Heimskringla - 24.12.1929, Síða 7

Heimskringla - 24.12.1929, Síða 7
WINNIPEG, 24. DES., 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLADSIÐA Um goðastjórn fFrh. frá 3. sí8u). 9. Nú missir ■g'oSi tvo þriðju þingmanna sinna, og er hann þá af goöoröinu, en annar kosinn í ihans stað.-------- Æfikjör goðanna er í mínum aug- um þýðingarmesta atriöiö, en komið getur til tals, að setja þeim ákveðið aldursmark, ef þeir eru kosnir á venjulegan hátt, tekst auðvitað valið Kkt og venja er til utn þingmenn vora, og þeir hafa ætíð verið sæmilegt sýnishorn af þjóðinni, og það ekki verri endanum. Að þingmenn hafi aður verið meiri kostum búnir en nú gerist, er skáldskapur einn. Hins- vegar er það ekki útilokað, að bet- ur megi tryggja kosningarnar en nú gerist, gera ákveðnar kröfur bæði ti’. kjósenda og frambjóðenda. Það fer naumast hjá því, að æfi- kjörinn þingmaður liti öðruvísi á starf sitt en þingmenn gera nú, þeg- ar það verður mikill hluti af lífsstarfi hans. Hann hefir meiri hvöt til þess að leggja rækt við það, afla sér þekkingar, o. þvíl., en auk þess hlýtur hann að fá æfingu og leikni í þing- störfum, er hann situr á mörgum þingum. Að öðru leyti verður af- staða hans allt önnur en nú og miklu virðulegri. Hann verður sjálfstæð- ari gagnvart kjósenduni, flokkum og flokksforingjum og getur óhikað far- ið hrossakaupalaust eftir sinni sann- færingu. Ef mikið er í manninn spunnið, verður hann héraðsihöfðingi i orðsins beztu merkingu.----- Að sjálfsögðu verða kosningarnar niiklu fátíðari en nú, er goðarnir eru æfikjörnir. Ef tala goðanna er 40, og hver þeirra starfar að meðaltali 20 ár, verður kosið árlega í tveimur kjördæmum að jafnaði. Þingið breyt- ist að vísu sífelt, en árlega breyting- in veldur engri skyndilegri byltingu, °g yfirgnæfandi meirihluti goðanna verður þingvanur og starfhæfari en ella myndi. Það tekur 20 ár að endurnýja þingið algjörlega. Þriðj- ungur goðanna verður tiltölulega nýr af nálinni, hinn ráðsettari. Öllum skynsömum mönnum kemur saman um það, að hægfara breyting og þroskun sé affarsælli en skyndileg bylting, sem ætíð hættir til öfga. Þó má vera að sumum þyki sú breyting, sem hér er gert ráð fyrir, helzt til haegfara. Eg tel víst, að svo sé ekki. Árlegu kosningarnar gefa sí- felt þingi og stjórn áminningu og þegjandi leiðbeiningu um hvert stefn- <r, og það mun hafa sín á'hrif. Fyrir allan undirróður og flokka- drátt verður æfikjörið mikil! hnekk- lr- Tuttugu ára róður verður þung- ur fyrir alla æsingamenn, en við hinu verður þó ekki séð, að goðakosn Jugu fylgi kosningabardagi, nema gerðar séu til þess sérstakar ráð- stafanir, til þess að draga úr honum. Annars verður munurinn sá, að kosn- ingafaraldur verður miklu fátíðara en áður.— Þá er að lokum margt, sem styður að því, að sparlegar yrði farið með landsfé en nú er gerist. Goðarnir þurfa ekki að halda á mútum til þess að falla ekki við næstu kosn- ingar, og flokkar hætta að yfirbjóða hver annan. Þá verður og ríkari á- hyrgðartilfinningin hjá stjórn og Þingi, sem er föst i sessi, en hinsveg- ar væri og sjálfsagt að gera goðun- um óheimilt að hækka útgjöld í fjár- lögum stjórnarinnar eða baka landinu þau með öðrum lögum. Minki hins- vegar eyðslan, minka skattar og á- lögur að sama skapi. Eg kem þá að þeirri hliðinni sem sérstaklega veit að kjósendum. Hafa þeir nú ekki eigi að síður mist áhrif og tapað við breytinguna'? I5ar sem þingræðið er komiö á fastan fót og hefir náð fullum þroska, ráða kjósendur ótrúlega litlu. Flokk- arnir eru einráðir um frambjóðend- ur við kosningar, svo kjósendur hafa aðeins um þaö að gera að velja milli flokka, geta til dæmis selt