Heimskringla - 01.01.1930, Síða 5
WINNIPEG, 1. JAN., 1930
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
þó nokkuð persónulega, og hef-
ir sú viðkynning fundið stað
Þessum fyrstu áhrifum. Hann
lætur sig allt mannlegt nokkru
skifta, og er ákaflega heitlynd-
ur, en þó stafar sá hiti ekki frá
vanstilltum geðofsafuna, er allt
svíður, er nærri kemur, heldur
frá sólskinslund og kærleiksþeli,
er dregur sér nýtt magn frá öllu
fögru og sönnu, og miðlar aftur
frá sér sterkhlýjum varma á
alla vegu. Maðurinn er ákaf-
lega hreinn og beinn, en í öllu
hispursleysinu gæddur þeirri
kurteisi hjartans, sem kemur
fegurst í ljós annaðhvort hjá
sannmenntuðum mönnum, eða
hjá óbrotnum alþýðumönnum,
ekki sízt mörgum íslendingum
af kynslóð Sigurðar. Hann er
falslaus og sannur, svo orð er
á gerandi, óvenjulega heill mað-
ur, og ákaflega held ég að
hljóti að vera langt síðan að
Sigurður hefir leyft illri eða ó-
göfugri hugsun fram í hugskot
sitt, hvað þá heldur alið hana
með sér.
, Sigurður hefir fengið mikla
hagmælsku í vöggugjöf. Mundi
sú gáfa, í samvinnu við góða
greind, ríkar 'tilfinningar, glögg.
skyggni og göfugmennsku, er
hann hefir til að bera, hafa verið
®rið nóg til þess að úr honum
hefði orðið stórskáld, ef honum
hefði auðnast að leggja fulla
rækt við hana. Menntunarskort
ur í æsku og lífsannir fullorðins
áranna munu hafa valdið því,
að hann ekki kom sér að því. Eg
Hian ekki betur en að hann hafi
sagt mér, að varla hafi getað
heitið, að hann beitti sér við
annað en lausavísur, — og til
þess þurfti enga einbeitingu,
Því þær hafa alltaf runnið upp
ur honum — fyr en hann var
kominn yfir sextugt, eða jafn-
yel nær sjötugu. Hafa þetta
og staðfest kunnugir menn.
i Þess vegna þætti mér líka
trúlegt að Sigurður hafi lagt.
æinni stund en ella, á að fága
kvæðin, sem hann fór að yrkja,
þegar bilun vinnuþolsins fór
■•oks að gefa honum svolítið
Weira tóm til þess að láta hug-
knn rása. Honum hefir senni-
lega varla fundist taka því,
svona á gamals aldri, að hafa
wikið meira fyrir þeim, en lausa-
vísunum, sem hafa legið honum
á munni um æfina. Hann hefir
fivo algerlega ort “til hugar-
heegðar en hvorki sér til lofs né
frægðar,’’ nú eins og fyrri. Þó
myndi mega velja úr kvæða-
syrpu Sigurðar, sem nú er furðu
mikil, álitlegt ljóðakver, er væri
prýði íslenzkum alþýðukveð-
skap. En þótt Sigurður sé enn
hinn errilegasti, lítur þó helzt
út fyrir að hann eigi að fara
svo í gröf sína, að honum komi
ekki liðsemd til þess, að koma
út því kveri. En víst er um það,
að vel hefðu sumir þeir, er tald-
ir munu hafa verið til stærri spá-
mannanna, mátt una við að ekki
hefði mátt ætlast til neins lé-
legra af þeim áttræðum, en til
dæmis kvæðanna, sem nú eru
birt eftir Sigurð í Heimskringlu,
enda hefðu þeir þó fengið mikla
menntun, er hann hefir orðið \
S,ð ganga á mis við.
Sigurður er allra manna bezt-
,ur Íslendingur. Einn vottur til
þess er kvæðið til Guðmundar
Eriðjónssonar, er birtist á öðr-
um stað hér í blaðinu í dag. Og
þá líka vottur um sanngirni
hans, því ailmikið hygg ég að
þeim beri á milli í skoðunum.
J»ó er rammsnúinn þáttur
skyldra íslenzkra tauga lagður
báðum í brjóst. Og að vísu
mun Sigurði þykja, sem fleirum,
að skáldið á Sandi hafi haldið
á miklum málstað um æfina.
Af þeirri hyggju sprettur hið
maklega lofkvæði.
Þótt ég viti að Sigurður myndi
þakklátur þeim, er kæmu kveri
eftir hann á prent, þá veit ég
líka, að langt um meiri fagn-
aðar myndi það fá honum, ef
hann fengi að sjá ísland að
sumri. Maður þarf ekki að setja
sig í skáldstellingar til þess að
segja að hann myndi koma til
þeirra endurfunda með innileika
hug sonarins og ástarbrím elsk-
hugans; ekki ófölskvuðum ein-
ungis, eftir fjörutíu ára útivist,
heldur þvert á móti mögnuðum,
og skírðum af langri þrá.
