Heimskringla - 24.12.1929, Síða 5

Heimskringla - 24.12.1929, Síða 5
WINNIPEG, 24. DES., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA iC, landa minna í Winnipeg. I fæst- um orðum sagt, leit ég svo á, aS byrjun málsins væri sprottin af per- sonulegri óvild til vissra mapna, og adeilur væri ástæðulaus árás á almenn félagsréttindi. Þaö er óhugsandi, aö það sé vansæmd að þiggja þá aðstoð °g liðveizlu er veitt væri sem sæmdar °g virðingarviðurkenning. Fyrst þeim Brandson og Bergman fannst ser vera gerð óvirðing með styrk- þágu Þjóðræknisfélagsnefndarinnar, þá var réttur þeirra að auglýsa í blöðunum, að þeir ættu alls engan blut i því máli. En þeir Ihöfðu eng- an rétt að álykta fyrir aðra landa sína, og ef þeir hefðu tekið þetta ráð var málinu lokið frá þeirra hendi, °g þeir og aðstoðarmenn þeirra hefðu þá ekki fundið nauðsyn til að gsnga eins nærri sjálfum sér, eins og ntmennska þeirra sýnir, enda litlar líkur til þess að fjöldanum væri mikil nauðsyn að kynnast flestum þeirra. Eg vil þá taka ofurlítið til athug- unar hlið varnarliðsins. Mér fannst það efamál hvort þeir gerðu rétt að taka árásina til greina í fyrstunni, n>eð því að mæta henni á þeirra grund velli. En hvaQ sem um þag er þa fannst mér varnarliðið gera skakkt, með því að 'hætta ekki strax þegar húið var að skýra málið, þvi með vorn sinni voru þeir aðeins að kasta nieira eldsneyti á hatursbálið, því til viðhalds, annars hefði það miklu tyr slokknað — dáið eðlilegum dauða. Hver er svo árangurinn? Eftir því sem ég veit bezt er hann aðeins nokkrar manndómsauglýsingar, og að öllum likindum til þess að Vestur- íslendingar taki sér far á tveimur skipum, heim á Alþingishátiðina næsta vor, með sömu kjörum eins og þeir hefðu fengið, þó þeir hefðu farið á sama skipinu. En svo ætti það eng- an mismun að gera, því að tilgangu’- beggja flokkanna ætti að verða sá sami, að sjá landið og heiðra heima- þjóðina með þátttöku í hátíðahaldinu í prúðmannlegri fylking, sem sæmd- ar-auglýsing hinna miklu þjóða Kan- ada og Bandaríkjanna. Ef að þeir Vestur-Islendingar, sem ætla sér að fara til hátíðarinnar at- huguðu vel þá miklu ábyrgð, sem þeir takast á hendur, með því að mæta þar sem Vestur-Islendingar gagnvart öllum þeim þjóðum, sem hana sækja, þá myndu þeir bráðlega hætta fávísu þrasi, og sameina krafta sína, til þess að vera viðbúnir að koma fram sér til sæmdar á hinni víð- frægu hátíðlegu minningarstund. Meira um Kristján Anderson Fjeldsted Mér þótti gaman að lesa æfintýrið um Kristján Anderson Fjeldsted, sem þú, herra ritstjóri, skrifaðir i síð- ustu Heimskringlu (jólablaðið). Æf- intýrið hafði ég aldrei greinilega heyrt sagt áður. Fyrir hér um bil 40 árum kom Kristján hingað vestur til Winnipeg og urðum við góðir kunningjar. Var hann bezti drengur, vel skynsamur og glaðvær, hár og digur, dálitið lotinn i herðum, rammur að afli. Hann var ekki minna en sex fet á ihæð, og að minnsta kosti 200 pund að þyngd. Skömmu eftir hingaðkomu hans gekk hann í sjálíboðalið hersins, í nítugustu deildina, sem svo margir Islendingar hafa tilheyrt fyrr og sið- ar. Ekki hafði Kristján lengi verið í hernum þegar félagar hans upp- nefndu hann og kölluðu “Big K.” (“Stóra K.”). Eftir að hafa verið í fótgönguliðinu eitthvað rúmt ár sagði hann upp stöðu sinni og gekk í lögregluherlið Norðvesturlandsins, og tilheyrir hann þvi enn, eftir 38— 39 ár. Kristján var aðeins rúmlega tvítug- ur þegar hann kom vestur, og er því búinn að vera í þjónustu stjórnar- innar í Ottawa undir 40 ár. Kristján er giftur kanadiskri konu, af skozkum ættum, að ég held, og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku. Kona hans var skólakennari, langt norður í Alberta, þá er þau kyntust, og er hún sögð ágætiskona. Winnipeg, á aðfaradag jóla. —5. ]. A. Islenzkt skáld í Noregi Bók Kristmanns Guðmtindssonar Gefðu honum nytsamar gjafir Gefðu honum eitthvað sem hann getur klæðst Ef þú velur úr vorum úrvals fatnaði, ertu viss um að gjöfin er með fögnuði þegin. Látið ekki bregðast að skoða birgðir vorar. Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men's Wear Shop 261 Portage Avenue — Next to Dingwall’s NEALS STORES “WHERE ECONOMY RULES” t a1 Wt. j ;j| *0m&>'TEA í blue ribbon te, 1 pd. pakki ... SATISFACTION BLEND SANTOS COFFEE, Per Pound ..................... 2 Pounds MALT EXTRACT SLOANE’S HOP FLAVOR, No 2\ Tin .... BUTTER, Pride of the West Fancy Creamery, 1-lb. Carton EGGS, B. C. Fresh Pullet Extras, Per Dozen ................ 56c 45c 79c 69c 42c 49c BLUE RIBBON BAKING POWDER 1 pd. baukur ................ 20c BACON, Swift’s Delico Brand, ^-lb. Package.... 17c LARD, Swift’s Silver Leaf, 1-lb. Carton, 2 lbs. ... 29c MILK, St. Charles Evaporated, Tall Tin, 3 tins .......... 29c AND MANY OTHER SPECIALS 733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave. 759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.) JCCCCCO«>scccocccco5cccccococccccccococcccoccocccccco Undanfarin ár hafa norskir ritdóm endur staðið frammi fyrir mjög ó- venjulegu fyrirbrigði í norskum bók- menntum. Islenzkur rithöfundur kom þar fram á sjónarsviðið. Það var að vísu ekki alveg nýtt. 1 ljóma fornaldarinnar höfðu þesskonar menn gnæft upp úr lýðnum. En á milli hafði verið löng þöign. En nú var sú þögn rofin. Islenzkur rithöfund- ur hafði kveðið sér hljóðs meðal Norðmanna. Sá rithöfundur var Kristmann Guðmutjdsson. Og Norð- menn tóku honum álíka vel, og þegar beztu skáld Islendinga fluttu norsk- um konungum lofkvæði í fornöld. Kristmann hefir áður gefið út 3 bækur í Noregi. En þetta er mesta og bezta bókin hans. Hann er að vaxa. Hann litur nú djarfari og hvassari sjónum á viðfangsefni sín en áður, — tekur þau fastari tökum en áður, og lítur nú á persónur sínar rólegri augum. Saga sú, er hann hefir nú gefið út, heitir “Livets morgen.” Hún er mest þeirra sagna allra, er út hafa komið eftir hann, á 19. örk. Stærð bókarinnar er að vísu ekki sönnun fyrir listgildi hennar. En þessi bók er ekki aðeins löng, hún er líka góð. Norðlenskur maður, sem hrakist hefir frá átthögum sínum og sezt að á Suðurlandi, er aðal persóna bók- arinnar. Baráttu hans í fjármála- og ásta- og mannvirðingaefnum er frábærlega vel lýst. Sömuleiðis öll- um þeim konum, sem þessi marglyndi maður tekur í faðm sinn, sérstaklega þó Salvöru. Sú kona mun vart gleymast þeim, sem söguna les. Henni er lýst af hreinni skáldlist, djúpri tilfinningu oig einbeittri at- hygli. Er vafasamt að betri kven- lýsing hafa verið gerð í íslenzkum bókmenntum. Eumar atburðalýsingar Kristmanns i þessari bók eru afburða stórfeldar. Svo stórfeldar, að þeim, sem þetta ritar, datt í hug, að þar væri annar Victor Hugo á ferðinni. Og er þá ekki til litils jafnað. En þeir, sem i söguna lesa, munu sannfærast um j það, að svipuðum 'hrikablæ bregður i yfir sumar lýsingar Kristmanns i , þessari bók og sumum sögum Hugo. I Lýsingin á strandi Halldórs Bessa- sonar og félaga hans og raunum þeirra j í hellinum er ógleymanleg, þó yfir hana bregði nokkrum öfgum. Sá maður, sem þá lýsingu gerir, er ekki neinn aukvisi á sviði skáldskaparins. Kristmanni hefir verið tekið afar vel í Noregi. En vafalaust vinnur hann nýjan hróður með þessari bók. Og hún á það skilið.—J. B.—Norðl. Nýtt Stúdcntafélag Eftir hinn sögulega aðalfund Stú- | dentafélags Reykjavíkur var stofnað | nýtt stúdentafélag hér í bænum meðal | hinna frjálslyndari og framsæknari stúdenta. Frá Islandi Eiríkur Bricm Reykjavík 28. nóv. prófessor andaðist í nótt klukkan að ganga 12 á heimili sonar sins, Báru- götu 16. Séra Eiríkur var 83. ára, fæddur 17. júlí 1846. Hann var prestur að Steinnesi í Húnavatnssýslu og prófast- ur þar. Síðan var hann kennari í heinispeki við prestaskólann 1880 — 1911. Hann var alþingismaður Hún vetninga 1880 til 1891 og konung- kjörinn 1901 til 1915. Einnig var hann í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann var hvatamaður að stofnun Stýri- mannaskólans og kenndi fyrsta skóla- stjóra hans, Markúsi Bjarnasyni, stýri mannafræði. Séra Eiríkur var ann- álaður reikningsmaður og samdi kennslubækur í reikninigi. Hann var aðalfrumkvöðull að stofnun Söfnun- arsjóðsins. Auk þess, sem hér hefir verið talið, voru honum falin fjöl- mörg trúnaðarstörf. Ofviðri á Siglufirði FB. 2. des. Frá Siglufirði er simað: Afskap- legt norðaustanrok og stórbrim var í nótt og morgun. “Áslaug,” fisk- tökuskip “Kveldúlfs,” var nærri strönd uð, en var bjargað á seinasta augna- bragði. Þök eru fokin af nokkrum útihúsum og skemd á mörgum húsum, þar á meðal á bræðslustöð ríkisins. Eitt ibúðarhús skemdist talsvert við það, að þak af öðru húsi fauk á það. Nokkrir hjallar fuku alveg. Sjávarólga er svo mikil, að þvær yfir haf narbry ggj una.—Alþbl. Hryllilegur glœpur. Innbrót morð — Rán Reykjavík 30. nóv. I morgun rétt fyrir klukkan niu, kom einn af starfsmönnum í bifreiða- smiðju þeirra bræðra Sveins og Jóns Egilssona, Laugavegi 99, þangað til vinnu sinnar. Með honum var Erlendur Jónsson bifreiðastjóri. Sjá þeir þá, að rúða hafði verið tekin úr útihurðinni. Þeir gengu inn í sýn- jngarstofuna, sem snýr að Laugavegi. Inn af henni er vinnustofa og við hliðina á henni herbergi Jóns Egils- sonar. Sjá þeir Erlendur, að opnar eru dyrnar milli vinnustofunnar og herbergis Jóns. Verður þeim litið þangað inn og sjá þegar, að Jón liggur á gólfinu örendur. — Þeir fóru óðara og hringdu til lögreglunn- ar og Björns Gunnaugssonar læknis. * * * Reykjavík 2. des. I gær klukkan 2 e. h. játaði Egill Hjálmarsson bifreiðastjóri að hafa framið glæpinn. Egill er kornungur maður, aðeins 19 ára. Hann er ó- kvæntur, en hefir búið með unnustu sinni. Attu þau heima í kjallara hússins nr. 18 við Túngötu (húsi Gísla Johnsens). Or Austur-Skaftafellssýslu er skrifað 24. okt.: Tíðarfarið í sumar til gangna var mjög hagstætt fyrir heyskapinn, enda varð hann með