Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JÚNI, 1930. Haraldur Guðinason Söguleg Skáldeega # ----eftir- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK Annar þeirra bar stuttskorið hár og klæði að sið Norðmanna. Var þar kominn vinur vor Guðröður, er lesarinn man ef til vill eftir, sá er ávítað hafði Taillefer, kunningi Mullet de Graville. Hinn var klæddur h'nskikkju, svo sem tíðkaðist með Söxum, og viðhafnar- kápu, er hann virtist óvanur að bera; en höfga gullhringa bar hann á armi. Hár bar hann sítt, og skegg langt. Var þar kominn Ubbi, þegninn frá Kentsýslu, er gengið hafði á fund Játvarðar konungs, sem sendiboði Guðina jarls. “f>að veit trúa mín,’’ sagði Ubbi, og þerrði sveitann af enni sínu, “að þyrping þessi getur gert hvern hraustan mann því nær óðan. Vildi eg eigi í Lundúnum búa, þótt fjársjóðir og dýrgripir allra gullsmiða í Lundúnum stæðu mér til boða, eða allt það fé, er finnst í fjár- hirzlu Játvarðar konungs. Tungan blaktir mér skraufþur í munni, eins og akur um upp- sikertíma. Blessuð sé vor heilaga móðir! Hér sé eg opinn veitingaskála, látum oss skunda þangað sem hraðast og hressa oss yfir horni af góðu öli.” “Nei, félagi’’ sagði Guðröður, háif fyrir- litlega, “slíkir staðir eru eigi stöðu okkar sam- boðnir. Bíð þú um stund, unz við komum á fijótsbakkann, nærri brúnni, þar er fyrir að hitta félagsskap góðan og sæmilegan gleð- skap.” “Láta skal eg að ósk þinni, Guðröður,’’ sagði Ubbi, en andvarpaði þó um leið. Mun kona mín og synir tíðinda spyrja úr ferð minni, og fer þá vel á því, að eg kunni sem gerst skil á siðurn öllum og brellum í ormgarði þessum.” Guðröður, er var þaulkunnugur tízkusið- um öllum á dögum Játvarðar koniungs, brosti lítillátlega, og héldu þeir síðan áfram ferð sinni, án þess að mæla orð frá munni, nema þá er þegninn frá Kent hrópaði upp yfir sig; annaðhvort af reiði, er hann varð fyrir hrind- ingum eða af undrun og kæti, er hann í mannþrönginni kom auga á einhvern gleði- leikara, með bjarndýr eða apa, er valið hafði sér stað, annaðhvort nálægt einhverjum klausturgarðinum, eða fornum rómverskum rústum, til þess að sýna listir sínar eða dýr- anna. Héldu þeir þannig áfram unz þeir komu að búðaröð þeirri, er stóð á fallegum stað til vinstri handar við Lundúnabrú, þar sem skipaður var staður matsuðubúðum þeim, er langt fram í aldir héldu orðstír sínum. Milli búðanna og fljótsins var grasflötur,' er mjög var traðkaður af viðskifamönnum, og stóðu þar nokkur greinaskorin tré, voru þau tengd laufbogum úr vafningsviði, en þar undir voru sett borð og bekkir. Þéttskipað var þar, og myndi þeim hafa erfiðlega gengið að fá sæti, ef ekki hefði Guðröður verið jafn vel kynntur meðal veitingamanna. En nú var þegar borð fyrir þá sett, rétt á fljótsbakkan- um, og á það raðað stórum bikurum með kryddbrennivíni, kryddvínum, öli, frönsfeui víni og ensku, ásamt stórum skutlum með ýmsum sætabrauðstegundum, er enskir bakarar höfðu getið sér sérstakan orðstír fyrir. Einnig voru fyrir þá bornir á steikarteinum ýmsir kjöt- réttir, er ókennilega komu fyrir augu og tungu hins auðuga þegns frá Kentsýslu. “Hvaða fugl er þetta?” spurði hann nöldrandi. “Ó, hamingjusami maður, þetta er sand- lóa frá Frygíu, er þú færð nú í fyrsta sinni að gæða þér á, og er þú hefir náð þér eftir