Öðrum kynni ég að geta ósk-
að endurfundanna við ísland
jafn vel og Sigurði, en engum
betur. Því í fyrsta lagi, er hann
svo samgróinn trú sinni á ís-
landi, að hann hefir aldrei get-
að látið primsignast einusinni
til annarar trúar, því síður skír-
ast. Og í öðru lagi er Sigurður,
þegar allt kemur til alls, ein-
hver hugþekkasti fulltrúi ís-
lenzkrar alþýðumenningar, er
ég hefi kynnst.
Winnipeg, á gamlaársdag, 1929
Sigfús Halldórs frá Höfnum
Sigurður Jóhannsson
NEALS STORES
“WHERE ECONOMY RULES”
Laus<
;avisur
á 79. afmæli S'gut ðar skálds
Jóhannssonar
Hetjulund og Braga-bál
birtir ellistundir,
hjarta ungt og heilbrigð sál
hárum gráum undir.
Átrúnað um annað líf
í mig næstum skapar,
þegar önd við elli' og kíf
engum gildum tapar.
Þú hefir lífsins gátur greitt,
gengið við hlið á Braga;
þú hefir orkt og elskað heitt
alla þína daga.
“Beri þér þetta blessað ár”
bænir hjartafólgnar,
að þú til íslands komist klár
kyljur yfir bólgnar.
* * *
Allra manna ólýgnastur.
Allra manna þjóðræknastur.
Allra manna íslenzkastur.
Allra manna ljóðelskastur.
—Magnús. Á Árnason
Mynd sú, er hér fylgir af Sig-
urði, er tekin af honum 79 ára.
^OSOOODOSOOOOSOOOOOaaSOftáOOCCOOCOCOOOSOOOSCOÖOSöSg
BLUE RIBBON TE,
1 pd. pakki ......... .................56c
BAKE-RITE flour,
No. 1 Patent, 7 Ib. each .. 29c
fancy BLUE ROSE RICE,
2 lbs. 18c; 3 lbs....... ................19c
^AS, Glen rose,
No. 3 sieve, No. 2 size tin, 2 tins . 25c
CORN, Glenrose,
Ont. Pack White, No. 2 size tin, 2 tins ... 25c
„ ,, BLUE RIBBON BAKING POWDER
1 pd. baukur ...........20C
I'AVu'I;IM TOMATOES, Frankfort Brand, Ont Pack,
“■ Large No. 2^ size tin, 2 tins .... 25c
BUTTER, Fancy Creamery,
Per lb............ 42c
DATES, Excellence Brand
^Fancy 2-lb. packet ... 21 c
AND MANY OTHERS
733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave.
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)
i ^ v/jr
Til gíipasamlagsirs
(Frh. frá 1. bls.)
naumast ákúrur fyrir það þó reikn-
ingar sýndu svona mikinn tekju-
halla. Hitt var aðeins rætt, hvernig
ætti að bæta það upp á koniandi ári.
Hvað skyldi hafa átt sér stað á sam-
vinnufélagsfundum í Bifröst, ef þann-
ig hefði tiltekist, að nokkur þúsund
dollara tekjuhalli hefði átt sér stað?
Stjórnarnefndin hefði blátt áfram
verið étin lifandi, en svo er það að-
gætandi að Islendingar eru ráðandi
í Bifröst. Skil ég nú við þessa hlið
málsins, og treysti því, að ég hafi
sagt mátulega mikið.
Ýmsar tillögur voru lagðar fyrir
fundinn. Voru þær eins og gengur
sumar viturleigar, en aðrar heimsku-
legar. Hygg ég að þær verði send-
ar út til hinna ýmsu deilda, og hirði
ég ekki að minnast á þær hér. Þó
var ein þeirra fremur öðrum sem
ótvírætt fer i rétta átt. Var hún
viðvíkjandi alisvínum; og þó við
norðurbúar höfum ekki svinarækt
stórurn stíl þá hefir þó orðið tölu-
vert þrætt um það hjá okkur, hvort
svínum skuli gefið áður en þeim er
fermt á vagnana. Einmitt þess
vegna minnist ég hér á þetta nýmæli.
Eins og kunnugt er, er öllum peningi
gefið fóður, þeigar affermt er í St.
Boniface, en þar eð alisvínum er
slátrað skömmu eftir að þau eru af-
fermd. virðist algerlega óþarft að
gefa þeim. Sá sem kaupir svín i
kvíunum gengur ekki að því grufl-
andi að þau hafa étið og drukkið ó-
hemju mikið, og þar sem hann ætlar
, að slátra strax sér hann að slíkt fóð-
ur kemur ekki að neinum notum fyrir
sig, en þyngir svínin að miklum mun.
