Heimskringla - 02.04.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.04.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, APRÍL 2. 1930 prctmskringla (StofnuO 1886) Kemur út i hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 6S3 og 8SS Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. Utanáskrift til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 88 994 WINNIPEG, APRÍL 2. 1930 Hroðalegt mál Vér kippum oss venjulega ekki mikið upp við hroðaviðburði, nema þá, er ske á næstu grösum. Þúsundir manna drukkna suður í Mississippidal;; hundrað þúsundir manna farast í jarðskjálfta í Yokohama og Tokio; miljónir manna far- ast úr hungursneyð í Kína, — og vér étum mat vorn með venjulegri lyst, og göngum til svefns jafn rólegir. Lífið sjálft er svo örlagaríkt og háskalegt, að vér fengjum ekki staðist, ef vér ættum svo að bera byrðar annara, sem sjálfra vor og nánustu vina vorra. Þess vegna er oss sú sjálfs- vörn gefin að hversdagsatburðir komast yfirleitt ekki að oss, hversu stórkostlegir sem þeir eru. Auk þess er oss huggun í því, er jafnvel stórfeldustu náttúruvið- burði ber að höndum, að þeir eru enn ekki almennt taldir til mannlegra sjálfskapar- vita, hvað sem hæft kynni að vera í kenn- ingum dr. Helga Péturss. Eorlögin höfum vér nokkurnveginn lært að sætta oss við, en sá eldurinn brennir enn sárast, er á sjálfum liggur. Allt líf leitar upp á við, en horfir með skelfingu á hvert spor, er vér þyiijumst sjá í helstefnuáttina stigið. Þess vegna koma fyrir þeir atburðir, er vér þykjumst geta rakið til mannlegrar blindni eða illsku, að oss virðast svo voðalegir, að þeir láta oss ekki í friði, þótt skeð hafi í þúsund mílna fjarlægð. Slík tíðindi eru nú að gerast á slandi. * * * í “Tímanum,’’ stjórnarblaðinu ís- lenzka, birtist 26. febrúar opið bréf frá Jónasi Jónssyni, dóm^málaráðherra, ti| dr. med. Helga Tómássonar, geðveikra- læknis á Kleppi. Bréfið er ítarlegt, en merg málsins geta lesendur séð af eftir- farandi fáum línum, er teknar eru úr bréf- inu hér og þar. Bréfið byrjar svo: “Þér hafið, dr. Helgi Tómásson, nú um nokkra stund, óbeSið og tilefnislaust frá minni hálfu, gert yður, á mjög undarlegan og frumlegan bátt, titt um mína hagi, og þaö meö þeim at- burSum, aS ég hygg æskilegt, ekki sízt vegna yöar ájálfs og framtíöar ySar, sem manns og læknis, aS gefa yöur tækifæri til aö skýra opinberlega fyrir öllum samtiorgurum yöar hvatir þær, er komiö hafa yöur og nokkrum samherjum yöar í læknastétt Reykjavíkur í þá fáheyrðu aöstööu, sem nú mun greint frá........ Síðan um nýár hafiö þér, Helgi Tómásson, kvíslaö í eyru kunningja yðar, sem oít hafa þá um leið veriö andstæöingar rmnir, þeirri sögu að ég væri geðveikur. Þér hafið lei‘að fyrir yöur hvernig jarövegurinn væri í þinginu. Upp úr dylgjum yðar og “vina” yöar 'hafa svo spunnist nýjar útgáfur. Eg átti að hafa verið undir yðar hendi um alllanga stund, sökum geðveiki. Eg átti aÖ hafa verið um tima sem sjúklingur á Kleppi, o. s. frv. Frá “vinum” yðar barst svo út orusturáða- gerðin. Þið Þórður á Kleppi áttuð að undir- skrifa vottorö um mitt