þá opinberun, þá mæli eg með serknesku musli, sem búið er til úr eggjum og hrognum úr körfum þeim, er aldir eru í fisktjörnunum við S'uðurvirki og sem matsveinar hér sjóða allra manna bezt.” “Serknesku! — Heilaga guðsmóðir!” hrópaði Ubbi, með munninn fullan af sandlóu frá Prygíu, '’Hvemig dettur kristnum mönn- um í hug að leggja sér nokkuð serkneskt til munns?” Guðröður rak upp hlátur mikinn. “Matsveinn okkar er serkneskur; beztu söngvarar í Lundúnum eru serkneskir. Líttu á þarna! sérðu þessa fríðut og hátíðlegu Serki!” “Príðir! já, ekki fer því fjærri, sviðnir og svartir, eins og kolugir sótraftar," umlaði í Ubba; “jæja, hverjir em þeir?” “Auðugir kaupmenn, sem vér eigum það að þakka, hversu meyjar vorar hafa hækkað í verði á mansalsmörkuðum.’’ “Allmikil svívirða er það,” sagði Ubbi, “að selja ensk ungmenni, karla eða konur, á vald útlendum húsbændum, og verður eigi afmáð.” “Svo mælir jarl vor, Haraldur. -og svo prédikuðu munkar,” svaraði Guðröður. “En þú, félagi, er lotning ber fyrir öllum siðvenjum forfeðra vorra, og oft hefir farið háðulegum orðum um hárskurð minn og klæði, er skorin Peningana til baka” ábygðin í hverjum poka RoblnHoo FLOUR Notið þetta vandaðra mjöl í brauð, kökur og bakelsi. eru að sið Normanna, þú skyldir manna síð- astur ámæla þeirrri venju, er haidist hefir með forfeðrum vorum síðan á dögum Siðreks.” “Umm-m,” sagði þegninn frá Kent, nokkuð vandræðalegur, “að vísu eru fomar venjur viðunanlegastar, enda munu góðar og gildar orsakir til þessarar venju vera, þótt eg, er eigi læt mig slík mál miklu skifta, hafi eigi komið auga á þær.” “Hvernig lízt þér, Ubbi félagi, á Öðling- inn? hann er af hinni fomu konungsætt,” sagði Guðröður. Ubbi varð aftur vandræðalegur, og drakk langan teyg af öli, er honum virtist betur en hin ókunnu kryddvín, áður en hann svaraði:- “Hann mælir jafnvel ver á enska tungu en Játvarður konungur! og Játgeir sonur hans kann nálega ekki orð í ensku máli. Og svo allir þessir þýzku liðsmenn þeirra og hús- karlar! — Og jhefði eg vitað hvað majnna þeir voru, þá hefði eg eigi kostað fé mínn til þess að búa mig að heiman til þess að fagna þeim. En mér var sagt, að Haraldur jarl hefði beðið konung að senda eftir þeim; en það taldi eg viturlegt vera mundi, er jarl hefði til þeirra mála lagt og Englandi fyrir beztu.” “Satt er það að vísu,” sagði Guðröður með mikilli áherzlu, því þrátt fyrir ást sína á siðum Normanna, var hann rammenskur í hjarta, og var nú einn af ákveðnustu fylgis- mönnum Haraldar, er orðinn var átrúnaðar- goð og fyrirmynd hinna yngri tignarmanna, eigi síður en alþýðu; “satt er það að vísu — og þar sýndi Haraldur jarl drengskap sinn. svo sem enskum manni sæmir, er hann hvatti konung til þess sér í skaða.” Er Guðröður sagði þetta, eða öllu heldur frá þfí að þeir félagar höfðu fyrst nefnt Har- ald á nafn, höfðu tveir skrautkiæddir menn, er sátu við annað borð á bak við þá og Jétu hatta sína slúta fram yfir andlit sér, og báru skikkjur sínar svo lausar, að ógjörla mátti greina vaxtarlag þeirra, látið bikara standa, rneðan þeir lögðu eyrun við samræðum þeirra félaga. Hafði Guðröður ekki orðið þeirra var, er hann sneri baki að þeim. “Að hverju ieytti sér í skaða?” spurði Ubbi. “Furðu einfaldur ert þú,” anzaði Guð- röður. “Mættir þú skilja, "að ef