Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.06.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JtrNX, 1930. Minnsta konungsrikið Eftir Einar Fors Bergström. (X sumar sem leið var sænskur blaðamaður hér á ferð, Einar Fors Bergström að nafni. Hann kom fyrst til Austfjarða og fór norður um land hingað til Reykjavíkur. Ferðað- ist han nsíðan um Suðurland. 1 vetur hafa birzt eftir hann nokkrar greinar um Island í “Svenska Dagbladet’’ — Bera greinar hans vott um, að hann hefir á ferð sinni hér í fyrra fengið nánari kynni af landi og þjóð en títt er um erlenda menn, er hafa hér skamma dvöl Hér birtast kaflar úr einni grein hans í lauslegri þýðingu.) Eigi verður hjá því komist að skoða Xsland sem eitt af dvergaríkj- unum í Evrópu. Og víst er um það, að Xsland er einkennilegt ríki, sérstætt á marga grein. Þegar að er gætt, er þetta kotríki Norðurlanda allt öðruvísi en önnur dvergríki álfimnar. Því þótt það sé lítið, þá hefir það ekki dvergríkissvip. önnur dvergriki álfunnar hafa ekk- ert sérstakt þjóðerni eða sérstaka tungu. Þau hafa annaðhvort orðið til út af landamæraþrætum stærri þjóða, ellegar að þau eru leifar af löngu horfnum ríkjum — fomgrip- ir I raun og veru eru þau altend öðmm ríkjum háð, og sýna ósjálf-_ stæði sitt með því að vera t d. í toll- sambandi við stærri ríkin. Menn brosa er þeir heyra nefndan alræðismann fyrir San Marino, eða þegar talað er um málarekstur út af ríkiserfðum í Monaco, eða stjóm- málaþrætur í Lichtenstein. Meínn taka ekki málefni þessara kotrikja alvarlega, vita sem er, að hægt er að má þau burt úr tölu ríkja á hvaða augnabliki sem er. öðru máli er að gegna með Island. Þ6 þjóðin sé lítU, þá er hún alveg sér- stök þjóð með sínum sérkennum og 1000 ára sögu að baki . X 1000 ár hefir þjóð þessi alið sérstæða menn- ingu. Vegna þess hve landið er af- skekkt og lífskjör þar bág, hafa Xs- lendingar sloppið við að fá yfir sig innflytjendastraum, er legði landið undir sig. Þessi hætta hefir þó alltaf verið yfirvöfandi, og það er hrein furða, hve Xslendingar hafa sloppið vel fram á þenna dag. Því gagnvart innflytjendastraum hafa Islendingar alltaf staðið varnarlausir, og vamar- lausir standa þeir enn í dag. 1 því tilliti standa þeir eins að vígi og hin- ar dvergþjóðirnar. — Þurfa menn ekki að hafa náin kynni af stjóm- málum þeirra, til þess að komast að raun um, að þeim er full-kunnugt um þessa hættu, sem yfir þeim vof- ir. En annars em viðfangsefni Xslend- inga og dagskrármál allt önnur en meðal annara smáþjóða. Xslending- um er það ekki nóg, þeim er ekki mögulegt að vera úthérað innan tak- marka framandi þjóðmenningar. Saga þeirra öll er saga um baráttu til að vernda það, sem þjóðlegt er og ramm íslenzkt. Island getur aldrei í menn- ingarlegu tilliti orðið útbú frá Dön- um, eða nokkurri annari þjóð. En þá vaknar sú spurning. Er það mögulegt fyrir svo fámenna þjóð sem Islendinga, að vemda hið sjálfstæða þjóðemi sitt og leysa viðfangsefni sín á viðunandi hátt, á sviði stjómmála, f élagsmála og menningarmála ? — Geta þeir þetta án þess að ýmislegt hjá þeim verði vanskapað og með kotungsbrag ? I Evrópu efast menn venjulega um að kotríkin geti yfirleitt lifað — og þá er átt við smáríki, sem eru marg- falt öflugri en Xsland. Menn hafa jafnvel efast um það, hvort Norður- landarikin gætu bjargað sér. Og enda þótt við Svíar séum ekki miklir fyrir okkur, þá höfum við þó sett okkur upp á þann háa hest, að líti niður á nágrannaþjóðir okkar við Eystrasalt, og iátið í veðri vaka, að þær myndu eiga erfitt uppdráttar. Getur ríki eins og Eistland átt fram- tíð fyrir sér, með aðeins rúma milj- ón íbúa? Um þetta hafa menn tal- að hér án