Heimskringla - 02.04.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.04.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG, APRÍL 2. 1930 HEIMSKRINGL A 7. BLAÐSIÐA Undur hafsins og Atiantis ? Dr. Hartman kafar 750 metra Nú í byrjun þessa árs og síöar á Þv> eru ráögerðar nokkrar köfunar- ferðir í Miöjaröarhafinu, sem mörg- um þykja furöulegar og beöiö er meö athygli. Þar er um aö ræöa rann- soknir i hafinu kringum eyna Rhodos b*11 þar á eynni var í fornöld líkneski n“'kið, um 50 metra hátt, af sólgoð- >nu og var talið eitf af sjö furöuverk- um iheimsins. Af því iþekkja menn nu ekkert nema sögusögnina. En k^farar frá þessum slóöum hafa sagt ah þeir hafi þar niöri í djúpinu séð Hlika á leifar einhvers stöpnls eöa söks 0g forstööumaöur ítalska þjóö- rnenjasafnsins, prófessbr 'Maiuri er ekki fjarri því aö þar sé um að ræða Hina miklu Rhodos-styttu. Og þar sern svo vel vill til, að annar maður, dl • Hartmann, hefir nýlega farið kaf- Hrðir viö Italíustrendur, sem þykja merkilegar, í nýju áhaldi, sem hann het>r látið smíða til þess, þá er nú á- k'eðið, að láta hann skygnast eftir þvi Hvort nokkuö sé hæft j þessum Rhodos-sögum. Þesi dr. Hartmann hefir vakið á ser athygli undanfarið fyrir smíöi á nyj» og hugvitssömu köfunaráhaldi °á arangursgóöum tilranm, sem hann efir gert með því (og er sagt nokkuö ,ra því i Science and Invention). Heð þeim útbúnaöi, sem áður var n°taður, höfðu kafapr komist lengst Hij metra niður í sjó. En dr. Hart- ^nn hefir kafaö í sínu áhaldi 750 r"- niður. Á því voru margvíslegir erf>Öleikar aö búa til áhald, sem kom- ]r4 ( gæti svo djúpt, einkum vegna hins mikla þrýstings og vegna myrk- urs>ns á svo miklu dýpi. Vatns- þvýstingurinn er undir eins á 50 m. d>Pi ú —7 kg. á hvern fersentimetra þegar komið er 750 m. niður mundi hrýstingurinn á yfiriborð mannslík- artlans (ca. 15000 cm.-2) vera oröinn uni miHjón kíló. É)r. Hartmann hefir ■sarnt getað smíöað áhald, sem þolir ^nnan þrýsting. Þaö er hylki svo stort, að maöur getur setið innii því °g Haft hjá sér andrúmslofts-ibelg. I bnfuðhæð mannsins er hylkið gert ^gnsætt á parti. En utan á hylkið eru fest afarramnibyggileg löng og ^jó Ijósahöld. Neðan í hiylkinu er shrúfa sem knýr það niöur í sjóinn, er‘ a hliðinu eru uggar til þess aö halda ^vi stöðugu og ’hamla hringsnúningi Þess. I efrj enda hylkisins er fest sterh taug, með rafsegulútbúnaði og su tauig iheldur hylkinu uppi og > raf- rtlagnssambandi við skip fyrir ofan. ^,nginn slys liafa orðið við notkun ahaldsins. ^ þessum köfunarútlbúnaði hefir dr. hfartmann þegar farið ýmsar rann- sóknarferðir í hafið við Suður-ítalíu °g Sikiley. Af þvi sem ihann sá í d>úpum hafsins hafa vakið mesta at- bygli ævagaimlar borgarrlústirj, ,sem hann sá á c. 90 metra dýpi, húsaraðir, götur og hallir og stóðu allvel. Er ^Ma einhver forn borg, sem sokkið hefir eldsumbrot eða landskjálfta | °g kunna menn ekki frekari skil á I henni. Sumir setja ihana í samband i Vl® s°gu Platós unt Atlantis, sem á j hafa sokkið svipleiga í sæ, en marg- 'r fræðimenn telja það þó hugarburð eiRan, en þykir þetta sam.t skemtileg- U1 °g góður fornminjafundur. —Lögr. undu hluta af málverkaklastri og klessum, sem fylt hafa híbýli manna, listasöfn og sýningar í þesu landi sið- asta áratug. Sú himinihrópandi spurning, sem nú krefst svars, er iþessi: “Hvað er list?” Hið blygðunarlausa svar, sem nýtísku vitfirringar veita oss og hafa nálega komið oss til að trúa, er