Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. JCrNÍ, 1930.
Frá aldaöðli hafa Islendingar haft
orð á sér fyrir líkamlegt atgervi eigi
síður en andlegt. Kynni þó að koma
fram sú athugasemd gegn þeirri
staðhæfingu, frá þeim, er mestu
finnst það varða, að vér stærum oss
eigi, Islendingar, af “verulegum eða
ímynduðum yfirburðum”, að þar sé-
um vér helzt einir til frásagnar.
Kann þetta að mega til sanns veg-
ar færa um fornöldina, en þó er víst,
að hvar sem Islendingar hafa farið
á seinni tímum, hafa útlendum mönn
um þótt þeir í betra lagi liðtækir, ef
í odda skarst, og er þegar nokkur
sönnun fólgin í munnmælasögum
þeim, sem mynduðust þegar um slíka
garpa sem Stefán prest Stephensen,
Skapta Jósepsson, Lárus Blöndal og
Magnús bróður hans, er var þeirra
“mestur og fríðastur”, að því er
Matthías hermir, á líaupmannahafn-
arárum þeirra. Vita þeir það, er
dvalið hafa í Höfn, að þær þjóðsögu
mynduðust engu síður meðal Dana
sjálfra en Islendinga, og eru Danir
þó vaskir menn, auk þess sem þeir
eru “drengir góðir og vinfastir”, eins
og Gröndal segir i Heljarslóðaror-
ustu.
Það ræður og að líkum, að undan
ofriki Haraldar hárfagra hafi, að
öðru jöfnu, frekar leitað þeir menn,
er vanist höfðu því, að bera yfirhönd-
ina, eigi síður sökum líkamlegra yf-
irburða en andlegra og arfgengra.
Kynni það einnig að eiga nokkurn
þátt í því, að sögur voru skrifaðar
á Islandi, en eigi í Noregi, og dettur
manni það í hug, er litið er til þess,
hvílíkir meginþræðir frásagnirnar
um vígaferli eru i uppistöðu forn-
sagna vorra, þótt á hinn bóginn geti
lítill vafi á því leikið, að einmitt fyr-
ir það hafi eigi nógu sönn mynd af
þjóðmenningu fornaldar vorrar verið
ofin í þau kostulegu sögutjöld.
Söguritarinn lætur sér jafn annt
um íþróttamanninn sem spekinginn.
Hann gerir lesandanum jafn minnis-
stæða fegurð og atgervi Gunnar3,
sem speki Njáls og andagift Grett-
is: “Gunnar Hámundarson ...... var
mikill maðr vexti ok sterkr ok allra
manna bezt vígr. Hann hjó báðum
höndum ok skaut, ef hann vildi; ok
hann vá svá skjótt með sverði, að
þrjú þóttu á lofti at sjá. Hann skaut
manna bezt af boga ok hæfði alt þat
er hann skaut til. Hann hljóp meira
en hæð sina með öllum herklæðum
ok eigi skemmra aftr en fram fyrir
sik. Hann var syndr sem selr. Ok
eigi var sá leikr, at nakkvarr þyrfti
við hann at keppa, ok hefir svá -verit
sagt, at engi væri hans jafningi.
Hann var vænn at yfirliti ok ljóslit-
aðr, rétt nefit ok hafit upp í framan
vert, bláeygr ok snareygr ok rjóðr
í kinnum, hárit mikit, gult ok fór
vel. Manna var hann kurteisastr,
harðgerr í öllu,
*
Vaxtarbroddur mannkynsins hefir
jafnan verið þar, sem andlegt og lík-
amlegt atgervi hafa bezt orðið sam-
stiga. Forystuþjóðimar verið þær,
er heilbrigðustu sál höfðu i hraust-
ustum líkama, svo sem voru t. d.
