærri borgunum. En hvers vegna valdi páfinn þepna dag? Sú skoðun hafði smám saman rutt sér til rúms að holdgun Krists bæri ekki að telja frá þeim degi, er hann fæddist, heldur frá því að hann var getinn. Menn héldu að það hefði skeð á vorjafndægrum eða á sama tima á árinu og sköpun heimsins; en af einhverjum ástæðum var því trúað, að sköpun heimsins hefði gerst á vori. 25. desember var þvi sá dagur, er var talinn líklegastur fæð- ingardagur hans. En svo vildi líka til að 25. desember var mikill hátíð- isdagur meðal heiðinna manna, og et ekki óliklegt að páfanum hafi þótt sá dagur heppilegur, sökuny þess að það dró athygli kristinna manna frá heiðnu hátíðahaldi að koma kristinni hátíð á þann dag. Samt eru ekki beinar sannanir til fyrir þvi að svo hafi verið. En eftir því sem kirkj- an eltist, var það álitið ósaknæm- ara að taka upp heiðna siði, sem Hvort sem Liberíus hefir ætlað sér að gera þessa þjóðlegu tyllidaga að kristinni hátið og á þann ’ hátt að draga athygli manna frá heiðnum hug myndutn, eða að það hefir verið hrein og bein tilviljun að kristna há- tíðjn kom í stað- hinnar heiðnu, þá er víst að margir af siðum þeim er fýlgdtt Satúrnshátíðinni voru teknir upp i jólagleðina. Leikir, gnægð matar og drykkjar, kertaljósin, gjaf- irhar og sá siður að baða sig fyrir hátíðina urðu að kristnum jólasið- um. Jólagleðin stóð í sjö daga eins og Satúrns-hátíðin. Skrípa- búningar og ýmiskopar annar gleðskap ur, sem tíðkaðist á Satúrnshátíð- inni voru teknir upp á kjötkveðjuhá- tíðinni (carne valej og hafa haldist við á henni fram á þenna dag. Með þjóðum af tevtónskum upp- runa voru jólin miðsvetrarhátíð, sem var haldin þegar dag tók að lengja rétt eftir vetrar sólhvörf. Jólablótin voru fórnfæringar til “gróðrar” og árs og friðar. Á Norðurlöndum var Freyr, sem var guð gróðrar Og frjó- semi blótaður upi þetta leyti, en bæ- heimskar sagnir skýra frá, að hið sama hafi átt sér stað meðal þjóð- flokka þeirra, er byggðu Mið-Evrópu löndin. Svínum (jólageltinumj var einkum fórnað, .og er svo að sjá, sem menn hafi hugsað sér að sú fórn- færing stæði i sambandi við frjósemi jarðarinnar. í Svíþjóð hefir sá siður lengi haldist við, að baka brauð fvrir jólahátiðina, sem var nefnt jul- galt, og var það stundum látið vera í laginu líkt og svín. . Mylsnan af brauðinu var geymd og látin í jörð- ina inn le(ð og sáð var á vorin. Sýn- ir sá siður að menn hafa upprunalega enda voru fylgjendur hennar ofsóttir. hugsað sér að fórnfæringin væri bein Hér er ekki rúm til að skýra nán- l"'is til þess að auka gróður jarðar höfðu verið hin mesta andstyggð í augum hinna fyrstu kristinna .manna. Þessi rómverska hátíð, sem hald- in var 25. desember, var fæðingar- hátíð guðsins Miþra. Miþra átrúnaðurinn er mjög merki- legur og á sér langa sögu. Miþra var upprunalega arýanskur guð. Hans er getið í Rigvedu, einni af hinum helgu bókum Hindúa. Þar er svo að orði komist um hann, að hann sameini menn og horfi á þá sem yrkja jörðina með stöðugu auga. Þetta bendir á að hann hafi verið sólarguð. Hans er víðar getið i hinum helgn ritum Hindúa í sambgndi við guðinn Varuna. I persneskum fornritum er hans lika getið víða, og er hann þar nefndur Ijós heimsins, vörður sann- leikans og orðheldninnar og sá, er hjálpar sálum rétttrúaðra til þess að komast til sæluimar bústaða. Mieð Persum var hann einnig bardagaguð. Átrúnaðurinn á Miþra breiddist út vestur á bóginn og varð fyrir margs- konar áhrifum. Til Rómaborgar barst hann, eins og svo fjölda marg- ar aðrar austurlenzkar trúarhug- myndir, með hermönnum, þrælum og kaupmönnum. Fjöldi manna af hærri stéttunum aðhyltist hann, en alþýðan síður. Áletranir og piynd- ir sem sýna helgisiði Miþratriiar- manna hafa fundist mjög viða, eink-^ um þar sein rómverskar hersveitir höfðust við. Á siðasta fjórðungi þriðju aldar stóð Miþratrúin með mestum blóma og ýmsir fræðinienn