andlega heilsufar og ef til vill tveir aðrir af “vinunum.” Þetta vott- orö átti að senda forsætisráðherra og forseta sameinaðs þings Af Tryggva Þórhallssyni for- sætisráðherra mun hafa veriö ætlast til þess, að hann bæði um lausn fyrir sinn “sjúka” starfs- félaga, en af forseta þingsins, að hann léti kon- unginn vita um verðugan eftirmann..... * * * Tvö pólitízk mál voru hér til meðferðar, sem munu hafa valdið samstarfi þeirra fáu lækna og þeirra mörgu íhaldsmanna, sem stóðu að “bombu”gerðinni á Kleppi. Annað var deil- an um veiting læknishéraðanna Hitt var mismunandi skoðunarháttur um (hvert ríkið ætti að taka á sinar herðar alla skuldasúpu íslands- banka. Annað var sérhagsmunamál nokkurra lækna. 'hitt var lifsbarátta nokkurra af ógætnustu fjáreyðslumönnum ,í landinu...... Síðan getur dómsmálaráðherrann þess, að dr. Helgi hafi, eftir að hafa talað við forsætisrá ðherra og litlar undirtektir fengið, komið heim til sín, (dómsmála- ráðherra var þá lasinn af hálsbólgusnert) æskt viðtals, en gert mjög lítið erindi sitt og talað mjög áhuldu, þótt skilist hefði ráðherra, er orðróminn hafði heyrt, hvar fiskur myndi liggja undir steini. En er dr. H. T. kvaddi, fylgdi ráðherrafrúin hon- um til dyra. Frá því segir dómsmálaráð- herra svo: k “Skrifstofa mín er næsta herbergi við stofu þá er ég lá í og þunt skilrúm á milli Þar var dimmt. Þér genguð þar inn og kona mín á eftir inn fyrir þrepskjöldinn.... Þegar konan mín er komin inn.......grípið þér þétt báðuni höndum um handleggi hennar og, segið í dauða- þungum, alvarlegum róm: Vitið þér að maðurinn yðar er gcðveikur? Stutt samtal spanst milli ykkar, þar sem þér bættuð því við, að hún mætti ekki segja mér, hvað þér ihefðuð um mig sagt. I-ér voruð rólegur ofan á, en undir niðri svo æst- pr, að þér virtust eiga bágt með að ganga ofan •stigann. t Framkoma yðar gagnvart konu minni er því undarlegri, þar sem 'hún hafði gengið til yðar til að fá ibættan höfuðverk og of mikinn blóð- þrýsting. Þér höfðuð pjafnan komið fram eins og heiðursmaður gagnvart henni, þar til í þetta sinn, og lækningar yðar iborið nokkurn árangur. Því óvæntari kom henni þessi voða aðferð yðar. Sjálfur höfðuð þér jafnan sagt henni, að 'heils- unnar vegna yrði hún að forðast geðshrærintgar. Þér breyttuð ekki alveg eftir því, sem læknir í þetta sinn...... Það er ómögulegt að skilja framkomu (yðar ‘öðruvísi en svo, að þér hafið ætlað að lama konu mina. Þér vitið að hún á heálsu sinnar vegna að forðast geðshræringar. En þér komið þann- ig fram, að það var ekki yðar dyggð að þakka, heldur þreki hennar og hinni öruggu vissu um að þér væruð að seafja ósatt, sem bjargaði henni úr þessari heiftarlegu árás..... Vinnubrögð yðar í þessu máli eru býsna und- arleg. Ef landið þarf að vita um ástand manna, sem lögreglan ihefir grunaðan um geðveiki, þá takið þér þá menn á sjúkrahús yðar, og getið venjulega ekkert sagt um ástand iþeirra fyr en eftir langan tíma, oft marga mánuði. Um ieið þarf landsjóður að greiða yður fyrir 'hinar “vís- indalegu athuganir” yðar frá 250 upp í 500 kr. fyrir 'hvert höfuð. En þegar uppreisnarlækn- unum