Grikkir, Rómverjar og Islendingar
tii forna og Bretar og Svíar á síðari
öldum. Þar sem orkuver líkamans
störfuðu öflugast, varð viljinn til
framans einbeittastur, metnaðurinn
afkastamestur. En metnaðurinn
knýr til sífelldrar þjálfunar, er aftur
örvar hverja orkustöð, Sem neisti
kveikist af neista. Þegar metnaður-
inn dvínar, leggjast menn i öskustó
og gerast kolbítir ,er flækjast fyrir
fótum ambátta og ferfætlinga. Því
er það vafasamt kristniboð, að pré-
dika mönnum metnaðarleysi. Er það
þó sannarlega engin ný bóla, heldur
er það jafngamalt Mörlandanum, að
útlendir menn og úrvænings Islend-
ingar hafa kveinkað sér undan metn-
aði hans, er óhaltúr hyggst ganga
skulu, meðan báðir fætur em jafn-
langir, og hopar ekki hraðar en svo
að tími gefist til þess að binda skó-
þvenginn.
Víða er þessu lýst x fomsögunum,
metnaði íþróttamanna sem skálda,
en þó líklega hvergi skemtilegar en
í þættinum af Brandi örva og í Lax-
dælu:
“Þat var um haustit einn góðan
veðrdag, at menn fóm ór bænum til
sunds á ána Nið; þeir Kjartan sjá
þetta.
L
Iþróttir og Vestur - Islendingar
eftir S. H. f. H.
rakkan stað fyrr; þar kemr at lykt-
um, at þeir koma upp ok leggjast
til lands. Þá mælti bæjarmaðrinn:
“Hverr er þessi maðr?” Kjartan
sagði nafn sitt. Bæjarmaðr mælti:
"Þú ert sundfærr vel, eða ertu at
öðrum íþróttum jafnvel búinn, sem
at þessi?” Kjartan svarar ok heidr
seint: “Þat var orð á, þá er ek
var á Islandi, at þar væri aðrar eft-
ir; en nú er lítils um þessa vert.”
Bæjarrnaðrinn mælti: “Þat skiftir
nökkuru, við hvern þú hefir átt; eða
hví spyrr þú mig engis?” Kjartan
mælti: “Ekki hirði ek um nafn þitt.”
Bæjarmaðr segir: “Bæði er, at þú
ert gervilegr maðr, enda lætr þú all-
stórlega; en eigi því síðr skaltu vita
nafn mitt, eða við hvern þú hefir
sundit þreytt. Hér er ólafr konungr
Tryggvason.” Kjartan svarar engu,
ok snýr þegar í brott skikkjulaus.
Hann var í skarlatsskyrtli rauðum.
Konungr var þá mjök klæddr; hann
kallar á Kjartan ok bað hann eigi
svá skjótt fara. Kjartan víkr aftr
ok heldr seint. Þá tekr konungr af
herðum sér skikkju góða ok gaf
Kjartani; kvað hann eigi skikkju-
lausan skyldu ganga til sinna manna.
Kjartan þakkar konungi gjöfina ok
ur (163.15 kílómetra) á 24 klukku-
stxmdum. Þórarinn Jónsson varð
næstur; gekk 97.4 mílur, og Magnús
Markússon þriðji; gekk 85.9 mílur.
Er þess getið, að þvi hafi hann eigi
meira afx^kað, að hann hafði þjáðst
af taksting síðari hluta göngunnar.
Var hann, ásamt Hördal, langmestur
göngpi- og hlaupagarpur Islendinga
hér um þær mundir, en þvi miður
höfum vér eigi átt kost á að graf-
ast betur fyrir um afrek hans. En
oft mun hann hafa gengíð fyrstur
af hólmi.
Sama sumar, 25. júní, sigrar As-
mundur Eyjólfsson (Eyjólfssonar) í
4 klukkustunda kapphlaupi fyrir
drengi. Hann er þá 15 ára gamall,
og hleypur 29.25 mílur á þessum
tíma, eða 7.3 mílur (11.75 kílómetfa)
á klukkustund. Næsti piltur, hér-
lendur, er 2 mílur á eftir.
