Heimskringla - 24.12.1929, Síða 4

Heimskringla - 24.12.1929, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DES., 1929 ÍTTeiinskringlct (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Í53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÍTS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. DES., 1929 Tvennir tímarnir Rétt um það leyti, skömmu fyrir eða eftir að Ramsay MacDonald, forsætisráð- ' herra Breta, fór sigri hrósandi hér um Ameríku, ásamt Ishbel hinni fögru, dótt- ur sinni, og öðru tignu og fríðu föru- neyti, borinn á höndum lýðsins og skjöldum aðdáunarinnar, úr einni stór- borg í aðra í Bandaríkjunum og Kanada, gat að h'ta þá stórfrétt á fremstu síðu hér í Winnipegblöðunum, að golf- eða vall- knattarklúbbur nokkur á Skotlandi (vér verðum að biðja lesendann fyrirgefningar á því, að oss hefir því miður gleymst hið hávirðulega nafn klúbbsins) samþykkt að taka Mr. MacDonald aftur í klúbbinn, (en þaðan hafði hann verið rekinn á stríðs- árunum), með sömu virðingum og áður, hvort sem hann nú hafði verið heiðurs- félagi, eða aðeins venjulegur félagi. Skeytið var eitthvað svo hátíðlegt í anda, að manni fannst eins og allt í einu gæfi sýn inn í höfuðið á þessum hávirðulegu klúbbfeðrum, og sæi hugsanafellingarnar starfa, er þessi afarmenni ræddu það á milli sín hvort þeir ættu að veita hinum fyrverandi föðurlandsníðingi og uppreisn. armanni, en núverandi forsætisráðherra í brezka ríkinu þessa mikilvægu upp- reisn. Hefði einhver spáð þessum stórmerka viðburði 1916 eða 1917, þá hefði sá hinn sami tæplega verið talinn með öllum mjalla, og auðvitað alls ekki, ef hann hefði svo haldið áfram eitthvað á þessa leið: “Árið 1929 sækir Ramsay MacDonald heim Bandaríkin og Kanada, sem for- sætisráðherra Bretaveldis, og verður all- staðar tekið með hamslausum fagnaðar- látum og aðdáun, bæði í tilefni af stöðu sinni, og í tilefni af skoðunum sínum, er hann meðal annars lét í Ijós í eldheitri friðarræðu, er hann hélt á þessu ferða- lagi. Og um sama leyti býður “Women’s Canadian Club of Winnipeg’’ Hon. Bért- rand Russell til þess að halda fyrirlestur um lífsskoðun sína, í samhandi við heims- friðinn.” Það hefði þótt fyrirsögn þá, að “von MacDonald,” eins og eitt helzta blaðið í Lundúnum kallaði hann jafnan, “Þjóð- verjasinninn" og “landráðamaðurinp,” er Leicesterkjördæmi velti úr þingsessi, ér hann hafði prýtt þar í mörg ár, myndi eiga eftir þessar viðtökur að einum tólf árum liðnum. * * * Já, það var eitthvað annað uppi á teningnum þegar Ramsay MacDonald fyr- ir skömmu steig á land við “Batteríið’’ í New York við stórskotadunur og fagnað- aróp. Og hin volduga borg gerði ferð hans slíka, upp Broadway, frá lendingu til ráðhússins, að slíku verða ekki fyrir nema fáeinir útvaldir af öllu stórmenni jarð- arinnar. í Washington var hann gestur forseta Bandaríkjanna, ausinn lofi og heiðursvið- urkenningum. Gegnum blöðin hlustuðu öll Bandaríkin á boðskap þann, er hann hafði að flytja, og því nær undantekning- arlaúst með ðdáun. Næstum því með fullu samþykki, að því er virtist. Og þá Bertrand Russell. Þessi mikli hugsuður, einn af mestu spekingum sinna tíma og reyndar allra alda, sem hélt við að skríU hans eigin lands myrti fyrir fá- um árum, er hann var að reyna að leiða almenning í allan sannleika um heimsku og tilgangsleysi ófriðar; sem rekinn