finnst sér liggja á að losna við mig úr pólitíkfnni dálitla stund, þá þarf enga rannsókn. F.nginn þarf að kveðja yður til. Þér farið að eins og lögreglustjóri, sem tekur menn fasta, dæmir þá og ihegnir rannsóknarlaust, aðeins af því, að einhverjir “vinir” telja sér koma vel að vera lausir við einhvern samlxtrgara. Þér hafið efnt til þessarar sóknar út af tilbúinni geðveiki minni, eingönigiu eins og hér sé að ræða um pólitízkt mál. Þér hafið verið, eins og allir aðrir, svo fullviss um, að þér segð- uð al'lt í þessum efnum ósatt, að yður hefir ekki dottið í hug að nein lækningastarfsemi, heldur eingöngu tjórnarskifti, og “system”-skifti í lands- málunum.” Bréfi dómsmálaráðherra svarar dr H. T. daginn eftir, í “Morgunblaðinu.’’ Aðalefni þess svars má sjá af byrjunar- kaflanum og síðustu málsgreininni, er hér fer á eftir: ‘Ef‘ menn verða þess varir, að einhver ætlar að fara sjálfum sér eða öðrum að voða, þá hljóta þeir að bera nokkra siðferðilega ábyrgð á þvi tjóni, er af kynni að ihljótas*, og þeir hefði . getað kpmið í veg fyrir með aðvörimum í tæka tíð. Eins er um skyldu míni sem igeðveikra læknis. Ef ég þykist sjá Iþau etnkenni á ein- hverjum manni, að hann sé ekki sjálfráður sumra athafna sinna og geta af þeim áskeðum orðið hættulegur sér eða öðrum, þá teí ég mig haf \ siðferðilega skyldu til að vara hina nánustu að- standendur við. Þegar almenningur eða að- standendur sjálfir sjá, að um bersýnile^a geð- veiki er að ræða, þá þarf engan lækni eða geð- veikralækni til að segja þeim frá iþví. En þar sem ég’ hefi sérþekkingu á þessu sviði, þá tel ég mig thafa betri skilyrði en almenning til að dæma um þessi efni. Eg vil taka dæmi til skýringar.. Eg sé skip- stjóra, sem ég hef ástæðu til að halda að hafi á- kveðna geðbilun, sigla skipi sínu úr ihöfn. Síðan vill máske til stórslys á ferðinni, vegna geðbiblun- ar ntannsins, og nú sjá allir, að maðurinn hlýtur að hafa verið igeðveikur. Fellur þá ekki nokku'- ábyrgð á mig fyrir að hafa ekki gert réttum að standendum viðvart í tíma, þar sem ég sé fram á, hvað vera kynni. Starf dómsmálaráðherrans er ekki síður á- byrgðarmi-kið en skipstjórans, þar sem hann veit- ir forstöðu dóms-, kirkju,- kennslu- og heilbrigð- ismálum landsins. Ef ég sé það í fari hans, sem mér virðist benda á (ákveðnaý geðbilun, er ihaft geti áhrif á sjálfræði hans, þá lít ég svo á, að mér beri skylda til að benda nánustu aðstandend- um á, að ástæða sé til að rannsaka sálarástand hans. Þessi skylda hvílir á mér bæði gagnvar' ráðherranum sjálfum og landinu, pg nánustu að- standendum tel ég því í þessu máli Alþingi, for- sætisráð'herra, dómsmálaráðherra sjálfan og fjðl skyldu hans..... Eg ihefi aðeins gert skyldu mína, að vara rétta aðilja við og gert það alveg einkalega. Það er ráðherrann sjálfur, sem hefir gert þetta að opinberu máli. Reykjavík, 27. febr. 1930. / Helgi Tómásson..’’ ' * * f ¥ » Fyrir hér um bil tíu árum síðan kom út skáldsagan “Sælir eru einfaldir,” eftir hið nafnfræga íslenzka sagnaskáld Gunn- ar Gunnarsson. Þar er sagt frá því hvernig læknir, ágætur maður, er hund- eltur út í algerða vitfirring. Slægviturt varmenni sætir færi, er taugar læknisins eru í háspenningi af yfirnáttúrlegu ann- ríki og bardaga við fárskæða drepsótt, að læða inn hjá honum ógurgrun gagnvart þeirri manneskju, er hann trúði bezt, og um leið ógurlegri efasemd, á sjálfum sér, að þessi óþverri skyldi geta fundið högg- stað á honum. Hann finnur mótstöðu magn sitt þverra daglega; veit hvert stefnir, en fær ekki viðgert; stendur ger- samlega varnarlaus, unz brjálæðið grípur hann. Flestum bar þá saman um að hér hefði Gunnar risið hæst sem skáldsagna- höfundur. En fjölmarga hryllti við bók- inni; töldu að svo ógurlegir atburðir gætu sér engan raunveruleika átt. Hversu mörgum hefir dottið þessi bók í hug, er þeir heyrðu um þessar fréttir af íslandi, skal látið ósagt. En jafn víst og það er, að vér hneigjumst að annari skýringu, er og hitt, að allur fjöldi manna, hér og úti í frá, þeirra er nokkuð hugsa, er lostinn skelfingu yfir þessari fregn, og virðist sem hér sé farið á stað í því skyni, að flæma mann frá embætti og pólitízku lífi að minnsta kosti, og helzt beint inn í þá tilveru, er öllum þykir verri en dauðinn. Það orkar ekki tvímælis, að öllum þeim, er íslandi unna, finnst að ekkert meira óhapp hefði Island og orð- stír þess getað hent, og það einmitt ’á þessu ári, en þetta tiltæki dr. Helga Tóm- ássonar. Og þá einnig, að hann hafi með því framið það verk, er seint muni fyrnast. Því það er víst, hversu góðar hvatir dr. Helga kunna að vera, að þá er út í frá almennt á 'þetta litið sem iþólitízka of- sókn, svo grimmlundaða og hroðalega, að vart eigi sinn líka, hvar sem leitað sé. Mönnum er hér kunnugt, að stjómmála- baráttan á íslandi hefir hin síðari árin ver- ið háð iheð dæmalausum persónulegum ofsóknum, og að ekki hefir í manna minnum staðið slíkur styr um nokkurn íslenzkan stjórnmálamann, sem Jónas Jónsson. Og menn vita að nýlega hefir slegið í ákaflega hart með honum og læknastéttinni. Og tiltæki dr. Helga er með þeim fádæmum, að mjög margir freistast til þess að álíta það sem greypi- lega hefndartilraun. Svo ákveðið er álit manna í þessu efni, að jafnvel iþótt svo hörmulega færi, að spásagnir dr. Helga rættust, þá mundi fjöldi manna enga afsökun finna honum. Mörgum finnst, að það myndi ríða flestum að fullu, ef “sérfræðingum” tækist að koma á þeim grun um einhvern, að hann fyndi hvert orð og hverja athöfn sína gagnrýnda, sem fælust þar einhver merki um geðbilun. Eftir því sem maður er umsvifameiri, eftir því kunna fleiri af flokksmönnum hans að vera honum ó- sammála í hjarta sínu um stundarsakir, um einhver atriði. Menn skilja, hver hætta getur á því verið, að þeir kunni þá í augnablikinu að festa einhvern trúnað á “sérfræðingana,” þótt þeim annars hefði aldrei dottið slíkt í hug, enda engin ástæða verið til þess önnur. En það þarf sterk í bein til þess að standast óskaddaður allar | miklar líkur á því, að á títuprjónastungur hinna voðalegustu grunsemda, og láta sig engu skifta þús- undfalt augnaráð árvakrar tortryggni, jafnvel þar sem vinum skyldi mæta. Mörgum virðist af þessu sem dr. Helgi Tómásscm ætti sjálfs sín vegna að biðja þess helzt, áð dómsmálaráðherrann héldi heilbrigði sinni. ÍÞví hann hefir svo hraparlega á stað farið, að ef illa færi væri nokkur hætta á því, að ýmsir þættust þaðan í frá kenna Kainsmarkið á kinn læknisins. Og býsna öruggt er það, að hversu hávísindalgear, sem skýringar hans yrðu, og samvizkan góð, að þá yrði hon- um samt sem áður ofurefli að sannfæra aðstandendur ráð- herrans, nánustu vini, og reynd- ar marga aðra um það, að frum- hiaup hans hefði engan þátt átt í þeim óförum. * * * Þetta er allt með þeim ósköp- um, að vér fáum oss eigi til að trúa því, að dr. Helgi hafi hér látið stjórnast af illum hvöt- um vísvitandi. Oss virðist einnig málafærsla hans benda tii þess, að honum sé alvara, að hann haldi í einfeldni sinni að hann sé að gera rétt. Og þá um leið til þess, að miklu brýnni þörf sé á því að railnsaka and- lega heilbrigði hans sjálfs en dómsmálaráðherrans. Því ým- islegt í röksemdafærslu hans bendir til þess, að sé ekki þetta tiltæki hans ungæðisframhlaup, framið meðal annars af því að skilning skorti á mögulegum slysaafleiðingum, þá stafi sá háski af slíkum manni, að hann sé bezt geymdur á bak við lás og slá. Einn íslenzkur læknir hefir þau orð eftir nafnkunnasta geð- veikralækni Dana, að “við geð- veikralæknar verðum flestir meira og minna vitlausir á end- anum.” Þetta mun hafa «verið sagt í hálfgerðu spaugi en þó með nokkurri alvöru, og er hann var minntur frekar eftir þessu, svaraði hann eitthvað á þá leið, að geðveikralæknum hætti meðal annars til þess, að skoða flesta menn sem einskon ar tilraunadýr, og hjá flestum mönnum mætti finna eitthvað, er hægt væri að flokka undir geðbilunarmerki. En hvað sem um þetta er, þá er það þó víst að jafnvel geð- veikralæknum skjátlast eigi síður en öðrum mönnum. Al- kunnugt er, til dæmis, atkvæða- greiðsla frægustu geðveikra- lækna Ameríku um Leopold og Loeb, er helmingurinn taldi ó- tvírætt brjálaða, en hinn helm- ingurinn jafn ótvírætt andlega heilbrigða. Og slík dæmi má telja til eilífðar nóns. En dr. Helgi Tómásson virðist gæddur því sjálfstrausti, að satt að segja er ægilegt. Ef hann þykist sjá geðbilunarmerki á dómsmála- ráðherra eða skipstjóra, og þá auðyitað hverjum sem er, þá skal þann hremma tafarlaust og lýsa klepptækan! Hversu mörg erum vér, sem eigi mætti finna hin og þessi geðbilunarmerki á, ef rannsóknaróður sérfræðing- ur labbar um og athugar oss eins og skordýrafræðingur mauraþúfu í smásjá? Hversu margir eru þeir ekki líka, er án efa hafa á sér einhver merki um geðbilun og hana jafnvel hættulega, ef sem verst færi, en sem vinna sitt verk, mikið eða lítið, til grafar, án þess að nokkrum verði að meini? Svo dýrt er metinn réttur ein- staklingsins til lífsins, að enn hafa menn ekki treyst sér til þess, að’.eyfa læknum, að stytta banvænum mönnum stundir frá voðalegustu þjáningum, jafnvel ekki um fáeinar vikur. En hér skundar fram á völlinn ungur maður, er töluvert álit (vafa- laust maklegt) hefir stígið svo til höfuðs, að hann vill ekki víla fyrir sér, að svifta menn athafna frelsi og mannréttindum og ljósta