þetta: “Sér- hvað, sem lætur eitthvað ií ljós með ' því að setja svip á ákveðið viðfangs- efni.” Hver bjáni þykist eitthvað geta látið í ljós, og það hefir iblekt þá, sem vitrari eru. En þegar orða- tiltæki eru notuð í svo víðtækri merkingu, að þau eiga að geta tákn- að hvað sem vera vill, þá glata þau gersamlega merkingu sinni, og svo er um orðin að “láta í Ijós.” Hver bandóður maður og hver saxofón- gaulari getur látið eitthvað í ljós. Sl'íkt og þvílíkt á einhvers staðar heima eins og alt annað í uppistöðu og ivafi tilverunnar. En ef það telst Kka list, þá er listin líf, og lífið list, og við getum þá komist áf með annað orðið í stað hins, því að öðru hvoru þeirra er ofaukið. En ég trúi því ekki I Ef listin á að vera sönn, þá verður hún að fylgja lífinu og skýra það og gera það á listræna visu, með því að þræða götu sannleika og fegurðar. Þegar rós er dregin svo að hún er eins og eyra, þá er það blekking en ekki list. Tré, sem er eins og svepp- ur á að sjá, kann að lýsa hugmynd Marsbúa um tré, en reynsla vor getur ekki réttlætt slíka hugmynd, ef vér erum heilir á sönsum. Ef listin er sönn, verður hún að sýna nákvæma mynd afj því viðfangs- efni, sem er fyrir hendi. Snillin, leiknin og skarpskygnin í litum og linum skilur listamanninn tafarlaust frá viðvaninginum. En hversu ná- kvæm sem myndin kann að vera, þá er hún Iþó ekki annað en iðnaðarverk, ef hana skortir fegurð. Fegurðin ljær listaverkinu þann blæ, sem ekki verður skýrður, lyftir því í æðra veldi, svo að vér hrifumst til undrunar og gleði. 1 slíkum lista- verkum getum vér lesið ástriður manna og breyskleika, eða borist jyfir stund og stað á öldum fegurðar og hriifningar. Þar leggur listamaður- inn fjársjóðu sína handa þeim, sem hafa augu og sál til þess að sjá og skilja. Látum oss þess vegna gefa gaum að listinni, góðri og lélegri, í þeirri von, að hin lélega fari batnandi. En segjum i eitt skifti fyrir öll skilið við allt það, sem kemur í dulargerfi list- arinnar, en engin áhrif hefir á oss við fyrstu sýn, ihvort sem það er látið hanga á höfði eða rétt eða á hliðinni. Þess háttar kann að eiga sér rúm í veröldinni, en látum það vera einhvers staðar annars staðar en í ríki listar- innar. —Vísir Is'andsbanki Fegurð í listum Áh ugi á fögrum listum eykst með ar> hverju hér á landi, svo að ætla m'a- að einhverjir hafi gaman af að hynnast skoðunum þeim, sem ihaldið er fram í grein þeirri, sem hér fer á eftir. Hún er eftir Chas. L. Blodg- eft, og birtist í New York Times 13. f- m. — Þýð. Mér hefir um nokkurt skeið verið nndrunarefni, hve lengi mætti (>fHjjóSa þolinmæði manna og trú- 8>rm í þeim efnum, sem lúta að Hst- um- að»r en einhver “gengi fram fyrir fylkingar” og gengist fyrir allsherjar niðurskurði” Ein ráðstöfun mundi 8era listum vorra tíma meira gagn en nokkuð annað, og hún væri að gera fagra brennu, meiri og betri en nokk- uru sinni áður, og bera þar á níu tí- I síðasta blaði var sagt frá því, að nefnd sú, sem rannsakaði bankann, taldi vanta S'/í ntilj. upp á það, að hann ætti fyrir skuldum. Þessu svaraði bankastjórinn síðastliðinn fimtudag, taldi mikil skakkaföll á mat- inu og nefndi til sex liði, sem ekki væru rétt metnir af nefndinni: inn- stæðp ríkissjóðs Dana í bankanum væri ofreiknuð um 849 Iþús. kr., hús-» eign bankans vanreiknitð um 154 þús., ha,gnaður af glötuðum seðlum væri ekki talinn með, en hann áætlaði bankastjórinn 429 þús. Þá hefði það komið fram við nánari