var úr samneyti stallbræðra sinna við Cam- bridge háskólann fræga og dæmdur í sex mánaða fangelsi, hann stóð nú hér á ræðupalli í Winnipeg, boðinn hingað af einu helzta kvenbroddafélagi fylkisins og þá dynjandi lófaklapp að launum að loknu erindi. Víst er það konum þessum til sóma, þótt að vísu segði hann fátt meira en það, sem þeir, er nokkuð hafa kynnt sér mann- félagsmál vissu áður, og ekkert annað en það, er þeir, er bækur hans og ritlinga hafa lesið, höfðu áður séð frá hans hendi. Kjami máls hans var enn blátt áfram sá, að varanlegur friður getur aldrei orðið, nema menn breyti um hugsunar- hátt og gerbreyti lifnaðarhætti, í smáu sem stóru, daginn út og daginn inn, temjum oss meiri athygli; öflum oss meira næðis, og verjum því til þess að hugsa eins og mönnum er samboðið; látum skynsemi vora temja tilfinningamar; lát. um oss skiljast að án þess eru allir Kell>. ogg samningar, Alþjóðabandalagið, og pólitízkar skraffinnamálstefnur hégóminn einber. Þetta virðist svo dauðans ein- falt og auðskilið. En þa ðer því miður langt í land þangað til að ekki ber nauð- syn til þess að prédika þetta daglega og kröftuglega. * # ' * Að vísu er það gleðiefni að slíkir menn sem Bertrand Russell og Ramsay MacDonald skuli í lifandi lífi fá slíka upp- reisn, og svo fáum árum eftir að hafa ver- ið taldir landráðamenn og ættjarðarsvik- arar, óalandi og óráðandi öllum bjarg- ráðum, sviftir trausti samborgara sinna og embættum og jafnvel tugthúsaðir. Fjölmörgum helztu brautryðjendum mann kynsins hefir aldrei slík uppreisn veitzt í lifandi lífi. Dante var rekinn úr fæð- ingarbæ sínum, Flórenz, og tærðist upp í útlegð. Hann átti þar kost allrar virð- ingar, ef hann vildi selja sannfæringu sína. En hann kaus heldur útlegðina, en að gera úr sér andlega portkonu. En eftir dauða hans streittist Flórenz við öldum saman, að heimta leifar hans frá Ravennaborg, sem ekki vildi sleppa þeim. - Og aðeins 51 ári eftir dauða hans stofnaði Flórenz embætti við háskóla sinn, til þess að nýta sér rit hans. Og um Hómer sáluga er sagt, að sjö borgir hafi legið í illdeilum út af því, að hver þeirra vildi telja hann sér fædd- an, þótt hann í lifandi lífi yrði að betla. sér daglegt brauð, eins og sögusögnin og skáldið segir: “Seven cities claimed the mighty Homer dead Through which the living Homer begged his bread.” i > Og harðari örlögum mættu aðrir í lifandi lífi. Sókrates, Kristur og Brúnó voru líflátnir sem illræðismenn fyrir kenn ingar sínar og skoðanir, og fjöldi annara spekinga og mannkynsfrelsara.— En um leið og vér fögnum yfir mak- legri uppreisn slíkra manna sem Bertrand Russell og Ramsay MacDonalds og sigur- för þeirra, eða sérstaklega hins síðar- nefnda, þá megum vér eigi láta dægur- fagnað múgsins né dagblaðaglamrið villa oss svo sýn, að álíta að friðarmálefninu eða öðrum velferðarmálum mannkyns- ins sé varanlegur sigur, eða jafnvel nokk- ur raunverulegur sigur unninn með svo snöggum og gjöllum aðdáunarópum.. í fyrsta lagi hefðu þau tæplega orðið svo áberandi, ef Ramsay MasDonald hefði verið réttur og sléttur þingmaður en ekki forsætisráðherra hins mikla brezka heims- Nokkur orð frá Elfros veldis, eða Bertrand Russell óbreyttur al- þýðumaður, en ekki getinn í einhverja nafntoguðustu og ágætustu aðalsætt á Bretlandi, og erfingi jarlstignarinnar, er nú nýtur eldri bróðir