Játvarður hefði ekki viljað viðurkenna Öðlinginn, sem rétt til ríkis borinn eftir sig, og Öðlingurinn hefði þá setið kyr við Þýzkalandskeisara, en Játvarður konungur síðan andast skyndilega, — að þá hefði ekki annar staðið nær ríkinu en Haraldur jarl.” “Satt er það, að eigi hafði mér það til hugar komið,” sag® þegninn frá Kent, og klóraði sér á bak við eyrað. “Það hefir almenningi (ekki heldur, en hvern gætum við annan kosið en Harald?” Annar þeirra, er að baki þeim sátu og hlustuðu, hrökk við, en félagi hans lyfti hendi sinni honum til aðvörunar. Ubbi hélt áfram:- “Margir hlutir gerast nú undarlegir! En við höfum aldrei konung kosið af ætt Siðreks, að Dönunum undanskildum. En ef þessu heldur áfram, þá tökum við brátt til konungs Þjóðverja, Serki eða Normanna.” “Af ætt Siðreks! Sú ætt er nú aldauða, að Öðlingnum undanskildum, og hann er, eins og þú mátt sjá, fremur þýzkur maður en enskur. Endurtek eg það, að fyrir utan hann, getum við engann annan kosið en Harald, sem er mágur konungs; í móðurætt kominn af norrænum konungum; hertogi alls iiðsins, er aldrei hefir verið í orustum sigraður, og vill þó jafnan heldur friðsamlegar sættir en vopnaskifti; vitrastur maður á þjóðþingi — tignastur maður í ríkinu — hvern nema Har- ald? eða hverju svarar þú, Ubbi félagi?” “Eg þarf tíma til þess að átta mig á orð- um þínum,” sagði þegninn frá Kent, og hristi höfuðið. “En er öll kurl koma til grafar, þá skiftir litlu máli hver konungurinn er, ef hann aðeins er góður höfðingi. Jú, eg skil það nú, að jarlinn sýndi af sér réttmennsku mikla og ósérplægni, er hann fékk konung til þess að senda eftir Öðlingnum. Drekkum full þeirra! Megi báðum verða langra lífdaga auðið!>” “Heill þeim!” svaraði Guðröður og tæmdi kryddvínsbikar sinn í botn, á móti Ubba, er hélt sér-við hið áfenga öl. “Lengi lifi báðir! Megi Játvarður Öðlingur að ríkjum sitja, en Haraidur ríki stýra! Megum vér þá óttalausir sofa fyrir Algeiri hinum offorsfulla og Gryf- fiði Waleskonungi, sem enn offorsfyllri er — þótt að vísu haldi þeir sér í skefjum slem stendur, af ótta við Harald — en eru þó eigi tryggari en hið iygna vatn Gwyned-elfu, rétt áður en hún brýzt í kaststrengum yfir flúðir- nar.” “Svo sjaldan berast mér fréttir,” sagði Ubbi, og svo litlu látum við Kentsýslubúar oss skifta vandræði annara manna (því þar erum vér undir vemdarhendi Haraldar sjálfs — og eigi gera haukar sér tíðfarið í námunda við arnarhreiðrið!) — að eg skyldi þér þakkiv gjalda, ef þú kynnir að fræða mig um jarl okkar hinn nýja óeirðamanninn Algeir, og Gryffið þenna Waleskonung, svo að eg megi heim aftur snúa nokkurs vísari en eg heiman fór.” “Vita mun þú að minnsta kosti, að Al. geir og Haraldur voru jafn- an á öndverðum meið í þjóð- þinginu, og heyrt hefir þú þá skiftast á stórum orðum?” “Víst hefi eg það heyrt! En jafn lítils mátti Algeir sín við Harald í orðasennu, sem hann mætti, ef til vopnavið- skifta kæmi.” “Nú hrökk við hinn, þeirra er að baki þeim sátu. og mælti lágt nokkur orð, en af mikilli bræði. “Þó mun hann örðugur fjendum sínum,” sagði Guð- röður, er eigi hafði heyrt orð þau, er hinum ókunna manni urðu á munni, er hann heyrði það, er Ubbi sagði., “og þyrnir í augum jarli og Englandi líka. Henti bæði jarlinn og England slys mikið, er hann hafnaði Al- dísi, er