þess að setja það í nokk- urt samband við hættu þá, sem vofir yfir þessari þjóð frá Rússum. Marg- ir líta svo á, að þjóð sem er svo lítil, rambi á glötunarbarmi, og tortýmist þegar minnst varir. Að svo lítil þjóð geti ekki verið sjálfri sér nóg, og komið upp og haldið við allri þeirri fjölbreyttu starfrækslu, sem timarnir krefjast nú. En Eystrasaltsrikin hafa nú kom- ist af í einn áratug, og þar hafa margskonar framfarir dafnað. Við Svíar- höfum getað glaðst yfir því, að hrakspár okkar hafa ekki reynst á rökum byggðar. En allt fyrir það er ekki nema eðlilegt, að við spyrj- um hvernig smáriki geti bjargast á- fram, og séum forvitnir eftir að fá sem skýrust svör. En ibúatala Islands er ekki nema einn tíundi af íbúatölu Eistlands. Þvi er það ekki nema eðlilegt, að menn láti undrun sina í ljós, er þeir líta til ríkisins I norðanverðu Atlants- hafi, og spyrji hvort það eigi fram- tíðarmöguleika. Strax á fyrstu höfninni, í fyrsta fiskiþorpinu, sem menn koma í, fá þeir hugmynd um hvernig hið fá- tæka og fámenna ríki getur staðið straum af starfrækslu þeirri, er til þarf. Þetta tekst vegna þess, hve al- menningur er þar nægjusamur. Erfitt er það og ekki hættulaust. En það gengur stórslysalaust. Fjölsýslanin er leiðin, fjölsýslanin, sem getur hér komið til greina, vegna þess hve menn gera hér litlar kröfur, litlar kröfur til starfsmannanna og þeir til launanna og lífsþægindanna. Fyrst mætir maður tollverðinum, er jafnframt er lögregluþjónn. Því næst héraðslækninum, sem ennfremur er póstmeistari. Þá úrsmiðnum, sem jafnframt er simstjóri og ritstjóran- um, sem sjálfur vinnur að prentun blaðs síns. Við nánari kynningu fyr- irhittir maður prestinn og ritstjór- ann, sem eru rithöfundar, og bónd- ann, sem yrkir eða sendir vísinda- legar sagnfræði- eða fomfræðigrein- ar í tímarit í Reykjavík. Jafnvel í höfuðstaðnum eru þeir til, sem vita bókstaflega ekki hvað það er af störfum þeirra, sem þeir eiga að skoða sem aðalatvinnu og hvað sem aukavinnu. Þeir em neyddir til þess að dreifa kröftum sínum, og afkasta þó mikilsverðu verki. En þó menn leggi mikið á sig i þágu menningar og þjóðernis, verður eigi hjá því komist, að margt, sem gert er undir þessum kringumstæðum, beri við- vaningsblæ. Jafnframt hefir það áhrif á allt útsýni manns, hve Island er fjarri öðmm löndum og umhverfið er þröngt heima fyrir I hinum takmarkaða hring, þar sem menn enn í dag nefna alla menn með fomöfnum, hefir per- sónuleg viðkynning og kunningsskap ur tiltölulega meira að segja en þar sem umhverfið er stærra í sniðunum. Vissulega verður þetta til þess, að menn eiga auðvelt með að hreiðra um sig, og skoða sig sem heima hjá sér hvar sem þeir fara, innan hins þrönga islenzka sviðs. En þetta verð- ur líka til þess, að persónumar verða látnar sitja í fyrirrúmi fyrir málefn- unum, málefnin gleymast og stefn- urnar, í landi persónuhaturs og kunn- ingsskapar. Þetta kemur ljósast fram i stjómmálalífinu, þar sem bar- áttan að jafnaði er háð með meira persónuhatri en annarsstaðar, jafn- framt því sem stefnur flokkanna eru reikulli en venja er til. Einangmn íslenzku þjóðarinnar og fjarlægð frá öðrum þjóðum gerir það að verkum, að ýmsar aðgerðir em undarlega fálmandi, jafnframt því, sem almenningur á erfitt með að skilja og gera sér grein fyrir rás viðburðanna i heiminum. Það er erfitt fyrir Islendinga, að öðlast fullan skilning á högum Ev- rópuþjóða, á kröfum þeim, sem gerð- ar eru til pólitisks velsæmis í við- skiftum þjóða á milli, á hinu stranga lögmáli, að sá einn á framtíð fyrir sér, sem fús er til að fórna öllu. Islendingum er gjamt á að hall- ast að og halda fram óframkvæman- legum hlutum. Sambland