hans, Russell jarl. í öðru lagi voru þeir gestir hér, hvor á sinn hátt fulltrúi hins tignasta með þjóð sinni, stórveldinu, og því öll möguleg gestrisni, bein og óhein, í té látin. Viðtökur þeirra eru því engin sönnun þess, ekki einu sinni nokkrar líkur fyrir því að Bandaríkin eða Kanada séu snúin til fylgis við hugsjónir þeirra. Væru þeir hér búsettir, myndi þetta skjótlega koma í ljós. Hundruð þúsundir og miljóna þeirra manna er á einn eða annan hátt, báru ákafast aðdá- un sína á torgin fyrir Ramsay MacDonald sem fulltrúa brezka ríkisins, myndu ekki vilja við honum líta sem fulltrúa sínum á þingi í Ottawa eða Washington, væri hann búsettur öðru hvoru megin við landamæralínuna hér vestra. Vér erum mjög þeirrar skoðunar er eitt Chicago- blaðið lét í ljós við burtför MacDonalds í Bandaríkjunum: “Eftir að hafa lesið allan lofdýrðar- sönginn um J. Ramsay MacDonald síð- ustu vikumar, neyðumst vér til þess að minna sjálfa oss og aðra á það hver þessi ágæti gestur vor er. Mr. MacDonald er fyrst og fremst sósíalisti, einn af þeim “Rauðu.” Hann er meðlimur og leið- togi þess flokks, sem allir 100% Ameríku- menn úthrópa og afneita, sem fjendum skipulags vors, og háskasamlegasta frjáls- ræði voru. Sem gestur vor, og sem forsætisráð- herra Bretaveldis, þiggur Mr. MacDonald boð í Hvíta Húsinu, og heiðursborgara- tign í New York, og er fagnað með dynj- andi lófaklappi ótal áheyrenda og áhorf- enda, hvar sem hann kemur. En væri hann búsettur hér myndi Mr. MacDonald verða skráður á “svart- skrá” “American Legion,” “D. A. R.”* og annara föðurlenzkra félaga, eða hnepptur í fangelsi, ef hann talaði í Boston um Sacco og Vanzetti, og myndi aðeins fá örfá atkvæði, hvar sem hann byði sig fram til kosninga. Væri hann Ameríku- maður myndi jafnvel verkamannasam- bandið (Federation of Labor) ekkert vilja af honum vita. Hvílíkt happ fyrir þenna sósíalista, að hann skuli koma svo langt að! Mr. MacDonald er friðarsinni. Hann er það ekki einungis á friðartímum heldur einn- ig á ófriðartímum. Hann barðist á móti styrjöldinni miklu á Englandi, nákvæm- lega á sama hátt og vinur hans ’Gene Debs barðist á móti henni hér í Banda- ríkjunum, og hann slapp við fangelsi af þeirri ástæðu einni, að Englendingar ’brjáluðust ekki eins gjörsamlega í ó- friðnum eins og Bandaríkjamenn. Samt sem áður var Mr. MarDonald flæmdur úr þingsæti; grenjaður niður af ræðupalli og með smán hrakinn út úr pólitízku lífi. Með því líkan feril að baki hefði hann aldrei átt afturkvæmt til pólitízks lífs hér í landi. En “Bretar aldrei þrælar vera vildu” — ekki einu sinni sinna eigin hleypidóma. Svo þeir gera hann að forsætisráðherra! Þetta er maðurinn, sósíalistinn og friðarsinninn, er rétt nýskeð hefir hlotið þær viðtökur hjá stjórn og þjóð í Banda- ríkjunum, sem konungur væri. Má þá ekki við því búast, að okkar eigin sósía- I listum verði þó að minnsta kosti sýnt . hafa veriS mér séfstaklega ánægjuleg- nokkurt umburðarlyndi svona fyrsta ' ar. * Eg hef hlustaö þar á nokkra kastið? hina frjálsu íslenzku presta og einn- _ ig þrjá eöa fjóra hérlenda kennimenn Ver vildum að vér gætum trúað því! , , . . „ ° 1 og voru kenmngar þeirra fullar ai En það er mjög ósennilegt. Það er enga ■ heilbrigöu viti og göfugum lífsskoö- samkvæmni né rökfestu að finna í huga | unum, enda eru sumir þeirra afburöa almennings. Mr. MacDonald hefir hlotið J menn. Þaö var bæði hrífandi og þessa aðdáun af þrí að til hans tekur, af j hátíökg kirkjuvígsluathöfnin n. 1. því að hann er nafnfrægur maður. En sumar, sem fjórir prestar tóku þátt til sósíalistanna okkar tekur ekki og frið- í, ásamt hinum ágæta söngflokk safn- arsinnarnir okkar eru í fyrirlitningu hafð- aðarins. Að því ég bezt veit hefir ir. “Hálshöggvum þá!”