sagt var að faðir hans, Guðini hinn spaki, hefði ráðið honum að fá fyrir konu.” “Heyrt hefi eg skáld og skopleikara syngja á þá leið. að Haraldur muni vera unn- andi Edith hinni fögru, er vera mun hið ágætasta kvonfang, að því er menn segja.” “Satt er það, og mun hann mjög í tvísýnu hafa t/elft metnaðarvon slnni, fyrir sakir ástar sinnar.” “Að öllu þykir mér hann betri fyrir það,” sagði hinn vélalausi þegn frá Kent, “eða því hefir hann ekki þegar fastnað sér meyjuna? Veit eg að hún á arfa mikla, því jarðir hennar ná alla leið frá Sussexströndum inn í Kent- sýslu.” “En skyld munu þau vera í sjötta iið, og leggur kirkjan bann við giftingu þeirra. En þrátt fyrir það hefir Haraldur hugann á henni einni, og munu þau nú trúlofuð vera; enda segja menn að Haraldur voni, að Öðlingurimn muni fá fyrir sig undanþágu frá páfa, þá er hann kemst til ríkis. En svo við minnumst frekar Algeirs, þá er það víst, að það var hinn mesti óhamingjudagur, er hann gaf dóttur sína Gryffiði, sem er allra undirkonunga óþjálastur, er merin hafa þekkt, og fullyrt er um, að aldrei muni fyrr ánægður verða, en hann hefir lagt allt Walesríki undir sig, og landamærahéruðin að auki, svo að hann haldi þeim að öllu óháður. Hafa fundist bréf, er farið hafa á milli hans og Algeirs, er Haraldur fékk í hendur jarlsdæmi yfir Austur Englandi, og munt þú að vísu hafa frétt, með því að eigi varst þú viðstaddur, að Algeir var útlægur ger, á þjóðþinginu í Winchester.” “Gömul tíðindi eru það; heyrði eg það af pílagrími einum eða pálmara — og að Algeir fékk þá skip á írlandi, sigldi til Norður-Wales, og vann sigur á Hrólfi jarli hinum normannska við Herfurðu. “Víst hefi eg það heyrt, og verð eg þar til að segja,” bætti Ubbi við hlæjandi, “að eg grét þurrum tárum, er eg frétti að Algeir jarl, er eitt sinn var minn höfðingi, og er af gömlum og góðum saxneskum stofni, hefði barið á hinum blauða Normanna. — Og skömm sé Játvarði konungi fyrir að setja Normanna einn til landvarnar í landamæra- héruðunum.” “Sorglegur ósigur var það fyrir England og konunginn,” sagði Guðröður alvarlega. “Hin mikla dómkirkja í Herfurðu, er Aðal- steinn konungur byggði, var rænd og brennd af Walesmönnum, og hásætið sjálft var í hættu, er Haraldur kom í broddi firðarinnar. Er það mikil hörmungasaga að segja frá hættum þeim, er yfir Englendingum vofði, á herferð, sem í herbúðum, og því afhroði, er þeir guldu í falli manna og hesta, áður en Har- aldur ikom. En þá kom einnig hinn ágæti öldungur Álfrekur, og einnig kom þá frið- semjandinn Alrekur biskup til sögunnar, og varð þannig friði á komið — Gryffiður sór Játvarði konungi trúnaðareiða, og Algeir fékk aftur landsréttindi, enda stendur svo enn í.dag. En það uggir mig, að Gryffiður haldi aldrei friðinn vel við Englendinga, svo að Haraldur einn hafi afl í armi til þess að halda í skefjum óróamanninum Algeiri. Þessvegna vildi eg helzt Harald til konungs kjósa.” “Hvað um það,” sagði þegninn frá Kent. þá vona eg þó að Algeir hlaupi af sér hornin, og láti þá Walesmennina um að snúa að sín- um eigin hálsi. Því þótt hann beri eigi svo hátt í mamnþrönginni sem Harald, þá er hann þó maður alsaxneskur, og vel féll oss stjórn hans, er hann átti yfir oss að ráða. En hvern- ig geðjast Norðmönnum að Tosta jarlsbróð- ur? Eigi mun auðgert