! Hann gefur þá bara svo mikið minna
fyrir pundið. Tillaga þessi sem ég
i gat um, er því í þá átt, að fá slátur-
húsin til þess að sansast á þetta.
Viigta svínin um leið og þau eru af-
j fermd án þess þau éti nokkuð, og
| fá hærra verð fyrir pundið. Kostn-
1 aður verður það minni sem nemur
| fóðrinu. Álit þeirra, sem þóttust
i vita, var það, að sláturhúsin drægju
i, frá 35c—50c af hverju hundraði eins
j og nú standa sakir. Eða með öðrum
* orðum, komist þetta á eins og ætlast
er til með tillögunni, mun verða borg-
að 35c — 50c hærra fyrir hundrað
pundin. Þessi tillaga hefði gjarnan
mátt innibinda lörnb að mínu áliti.
1 Við borgum fyrir hey, sem ekki er
étið. Auðvitað er það lítið atriði
hvað lömb snertir. En samt sem
áður hygg ég að við ættum að gefa
næsta fulltrúa, sem við sendum á árs-
i fund, umboð til slíkrar tillögu. Er
það veigameira að slikar tillögur,
sem eiga að valda breytingum á
gömlum venjum, komi frá heilum
flokk manna heldur en frá einstakling.
Var það ástæða fyrir því að ég ekki
bar upp slíka tillögu. En breyting-
ar i þessa átt mættu gjarnan vera
orsakaðar héðan að norðan, þar sem
fjármagn er töluvert.
Eg gat um það áðan að mér hefði
fundist það eftirtektarvert hvað lítið
hefði verið fundið að ráðsmennsku
starfsnefndar á árinu. Ekki virtist
mér það stafa af áhugaleysi fundar-
manna því þeir sem tóku til máls
virtust einmitt hafa mjög góða trú
fram'gangi fyrirtækisins. Annað
eftirtektarvert á eins fjölmennum
fundi og þessum var það, að enginn
var þar sem hægt var að segja að
skaraði nokkuð verulega fram úr að
málsnilld. Nokkrir af ræðumönn-
unum komu að vísu vel fyrir sig orði,
án þess þó að geta talist í flokk með
mælskumönnum.
Er það áreiðanlega eitt af því sem
við bændur ættum að leggja meiri
rækt við en við gerum. En ''heimur
versnandi fer,” stendur þar.og ekkert
vafamál finnst mér það.að ungir menn
sem nú eru að vaxa upp, leggja minni
rækt við slíka mennt, heldur en giert
var fyrir nokkurum áratugum.
Fæstir okkar hafa haft tækifæri ti!
að kynnast starfsmönnum félagsins.
Það hefi ég að visu heldur ekki haft,
að öðru leyti en eftir framkomu
þeirra á þeim tveim fundum, er ég
hef setið með þeim. Meiri hluti
þeirra komu mér fyrir sjónir sem
miðlungsmenn, of lítið menntaðir.
luralegir í fasi og ósmekklega til
fara. En ef til vill eru kringum
stæður erfiðar. Mér finnst þó ekki
fari ætíð eftir því, eða svo Eemur
það mér fyrir sjónir í okkar héraði,
þar sem efnaðir bændur koma á manna
mót óhreinir, órakaðir og í fötum sem
ætla mætti að langafar þeirra hefðu
keypt “second hand.”
Forseti Manitobasamlagsins, Mr
Roy MacPhail kemur mér fyrir sjónir
sem prúðmenni. Hann er fríður mað
ur'og kurteis í framkomu, snyrtilegur
hvar sem á hann er litið, og býður
af sér góðan þokka. Væri það okk-
ur bændum mikill sómi, að eiga marga
slika í okkar flokki. Eg hygg að
Mr. McPhail sé einlægur samvinnu-
maður og ötull starfsmaður. Hið
sama má segja um forseta sölusam-
lagsins Mr. MöKay frá Moose Jæw.
Roskinn maður og ráðinn, ræðumað-
ur af bezta tagi úr bænda flokki. Eg
ber fullt traust til Mr. McKay, að
standa fyrir okkar málum. Þó ég
tilnefni þessa tvo menn aðeins, er
ékki þar með sagt að þeirra sam-
verkamenn séu ekki þess virði, að
þeirra sé minnst. En hvorki er það,
að ég ætli að gera upp á milli manna,
né hitt, að ég sé þess fær, en ástæðan
fyrir því að ég minnist á þessa tvo,
er sú, að þeir eru forsetar hvor í
sínu félagi, og hafa þess vegna meiri
ábyrgð en hinir. Mr. Ingjaldson er
óþarft að minnast á hér i þessu sam-
bandi. Við þekkjum hann allir að
því að vera ötulann starfsmann og
samvinnuþýðari en flesta menn aðra.