Fáum dögum siðar, skorar Mc-
Dermot, er að þessu hafði verið
helzti göngugarpur hér um slóðir,
á Jón Horðdal, að þreyta við sig 24
stunda kappgöngu, um $250. Hefja
þeir gönguna á laugardag. Kl. 5
síðdegis daginn eftir gefst McDer-
mot upp. Jón á eftir klukkutíma
göngu, er hann hættir, og hefir þá
munn þjóðar sinnar, metur þessa
sigra eitthvað annað en markleysu
fyrir íslenzka þjóðarbrotið. Má vera
að þar sé einnig vikið að því, er einn-
ig má sjá í blöðunum á einstaka stað,
að eigi hafi landinn reynst síður sig-
ursæll á þeim Glæsivöllum, þar sem
“hom skella á nösum og hnútur
fljúga um borð”, og holdið verið eigi
síður reiðubúið en andinn og vígfært
vel, líkt og hjá Lárusi og Skapta, er
þeir sýndu Danskinum í tvo heimana
á “Himnaríki” og “Helviti”*) í
Kaupmannahöfn.
Liklega má það helzt til íþrótta
teljast, að 7. september 1892, keppir
Carl Einarsson Goodman (“Einars
Guðmundssonar mjólkursölumanns,
úr Þingeyjarsýslu”) við Taylor nokk-
urn frá Toronto, er slyngnastur rim-
leggjari (lather) þótti þá í Canada.
Fóru svo leikar, að á 9 klukkustund-
um hafði Taylor lagt 310 yards og
var þá örmagna, en Goodman 340
yards, og þó sýnu betur gert, og var
litt þreyttur. Var talið meðalmanns-
verk að leggja 100 yards á 10 tim-
um. Um kvöldið settust nokkrir er
veðjað höfðu á kappana, við öl-
drykkju, og tóku þá nokkrir Eng-
lendingar, er undu illa sigri Mör-
orðið styttri, ef úti hefði verið hlaup-
ið.
6. apríl, 1911, glímir Jón Hafliða-
son viS Fred Cook, miðþungaglímu-
meistara Þýzkalands, hér í Winni-
peg, og fara svo leikar að Cook gefst
upp eftir klukkutíma og 5 mínútna
viðureign. Var hann þó miklu þyngri
en Jón og sterkari. Mun Jón hafa
verið bezti glímuinaður hér sinnar
þyngdar á þeim árum.
Falkarnir.
Um aldamótin eða jafnvel fyr,
munu Islendingar hér hafa farið að
iðka ís-“hockey”, þjóðaríþrótt Can-
adamanna. Voru þeir fyrst á dreif
innan um aðra í þrem félögum. En
vorið 1908 komu þeir sér saman um
að stofna íslenzkt félag, er þeir
nefndu “Falcons”. Fyrsta veturinn,
1908—9, voru þeir næst efstir í “In-
termediate League”; 1909—10, efst-
ir og þar með unnið sér rétt til þess
að keppa i “Senior League of Western
Canada’ veturinn eftir. Að rekja alla
sögu þeirra yrði hér of langt mál, en
hún er stöðugt klif upp þrítugan ham-
ar Sigurhæða, unz markinu er náð
vorið 1920. Þá leika þeir af sér alla
aðra flokka í Canada og vinna Allan-
(4
FALKARNIR”
Winnipegborg og Canada óafmáan-
lega svívirðu með því að leika á
Sunnudag!! Þó var skeytið sent,
og sömuleiðis sendi Þjóðræknisfélag
Vestur-Islendinga þeim skeyti.
Þess má geta, úr því að minnst
er á Davidson hinn guðhrædda, að sá
er þetta ritar, var þá úti á Austur-
Indlandi, og hélt dönsk blöð sér til
dægrastyttingar, og þar á meðal
helzta íþróttamálgagn Dana, “Idræts-
bladet”. Gat það mjög ítarlega um
ólympsku leikina, en eigi hafði eg
hugmynd um það að Fálkamir væru
íslenzkir, fyr en eg af hendingu rakst
á sænskt blað, er gat þess itarlega,
og fór um þá og þjóð vora stórum
orðum lofs og undrunar.