sig þeim flokknum, sem lofar mestu og býður hæstar mútur, en mega þó hinsvegar vera við þvi búnir, að flest loforðin veröi svikin. Jafnvel almennings- alitið er búið til eins og hver önnur vara. Það er starf flokksblaðanna. Með goðastjórninni er hverjum kjósenda opnuð áhættulaus leið til þess að styðja hvern þann goöa á þingi, sem hann treystir bezt, en oft- ast munu flestar skoöanir, sem uppi eru í landinu, eiga einhvern formæl- anda á þingi. Ekkert stjórnskipu- lag á vorum dögum gefur kjósend- um svo frjálsar hendur.” Þetta er stuttu máli kjarninn í til- lögum höfundar og er þó ekki kostur á að taka allt með hér, sem höfundur dregur fram máli sínu til stuðnings. En þetta ætti að vera betra en ekki handa þeim, sem hafa ekki greinina sjálfa undir höndum. Hér skal ekki lagöur dómur á til- lögur höfundar, enda er það ekki á færi þess, er þetta ritar. Hinsvegar er óhætt að segja það, að þær eru að mörgu leyti mjög eftirtektarverö ar. Allir virðast sammála um það, að ástandið þyrfti að vera betra en það er og eitthvað meira en lítið al varlegt sé á ferðum. Það ætti því að vera mönnum fagnaðarefni, er vitrir menn leggja sig fram til þess að finna ráð við göllunum. En því miöur er svo aö sjá, sem alþjóð manna láti sér flest af þessu tæi sem vind um eyrun þjóta, eins og það komi henni ekki við, eða þá í mesta lagi, að menn reyni að hnjáta i þá, sem eitthvaö vilja rumska við þeim. —Mbl. —G. J. Lífsmáttur þjóðarinnar ....“Því að sú trú hefir lengi fylgt mannlegu kyni, að söguleg gögn séu traustastar stoðir þjóð- ernis, en að á þjóðerni hvUi þjóðrœkni og á sannri þjóðrœkni allar umbœtur og framfarir ..r’’—Páll E. Ólason. Hörmungar horfinna alda hverfa seint úr ihugum Islendinga. — Hafís- ar, eldgos, drepsóttir og einokun og óstjórn Dana lágu eins og mara á þjóðinni um margra alda skeið. Og hungurvofan, fylginautur þessara vá- gesta, fór herskildi um byggðir lands- ins og hjó mörg og stór skörð í fylk- ingar landsmanna. En hver er sá hinn mikli máttur, sem barg þjóðinni frá tortíming? Það var þjóðcrntf. íslendingar hinir fornu voru hraustir menn og harðgerðir, er aldrei létu æðrast, þótt á móti blési. Og þessar dyggðir gengu í arf til síðari kynslóða og styrktu þær í hinni erfiðu lífsbaráttu. Og afrek feðranna gleymdust ekki. Þeir voru vitar á vegi seinni kynslóða yfir hið hamstola og tryllta tímans haf til hafna framtíðarlandsins. íslendingar misstu frelsi sitt og tungan komst í hina mestu niðurlæg- ingu. Og tillögur komu frá mætum mönnum um að leggja íslenzkuna niður og taka upp dönsku í hennar staö og að flytja Islendinga úr landi og setja þá niður á józku heiðarn- ar. Hvað barg þjóðinni frá þessum ör- lögum ? Það var þjóðcrnistilfinningin. Hún var leiðarstjarna þeirra manna, er komu í veg fyrir þessi ömurlegu ör- lög þjóðarinnar. Og þeir börðust ekki til einskis. — Þjóðernistilfinn- ingin vaknaði í brjóstum einstaklinga þjóðarinnar og knúöi þá til sóknar á öllum sviðum. Tungan skipaði aft- ur efsta sæti í hugum landsmanna, velmegun óx og þjóðin skipaði sér í þétta fylkingu til varnar fornum lands réttindum. Og ihún vann hvern sig- urinn af öðrum í hinni löngu Og erf- iðu baráttu fyrir frelsi og fullveldi. Og eitt er víst. Hún hefði aldrei unnið þessa sigra, ef tungan og þjóð- ernið hefði glatast. — Islands óham- ingju varð ekki allt að vopni. Það er viðurkennt af flestum: að þjóðernistilfinningin: ræktarsemi viS þaö þjóölega í fari þjóðarinnar, sé mátturinn mikli, er haldiS hefir hlifi- skildi yfir þjóSum og bjargaS þeim á réttan kjöl, er allt virtist glataS. Og þessi sannleikur ætti Islendingum aö vera minnisstæður. Þjóðernistil finningin hefir verið hulinn verndar kraftur í lífi þjóðarinnar frá upp- hafi IslandsbyggSar og fram á þenna dag. Þegar þessi tilfinning svaf fastast, var eymdin og niöurlæging in mest. En þegar hún vaknaöi brustu hlekkir ánauSar, eymdar og afturhalds af þjóSinni. Henni opnuö ust nýir heimar vona og bjartsýni. Falsspámenn hafa komið fram með- al annara þjóða, er flutt hafa þann boðskap, að þjóðernistilfinningin sé hættuleg öryggi þjóöanna og þess vegna eigi aS útrýma henni. Hví- lík fávizka! A að taka augun úr mönnum, svo aS þeir sjái ekki þaö, sem ljótt er í heiminum? Á að svifta þá hægri hendinni, svo aS þeir vinni ekkert illt meS henni ? Ef ' koma ætti í veg fyrir það, aS til- finningar leiddi á stundum til öfga, þá yrðu mennirnir vissulega að hætta að lifa. Hefir trúin ekki leitt til styrjalda, blóðsúthellinga og ofsókna á stundum? Og hver þorir þó að neita því, aS trúartilfinningin sé góð og göfug'? Og ástin sem allir dá og tilbiSja. Hefir 'hún ekki leitt af sér iglæpi á meðal mannanna? Hefir hún ekki orðið að hatri og vakið hefnigirni? Allar tilfinningar geta orðið hættu- legar í heila óvitans. Þjóðernistil- finningin ekkert frekar en aðrar til- finningar. Og hverjar yrðu afleiö- ingarnar, ef afglöpum tækist aö drepa þjóðernistilfinninguna? Þjóöirnar hefSu mist þann mátt, sem lyft hefir stærstum Grettistökum úr vegi þeirra og brotið þeim braut út úr myrkvið- um kyrstöðu, afturhalds og þrælkun- ar. Lífsmáttur þeirra væri svo stór- lega rýröur, aS vafi myndi leika á um framhald lífs þeirra. Og niyndu styrjaldir hverfa úr mannheimum, ef þjóðernistilfinningin hætti að vera til'? Nei, og aftur nei. Hernaðar- sinnar myndu leika á aðra strengi með jafn góðum árangri. I siðustu styrjöld lögðu Englendingar til dæm- is litla áherzlu á þjóöernistilfinning- una, er þeir voru aS smala mönnum á vígvellina. Þeir þóttust hafa gripiö til vopna til vamar smáþjóðunum. Og meS þeim rökum réttlættu þeir þátttöku sína í stvrjöldinni, bæði heima og heiman. Af þessu er sýnt, þó að afglöpun tækist að uppræta þjóSernistilfinninguna, myndi heims- friðurinn vera jafn langt undan landi og nú. En þó aS hernaðarþjóðirnar tæki þaö lokaráð að kæfa þjóöernistilfinn- inguna af misskilinni friðarþrá, þá er það vissulega hámark flónskunnar, ef íslendingar lé‘u leiöast til slíkrar firru af ótta við styrjaldir. Islendingar eru ekki herveldi og geta aldrei orðiö herveldi, og friðarstefnunni í heimin- um væri enginn vinningur aS útrým- ing íslenzkrar þjóðrækni....... íslenzkir þjóðernissinnar eru að sjálfsögöu friðarvinir. Þeim er það vitanlega kunnugt, að frelsi Islands er því aöeins tryggt, að hnefaréttur- inn hverfi úr skiftum þjóöanna. Þeir gleðjast því yfir hverri tilraun, er miðar í þá átt, að skapa varanlegan frið í heiminum. Ef slíkar tilraun- ir bera góðan árangur, er öryggi smáþjóðanna borgiö.—ísland. Evangeliskur andi og kaþólskur inn í báðuni heimsóknum sínum vel fram hér og virSulega. En af heim- sókn hans þarf engar ályktanir að draga um framtiö kaþólskunnar hér. Af greinum þeim, sem skrifaðar hafa verið um þessi efni erlendis má sérstaklega benda á eina í ‘‘Svenska Dagbladet” og er hún eftir prófessor Hjálmar Lindroth, sem hér er ýms- urri aö góðu kunnur. Hann segir að frá sjjónarmiði kaþólsku kirkjunn- ar séu aSfarir hennar hér á landi skynsamlegar og bendi á þá stjórn- vizku og festu, seni í fari hennar sé. Kaþólska kirkjan ætli sér að berjast til sigurs á Norðurlöndum, Island sé veikast fyrir og framkvæmdir og sigr- ar þar séu út á við notaöir í aug- lýsingaskyni fvrir kaþólskuna, jafn- framt því sem áherzla sé lögS á sögulega frægð þjóðarinnar. En