Heimskringla - 18.12.1929, Síða 7

Heimskringla - 18.12.1929, Síða 7
f WINNIPEG, 18. DES., 1929 HEIMSKR ING L A 7. BLAÐSÍÐA inn og landstjórinn og slikir menn, skyldu ekki fyrir löhgu vera orðnir þreyttir á öörum eins manni og John Henry Bagshaw var. Þó aö mikið beri á stjórnmálunum í Mariposa, má samt segja þaö um þau, aÖ þau eru laus viö þessa verri kvilla sem í stórborgum sækja oft á þau. Undirferli, brög& og mútur þekkjast þar ekki. Stjórnmálin eru þar hrein og gamaldags í fyllsta máta, á þennan hátt, sem sveitunum hefir veri'ð til heiðurs. Sá myndi fyrir- litinn þar, er seldi sannfæringu sína silfri. En eigi að síður er þar margt cinkennilegt í sambandi við þau. Eina leiðin ti! að ná atkvæðum og lylgi bændanna í Missinaba og kaup- sýslumannanna í Mariposa, er að koma þeim i skilning um að þú og enginn annar sért rétti maðurinn. Takist þér að sannfæra, þó ekki sé nema einn þeirra um það, og komist hinir að þvi, er þér fylgi og áhrif þeirra vís. Eg tek það aftur fram, að á milli íhaldsmanna og frelsissinna, er mikið djúp staðfest. Þó gætirðu dvalið í bænum svo árum skiftir á milli kosn- inga, án þess að verða þess var. I daglegri umgengni hver við annan, eru frelsissinnar og íhaldsmenn hinir vingjarnlegustu. Joe Milligan er og hefir verið ihaldssinni síðastliðin 6 ar- Eigi að síður keypti hann mót- orbát sem hann ætlaði aðallega til skemtunar i félagi með Dr. Gallag- Her, einhverjum opinspjaliasta frelsis- sinna bæjarins. Tete Glover og Alf. McNichol áttu einnig verzlun í félagi, er seldi járnvöru og mál, þó í stjórn- málum væru þeir greinilega sinn af hvoru sauðahúsi. En þegar að kosningum leið, leyndu hinar ólíku skoðanir þeirra sér ekki ' stjórnmálum. Þá fjarlægðust þeir ósjálfrátt oftast hvorir aðra. Joe Milligan skemti sér þá þennan laug- ardaginn á mótorbátnum, en Dr. Gal- lagher geymdi sér það til næsta laug-' ardags. Pete Glover seldi þá einnig eingöngu járnvöruna, sem var öðru megin í búðinni, en Alf. MicNichoi málið, sem var hinumegin. Þá kom °g upp fullur fjandskapur á milli blaðanna út af þeirra ólíku stjórnmála skoðunum, sem engum hafði endranær öottið í hug að nokkurntíma myndu bregða blundi. Önnur lyfjabúðin varð þá frjálslynd, en hin íhaldssöm. Og eins var með gistihúsin. Ging- ham útfararstjóri, .sem eðlilega var stóðu sinnar Vegna viðsýnn frelsis- sinni, réði einnig ávalt á kosninga- tímum sérstakan mann í þjónustu sína til þess að smyrja íhaldssinnaða viðskiftavini sína. Þetta nægir til þess að gefa mönn um nokkra hugmynd um stjórnmála- ástandið í kosningunni i Missinaba- héraði. John Henry Bagshaw var þingmað- ur kjördæmisins og fylgdi frjálslynda flokknum að málum. Flokksbræður hans kölluðu hann gamla bardagahestinn þeirra-, gamla vígabrandinn, gamla kappann, gömlu striðshetjuna og fleira því úm likt. Ihaldssinnar kölluðu hann aftur á móti gamla asnann, gamla drykkju- svolann, gamla fjárgæfraselinn og gamla óþokkann. Eg býst við að John Henry Bag- shaw hafi að áliti ýmsra verið einn af fremstu stjórnmálamönnum heirns- ins. Hann hafði mikið hvítt hár, er stóð beint út undan silkihattinum að neðan. Andlitið var slétt, með stjórnmálamannssvip er 'ekki leyndi sér, og kostaði landið það tuttugu og fimm cent á dag að raka það. Alls hafði það kostað Canada yfir tvö þúsund dali, á þeim tuttugu árum er Bagshaw hafði verið fulltrúi Missinaba-kjördæmisins, að raka þetta andlit. En árangurinn af því var álitinn vel þess virði. Bagshaw gekk á síðum stjórnmála manns frakka er kostaði landið tutt- ugu cent á dag að bursta, og skó er kostaði Canada sambandið fimmtán cent á hverjum morgni að gljábera. En þeim peningum var vel varið Bagshaw frá Moriposa var einn al árvöknustu fulltrúum sinnar aldar. Það var þvi engin furða þó liann væri i fimm kosningum í röð endur- kosinn, en ihaldssinnaynir væru sama, sem grafnir. Annan eins málsvara hefði líka verið erfitt að finná? Hann átti tvö hundruð ekrur af landi í út- jaðri bæjarins og hélt þar tvo menn allan ársins hring sem sannaði það að hann var bóndi i húð og hár. Þeir sen- du þræl-alin svín' á hverju hausti til akuryrkjusýningarinnar í Missinaba- héraði og heimssýningarnár, og Bag- sha iv stóð sjálfur hjá svinástíunni með dómurunum, klæddur í grófar vaðmálsbuxur og tugði strá allan eft- irmiðdaginn. Ef nokkur l)óndi hefði eítir það látið sér detta í hug, að hann ætti ekki málsvara á þingi, hefði hann verið skoðaður í meira lagi fá- vís. ■ Bagshaw átti helming i aktýgja-verzl- un og einn fjórða í sútunarverkstæði svo hann var lögmætur kaupsýslumað- Síðustu Mínútu JOLAKÖKU OG BÚÐINGA PANTANIR Pancy Shortbread Mince ’ Patties Almond Paste Þar sem ekki er nema tæp vika til jóla, fer tíminn að verða naumur til að gera bökun og búðinga. Ef þér hafið ekki nú þegar lagt pöntun yðar inn hjá bakaranunt eða matvörusal- anum, er tíminn til þess, að gera það nú, til þess að koma í veg fyrir ös á síðustu stundu. THE BALMORAL FRUIT CAKE SUPREME Ur bezta efni, ísuð og fagurlega skreytt. — 1 blikk kössum, 3 pund að þyngd. SPEIRS P/ðRNELL B/1KING CO. LIMITED 666 Sími 667 86 617 Elgin Ave. % 86 616 ur. Hann keypti prédikunarstólinn í Presbytera kirkjuna og hlutu allir að sjá, að trúin átti þá einnig mál- svara á þingi. í skóla var hann fyrir þrjátiu árurn, sem hlaut að gera liann að talsmanni menntamálanna á þing- inu og gera honum auðvelt að minnsta kosti að fylgjast með í nútiðar vís- indum, ef ekki dálitið nteira. Hann skifti við tvo banka og átti altlaf lít- ið inni i öðrum, en mikið í hinum, og var því á sama tima bæði ríkur og fátækur. Við þetta bætist svo að John Henry Bagshaw var ef til vill mestur mælsku maður i Mariposa. Og er þá mikið sagt. I'ar var fullt af ræðumönnum sem sumum hverjum varð ekki flökurt af að tala í tvær eða þrjár klukku- stundir i senn. En hr. Bagshaw skaut þeim öllumvaftur fyrir sig. Það var sagt, að eftir að hann hafði fyrir alvöru byrjað, eða hafði talað í tvo klukkutíma, hefðu þeir Perikles, De- mosþenes eða Cicero ekki þurft að þreyta við hann. Það var vandalaust að sjá á Bag- shaw í hundrað metra íjarlægð, að hann var þingmaður. Hann var í grófgerðum fötum svo á því varð ekki villst að hann kom úr sveitarkjör- dæmi. Og gullfestin við úrið hans og innsiglið sem vi& hana dinglaði, sýndi að hann var að einhverju leyti erindisreki bæjarkjördæmis. Lági háls kraginn og hvita hálsbfndið hans gáfu og ótvírætt til kynna að í kjördæmi hans var trúað og guðhrætt fólk, og skeifan í hálsbindisnálinni minti á, að hjá þvi bærðist einnig andi unga fólksins og að það þekkti, eins og menn segja, hest frá asná. John Henry Bagshaw varð að verja miklu af tímanum í Ottawa (þó að hann kysi heldur að vera á búi sínu og yfirgæfi það ávalt nauðugur, að þvi er hann sjálfur sagði.J Væri hann ekki í Ottawa var hann í Washington. Og þá var bátt að segja, hvenær hans þyrfti með í London. Það var því engin furða þó hann gæti ekki ver ið nema tvo mánuði úr árinu heirna í Mariposa. Þess vegna var það öllum ljóst, er Bagshaw kom af járnbrau'arlestinni siðla dags eitt vorið, að það hlyti eitthvað mikið að vera á seiði og að flaprið um að kosning væri í vændum, hlyti að vera nær sanni. Allt sem Bagshaw gerði bar og vott um þetta. Hann gaf böggladrengn- um tuttugu og fimm Cent fyrir að taka miðann af ferðakistunni sinni og ökuþór bæjarins fimmtíu cent fyr að aka með sig upp í bæ. Hann fór inn í tóbaksbúð Gallahans og keypti þar tvo tíu centa vindla, fór með þá yfir götuna og gaf Mallory Tomp- kins þá, ritstjóra blaðsins Times- Herald, og sagði það sendingu til hans frá forsætisráðherra Canada. Allt það kveld gekk Bagshaw fram og aftur um aðalstrætið í Mari- posa. Og þú hefðir getað séð, ef þú hefðir verið veöurglöggur, ’ að stjórnmálabliku var að draga upp á himininn. Hann keypti nagla, kýtti og rúður í járnvörubúðinni, aktýgi í aktýgjabúðinni, lyf í lyfjabúðinni, glingur í fimmtán centa búðinni og margt fleira þessu líkt, sem ekki verð- ur komist af án, um kosningar. Þegar öllu þessu var