Vafasamt er, hvort nokkur at-
burður, fram að Alþingishátíðinni, er
nú fer í hönd, hefir kynnt Islendinga
jafn vel og jafn rækilega um víða
veröld, sem þessi sigur Fálkanna.
Er því leiðara til þess að hugsa, að
þeir skyldu tvistrast þegar á næsta
ári. Er svo að sjá af íslenzku blöð-
unum, sem það hafi að mestu verið
fyrir handvömm félagsstjórnarinnar,
er eigi mun hafa verið nægilega
stórhuga fyrir þeirra hönd. Helztu
görpunum var boðið stórfé af Hockeý
félögum í Bandaríkjunum, og tóku
því smámsaman, að undanteknum
“Wallie” Byron, er vildi vera með
Fálkunum meðan nokkuð íslenzkt
væri við þá, enda efndi han» Það-
Hann er Húnvetningur að ætt, sonur
Björns Bjarnarsonar Byrons, er síð-
ast bjó á Valdarási og nú er nýlátinn
í Winnipeg, og konu hans, Margrétar
Kristmannsdóttur. En þrátt fyrir
snilldarlega hafnvörzlu (goal-keep-
ing) Byrons, og leik Konna Jóhann-
essonar og Jóhannesar (Joe) Olson
tannlæknis, er var einn af helztu
hockeyleikuruum hér og lék aftur
með Fálkunum um stund, unz at-
vinna hans leyfði honum eigi meira,
smáhrakaði Fálkunum, er flestir ís-
lenzku afreksmennirnir voru farnir
unz félagið, er þá var að mestu leyt'
enskt orðið, liðaðist í sundur, svo að
nú lifir “æfintýrið eitt”.
I sambandi við Fálkana má nefna
sérstaklpga tvo menn, Frank Frede-
eftir úrslitasigurinn í Antwerpen. Frá vinstri til hwgri: Guðmundur Sigurjónsson
(þjálfari); Hebbie Axford (ráðsmaður); “Wallie” Byron, hafnvörður; Halli (“Slim”)
Halderson (sækjandi i hægra armi); Frank Frederickson (miðsóknari og formaður
flokksins); flokksins*; W. A. Hewitt (umsjónarmaður canadiskra íþróttamanna á
ólmpsku leikjunum); Konni Jóhannesson (bakvörður); Magnús (“Mike” Goodman
(sækjandi í vinstri armi); “Huck” Woodman (varamaður); Bobby Benson (bakvörð-
ur); Chris Friðfinnsson (varamaður); óli Björnsson (aðstoðarmaður).
gengur til sinna manna ok sýnir þeim
skikkjuna. Ekki létu hans menn vel
yfir þessu; þóttu Kjartan mjök hafa
gengit á konungs vald; ok er nú
kyrt.” — Hvorugum er mikil fró í þvi,
Kjartani né mönnum hans að hér
hefir Kjartan bæði átt við konung-
inn sjálfan og þá um leið við þann
mann, er Snorri kveður hafa verið
mestan íþróttamann allra manna, er
nokkru sinni hafi uppi verið á Norð-
uriöndum.