rannsókn út- búsins í Vestmannaeyjum, að tapið þar væri aðeins metið 70 þús. kr. í stað 205 þús. áður, og ntunaði þar 135 þús kr., og svo væri oftalið tap hjá útbúinu á Seyðisfirði 110 þús. Loks væru svo áætluð töp á ýmsum skuldu- nautum bankans í Reykjavík, sem matsnefndin sjálf teldi í athugasemd- um við reikning sinn að horfið gætu að meira eða minna leyti, ef viðkom- andi menn gætu ‘haldið áfram at- vinnurekstri sinum, og telur 'banka- stjórinn þá upphæð 1,791 þús. kr. Þegar allar þessar upphæðir eru dregn- ai frá áæduðu tapi matsnefndarinnar. verða aðeins eftir 65 þús. kr., sem ættu þá að vera tap umfram eignir, og þetta mat verður þá, með leiðrétting- um ban'kastjórnarinnar, mjög svipað skyndimati þeirra Jaköbs Möllers og I'éturs Majgnússonar. Á fimtudag í síðustu viku var út- býtt nýju frumvarpi um endurreisn 'bankans, sem ílutt var af þremur framsóknarmönnum: Ásgeiri Ásgeirs- syni, Bjarna Ásgeirssyni og Lárusi Helgasyni. Er aðalefni þess þetta: Rikissjóðurinn leggur íslandsibanka 3 miljónir kr. sem forgangslhlutafé með þeim skilyrðum, að að minsta kosti 2/ miljón kr. í forgangshlutafé korni annarstaðar að, að póstsjóður Dana láti innieign sína hjá Islandsibanka ganga næst hlutafénu um áhættu og að hagkvæmir samningar fáist við aðalskuldheimtumenn bankans erlend- is. Eldri hlutabréfin átti að meta og færa niður nafnverð þeirra samkvæmt því. Forgangshlutafé ríkissjóðs skyldi greiða að hálfu af núverandi skuld bankans við ríkissjóð, en að hálfu með nýju fé, er stjórninni heimilaðist að taka að láni. Aðal- fundur hluthafa átti að kjósa 5 manna fulltrúaráð og það svo að ráða ibanka- s'jóra. Fj ármá*a;ráð!lierra áttil að vera heimilt að leysa .bankann undan greiðsluskyldu á innláns- og innstæðu- fé. sem inni stóð, þegar 'bankanum var lokað, um tiltekinn tíma,' þó eigi lengur en 6 mánuði > senn. Um næstu áramót atti nafn bankans að breytast og verða: Verslunar- og útvegsbanki íslands. Þegar frv. þetta átti að koma til umræðu > neðri deild bað ríkisstjórn- in um frest og í gær lagði fjárníála- ráðherra fiyrir efri deild nýjar tillög- ur i málinu, sem breytingartillöigu við upphaflega frv. um skiftameðferð, sem samþykt hafði verið í n. d. og við 2. mr. í e. d. Þessar breytingartill. eru í 3 köflum. Sá fyrsti er um stofnun hlutafélags et nefnist Sjávarútvegsbanki íslands, er starfræki banka sérstaklega til að styðja sjávarútveg, iðnað og verslun. Hlutaféð nemi alt að 2/i miljón kr. og af því leggi rikissjóður fram \/t miljón, sem hann má taka að láni, en viðbótarinnar verði aflað með al- mennri, innlendri hlutafjársöfnun. Aðalfundur hlu'hafa kjósi 5 manna fulltrúaráð og það ráði bankastjóra. Annar kafli er uin fiskiveiðasjóð, þannig að fjármálaráðherra heimil- ist að semja við nýja bankann um það, að hann taki að sér stjórn og tarfrækslu Fiskiveiðasjóðsins, er verði sérstök deild bankans með aðskildum fjárhag og bókfærslu. Þriðji kafli ei um íslandsibanka, þannig, að ríkis-1 sjóður leggi honúm 3 miljónir kr. sem fcrgangshlutafé og greiðist það af núverandi skuld bankans við ríkis- j sjóð.' En þetta framlag verði bund- ! ið þeim skilyrðum, að annarsstaðar frá komi að minsta kosti 1 /i miljón kr. forgangshlutafé innlent og frá öðrum en aðalskuldheimtumönnum barfkans og að haigkvæmir samningar fáist við erlend'a skuldheimtuþænn, þannig, að ekki minna en 4)ú miljón kr. af núverandi erlendum skuldum verði annaðhvórt forgangshlu*nfé > bankanum eða gangi næst því að á- hætta. En núverandi hlutafé íslands- banka skal alt afskrifað og hlutabréf fyriui því feld úr gildi. Þ.egar skil- vrðum þessitm hefir verið fullnægt skal íslandsbanki lagður niður sem sérstök stofnun og renni inn í Sjávar- útvegsbankann, er jafnframt taki við öllum eiignum, skuldunt og ábyrgðum Islandsbatika og komi að þessu leyti í hans stað. Undanþágu frá greiðslu- skyldu á innstæðufé má veita um 6 tj-.