hafa staðhæft að hún hafi um tíma verið hættulegur keppinautur krist- indómsins; en eftir að kristindómur- inn varð lögskipuð trú, fór henni að hnigna, og smám saman dó hún út, ar frá hugmyndum og heigisiðum Miþratrúarmanna. Aðeins skal það tekið fram, að trú þeirra var í raun og veru sólardýrkun — Miþra var sólin. Sólin fæddist á ný eftir hver vetrarsólhvörf, er dagur fór að lengj- ast. Þess vegna var 25. desember dies natalis solis invicti, þ. e. fæð- ingardagur hinnar ósigruðu sólar. Vikan næsta á undan 25. desember, frá 17. til 24. var mesta gleðivikan á öilu árinu í Rómaborg — hún var Satúrns-hátiðin, saturnalia. Þá var skólum Iokað, engum afbrotamönnum var refsað, þrælar sátu til borðs með húsbændum sinum og menn skiftust á gjöfum. Gjafirnar voru oftast vaxkerti og leirbrúður, sem börnum voru gefnar. Yfir höfuð gerðu menn sér glaðar stundir, átu og drukku meira en venjulega og skemtu sér við margskonar leiki. ínnar. 1 fornsögum vorum er oft getið unt jólablót og jólaveizlur, eins og allir kannast við sent þær hafa lesið. Sú trú mun hafa verið útbreidd á Norðurlöndum, að illir andar væru á sveimi um jólaleytið. Efalaust hefir hún stafað af því, að menn hugsttðu sér slíka anda helzt á ferð í mannheimi, þegar nóttin var lengst. Samskonar trú er einnig að finna annarsstaðar. t Persíu og á Grikk- landi til dæmis héldu menn, að sálir framliðinna heimsæktu mannabústaði á vissum nóttum. Menn trúðu því að árgæzka færi eftir því, hverni.g tekið væri á móti þessum gestum. Þess vegna var mikil áherzla lögð á það að hreinsa híbýlin og prýða. Margir jólasiðir, sem verið hafa við lýði til skamms tíma etga rætur sínar að rekja til þessarar trúar. í norð- Lítil þjóðernishvöt Milli tveggja meginlanda, mararbotns á hæsta granda, eitt er smíði alvalds-handa —alda prýði frumleikans— reist var fyrir minni manns. Eyjadrotning umvöfð höfum eldi skírð, með jökultröfum. Náttúran með stórum stöfum steindann greypti á enniskrans fangamarkið meistarans. Loksins eyju fríða fundu farkappar með víkingslundu. Gáfu nafn, en ekki undu einir þar sem höfðu gist. —Þótti daufleg vetrarvist. Sigldu burt á sumri næsta, sögðu margt um landið glæsta, nægta kosti nefndu stærsta. —Nafnið hafði mistekist. Svo var ísland fundið fyrst. Þá var neyð í Noregslöndum, níðst á frelsi og tryggðaböndum. Ræningi með hjör í höndum helgum spillti þjóðarfrið; bændur felldi og búalið. Lævís öllum brögðum beitti, beztu mönnum helju veitti; ekkert landsins lögum skeytti, launmorð drýgja sveifst ei við. —Einvald hans var mark og mið. Héraðanna höfðingjarnir —hugumstórir, framtaks gjamir— hraustar sýna vildu varnir, varð þó handaskolum í, —ósamheldnin olli því.—. Heldur en láta kóng sig kúga kusu burt af landi snúa. Hlöðnum farmi fjárs og hjúa fleyttu skeiðum. — Eyjan ný óðúl gat þeim gefið frí. Þangað komu kóngasynir, kempur frægstu — goðavinir. Eftir sátu heima hinir —heimóttir síns eigin lands— krupu að fóturn kúgarans; týndu fornum frelsislögum, feðratungu, kvæðum, sögum, kortungsþræla háðir högum, helgar taugar ættarbands seldu fyrir konungs krans. Til þess stofnað vel þó væri, vit og drengskap með sér bæri, yfir lýðvalds landamæri læddist einhver skuggi þá —eins og draugur húsum hjá, sem að varð að illum anda— ódauðlegum myrkrafjanda, —eyðilegging allra landa, auðs og valda blinda þrá alheims dýpsta djúpi frá. Ólyfjan og eitri stráði yfir land og bölvun sáði. Heljarvættur haldi náði hugum á svo spilltust brátt. Dyggðir urðu að lúta látt. Velsæmd, mannúð, vit og snilli voru tveggja elda milli Ágirnd, heift og hrokinn illi heimtu blóð fyrir stórt og smátt. Rufu dæmda og svarða sátt. Fyrirmyndin fagra spiltist, framsókn út á glapstig viltist; gervalt þjóðlíf glæpum fyltist grimd og lymska fengu völd, refs er studdu ráðin köld. Vit og stilling stærstu manna stóðst ei vélráð svikaranna; falla varð hið fagra og sanna; færðist yfir myrkra-öld,— —sorgleg þjóðar syndagjöld. Hörð og sár var hegning þjóðar, horfnar allar vættir góðar, Urð og Saga sátu hljóðar Sökkvabekks á yztu rönd, drúptu látt og hreyfðu ei hönd. Undir laga urðu verðir, eiðrofar og lyga-Merðir, valda stjórnar voru gerðir, vit og manndáð hneppt í bönd, blóðugan hristu böðlar vönd. Mitt í þessu myrka veldi mannvits lýsti þó af eldi, sjálfstæðis á síðsta kveldi, sagnafræða meistarar afbragðs verk sín unnu þar; þó ei launin önnur yrðu en þá glæpalyddur myrðu. List og speki að vettug virðu vígaferla ribbaldar —sönnu og fögru sintu’ ei par. Láu frægð og fræði í molum, fór þá allt í handaskolum, samt í þjóðar köldu kolum, —kulnað þó að virtist skar fólust neistar hér og hvar, sem að urðu að báli björtu burt er hrakti myrkrin svörtu vermdi þjóðar hugi og hjörtu herti viljann framkvæmdar. Aftur komin voröld var. Þannig er vor þjóðarsaga þulin fraip til vorra daga. Nú er bjart um bygð og haga* bjarmi roðar sérhvern tind, ljóma slær um lög og strind. Hugvits andar hver af öðrum hefja sig með stæltum fjöðrum upp að hæstu himinjöðrum hugsjóna þar fyrirmynd baðar sig í ljóssins lind. Foma speki og fræðisólin feðra skín um höfuðbólin. Sjálf er aftur sezt á stólinn sagna og lista dísln fróð. Bragi á hörpu leikur ljóð. Andlegrar til aðals tignar eru fornar listir stignar. Vættir landsins heilla hygnar heilsa sinni kæru þjóð, glaðar upp á gamlan móð. Er ei sómi að eiga slíka ættarþjóð af gáfum ríka? Skyldum vér ei láta oss líka lofstír þann er fær hún hjá öðrum þjóðum út í frá? Ættleri er >llt að vera. Eigum við þá skömm að bera umskiftinga úr okkur gera? aðein^,til að svalað fá hégómsleikans heimsku þrá? Eigum vér,—sem als-ónýta— ættar helga bandið slíta fúsir þeirri heimsku hlíta hverfa eins og dropi í sjá, eða hrakið stormi strá. Fráskilda oss feðrum telja, frumburðar vorn rétt að selja og þann kostinn verri velja vor sem framtíð byggist á þjóðar trygð og tengsli smá? Eigum vér frá oss að kasta ættargripnum dýrmætasta, fornheilaga og fallegasta frummáli sem jörðin á? Drottinn! oss því forða frá; heldur lát sem lengst oss tala ljúfa málið íslands dala; þegar börnin byrja að hjala bend oss, þeim í huga skrá alt, sem gleymast ekki má. Aldafaðir landa og lýða! lát vort erfðamarkið fríða eðli vort og athöfn prýða öðrum lýð þó blöndumst vér vel'þá niðjum vorum fer. Veröur neinn í nýju landi nýtari maður, þó hann bandi frá sér ást á feðralandi, forn og ný sú skoðun er; sama gilda hlýtur hér. Fyr þá gistu fylkis hallir feður vorir þóttu snjallir. Stígum því á stokk og allir strengjum-heit að vera menn tíginbomir.—Tvent í senn. Amerískir fslendingar. —engir þjóða frávillingar heldur óðals arfborningar ættarmót er sýna þrenn. Til þess nógur tími er enn. Þorskabítur. urhluta SvíþjóSar var það siður aö undirbúa sérstaka máltíð fyrir gesti jólanæturinnar. Var allt haft til reiöu um leið og fólk fór til kirkju á jólakveklið. Múnkur'íinn í Bæheimi, sem ritaði í síðasta lagi á 15. öldinni, getur um samskonar siði þar. Leifar af þessum átrúnaði er jóla- hafurinn á Norðurlðndum, sem var einskonar ófreskja er færði börnun- um gjafir. Þá kannast allir við Grýlu og jólasveinana, sem voru ófreskjur í isl. þjóðtrú, er voru á ferð um jólaleytið, og voru hæt^ulegar börnum, sem ekki höfðu verið hlýðin. Öll þessi trú á illar verur og sálir framliðinna, er voru á ferð um jólin, er efalaust leifar af æfagamalli anda- trú (animismus) og forfeðradýrkun, sem virðist hafa verið mjög útbreidd- ar og finnast meðal óupplýstra mann- flokka um allan heim. Á Englandi og Skotlandi voru jólin fyr á tímum haldin hátíðleg með glaum og gleði. Hjátrú virðist hafa verið minni þar í sambandi við jólin heldur en víða annarsstaðar. Einn y helzti jólasiðttrinn þar var sá, að kasta stórum trédfumbi (The Yule

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.