Að vita jafnt líkamlega yfirburði
sína sem andlega, má ætla að hafi
sinn þátt í því að metnaður Islend-
inga var svo heitur, að gegnum allt
aðdrifakóf allskyns hörmunga á liðn-
um öldum, hafi þeir neistat af hon-
um hrokkið ,er sí og æ endurlífguðu
Þá mælti Kjartan tii sinna I hann og lífinu héldu í þjóðinni. Og
félaga, at þeir mundu fara til sunds- j þeir er hingað brutust vestur, höfðu
ins at skemta sér um daginn. Þeir | heldur eigi varhluta af þexm afl
gera svá. Einn maðr lék þar miklu gjafa farið. Hann knúði þá, á fáum
bezt. Þá spyr Kjartan Bolla, ef hann árum, félausa og mállausa, til furðu-
vili freista sunds vit bæjarmanninn. legrar fyrirmennsku meðal sambýl-
Bolli svarar: "Eigi ætla ek þat mitt ' inganna. Um andleg afrek þeirra
færi.” “Eigi veit ek, hvar kapp þitt
er nú komit,” segir Kjartan, “ok skal
ek þá til.” Bolli svarar: “Þat máttu
gera ef þér líkar.” Kjartan fleygir
sér nú út á ána ok at þessum manni,
er bezt er sundfærr, ok færir niðr
þegar, ok heldr niðri um hríð; lætr
Kjartan þenna upp, ok er þeir hafa
eigi lengi uppi verit, þá þrífr sá maðr
til Kjartans ok keyrir hann niðr ok
eru niðri ekki skemr, en Kjartani
þótti hóf at; koma upp; engi höfðust
þeir orð við. Et þriðja sinn fara
þeir niðr, ok eru þeir þá miklu lengst
niðri; þykkist Kjartan nú eigi skilja,
hversu sá leikr muni fara, ok þykk-
ist Kjartan aldri hafa komist í jafn-
hefir margt verið skráð, enda skal
eigi eigi hér leitast við, við það að
bæta. En á hitt skyldi lítillega bent
að þeir hafi eigi síður haldið líkam-
legum yfirburðum sínum en andleg-
um, svo að eftir því hafi verið tek-
ið.
Þeir eru ek^i orðnir mosavaxnir í
landinu, þegar þeir fara að færa
sambýlingunum heim sanninn um
þetta. I júnímánuði 1888 getur
Heimskringla þess, að til allsherjar
sólarhringskappgöngu hafi verið
stofnað hér í Winnipeg. Urslitin urðu
þau að Islendingar sópuðu öllxim
verðlaununum í vasa sinn. Jón J.
Hörðdal varð fyrstur; gekk 101.4 míl-
gengið 107 mílur (172.16 kílómetra)
eða 4.65 milur (7.48 km.) til jafnað-
ar á klukkustund, í 23 klukkutíma.
Litlu síðar, 21. júlí, vinnur Magnús
Markússon 25 mílna kapphlaup, og
þar með $40.00, í Victoria Gardens,
en þvi miður getur fregnin ekki um
tímalengd Nú er Winnipeg-lslend-
ingum farinn að svella svo móður
yfir þessum afrekum landa sinna, að
þeir mega eigi lengur aðgerðalausir
sitja. Efndu þeir til samsætis fyr-
ir göngugarpana, 30. júli, 1888, og
flutti Kristinn Stefánsson skáld þeim
þá kvæði, og er meðal annars þetta í:
Já, smám saman — litið er lítið —
þeir eru að leita ,
og áliti breyta
á oss, það er skemtið og skrítið.
Og þeir fundu móð
og fjörugt blóð,
Og ómjúklega klappað með harð-
krepptum hnefa,
og hnefinn var stórskorinn, æðaber;
en hver slíkan átti — þeir hvörfluðu
í efa,
unz hissa og gramir þeir fundu
einn Islending ofan á sér.
Og hérlenda hroka-drambs froðan
af vindinum þeytt
ei verða mun neitt,
en síga í sorpið og hroðann;
Ei kúgandi þjóð
mun kyngöfugt blóð
fá stíflað né hindrað, með straumfalli
þungu
það streymt hefir gegnum svo marga
þraut,
í íslenzku hjarta og íslenzkri tuagu
er afl, sem að loksins mun ryðja
sér markverða minningarbraut.”
Er auðséð, að skáldið, er talar hér
▼itanlega sem annarsstaðar fyrir
landans, að guma af því, að enn væri
í austurfylkjunum maður, er sigra
myndi Goodman í þessari iþrótt. Var
þar staddur húsbóndi Goodmanns,
enskur maður, til þess að gleðjast
á góðri stund yfir sigri skjólstæðings
síns ,og dró hann jafnharðan upp
$500 sjóð, og bauð hverjum er hafa
vildi, að veðja jafnmiklu fé við sig,
því vita kvaðst hann að enginn stæði
Kalla sínum á sporði. Glúpnuðu þá
allir enskir og gengu frá veðmálinu.
Um mánaðamótin júní og júlí 1907
minnist Heimskringla fyrst á skot-
kappann mikla, Jóhann V. Aust-
mann, son Snjólfs J. Austmann tré-
smiðs í Winnipeg. Vinnur hann þá
fyrstu verðlaun fyrir skotfimi á her-
æfingaskólanum i Winnipeg, og er
þá ekki fullra 15 ára að aldri. 10.
júní, 1910, vinnur hann fyrstu verð-
laun af 100 skotköppum i Winnipeg.
14. júní, 1913, verður hann fyrstur,
ásamt öðrum Winnipegmanni, A. M.
Blackburn, I skotkeppni milli Can-
adamanna og Englendinga, og árið
eftir vinnur hann fyrstu verðlaun i
samskonar samkeppni. Síðan fer
hann í stríðið; særist og er tekinn
höndum, og fær harða útívist. Kem-
ur hann eigi síðan við sögu fyr en í
fyrra, að hann vinnur skotmeistara-
titil Canada. En nú er hann far-
inn til hins mikla Bisley-móts á Eng-
landi.
16. ágúst, 1910 vinnur Leifur (Ei-
ríksson) Sumarliðason % mílu (880
yards) kapphlaup i Winnipeg, á 2
mín. og 4 sek. Var hlaupið inni, og
er talið sennilegt, að tíminn hefði
*) Svo hétu (og heitir annað enn)
tvö veitingahús í Höfn, , skammt frá
“Garðinum”.
bikarinn, er meistaratitlinum fylgir
hér, og þá um leið rétt til þess að
keppa á ólympsku leikjunum í Ant-
werpen, fyrir hönd hinnar nýju fóstru
sinnar. Crrslitaleikurinn um bikar-
inn var háður í Toronto, og kom
blöðunum þar saman um það, að
aldrei hefði þar sést annar eins flokk-
ur, og að slíkir afburða skautamenn
sem Frank Frðderickson og Magnús
Goodman myndu vandfundnir. Þessir
voru þá Fálkarnir: “Huck” Wood-
man, varamaður, sá eini er eigi var
íslenzkur; Bobby Benson, bakvötð-
ur; Hallie (“Slim”) Halderson, sækj-
andi i hægra armi; Frank Fre^lerick-
son, miðsóknarmaður og foringi
flokksins; Konni Jóhannesson, bak-
vörður; Magnús (“Mike”) Goodman,
framsækjandi í vinstra armi; Chris
Friðfinnsson,' varamaður, og Valde-
mar (“Wallie”) Byron, markvörð-
ur.