lokið, gekk hann með McGinnis kosningaforingja frelsissinna og Mallory Tompkins blaðamanninum og Gingham (hinum mikla óháða frelsissinna og útfarar- stjóra) yfir í baksalinn í Mariposa- gistihöllinni. Það var auðséð á því hvernig John Henry Bagshaw lokaði hurðinni áð- ur en hann settist niður að hann var all alvarlega hugsandi. “Herrar mínir,” sagði hann, “það er nú víst að kosning liggur fyrir dyrum. Það verður barist af kappi og á herðum okkar hvílir að vera við því búnir.” “Verður það um tollmálin?” spurði Tompkins. ‘■^á. herrar mínir, ég er hrasddur um það. Hún snýst öll um toll- málin. Eg hefði óskað, að svo hefði ekki verið. Eg skoða það heimsku, en þeir líta öðruvísi á það. Hvers vegna að þeir létu ekki heldur kosn- inguna snúast um fjárbruðl, get ég ekki skilið. Eg varaði þá við þessu Og ég bað þá um að breyta til. Eg sagði þeitn að á fjárbruðlunarspurs- málinu gætum við' auðveldlega unnið. Tökum þetta kjördæmi til dæmis. Hví ekki að heyja bardagann út af þvi, að ég hefði sökkt of miklu fé í bryggj una eða nýja pósthúsið? Það hefði orðið ákjósanlegt. Að láta þá fræða kjósendur að ég sé refur, hefði mér þótt gaman að verja. Og í raun og veru var það nóg, þó toll- rnálin væru ekki einnig dregin inn í það. En herrar mínir, segið mér nú hvernig það gengur hér. Hefir nokkuð verið minnst á hverjir séu í kjöri ?” Mallory Tompkins kveikti í siðari vindlinum frá forsætisráðherranum og svaraði svo fyrir hina: “Það er á hvers manns vörum, að Edward Drone ætli að sækja um kosn- ingu.” “Hvað?” sagði gamli bardagahest- urinn og brosti. “Loksins! Verra gæti það verið. En hvaða flokki heyrir hann tif?” “Þeim óháða.” “Það er afbragð,” sagði hr. Brad- shaw. “Ötháður, já, það er tilvalið. Og hver eru kosningatnálin sem hann •ætlar að berjast fyrir?” “Ráðvendni og siðgæðismál.” “Einmitt það,” sagði þingmaður- inn. “En þetta er eins gott og það getur verið. Og trúið mér, það hjálpar okkur. ósegjanlega. Ráðvendni og siðgæðismál! Hvílíkt háfleygi! Ef Drone sækir og gerir vel, erum við hárvissir um sigur. Tompkins, hér er verkefni fyrir þig. Getur þú ekki fengið einhvern til að smeygja þvi inn í andstæðingablöðin, að ég (Frh. á 8 bls.) Allir leita þín ' (Frh. frá 3. síðu). inn verði uppsvelgdur i sigur. Hann biður og biður unz hann ummyndast sjálfur til heilags • máttar og hann ræðir við þá Móse og Elía og heyrir rödd guðs, sem gefur honum til kynna að í þessari eilífu þrá og bar- áttu kannast guð við mennina sem sina elskulega sonu. Því að þeim ber að verða fullkomnum eins og þeirra himneski faðir er fullkominn. Sjá, allir leita þín! Þeir voru allir að leita að Jesú Kristi, af því að hann hafði fyrir bæn sína öðlast nokkuð af dýrð og mætti hins himn- eska lífs. Sjálfur leitaði hann síns himneska föður í djúpum sálar sinn- ar, í kyrð næturinnar og önn dags- ins. Það er þessi eilífa leit, sem frelsar kynslóðirnar frá myrkrinu til ljóssins. Allir eru leitandi, ef ekki vitandi, þá óljóst í þeirri logandi þrá sálarinnar, sem aldrei sloknar né verður uppfyllt með stundlegum hlut- um, heldur hverfur jafnan vængbrotin úr hverjum skipsreika jarðneskra vona til þeirrar eilífu uppsprettu allr- ar tilveru, sem vér nefnum guð. Megi bæn vor vera hrein af stund- legri eigingirni, en heit af mannkær- leika og rík af spámannlegri inn- sýn. —Benjamín Kristjánsson. og farsælt nýtt ár til vorra mörgu vina í Winnipeg. Eins og allur iðnaður sem stöðugt fer vaxandi, hefir mjólkurframleiðsla vor svo vaxið og fullkomnast, að við getum með vissu sagt, að bezta mjólkin, sem þú getur keypt er (Piristmas Oárrctintt 10 our 4Hang ^ricnðs in Winniprjj anð jHanitoha anh from tltc ^Jrincipal anb JTraJrþcrs of tþc pominion Pusincss Collcpc. Our New Term Commences Thursday January Znd. Day and Evening Classes DONUNION BUSIKÖTOUfGE The Trend is to the “Dominion Main School DOMINION BUSINESS COLLE6E Individual Instruction at all Branches of the Dominion Business College

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.