ánuði í senn. Þegar núverandi hlutafé Islands- banka ihefir verið afskrifað, bætist forgangshlutafé hans við hlutafé Sjáv- arútvegsbankans, sem alment hlutafé, en réttur þess til arðs og atkvæða fer eftij; því tapi, sem á búi íslandsbanka verður. Seðla Islandsbanka skal þá og draga inn. Fjármálaráðherra Einar Árnason fylgdi tillög'um þessum úr hlaði í ed., en aðrir töluðu ekki og var því vísað til fjárhagsnefndar. Búist er við, að tr.álið komi frá nefndinni og verði tekið til umræðu í kvöld. —Lögr. HITT OG ÞETTA Itölsku eimskipafélögin “Naviga- zicne Generale Italiana” og Lloyd Saubaudo eiga hvort um sig nýtt skip í smíðum, 47,000 smálestir að stærð. Áætlaður hraði þessara skipa er 27—28 sjómílur á vöku, en“Brem- en” þýz.ka skipið, sem s. 1. sumar setti met í Atlantsferð mun ekki ná nema 27 sjómílna hraða. Spá menn því og að hér séu hættulegir keppinautar á uppsiglingu. Ekip “Navigazione Generale Italiana” verður 900 feta langt og er smíðað i Ansaldoskipa- stnlíðflstöðinni í Genþa. Salbaudo- skipið verður smíðað i Trieste og verður af svipaðri lertgd. Skip þessi verða knúin áfram með eimafli. — Frakkar og Bretar eiga og stór skip t smíðum um þessar mundir. Frakk- neska einskipafélagið (“The French Line”) ætlar að láta smiða 50 þús. smálesta skip, en flaggskip 'þess fé- lags “Ile-de-France,” er 43,500 smál.— “Cunard”-eimskipafélagið áformar að láta smíða tvö 45 þúis. smálesta skip 1000 fet á lengd, og Wihite Star-eim- skipafélagið ætlar að láta smíða 27, 000 smál. mótorskip, it staðinn fyrir skipig “Celtic,” úndiribúningptr undir smíði allra þessara skipa er vel á veg kominn, “Canadian Pacific” á 45 þús. sntál. skip í smíðum. “Empress of Britian”, er verður hleypt af stokk- unum á þessu ári. Þetta skip er 13. Atlantsihafsfarþegaskipið sem ibæzt hefir við flotann síðan heimsstyrjöld- inni lauk. Þýska skipið “Europa” systurskip “Bremen” fer ef til vill fyrstu ferð sína í febrúarmánuði, og gera Þjóðverjar sér von um, að “Europa” muni fara fram úr “Brem- en” og vinna metið. Bandaríkja- ntenn eru að láta stniða sex 36 þús. smálesta skip til Atlantshafsferða. — Frægasta “Blue-ribbon” skipið er ef til vill “Mauretania” isem hélt metinu frá 1909-1929. af öðrunt “Blue- ribbon”- skipum ntá nefna: “Scotia” 4 þús. smál. Skipið setti met 1862. Fór frá Queenstown til New York á tæpum níu dögum. “The City of Brussels” setti met 1869. “Alaska” 1882, “City of Paris” 1889 sem fór yfir Atlantshaf á sex dögum. “Lucania” 1894, “Kaiser Vilhelm der Grosse” 1897, Deutsahland” 1903 og lciks “Maurétania” og “Bremen” sem fy> getur. —- Alþbl. fólks úr Evrópu og Ameríku að vetrin- um til. Eru rekin þar mikil fjár- hættuspil og lifir Monacoríkið að mestu leyti á bankanunt. En nýlega hefir ameriskur auðmaður, Gould að nafni, reist nýjan spilabanka skamt frá, í Nizza, og heitir hann “Miðjarð- arhafs'höllin” og hefir hann verið enn þá meira sóttur en hinn. Um ára- mótin kom þangað 5000 manns á fá- um sólarhringum og þurfti stundum að loka bankanum um miðjan dag vegna aðsóknarinnar. Á einni viku um áramótin var spilaumsetningin þar 50 miljónir franka, mest á nóttunni. Hertoginn af Wesminster græddi nokkrar miljónir og fjöldi manns tap- að: stórfé.