aðstandendur þeirra ó- umræðilegum skelfingum, ef hann þykist sjá svo eða svo ein. hverja skapþætti mannsins kunni fyr eða síðar sú snurða að hlaupa, að einhverjum megi tjón að' verða. Hver vildi stofna til slíks for- dæmis? Hver myndi vilja gefa slíkt voðavald í hendur eins manns? í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —• Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Því er fljótsvarað. Enginn ó- blekktur maður eða óvilhallur myndi vilja gefa öðrum slíkt vald í hendur. Og sá maður, er heimtar slíkt vald sér til handa, af því að hann trúir svo fast á óskeikulleik sinn, er engu ’síður háskalegur mannfélaginu, —nema því fremur sé sem æðis- gengir menn eru öðrum háska- legri, — heldur en hinn, er slíku valdi reyndi að ná af síngjömum hvötum. Tjónið, er af slíkum manni stæði, yrði langsamlega miklu meira, en því gagni gæti nokk- urntíma numið, er af því hlyt- ist, að honum rataðist einstöku sinnum satt á munn.— Ellefta Ársþing Þjóðræknisfélags Islcndinga í Vesturheimi. Fundargerð. Ellefta ársþing Þjóöræknisfélags íplendinga í Vesturheimi var sett af forseta, séra Jónasi A. Sigurössyni, miövikudaginn 26. febrúar, 1930, í samkomuhúsi tslenzkra góötemplara í Winnipeg. Ijófst þingiö meö iþví, aö sunginn var sálmurinn nr. 293 (Lær- dcmstími æfin er). Aö því ibúnti flut‘i forseti þinginu ávarp sitt. Er forseti haföi lokiö ræðu sinni, lagöi St. Einarsson til að greiða for- seta þakkaratkvæöi. Bar séra Friö- rik A. Friðriksson upp tillöguna og reis þingheimur úr sætum með lófa- klappi. B. B. Olsion lagði til, G. S. Friö- riksson studdi, að forse‘i skipi 3 manna kjörbréfanefnd. Satnþykt. Útnefnd: Friðrik A. Friðriksson, B. B. Olson, Miss Hlaögerður Kristjánsson. í fjarveru beggja ritara félagsins vat séra Friðrik A. Friðriksson kjör- inn ritari þingsins. \' Lag't til og samþykt að forseti skip- aði dagskrárnefnd. Utnefndir: séra Ragnar E. Kvaran, Ragnar Stefáns- son, séra Jðhann P,- Sólmundsson. Meðan fyrgreindar nefndir störf- uðu varð stutt fundanhléíG. S. Frið- riksson skoraði þá á fórseta að ávarpa þingheim með ræðu. Varö forseti við Iþvi og flutti stutta, en snjalla ræðu iP íslenzkar bókmeturir. Var þá dagskrárnefnd tilbúin með • tillögur sínar, er séra Ragnar E. Kvar- an las upp, Og voru þegar samþyktar. Fyrsta mál á dagskrá var kosning heiðursfélaga. Fyrir hönd stjórnar- nefndar bar Árni Eggertson fram þá tillögu að Halldór S. Bardal yrði kjör- inn heiðursfélasi Þjóðræknisfélagsins. Margir studdu. Reis þingheimur úr sætum til samþykkis. Svohljóðandi skýrsla kjörbréfanefnd ar var þá lögð fyrir þingið: 1. Kjörbréfanefndin leyfir sér að benda á tillögur kjörbréfanefndar frá síðasta þingi. (1—4 liður ; sbr. fund- argjörðir siðasta þings), og leggur til að þeim verði fylgt á þessu þingi. 2. Skrá þeirra fulltrúa og meölimá, er hafa gefið sig fram, er á þessa leið : I. Deildin “tsland”, Brown, Man. Fulltríii: Th. J. Gislason, 21 atkvæði. II. Deildin “Brúin” Selkirk, Man. Fulltrúar: Miss Dóra Benson, 20 atkv. Bjarni Dalmann, 20 atkv.; Guðjón S. %

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.