Samvinnufélög eru nú óðum að
riða net sín um þvert og endilangt land
ið, og getur ekki hjá því farið að
þau v,erði sterkur þáttur í framtíðar-
viðskiftalífi eftirkomenda okkar, og
jafnvel að við sjáum einhvern tölu-
verðan árangur. Er það Qg næstum
það eina, sem forvígismenn slíkra
hugsjóna geta átt í vændum að laun-
um, að komandi kynslóðin njóti upp-
skerunnar og að á meðal þennar
verði einstaka “skyggnir” menn, sem
viðurkenna þá og sjá “Blik af vaf-
ureldum hjá kumblum þeirra,” eins og
Stephan G. komst að orði.
Ef ég hefði nokkurntíma fengið
svar frá nokkrum ykkar við þeim
bréfum sem ég hef skrifað ykkur,
svo ég gæti rent igrun í það hvort
nokkur ykkar læsi þau, eða hvernig
þau geðjuðust, þá væru þau vel gold-
I vandræðum
Við leitum, og sannleiks leitum,
en leiðin er villugjörn;
við stöðugt um stefnu breytum
og stöðugt oss sjálfa þreytum.
Við breytum oftast sem börn.
Við vitum, og þykjumst vita,
þó vitum alls ekki neitt.
Það hleypir sumum í hita,
ef hinir þeim betur vita,
því heimskan er aflið eitt.
Við unnum, og þykjumst un;ia,
en allt er takmörkum háð.
Kærleiksverk fáir kunna
ef kafað er djúpt til grunna,
því reikult er flestra ráð.
Við frjálsir hér frelsi unnum,
þó frelsið sé ekki til
í rökfræðis ræðum þunnum,
sem renna af fjöldans munnum
með alls engin orðaskil.
Við trúum, og þykjumst trúa,
en trúum á ekki neitt.
Að sínu sé bezt að búa
og bara á dalinn trúa,
það takmark er okkar eitt.
Við lifum, og viljum lifa,
en lífið er meinum háð,
þó.þvegið sé flest til þrifa
um þvottinn spekingar skrifa
en heilbrigðis rýrt er ráð.
Við menntum, og menntast viljum,
en menntunin sýnir hvað
lítið við lífið skiljum,
en lýðheimsku okkar dyljum
og stöndum svo bara í stað.
Við flúðum; á flóttann trúðum;
en flóttinn varð okkur háð.
í allsnæigta okurbúðum
hvern annan að skinni rúðum,
en urðum öðrum að bráð.
Við þjóðræknir þóttumst vera,
en þar hefir farið verst.
Við reyndum út róg'að bera,
við reyndum oss skömm að gera,
vor þjóðrækni þarna sést.
Við sjáum nú bezt hvað setur,
því senn byrjar næsta ár.
Ef þreyi ég þennan vetur,
þá get ég sagt þér betur
hvað sanngirnin verður sár.
Eg vandræða sönginn samdi
svo að mitt hresstist geð.
Eg orðfimi ei mér tamdi,
en oftast barninginn lamdi.—
Þú skilur hvað hefir skeð.
—Sigurður Jóhannsson.
in, en það getur ekki heitið uppörf- | skemtileg og miklu gagnlegri til
andi að skrifa ykkur og fá aldrei j lesturs en sumt af því sem birt er í
svar. Hvernig væri að reyna að ! þeim,—-Meira siðar.
koma á bréfaskiftum í íslenzku blöð-
unum? Þau gætu orðið mjög
Með vinsemd,
Valdi Jóhannesson.
TIL ISLANDS 1930
NÝIR SAAININGAR
hafa verið gerðir af Heimfararnefndinni við
Canadian Pacific félagið
“SS MONTCALM’ (16,400 Tonn)
er nú ráðið til Islandsfararinnar 1930 og
Siglir Frá Montreal kl. 10 f. h. 14. Júní
Nefnd yðar, er þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna
fyrir yður, að—
Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreal.
Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi.
Svo margir hafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að
enginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta.
Sérstök vildarkjör hafa fengist meðan dvalið er í Reykja-
vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði.
Fulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er
að semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að
lokinní hátíðinni.
Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi
ferðinni snúi menn sér til—
W. C. Casey, General Agent, Can. Pac. Steamships.
R. G. McNeillie, General Passenger Agent,
Canadian Pacific Railway, eða
J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar,
708 Standard Bank Bldg., Winnipeg.
Canacíian Pacifíc
Sama Atlætið — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi