Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. JCrNI, 1930. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA stangarstökk, með því að hlaupa 11 fet og 2. þuml. hátt (330.36 cm.). Fram til ársins 1927 hefir hann leikið sér að því að taka verðlaun á Islend- ingadeginum, án þess þó að hafa haft nokkurn tíma til þjálfunar, enda hefir íþróttaáhugi landa hér legið í dvala að miklu leyti síðustu tiu árin, eins og síðar verður að vikið. Magnús S. Kelly frá Selkirk var ágætlega fjölhæfur (all-round) í- Þróttamaður. Hástökkfimi hans er áður minnst á. Bezt létu honum grindahlaup, sérstaklega hin lægri (low hurdles). Setti hann þar met fylkisbúum Manitoba, er enn mun standa, ef rétt er munað, en því mið- nr hefi eg eigi átt kost á að sjá tíma- 'engdina. Hann var tvisvar fyrirliði 'þróttakappflokks Manitobaháskóla °g gafst ágætlega. Hann féll í stríð- 'nu mikla. Þriðja mannsins verður að minn- ast frá þessum tímum, en það er Baldur H. Olson læknir, er var hinn magnaðasti “skrið-finnur” (skíða- laus þót; manna frástur á fæti í meðal löngum hlaupum. Hann vann %milu, V2mílu og 1 mílu á helzta iþróttamóti ársins 1909 hér í Winni- peg. Mun hann hafa hlaupið hálfa mílu á 2 minutum og 8 sekúndum og er það gott eins og reyndar afrek þau, er hér eru að ofan nefnd, þvi þjálfun er hér ekki enn, og var sízt þá, nokk- uð til líkingar svo iðkanleg sem t. d. í Bandaríkjunum. Þáttur Gíslasonsbræðra. Norður með Manitobavatni er | sveit sú sem almennt er kölluð “Bluffið”, en á Canada landabréfinu heitir hún Reykjavík, Man. Eins og Hindin (Þýtt úr dönsku.) eftir H. Drachmann Sást þú minn kæra, konunglega vin, sem kólfur þyti fram hjá skógarhlyn, sem hindran engin honum tafar geymi; sem leiftri ský um loftsins bláu svið, sem land og jörð hann ekki komi við, sem æðarbliki öldusollin mið, er áfram hljóðlaust hafeins rastir streymi? Hve oft hann kom, minn konJunglegi vin, hvert kosið mót ber sífelt endurskin, er ein um þykknin flóttaför hans ylja. —Og sjái eg ferð hans fjær und bjarkameið, hve finn eg sárt, er mér hann eftir beið og stoltið skein úr auga og ást um leið. —En augans þrá má Hindin til að dylja. Þótt hverfi hann sýn, minn konunglegi vin, hann kemur aftur, þar und fornan hlyn, er þrýtur dag, og þagna raddir allar. Því Hind og Hjörtur, hvert sem jarðardýr af hartans þrá til ástar sinnar flýr og nýtur ljúft, unz lindin þrýtur skýr, er lágan ómar, sífelt, sífelt kallar. f Og komir þú, minn konunglegi vin með kné þín beygð og sár, und fornan hlyn svo blóð þitt rautt um rjóðrið fagra hrynur. Mun Hindin bjóða brjóstið, feginvönd, þó blæði helsærð, móti stálsins rönd, er veiðimannsins harða, grimma hönd þér hafði búið, konunglegi vinur. T. T. Kalman nafnið bendir til er þar íslendinga- nýlenda. Búa þar um 15—20 íslenzk- ir bændur, og stunda griparækt og fiskiveiðar. Er það líklegast það bú- skaparlag, sem bezt á við Islendinga og mest líkist búskap heima. Land- kostir eru þar góðir, svo að heyafli tekur ekki nema skamman hluta sumarsins, og gefur nægan tima til hvíldar og upplyftingar. Og þó að vetrarfiskið sé harðsótt og karlmann- legt verk, þá hefir það þó þá tvi- hættu og vaskleika eiginlegleika í för með sér, sem gerir verkið meira að íþrótt og leik en vanabundnurn þrældómi. Enda hefir viðhaldist þar á meðal Islendinga meiri virðing og aðdáun fyrir einstaklingsþrekinu, en títt er nú á tímum. Er kapp mikið á milli drengjanna um hæsta orðstír- inn í íshöggi, i netatöku, í úlfaveið- um, í reipdrætti, í krók, í lyftingum, í kefladrætti, í áflogum, og yfirleitt x öllu, sem að einstaklingsvaskleik og íþróttum lýtur. Enda hefir vax- ið þar upp flokkur harðsnúinna at- gervismanna, svo að vart mun önn- ur af sveitum Islendinga hér í álfu, hafa öðrum þvílíkum á að skipa. Fremstir í flokki þar eru þeir bræfl ur, synir Ingvars bónda og póstaf- greiðslumanns Gíslasonar. Þeir eru fjórir, sem vaxnir eru: Ingvar, ósk- ar, Oddgeir og Runólfur, allir hinir mestu vaskleikamenn. Enda eiga þeir ekki langt að sækja atgervið, því Ingvar faðir þeirra er einn af allra fríðustu og vörpulegustu Is- lendingum hér. Af Gíslasonsbræðr- um hafa tveir farið í víking, og flutt heim glæsilegt herfang af íþrótta- mótum Manitobafylkis og Canada. I. Gíslason vann meistaranafnbót Manitoba í einu»n af léttari þyngd- ar flokkum (featherweight) “Catch as catch can” glímunnar árið 1923, en árin 1924 og 1925 er hann meistari Canada í sama þyngdarflokki þeirr- ar glimu. Var hann þá eiginlega sjálfkjörinn til að mæta á ólympsku leikjunum 1924 fyrir Canada hönd, en vegna hlutdrægni og þjóðarrembings aust- urfylkjanna, varð það úr að annar maður úr þyngri flokki, Jack Mc- Laughlin, var sendur, voru þó engin tvímæli um að Ingvar var þeirra betri glímumaður, og var allra trú að hann hefði borið sigur úr být- um. Oddgeir Gíslason hefir meistara- titil i lightweightflokk "Catch as catch can” fyrir Manitobafylki, ár- in 1925 og 1926, en siðan mun hann ekki hafa keppt, sakir annríkis og óhagstæðrar aðstöðu til þjálfunar. Báðir þeir bræður hafa vakið að- dáun íþróttavina með bragðfimi og framúrskarandi flýti og snarræði. Er enginn vafi á að þekking á íslenzk- ENGlNE f £NG\Ht^ Ár eftir ár bætast þúsundir við tölu þeirra, er nota einungis British American Gasolene og Lubricating oil. Eigendur bíla, dráttvéla og trucks hafa reynt, að vörur þessa canadiska félags eru ávalt hinar beztu árið í kring. • VISS TEGUND FYRIR HVERN BIL, TRAC- TOR OG TRUCK 7he British American Oil Co. Limited Suþer-Powfr and Bnlish Aniprican ETHYL Grisolenes - úuluione OUs \ um glímubrögðum og ryskingum hef- ir verið þeim mikill styrkur í glímu- afrekum þeirra. Þá hafa og Islendingar átt sér af- burða vaskann glímumann, þar sem er Peter Slgurðsson tinsmiður í Win- nipeg. v'ar nann um ^itt skeið glímumeistari British Columbia fylk- is I miðþyngdarflokki. Sælla er að gefa en þiggja. Það, sem Mörlandinn hefir viða um heim “innprentað” mönnum á skytn- ingi, að hann teldi “sælla að gefa en þiggja á kjaftinn”, eins og K. N. orð- aði það fyrir hann, eru landar nú bókstaflega farnir að lemja inn í höfuð erlendra andstæðinga sinna á hnefaleikamótum. Fyrir fáum ár- um eignuðumst við Islendingar i Win- nipeg afburða hnefaleikamann, þar sem var Paul Frederickson, ættaður úr Argylebyggð. 7. desember 1926 vann hann meistaratitil Manitobafylk- is í fjaðurvigt, og vorið eftir varð hann Canadameistari í léttvigt. Bar hann svo langt af öðrum samþyngdar- mönnum sínum, að öllum þóttu fá- dæmi, er eg heyrði á minnast. Sá eg úrslitaleikinn milli hans og Sam Hackett, er nú er næst bezti' “pro- fessional” í Canada sinnar þyngdar. Var það svo ójafn leikur sem hugsast gat, eftir fyrstu atrennu, og var Hac- kett þó bæði hittinn, fimur og snarp- ur. Töldu allir víst að Páll myndi verða sendur til ólympsku leikjanna þá um sumarið, og efaðist enginn um að hann mundi koma aftur með heimsmeistaratitilinn, svo var hann til yfirburða gæddur skapi, hörku og höggfimi og jafnvægi. En sami þjóð- ernisrígurinn og austanrembingurinn, er stóð Ingvari Gíslasyni í vegi, girti líka fyrir götu Páls á hinn ólympska vettvang. Siðan mun hann ekki hafa gefið sig við íþrótt sinni að heit- ið geti. Annan góðan hnefaleikara höfum vér eignast síðan, Arna Jóhannesson, er í vetur vann meistaratitil Manitoba- fylkis í sínum þyngdarflokki (létt- vigt). Ýmsa fleiri íþróttamenn mætti til nefna frá síðari árum, er vel hafa gert, án þess þó að þeir hafi algerlega skarað fram úr, svo sem þeir, er nefndir hafa verið. Af fjölhæfum i- þróttamönnum man eg helzt að nefna öskar Þorgilsson frá Lundar; Rögnvald Pétursson verkfræðing, son ólafs Péturssonar fasteignasala, og Ed. Þorláksson, M.A. Hlaupagarpana Ed. Oddleifsson og Fjelsted. Og nú síðast Sigurð Sigmundsson, háskóla- stúdent, ágætan hockeyleikara, knatt- leikara og námsmann um leið. Marga fleiri mætti sjálfsagt til nefna, en ein- hversstaðar verður staðar að nema. i Fiskimenn | Athugið! Ágætis útgerð, aðeins ársgöm- | | ul og mjög hentug fyrir norð- 1 f urvötn Manitoba, er til sölu nú | þegar á mjög sanngjörnu verði. | f Regluleg kjörkaup fyrir mann, | sem hugsar sér að stunda fiski- | veiðar norður á vötnunum fyrir I norðan The Pas næsta vetur. | Nánari upplýsingar veitir JÓNAS THORDARSON 109 Grain Exchange Bldg. ! Phone 23 297 Glfman. “Glfman” er auðvitað íslenzka glím- an, vor á meðal. Hún mun ekki hafa verið iðkuð af miklu kappi né list fyrstu áratugi Islendinga hér, enda var hún þá ekki til lífsins vöknuð heima. Þó sáust hér góðir glímumenn við og við, t. d. Asmundur Jóhanns- son og Halldór Methúsalemsson Swan En við komu þeirra Guðmundar Stef- ánssonar glímukóngs og Guðmundar Sigurjónssonar virtist sem ný öld myndi einnig hér upp renna. Gengust þeir fyrir glímuiðkunum og komu ýmsir snarpir og efnilegir glímumenn í ljós, t.d. Jakob Kristjánsson, Bene dikt ólafsson, i Winnipeg, ..óskar Þorgilsson frá Lundar og Kristinn Oliver frá Winnipegosis. Eru sér- staklega tveir hinir síðastnefndu af- burða föngulegir menn á velli og skæðir glímumenn. Hefði eg viljað sjá þá reyna sig, en hygg ekki að þeir hafi ázt við; en einna glímu- mannlegastur virðist mér ef til vill Kristinn allra manna, er eg hefi séð hér vestra, og minna mest á glímu- (Frh. á 7. bls). VISS MERKI um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvaigsteinar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, með því aS deyfa og græða sjúka parta. — 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 131 WHEN BUILDING----------------- USE YOUR OWN Hydro Light and Power in your home and business REMEMBER—Hydro has saved the citizens of W'innipeg Millions of Dollars in lowered electric rates. Consult Hydro Engineers on Electrical Problems Phone 848161 Service WtmupeOHi}dro, Hydro at customers are cost 55-59 ® PRIHCESSSI Hydro builders TRADE MARK RESSTCRIO SELECTEO BiRD .SPRIRG WHEAT, pURliy FC0Up CAlSí' •isnoon ",llsAT como" GOOCRICH - G0DUR ÁRANGUR þó í smáu sé byrjaS Allt hefir haft sína byrjun. Hið smæsta §sem hið stærsta. Það vita allir. Hví þá q ekki að byrja í dag? }J $1 er nóg til að byrja reikn- ing með. V/z% vextir Manitobafylkið er beinlínis á- byrgðarfullt fyrir endurgreiðslu á innlögðu fé. Afgreiðslutími 9 f.h. til 6 e.h. Laugardögum 9 f.h. til 1 e.h. PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE ER AÐ HÆTTA AÐ VERZLA MIKIL ÚTSALA KARLMANNAFÖT HATTAR OG SKYRTUR \ • á svo lágu verði að enginn ætti að fara á mis við hagnaðinn af að kaupa það. Komið og sjáið. Donald St. hjá Ellice Ave. ^ og 984 Main St. ^jl S Winnipeg 8 »acceooocosoooocoooososoc9 STILES & HUMPHRIES 261 Portage Ave., Næst Dingwall

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.