mesta og bezta móti. Síðan um göngur hefir tíðin verið nokkuð svip- uð, og yfirleitt köld, mest norðanátt með frostum og snöggum blotum á milli. — Mikið þrumuveður var hér 18. júlí, er stóð yfir 3—4 tíma, leiftr uðu eldingar mjög þétt, um 500 að minnsta kosti. — 1. september var hér skarpt næturfrost. Féll þá kartöflugras • all víða. Samt varð uppskera úr görðum í góðu meðallagi. —Heilsufar hefir mátt heita gott síð- an í vor að mislingarnir ^voru hér. Óvanalega lítið hefir borið á bráða- fári í haust. — Slátrun er að enda á Höfn. Fé hefir reynst með vænsta móti.—Tíminn. —H. F. Jónas Lárusson, sem hefir um langt skeið verið bryti á Gullfossi og mörgum er að góðu kunnur, hefir nú látið af því starfi. Verður hann bryti á hinu nýja og veglega hóteli Jóhannesar Jósefsson- ar, sem verið er að reisa hér i bæn- um og sem mun taka til starfa um áramótin næstu.—Tíminn. Pálmi Loftsson áður skipstjóri á Esju hefir nú ver- ið skipaður forstjóri skipaútgerðar ríkissjóðs. Við skipstjórn á Esju tók Ásgeir Sigurðsson áður fyrsti stýri- maður á Goðafossi, ágætur sjómað- ur. Til kaupenda Heimskringlu Vér viljum mælast til að kaupendur Heimskringlu athug- uðu vel innheimtumanna lista þann, sem hér fer á eftir, og að þeir sem skulda blaðinu vildu sem allra fyrst greiða skuld sína til þess innheimtumanns, sem er fyrir þeirra byggð. Ef um eng- an innheimtumann er að ræða, þá að senda borgunina þeina leið til Manager Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave, Winnipeg, Man. Listi yfir það hversu kaupendur blaðsins standa hefir nú verið sendur til allra innheimtumanna. Þar sem nú eru áramót Nýtt ár rétt að byrja, sem vér vonum að verði happaríkt og far- sælt fyrir sem flesta. En um leið viljum vér mælaet til að sem flestir reyni að gera skilagrein á áskriftargjaldi sínu, sem fyrst; erfiðleikarnir á að halda úti íslenzku blaði hér vestra eru meiri en flesta grunar, og með því að kaupendur trassi að standa í skil- um, má það heita ómögulegt. Vér viljum einnig minna inn- lieimtumenn vora á, að reyna að gera sitt ítrasta að innheimtu og útbreiðslu blaðsins, eins fljótt og hentugleikar þeirra leyfa. Ef einhver af þeim innheimtumönnum, sem hér eru auglýst- ir, ekki hafa kringumstæður til þess að halda því verki áfram, væri gott að þeir gerðu Manager blaðsins aðvart um slíkt hið allra fyrsta. Einnig vildum vér minna kaupendur blaðsins, sem skulda fyrir fleiri ár, að gera nú þegar skil á áskriftargjaldi sínu. Innan skamms tíma neyðust vér til að gefa innheimtingu þeirra áskriftargjalda, í lögmanna hendur, með þeim fyrirmælum að inn heimta þau undir öllum kringumstæðum. Með góðri von um góðar undirtektir og sýndan hlýleika í orði og verki, óskar Heimskringla kaupendum sínum gleðilegs nýárs. THE VIKING PRESS, LIMITED Innköllunarmenn Heimskringlu: ( CANADA: Arnes............. Amaranth .......... Antler *.......... Árborg ........... Ashern ........... Baldur........... Belmont .......... Bredenbury ....... Bella Bella....... Beckville ......... Bifröst .......... Brown............. Calgary........... Churchbridge .. .. Cypress River .. . Ebor Station .. .. Elfros............ Eriksdale ........ Framnes.......... Foam Lake .. .. Gimli............. Glenboro ........ Geysir........ .. Hayland........... Hecla............. Hnausa............ Húsavík........... Hove.............. Innisfail ...... Kandahar ......... Kristnes........ Keewatin .. .. .. Leslie........... Langruth ......... Lundar .......... Markerville ...... Mozart............ Nes.............. Oak Point......... Oak View ........ Ocean Falls, B. C, Otto, Man......... Poplar Park .. .. Piney............ Red Deer ...... Reykjavík......... Riverton ......... Silver Bay ...... Swan River .. .. Selkirk.......... Siglunes......... Steep Rock ....... Stony Hill, Man. ... Tantallon........ Thornhill........ Tantallon ........ Víðir............ Vogar ........... Vancouver, B. C. ... Winnipegosis .. . Winnipeg Beach . Wynyard........... ....... F. Finnbogason ...... J. B. Halldórsson ...........Magnús Tait .......G. O. Einarsson .....Sigurður Sigfússon ......Sigtr. Sigvaldason .............G. J. Oleson ......... H. O. Loptsson ...........J. F. Leifsson ....... Björn Þórðarson ♦ .. .. Eiríkur Jóhannsson ..... Thorst. J. Gíslason ....Grímur S. Grímsson ......Magnús Hinriksson ..........Páll Anderson _ .......... Ásm. Johnson .. .. J. H. Goodmundsson ......... ólafur Hallsson ........Guðm. Magnússon .......... John Janusson ............B. B. Ólson ............G. J. Oleson .......Tím. Böðvarsson .......Sig. B. Helgason .. .. Jóhann K. Johnson .. F. Finnbogason .........John Kemested .........Andrés Skagfeld .... Hannes J. Húnfjörð v......... S. S. Anderson ...........Rósm. Árnason ........Sam Magnússon ......Th. Guðmundsson ...........Ágúst Eyólfsson .......... Björn Hördal ..... Hannes J. Húnfjörð ...........H. B. Grímsson ...........Páll E. lsfeld .........Andrés Skagfeld ..... Sigurður Sigfússon ........J. F. Leifsson .............Björn Hördal .........Sig. Sigurðsson .........S. S. Anderson ..... Hannes J. Húnfjörð .............Árni Pálsson ....... Björn Hjörleifsson ......... ólafur Hallsson ........Halldór Egilsson ........B. Thorsteinsson ........Guðm. Jónsson ............. Fred Snædal ............ Björn Hördal ........Guðm. ólafsson .. .. Thorst. J. Gíslason ............. G. Ólafsson ..........Aug. Einarsson .........Guðm. Jónsson .......Mrs. Anna Harvey .. .. .. August Johnson ........John Kernested ........F. Kristjánsson ( BANDARÍKJUNUM: Blaine, Wash.......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry..................................Sigurður Jónsson Chicago .................................Sveinb. Árnason Edinburg.............................Hannes Björasson Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson .. .............................Jón K. Einarsson Hensel..................................Joseph Einarsson Ivanhoe....................................G. A. Dalmahn Miltoc....................................F. G. Vatnsdal Mountain...............................Hannes Björasson Minneota...................................G. A. Dalmann Pembina..............................Þorbjöra Bjaraarson Point Roberts........................Sigurður Thordarson J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.........Seattle, Wash. Svold...............................................BJöm Sveinsson Upham.................................Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.