Fimtudaginn 22. apríl berst sú
fregn hingað, að Fálkarnir hafi sigr-
að Czecho-Slóvaka með 15:0; sunnu-
daginn, 25. apríl, sigra þéir Banda-
ríkin með 2-0; og mánudaginn Svía
með 12-1. Höfðu þeir þá unnið
heimsmeistaratitilinn Canada til
handa, og að vísu oss Islendingum
líka, þótt í óeiginlegri merkingu sé
talið. Er fregnin barst til Winni-
pegborgar, lagði Grey borgarstjóri til
að senda Fálkunum heillaóskaskeyti
í nafni borgarinnar, í þakklætisskyni
fyrir þann veglega heiður, er þeir
hefðu borginni og landinu unnið. Var
búist við að slíkt yrði samþykkt
orðalaust, en svo varð þó eigi, því
Davidson bæjarráðsmaður reis á fæt
ur og mótmælti því. Kvað að vísu
satt, að piltar þessir hefðu vel gert
í sjálfu sér, en þó hefðu þeir gert
rickson, ættaðan af Vatnsnesi
í
Húnavatnssýslu, og Magnús (Mike)
Goodman, son Gísla Goodman tin-
smiðs í Winnipeg og systurson dr-
M. B. Halldórssonar. Auk þess a®
vera á bezta skeiði, að því er margir
telja, allra fremsti afburðamaður
hockeyleikara í Canada, og þá í alin
veröldinni, hefir Frank verið af nátt-
úrunnar hendi fádæma slyngt um aU-
ar íþróttir, án þess að hafa nokk-
urntíma þjálfað sig til nokkurrar
íþróttar, nema hockeyleika. Er
hann allra manna svo, a®
líklegt er “ at engi v*ri
hans jafningi”, ef hann hefðx
lagt jafna stund á allt. Tók hann
þátt í íþróttasamkeppni í Reykjavík,
er hann var þar í flugferðum, °&
setti þá mörg met, ef rétt er mun-
að, og kann vera að sum þeirra
standi enn.
Magnús Goodman var langbezti
skauta-hraðhlaupari Manitobafylk'
is um langt skeið. Vann hann
sigur á beztu hraðhlaupurum Mani'
toba- og Saskatchewanfylkja 4. aprH
1918, og var þá aðeins 16 ára að
aldri. Tvítugur varð hann hrað-
hlaupameistari Manitobafylkis í
sinn, og vann þá bikar mikinn og
fagran til æfilangrar eignar. Vann
hann þá öll hlaupin: (4 mílu, J/2
mílu, 1 mílu og 3 mílur, 8. janúar
1920. Þá um vorið fór hann til Ant-
werpen með Fálkunum, og skömmu
síðar fluttist hann til Bandaríkjanna
sem “professional” hockeyleikan-
Sundmaður var hann og ágætur og
frár á fæti, þó skautalaus væri.
• * *
Að því er séð verður á blöðunum
getur ekki sérstaklega íslenzkra
í-
þróttamanna úti við ,svo að af öðr-
um beri, frá því á dögum þeirra
Jóns Hörðdals og Magnúsar Mark-
ússonar, fyr en þeir koma til sög-
unnar rúmlega tuttugu árum síðar,
Stefán Björgvin Stefánsson og Magn'
ús Sigurðsson Kelly. Björgvin er
fæddur að Maryhill i Alftavatnsný'
lendu, 3. október 1889, og voru f°r'
eldrar hans Stefán Björnsson og
Guðríður Björnsdóttir, Hannessonar,
bæði af Seyðisfirði. Björgvin er tsep'
lega meðalhár, grannlegur en sterk-
byggður, manna kvikastur og skjót-
legastur, enda sérlega stökkfimur
og frár. Arið 1918 vann hann guli'
verðlaunapening (1. verðlaun) A. -A-
U.C.” (Amateur Athletic Union °f
Canada) fyrir langstökk með at-
rennu og stökk þá 21 fet og 5 Þ®1-
(652.78 centimetra), en lengst mun
hann hafa stokkið 1915, 22 fet rétt
(670.56 cm.). A sama íþróttamóti
skifti hann fyrstu verðlaunum fýrir
hástökk með atrennu með Cyril Coaf-
fee, hlaupagarpnum fræga, er leng1
átti heimsmetið i 100 yards, ásamt
öðrum. Stukku þeir 5 fet og 8 þ®i-
(172.72 cm.), en hæst mun Björgv®
hafa stokkið 5 fet og 10 þml. (177.80
cm.), og mun Magnús Kelly einnig
hafa náð þeirri hæð. \— Á íþrótta-
mótinu er haldið var hér 1919, til
þess að velja menn frá Canada til
þess að keppa um þáttöku í d
lympsku leikjunum, vann Björgv®