höf. segir, að ísland sé ekki einungis gam- alt söguland, en fyrst og fremst nú- tímaríki með ríku nútímalífi og þaS vilji Islendingar sjálfir leggja áherzlu á. íslendingar nú‘ímans hafi einn- ig, segir hann, jafnframt mikilli menn ingu sinni varðveitt frelsisást feðra sinna og séu djarfmannlegir og opin- skáir i eðli sínu. Slík einkenni tel- ur hann aö verði því til hindrunar að þeir geti orðiS kaþólskir. Höf. telur að atburðirnir í ka- þólskunni á Islandi eigi að brýna það fyrir mönnum hvarvetna um Norður- lönd, að fyl'kja sér fast um hinn ev- angeliska anda, minnast þess, að það var virkilegur ávinningur sem fékkst með siöbótinni fyrir 400 árum. Kring- um árið 1000, segir hann, gat kaþólsk- kristni boöið okkur norrænum mönn- um margt, sem við megum þakka fyr- ir. En nú eigum við að verjast á- sælni hennar, opinberri eða leyndri. Verkefnið er, í róti því sem að fer, að bjarga hinum evangeliska hugsun- arhætti. Það getur orðið erfitt : hinu þunna andlega loftslagi og vegna hins breytilega trúarinnihalds. Myndi ekki þurfa til þess verulega endurnýj ungu á öflum trúarinnar, svo aö deyfðin víki fyrir varma og lífi? Sliks þurfum viö mótmælendur sann- arlega hvort sen: viö teljumst til kirkj - uj^ar eSa stöndum henni óháðir. Prófessorinn heldur að Rómakirkjan hugsi sér að Island verSi orðiS al- kaþólskt á 2000 ára afmæli kristninn- ar árið 2000. En hann vonar líka að rótgróin einstaklingshyggja Islend- inga og krafa þeirra um sjálfstæði muni verða vörn gegn þessu. . —Lögrétta Nokkur orð um endur- heimt íslenzkra handrita ....Kardínálaheimsóknin og kaþólska biskupsvígslan hér í Reykjavík hefir vakið talsvert umtal erlendis, ekki sízt í SvíþjóS, vegna misskilnings, sem fram kom á titli Marteins bisk- ups. Upphaflega mun sem sé hafa verið ætlunin að kenna hann við Lunda, sem talið er gamallt biskups- setur í Frygíu í Litlu Asíu og var því blandað saman við hið gamla biskups- setur í Lundi í Svíþjóð. Annars er ekki ástæða til þess að rekja allar þessar erlendu umræður, í þeim er margt rangt um íslenzk efni og mis- skilningur á íslenzkri afstöðu til kaþólskunnar. Kaþólskir menn urðu hér vinsælir af líknarstarfi sinu eða spítalastarfrækslu meðan slík störf innlend voru enn í bernsku. En ka- þólski söfnuðurinn hefir einlægt veriS mjög litill og er enn (um 200 manns alls) og ekki um aö ræSa neitt aft- urhvarf til kaþólskrar trúar. Kard ínálaheimsókninni var veitt hér at hygli sumpart af forvitni, sem allstaö- ar er kringum virðamenn og sumpart af gestrisni, sem hér þykir sjálfsögð Kardínálinn var hér líka ekki ein- ungis setn trúboðsforingi, heldur sem fulltrúi erlends ríkis, Vatikanrikisins, og tók forsætisráðherra við honum sem slíkum, og sjálfur kom kardínál Dr. Páll Eggert Ölason, prófessor, hefir nýlega skrifað gagnmerkilega blaðagrein með þessu nafni. Og hefir hann nú gefið hana út sérprent- aöa. Prófesorinn getur þess í upphafi ritlings þessa, að tveir atburðir hafi gerst á þessu ári, er þjóðræknum ís- lendingum megi verSa fagnaöarefni. Sá annar, að van Rossum hafi sýnt íslenzku þjóðinni heiður mik- inn, er hann kom hingað til þess að vígja biskup og kirkju. Hinn er sá, að Bandariki Vestur- heims liafa þegar ákveSiS að sýna Islendingum sérstakan heiSur, í til- efni af 1000-ára hátíðinni á sumri komandi. NorSmenn hafa þótt djarf‘ækir til íslenzkra manna og fornrita. Og er þar skemmst aS minnast, aS þeir hafa eignað sér Leif Eiríksson og fund Vesturheims. Tveir menn af norskum ættum voru á rneðal flutningsmanna tillögu þeirr- ar, er kom fram á þingi Bandaríkj- anna og hlaut þar samþykki, um aö heiöra Island í tilefni 1000-ára hátíð- -VICTCC- Babio ■ Clectrola MAKES NO COMPROMISE WITH PURITY OF TONE Hear The Tone Test Record Judge for Yourself E. NESBITT LTD. SARGENT AT SMERBROOKE Lowoit Termi in Canjda arinnar. — Þykir prófessornum þetta merkilegt, og telur það benda til þess, að Norömenn ætli nú að skila því aftur er þeir hafa fengið hjá oss að láni. ‘‘Vér þökkum frændum voru þessa skilsemi,” segir prófessorinn, “en jafn- framt veröur oss að spyrja, hvort aörar frændþjóðir vorar hafi engu að skila aftur.” Síðan ræSir prófessorinn um hand- ritamálið. I hinn ágætu ritgerö Halldórs pró- fessors Hermannssonar um handrita- máliö, er birtist í síöasta “Skírni,” er lagt til, aS neytt veröi heimildar í skipulagsskrá Arnasafns í Kaup- mannahöfn, þanni.g aS reynt verði að koma hérlendum mönnum í stjórn þess. — 1 annan staS leggur Halldór til, að nefnd veröi sett í mál þetta, skipuð Islendingum og Dönum. Dr. Páll féllst á þessar tillögur, og gengur nokkuru lengra. Hann segir: “Allir Islendingar munu sanrmála um það, aS hingað beri að skila aftur öllum cmbœttisbúkum íslemkum, sem til eru í Árnasafni eSa öörum söfnum, og eins -þeim handritum, scm lcð hafa vcrið Arna sjálfum, hvort heldur eru embættisgögn eða annað. En hvað er þá aS segja um þaS, sem brunnið hefir? Eiga Islending- ar um aldur og æfi að líða þaS bóta- laust, að handrit og skjöl eru tekin úr öruggum vörzlum í landinu sjálfu, flutt á stað, sem reynist ótraustur, svo aS altl fuðrar upp? Fáir munu svo ósanngjarnir að þeir geti ætlast til þess. Og ef spurt er, hver bæta skuli, verður ekki annaö svarið en að þaö standi þeirri stofn- un næst, þar er tjónið hlauzt, þ. e. Arnasafni sjálfu. Og hvað myndi þá helzt vera um aS tala að leggja í bætur? AS vísu er tjónið óbætan- legt oss Islendingum, en þó myndi þykja sem viðleitni væri höfð til sanngirni, ef stofnuninni allri væri skilað hingað til lands, þ. c. óllu, scm íslcmkt cr í Árnasafni, nema eftirrit- um af frumritum, sem til eru þar eða í söfnum hér. Sanngjarnlegra og hóflegra sjónarmiö mun vart auðið að finna, og svo mun koma, er menn íhuga tjón landsins, aö slíkri tillögu munu allir kjósa að fylgja, mér er nær aö halda eigi síður ráðamenn Dana en aðrir. Ekki svo að skilja, að engin mótspyrna muni rísa við þeinr sjónarmiðum, sem hér er bent á. Kveða munu við alkunnar mót- bárur, svo sem “haldi hönd því, er hefir,” “beati possidentes” og önnur slík slagorö. En undir þessa lausn renna fleiri stoðir, ef vel er að gáð. Fyrst er nú það, aö þess eins er i bætur beiöst, sem runnið er frá Is- lendingum sjálfum, og því ætti að réttu að vera til í landinu sjálfu. (Frh. á 8. bls.J Beztu hitunarkolin fyrir miðstöðvarvélina samfara tilsögn við hitunina, fljót og á- byggileg afgreiðsla — alt í höndum sérfræð inga. — Það er Arctic viðskiftin. — Reynið þetta. [^ARCTÍC.. ICEsFUEL CO.LTD. 439 PORTACE AVE O+oate Hvd*on* Bay PHOME 42S2I V CAPITAL COAL CO., LTD. STÓRSALAR OG SMÁSALAR 210 Curry Bldg., móti Pósthúsinu Sérstakt kolaverð fyrir hátíðarnar Koppers Kók..................$15.50 Foot Hills Lump ............. 13.25 McLeod Lump ................. 13.25 Elgin Lump .................. 12.00 Elgin Nut .................... 8.50 Dominion Lump ................ 7.00 öll vestan kol geymum vér í luktum skúrum, svo snjór og bleyta kemst ekki að þeim Capital Coal Co. Ltd. 24 512 210 Curry Building, móti Pósthúsinu ----------- SIMAR ---------------- 24151 DkvGingerAle OR SODA Brewers Of COl) NTRV C LUB' BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR EW E RV OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 4I-III 4730456 PROMPT.DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.