— öll framkvæmd safnaöarnefndarinnar --------- boriö vott um smekkvísi, menningar- *“Daughters of American Revolu- brag og sjálfstæöi. tion,” einhver magnaðasta íhaldsklíka, er ------------ getur um allar jarðir.—Ritstj.— “Líf listamannsins er fegurst þegar þaö er skammvint.” — Svo mörg eru þessi orð, í Lögb. frá 12. desember, tekin úr Morgunblaðinu, og fer nú aö veröa skiljanlegt hví þjóð- irnar hafa hrjáð og smáö marga mestu snillingana. Þær hafa að sjálfsögðu viljað gera líf þeirra “feg- urst,” Og heföi sennilega orðiö annað uppi á teningnum, hefði þeim verið séð fyrir þolanlegum lífskjörum. * * * Ekki er ólíklegt aö listamönnum sé farið aö skiljast þessi sannindi, og þar eð þeir sumir hverjir hafa hálf- gaman af að fá aö lifa eins og aðrir menn, kæri sig minna um “fegurst líf,” en langt líf og ánægjulegt. Aö minnsta kosti er almennt kvartaö um þaö, um heim allan, aö nú finnist hvergi snillingar á sviði listarinnar, sem jafnist á við listamenn liðinna tíma. En þeim sem mest kvarta um þetta nútíðar listarleysi, gleymist kannske, að samtíðin hefir sjaldan greint skáld sitt frá gutlaranum. * * * Heldur hlýtur þaö að vera óhuggu- legt fyrir þá sem fást við skáldskap, á hvaða sviði sem er, að þeim skuli vera ætlað að deyja á unga aldri, ekki sízt ef svo vildi nú illa til, að þeir væru heilsuskrokkar. Og ekki væri það nema mannlegur breyskleiki þó þeir drægju heldur af sér, ef þeir ættu von á til dæmis að landstjórn in léti hengja þá um þrítugt. * * * En eins og nú horfir við með ís- lenzk tónskáld, er engin hætta í þessu efni. Sjö þeirra smíðuðu hátíða- söngva við kvæðaflokk Davíðs Stef- ánssonar, og var ekki um auðugan garð að gresja. Svo segir dóm- nefndin: “Það varð oss hverjum um sig brátt ljóst, að af öllum þeim verk- um, er send voru, myndi ekki verða nema milli tveggja að velja, sem báru tvimælalaust af hinum—.” Þó finnur dómnefndin sig knúða til að benda tónskáldinu á ýmislegt sem þarf lagfæringar við! Og þetta var bezta verkið. En því næst bezta er ólokið — “bregður þar og fyrir frúmlegum blæ sem kemur mönmim á óvart.”* Af þessu má nokkuð ráða um listgildi hinna söngvanna, sem ekki geta komið til greina. * * * Sannlega eru íslenzk tónskáld ekki í neinni hættu. Þeir eru ekki nógu miklir listamenn til að kostað verði til hengingar á þeim svona á bezta aldri. Elfros, Sask. 16. des., 1929 —/. P. Pálsson. Eins og ég ski! það Eftir M. J., frá Fjalli Það hefir verið mesta ánægja mín síðan ég varð að fara út úr félags- lífi landa minna, sökum sjónleysis að fá að heyra um framsóknarvið leitni þeirra, bæði á hinum andlegu Og verklegu sviðum. Mér er sönn á- nægja að heyra þegar einstaklingar og flokkar þjóðarbræðra minna skara fram úr samborgurum sínum hér landi og annarsstaðar. Eg vil nú benda á fáein atriði, sem mest hafa hrifið mig á þessum sviðum fram- kvæmdanna á hinu útlíðandi ári, og það sem næst mér liggur, er stofnun hins nýja Fríkirkjusafnaðar hér