raun- hyggju og draumlyndis er þeim eðli- legrt. Þegar merkur fræðimaður á Islandi, G. Finnbogason prófessor, stingur upp á því, að Evrópuríkin ættu að koma sér saman um, að láta ráðherra og þingmenn vera í fylk- ingarbrjósti, er til ófriðar kæmi, þó er þetta ekki sagt í gamni, heldur er það ætlun landsbókavarðarins, að til- lögum þessum sé gaumur gefinn og þær ræddar í fullri alvöru. Þó Islendingar hafi vakandi auga á því ,að spyma af öllum mætti gegn innflytjendastraum, sem gæti órðið íslenzku þjóðerni að grandi, og þótt þeir oft verði heitir, er þeir tala um frelsi sitt og sjálfstæðisbaráttu, þá lifa þeir utan við hin hörðu viðskifta- lögmál Evrópu — enda skilja þeir eigi þau lögmál til fulls.... Síðan talar höf. um, að Islendingar ferðist allmjög til útlanda, og hafi alltaf haft talsverð sambönd við um- heiminn. En þrátt fyrir það séu Is- lendingar, og jafnvel menntamenn hér að jafnaði heimalningslegir og óhefl- aðir. Þá talar hann um það, hve erfitt sé hér á landi að fylgjast með því, sem gerist í heiminum, vegna þess hve dagblöðin séu lítil og fréttir, sem almenningl berast, ónákvæmar og strjálar. Þá talar hann um leikstarf- semina, sem haldið er hér við, þrátt fyrir örðugleika fámennis, og bóka- útgáfuna hér, sem slampast furðan- lega, þó markaðurinn sé þröngur. Og enn talar höf. um háskólann héma, og segir meðal annars: Er hægt að komast hjá þvi að brosa og kenna til meðaumkvunar, er menn sjá hina þýðingarmiklu menntastofnun, sem nefnd er “Háskóli Islands”. Segir hann frá því, hve hagur þessarar stofnunar er þröngur, húsrúm lélegt, kennslugreinar fáar og kennaralið af skornum skamti. Heimspekideildin hafi ekki annað en norræna fræði. Höfundurinn endar grein sina á þessa leið: Það er eðlilegt, en jafnframt rauna- legt, að Islendingar skuli ekki geta gert háskóla sinn betur úr garði. Því þótt við Norðurlandabúar metum hin norrænu fræði mikils, og sjáum hve mikils virði það er fyrir Islendinga sérstaklega að leggja rækt við þau, þá hljótum við jafnframt að sjá, hve hættulegt það er fyrir Islendinga, að einskorða svo vísinda- og menntalif sitt. Þvi er nú ver, að meðal þessar- ar litlu afskekktu þjóðar, er til sú stefna, að lítilsvirða það sem erlent er, og hefja allt hið innlenda til skýjanna. Til er þar ást á hinum ís- lenzka þjóðmenningararfi, ást af þvi tæi, sem gerir menn blinda. Ast og umönnun fyrir því, sem innlent er, er nauðsynleg í sjálfstæð- isbaráttu smáþjóða. Því með þvi að leggja rækt við það innlenda, forð- ast þjóðin þá hættu að virða allt sem útlent er, umfram verðleika — ekki sízt kurteisi annara þjóða og vina- hót. Hin opinbera þátttaka í hátíð- arhöldunum í Reykjavík í fyrra, staf- aði ekki af því, að menn væru vin- veittir kaþólskri trú, heldur af hinu, að menn voru hreyknir af því, að andlegt stórveldi sýndi Islandi kurt- eisi. En þó að það sé æskilegt, að Is- lendingar varðveiti það, sem þjóðlegt er, þá er þeim það ekki siður nauð- syn, að hafa rétt sjálfsmat á þjóð- menningu sinni, svo ekki lendi allt í sjálfhóli og sjálfsáliti, ef Islending- um á að takast að bjargast óskemmd- um yfir elfur ýmiskonar erlendra menningarstraumhvarfa, er seint skullu yfir söguþjóðina litlu. En það efni er nægilegt í aðra grein. Húbyggingar og ríkisstyrkur. Ensk reynsla Húsnæðismálin erU einhver hin mestu og vandasömustu úrlausnar- efni margra stórþjóðanna. Einkum hafa Bretar látið mál þessi mikið til sín taka og gert margar og mjög fjárfrekar tilraunir til úrlausnar á þeim. (Hjer á landi hefur próf. Guðm. Hannesson mikið skrifað um þessi mál). I Englandi hafa bæði íhaldsmenn og jafnaðarmenn beitt sjer fyrir ákveðnum framkvæmdum til þess að ráða