—Lögr. Reinhard Prins, þjóðverji, sem dvalið hefir hér í bænunt og víða farið um landið og mörgum hér er að góðu kunnur, hefir fengið doktorsnafnbót við iháskólann í Kiel fyrir ritgerð um Gtsla Súrsson. — Lógr. Litidin heitir nýtt ársrit, sem presta- félag vestfjarða hefir stofnað og sjá um útgáfu þess prestarnir Sigurgeir Sigurðsson, Böðvar Bjarnason og Hfllldór Kolbeins. — Lógr. Mahatma Gandhi Frá Islandi Nýr spilabanki. Spilabankinn t Monte Carlo suður við M,iðjarðarhaf hefir lengi verið einn af helstu samkomustöðum heldra (Frhí frá 3. stðu). gantla menn og reynda i fylkittgar- bijósti. Cefið öllum-sjálfboðum bók með almennum fundarreglum. Kennið fólkinu að hlýða skilyrðislaust. Það er hægra sagt en gert, að fá 300 miljónir manna til þess að sam- einast í kærleika og auðmýkt og bera allar þjáningar, rangsleitni og ofbeldi með þolinmæði og langlundargeði. Oft hafa þvi orðið upphlaup Qg blóðs- úthellingar. Gandhi hefir ávalt kent sjálfum sér um það, lagt á sig föstur til yfirbótar og skotið framkvæmd sam vinnuleysisins á frest hvað eftir ann- að. En við Breta segir hann : “Við eigum engu öðru fram að tefla gegn ykkur en siðferðisiþreki, urn leið og við fórnttm okkur með samvinnulaysinu. Og ég ætla að sigra England með þjáninguni mínurn og sjálfsfórn.” Hann er þolinmóður; hann segir að indverska þjóðin geti beðið 10 ár, 100 ár eftir sjálfstæðinu, en það hljóti að fást þegar hún sé nógu þroskuð til þess að kunna að beita samvinnuleys- inu eftir reglum hans. Bretar skildu þetta ekki og í ágúst- mánuði 1920 sagði vtsikóngurinn, Chelmsford lávarður, ag af öllu sem hann heíði vitlausu séð og iheyrt, þá væri þetta það vitlausasta. En breska stjórnin hefir nú komist að raun um annað. Gandlhi segir: “Mark okkar og mið er vináttusamband við allan heiminn. Hugsjón ofbeldisleysksims er; komin ti! mannkynsins, og þar býr hún héð- an af. Hún er boðberi alheirrts frið- arins.” Gandhi trúir því, að veg’urinn til friðarins se vegur sjálfsfórnarinn- ar, og margir trúa því með honum. Þess vegna búast margir við, að hreyf- ing sú, sem hann hefir vakið, eigi eftir að breiðast út um heiminn og hafa meiri áhrif en bæði þjóðabandalagið og allar afvopnunarstefnur og friðar- fundir stórveldanna. Gandhi vill láta friðinn koma innan úr sálu þjóð- anna, það er munurinn. Og ind- verska þjóðin sýndi það á árunum 1922 til 1924 að hann hefði rétt fyrir sér. Það kemur máske enn ‘betur fram nú á næstunni. (Sjá ennfremttr: Mah- atma Gandhi, Lesbók 1928, bl. 106). —Lesb. Mgb. SiW/WÞf, Nýrun hreinsa blóðið. Þegar þau bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- gigt, lendaflog og margir aðrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- færa nýrun, svo að þau leysa starf sitt og gefa þannig veranlegan bata. 50c askjan allstaðar. 134 þér sent notiS TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Séra Einar Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði sagði af sér em- bætti nú um áramótin. Var hann þá elstur þjónandi presta á landinu. Séra Einar er einn á meðal merkusu presta landsins, vegna fræðimennsku sinnar, einkunt i ættvísi. Er hann fróðastur allra íslendinga um austfirzkar ættir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.