bænum. Þetta safnaðarfélag hefir byggt sér einkar hagkvæmt og smekk- legt heimili fyrir allar félagsdeildir sínar. Hinar kirkjulegu athafnir, sem fram liafa farið í þessu húsi, *Auðkennt hér I fullan aldarfjórðung liafa- Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fjrrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Séra Albert E. Kristjánsson hefir messað og mætt á opinberum samkom- um hér nokkrum sinnum, með ágæt- uui árangri, enda er hann einn af af- burða ræðumönnum okkar, sem al- þekkt er. Líka hefir söfnuðurinn verið svo lánsamur að hafa séra Ragnar E. Kvaran fyrir tíma, hinn alþekkta ágæta leiðsögumann og kenn ara nýju guðfræðinnar, sem er einn- ig mjög fjölhæfur á sviði menning- arinnar. Hann byggir skoðanir sínar á sannfærandi rökum, sem allir verða að taka til greina. Eg tel víst a& þegar hann fer héðan muni hann hafa gróðursett margar heilbrigðar kenningar og lífsskoðanir hjá fólk- inu, sem bera muni margfaldan ávöxt í framtíðarlífi þess. Það er því vissulega mikil umbót að fá að njóta áhrifa afburðar manns á þessum svið- um. Eg hygg að reynslan sýni það ótvírætt, að þegar landar mínir ern loksins vaktir af svefni vanans, til sjálfstæðrar athugunar, þá fari þeír brátt að nota sitt eigið ábyrgðarfulla persónufrelsi, til að velja og hafna, því þá hljóta þeir að sjá að það er einungis á þeirra eigin valdi hvernig' þeir ávaxta sitt dýrmæta vitsmuna- pund, og þeir vita þá einnig að þeir verða að þola afleiðingarnar af mis- brúkun þess. Það hlýtur að vera þekkingarforðí sálarinnar á sannleikanum og veru- leikanum, sem gerir hana stóra, ásamt því að nota hæfileikana rétt, sam- félagslífinu til uppbyggingar. Eg vil þá minnast á annað, dæmí sem átti sér stað Hér í bæ n. 1. sumar, er mér þótti mikils umvert. Lúterski söfnuðurinn fékk prestaskólastúdent, E. K. Ölafsson, til að þjóna söfnuð- inum, meðan sumarfrí hans stóð yfir_ Það var hin persónulega framkoma: mannsins og viðkynning, sem ég dáðist að, því hún var svo hlutdrægnislaus, ljúfmannleg og sjálfstæð, jafnt við alla, hvort sem þeir voru honum sam- mála eða ekki. Framkoma þessa manns meðal fólksins var sönn fyrir- mynd. Hann ávann sér virðing allra og skildi eftir góð áhrif í samfélagi þess. Hann lifði sjálfur kjarna kristnu kenninganna, sem, eins og allir vita, eru, að gera mennina fullkomn- ari, vitrari og betri,.og það er vissu- lega meira virði en áhrifalaus og dauð> ur bókstafur. Eg óska þessum unga manni gæfu og gengis, og vona að hann velji sér Hfsstöðu þar sem hann fær tækifæri til að vera leiðtogi og fyrirmynd fjöldans. Eg get ekki skilið við þessi ánægju- efni min án þess að minnast á hina glæsilegu framför ungu kynslóðar- innar á gamla landinu, sem hún sýn- ir í afburða andlegu og líkamlegu atgervi, bæði heima hjá sér og í öðr- um löndum. Það hrífur mig fagnað- artilfinning, þegar ég heyri afrek hennar. Eg vona að hin unga kyn- slóð Vestur-Islendinga taki sér til fyrirmyndar þetta ættfólk sitt, og láti sér skiljast að þetta sama at- gervi er í henni sjálfri, sem hún mun finna með æfing og ákveðnum vilja. Hún þarf að levsa úr læðing íslenzka eðlið, svo hún geti jafnast á við frændurnar á gamla landinu. Jafnvel þó það sé ekki ánægjuefni fyrir mig, vil ég samt nota tækifærið til að minnast á heimfararmálsþras-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.