til geðs þeim, er áður hafa sér þann fyrirliða átt er var Sigurður jarl hinn sterki.” “í fyrstu, er Haraldur fékk yfirráð Norð- imbralands í hendur Tosta, eftir fall Sigurðar, er hann veitti Melkólfi hinum unga, fór Tosti að ráðum bróður síns, og gerði sér landsfólk- ið að vinum með viturlegri stjórn. En nýlega hefi eg heyrt, að feurr sé kominn upp á meðai Norðmanna. Og víst er Tosti drambsamur og harðúðugur.” Þá er nokkuð fleira hafði þeim í tal borið um daginn og veginn, reis Ubbi á fætur °§ sagði: “Þökk skalt þú hafa, félagi; mun mér nú máJ að hugsa til heimferðar. Skildi eg efth hesta mína og húskarla hinumegin fljótsins og verð nú eftir þeim að fara. * Mátt þú nú eigi þykkjast við það er eg segi, að vel veit eg, að þér hirðmenn munið hafa fuila þörí fjár yðar, enda ættu búandkarlar, sem e»’ nokkuð að láta í móti koma, er þeir hafa béi í borginni notið gestrisni yðar. Og með þvl að,” — hér tók hann digran sjóð frá belti sínu, “með því að þessir útlendu fuglar og þetta ■ . 1* beinamusl mun mun siður en ekki gefið vera— “Heyr á firn mikil,” sagði Guðröður, og spratt dreyri í enni, “hyggur þú oss miðsax- neska þegna þau vesalmenni, að vér eigþ meg’ um endurgjaldslaust svo lítið í té láta vinuni vorum, langferðamönnum. Veit eg vel að þér Kentþegnar eruð menn auðugir. En geym Þu fé þitt fyrir gjafir handa konu þinni, kunn- ingi.” Ubbi bauð ekki frekar fram gjaldið, er liann sá, að hann mundi móðgað hafa félagJ sinn. Kom hann sjóðnum aftur í belti sitt, og lét Guðröð gjalda greiðann. Síðan mælti hann, er þeir tókust í hendur til þess að kveðjast:- En gjarna vildi eg vinarorð hafa sagt Haraldi jarli, því of miklar voru annir hans og ríkilæti til þess að eg dirfðist að þrengja mér fram að honum í höllinni. En nú er mér skapi næst að fara heim til hans og kveðja hann þar.” “Eigi munt þú hann þar finna,” maelti Guðröður, “því eg veit fyrir víst, að jafnskjótí og hann hefir lokið tali sínu við öðlinginn, fer hann á braut úr borginni, því eg á að hitta hann í húsi hans, hinumegin við fljótið, u® sólarlag, og taka frá honum skipanir um við- gerð virkja og víggrafa á landarnærunum- Gætir þú beðið nokkra stund og síðan mætt okkur; munt þú rata til húss hans í skógin- um.” “Nei, eg verð í nótt heim að halda, því allt gengur á tréfótum, er húsbóndinn er að heiman. Þó mun eg að vísu ávítur hljóta bjá húsfreyju minni, fyrir að hafa ekki gengið fyrir jarl og kvatt hann.” “Eigi skal hún þér það til ámælis leggja,” sagði Guðröður, er vel þekktist hollusta Ubba við Harald ,og vissi gjörla hversu mikils Ubbi var rnetinn í héraði, þótt hann kæmi borgar- mönnum all búandlega fyrir sjónir, enda vildi hann að jarl fengi færi á að tryggja sér enn betur hollustu hans, með því að sýna svo vöskum manni einhver alúðarmerki. “Eigi skalt þú sýra kossa konu þinnar, kunningi- Tak nú eftir orðum mínum. Þá er þú ríður heimleiðis, liggur leið þín fram hjá höll einni fornri, með brotnum súlum á bakhlið.” “Vel kannast eg við hana,“ sagði Ubbi, frá því að eg hefi þar um riðið. Standa Þar hjá steinhrúgur einkennilegar, á lágum hól, segja menn að Bretar og galdranornin bafi þeim þar hlaðið.” “Þar hefir þú rétt séð. Hygg eg að Har- aldur muni þangað beina för sinni, er hann fer 4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.