fram úr húsnæðis- vandræðunum og hefur Lögrjetta nokkrum sinnum sagt frá þeim mál- um, einkum Weatley-lögunum og ráðstofnun Nevil Chamberlaines. Englendingar hafa tekið það ráð, að ríkið veitir styrk til þess að koma upp nýjum húsum, eða rífleg verð- laun. A þennan hátt hafa á síðustu árum verið reist ný hús svo tugum þúsunda skiptir. Þrjá síðustu mán- uði ársins 1929 voru veitt nærri 20 þús. slík byggingarleyfi. En kostnað ríkissjóðs af þessu má marka af því, að síðan eftir heimsstyrjöldina hafa verið greiddar úr honum í bygg- ingarstyrki 82 miljónir punda og í ár er fjárveitingin til þessa 11 millj- ónir'punda. En nú er samt svo kom- ið, að ýmsir eru farnir að efast stór- lega um það hvort þetta sje rjett leið, sem farin hefur verið. Nákunn- ugur maður og sjerfróður um þessi efni, Sir J. Tudor Walter þingmaður hefur nýlega látið það í Ijós, að hann hafi enga trú á ríkisstyrk til húsa- bóta. Hann segir að byggingarkost- naðurinn sje hlægilega hár og þar af leiðandi verði húsaleigan einnig bá svo að húsaaukningin verði ekki að tilætluðum notum, að lækka leiguna fyrir efnaminstu leigjendurna. Þar að auki hefur verið bent á það (af K. Wood) að aukinn ríkissyrkur hafi sífelt haft í för með sjer aukinn byggingarkostnað. Arið 1921 meðan Addison-lögin voru í gildi, var meðal- verð smáhúsa 665 pund, en lækkaði eftir að framkvæmd þeirra laga hætti, svo að samskonar meðalverð varð í árslok 1922 346 pund. Arið eftir komu Chamberlainlögin og lögleiddu aftur byggingarstyrk á. öðrum grundvelli (75 pund á hús) og í ársbyrjun 1924 hækkaði húsverðið upp í 386 pund. Með Wheatley- lögunum hækkaði byggingarstyrkur- inn mikið, upp í 160 pund á hús, og byggingarkostnaðurinn hækkaði jafn- framt upp í 451 pund á hús. Cham- berlain lækkaði styrkinn aftur og byggingarkostnaðurinn lækkaði þá líka ofan í 339 pund. Þetta vekur mikla athygli í Englandi, en hvergi hafa verið gerðar stórfeldari tilraun- ir til úrlausnar á húsnæðismálum efnalítils fólks en þar. Og nú ný- lega hefur Greenwood heilbrigðis- málaráðherra lagt' fram í þinginu Perhaps you’ve never made Oatmeal Macaroons.. Try this delightful recipe. They’re es- pecially good when made with MAGIC BAKING POWDER The kind that 3 out of every 4* Canadian house- wives, who bake at home, say they tuse because it gives consistenly better baking results. »This fact was revealed in a recent Dominion wide investigation. Recipe for Oatmeal Macaroons 1 tablespoon butter 1 cup white sugar 1 egg % teaspoonful salt 2 teaspoons Magic Baking Powder. 1 teaspoon vaniUa 2% cups rolled oats. Rub together butter, sugar, rolled oats, salt and baking powder, then drop in the egg un- beaten, add vanilla, mix well with wooden spoon. Drop mixture about the size of a hazelnut in buttered pans and bake 10 to 15 minutes. Look íor thls mark on every tin. It guarantees that Ma- glc Baking Powder does not contain alum or any harmful ingredient. If you bake at home the new Magic Cook Book will provide you with dozen of practi- cal yet attractive baking suggestions. A copy will be mailed on request. STANDARD BRANDS LTD. GILLETT PRODUCTS TORONTO MONTREAIi WINNIPEG Branches in all ttie princlpal Canadian Cities TEN/TEST heldur húsinu mátulega heitu bæði sumar og vetur. Það sparar mikið eldivið. Ágætt í stað viðar undir múrstein og Stucco. Getur einnig notast sem fóður undir þakspón og plastur. Verndaðu heimilið gegn sumarhita og vetrar kulda. Byggingarmeistar- inn eða næsti TEN/TEST umboðsmaður gefur yður allar upplýsingar. “Sold by all good lumber dealers” Western Distributors: THET.R.DUNN LUMBER CO., LTD. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.